Opinn þráður – gúrka

Það er svo lítið að frétta af Liverpool þessa vikuna að opinbera heimasíðan var með stóra grein um skúringarkonuna um daginn, hún var reyndar að hætta eftir áratuga starf hjá félaginu.

Þetta er stundum svona, júní mjög busy og heltekinn af einhverjum einum orðrómi, misjafnlega stórum. Hjá okkur var það Gylfi Sig í fyrra og líklega Mkhitaryan í ár. Jafnan einhver sem maður er búinn að fá alveg upp í kok á hvort sem viðkomandi kemur svo eða ekki. Liðið er einnig búið að ganga frá kaupum á nokknum leikmönnum og satt að segja rámar mig í að nákvæmlega þessi vika hafi verið frekar róleg áður. Það eru 6-7 vikur eftir af glugganum og því ekki ástæða til að örvænta neitt.

Liverpool átti fund með umboðsmanni Suarez í gær, eitthvað sem var löngu planaður og sæmilega jákvæður skv. blaðamönnum Liverpool Echo. Ekki að við fengjum að vita mikið ef svo væri ekki. Hann á að hafa komið því á framfæri að hann vilji spila í meistaradeildinni. Sjáum til hvað verður með þetta, lykillinn er að klára málið sem allra fyrst því félagið má ekki við því enn einu sinni að vera í kapphlaupi við tímann á lokadegi gluggans. (Hvað kröfu Suarez varðar þá held ég að hann ætti nú bara að reyna klára heilt tímabil og þannig hjálpa liðinu við að ná inn í meistaradeild. Jafnvel sýna að hann hafi þroskast upp úr því að bíta andstæðinginn).

Varðandi lokadag leikmannagluggans þá hefur FSG nógu oft náð að klúðra því eftir að þeir keyptu félagið. Torres fór á lokadegi gluggans og við sátum uppi með Andy Carroll og smá pening á milli. Svo létum við hann fara undir lok leikmannagluggans og fengum engann í staðin. M.ö.o. það er ljóst að Liverpool þarf svona 4-9 vikur til að klára leikmannakaup og því um að gera að hefjast handa.

Reyndar þegar við keyptum Carroll, Downing, Adam, Henderson o.fl. sama árið var maður að reyna sjá það góða við þetta með því að benda á að breskir leikmenn væru ekki eins líklegir og þeir spænskumælandi að fá heimþrá og yfirgefa liðið af þeim sökum. Eins væri gott að fá inn menn með reynslu af EPL.

Þessi rök kem ég aldrei aftur með. Flestir góðir spænskumælandi leikmenn hafa verið lengur hjá Liverpool en þessir bretar og átt það sameiginlegt að vera öllu betri leikmenn. Carroll var lánaður áður en hann fór, Charlie Adam seldur strax sumarið eftir og það til Stoke, Henderson var boðin sem skiptimynd og Downing var of dýr til að hægt væri að selja hann en er líklega á leiðinni burt núna. Eftir af þessu sumri eru það helst þeir Suarez og Enrique sem standa eftir. Enrique er líklega ekkert að fara og Suarez hefur verið okkar besti maður. Ég vona reyndar að Henderson verði ekki aftur boðin sem skiptimynt því hann hefur gæði til að vera hjá Liverpool áfram. Á þennan lista er mögulega hægt að bæta við ungum bretum eins og Shelvey og Allen en það væri kannski ekki alveg sanngjarnt strax í hvorugu tilvikinu.

Punkturinn er að það skiptir nákvæmlega engu máli hvaðan gott kemur. Vonandi uppfyllum við kröfu um breska leikmenn í framtíðinni með því að ala þá upp sjálfir. Þannig er hægt að eyða Carroll/Henderson/Downing/Allen upphæðunum í leikmenn sem eru einhversstaðar nálægt því að hafa getu sem réttlætir þetta kaupverð.

Það styttist annars óðum í fyrsta leik, hann er bara núna á laugardaginn gegn Preston. Ég hef ekki hugmynd hvort við fáum að sjá aðalliðið í þeim leik eða bara einhverja kjúklinga en fyrsti leikur er alltaf gott merki þess að biðinni fari bráðum að ljúka.

Þetta er annars opinn þráður

145 Comments

  1. Fannst reyndar áhugavert að lesa viðtalið við Glen O’Driscoll á heimasíðunni þar sem hann fer yfir æfingaplanið hjá liðinu og hvernig það allt er hugsað.

    Auðvitað er maður bara íslenskur áhugamaður en ég er alveg sannfærður um það að Rodgers og þjálfarateymið hans eru alveg hundfærir í þjálfarafræðunum og ná miklu út úr þeim leikmönnum sem þeir hafa yfir að ráða, þó þeir ráði ekki við það að vinna leiki gegn liðum með heimsklassaleikmönnum reglulega.

    Sá að Spearing virðist á leið til Blackburn fyrir 1,75 milljónir punda og í dag er Tom Ince að ræða við Cardiff, ef hann samþykkir samninginn þá erum við að fara að fá 2,8 milljónir punda þar og því ætti að hlaðast inn á kaup og sölu bankareikninginn á Anfield þetta sumarið.

    Þessar fréttir með Downing koma nú svosem ekki á óvart og alveg viðbúið að hann verði seldur til liðs sem einbeitir sér að vængspili á víðan máta, nokkuð sem við erum ekki að stunda. En ég treysti því, eins og áður, að við munum ekki láta frá okkur mann sem leikið hefur 65 af 76 mögulegum deildarleikjum síðustu tvö tímabil nema að við séum með fullorðinn og tilbúinn mann til að taka við af honum…sorry, veit ég er rispuð plata.

    En mikið hlakka ég til að horfa á liðið aftur á laugardaginn…

  2. Maggi, gætir þú set linkinn á þetta viðtal hérna á síðuna?

  3. Sælir
    Samkvæmt einhverju slúðri er menn að linka Suarez við Chelsea.
    Eru ekki bara hellings möguleikar í því?
    Fá væna summu og El Nino til baka, eða fá El Nino og fleirri menn t.d Lukaku og Obi Mikel.
    Losa okku allavegana við hann sem fyrst svo hægt sé að huga að öðrum kaupum, finnst ekki óskynsamlegt að reyna að selja hann til liðs þar sem við getum hámarkað hann með því að fá mann/menn á milli.
    Er ekkert endilega að tala bara um Chelsea, Madrid eiga líka menn sem ég vidi fá í skiptum og það eiga Bæjarar líka.
    Vonandi klárast þetta bara sem fyrst svo þetta verði ekki það sem hangir yfir okkur fram á síðasta dag.

  4. Kobbi: “Fá væna summu og El Nino til baka, eða fá El Nino og fleirri menn t.d Lukaku og Obi Mikel.”
    Afhverju að hætta þar væri ekki fínt að henda líka Hazard, Courtois og Luiz í dílinn líka svo vantar lfc LB kannski Ashley Cole komi með einnig…

  5. 6, Kobbi, ég allavega er á þeirri skoðun að ég vill ekki sjá torres aftur til LFC. Ég vildi það á sínum tíma, en núna er ekkert eftir af honum. Miklu frekar mundi ég vilja fá Lukaku. Mér sýnist hann vera að falla aftur í sama far hjá celski og á síðasta tímabili, eða það að celski kaupir dýra framherja og hann vermir bara bekk eða verður hjá varaliðinu. Það væri mjög klókt hjá okkur að næla í hann. Hef heyrt að celski ætli sér að næla í benteke.

  6. Nr 7
    Finnst þér virkilega óraunhæft að fá allavegana tvo af þeim sem ég talaði um fyrir verðmiðann á Suarez?
    Hvað segir kaldhæðnin þín að væri sanngjarnt að fá?
    Nr 8
    Er sammála þér að mörgu leiti en eftir álfukeppnina þá finnst manni eins og Torres eigi nú eitthvað eftir.
    Lukaku er maður sem maður væri til í, ungur og á bara eftir að bæta sig, samt spurning um hoert hann skili okkur eitthvað miklu meiru en Andy C hefði gert í framtíðinni.
    Brendan virðist ekkert endilega vilja hafa þessa stóru sterku “plan 2” leikmenn í liðinu.
    En burt séð frá því þá held ég að það skili okkur mest að fá einn eða fleiri menn upp í söluna á honum,og mætti það alveg gerast fljótlega svo menn séu klárir fyrir mót.

  7. Til. Kobbi#9

    Eftir Áflukeppnina finnst þér eins og Torres eigi nóg eftir, ég gat nú ekki annað en brosað út í annað.
    Kannski lastu það bara að hann hafi fengið gullskóinn en hann skoraði 4 mörk af þessum 5 á móti trukkabílstjóraliði Tahaiti.

    Torres hefur ekkert á Anfield að gera nema að vera í tapliði.

  8. Ég hringdi í Suarez í morgun og hann sagði mér að hann lofaði að hætta að haga sér eins og skíthæll og ætlar að vera áfram hjá okkur og skora 30+ mörk næsta season.

  9. hahaha góður þesi hjá þer!hann mún fara frá okkur núna því miður fyrir okkur……….

  10. Já, blaðra og blaðra. Meðal þess sem hann blaðrar er: “Friends call me up to ask if I am moving to Chelsea, to which I laugh. Don’t believe everything you read or hear”.

    (hef ekki séð solid transcript af þessu viðtali, þetta er frá Teamtalk)

  11. Ég er að reyna að venjast þeirri hugsun að Suarez fari.
    Kannski verður hann ennþá eigingjarnari og pirraðari gagnvart samherjum ef hann er ósáttur.
    Nógu skringilega lætur hann sáttur.
    Það gæti skemmt fyrir þeirri liðsheild sem við verðum að byggja á ef við ætlum að stíga eitthvað uppávið.
    40+ kúlur og nokkrir sterkir inn í staðinn sem geta verið með frá byrjun gæti kannski gefið okkur þetta góða start sem við þurfum í fyrstu 6 leikjunum. Ekki hjálpar Suarez þar.

    Kannski kallinn taki gleðipillur, skori 30 og 20 stoð og allir sáttir í CL C”,)

    En svona er sumarið, eilífar vangaveltur.
    YNWA

  12. Er enginn annar sem vill losna við Suarez? Vil ekki sjá þetta fífl í Liverpool eftir það sem hann gerði (bitið, engin stuðningur talið og að vilja fara án þess að ræða beint við LFC, haldandi aðdáendum í allir þessari óvissu). Selja hann til Frakklands eða City fyrir 60m væri flott, ef ekkert boð þá má hann rotna í varaliðinu mín vegna. Vil ekki sjá hann í Liverpool búningi aftur. Finnst hálf sorglegt að fólk vilji halda manni sem kemur jafn illa fram við klúbbinn. Ef ekki tekst að selja hann megiði undirbúa ykkur fyrir “ég vildi aldrei fara, ég elska liverpool” frá honum. Þá fyrst mun ég gubba og plís ekki trúa honum. Suarez burt sem fyrst takk fyrir.

  13. Get ómögulega skilið þá sem vilja LS í burtu – það er eins og þeir hafi hreinlega ekki fylgst með liðinu í c.a. 15 ár. Luis Suarez er ekki langbesti leikmaður Liverpool í dag – hann er lang- lang- langbesti leikmaður liðsins. Á frábærum aldri og algjör markamaskína – hefur sína galla en enginn af núverandi leikmönnum liðsins kemst nálægt því að vera í sama klassa. Verðmiðinn sem menn hafa verið að setja á hann (40 – 55 kúlur) dugir ekki til að bæta skarðið. A.m.k. treysti ég ekki útsendurum og stjórnendum liðsins til að ráðstafa söluhagnaði vel – track recordið hjá þeim er nálægt því að vera það versta í heimi.
    Það á ekki að selja besta leikmann liðsins, alveg sama hvað umboðsmaður hans, frændi hans, handónýti blaðamaðurinn á The Sun eða jafnvel leikmaðurinn sjálfur segir. Þú selur ekki gullgæsina, punktur. Þó þú þurfir að setja hann á bekkinn í 10 leiki – þá bara gerirðu það, á endanum mun leikmaðurinn fara að spila á fullum afköstum. Punkturinn er sá að Luis Suarez ræður því ekki hvort hann verður seldur, stjórn LFC ræður því – hún á einfaldlega að segja nei. Þá stuðningsmenn sem ætla að sætta sig við (eða jafnvel óska eftir því) að LS verði seldur bið ég endilega um að rifja upp alla frábæru framherjana sem LFC hefur haft síðustu árin. Titi Camara, Djibril Cisse, Peter Crouch, Nabil El Zhar (who the f…?), Emile Heskey, Robbie Keane, Anthony Le Tallec, Eric Meijer, Neil Mellor, Morientes og listinn er sko mikið lengri. Torres, Owen og Fowler eru einu framherjarnir (fyrir utan LS) sem hafa verið heimsklassa undanfarin 20 ár. VIð duttum í lukkupottinn þegar hann var keyptur frá Ajax. Lið sem getur ekki lokkað til sín einhvern Armena sem spilar úti í rassgati er líklega ekki að fara að freista stærri nafna – eigum við að veðja á lukkupottin aftur?

  14. Westham hefur áhuga á Downing. Hann spilaði nú helling fyrir Liverpool en sala hlýtur að vera samt fýsilegur kostur því að ef Liverpool ætlar í meistaradeildina þá er hann ekki maðurinn til að koma okkur þangað.

    Græt það ekki þótt hann verði áfram sem utility man og fær sína 10 leiki á sísoninu. En hvað halda menn að sé sanngjarnt verð fyrir piltinn? Ég myndi selja hann á 8 milljónir.

  15. Ef að Martinez hefði tekið við en ekki Rodgers eru ágætis líkur á að framherjinn okkar í dag héti Kone og Alcaraz sæi um vörnina.

  16. Gullgæsina ??? ertu ekki að meina KolaKrummann sem einn í heiminum hefur afrekað það að ná sér í 18 leikja bann (og ekki eitt einasta rautt spjald) og alveg pottþétt ekki hættur! Hann Lúlli okkar er nú ekki alveg bjartasta peran í Jólaþorpinu, og Brendan hlýtur að hafa mikla ónotatilfinningu að hafa svona priklausa rakéttu í hópnum sem getur frussast í allar áttir í einhverju prívat geðveikiskasti. Ef hann verður áfram þá ætla ég að spá því að hann nái sér í 17 leikja bann fyrir skalla línuvörð og buffa hann með flagginu… Nei ég segi svona 🙂

  17. Til þess að eg verði glaður með sumarið að þvi gefnu að Suarez se a forum þa vill eg fa Benteke, Eriksen og Alderweireld ( hvernig sem þa er skrifað ) ali cissokho og annaðhvort diame fra west ham eða wanyama fra celtic..

    Það ma þa losa suarez, spearing, faum 2, 8 mills utur ince dilnum og coatez..

    Með þvi að selja þessa leikmenn og kaupa þa seþ eg nefndi þa ætti sumareyðslan að vera svona 10-15 milljonir i minus gæti eg truað…

  18. Suarez gleymir að Liverpool fc borgar launin sín sem eru ekki í lægri kantinum. Hann ætti að sjá sóma sinn í því að vera kurteis í garð klúbbsins. Sá frétt þar sem hann segir að áhugi Arsenal sé góður. Góður í hvaða skilningi? Þetta hlítur að vera bull.

  19. Er fólk í alvöru að trúa því að hann sé að segja þetta allt sjálfur en ekki einhverjir blaðamenn sem að eru að reyna að selja blöð eða fá “hitta” á síðurnar…..

  20. Menn verða að læra að gleypa ekki allt “hrátt” frá misgóðum vefmiðlum. Suarez er í fríi með fjölskyldu sinni, og ég efast mjög um að hann sé í viðtölum um framtíð sína dag eftir dag. Hann vill njóta þess að vera í fríi frá fjölmiðla viðbjóðnum sem er í UK, og mörgum öðrum löndum. Umfjöllun um SURAEZ selur ! !

  21. Við skulum taka þessum nýjustu Suarez-fréttum með fyrirvara. Slíkar fréttir selja, og það er ekkert víst að hann hafi nokkuð verið í neinu einasta viðtali.

    Ef hins vegar rétt er, og að hann sé að gera hosur sínar grænar fyrir bæði Arsenal og Chelsea, þá er hann algjörlega búinn að brenna allar brýr að baki sér hjá Liverpool. Ef þetta er rétt, þá er hann ómerkingur og dusilmenni – þegar hann segist vilja fara frá Liverpool til að losna við fjölmiðlaumfjöllunina og FA.

    Ég ætla nú ekki að gefa honum, að svo komnu máli, að hann hafi raunverulega sagt þetta, þannig ég held að fæst orð hjá mér beri minnsta ábyrgð. Ég er búinn að ákveða að vera sáttur við það að hann fari til Real, Barca, Bayern, í leit að meistaradeildarbolta. Ég verð hins vegar hundfúll ef hann ætlar sér svo að vera áfram á Englandi en ekki hjá Liverpool. Þá fyrst læt ég í mér heyra hérna! 🙂

    Homer

  22. Ég verð nú að segja að mér er eiginlega farið að vera sama hvar þessi drengur endar, Spáni, Þýskalandi, Ítalíu, nú eða áfram á Englandi. Það er ljóst að hann mun ekki eiga sjö dagana sæla ef hann ákveður að vera áfram á Bretlandseyjum hjá félagi sem spilar í meistaradeildinni. Verði honum og mögulega verðandi klúbbi bara að góðu. Hann er snarvitlaus og mun varla breytast hjá öðru félagi á Englandi, ásamt því að enska mun median pönkast í honum 24/7. Verðmiðinn verður bara að vera í lagi, farðu svo í rassgat! og GAME ON LFC!

  23. Svo virðist sem einhver hafi sótt bæði notandanafn og gáfnafar til Disney persónu. Leikmaðurinn sem nefndur er KolaKrummi (mjög snappy btw) hefur skorað 38 mörk í 77 deildarleikjum (51/96 total). Hversu marga þannig leikmenn hefur LFC á sínum snærum sem geta leikið það eftir? Gæjinn er svo sannarlega gullgæs í þeim skilningi, það væri óðs manns æði að selja hann.

  24. Vitiði hvar litlir selir fara í meðferð?

    Nú auðvitað Kópavogi!

    LOLOLOL

    Sorry með mig.

  25. Veit eitthver hvar ég finn þetta viðtal við M.Owen? upphaflega þá.
    http://www.visir.is/rooney-tharf-ast-og-vaentumthykju/article/2013130709140

    Ef þetta mann grey hefur sagt þetta er hann algjörlega síðasta sort af manneskju.

    Owen spilaði með Rooney í bæði United og enska landsliðinu. „Ég held að þetta sé ekki síðasta tækifæri hans til að fá stór félagaskipti í gegn fyrir sig, enda er ekkert lið stærra en Manchester United,“ sagði Owen.

  26. Ég vil benda mönnum á þetta viðtal hér http://football-uruguay.blogspot.com.au/2013/07/interview-luis-suarez-on-sport890.html þarna er ensk þýðing á viðtali við Suarez sem tekið var við hann fyrir stuttu. Þar talar hann um að hann sé ánægður með áhuga Arsenal en það sé ekki vegna þess að hann vilji fara þangað heldur vegna þess að eins og hann segir þá eru menn að meta það sem hann hefur verið að gera á fótboltavellinum. Ekkert athugavert við það. Hins vegar virðist það vera nokkuð ljóst að hann vill komast frá Liverpool þó hann segi það nú ekki beint út. En það borgar sig nú samt ekki að vera að lesa það sem Sun og aðrir sorp miðlar eru að birta.

    Ég er sammála Lebbin #17 að mörgu leiti. Ég er ekki viss um að ég geti treyst þessum eigendum til að kaupa almenninlegan mann í staðinn fyrir Suarez. Sérstaklega miðað við þessi kaup sem þeir hafa gert í sumar en ætla ekki að taka enn eina umræðuna um það hér. Hef vælt nógu mikið yfir þessum kaupum.

  27. Eftir að hafa lesið þetta viðtal sem má m.a. sjá á þessum link hjá #32 þá er ég handviss um að hann sé að fara frá okkur.
    það skín í gegn að hann hefur engan áhuga á að halda áfram að spila fyrir LFC. Hann segist eiga að vera mættur til Liverpool 21 Júlí en tekur það svo skýrt fram oftar en einu sinni að eitt símtal geti breytt þeim áætlunum og að hann sé tilbúinn til þess að stytta fríið og skjótast út á flugvöll um leið og umboðsmaðurinn hringir í hann.

    ég vona innilega að hann verði áfram hjá LFC en eins og staðan er núna þá virðist þetta bara vera spurning um hvenær hann fer en ekki hvort.

  28. Það verða allir fegnir að losna við þennann bitvarg! Þó hann sé góður í fótbolta þá er hann ennþá betri í að vera kolruglaðaður drama drottning sem allir eru orðnir hundleiðir á að þurfa að verja endalaust!

  29. Nýjustu fréttir eru að við þurfum víst ekki að kvíða því að fá Benteke til liðsins.

    Hann vill ekki fara til Liverpool, heldur Tottenham. Ég er glaður með það, veit ekki með ykkur hin, þ.e. ef þetta er rétt.

    En það svíður ef þetta er rétt og enn einn leikmaðurinn vill ekki spila í alrauða búningnum.

  30. Kemur mér bara ekkert á óvart að menn vilji ekki koma til Liverpool með þennan stjóra og þessa eigendur er Liverpool ekki líklegt til afreka og það sjá það allir sem vilja.

  31. Ég myndi vilja sjá eigendur liðsins kaupa leikmann í sama gæðaflokki og Suarez hvort sem hann fer eða ekki, í stað þess að vera alltaf að leita af eftirmanni. Það sýnir metnað.

  32. Hvernig er annars stadan a glasinu hja folki? Er tad alveg halft?

  33. Nú er tilvalið að slá þrjár flugur í einu höggi þar sem þetta er opinn þráður, gúrkutíð og glasið ýmist hálf fullt eða hálf tómt, hér er uppskrift að gúrkudrykk:

    2 gúrkur, flysjaðar og fræhreinsaðar,
    1dl vatn,
    lúkufylli myntulauf,
    4 msk hunang,
    3 lime og
    750ml sódavatn

    Undirbúningur: 10 mínútur

    Flysjaðu og fræhreinsaðu gúrkuna og settu í matvinnsluvél eða mixer ásamt vatninu. Maukaðu vel.

    Settu nú í sigti og síaðu vökvann frá.

    Settu myntulaufin í skál og merðu þau vel. Bættu við gúrkusafanum, safa úr 2 lime og hunanginu, hrærðu vel eða þar til hunangið hefur blandast saman við.

    Settu nú 1 lime skorið í sneiðar og nokkrar gúrkusneiðar út í og sódavatnið.

    Fylltu glös með klaka og helltu drykknum í. – Svo geta menn ráðið hvort glasið er hálf fullt eða hálf tómt.

  34. Nú spyr ég nú bara eins og hlutlaus aðili. Afhverju ættu menn að vilja að fara til Liverpool? Liverpool hefur ekki unnið titilinn í 23 ár. Hefur ekki verið í CL í 3 ár og þetta er fjórða árið án CL. Það er ekki tilbúið að borga jafn mikið í laun og önnur lið virðist vera (sb Gylfi). Þannig að þá er spurningin hvað er eftir. Ef þú ert topp fótbolta maður þá hljóta þessi atriði að vega mest, þ.e.a.s. laun, CL fótbolti og möguleiki á því að vinna titla. Eins og staðan er núna þá sýnist mér Liverpool ekki geta boðið neitt af þessu. Þeim fækkar alltaf sem líta á Liverpool sem einhvern stór klúbb. Núna er margir leikmenn að koma upp sem hafa t.d aldrei séð Liverpool vinna ensku deildina. Þetta eru bara staðreindir og því miður þá virðist vera lítið sem bendi til þess að þetta sé að fara að breytast.

  35. 17

    Sammála hefði reyndar vilja sjá Anelka í hópi þeirra sem eru topp strikerar hjá þér en hann var bara leiguliði þannig að kannski má sleppa honum.

  36. Anelka skoraði nú ekki mikið fyrir Liverpool þann stutta tíma sem hann var hjá okkur.

  37. Er orðinn drepleiður á þessu silly season-i og hlakka mikið til að fara að horfa á leiki aftur. Held mig við þá skoðun fram yfir áramót að Brendan sé með þetta og sé að raða saman litlum demöntum sem koma til með að spila eins og krónudjásn þegar saman eru komnir, þ.e. vandlega valdir í ákveðnar stöður, engar stjörnur einn og sér en saman vonast ég til að þeir myndi sterka liðsheild sem getur rúllað upp hvaða stjörnum prýdda lið sem er í deildinni. Það er blauti draumurinn.

    En ef illa gengur og við verðum að rokka í 7-10 sæti eftir áramót þá verður ansi erfitt að sýna órökstuddan og skilyrðislausan stuðning.

    En þetta er alveg magnað áhugamál að halda með Liverpool. Þvílíkt og annað eins drama og tilfinningarússibani undanfarin ár. Þetta toppar alveg allt frá Dallas og til House of Cards í drama og óvæntum tvistum. Verst að fæst af þessu er vegna árangurs á fótboltavellinum síðan 2006 þegar Gerrard vann FA bikarinn upp á sitt einsdæmi.
    Það er sama hvar við berum niður í rekstri klúbbsins, Eigendamálin ein og sér eru tilefni til heillar kvikmyndar með réttardrama í lokin og happy ending.
    Við getum tekið fyrir þjálfaraskiptin í næstu kvikmynd, að fara úr heimsklassa þjálfara niður í arfaheimskan og vonlausan dúdda í Hodgson, sem svo er loksins vísað burtu til að leyta til gömlu hetjunar í Dalglish. Svo gekk ágætlega þannig að hann fékk nýjan samning bara til að vinna bikar og vera svo rekin í lokin og núna erum við með einn sem lofar góðu en er alls ekki búinn að sanna sig og er að fara inn í tímabil sem gæti verið make or brake, þó svo að þriðja tímabilið sé líklega í kortunum. Ætli við fáum ekki Mancini eða einhvern “proven” stjóra á highlevel næst með tilheyrandi uppbyggingu upp á nýtt.

    Svo er enn eitt tilefnið til a.m.k. leikrits varðandi leikmannakaup og sölur. Getum byrjað með sölunni á Torres og allur sá hamagangur þar sem unnið var hraðar en skynsemin náði að ráða við og veðjað stórt á Carrol. Gaman ef þetta hefði gengið upp varðandi hann en hinn dúddinn sem var keyptur frá Ajax og féll soldið í skuggan af Carroll kaupunum til að byrja með hoppaði rækilega í sviðsljósið og tók mögulega pressuna af Carrol til að byrja með a.m.k. Man að menn voru soldið efinst um hann Sússa okkar þar sem hann var þá í banni fyrir bit…sem við allir sem einn hugsuðum með okkur að það væri svo absúrd að það væri ekki séns í helvíti annað en maðurinn hefði í versta falli lært það að svona má ekki gera…. 🙂 ….how wrong can you bee…úff. Áður stóðum við allir sem einn ásamt öllu liðinu(sem æfðu allir í súarez búningum fyrir leik) stutt hann 100% þegar hann kallaði svartan mann n***er svona 30 sinnum af því að hann hélt að þetta væri góðlátlegt gæluorð og áttaði sig bara ekki á því að hann væri í öðru landi þar sem svona má ekki segja(hefur maðurinn aldrei horft á þætti eða kvikmyndir frá síðustu 30 árum, lesið blöð eða áttað sig pínu á hvað þetta orð er rosalega eldfimt!!!)
    En hann er bara svo rosalega góður að við snúum alltaf að honum blinda auganum og látum þetta yfir okkur ganga. Minnir mann á ástfangna konu sem er lamin af kærastanum en fyrirgefur honum alltaf aftur af því að hann kaupir eitthvað glingur eða leggast á hnén og biðst fyrirgefninar með tárin í augunum.
    Svo þegar allt leikur í lyndi og við(kærastan) og Súarez erum í blússandi rómans þá BAMM…..hann kílir út af engri ástæðu…eða þ.e. bítur aftur. Magnað. Minnir líka á annað setup, hund sem bítur krakka og eigandinn nær að sannfæra alla um að þetta hafi verið one-off, algjört slys. Svo þegar allir eru rólegir þá étur hundurinn andlitið af einhverju barni. Og allir hugsa, af hverju í helvítinu lét hann ekki lóga kvikindinu eftir fyrsta skipti. Þetta er líklega mjög ljót samlíking þó og biðst ég fyrirfram afsökunar, datt þetta bara svona í hug af því að við erum að tala um bit í báðum tilfellum eins fáránlega og það hljómar. Enginn hefði getað skáldað svona senu fyrirfram og því ætti svona bara heima í kvikmyndum hélt maður. Svo enn og aftur stendur lamda kærastan með sínum manni eftir sjúkrahússvistina þegar búið var að tjasla henni saman(batterd wife syndrome) en svo á endanum fer bara kærastinn opinberlega að daðra við aðrar konur. Þ.e. Súarez, maðurinn sem við erum alltaf tilbúnir að verja og fyrirgefa alveg ótrúlegustu hluti, af því að hann gerir ótrúlega hluti á fótboltavellinum og spilar í okkar lið og hefur sagst elska Liverpool, stórasta félag í heiminum(alveg eins og Torris áður, anyone?). Spáið í því, maðurinn er að segja það í viðtölum að hann vilji fara frá Liverpool(phonecall away) og blautasti draumurinn sé Rihanna, nei Real Madrid meina ég 😉

    Já, það væri auðveldlega hægt að framleiða Being Liverpool áfram, bara með aðeins öðruvísi vinkli. Þyrftum enga handritshöfunda, bara falda myndavél og blaða og sjónvarpsviðtöl við leikmenn. Bætum svo við dassi af leikvallarmálum með uppkaupum á húsnæðum og blautum framtíðardraumum um stjarnfræðilegan nýjan risavöll og skóflustungum sem alltaf rúlla til baka aftur inn í bílskúr þar til næst.

    Ég spyr því, hvaða áhugamál getur mögulega toppað allt þetta drama?
    Já við erum heppnir Liverpoolmenn og konur, okkar líf er ekki leiðinlegt og tilbreytingarlaust eins og t.d. Manjú dúddana sem eru bara að vinna einhverja bikara eins og í áskrift. Hvað er það miðað við okkar stöðu, sem fáum að upplifa fáránlegasta viðsnúning í besta úrslitaleik sögunnar, korteri frá gjaldþroti kemur riddarinn á þeim hvíta og bjargar og lofar dýrð og ljóma, fótboltaledgend sem fara úr hæsta stalli niður á þann lægsta hægt og rólega(Owen) eða hratt og örugglega(Torres) og svo bætum við við besta leikmanni ever sem reynist vera mannaæta og heiladauður í kynþáttamálum.

    Nei ég vil sko ekki skipta við Manutd stuðningsmenn, hér er sko gaman að vera og endalaust stuð 🙂

    Islogi

  38. 40# þótt Liverpool hafi ekki unnið enskudeildina í 23 ár þá þýðir það ekki að þeir hafi verið titlalausir í 23 ár. Liverpool hefur unnið alla aðra bikara sem hægt er að vinna á þessum 23 árum, evrópudeildar,meistaradeildar, deildar- og FAbikarinn, Liverpool er einfaldlega lið sem mun og á alltaf að vera í toppbaráttu í öllum keppnum.

    Leikmenn sem hafa metnað í fara í fótboltalið og gera það að betra liði sem getur barist um titla eru menn sem ég vill fá í Liverpool, ekki menn sem fara í klúbba til að fá ofur laun eða eiga inni bókaðan árangur vegna peninga eiganda.

  39. Að vera stuðningsmaður LFC er soldið eins og að lesa kommentið frá honum Isloga. Eina stundina er maður 100% sammála og er ánægður með það sem er í gangi, sn skyndilega þá næstu veit maður ekkert hvert maður er kominn og skillur ekkert, svona gengur þetta í nokkra hringi. En þegar allt kemur til alls er þetta alveg þess virði 🙂

    Skemmtilegur póstur hjá þér Islogi 🙂

  40. Liverpool fc ættu að prufa að reyna að næla í Abby Wambach. Hún vann FIFA Ballon d’Or í fyrra. Skil ekki afhverju hún er ekki að spila fyrir neitt af toppliðunum í Evrópu.
    En hún vill örugglega ekki koma þar sem liðið er ekki í meistaradeildinni. Það eru örugglega margar stelpurnar þarna úti sem eru leiknari í knattspyrnu heldur en Downing t.d., Kannski ættum við að fara sömu leið og Chelsea og ráða gellu eins og Evu Carneiro í staffið okkar. Það gæti laðað að fleiri betri leikmenn til liðsins kannski.

    Það virðast ekki vera margir heimsklassa leikmenn þarna úti sem halda með Liverpool FC. Því þeim væri skítsama hvort þeir fengju 20 þús pund eða 80 þús pund í vikulaun og hvort að liðið væri í meistaradeild eða ekki. Ég mundi að selja sálu mína djöflinum bara fyrir það eitt að getað skorað mörk fyrir framan the Kop hvað þá á móti man utd!
    Liverpool ættu kannski að fá Leigh Steinberg til að laða leikmenn til félagsins. Hann er örugglega skárri í því heldur en Ian Ayre.

  41. Melbiker #45 Liverpool hefur ekki verið í toppbaráttu á neinum staða undan farin 4 ár. fyrir utan einn Leage Cup sigur. Jú náðu í úrslitin í FA cup fyrir tveimur árum síðan en að öðru leiti hefur þessi toppbarátta nú verið frekar fábrotin. Ég er sammála að Liverpool eigi að vera þar en þeir hafa ekki verið þar og það er ekkert sem bendir til þess. Þú vilt kannski frekar fá leikmenn sem vilja bara leika upp á stoltið því miður þá virðist það bara vera á undanhaldi í boltanum þó vissulega séu dæmi um þannig klúbba eins og Dortmund en ég man ekki eftir neinum öðrum klúbbi í þessum stærstu deildum sem hefur náð að vinna deildinar án þess að kosta til mikið af peningum í leikmannakaup.

  42. Fyrst Arsenal ætlar að halda áfram þessum brandara ættum við að bjóða þeim Suarez í skiptum fyrir Wilshire og Walcott.

    Arsenal og Tottenham eru síðustu liðin sem við ættum að selja leikmenn til.

    Annars er maður orðinn djöfulli svartsýnn á þetta allt saman. Þetta er klárlega síðasti séns FSG til að sanna sig sem eigendur áður en stuðningsmenn fara að dusta rykið af Yanks out! skiltunum. Sýnist lítið vera í gangi og klúbburinn stefnir hreinlega í það að vera einhverskonar stökkpallur fyrir unga leikmenn. Er virkilega engin millivegur á sykurpöbbum og einhverjum könum sem gera ekki neitt fyrir klúbbinn?

  43. ef hann Suarez minn verður seldur litist mér vel á Benteke. Hann er 22 ára og topp leikmaður. Nú ef hann vill ekki fara í okkar lið eins og Maggi minn segjir þá helg ég að það geti breist á núlleinni ef að BR talar hann til. En samt vil ég ekki fá minna en 50 miljpunda fyrir okkar mann. Fótbolti er eins og pólitík, maður segir eitt dag og annað á morgun. Svo hef ég heitið því krossleggja fingur og gagrína ekki neitt fyrr en glugginn lokar.

  44. Höfum það nú alveg í huga ennþá að Suarez hefur ekkert verið seldur og FSG gert lítið af sér í hans málum. Neitað tilboði og sagt að hann sé ekki til sölu. Þeir ættu alveg að fá að njóta vafans og ná vonandi að hámarka það virði sem við fáum fyrir hann.

    Ef sögusagnir eru réttar vorum við á eftir ansi góðum leikmanni í síðustu viku og það er ekki alveg ástæða til að fara á taugum þó það hafi ekki heppnast. Maður tekur því sem viðvörunarmerki en FSG fær séns a.m.k. til 1.sept til að koma vel frá þessum leikmannaglugga. Liðið sýndi það líka í lok síðasta tímabils að það er ekkert allt í hers höndum neitt. Við megum ekki missa marga lykilmenn en það er ekkert eins og við höfum verið að gera það í sumar. Carragher er eitthvað sem var löngu vitað og ekki í höndum FSG og Suarez er eitthvað sem ég kenni honum meira um heldur en FSG enn sem komið er.

  45. Það eina sem fer i taugarnar a mer i suarez malinu eru stjornarmenn Liverpool, eg bara trui þvi ekki að það eigi að hlusta a tilboð uppa 35-40 eða 45 milljonir.

    Eg mundi anda lettar ef einhver fra liverpool mundi stiga fram og segja annaðhvort aæ suarez fer ekki fet staðfest eða þa að hamn megi fara fyrir akvepna upphæð sem væri td 50-55 milljonir, það yrði ekki hlustað a neitt tilboð undir þeirri upphæð sem okkar menn verðleggja hann a og einnig væri skylirði um það að ef þetta verð sem okkar menn fara fram a verður ekki boðið og salan fragengin fyrir 1 agust þa fari drengurinn ekki fet.

    Það eru ekki margir frabærir senterar i boði sem ahuga hafa a liverpool og þvi kitlar það þig sma ef við erum að missa kallinn að bjoða chelsea hann fyrir 30 milljonir plus Torres til okkar. Eg meina suarez getur alveg eins tekið ut sina 10-15 leiki i banni a stamford bridges a hverju seasoni eins og hja okkur..

    Eg allavega heimta einhverja yfirlysingu fra okkar monnum um suarez helst i gær 🙂

  46. Suarez skuldar Liverpool minnst eitt tímabil í viðbót. Það er ekki Liverpool sem er búið að búa til fyrirsagnir um hann í breskum blöðum, það er hann sjálfur. Ef að fjölskyldu hans líður illa í Englandi, þá geta þau bara flutt til Uruguay og gert eins og fjölskylda Tevez gerði í eitt ár. Þetta verða þá bara nokkrir frystitogaratúrar hjá honum í vetur.

  47. Viðar, af hverju fer eitthvað í taugarnar á þér sem þú trúir jafnframt ekki?

    Ef það á að selja Suarez, einhverra hluta vegna, að þá er það hagur Liverpool FC að fá sem mest fyrir hann og ég trúi ekki öðru en að það verði þannig.

  48. Eins og Suarez talar þessa daganna í fjölmiðlum þá má hann bara koma sér burt hið fyrsta.

  49. Allt á fullu.
    Deulofeu kominn til Everton og Suso á lán.

    Er ekki eitthvað rangt við þetta?

    YNWA

  50. manni sýnist í sjálfu sér að planið hans suarez hafi alltaf verið að koma sér til real en núna þegar þeir hafa ekki áhuga á honum þá er hann farinn að snúast í hringi eins og hauslaus hæna……. talandi um að það séu 2-3 félög sem hafa áhuga á honum og þar frameftir götunum…. þessi gaur er fullur af skít!!!!

    ég er orðinn geðveikt þreyttur á þessum endalausu yfirlýsingum hjá honum og ef hann getur ekki sýnt tryggð við félagið þá á hann að drullast til að skila inn beiðni um sölu eða halda kjafti……

    góður í fótbolta en mesti fáviti sem til er í bransanum nema kannski ef ibrahimovic er tekinn með

  51. Ef að Real biður 46, 5 milljonir EVRA i suarez sem er eitthvað færri milljonir i pundum, kannski um 40 milljonir punda þa vona eg að okkar menn gefi ser ekki einu sinni tima til að svara tilboðinu nema þa að tilboðið innihaldi 46, 5 milljonir evra plus coentrao eða di maria..

  52. Núna er kominn einn klukkutími og tuttugu mínútur c.a og tengilinn í the s** stendur ennþá. Ef síðuhaldarar hafa ekki séð þetta er þá enginn hér sem getur slökkt á Internetinu eins og það leggur sig??

    (Innskot Babu – veit ekki með hina en ég var að slá í gegn í golfi, lagaði þetta aðeins til).

  53. Ég meina er 40 plús litið fyrir Suarez?? sem var keyptur á € 26.5M ! hann sjálfur vill fara!..Meina LFC gæti ekki mikið gert ju að neita tilboðu en leikmaðurinn vill ekki vera hjá félaginu! Og ekki er hægt að neiða leikmann að vera þar sem hann vill ekki vera eða hvað..?? og ma ekki gleyma þvi að LFC getur ekki sagt bar beint að við náum 4 sætinu og komumst í mestaradeildina og hvað þá unnð deildina á næstu árum..Og svo fannt mer þegar eg horði a íþrotta frettirnar a stöð 2 þá kom þannig út að nýjasti markmaður LFC ætlar se ekki að sitja á bekknum..! Er verið að “auka” samkeppnina eða er Reina að fara.?

  54. Baldur 65

    Eg personulega asamt morgum oðrum trui þvi ekki að bæði Reina og Mignole verði baðir næsta timabil. Mer finnst mjog undarlegt að kaupa markmann a 1900 milljonir til að auka samkeppni um þa stöðu þegar okkar mann virðast nu ekkert hafa ut heilu gullkistunum að ràða til að versla leikmenn.

    40-45 milljonir fyrir suarez er alltof litið ja að minu mati. Torres vildi lika fara og fyrir hann fengust 50 milljonir punda. Suarez er toluvert betri leikmaður en torres þegar hann for og eg vill fa allavega það sama fyrir suarez eða jafnvel 55 milljonir. Eg er komin með ogeð a þvi hvernig okkar menn virðast ansi oft láta taka sig i nefið i viðskiptum.

    Öll spil eru a okkar hendi i þessu suarez mali og ju það er vist hægt að neyða hann til að vera afram og eg vill sja okkar menn beita þvi trompi ef þeir fa ekki alvoru pening fyrir drenginn.

  55. Hvað Reina og Mignolet varðar. Þá finnst mér fáránlegt að það þurfi markvörð uppá tæpar 10 milljónir punda til að veita Reina samkeppni. Hélt að það eitt og sér að spila fyrir Liverpool og fá um 100 þúsund pund fyrir myndi eitt og sér duga til þess að standa sig. Hvað er eiginlega málið?

    Lið einsog City, Chelsea og Utd eru með frábæra leikmenn í rammanum. Mennirnir sem veita þeim samkeppni eru hinsvegar ekki upp á marga fiska. Þetta eru þó lið sem gætu leyft sér að hafa dýrari markverði á bekknum en við.

  56. P.S.
    Ég er orðinn ansi þreyttur á þessu fíaskói í kringum Suarez. Þessi mál verða að fara að skýrast enda erum við ekki að nenna einhverju “late drama” í ágúst.
    Fari það svo að við seljum hann. Þá verðum við að krækja í a.m.k. tvo sóknarþyngjandi leikmenn ásamt miðverði. Þeir leikmenn verða þá auðvitað að vera í háum klassa.

  57. Eru menn ekki aðeins byrjaðir að missa sig í móðursýkinni?
    Staðan núna:
    Carragher, Shelvey og Carroll út
    Toure, Aspas, Alberto og Mignolet inn

    þetta er klár bæting á liðinu í fyrra að mínu mati

    Við missum af leikmanni til Dortmund og allir panicka…..ef horft er raunsætt á málið þá kemur það ekki á óvart.

    Suarez- vill fara….kemur alls ekki á óvart. Liverpool búið að neita öllum fréttum að hann sé að fara….kemur alls ekki á óvart. Fer hann, fer hann ekki?….who cares? það kemur maður í manns stað.

    Liverpool er búið að vera í 7unda sæti 4 ár í röð eða eitthvað og þar af er Suarez búið að spila 2,5 ár hjá félaginu.

    Það eru engin endalok hjá félaginu og ég hef fulla trú á liðinu fyrir næsta tímabil sama hver verður í liðinu.

  58. Mér finnst bílasalinn knái vera að segja réttu hlutina í þeim viðtölum sem hann hefur farið í.

    Hef haft mikla trú á þessum leikmanni, fannst hann alltaf með svo fínan hraða og hættulegur í föstum leikatriðum, fínn tæklari ásamt því að vera góður í fótinn.
    Spurning hvað stendur mikið af þessu eftir núna þegar hann 32. Held samt að hann verði í byrjunarliðinu miðað við núverandi miðverði.

    YNWA

  59. Nokkuð sammála þessu, Time to stop listening to Suarez.

    http://espnfc.com/blog/_/name/liverpool/id/1184?cc=5739

    Suarez mun fara frá Liverpool. Hvort sem það verður í sumar eða síðar skiptir nákvæmlega engu máli. Mér er sjálfum skítsama hvort hann fer eða ekki, persónulega finnst mér hann eyðileggja flæðið í sóknum Liverpool, og gera liðið fyrirsjáanlegt. Klobbi er bara sniðugur í hófi…

    Ég hef ákveðið að þola ekki Suarez, en halda áfram með Liverpool. Svo er Coutinho miklu betri!

  60. Mér finnst þessi umræða hérna um Suarez vera orðin nokkuð furðuleg á köflum. Svo virðist vera sem meirihluti Liverpool stuðningsmanna vilji losna við Luis Suarez þrátt fyrir að hann sé besti leikmaður liðsins. Menn virðast oft einbeita sér að banninu sem hann fær en ekki því sem hann gerði til að fá þetta bann. Menn eru brjálaðir yfir því að hann hafi “nælt” sér í 18 leikjabann en hugsa oft ekki útí það að ef hann hefði verið að spila í einhverri annari deild þá hefði hann aldrei fengið svona langt bann. Það að einhver ásaki þig um kynþáttaníð gerir þig ekki að kynþáttaníðing neinstaðar í heiminum nema í Ensku Úrvalsdeildinni, því finnst mér að menn geti ekki verið reiðir við Suarez fyrir að hafa fengið bann útaf einhverju svona (helvítis) rugli.

    Í Ensku Úrvalsdeildinni eru menn einnig bara stundum dæmdir í bann fyrir að bíta annan mann en það virðist fara eftir þjóðerni og fyrra orðspori. Það var auðvitað ömurlegt af Suarez að bíta annan leikmann og hann á greinilega við einhver stór vandamál að stríða en 10 leikja bann finnst mér aðeins of mikið miðað við önnur fordæmi. Því finnst mér að menn ættu ekki að taka hann af lífi fyrir þetta bit heldur halda áfram að styðja hann sem fótboltamann. Til dæmis verður maður lítið var við að Defoe sé tekin af lífi fyrir það að vera “bitvargur” eingöngu af því að hann fékk ekki bann fyrir að gera það sama og Suarez. Luis Suarez er bara venjuleg manneskja sem á sín vandamál eins og aðrir og ég verð bara að segja það að mér finnst hans mistök vera smávænleg við hliðina á þeirri framkomu sem hann hefur mátt þola frá The FA og svo breskum fjölmiðlum í kjölfarið. Þá er ég að tala um ósamræmi í dómum frá the FA og svo vitum við nú öll að fjölmiðlar geta oft verið hreinn viðbjóður og maður á aldrei að taka mark á þeim.

    Að þessu gefnu vil ég benda mönnum á að fara varlega í að kalla manninn ljótum nöfnum og tala almennt ílla um hann, því það er alltaf hálf kjánalegt þegar menn drulla yfir einhvern leikmann og pissa síðan á sig úr gleði þegar sá leikmaður skorar sigurmörk. Ég vona allavega að Suarez verði áfram hjá liverpool um ókomin ár og haldi áfram að raða inn mörkum. Elskum Liverpool og elskum Suarez! Friður!

  61. Ég er sammála Helginn í færslu 70.

    Ég hafði aldrei séð þennan Mikka gaur áður en hann var bendlaður við okkur svo hans missir hefur ekki farið mikið fyrir brjóstið á mér. Ég tel okkur enn geta gert frábær kaup.

    Varðandi Suarez kaupinn þá tel ég að hann fari. Ég er líka voðlega lítið sorgmæddur að missa hann þrátt fyrir að hafa verið okkar besti leikmaður síðustu ár. Ef við fáum 40m+ fyrir hann getum við virkilega farið að einbeita okkur á því að kaupa 3-4 mjög svo góða leikmenn. Einnig má búast við að Skrtel og Reina fari og við það ættum við að geta átt 50-60 milljónir til að kaupa leikmenn plús þar sem FSG gefur okkur. Með þá summu gætum við keypt mjög góðan miðvörð, góðan AM, einn vængmann og svo góðan framherja. Svo væri hægt að kaupa aðra leikmenn sem gætu bætt breiddina.

    Verði Suarrez áfram er það einnig frábært en verði það raunin vil ég endilega að við kaupum klassa miðvörð, mögulega vinstri bakvörð og helst einn vængmann. Þetta gæti kostað okkur á bilinu 20-30 milljónir en mér finnst við geta krafst þess að FSG sé tilbúið að setja það í liðið þetta tímabil (nettó).

  62. Annars er ég nú spenntur fyrir C.Eriksen. Spurning hvort hann skori nóg fyrir Liverpool til að hafa áhuga. Sýnist þeir vera meira að pæla í markaskorara heldur en miðjumanni.

  63. “Like most reading this I crave the success you do, we all do, we all want to see our club challenging back at the top but being a fan isn’t a thing we do for a season or two it’s a lifetime pact you make with the club.”
    Góðir hlutir gerast hægt. 🙂

  64. Tvö naut stóðu upp á hæð og horfðu niður á kúahjörð.
    “Pabbi, eigum við ekki að hlaupa niðreftir og r**a einni kúnni?”
    “Nei sonur sæll. Við löbbum þangað í rólegheitunum og tökum þær allar.”

  65. var Suarez ekki gefnar 3 vikur fyrir stuttu til að ákveða sig endanlega eða var það bara eitthvað slúður?

  66. Ngoo var rétt búinn að skrifa undir lánssamning við Yeovil þegar hann var búinn að skora þrennu (á 45 mínútum).

  67. Nu a liverpool að hafa ahuga a framherjanum Burak Yilmaz sem leikur með Galatasary i Tyrklandi, sa skoraði 32 mork i 39 leikjum a síðasta timabili og þar af 8 i meistaradeildinni. Þessi leikmaður er 188 cm a hæð og 77 kiló. Var að skoða hann a youtube aðeins og virðist hann fljotur og goður klarari en annars veit eg ekkert um hann. Virðist allavega alls ekki vera neinn suarez við þessa youtube sýn en það er oft ekkert að marka hana. Virðist allavega getað skorað mörk.

    Hvað þessi leiknaður kostar hef eg ekki grænan grun um en það hlytur að vera dagoð upphæð hvort sem hun er 10-15 eða 20 milljonir.

    Er einhver herna sem þekkir þennan kauða eitthvað ?

  68. Var að fletta Burak Yilmaz upp a twitter nuna, þar er slattibaf sluðri um að við hofum áhuga a honum..

    Einnig a totenham að hafa synt honum ahugafyrr i sumar og voru taldir ætla að bjoða 17 kulur i hann.

    Jose Mourinho a lika að haga tjað sig um hamn hvenær sem það var og a að hafa sagt þennan leikmann geta spilað fyrir hvaða loð sem er vegna þess að hann væri einfaldlega world class..

    Þessi gaur er orðaður við okkur til þess að taka stoðu Suarez…

    Er þetta spennandi kostur ?

  69. Tottenham have made Clint Dempsey available for transfer(skv. The Times). –
    Eru menn ekki spenntir?

  70. Slúður i gangi að okkar menn ætli að snua ser að 20 ara gömlum Brassa sem heitir Bernard, hann gæti fengist fyrir 15 milljonir punda. Sa er Coutinho typa, 162 a hæð og heil 57 kiló, virkar mjog spennandi leikmaður, hraður, tekniskur, skorar mork og leggur þau einnig upp i massavís. Hann spilar með atletico mineiro i brasiliu…

    Verður að teljast jakvætt að það er allavega komið sluður i gang aftur og þvi ættu menn að geta hætt að setja her inn uppskriftir af gúrkusupum og eitthvað alika gafulegt 🙂

  71. Þetta er á góðri leið með að vera lengsta sumar lífsins. Bæði er veðrið ekkert spes og leikmannamál Liverpool, fer eftir hvernig menn líta á það, virðast vera frekar dramatísk enn eitt árið. Það snýst þó aðallega í kringum okkar besta mann Suarez. Ég vil ekki fyrir mitt litla líf að hann fari enda einn af 5 bestu leikmönnum heims þegar hausinn er í lagi. Það verður auðvitað klár veiking á liðinu frá því sem það var, eða er, hann er ekki enn farinn. Hvort að það sé betra að selja hann og fá inn leikmenn í staðinn eða halda honum og mögulega verður fýla sem smitar út frá sér geri ég mér ekki fyllilega grein fyrir. En það er þó ljóst í mínum huga að ef hann fer þá er ekki að fara að koma inn maður í sama klassa hvað knattspyrnuhæfileika varðar. Eini kosturinn sem ég sé við það að Suarez fari er að þá eru allar líkur á að við losnum við allt fár utan vallar sem innan. Hættan á mannáti eða rasískum ummælum verða þó vonandi minni.

    Ég kýs allavega að líta á það þannig að enginn er stærri en klúbburinn og ég treysti þeim sem stjórna að taka rétta ákvörðun fyrir klúbbinn. Það mun kannski kosta okkur eitthvað að hann fari en gleymum því ekki að það að koma Liverpool aftur í fremstu röð er langtímaverkefni og gerist því miður ekki á einni nóttu. Engir Araba peningar eða rússagull í liði með okkur því miður. Það er bara bandarískur pylsustandur sem tikkar inn með smáaurum.

    Nýju leikmennirnir eru kannski ekki að gera mig neitt yfirspenntan en ég er þó á því að úr sem komið er þá sé hópurinn sterkari. (Suarez er ennþá í Liverpool). Ef að tekst að fá fleiri leikmenn inn í sumar sem styrkja byrjunarliðið verður það frábært og komandi vikur því ansi spennandi.

    Við skulum bara njóta dagsins enda á ég afmæli og bíða og sjá hvað verður. Hvað sem gerist þá styðjum við okkar menn.

  72. vidar skjóldal 85

    finnst þér líklegt að maður eins og bernard ætti séns í varnarmennina í ensku úrvalsdeildinni.
    hann þyrfti að bæta við sig a.m.k 10 kg..

    þótt hann sé einhver stjarna í heimalandinu verðum við að vera raunsægir.

  73. Jón númer 88

    Já mér finnst reyndar mjög líklegt að Bernard ætti sens i varnarmennina i ensku úrvalsdeildinni enda eldfljótur og teknískur.. Það hefur hingað til ekki verið neitt sama sem merki um það hvað menn eru þungir og hvort þeir ráði við ensku urvalsdeildina.

    Það eru ótaldæmi um leikmenn sem standa sig frábærlega á Englandi en eru samt litlir og nettir, auðvelt að nefna Coutinho, Lennonn og walcott bara til að nefna einhverja.

    Er ekki að segja það að þessi gaur mætti alvg bæta a sig 5-10 kílóum og það ætti svo sem að vera hægt að græja það a skömmum tima með þjalfurum felagsins en já eg se hæð ogþyngd hans ekki sem neitt vandamál.

  74. Varðandi stærð og þyngd leikmanna þá gat ég nú ekki betur séð en að Neymar nokkur hafi nasað alla bestu varnarmenn heims í álfukeppninni, og ekki er hann nú mikið meira en 60 kg. með skólatösku…

  75. Varðandi leikmenn sem vilja fara en fá það ekki, má nefna Tevez sem gott dæmi. Á þar síðustu leiktíð vældi hann og vildi fara, en hann fékk það ekki. Hann kom svo bara fúll inn í liðið aftur og átti þátt í því að tryggja City titilinn.

    Ég er þreyttur á því að leikmenn geti krafist þess að vera seldir og klúbburinn gefi eftir. Við erum einfaldlega í þeirri stöðu núna að í kringum okkur á Englandi eru fjársterk lið sem eru að spila í CL og þau geta boðið í okkar bestu menn til þess eins að vagga bátnum.

    Suarez skrifaði undir nýjan samning á síðasta tímabili og stjórnin á bara að drullast til þess að segja honum og vonbiðlum hans að hann muni standa við hann.

  76. Ég tek undir það sem hann Villi 91 segir hér að ofan. Suarez er okkar leikmaður og af hverju að selja hann núna þegar hann er nýlega búinn að skrifa undir samning. Við getum alveg haldið honum í eitt til tvö tímabil í viðbót og finnst mér líklegt að við fáum meiri aur fyrir hann þá heldur en núna. Það er tvennt sem ég sé því til rökstuðnings, í fyrsta lagi maðurinn getur ekki haft verra orðspor á sér heldur en núna, ef hann heldur áfram að haga sér eins og fífl verðum við í sömu stöðu með hann að ári en hann gæti hækkað í verði ef hann færi að haga sér eins og maður. Í öðru lagi þá er mikið af stórum þjálfara-skiptum og leikmönnnum að fara á milli liða þetta sumarið (Bale, Neymar, Cavani svo einhverjir séu nefndir) gætum þar af leiðandi fengið hærra verð næsta sumar ef hann yrði þá feitasti bitinn á markaðnum.

    Maður vill núna að Liverpool sýna bara smá hreðjar og í leiðinni sendi þau skilaboð að við séum enn stórveldi. Tevez, Ronney og fleiri vitleysingar hafa fengið þau skilaboð í gegnum tíðina að þeir fái einfaldlega ekki að fara, punktur. Hvort Suarez smiti út frá sér óánægju og annað slíkt er ég ekkert hræddur um. Þetta eru atvinnumenn í íþróttinni og hann vill fara til að allt að tvöfalda launin sín sem líklega allir myndu gera án þess að hika en málið er einfaldlega að hann ræður þessu ekki, við þurfum á honum að halda eins og staðan er núna og það að kaupa hann á rumlega 25 mil og selja á 35 er ekki nægur hagnaður fyrir okkur. Maðurinn er einn sá besti í heimi, það er staðreynd og maður er orðinn drullu þreyttur á því að menn í sama gæðaflokki (aftur þeir Bale, Cavani, Neymar) eru verðlagðir á 60 + en að okkar maður eigi að fara á 35-40.

    Stöndum í helvítis lappirnar og gerum það sem er klúbbnum fyrir bestu og höldum leikmanninum og gefum út yfirlýsingu þess efnis, eini möguleikinn á að hann fari sé að stjarnfræðilegt tilboð berist.
    Menn tala endalaust um að við séum einn af stóru klúbbunum og þá ættu menn að fara haga sér sem slíkur sýna smá hreðjar og hroka og hætta að gefa eftir í þessu máli sem öðrum.

  77. Ekki láta þetta Suarez mál tröllríða öllu í sumar. Hann fer, það er bara svoleiðis og það þarf alls ekki að vera svo slæmur kostur svo lengi sem hann fer frá Englandi.

    Það var engin Suarez í liði Arsenal á síðasta tímabili. Í raun hafði Arsenal selt besta markaskorara deildarinnar fyrir tímabilið í fyrra, og þar áður búnir að selja hverja stórsjörnuna á fætur annarar. Enduðu þeir ekki örugglega í þriðja sæti í deildinni síðast.

    Þetta er hópíþrótt, gleymum því ekki.

  78. Þetta er bara pattstaða hjá Liverpool og Suarez, Brendan segir að hann sé alls ekki til sölu bara til þess að pína manninn í að senda inn transfer request.

    Liverpool vill ekki taka tilboði í Suarez án þess að hann biðji um sölu vegna þess að þá þarf klúbburinn að borga honum 4-5 milljónir punda í “tryggðarbónus” (man ekki heitið á þessu) og Suarez vill ekki biðja um sölu sjálfur því að þá verður hann af þessum pening ef þeir selja hann.
    45 milljóna tilboði tekið í hann og það án þess að Suarez biðji um sölu þýðir að við fáum bara 40 fyrir hann…..

  79. veit einhver eitthvað um hvort hægt er að sjá einhverja af þessum leikjum?

    Liverpool FC Pre-Season 2013/14
    Liverpool will head to Asia and Australia as part of their pre-season tour this summer, visiting Thailand, Melbourne and Indonesia.

    Fixtures (All times are UK)

    July 13th – Preston North End – Deepdale (3pm)
    July 20th – Indonensian XI – Jakarta, Indonesia (2.30pm)
    July 24th – Melbourne Victory – Melbourne Cricket Ground; Melbourne, Australia (11am)
    July 28th – Thai National Team XI – National Stadium; Bangkok, Thailand (11.45am)
    Aug 3rd – Steven Gerrard Testimonial vs Olympiakos – Anfield (12:45pm)
    Aug 7th – Valerenga – Ullevaal Stadium; Oslo, Norway (6pm)
    Aug 10th – Celtic – Aviva Stadium; Dublin, Ireland (5pm)

  80. Ég veit að leikurinn á morgun er sýndur á stöð2 sport 3 rásinni.
    Og ég held að þeir séu búnir að tryggja sér alla leikina á undirbúningstímabilinu.

  81. Heilagur sjæse
    Lánið á Suso er næstum jafn heimskt og lánið á Carroll.

  82. Nú er svo rólegt í kringum Liverpool að það hlýtur eitthvað að fara gerast. Þegar allt er á fullu og allir orðaðir þá gerist nefnilega ekki neitt.

  83. Ég held að það sé komið of langt síðan menn sáu Suarez spila.
    Fyrir þá sem eru komnir á það að Suarez megi fara, af hvaða ástæðum sem þeir réttlæta það, þá mæli ég með því að kíkja á nokkur youtube myndbönd af honum.

    Ég myndi ekki segja að hann væri mikilvægasti leikmaðurinn okkar,
    en hann er sá besti. Og djöfull er gaman að sjá hann spila. Og djöfull elska ég það hvað andstæðingar hata hann.

  84. Lánið á Suso er reyndar eitt það gáfulegasta sem ég hef heyrt. Svona eru skoðanir manna misjafnar.

  85. Sá þetta á eitthverri liverpool síðu á fb.
    Vona að þetta sé satt og þá er næsta skref að samfæra Suarez að gefa Lfc tækifæri á að ná CL sæti á næsta tímabili.
    Og ég verð mjög sáttur með sumarið.

    Liverpool have had a combine 32.5m bid accepted for duo Christian Eriksen and Toby Alderweireld according to several reports. they will both fly over at the end of the week for a medical.

  86. Þetta er almennilegt slúður 🙂

    Verst að heimildin er bara einhver Liverpool heimasíða á Facebook.

  87. Ég verð að segja að ég er sáttur við sumarið á þessum tímapunkti. Rodgers talar um að hópurinn hafi verið styrktur og nú sé kominn tími til að styrkja liðið og þá skil ég það sem svo að það séu fyrstu 11. Og guð minn góður hvað ég er sammála því.

    Ég verð nú að segja að mér gæti nú ekki verið meira sama um þennan blessaða Armena sem var kominn til okkar eða ekki. Það eru pottþétt til leikmenn sem eru jafn góðir og hann fyrir sama pening ef ekki minna. Ég verð nú bara að játa fávisku mína og segja að ég hafði aldrei heyrt þetta nafn áður en við ætluðum að borga 25 milljónir punda fyrir hann. Eru menn að missa sig hér inni yfir þessum missi út af því þeir vita hver hann er eða eru þeir að missa sig yfir því að peningnum hafi ekki verið eytt?

    Lán á Suso er nákvæmlega akkurat það sem strákurinn þarf. Það er alveg ljóst að hann er ekki að fara að fá tækifærið næsta tímabil og þá er það besta fyrir alla aðila að lána strákinn til liðs þar sem hann vonandi fær tækifæri á fótbolta á hæsta leveli.

    Svo að lokum að Suarez og hvort að hann fari eða ekki. Ég persónulega vill hafa hann áfram enda finnst mér þetta skemmitlegasti leikmaður EPL til að horfa á. Hitt er annað mál að LFC var ekkert að ná betri úrslitum án hans eftir áramót þegar Sturridge og Coutinho voru komnir. Það neitar því enginn að Suarez er einn besti sóknarmaður í heimi í dag og ég vona svo sannarlega að liðið troði sokki í kjaftinn á honum og láti hann spila eitt tímabil í viðbót en þá þarf líka að fá heimsklassa leikmann í viðbót til að sannfæra, ekki bara Suarez og aðra leikmenn í liðinu, heldur okkur litlu mennina líka að liðinu sé alvara að vera í toppbaráttu næsta tímabil.

  88. góðan dag er ekki leikur hjá okkur LIVERPOOL í dag!?kl hvað veður likurinn syndur?

  89. Liðið komið!

    Liverpool team to face Preston North End:

    22 Mignolet
    38 Flanagan
    5 Agger
    4 Toure
    14 Henderson
    24 Allen
    20 Spearing
    11 Assaidi
    29 Borini
    44 Ibe
    10 Coutinho

    Subs: Ward, Johnson, Skrtel, Wisdom, Robinson, Lucas, Alberto, Pacheco, Aspas, Sterling, Downing, Kelly.

  90. Varðandi leikinn á eftir ber að geta þess að FirstRow er leiðandi afl í því að sýna leiki á netinu. http://www.firstrow1.eu/

    Það er ekki laust við að maður fái smá friðrik í magann.

  91. Veit einhver hvernig við erum að spila, er hendo í bakverði eða eru þrír miðverðir með Flanno í miðverði?

  92. Eitt núll fyrir LFC. Kúturinn fiskaði víti og skoraði úr því sjálfur. Við eigum boltann og erum að leika okkur með hann á meðan Preston reynir að ná honum. Gaman að sjá loksins Jordan Ibe, stór og kraftalegur nagli með léttleikandi fætur. Couthino er yfirburðarmaður á vellinum. Veit einhverju af hverju Spearing er að spila, ég hélt að það væri búið að selja hann? Sama með Assaidi, hélt að hann væri nánast farinn og bara formsatriði að skrifa undir einhverstaðar.

    En kannski er verið að sýna þá 🙂

  93. Held að Spearing sé í hægri bak, ætli það sé verið að reyna að finna pláss fyrir hann í liðinu?

  94. Já fyrsta markið hjá Ibe fyrir aðalliðið, hann átti þetta mark frá a-ö

  95. Rosalega er Sterling góður maður!!! hann er með þriðja markið. Hann er 18 ára núna og svei mér þá ef við erum ekki komin þarna með byrjunarliðsmann í sama flokki og Couthino. Hann er þvílíkt snöggur og leikinn og setur varnarmenn í stanslaus vandræði. Núna er bara að vona að hann verði með hausinn í lagi og stimpli sig inn almennilega þetta árið.

    Aspas virkar góður líka, skynsamur og áræðinn.

    Mikið er nú gott að vera farinn að horfa á fótbolta, þetta Silly season er ekki að gera sig fyrir mig mikið lengur…

  96. Aspasinn að koma sterkur inn með flotta stoðsendingu og mark

  97. Skemmtileg tilbreyting að vera að vinna leik afgerandi í preseason 🙂

  98. Mér sýnist Flanagan, Robinson, Pacheco, Spearing og Assaidi ekki vera í LFC klassa. Ættu frekar heima í þessu Preston liði 😉
    Annars fínn leikur gegn slöku liði Preston. Coutinho, Aspas, Sterling og Johnson sprækastir. Alberto ekki að gera mikið af viti, Ætli Toure/Agger sé aðal-miðvarðaparið?
    En það er svo sem ekki mikið að marka fyrsta leik í pre-season.

  99. það er alltaf jafn gaman þegar Liverpool vinnur og Man Utd tapar sama dag. vonandi er þetta það sem koma skal í vetur

  100. Fín sigur erum kominn með töluvert betri breydd en við höfðum fyrir nokkrun árum hérna er byrjunaliðið á móti Galatasaray árið 2011 sjokkerandi ömurlegt lið ; Doni, Insua, Degen, Kyrgiakos, Flanagan, Robinson, Kelly, Poulsen, Cole, Shelvey, Carroll

Liverpool nær ekki að landa Mkhitaryan

Preston 0 – Liverpool 4