Alex Ferguson hættir hjá Man Utd!

Forsala á nýju Liverpool-treyjunni er hafin í ReAct!

Ja hérna hér! Alex Ferguson hefur sagt upp starfi sínu hjá Manchester United og hættir eftir þetta tímabil.

Þessi maður hefur gert okkur lífið leitt í heil 26 ár og honum tókst að snúa valdahlutföllunum á milli Manchester United og Liverpool á hvolf. Ekki ætla ég að skrifa lofræðu um hann á þessa síðu, en árangur hans er stórkostlegur. Um það er ekki hægt að deila.

Ég vildi bara setja inn stutta færslu um þetta hér, því eflaust vilja margir ræða þetta mál. Það er allavega ljóst að sama hvaða framkvæmdastjóra United ráða í staðinn – Klopp, Mourinho, Moyes eða hvern sem er – þá eru það nákvæmlega NÚLL líkur á því að hann verði jafn sigursæll og Alex Ferguson. Því hljóta flestir Liverpool-stuðningsmenn að fagna því að hann sé loksins hættur.

57 Comments

  1. Fagna þessu ekki, Poolari í húð og hár en hann kryddaði alltaf veeerulega uppá þetta!

  2. “First Thatcher dies, then Ferguson retires – somewhere there is a scouser with a lamp and one wish left”.

  3. Mikið yrði það gaman að sjá united ströggla með þjálfara einhvern tímann. Eitthvað sem að mjög stór hluti þeirra stuðningsmanna hefur ALDREI upplifað.

    Ég fagna því að gamli refurinn sé að hætta enda er kallinn herra united og það er alveg sama hver tekur við, hann mun alltaf hafa gríðarlega pressu á bakinu enda stórt skarð að fylla og ég efast um að þolinmæðin sé löng á þessum bæ.

    Adios gjemmmmli

  4. Er ekki Mark Hughes á lausu? Yrði hann og jafnvel Steve Bruce með honum fullkomin blanda fyrir Man utd.

  5. Snýst áframhaldandi velgengni MU ekki að einhverju leyti um stöðu Ferguson hjá klúbbnum? Í þessu samhengi eru Shankly og Matt Busby oft nefndir sem dæmi, Liverpool sleit á endanum formleg tengsl við Shankly, sem Shankly sárnaði, og mörgum þykir grimmileg framkoma, en fyrir vikið hélt sigurganga þeirra áfram og nýir þjálfara gátu unnið í friði. Busby hélt hins vegar hárri stöðu hjá MU, þannig að næstu þjálfarar voru alltaf í skugga hans og leiðin lá niður á við, þar til Ferguson tók við. Ef Ferguson verður áfram í hárri stöðu hjá klúbbnum, jafnvel með puttana í uppbyggingu hans, verður næsti þjálfari að hafa bein í nefinu til að þola þann skugga.

  6. Ég vona að þeir verði jafn lengi að finna góðan eftirmann í stjórastöðuna eins og þeir voru lengi að finna góðan eftirmann Peter Schmeichel með Edvin Van der Sar. Barthez væri hinn fullkomni stjóri fyrir mér.

  7. 7 Algjörlega sammála. Þetta er ekkert smá legend sem er að hætta, og for cryin out loud hann verður núna fyrst óþolandi. Hann á eftir að vera í aftur sætinu tuðandi og öskrandi á þjálfara greyið sem tekur við þessu embætti.

    Y. N.W.A

  8. Núna þarf ég bara að kaupa lottómiða fyrir helgina 🙂 Þá er þetta fullkomið.

  9. É´g hef átt erfitt með að hata Everton með David Moyes við stjórnvöldin. Hann hefur verið ótrúlegur árangurinn sem hann hefur náð með þá bláklæddu. Hann á svo sannarlega skilið Mau Utd starfið. Hef áhyggjur að ef Moyes tekur við liðinu að við sjáum litla sem enga dýfu hjá meisturunum.

  10. Morinho eða Moyes mega taka við þessu liðið fyrir mér en Klopp vil ég fá til Liverpool og sagði það strax sl sumar þegar í ljós kom að Kenny yrði ekki áfram með liðið.

  11. Það fyrsta sem ég hugsaði var að bankabókin hans Móra ætti eftir að þenjast vel út þegar hann kemur aftur til Englands, þ.e. ef Abrakadamovich þarf nú að keppa við MU um starfskrafta hans.

    Miðað við háttsemi hans gagnvart sörnum, og reyndar sjálfum leiknum, þegar Real mætti MU í Meistaradeildinni þá væri ég til í að leggja undir smá fé að hann verði næsti stjóri MU, sérstakelga þar sem hann virðist vera að reyna að láta reka sig frá Real.

    Nema auðvitað að þeir skipti yfir í “moneyball” (grænar bólur gera vart við sig) og ráði unglingaþjálfara með takmarkaða reynslu og enga sigurhefð, helst einhvern sem er með stórt málverk af sjálfum sér á vegg í stofunni heima hjá sér. Ég held að það gæti ekki klikkað.

    Ég ætla að leyfa mér smáborgarahátt og gleðjast yfir þessum fréttum.

  12. Jæja já. Spennandi tímar framundan. Nú verður gaman að sjá hvort að velgengni united verði áfram eins mikil eða hvort þetta hafi allt bara verið Ferguson. Auðvitað með mjög sterkt lið, en samt fannst manni þeir oft spila yfir getu (eins asnalega og það nú hljómar). Hvað ætli gerist þegar motivation a’la Ferguson er ekki lengur til staðar. Verður fróðlegt í meira lagi.

  13. Fínt ef þeir ráða Moyes, meðal stjóri sem mundi aldrei meika það með svona stórlið.
    Móri eða Jupp Heynckes finnst mér líklegastir. Má ekki gleyma því að Heynckes er nálægt því að skila þrennu fyrir Bayern en verður samt laus í sumar.

  14. Ótrúlegur stjóri að ljúka löngum og gæfuríkum ferli. Það er ekki hægt annað en að bera virðingu fyrir fjölda titla sem kallinn hefur unnið fyrir Man Utd. Vitið þið um annan stjóra sem hefur unnið svona marga deildartitla eins og hann hefur gert? Spyr sá sem ekki veit.

    Hinsvegar er það röng söguskýring að hann hafi komið Liverpool af stallinum sem liðið var á. Liverpool FC hefur algjörlega séð um það sjálft með mörgum röngum ákvörðunum undanfarin 20 ár. Og síðast þegar ég gáði þá eru fimm lið milli Man Utd og Liverpool í töflunni þannig að eitthvað fleira þarf að gerast til að Liverpool nái aftur fyrri styrk en það eitt að Man Utd skipti um knattspyrnustjóra.

    En vonandi gera þeir svipuð mistök og við undanfarin ár; byrja á að ráða Roy Keane, síðan Mike Phelan, bæta svo joint manager við Mike Phelan (einhver Frakki örugglega á lausu) og svo Roy Hodgson. Það væri ágætis byrjun 🙂

  15. Fyrst það er verið að ræða um farsælan framkvæmdastjóra þá vil ég benda mönnum á þátt frá BBC sem heitir Great Lives. Síðasti þáttur fjallaði um Bill nokkurn Shankly. Það er hægt að hlusta á þáttinn hér og fá hann sem “podcast” líka.

  16. Búinn að bíða eftir þessum degi allt of lengi. United eru þar með búnir að vera. Takk fyrir.

  17. Þetta er haft eftir Gary Neville, og því miður, á mjög vel við Liverpool í dag.

    “I grew up as a fan in the seventies and eighties when that club was really the laughing stock; it proclaimed itself to be the greatest football club in the world but couldn’t win the championship.

    “Now he has taken them to a point of dominance over 20 years and made them serious about winning trophies again in the right style, bringing through young players while doing it.”

  18. Þetta er vitaskuld áhugavert dæmi. Vera má að Ferguson sé snillingur og allt það en í mínum huga er hann fyrst og fremst skíthæll. Ekki var til svo ómerkilegt bragð í bókinni að ekki mætti nota það til að hafa áhrif á fjölmiðla, dómara og andstæðinginn. Evra og Suarez málið er gott dæmi um hvernig sá gamli vann en atvikalistinn um skítatrikkin er lengri en öll níu bindi rannsóknarskýrslu Alþingis. Fergie er hreinræktaður skíthæll en vitanlega er einnig rétt að ef valið stendur á milli þess að eiga skíthæl sem vinnur alla leiki eða heiðursmann sem gerir það ekki er valið sosum ekki erfitt.

    Nú verður fróðlegt að sjá hvað gerist? Oftar en ekki skilja karlar eins og Ferguson eftir sig sviðna jörð. Eftir öll þess ár er allt batteríið stílað inn á höfuðpaurinn. Aðferðir, menning, stjórnunarhættir, hugarfar, o.s.frv., er mótað eftir hugsun eins manns. Nýr maður þarf að endurstilla allt apparatið og við hjá LFC þekkjum af biturri reynslu hvað það tekur mikinn toll. Við erum enn eiginlega ekki búnir að jafna okkur eftir að Rafa fór að mínum dómi.

    Aukinheldur má vera að versta mögulega staða sé aða koma upp hjá ManU. Nógu slæmt er að þurfa að aðlaga sig nýjum stjóra heldur heyrir maður að Ferguson muni setjast í stjórn félagsins! Maður á aldrei að segja aldrei en við fyrstu sýn hljómar þetta sem mikil áhætta. Ferguson er ManU svo lengi sem hann er með puttana þarna. Moyes á ekki sjö dagana sæla hafandi kallinn ofaní buxnastrengnum alla daga.

    Jæja það er ekki okkar vandamál.

    Mér finnst álitamál hvað karlinn er að skilja vel við félagið. A.m.k. er þessi leikmannahópur ekki að heilla mig neitt sérstaklega. Afrek Ferguson er að ná að toga ótrúlegan árangur út úr leikmönnum sem virðast komnir á síðasta snúning eða þá hálfgerðir meðalmenn. Það sama má segja um hinn ólseiga Moyes þannig að ég er ekki tilbúinn að afskrifa hann síður en svo. En það fer mikið af ambiensnum við ManU með þeim gamla og ég ætla að spá því að liðið hrynji á næstu árum.

  19. Sögusagnir segja að Rooney sé búinn að biðja um sölu…. og við séum að reyna kaupa Tello frá Barca, það væru kaup sem ég væri þokkalega til í. Óslípaður demandur sem gæti orðið rosalegur ef hann fengi að spila í hverri viku en ekki eins og hjá Barca, 5. hverjum leik.

  20. Ég og félagarnir erum oft búnir að ræða það hvað myndi ske ef Ferguson hrykki upp af því maður var farinn að hafa það á tilfinningunni að hann myndi stýra liðinu þangað til að hann dytti niður dauður. Ég held að á næsta tímabili þá ná þeir að hanga ofarlega í deildinni, en um leið og næsti þjálfari fer að hringla í leikmannakaupum þá held ég að liðið eigi eftir að hrynja. Ég held að Moyes hafi ekki sömu hæfileika og forveri hans, þannig að næstu tímabil utd verða mjög áhugaverð.

  21. Það væri nú eftir öllu að þá loksins að Rauðnefur hætti að stjórna enska knattspyrnusambandinu úr knattspyrnustjórastólnum, færi hann að gera það úr lávarðadeildinni!

    Annars ber ég sem knattspyrnuaðdáandi að sjálfsögðu virðingu fyrir gamla. Hann verðskuldar flest það lof sem hann hefur hlotið. Árangurinn talar sínu máli, svo einfalt er það.

  22. Spurning hvort að Carragher dragi fram skóna á ný. Hlýtur að vera freistandi að gera eina atlögu til viðbótar fyrst að kallinn ákvað að segja þetta gott.
    Það verða 6 lið núna á næsta tímabili sem eiga eftir að gera drepatlögu að titlinum í stað þess að berjast um 4.sætið.

  23. Já, ég er ansi vongóður um að gamli rauðnefur eigi eftir að verða nýja þjálfaranum erfirður þarna í einhverju sendiherraembætti klúbbsins. Sá nýi þarf virkilega að hafa bein í nefinu til að vera hreinlega ekki strengjabrúðan hans gamla.

    Það eru mjög spennandi tímar framundan og ég hlakka rosalega mikið til að vita hver þriðja óskin hjá þessum scouser verður!

    YNWA!

  24. Þetta eru að sjálfsögðu frábærar fréttir. Ég vil ekki meina að Ferguson sé skíthæll. Hann er með svipað hjartalag og Suarez okkar, og ef við getum gúdderað hvernig Suarez er þá verðum við að gúddera Ferguson. Þetta eru einfaldlega menn sem gera allt til að vinna. Og beita ýmsum brögðum til þess, sumum ekki alveg eftir bókinni. En það er kannski það sem gerir þá svona merkilega, og þeir smita svo sannarlega út frá sér sigurvilja.

    Varðandi framhaldið þá sé ég fyrir mér að Moyes (eða sá sem tekur við) ruggi bátnum sem minnst amk. fyrsta árið. Spurningin er hvort Rooney fari, svo eru Giggs og Scholes líklegir til að hætta, Ferdinand kominn á seinni skipin og við það þynnist auðvitað hópurinn. Moyes er góður í því að ná miklu út úr takmörkuðum mannskap en hann er líklega að fara 2-3 þrepum ofar en hann var hjá Everton og spurning hvernig hann ræður við það. Hann tekur eflaust Fellaini og Baines með sér, jafnvel Jagielka.

    Næsti vetur verður forvitnilegur. Ef Chelsea ráða Mourinho aftur, eða ef hann fer til Man. City, þá verður það lið örugglega í titilbaráttu. Ég á frekar von á því að Man Utd. verði líka í þeirri baráttu, það yrði gaman að fá þriggja liða baráttu vel frameftir vori. Okkar menn verða auðvitað að stefna á 4. sætið en það verður barátta við Arsenal og Tottenham.

  25. Ég er ekki frá því að komment númer 28 sé eitt epískasta bull sem ég hef lesið.

    Magnað hvað fótbolti getur gert við menn…;-)

  26. Yesssss er búin að bíða síðan 2002 eftir því að gamli hætti held að þetta verði mjög erfitt án hans því hann hefur kreist upp hæfileika hjá mönnum sem eru alls ekki með neina en ég ber virðingu fyrir hans afrekum það er ekki anað hægt en gangi nýjum stjóra bara vel (alls ekki) YNWA

  27. Það verður erfitt fyrir næsta stjóra að koma á eftir Ferguson. Maður er löngu búinn að fá nóg af kallinum hahahahaha!!!!!!!!!!!!!!

  28. Sælir félagar

    Rauðnefur hættur! OK. Sama er mér. Hvað er að frétta af okkar ástkæra liði og nýjum mönnum til þess? Mikið slúðrað en ekkert fast í hendi. Mun áhugverðari umræða en brotthvarf Hreindýrsins.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  29. Það má ekki gleyma að hann er stór hluthafi líka í klúbbnum og hefur fengið mikið greitt í hlutabréfum og þessháttar hlunnindum í gegnum tíðina þannig að fjárhagsleg velgengni hans er nátengd klúbbnum

  30. First Thatcher dies,then Fergie retires,somewhere there’s a scouser with a lamp and one wish left?

  31. „First Thatcher dies, then Ferguson retires, then Moyes get’s hired – somewhere there is a scouser with a lamp and no wish left“.

  32. Ferguson kominn með nóg af því að tapa fyrir Benitez… tapið á Sunnudaginn var dropinn sem fyllti mælinn.

  33. Það er við hæfi að næst mest óþolandi stjóri deildarinnar taki við að þeim mest óþolandi. Vona bara að hann vinni jafn marga titla hjá Man Utd og hann gerði hjá Everton

  34. Félagar á 26.5 árum vann Ferguson 24 stóra titla með mansteftir.
    Bob paisley vann 13 stóra titla á 9 árum .Og ég spyr hvor er sigursælli.

  35. Jahá kallinn “farinn” og einn maður sem ég haft miklar mætur á(þó svo hann sé frá minni klúbbnum í Liverpool) tekur við, þá efast ekki eina sekúndu um að Fergie sé samt enn við stjórnvölinn. Það sem guardian og fleiri seiga um fergie er alveg lauk rétt og um ræðan á klárlega rét á sér, Allt til að ergja og gera mótherjann fúla = þ.a.l. fleirri brot. En að moysaranum þá held ég að hann verði tíma að fá menn á sitt band, helmingurinn kominn á aldur og hinn, tjha dæmi hver sem vill
    Allavega vill ég sjá ALVÖRU FOKKING baráttu um þennann titil og klárlega mundi það ekki skemma ef við værum þar á meðal 😀

    YNWA

  36. Er ekki kominn tími á að setja inn einhverja arðra frétt en um þennan blessaða stjóra…….

  37. Viðar 48 – Ferguson er sigursælli þar sem hann vann fleiri titla. Einfalt mál og ekkert hægt að flækja þetta með starfstíma hvers stjóra. Með þínum rökum má líka benda á að Roberto Di Matteo vann tvo titla á 6 mánuðum hjá Chelsea, er hann þá ekki sigursælli en Ferguson, Paisley og aðrir?

    En förum annars að snúa okkur að einhverju öðru en umræðu um önnur lið og stjóra.

  38. Þægilegt fyrir okkur Púllara, við þurfum ekki einu sinni að hafa fyrir því að læra að hata nýja stjórann hjá mu – við hötum hann nú þegar.

  39. Ég hata ekki Moyes. Þegar ég var ungur maður þá fór ég á reynslu til ST. Mirren, þar dvaldi ég hjá fjölskyldunni hans og talaði helling við hann um fótbolta, fór td með honum á Ibrox á leik Rangers og Dortmund þar sem Jurgen Koler skoraði sjálfsmark og svo skoraði Rod Wallace í 2-0 sigri… Pabbi hans og mamma eru stórkostlegt fólk, mamma hans fór sérstaklega í fiskbúð til þess að finna íslenskan fisk handa mér og skutlaði mér og sýndi mér alla borgina.. Pabbi hans og bróðir hans sátu heima hjá þeim gömlu og horfðu á alla leiki sem í boði voru á sky sports.. Ég man að við horfðum td á leik Hereford og Hartlepool þar sem sonur hans peter Shilton spilaði á vængnum hjá Hartlepool 🙂

    Ég var eiginlega að vona að hann tæki alls ekki við Scum United. En eigum við ekki að vona bara að velgengni hans gegn Liverpool haldi áfram, hann á ekki marga sigurleiki í þessum nágrannaleikjum kall anginn…

    Við skulum njóta þess eftir öll þessi ár að gamli traktorinn og hræsnarinn er hættur!!! skál í botn

  40. Það er engum blöðum um það að fletta að árangur Alex Ferguson er einstakur og karlhelvítið náði alltaf að mæta með nýtt topplið ár eftir ár, sama hvað hann sparkaði mörgum af sínum stærstu stjörnum í burtu árið áður. Það er alveg sama hver hefði tekið við eftir Ferguson, það er enginn að fara að ná að feta í fótspor hans.

    David Moyes hefur náð eftirtektarverðum árangri með Everton með töluvert minni fjárlög en hann fær væntanlega hjá Man Utd. Svo er spurninginn hvort hann nái að stíga upp eða hvort hann taki Roy Hodgsson á þetta.

    Sama spurning á auðvitað við um Brendan Rodgers sem hefur enn ekki sýnt fram á að hann ráði við verkefnið, en bæði hann og DM þurfa auðvitað að fá tíma til að sanna sig.

    Svo er bara að vona að annar þeirra nái prófinu 😉

  41. Lokakommentið í þessa Fergie/Moyes umræðu: Ég sé ekki betur en að Liverpool muni sjálfkrafa hækka um eitt sæti í deildinni við þessi tíðindi, Everton er ekki að fara að lenda í sjötta sætinu næsta vetur án Moyes og hugsanlega án Fellaini og jafnvel Baines. Hver veit nema fallbaráttan knúi dyra hjá þeim blámönnum á næstu vertíð, það yrði ekkert rosalega leiðinlegt.

  42. Ofmetinn stjóri sem gat ekki unnið eitt né neytt nema með svindli.
    Var með FA elítuna í rassvasanum og réð dómurunum. Algjört svindl!

Um Brendan Rodgers

Ferðaskýrsla: Liverpool – Everton