Verum ekkert að fegra þetta, þetta er eitt af verstu tímabilum Liverpool frá því flest okkar fóru að fylgjast með fótbolta. Liðið féll snemma úr leik í báðum bikarkeppnum og náði ekki viðunandi árangri í Evrópudeildinni sem við höfðum reyndar takmarkaðan áhuga á hvort eða er. Ofan á þetta hefur liðið aldrei komist ofar í deildinni á þessu tímabili heldur en 7.sæti utan tveggja daga er við mældumst fyrir ofan Everton sem átti leik til góða og vann hann. Við erum kannski búinn að aðlaga væntingar í samræmi við áföll undanfarinna ára en núna getum við vonandi farið að sjá fyrir endann á niðursveiflunni, a.m.k. gera okkur væntingar um að klifra upp töfluna á ný. Þrátt fyrir allt er heilmargt sem við getum tekið frá þessu tímabili sem gefur ástæðu til bjartsýni.
Sumarið 2012 gat ekki farið mikið verr, Kenny Dalglish var rekinn, við fengum mjög sterkan mann í staðin en það breytir því ekki að Dalglish var rekinn og það er aldrei góð byrjun á sumri hjá Liverpool, allt að því óhugsandi. Leikmannakaupin voru Allen, Borni, Sahin og Assaidi sem eftir á að hyggja hafa alls ekki bætt neinu við það sem fór yfir sumarið, nema síður sé, þó vonandi reynist þeir vel til lengri tíma litið. Forráðamenn leikmannamála gerðu sig svo að fíflum á lokadegi leikmannagluggans er þeir lánuðu dýrasta leikmann í sögu félagsins og fengu engan í staðin. Ofan á þetta var ein erfiðasta byrjun sem maður man eftir og hún fór hræðilega með nýjan stjóra, nýtt leikskipulag og mjög breyttan hóp.
Þann 1.sept var Liverpool með 1 stig í 17.sæti eftir tvo leiki og veikti hópinn enn frekar með því að lána sóknarmann. Mánuði seinna var Liverpool búið að spila 6 leiki og var með 5 stig í 14.sæti. Eftir 7 leiki vorum við með 6 stig (0,85 stig í leik).
Þetta er tölfræði sem ég vill aldrei sjá aftur hjá Liverpool og ljóst að við höfum verið að elta frá byrjun þessa tímabils. Á sama tíma voru liðin í 6. – 4. sæti (Everton, Spurs, WBA) með 14 stig, 8 stigum fleiri en Liverpool. Það er hrikalega mikið þetta snemma í svona jafnri deild.
Auðvitað áttum við aðeins þægilegra prógramm eftir þessa leiki en liðið náði betur og betur saman og náði að laga stöðuna töluvert með því að ná í 19 stig í næstu 12 deildarleikjum (1,6 stig í leik). Eftir 19 umferðir var Liverpool með 25 stig og markatalan var +2 stig. Þarna var líka töluverð orka hjá allt of litlum hóp að fara í Evrópudeildina en þar spilaði Liverpool 10 leiki fyrir áramót. Eitthvað sem liðið gerði ekki árið áður er Liverpool var með 34 stig og markatöluna +9 eftir 19 leiki. Það tímabil sem var á góðri siglingu fór allt til fjandans eftir áramót enda mikið leikjaálag og einbeiting sem fór í að komast í úrslit í báðum bikarkeppnum. Liðið fékk 28 stig í seinni 19 leikjunum á síðsta tímabili sem er samt betra en byrjunin á þessu tímabili.
Seinni hálfleikur tímabilsins
Til að meta hvað Liverpool hefur bætt sig mikið eftir áramót er langbest að bera gengið saman við hin liðin sem við erum að reyna að ná. Auðvitað verðum við að taka inn í myndina að við höfum að mestu verið laus við Evrópudeildina, bara spilað 2 leiki eftir áramót þar og eins hefur semi varalið orðið sér til skammar í bikarkeppnum og það lítið tekið orku frá liðinu. Þar fyrir utan fengum við þá Sturridge og Coutinho sem augljóslega vantaði í hópinn fyrir áramót og það hefur líka haft sitt að segja.
Eftir 19 leiki var staðan svona hjá efstu liðunum (og Liverpool)
Man Utd 46 stig og markatalan +20
Man City 39 stig og markatalan +18
Chelsea 38 stig og markatalan +21
Spurs 33 stig og markatalan +9
Arsenal 33 stig og markatalan +18
Everton 33 stig og markatalan +9
Liverpool 25 stig og markatalan +2
Nú er tímabilið ekki búið og því ekki hægt að meta muninn strax á fyrri 19 umferðunum vs seinni 19 umferðunum. Ég ætla samt að gera þetta og gefa mér að öll liðin í efstu 7 sætunum vinni sína leiki. Þau eiga öll einn leik eftir nema Arsenal og City, Liverpool á botnliðið heima og verður því að teljast líklegt til að sigra þann leik, tapi hin liðin stigum kemur þetta bara betur út fyrir Liverpool.
Með þessum forsendum myndi seinni hluti tímabilsins enda svona:
Man Utd 45 stig og markatalan +23
Man City 42 stig og markatalan +13
Chelsea 37 stig og markatalan +14
Spurs 39 stig og markatalan +10
Arsenal 40 stig og markatalan +10
Everton 33 stig og markatalan +7
Liverpool 36 stig og markatalan +25
Mismunurinn milli fyrri og seinni umferðarinnar hjá þessum liðum er því svona
Man Utd -1 stig og markatalan +3
Man City +3 stig og markatalan -5
Chelsea -1 stig og markatalan -7
Spurs +6 stig og markatalan +1
Arsenal +7 stig og markatalan -11
Everton 0 stig og markatalan -2
Liverpool 11 stig og markatalan +23
Svona er staðan núna í raun og veru
Það sem maður les helst úr þessu er að Liverpool verður að hækka standardinn og ná miklu meiri stöðugleika yfir heilt tímabil. Hin liðin eru öll mun stöðugri. Manchestar liðin og Chelsea sem byrjuðu best halda sjó, Spurs og Arsenal bæta í eftir áramót sem er eðlilegt enda með betri hópa en liðin fyrir neðan sem telur meira í seinni umferðinni. Everton heldur sjó og þakka það líklega að álagið á þeirra hóp var minna en á hinum toppliðunum sem vinnur upp forskotið sem hin liðin hafa í breidd. Liverpool þarf að bæta þessa seinni umferð þar sem við náum 33-36 stigum um 1-2 sigurleiki a.m.k. og ná í svipaðan fjölda í bæði fyrri og seinni helmingi mótsins.
Það blasir líka við að byrjun þessa tímabils drap okkur og seinni hluti mótsins er meistaradeildarform m.v. deildina í ár (og flest ár). Líklega er of ódýrt að segja að koma Sturridge og Coutinho hafi ein og sér gert það að verkum að við náðum 8-11 stigum meira í seinni hálfleik mótsins, liðið er í mótun og mjög breytt frá síðasta tímabili. Þjálfarinn vissi töluvert minna í ágúst en hann veit núna í maí um hópinn og er ekki í eins mikilli tilraunastarfsemi nú líkt og í upphafi móts, slíkt kostar mikið af stigum.
Sumarið er því spennandi þar sem Liverpool vonast líklega til að halda öllum sínum bestu leikmönnum, njósnarateymi sem og þjálfarateymi veit mikið betur hvaða stöður þarf að styrkja í ár og ætti að geta unnið með mun markvissari hætti á leikmannamarkaðnum í sumar. Reyndar geta þeir ekki skitið meira upp á bak en gert var í fyrrasumar.
Ofan á þetta er meirihluti liðanna fyrir ofan okkur í deildinni að skipta um stjóra, það gæti gefið Liverpool tækifæri þar sem við erum núna loksins komin með smá stöðugleika í þeirri deild. í bili a.m.k. Skoðum aðeins hvað er að gerast hjá hinum liðunum.
Man Utd.
Ég sé okkur ekki ná United á einu ári, bilið er allt of mikið núna til að það sé raunhæft. En þeir eru að missa Ferguson sem hefur unnið 13 titla á 20 árum. Hann hefur líka unnið 2 meistaradeildartitla á 26 árum þrátt fyrir að vera með nánast auðan sjó í 16 liða úrslit í 20 ár og eitt ríkasta lið í heimi.
Sá sem kemur í staðin er virtur stjóri og hefur sannað gildi sitt í úrvalsdeildinni, en á móti einhver sem hefur aldrei unnið titil sem stjóri og þekkir afar lítið að spila á hæsta leveli í evrópu. Án þess að afskrifa Moyes alveg þá er erfitt að sjá hann styrkja þetta United lið, a.m.k. ekki til skemmri tíma. Persónulega hefði ég sett kröfu á að fá mann með flottara CV til að stýra United. En eins og við fengum að kynnast þegar Roy Hodgson poppaði upp á Anfield er rosalega sterkt á Englandi að vera af breskum ættum.
Á móti er vél í gangi hjá United og set up sem getur unnið titla eitthvað áfram nánast á auto pilot. Þeir eru líka mjög líklega að fara styrkja sig gríðarlega í sumar og ég ætla að tippa á að Moyes skoði mest markaðinn á Englandi. Þeir hafa þegar keypt Zaha og hjá Everton eru 2-3 sem hann gæti mjög líklega horft til (Fellaini, Baines og Mirallas). Eins sé ég þá alveg fyrir mér leita á fornar slóðir og reyna að næla í besta leikmann Tottenham. Breytingar hjá United eru líklega betri fréttir fyrir City og Chelsea en okkur en sjáum hvað setur.
Eins má ekki vanmeta hvað það er líklega vont að missa sigurvegara eins og Scholes úr klefanum, eins er Giggs að verða sextugur og Ferdinand litlu yngri en þeir. Það skal samt enginn segja mér annað en að United verði í toppbaráttunni á næsta tímabili líka (1-3).
Man City.
Þeir losa sig pottþétt við hinn gríðarlega ofmetna Roberto Mancini og ég hef mjög miklar áhyggjur af því. Bergistan er alltaf að fara ná í einhvern Spánarþenkjandi mann í þetta lið sem þeir hafa verið að byggja upp undanfarin ár. Pellegrini eða Benitez sem ég sé sem líklegustu kosti City væru rosaleg bæting frá Mancini, bæði í deild sem og Evrópu. Þeir eru nú þegar með fáránlega góðan hóp og kaupa líklega eins og venjulega 1-3 feitustu bitana á markaðnum og kvarta svo yfir lítilli breidd.
Chelsea
Vonandi verða þeir eins heimskir og allt lítur út fyrir og losa sig við Benitez. Hann gæti byggt upp ógnvekjandi lið hjá Chelsea. Skammtímamaðurinn Mourinho er að öllum líkindum að koma inn og ef það gerist þarf hann að fá sitt forskot á aðra á leikmannamarkaðnum sem þíðir leikmannakaup upp á 50-100m pund líklega. Ef að Móri kemur grunar mig að hann detti inn í gjörbreytta og jafnari úrvalsdeild. Chelsea er annars að taka ákveðið uppbyggingartímabil í ár og með gríðarlega sterkan hóp fyrir. Vonandi byrja þeir enn á ný með nýjan stjóra. Sé Liverpool ekki alveg fyrir mér vera að ná Chelsea á næsta tímabili en það er ekkert útilokað.
Arsenal
Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist ef þeir ná ekki í meistaradeildina (sem þeir gera). Ég trúi ekki að þeir selji sína bestu menn í sumar enda allt logað í vetur eftir söluna á RVP. Það er gríðarleg pressa á félaginu að styrkja hópinn í sumar frekar en að veikja hann líkt og undanfarin ár. Komist liðið ekki í meistaradeildina er vonandi að þeir verði það vitlausir að reka Wenger líkt og mjög margir stuðningsmenn félagsins heimta. En ég býst við Arsenal sterkari að ári heldur en núna. Eins efa ég að Wenger fari fet.
Tottenham
Svipuð staða hjá þeim og Arsenal. Það er búið að byggja upp flott lið hjá Spurs undanfarin ár og þeir virðast eiga nóg af peningum, góða eigendur og mjög góðan stjóra. Liverpool verður að byrja á að ná þeim og Everton á næsta ári áður en við getum farið að gera kröfu um að ná hinum liðunum. Komist Spurs í meistaradeildina koma þeir líklega til með að styrkja sig ennfrekar og janfvel festa sig í sessi, takist það ekki sé ég fyrir mér rosalegt kapphlaup í sumar á eftir Bale frá flestum peningaliðum álfunnar. Hvort sem þeir missa hann eða ekki þá eru þeir alltaf að fara fá toppverð fyrir hann og er með mjög gott lið fyrir, þó við tökum Bale úr því.
Everton
Það hefur hlakkað í okkur Púllurum eftir að Moyes var kynntur sem næsti stjóri United. Við getum gert grín af honum og titlaleysi hans eins og við viljum, allir gera sér grein fyrir að hann hefur verið góður stjóri hjá Everton og náði hámarksárangri með það lið ár eftir ár. Að hann sé að fara veikir Everton að öllum líkindum og reyndar United líka sem er ánægjulegur bónus.
En krafan er einföld á næsta ári. Liverpool verður að taka fram úr Everton, það er algjört lágmark, ef það tekst ekki þarf líklega að gera róttækar breytingar sem byrja á stjóranum. Everton er ef ég skil þetta rétt að fara spila í Evrópudeildinni næsta tímabil og ég efa að það séu góðar fréttir fyrir þá upp á deildina að gera.
Á þessu tímabili er Liverpool að bæta árangurinn í deildinn um 6-9 stig og eitt sæti. Liverpool er búið að ná Newcastle og vel það. Það er enginn að fagna þessari bætingu og bikarkeppnirnar á síðasta tímabili gáfu því krydd sem vantaði gjörsamlega í ár. Fyrir utan einstaka stórsigra og það þegar Suarez gæddi sér á Ivanovic hefur þetta verið átakalega tíðindalaust tímabil. Sérstaklega eftir stórhríðir undanfarin ár. En m.v. breytingar á liðinu og öllu í kringum það sem og hræðilega byrjun er hægt að líta á þetta sem ágæta bætingu og grundvöll fyrir enn stærra stökki á næsta tímabili.
Þannig að sumarið er gríðarlega mikilvægt hjá Liverpool, það er bullandi pressa á FSG að styðja við bakið á stjóranum, þeir hafa talað um það lengi að þetta tímabil fari í uppbyggingu og tiltekt í fjármálum félagsins. Við réttlættum veikingu á hópnum í fyrrasumar með því að í staðin værum við ekki henda gríðarlegum fjárhæðum í squad leikmenn sem væru ekki að standa sig í neinni líkingu við launaseðilinn. Þetta ásamt auglýsingasamningum o.fl. ættu að gefa okkur tækifæri til að koma með látum inn á markaðinn sumarið 2013. Auk þess er liðið núna vel mannað í flestum stöðum og því ætti að vera hægt að einbeita sé að því að styrkja 2-3 stöður og gera það almennilega. Eins hafa margir ungir leikmenn fengið leikreynslu í vetur sem vonandi verður ómetanlegt á næstu árum.
Þetta tímabil virkaði þrátt fyrir betri árangur heldur en í fyrra eins og tvö skref afturábak, núna er komið að að því að taka eitt skref áfram.
Hehe þetta var ekki flókið, 5 mín eftir að ég setti þessa færslu í loftið, Mancini drekinn
http://www.mcfc.co.uk/News/Club-news/2013/May/Club-statement-13-May-2013
Flottur pistill Babu.
Held að það sé alveg ljóst að leiðin liggur aðeins upp á við hjá Liverpool.
Mér fannst ánægjulegt að lesa um að Agger er spenntur fyrir því að fá landa sinn Ericsen til liðs við okkur og með því að styrkja varnarlínuna eru okkar menn alltaf að bæta árangur(sleysi) þessa tímabils á því næsta.
Blásið verður til sóknar frá fyrsta degi og C.L. sæti verður uppskeran eftir ár.
The future’s so bright, i got to wear shades 🙂
Benitez næsti stjóri Cyti spái ég.
Finnst nú full gróft að segja að þetta sé botninum náð. Myndi nú frekar segja að þegar Hodgson var upp á sitt “besta” hafi verið lægsti punktur Liverpool síðustu ára. Síðan þá höfum við hægt og rólega verið að færa okkur uppá við. En það er svosem bara mín skoðun.
Annars finnst mér þetta tímabil hafa verið ágætt, betra en síðasta, jafnvel þótt að við unnum bikar og kepptum í úrslitum um annan. Finnst við hafa mun beinari stefnu, og við erum þegar búin að sjá fínan árangur síðustu mánuði, enda þekkir Rodgers liðið mun betur núna en hann gerði í byrjun tímabils þegar við byrjuðum alveg skelfilega (kenni nú samt ekki bara honum um það).
Liðið er líka að spila mun betri og skemmtilegri fótbolta en það gerði síðasta tímabil. Það má alveg vel vera að Allen, Borini, Assaidi og Sahin hafi verið algjör flops (ætla nú samt ekki að afskrifa Allen og Borini), en kaupin á Sturridge og Coutinho bæta alveg fyrir það, og vel það.
Kannski að ég hafi miskilið eitthvað í þessum pistli, en ég er bara einfaldlega núll prósent sammála að botninum hafi verið náð á þessu tímabili. Botninum var náð fyrir 2-3 árum síðan.
Baldvin, þú ert aðeins að misskilja þetta hjá mér og ég tek það á mig, kom þessu ekki nægjanlega vel frá mér.
En er botninum ekki náð núna? Liðið er jafnvel á leiðinni upp m.v. deildina í fyrra þó þetta sé eiginlega verra tímabil ef við horfum til sigurs í deildarbikar í fyrra.
Sammála þér btw með að það að reka Benitez og að ráða Hodgson í staðin er ennþá eitt það heimskulegasta sem ég hef heyrt af í íþróttum. Þar var vonandi botninum náð.
Kaupin á Coutinho vekur hjá manni von að scoutarnir eru byrjaðir að vinna aftur hjá félaginu eftir nokkurra ára freðku.
Snillingur þar á ferð og bætist þá í hópinn á Gerrard og Suarez sem eru nógu góðir til að vinna leiki.
Maður veit ekki hvað Sturridge verður mikið í byrjunarliðinu þar sem hann og Suarez virðast vera nákvæmlega eins leikmenn að því leyti að þeir myndu frekar labba naktir niður Laugaveginn heldur en að gefa boltann.
Það er svo sem í góðu lagi, en þá verður líka að kaupa annan leikmann til að skora ef bara einn af Suarez eða Sturridge byrjar leikina. Henderson er hörkuduglegur en ekki ennþá orðinn gamechanger. Borini veit maður lítið um en hann er klárlega hugsaður sem maður sem skorar og leggur upp.
Downing er ekki að skila nógu miklu og ef liðið hefur efni að hafa slíkan mann á bekknum þá er það hið besta mál en það þarf nr. 1 finnst mér að kaupa eitraðan mann í stöðuna sem Downing hefur spilað í vetur. Þetta á að vera 10 marka 10 assist maður ekki spurning.
Miðað við núverandi heilsu er þetta sennilega okkar hættulegasta lið
Sturridge
Borini Coutinho Downing
Henderson Lucas
fyrir utan þessa höfum við Suarez, Sterling, Gerrard, Allen og (Jonjo)
þetta eru 10-11 leikmenn að spila 6 stöður í ca. 50-60 leikjum. Svo má áætla að 2 eru að jafnaði frá vegna meiðsla og þá eru þetta ekki nema 8-9 leikmenn í 6 stöður.
Miðað við okkar erkifjéndur sem eru með 12 menn til taks að jafnaði þá eru við 3-4 leikmenn frá því. Ég held að þetta er það sem Rodgers er aðallega að vísa í með komandi sumri. Núna erum við eins og Everton, spilum nánast á sömu mönnum leik eftir leik og vonum það besta. Það er náttúrulega ekki mikill meistarabragur yfir því.
lykillinn að góðum árangri fyrir næsta tímabil er að kaupa réttann cb í sumar, það þarf klárlega að finna e-n heimsklassa í þá stöðu. Næsta season getur ekki komið nógu snemma og silly seasonið í sumar stefnir í eitt það skemmtilegasta og forvitnilegasta
Frábær samantekt þótt innihaldið sé dapurt, það er tímabilið okkar :/
Hins vegar langar mig til að nálgast Moyes á annan hátt. Ég efast ekkert um að þetta sé toppnáungi og að hann sé flinkur í mörgu hvað þetta starf varðar. HINS VEGAR hefur hann ekkert unnið. Ekki einn skítinn framrúðubikar með neverton og hann var með liðið í 11 ár! Er algjörlega sammála því að maður hefði haldið að manjú hefði tekið eitt af stóru nöfnunum í bransanum en þeir eru greinilega að horfa til framtíðar með þessa ráðningu. Það mun aldrei ganga eins vel og það hefur gert enda liðið að spila fáránlega mikið yfir getu leik eftir leik.
En sumarið hjá okkur verður bara spennandi og ég bíð ákaflega spenntur eftir næsta tímabili (enn og aftur).
Frábær samantekt,
Ég er samt mun jákvæðari í dag en ég var á sama tíma fyrir ári eða tveimur. Sem kanski sýnir manni hve lélegir við höfum verið.
Þegar við mætum liðum, sem við viljum meina að séu lakari en við, erum við actually farnir að dóminera leiki og maður hefur ávalt þá tilfinningu að við séum að fara að vinna (s.l. 4 mánuði amk) og það hugsanlega stórt. Eitthvað sem maður hefur ekki séð mikið af síðan 2008/9.
Við erum einnig að spila á pari við liðin fyrir ofan okkur. Það er ekki langt síðan við vorum að tapa 3-0 á Etihad, 4-0 á White Hart Lane o.s.frv. Í ár höfum við verið að spila á pari við þessi lið þegar þau hafa leitt saman hesta sína. Og gáfum t.a.m. City stigin tvö sem þeir tóku úr einvígi okkar þetta árið. Það var í raun bara Arsenal, á Anfield, sem lét okkur líta illa út.
Á tímabilinu 2008/2009 var tilfinningin sú, þegar við tókum á móti Newcastle, Bolton, WBA og þess háttar liðum, að við værum að fara sigra og þau lið væru heppinn ef þau myndu fá hornspyrnu í leiknum. Við sáum mikið af 3-4 marka sigrum, áttum það til að koma til baka í leikjum og jafnvel að klára leiki á síðustu mínútunum. Fyrir utan það hve massívir við vorum í “stóru leikjunum”.
Þessi tilfinning finnst mér vera að koma aftur. Anfield formið hefur snúist við frá því sem var s.l. 2-3 tímabil, eða allavega síðustu mánuði. Þá sérstaklega hvað frammistöðu varðar. Það var orðin krafa hjá öðrum liðum að amk verja stigið á Anfield, skipti þar litlu hvort um var að ræða nýliða eða topplið. Ekki bara erum við farnir að sigra fleiri leiki heldur erum við farnir að spila virkilega vel oft á tíðum. Svo vorum við að enda á að slá félagsmet, þ.e. mörk skoruð á útivelli í PL.
En það er auðvitað engin leið til þess að segja að við séum sáttir eða að þetta hafi verið “gott tímabil” á einhvern hátt. Mér finnst samt mörg jákvæð teikn á lofti:
Síðan 2008/2009 hefur heimavallarárangurinn litið svona út:
2008/2009: 43 stig
2009/2010: 42 stig (-1)
2010/2011: 40 stig (-2)
2011/2012: 27 stig (-13)
2012/2013: 33 stig (+6)
Á meðan útivallarárangurinn hefur verið á þessa leið:
2008/2009: 43 stig
2009/2010: 21 stig (-22)
2010/2011: 18 stig (-3)
2011/2012: 25 stig (+7)
2012/2013: 28 stig (+3)
En ef við rýnum bara í tímabilin 2011/2012 (KD) & 2012/2013 (BR) þá erum við að ná fleiri stigum á heimavell, fleiri stigum á útivelli, enda ofar í töflunni og með mun betri markatölu. Mér er skít sama um Carling Cup. Á meðan LFC er í 8 sæti í deild þá skipta úrslitaleikir í FA, Carling eða UEFA keppninni engu máli. Birmingham vann Carling cup hér um árið og féll, Wigan vann FA um helgina og gæti fallið í kvöld. Gefið mér deildarárangur fyrst, svo getum við farið að skoða árangurinn í bikar.
2011/2012 vs 2012/2013:
Anfield: 27 stig vs 30-33 stig (ef sigur gegn QPR), +8 markatala vs +16 markatala (+16 breytist svo væntanlega eftir lokaleikinn)
Útivöllur: 25 stig vs 28 stig, -1 markatala vs +11 markatala.
Þá koma eflaust einhverjir og segja að krafa LFC hljóti að vera hærri en 7 sæti, sem er vissulega rétt. En við höfum verið að lenda í 6, 7 og 8 sæti s.l. þrjú ár. Tekið skref aftur á bak ár eftir ár, og ef maður skoðar PL stöðuna í ár þá er það ljóst að við erum að bæta okkur, um það verður ekki deilt, stigasöfnun er betri þetta tímabilið en tímabilin tvö þar á undan og í raun á pari við lokaleiktíð Rafa.
Stigasöfnunin (samtals) hefur verið á þessa leið á þessu sama tímabili:
2008/2009: 86 stig
2009/2010: 63 stig (-23)
2010/2011: 58 stig (-5)
2011/2012: 52 stig (-6)
2012/2013: 61 stig (+9)
Við erum hvergi nærri því sem við viljum vera, en við höfum samt tekið skref áfram í fyrsta sinn í þrjú ár, að mínu mati.
Umhverfið hefur vissulega breyst, sumir segja að deildin sé orðin erfiðari en hún var, deildin hefur samt unnist á svipuðum stigafjölda, eða 80-90 stigum á þessu tímabili (s.l. 5 tímabil: 90, 86, 80, 89, 88-91).
Staðreyndin er sú að ManUtd, Chelsea, City, Arsenal & Tottenham hafa verið að taka fram úr okkur eða auka við forskot sitt á okkur síðan 2008/2009. Jafnvel Everton hefur nú endað fyrir ofan okkur tvö tímabil í röð. Á meðan við bætum okkur á milli tímabila þá minnkum við bilið, vonum að framhald verði þar á á næstu leiktíð.
Vonandi.
Það vantar samt svo rosalega í þetta lið. Það þarf 2 miðverði og vinstri bakvörð. Jafnframt þarf að drífa sig í að kaupa Diame eða annan eins DM. Þetta myndi kannski gefa okkur séns á seasoni án þess að WBA og Aston Villa rassskelli okkur.
Sóknarlínan hefur stórskánað. En varnarlínan þarfnast algerrar endurlífgunar.
Man Utd hafa Jones, Ferdinand, Evans, Vidic og Smalling
Man City hafa Nastasic, Kompany, Lescott, Toure og Richards
Chelsea hafa Ivanovic, Luiz, Terry, Cahill
Arsenal hafa Mertesacker, Vermalen, Koscielny og Squillaci
Tottenham hafa Vertonghen, Kaboul, Gallas, Dawson og Walker
Liverpool hafa Agger og Skrtel, og Skrtel er án efa að fara. Svo eru það óreyndir kjúklingar eins og Kelly, Wisdom og Coates.
Meðan staðan er eitthvað í líkingu við þetta, eigum við ekki séns í topp 4.
Everton er ekki að fara í Evrópudeildina, það verða Swansea, Wigan og Arsenal/Tottenham.
Ég er samt alls ekki sammála því að tímabilið núna hafi verið dapurt þótt að auðvitað hefði mátt fara mun betur. Við höfum verið að spila hörku fótbolta á köflum og að mínu og margra annarra einn skemmtilegasta fótboltann í deildinni. Erum með gífurlega ungt og efnilegt lið og framtíðin er björt.
Líkt og Roy Evans þegar hann tók við af Souness, þá tók Brendan við erfiðu búi. Og hann hefur óneitanlega breytt liðinu til hins betra, og m.a. vakið 3 menn frá dauðum, þ.e. Enrique, Downing og Henderson. Þeir þrír verða kannski ekki stjörnur en ættu að koma að notum sem liðsmenn og þar af er Enrique byrjunariðs maður. Kaupin í haust slógu ekki í gegn en það gerðu miðsvetrarmennirnir tveir svo um munaði!
Það var gaman að horfa á marga leiki í vetur og það var ekki hægt að segja í tvo vetur þar á undan. Liðið bætir deildarárangur sinn sem nemur 9 stigum (vinni liðið QPR) og önnur eins bæting næsta ár og aðeins betur væri æskilegt skref og merki um að all væri á réttri leið.
Ég yrði mjög ánægður næsta vetur ef vörnin styrktist og liðið væri að berjast á toppnum. Persónulega myndi ég leggja áherslu á miðverði og e.t.v bæta við kostum á miðjuna eða sókn. Markvörðurinn er ekki vandamál per se þó aðeins hafi hann dalað. En, ef næsta haust byrjar vel og þarf ekki að elta, er aldrei að vita hvað smellur.
Æi hvað ég get orðið þreyttur á Liverpoolmönnum sem tala um Everton. Aftur og aftur sé ég og heyri hversu Moyes hefur náð öllu út úr mannskapnum; að þetta sé einhver kraftaverkamaður sem hefur breytt kúamykju í demanta.
Fyrir það fyrsta að þá er Liverpool með nokkra leikmenn sem stóðu sig mjög vel á þessu tímabili. Má þar nefna Suarez, Gerrard, Henderson, Coutihno og Sturridge. Aftur á móti er varnarlínan eins og hún leggur sig óstöðug, sem einmitt er það síðasta sem varnarlína þarf á að halda. Hvernig Glen Johnson getur túlkast sem góður leikmaður er alveg beyond me. Það var kannski í lagi fyrir Paul Parker og Barry Venison að eiga 10 slaka leiki í þá tíð en í nútímafótbolta eru bakverðir miklu mikilvægari. Ég skal bara gera ykkur greiða með því að fara ekki ofan í sálmana á stöðu vinstri bakvarðar hjá ykkur.
Í dag eru fimm leikmenn sem myndu fljúga inn í byrjunarlið Liverpool frá mínum mönnum: Fellaini, Baines, Mirrallas, Jagjelka og Piennar. Tim Howard væri sjálfsagt einnig nálægt því miðað við frammistöðu Reina síðastliðin tvö tímabil.
Það er engin spurning að í byrjun tímabils var Everton með mun betra lið en Liverpool í byrjun tímabils en með tilkomu Coutihno, Sturridge og svo fenguð þið hörkuframmistöðu frá Henderson seinni hluta tímabils þá hefur Liverpool líklega yfirhöndina á pappírunum í dag. En í öllum bænum hættið að hefja ykkar lið svona upp til skýjana og gera lítið úr hóp minna manna.
Sumarið sem er framundan verður að mínu mati rosalegt sumar. Ég spái því að 5 knattspyrnustjórar af 6 efstu liðunum hverfi frá í sumar. (Mancini, Ferguson, Benitez og Moyes eru þegar staðfestir og það kæmi mér ekkert á og óvart ef Arsene Wenger yfirgefur Skytturnar. Það þýðir að uppbyggingartímabil mun hefjast hjá þessum liðum á næsta ári og mikið um leikmannasölur og kaup.
Þetta breytingatímabil hjá andstæðingunum þýðir ekkert annað en tækifæri fyrir Liverpool til að sækja í sig veðtrið og halda framförum sínum áfram á næsta tímabili á kostnað keppinautana og koma sterkir inn í topp 1-4.
Ég fulla trú á Brendan, sérstaklega ef hann kaupir mjög skynsamlega í sumar. Mín skoðun er að liðið þurfi að versla allt að 7-8 leikmenn til að vera samkeppnishæfir um 1-3 sæti deildarinnar. Ég geri mér grein fyrir því að það eru mjög miklar breytingar. Hins vegar er staðan sú að Carra er að hætta, Skrtel líkega að fara. Agger hefur talað um að leggja skóna á hilluna og er ekki traustasti byrjunarliðskandídatinn. Wilson og Coates eru ekki nægilega góðir í byrjunarliðið. Því held ég að liðið þurfi að versla 2 miðverði í sumar til að berjast um stöðu við Agger, Wisdom og Kelly.
Í bakvörðunum vantar að mínu mati mann sem getur leikið báðar bakvarðastöðurnar og er góður að verjast og í sókn. Það er þó líklegt að Brendan reyni að fá miðvörð sem getur leyst bakvörðinn með sæmd (Ramos týpu). Það gæti verið góð lausn ef eitthvað er í boði. Ég er engu að síður ótrúlega hrifinn af Shaw hjá Soton. Ef hann væri frá Nígeríu myndi ég halda því fram að hann væri þrítugur en ekki 17 ára.
Þá er komið að djúpum miðjumanni. Mín skoðun er að það vantar mann til að berjast við Lucas um þessa stöðu og tel ég að Diame hjá West Ham væri frábær í það hlutverk. Kostar lítið og á sanngjörnum launum. Hann er leikmaður sem á að spila fyrir miklu stærra lið en West Ham og Guð forði honum frá Allardyce.
Þetta eru mikilvægustu stöðurnar sem þarf að redda í sumar og gera það vel án þess að vera að taka skyndiákvarðanir.
Ekki væri verra ef við hópinn myndu bætast einn sóknartengiliður (Eriksson), kantmaður (Ince) og sóknarmaður (Benteke). En ég ætla að stórefa að FSG vilji eyða svo miklum peningum í okkar ástklra klúbb.
Svo er spurning hvort að Reina fer í sumar, ég mun skilja hann ágætlega ef hann vill fara til Barcelona í sumar og ætla ég að virða þá skoðun.
Aðalatriðið sem Brendan á að spá í núna er að klára leikmannakaup sem fyrst svo að nýjir leikmenn geti fengið að æfa með Liverpool frá upphafi æfingatímabilsins.
Skil ekki afhverju menn fíla ekki G.Johnson? Hiklaust einn af okkar bestu mönnum sem hefur átt síðustu 5-10 leikina á tímabilinu slaka enda ekki fengið hvíld í 5 mínútur upp og niður allan kantinn í vetur.
Enn óskiljanlegra er ástin á Pepe Reina sem er bara ekki góður markmaður finnst mér. Ef hann væri Búlgari með yfirvaraskegg þá væri löngu búið að selja hann. Sumir fá bara meiri sjénsa heldur en aðrir.
Kelly kemur inn í hægri bakvörðinn með Glen á næsta tímabili þannig að 1 nýr vinstri bakvörður ætti að duga.
Nýr miðvörður fyrir Carra kemur inn og einn til viðbótar ef Skrtel og Coates eru eitthvað tæpir.
Þetta eru svona atriði sem hvaða manager held ég í heimi myndi laga en lykillinn er að bæta í sóknina. Þau eru helvíti mörg jafnteflin og töpin þar sem liðið getur ekki skorað. Það er númer 1 að laga það og sérstaklega það sem kemur af köntunum.
makkarinn
Ég sé nú ekki Pienaar fljúga inn í Liverpool. Gat ekkert hálfa árid sem hann var í Tottenham og ég tel Liverpool vera med nokkra taslvert sterkari leikmenn sem geta spilad sömu stödu.
Nr. 14 Makkarinn, góðir punktar sem eru næstum efni í aðra færslu.
Var þetta einhverntíma ekki þannig? 🙂
Nei nú hefur þetta snúist alveg við held ég. Ég veit ekki alveg hvernig þessu er háttað hér á landi en almennt talið er það ALLS EKKI álit Liverpool manna að Moyes sé einhver kraftaverkamaður, líklega finnur þú enga stuðningsmenn í heiminum sem hafa skotið meira á hann og árangur hans hjá Everton. Ef ég man rétt er hann ca. á pari í deildinni m.v. eyðslu og launakostnað. Líklega oftast að ná aðeins betri árangri en gjöld gefa til kynna, en hefur líka á móti fengið að byggja upp sitt lið og nýtur mikils trausts.
En gefum honum það sem hann á, hann hefur á áratug náð að tosa Everton upp úr fallbaráttu í það að vera stabílt lið sem reglulega er að ná “hámarksárangri”. Er rangt hjá mér að horfa á þetta svona? Liðið var í fallhættu þegar hann tók við af Smith árið 2002 og endaði í 7.sæti árið eftir, besti árangur Everton þá frá árinu 1996.
Varðandi Liverpool liðið þá erum við flest sammála þessari greiningu, nokkrir leikmenn hafa átt gott tímabil og liðið hefur bætt sig mjög eftir áramót. Varnarleikurinn er stór höfuðverkur og við bakverðina má alveg bæta miðvörðum, djúpum miðjumanni og markmanni, allt of mikill óstöðugleiki eins og ég segi í pistlinum en þetta hefur lagast þegar liðið hefur á tímabilið. Liðið hefur verið að slípa sig saman og ná tökum á nýjum áherslum og leikstíl, eitthvað sem mjög eðlilega gerist ekki á nokkrum mánuðum. Eins má benda á að Rodgers hefur ekki ennþá keypt einn varnarmann til Liverpool enda bara búinn að vera hjá Liverpool í eitt tímabil.
Glen Johnson er reyndar ekki eins slæmur leikmaður að mínu mati og þú heldur fram en hefur vissulega ekki verið nógu góður undanfarið. Rodgers hefur talað um vinstri bakvarðarstöðuna sem eitthvað sem þarf að bæta í sumar. Þar vantar einfaldlega samkeppni. Hægri bakvarðarstaðan er í mjög góðum málum hjá Liverpool hvað unga leikmenn varðar sem eru að stíga upp í aðalliðið.
Get alveg tekið undir það að Fellanini, Baines og Mirallas kæmust beint í byrjunarlið Liverpool, reyndar held ég að þeir myndu styrkja flest lið í deildinni. Jagielka líklega líka þó ég efast ekkert um að hann myndi lenda í nákvæmlega sömu vandræðum og miðverðir Liverpool hafa verið að lenda í vetur. Orðum það þannig að ég myndi ekki vilja skipta á því sem við eigum núna fyrir 31 árs Jagielka. Piennar væri í hóp en líklega ekkert í byrjunarliði ef allir eru heilir. Þú finnur svo vonandi engan Liverpool mann sem myndi skipta á Reina og Howard. Reina hefur verið að spila mjög vel undanfarið btw.
Aðal munurinn á Everton og Liverpool í byrjun mótsins fyrir utan erfiðari byrjun Liverpool var sá að Everton var með mjög svipað lið og hafði spilað vel árið áður, sama þjálfara og hefur verið að byggja upp mjög sterkt lið sl. 10 ár og kom bara miklu tilbúnara til leiks. Þegar á tímabilið hefur liðið höfum við farið að sjá Liverpool ná takti og tökum á nýjum leikstíl, eitthvað sem við töluðum um fyrir tímabilið að tæki tíma. Eins og stigasöfnun undanfarið gefur til kynna eru liðin nokkuð jöfn eins og staðan er í dag.
Ég get ekki séð að hér sé mikið verið að gera lítið úr hópi Everton þó Moyes sé hrósað fyrir að ná miklu úr því sem hann hefur haft úr að moða. Ég spyr t.d. á móti, ertu á því að það styrki stöðu Everton að Moyes sé farin? Erfitt að svara þessu áður en nýr maður tekur við en er þetta svona almennt þitt álit?
Burtséð frá því hvað gerist hjá Everton er þetta ekki flókið hjá Liverpool, krafan bara verður að vera sú að taka a.m.k. fram úr Everton á ný, næsta lið fyrir ofan okkur í deildinni. Hver veit, kannski sýst dæmið alveg við á næsta tímabili og það verður Liverpool sem mætir tilbúið til leiks meðan Everton verður með nýjan stjóra og breytt lið?
Hópur Liverpool hefur lítið verið hafin tíl skýjana undanfarin ár, hann er of lítill og hefur of oft verið veiktur milli ára. Núna líkt og stundum áður er samt ágætis tilefni til smá bjartsýni, liðið er betur rekið núna heldur en fyrir 2-3 árum. Hópurinn er mun yngri og miklu líklegri til að bæta sig milli ára, sóknarlínan er kominn með þann hraða og ógn sem við höfum kallað á í mörg ár og liðið skorar gríðarlega mikið, fyrir liggur að kaupa eigi varnarmenn og á sama tíma eru að koma upp mjög efnilegir varnarmenn. Bjartsýni á að ná þó ekki nema bara Everton aftur, jafnvel fleiri liðum.
Ef horft er til hverjir munu vinna titilinn á næsta tímabili Líkur á titli
Stuðlar:
3,15 Man City
3,2 United
4 Chelsea
17 Arsenal
36 Liverpool
42 Tottenham
550 Everton
United, City og Chelsea með nýja stjóra en samt langlíklegust. Að mínu mati verður Mourinho helvíti erfiður viðureignar hjá Chelsea. En ef Liverpool eyðir eins og enginn sé morgundagurinn þá ætti næsta tímabil að vera tækifærið meðan nýir framkvæmdastjórar koma sér fyrir.
Í mínum huga er þetta afar einfalt:
Við höfum núna farið í gegnum 2-3, jafnvel 4, “uppbyggingartímabil”. Á þessum tíma höfum við þurft að temja okkur þolinmæði – sem hefur reynst erfitt á tíðum, og sumir eru minna þolinmóðir en aðrir. Eins og gengur.
Núna erum við með stjóra sem er kominn til þess að vera. Hann verður í það minnsta ekkert rekinn í sumar, hann verður þarna á næsta tímabili hvort sem okkur líkar betur eða verr.
Hann hefur nú haft heilt tímabil til þess að koma sínum hugmyndum á framfæri við liðið. Við höfum sýnt því ansi mikinn skilning og gefið frá okkur (því sem næst) allar vonir um titilsigra, þótt vonin hafi alltaf legið lúmst í hjarta okkar flestra.
Við eigum ekki að þurfa að sætta okkur við enn eitt árið í meðalmennsku, þegar hægt er að byggja á þessum grunni sem nú hefur verið lagður. Hin æðsta krafa hjá Liverpool er alltaf að vera bestir, en það er auðvitað ekki að fara að gerast á einni nóttu. En við eigum núna að setja kröfuna á topp 4 á næsta tímabili.
Til þess að það gerist, þarf tvennt að koma til:
Í fyrsta lagi, koma stöðugleika á spilamennsku liðsins. Það er til lítils að vinna ManUtd eða Chelsea í einum leik, og tapa svo sannfærandi gegn Aston Villa eða Wigan í þeim næsta.
Og í öðru lagi, þá þarf þrjú virkilega góð og vel heppnuð kaup í sumar. Það þarf miðvörð, augljóslega, vinstri bakvörð og sóknarmann/sóknartengilið.
Topp 4 hlýtur að vera krafan hjá Liverpool fyrir næsta tímabil. Því, það er rétt eins og Babú og fleiri hér segja, það eru blikur á lofti hjá toppliðunum og hér þarf því að nýta þetta tækifæri. Það er ekkert víst að það bjóðist aftur á næstu árum, ef ekki núna.
Homer
Þegar talað er um bætingu milli tímabila má ekki gleyma því að á síðasta tímabili spiluðu lykilmenn Liverpool mun færri leiki en á þessu tímabili.
Gerrard spilaði ekki nema 18 leiki í deildinni á síðasta tímabili á móti 36 leikjum á þessu tímabili. Þetta er heilum 18 leikjum meira hjá besta leikmanni liðsins (fyrir utan Suarez) það munar um minna.
Lucas meiddist í nóvember á síðasta tímabili og náði bara að spila 12 leiki í deildinni, hann er búinn að spila 26 leiki á þessu tímabili. Eftir að Lucas meiddist á síðasta tímabili þurfti liðið að treysta á Spearing í stöðu varnartengiliðs.
Glen Johnson var mikið meiddur á síðasta tímabili mun meira en á þessu og hefur hingað til náð að spila heilum 12 leikjum meira á þessu tímabili í deildinni.
Agger okkar besti varnarmaður hefur spilað 8 leikjum meira í deildinni á þessu tímabili en því síðasta. Og síðastur er Suarez sem fékk samtals 12 leiki í bann á síðasta tímabili flestir þeir leikir voru í deild. Bannið vegna Evra bullsins 8 leikir kom á versta tíma og hafði mikil áhrif liðið.
Með jafn litla breidd og Liverpool hefur haft síðustu árin munar aldeilis um meiðsli lykilmanna. Ekki er ólíklegt að staða liðsins í deild væri enn verri hefðu meiðsli þessa tímabils verið jafn slæm og á því síðasta.
Núna þurfa eigendur liðsins að sanna sig, ef Liverpool á að komast í meistaradeildarsæti þá verður að styrkja hópinn þannig að breiddin sé nógu góð til að takast á við meiðsli og leikbönn lykilmanna.
Afar góður pistill. Einnig comment Eyþórs #10 og viðbót Babu #18.
Set að vísu spurningarmerki við setninguna “Auk þess er liðið núna vel mannað í flestum stöðum “. Fáir úr okkar liði kæmust í byrjunarlið efstu þriggja liðanna – það segir nokkra sögu.
En….
– Árangurinn í vetur var ekki góður en miklu skemmtilegra a horfa á liðið nú en í fyrra
– Markatalan er áhugaverð en við erum farnir að sækja og skora (ekki bara stöngin út).
En sammála öllum ofanskráðum; það þarf verulega bót í sumar.
Það er aldrei að fara að gerast að Liverpool fari að eyða eins og enginn sé morgundagurinn. Til þess þyrfti einhver sandkassabillinn að kaupa klúbbinn. Er það sem þið viljið? Klúbb eins og Shitty og chelski og einhver smáklúbbur í París.
Samt sem áður vonar maður til þess að sjá 2-3 menn sem breyta jafnteflisleikjum í sigurleiki. Meiri niðurskurð í launum vill maður ekki sjá í sumar annars fer maður að dusta rykið af “Yanks out”. Þarf ekki endilega að eyða 200m en allavega fá 3 allmennilega leikmenn hlýtur að vera krafan.
Að því gefnu að Liverpool haldi sínum bestu mönnum (Carra fer og geri ráð fyrir að Coates og Skrtel fari líka) þá tel ég að kaup á þremur klassa varnarmönnum, varnartengilið (cover og samkeppni fyrir Lucas) og eitt auka krydd í sóknina þá ættum við að geta verið í nokkuð góðum málum fyrir næsta vetur. Samtals fimm leikmenn þarf að kaupa að mínu mati. Í burt fara Carra, Skrtel, Coates, Carroll og hugsanlega Downing. Shelvey gæti ég trúað að fari á lán. Fimm sem fara af launaskrá og mögulegt söluverðmæti gæti hér verið ca 25-30m punda. Geri ráð fyrir að Rodgers fá 25-30m punda til að moða úr þannig að þetta er kannski 50-60m budget. Þurfum að finna fleiri menn með hæfileika á borð við Sturridge og Coutinho á svipaðan pening.
Markmaður: Er meira en til að hafa Reina áfram.
Hafsent: Vantar tvo alvöru hafsenta, við verðum að hafa þrjá menn að keppast um þessar tvær stöðu. Kelly og Wisdom hér til vara.
Vinstri Bak: Vill sjá Enrique fara á bekkinn og vera backup fyrir þessa stöðu.
Hægri bak: GJ er nógu góður að mínu mati en er ekki ómissandi. Verður líklega áfram.
Varnartengiliður: Lucas hefur ekki náð fyrri hæðum, spurningamerki við hann en það þarf amk að eiga alvöru cover í þessa stöðu og mann sem veitir honum samkeppni um sæti í byrjunarliðinu.
Miðjan: Tel hana nægilega vel mannaða.
Sóknarmaður: Christian Eriksen takk fyrir.
Fyrir þá sem hafa gaman að því að veðja hvert leikmenn eru að koma og fara Linkur
Eriksen virðist vera fara til Dortmund, Falcao til Monaco, A.Williams til Arsenal, Isco til Man City, T.Ince til Tottenham, Lewandowski til Bayern, Fellaini til United, L.Baines til United, A.Carroll til Newcastle……o.s.frv.
Ég er nú eiginlega hrifnastur af Bale til Man City á 12 á móti 1.
AnfieldMole, segir á Twitter að búið sé að semja um kaup á Kyriakos Papadopoulos fyrir 17 milljónir punda og að hann sé búinn í læknisskoðun. Þessi læknisskoðun hafi þó leitt í ljós eitthvað hnévesen sem læknaliðið vill skoða betur og því sé ekki búið að klára málið.
Þessi gæi er með gott info varðandi transfer hjá félaginu og ég treysti því að það sé mikið til í þessu. Maður er samt aldrei viss fyrr en búið er að birta mynd af leikmanninum á official síðunni 🙂
Ég verd ad segja ad á thessu tímabili finnst mér Enrique ekki hafa verid lélegri en Johnson og ég mundi segja ad kaupa vinstri bak væri alls ekki eitthvad sem ætti ad vera forgangsatridi í sumar.
Grétar, er gæji sem heitir AnfieldMole með gott info varðandi transfer hjá félaginu? Ég þarf að heyra svona 3-4 dæmi sem sanna þetta held ég 🙂
Botninum er pottþétt náð. Líka gaman að sjá Rodgers breyta til í stað þess að halda sig einungis við þessa tiki taka leikaðferð sem hann spilaði fyrir áramót. Í dag erum við miklu effektívari og beinskeyttari. Coutinho er líklega það besta sem ég hef séð í mörg ár, hann er algjört fótboltaklám.
Mér heyrist skrjáfa í plasti
Babu, það er bara staðreynd að þessi gæi er ekki með neitt bull. Ég er búinn að followa hann lengi og hann virðist vita sínu viti.
Grétar, ok nenni alls ekki að fylgjast með þessum ITK spekingum og hef enga trú á að þeir viti neitt meira en aðrir. En mátt endilega senda mér þegar hann er að standa sig og ég fer kannski að trúa.
Helgi J. Það skrjáfar svo sannarlega í plasti núna og það er sorglegt að sjá. Sérstaklega í ljósi þess hver er við stýrið (og hver skoraði).
Það er ekki erfitt að finna hvar Liverpool fór út af sporinu sem Benitez kom félaginu aftur á. Fyrir utan eigendur félagsins voru í stjórn hálfvitar sem fengu það í fullri alvöru út að besta ráðið væri að reka Benitez og borga fyrir það, fá Roy Hodgson í staðin og borga líka fyrir það.
Það er búið að hreinsa út alla þessa vanvita nema einn, hann er í einna æðstu stöðu félagsins og það hræðir mig. (Spurning hversu stórt hlutverk hann hefur spilað sl. tvö sumur á leikmannamarkaðnum?)
Fyrir þá Liverpool menn sem gátu varla talað fyrir hatri á Benitez, wake the fuck up. Hann var að vinna evróputitil enn á ný og er og verður orðaður í sumar líkt undanfarin ár við lið sem flest eða öll eru í betri málum en Liverpool hefur verið síðan hann fór.
Vona innilega að þessu Chelsea ævintýri hans sé nú lokið en óttast að annað enskt topplið stökkvi á hann (City?).
Rafa stóð sig vel með Chelsea. En það er ekki eins og þetta sé eitthvað rosalegt, að koma Chelsea í Meistaradeildina og vinna Evróputitil. Hef séð nokkra leiki með þeim bláklæddu eftir að Rafa tók við, Hazard og Mata hafa náð vel saman og Luiz hefur verið sprækur. En þetta hefur ekki verið fallegt. Það er ekki eins og hann hafi komið og bjargað þeim, breytt þeim úr leiðinlegu liði í eitthvað annað. Nei. Hann kom bara þessum stórstjörnum í 3.sæti og gerði svo vel með að klára þessa keppni í kvöld. Glætan hann sé á leið til City. Trúi því aldrei.
hann tekur við Everton hehe 🙂
Rafael Benítez 2-1 Benfica
Þessi maður er snillingur og verður það hvað sem hann gerir í framtíðinni
Babu. Eitt atriði er að hann vissi t.d. um að æfingaleikurinn í Suður-Afríku vel áður en hann var tilkynntur. Svo var sá leikur blásinn af útaf Knattspyrnusambandi landsins sem vildi ekki leyfa vináttuleik á miðju tímabili.
Hann er því ekki bara með e-ð leikmannaslúður heldur virðist vera.
Hann sagði t.d. að við hefðum mikinn áhuga á Eriksen hjá Ajax en kom svo með tíst um að einhverra hluta vegna væri ekki áhugi fyrir hendi lengur, eitthvað sem James Pearce hjá Echo staðfesti svo í webchatti skömmu síðar.
En varðandi Rafa þá hljóta menn að sjá hvað þetta var slæm ákvörðun á sínum tíma. Nú er bara að bíða og sjá hvaða starf hann fær í kjölfarið, þessi maður skilar titlum, það er klárt.
Er ekki bara málið að reka Rodgers og fá Rafa aftur það væri algjör snilld.
Er ekki bara málið að reka þig og þá eru allir sáttir.
Af hverju að reka Rodgers ? Eftir erfiða byrjun á tímabilinu þá hefur liðið verið að stíga upp og spila flottan fótbolta.
Rafa gerði ágæta hluti en hann er hluti af fortíðinni.
http://www.teamtalk.com/news/2483/8715543/Rafa-ability-irrefutable-after-trophy-triumph
Verð bara að fá að pósta þessu. Rafael Benitez hefur troðið plastfána í efasemdarmenn. Atvinnumaður fram í fingurgóma og jú takk. Árangur hans í vetur er frábær. Liðið var í 6.sæti þegar hann tók við og það endaði muniði í 5.sæti í fyrra. Dottnir úr meistaradeildinni í raun og League Cup.
Vann þá upp í öruggt CL sæti, komst á Wembley í FA cup og vann Europa League. Og eins og segir í þessari grein þá sýndi hann ótrúlega fagmennsku við ÖMURLEGAR aðstæður, hann hefði alveg getað orðið fúll við Plastfánana og bara tekið peninginn. En það hefur hann ekki gert, heldur skilar hann Chelsea til Mourinho í betra ástandi en í langan tíma.
Snillingur á allan hátt annan en að búa til flæðandi sóknarleik. Allt annað hefur hann.
Fact!
Rafa gerði stórkostlelega hluti í ekki svo fjarlægri fortíð Rodger hefur gert nákvæmnlega ekki nokkurn skapaðan hlut datt frekar snemma úr öllum bikurum og skilar okkur síðan í 7 sæti í deildinni sem er bara so sorry ömurlegur árangur. Kenny var rekin í fyrra þrátt fyrir að hafa skilað okkur í 2 úrslita leiki og hann vann annan þeirra og endaði svo í 8 sæti. í mínum huga er þessi árangur Rodgers talsvert slakari en það. En þú Bond hefur kannski bara ekki áhuga á því aðp sjá Liverpool vinna hluti.
Ósamála því að segja að við séum að fara tvö skref afturábak.
Mér finnst liverpool farinir að spila aftur liverpool fótbolta og sést það kannski best á því að við erum farnir að raða inn mörkum aftur.
Rodgers tók skref fram á við þetta sumar og má ekki gleyma því að hann var að láta nokkra unga leikmenn fá stæri hlutverk en oft áður. Sturridge og Coutinho komu mjög sterkir inn í þetta lið, Henderson og Downing komu sér á kortið eftir skelfilegt tímabil í fyrra, Suarez var sjóðheitur og hefur aldrei verið betri, Gerrard átti miklu betra tímabil en í fyrra og ég er einn af fáum sem hef trú á því að Joe Allen eigi eftir að nýtast okkur vel(held samt að ítalska Boran sé algjört rusl).
Ég held að við munum berjast við Tottenham og Arsenal um 4.sætið á næsta tímabili og verðum fyrir ofan Everton.
Að bera saman Rodgers og Benitez finnst mér ekki alveg sanngjarnt og í raun óþarfi. Reyndar hefði ég frekar viljað fá Benitez heldur en Rodgers í fyrra og skil ekki ennþá afhverju var ekki talað við hann en ég vill ekki skipta núna, það er bara ekki rétti tíminn til þess og Rodgers er að gera spennandi hluti. Núna eru komnir nýir eigendur sem réðu Rodgers (sem sinn mann) og hafa aldrei haft neitt með Benitez að gera.
Það væri frekar hægt að velta fyrir sér réttmæti þess að reka Dalglish og ráða Rodgers í staðin. Eins og maður getur dregið greindarvísitölu þeirra í efa sem fengu það út að skipta á Benitez og Hodgson og borga fyrir það. Að bera saman Benitez undir allt öðrum eigendum er ekki málið.
Það er líka hægt að styðja Rodgers (og Dalglish) en vera jafnframt mikill aðdáandi Benitez og meta það gríðarlega sem hann gerði hjá Liverpool, innan sem utan vallar (og ennþá sjóðandi illur yfir því að hann var rekinn).
Botninum náð? ég verð því miður að vera ósamála því. Eftir erfið undanfarin ár sem stuðningsmaður liverpools þá er mörg jákvæð merki á liðið í dag. Margt sem Babu bendir á sem ég er á margan hátt sammála, við erum að bæta okkur helling á þessu ári í deildinni. heil 21 mörk í markaskorun og 9 stig í deildinni. það á fyrsta tímabili Rodgers með mjög svo furðulegt lið fyrstu mánuði. Við erum með skemmtilega unga leikmenn sem fengu að spila mikið og fengu dýrmæta reynslu í ár sem mun nýtast á næsta ári. Sterling 24 leikir í deild 2 mörk 3 stoðsendingar plús 12 leikir aðeins 18 ára hvernig er hægt að horfa framhjá því? Suso spilaði 20 leiki 19 ára gamal, Shelvey 21 árs 31 leikur og minnir mig mikið á Gerrard á sína slæmu daga Enn hvernig var Gerrard 21 árs? leikmenn verða ekki góðir nema fá tækifæri. svo gáfum við Jordan Ibe séns í síðasta leik. Þetta tímabil var aldrei að fara verða meistartímabil fyrsta árið hjá Rodgers. Byrjunin var erfið hrikalegt leikjaprógram til að byrja með. Nýtt leikkerfi og eins og bend var klúður og meira klúður í leikmannagluggganum, þá er ég mjög sáttur með þetta timabíl og ennþá sáttari með að þurfa ekki spila í Eurovison n?sta tímabil. við munum einbeita okkur að deildinni og ég er bjartsýn á við munum fara í 72-77 stig næsta tímabil og berjast um 4 sætið í meistaradeildinni. Kenny Daglish náði botninum með liðið Rodgers hefur verið með liðið á hægum uppgangi ekki sterauppgangi heldur stöðugum. Allveg eins og það á að vera 🙂
ég veit hreinlega ekki hvernig er hægt að styrkja okkur frammi? Couthino Suarez og Sturridge frammi þetta verður veisla á næsta ári. Lucas Henderson og Gerrard fyrir aftan þá. ég hef líka trú að Allen og Borini munu koma sterkir til leiks á næsta tímabili ásamt Shelvey og Sterling. í fyrsta skipti í mörg ár fynnst mér eins og það þurfi ekki styrkja okkur verulega fyrir framan vörn, mér væri sama þótt sumarið fari í versla 2-3 varnamenn plús markmann ef Reina fer.
álagið er aldrei að fara verða það mikið að við þurfum að kaupa leikmenn til að kaupa leikmenn. Bjartir tímar framundan hja liverpool Það er allveg deginum ljósara 🙂