Leikjaplanið birt

Í morgun kom út leikjaplanið fyrir leiktímabilið 2013 – 2014.

Ég held við getum allavega sagt að byrjunin er einfaldari á pappírum en í fyrra.

Við byrjum á að taka á móti Mark Hughes og félögum í Stoke, síðan förum við og spilum úti við Aston Villa áður en kemur að því að hitta David Moyes og viðhalda því að hann hefur aldrei unnið leik á Anfield strax í þriðju umferð.

Merseyside derbyin eru i nóvember á Goodison og í janúar á Anfield. Við spilum á OT í mars og endum heima við Newcastle.

Alltaf ákveðinn fiðringur þegar planið er komið, þá styttist í startið…

36 Comments

  1. “stóru” leikirnir dreifast vel og litlar líkur á að við aðdáendur Liverpool upplifum andleg erfiði eins og eftir fyrstu 5 umferðirnar á síðasta tímabili.

    Bring it on.

  2. Þarna jafnar óheppni síðasta árs sig út. Væri varla hægt að biðja um betri byrjun þó svo að jólatörnin sé svoldið yfirþyrmandi. Við munum sjá strax í lok október hvort þetta lið sé á réttri leið eða ekki.

    Nú duga engar afsakanir.

  3. Vó – alvöru jól.

    26.des Man City – Liverpool
    28.des Chelsea – Liverpool

    Stutt á milli tveggja mjög erfiðra útileikja.

  4. Sérkenni David Moyes er að byrja tímabil illa. Sé fyrir mér stigalaust Man utd eftir fyrstu 3 leikina 🙂

  5. Eru allir leikirnir á laugardegi? Hverskonar ríkisvæðing er það? Hviss bara einn ríkisleikdagur og leiktíminn er kl 15 á laugardegi. Marteinn Mosdal hefur talað!

  6. Fói. Það á eftir að færa leiki til vegna sjónvarpsútsendinga, þannig að þetta eru bara drög að leikjaplani.

  7. Þetta plan er ömurlegt. Versta afturför í fótboltanum síðan Stoke var leyft að spila. Gerir manni nánast ómögurlegt að fylgjast með öðrum spennandi leikjum og liðum því Liverpool er alltaf að spila á sama tíma. Engin super sunday og engir mánudagsleikir (ekki að liverpool sakni þeirra sérstaklega) Annars er þetta bara glatað!

  8. Er þetta ekki út af því þegar bareigandi á Englandi var að sýna leiki án þess að borga áskrift í gegnum gríska sjónvarpsstöð???

    Ég vona svo sannarlega að þú hafir samt rétt fyrir þér Elías!

  9. Voðalega eru menn eitthvað grænir í þessu. Þetta er bara leikjaröðunin, svo skipta Sky og BT leikjunum á milli sín sem þeir sýna og þeir leikir verða ekki sýndir á laugardögum kl 15:00 því það er bannað að sýna frá þeim leikjum beint í UK.

    Sky Sports Football ?@SkyFootball 12m
    Just a reminder that we plan to announce our live TV schedule on the 8th of July. http://bit.ly/16IomAZ #fixtures

  10. Þetta er svona á hverju ári, þetta er röðin, dagsetningarnar koma seinna.

    Hræddur við desember annars, erfiður tími og það hjálpar ekki að það séu mjög erfiðir leikir.

  11. Þetta lítur vel út og núna eru afsakanir um erfitt leikjaprógramm í byrjun leiktíðar ekki teknar gildar.
    7 stig í lok ágúst er algjört lámark

  12. 7 stig í lok ágúst er algjört lámark

    Róa sig. Við skulum ekki fara í neinar kröfugöngur fyrr en við sjáum hvaða leikmenn eru keyptir/seldir, hverjir eru meiddir og hverjir heilir í upphafi tímabils og svo framvegis.

    En já. Það er ágætis byrjun á þessu prógrammi hjá okkur, fá af toppliðunum fyrr en í október þannig að það er ágætis séns á að ná góðri byrjun á þessari leiktíð. Svona á pappírnum allavega, svo koma alltaf upp spútniklið sem vinna fjóra fyrstu leiki sína eða slíkt sem erfitt er að sjá fyrir.

    Jólatörnin verður drulluerfið en að öðru leyti líst mér vel á þetta. Það verður að spila við alla tvisvar og svo sem sama hvar það gerist eins lengi og liðið fær þægilega byrjun og ég held að það hafi tekist. Á pappírnum allavega, en við skulum sjá hvaða lið mætir til leiks fyrir okkur áður en við förum að setja liðinu stigalágmark í ágúst.

  13. Nu a BR að syna hver hann er og akveða af raunsæi hvaða leiki hann vill fa minnst þrja punkta utur, hverja hann sættir sig við jafntefli og hverja hann telur geta tapast. Ef það skilar okkur i CL – flott! Ef ekki, þa styrkja hopinn eins og þarf! Setja markmið ut fra þvi og fuckin’ na þvi!! Við erum poolarar, dyggastir, tryggastir og fuckin’ lang bestir og flottastir!! Við viljum fara að sja eitthvað lif…finnst við alveg eiga það inni!!

    YNWA

  14. Sæl…

    Mig langar á leikinn 26. apríl Liverpool-Chelsea slá 50 flugur í einu höggi sjá fallega liðið mitt og sjá svo stór sjarmörinn Mourhino. Ætla að fylgjast með þessum leik og reyna að panta ferð ef honum verður þá ekki frestað til haustsins því mínir menn verða í úrslitum í öllum bikarkeppnum og í toppbaráttunni og því erfitt að halda þessu plani. En pant ég fá miða á þennan leik.

    Allt í lagi bless YNWA

  15. Þetta leikjaplan lytur mjog vel ut og allt annað en i fyrra, er nu þegar orðin spenntur..

  16. Þetta lítur bara vel út, var að reikna stigin okkar og get ekki betur séð en að við endum með 114 stig.
    True story 😉

  17. Eruði að horfa á Ítalíu – Japan í Conference Cup?? Það eru fáránleg gæði þarna á miðjunni í Pirlo, De Rossi – sem báðir hverfa í skuggann á svaðalegum gaur … Alberto Aquilani … tékkiði þetta…

    Eða sleppiði því bara … hann var svo grátlegur að hann var tekinn útaf eftir hálftíma.

    Hvað var einhver að spá þarna hjá Liverpool fyrir nokkrum árum????

  18. Maður þarf að bíða í marga mánuði eftir að sjá liðið sitt spila og svo loksins þegar stóra stundin rennur upp er það á móti Stoke! Er þetta einhver hluti af refsingunni hjá Suarez, láta hann byrja tímabilið í banni og restina af liðinu og stuðningsmenn byrja á móti Stoke. Hver ber ábyrgð á þessu!

  19. Egill það hefði verið hægt að toppa þetta á aðeins einn hátt en hann er Stoke – Liverpool á Brittania i fyrsta leik, við fáum þó allavega heimaleik gegn þeim i fyrstu umferð ..

  20. Ef við gerum ráð fyrir að Suarez verði áfram þá er hann mættur væntalega í leikinn í 3.umferð í Carling Cup og fyrsti deildarleikur á móti Sunderland úti 28.september.
    Annars er ég nokkuð sáttur við þetta leikjaplan bara.

  21. Er einhverjum öðrum en mér sem finnst skrítið að við skulum fá Man. Ushithead í þriðju umferð þegar augljóst er að Suarez verði í banni. Ég hugsaði þetta um leið og hann fékk bannið sem átti að ná inná þetta tímabil að Liverpool hlyti að fá Man í einum af fyrstu leikjunum í deildinni. Lyktar þetta af spillingu eða? Bara smá pæling sko

  22. Conspiracy Theory, það hlýtur bara að vera þín uppáhaldsmynd Ellert Geir.

    En kemur það nokkuð málinu við, Suarez farinn hvort sem er……

  23. Örlítið off-topic, en þessi þráður á reddit er með áhugaverða pælingu:

    http://www.reddit.com/r/LiverpoolFC/comments/1gqgr7/who_would_we_displace_to_get_into_the_top_four/

    Ég er nokkuð viss um að síðuhaldarar hafa eitthvað um málið að segja, en sjálfsagt kemur eitthvað í þessa áttina frá þeim þegar nær dregur hausti, ekki satt? Fyrst þarf jú að svara spurningunni hvort Liverpool eigi yfirhöfuð möguleika á að brjóta sér leið í topp 4.

  24. flott leikjaplan..

    fer ekki að koma að nýju podcasti frá ykkur strákar?? maður bíður spenntur babú, kristjan og félagar

  25. flott leikjaplan.
    fer ekki að koma að nýju podcasti frá ykkur strákar?? maður bíður spenntur babú, kristjan og félagar

  26. Nr. 26 Daníel

    Auðvitað erfitt að fara yfir svona af viti fyrr en liðin eru búinn að versla og ráða stjóra og þannig. Ég fór yfir hin liðin og okkar leið inn í toppbaráttuna síðast í maí http://www.kop.is/2013/05/13/21.17.27/

    Podcast er á áætlun næsta mánudagskvöld.

  27. Sælir,

    Nú langar okkur bræðrunum að bjóða gamla kallinum á leik í fimmtugsafmælisgjöf, í leiðinni myndum við líka kíkja á ættingja í Englandi þannig ég vildi helst skipuleggja ferðina sjálfur. Hvernig er best að nálgast miða á leik ef maður er ekki í neinum klúbb?

    Leikurinn sem við höfðum í huga er Liverpool-Manchester Utd, hvort sem hann verður 31. ágúst eða 1. sept

    Kveðja,
    Anon

  28. nr 23, miðað við leikjaplanið hjá þeim í byrjun þá eru þeir allavega ekki partur af þessari spillingu sem þú virðist sjá. David Moyes fær heldur betur krefjandi byrjun með nýja liðinu sínu.

    En djöfull verður desember mánuður rosalegur, Tottenham, Cardiff, Man City og Chelsea á aðeins 14 dögum (með fyrirvara um breytingar). Maður veit aldrei hvernig þessi nýju lið eins og Cardiff eru, stundum fara þau beina leið niður og stundum eiga þau frábært tímabil, og þá sérstaklega á fyrri hluta tímabils.

  29. Til anons
    seinast thegar eg for a leik tha keypti eg mida I gegnum gamanferdir, smurning hvort their geti adstodad med thad, voru allavegana mjog lidlegir I minu tilfelli tho thetta hafi kostad.

    Vona svo ad vid forum ad fa thessa menn sem eru ordadir vid okkur.
    Og ad leikjaplaninu, 2 leikir a moti hverju lidi, er einhvern timan betra ad maeta einu lidi en odru?

Andy Carroll sögunni að ljúka – uppfært

Luis Alberto að koma