Hálfguðirnir Arngrímur og Mummi sitja sjaldnast auðnulausir með hendur í skauti.
Þeir hafa verið að vinna að enn einu mögnuðu ritinu að undanförnu, alfræðiorðabók um besta og fallegasta lið í heimi, Liverpool Football Club.
Við erum að tala um 650 blaðsíður, með um 420.000 orðum og 1.100 myndum um þennan klúbb guðanna þar sem þeir félagar birta m.a.:
Ágrip, bæði ævi- og leikferils allra leikmanna sem hafa leikið fyrir Liverpool frá stofnun til dagsins í dag.
Ítarleg ágrip um alla þá sem stjórnað hafa félaginu.
Upprifjun á öllum merkilegustu atvikum og viðburðum sem á daga félagsins hefur drifið.
Tölfræðiupplýsingar sem birst hafa á www.lfchistory.net.
Bókin fór í forsölu síðasta föstudag. Þeir sem panta hana fyrir 25.júlí fá 20% afslátt af verðinu. Að auki verða þeir sem pantað hafa sér bók fyrir 10.ágúst með á sérstökum “Heiðurslista” (Roll of honour) í henni.
Tekið er við pöntunum á www.liverpoolbook.com
Hjartanlega til hamingju með þetta félagar Arngrímur Baldursson og Guðmundur Magnússon – og auðvitað við öll sem fáum að njóta meistarverka drengjanna!
Þessir drengir eru náttúrulega bara snillingar!
Snillingar!!!!!
verður þessi bók gefin út í fleiri löndum en á Íslandi ? er hún á ensku eða íslensku eða bæði kannski ?
Nr. 3 Viðar
Svona stórvirki myndi nú líklega litlu skila á Íslensku enda ansi lítill hluti af markaðnum sem kann okkar góða tungumál. Líkt og LFCHistory er bókin á ensku geri ég ráð fyrir. Fínar upplýsingar ef þið smellið á linginn í færslunni.
Algjörlega frábært. Get ekki beðið eftir næstu jólum! 🙂
Magnaðir – Respect !
Djöfullinn ég ginnti. nú er ég meistarinn sjálfur og hann bara maður hálfur.
Babú eg átti svo sem ekki von á að hun væri á íslensku en eg man þó fyrir 10-15 árum var gefin út bókin saga Liverpool íslensku og hun virtist duga fyrir íslenskan markað…
Viddi, það var saga Liverpoolklúbbsins á Íslandi.
Efast um að hún hafi verið gefin út á fleiri tungumáum en Íslensku 😉