Kop.is Podcast #41

Hér er þáttur númer fjörutíu og eitt af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 41. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru Maggi, Babú og Hallgrímur Indriðason.

Í þessum þætti ræddum við æfingaleiki sumarsins, slúðrið og skoðuðum önnur lið í deildinni.

36 Comments

  1. Vá frábært strákar. Ýkt sáttur með ykkur. Elska að hlusta á podcastin ykkar í vinnunni. Búinn að hlusta á þau öll, sum oftar en einu sinni og sum oftar en tvisvar !

  2. Maggi spot on eins og svo oft áður. Veit ekki með þessar kúlu samlíkingar hjá Kristjáni, meikaði ekkert sens.

  3. Eruði til í að uppfæra næsta leik ?

    Og frábært podkast takk takk 🙂

  4. Lasið (#2) segir:

    Maggi spot on eins og svo oft áður. Veit ekki með þessar kúlu samlíkingar hjá Kristjáni, meikaði ekkert sens.

    Hah. Ég hlustaði á þessa samlíkingu aftur og ég skildi lítið í henni sjálfur. Maður getur ekki alltaf talað af viti. 🙂

    Annars var ég bara að reyna að koma orðum að því að til að vinna upp forskotið sem liðin fyrir ofan hafa á okkur þurfum við, að mínu mati, að gera meira en þau lið. Og það hefur ekki verið gert það sem liðið er af sumri. Við erum að gera minna en Tottenham, til dæmis, og það er hætta á að okkar besti maður fari yfir til Arsenal. Það er ekki mín hugmynd um að minnka bilið á þessi tvö lið.

  5. það týnast af okkur mennirnir. það hlýtur að vera eitthvað plan í gangi hjá Brendan.
    það þarf að koma eitthvað á móti ef þessir snillingar fara.

  6. Það koma sennilega ekki fleiri leikmenn þetta tímabil, Brendan er að leita eftir gæða leikmönnumm sem styrkja byrjunarliðið á “réttu” verði.

  7. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, ætlar ekki að selja David Luiz þrátt fyrir áhuga Barcelona. (Daily Mirror)

    viðurkenni að þetta se ekki sú traustasta síðan en ég las einhver staðar að ef Barcelona fái ekki D.Luiz, þá ætla þeir ser að fá Aggr og tala nu ekki um ef Skrtel er að fara til Napoli..ég spyr bara hvað er í gangi..??

  8. Þar sem að Hr. Agger lét húðflúra YNWA á hnúann á sér þá held ég að það eitt segi okkur að hann sé með Liverpool hjarta 🙂 Þannig að engar áhyggjur Anna 🙂

  9. Ætli Koscielny og Cazorla mundu nú ekki labba inn í Liverpool og Gibbs líka frekar en Luis Enrique. Svo held ég að Walcott kæmist alltaf í liðið á vænginn, aðrar stöður er jafnari og menn sem að passa betur í hvort lið fyrir sig.

  10. Suarez ekki með til noregs, sagður meiddur á fæti. Er ekki bara búið að ganga frá sölu, ef það er til Arsenal erum við búnir að skjóta okkur i fótinn.

  11. Segi nú bara eins og í laginu; ” who the f – – k is Alice?” Annað hvort verður þetta

    geggjaðu vetur eða vonbrigði enn á ný.

  12. Leikmannahópur Liverpool í Noregi: Jones, Enrique, Toure, Alberto, Gerrard, Aspas, Coutinho, Assaidi, Henderson, Coates, Downing, Spearing, Lucas, Mignolet, Allen, Borini, Sterling, Kelly, Flanagan, Ibe, Wisdom

    Hvar er Agger og Skrtel..? og er Suarez “meiddur”..? ef þessir menn fara þá getum við ætla vegna ég slept því að horfa á Liverpool í vetur…en auðvitað koma leikmenn í staðinn..og svo er Downing í hóp sem er (lílegur að fara orðaður við newcastle.).aii ég er hætt að botna í þessu..:/ ef þetta væri í kvenna boltanum þá væri þetta miklu auðveldara 🙂

  13. Núna er allt vitlaust inn á Everton.is. Finnst lítið gert úr klúbbnum sínum af því að einhverjum strákum á fotbolti.net telja ekki líklegt að Everton vinni deildina… 😀

  14. Anna #17,18 og 19…. Ekki taka þessu illa en mér finnst nú bara athugavert að þér skuli vera hleypt of nálægt tölvu og það á launum. 🙂

  15. Varðandi það að Agger sé ekki með til Noregs. Var hann ekki eitthvað farinn að stinga við í leiknum gegn Olympiacos? Sá ekki betur en hann hafi verið farinn að kveinka sér.

  16. Skrtel hinsvegar er líklega farinn, farinn frá mér. Hvar er hann núna….ræ ræ ræ.

  17. Með þessum hóp verður Liverpool að berjast um 7-8 sæti í vetur, þegar eigendurnir sýna svona mikin metnað í leikmannakaupum.
    Að missa Suarez og jafn vel Skrtel veikir hópinn til muna.
    Ef þeir kaupa 3 sterka leikmenn þá getur þessi spá mín breyst.
    En hins vegar hvaða leikmenn ættu að vilja koma til okkar þar sem við erum ekki einu sinna að spila í evrópu á þessu tímabili.

    Að halda með Liverpool í dag er svipað og halda með ÍA miðað hvernig þeir eru að spila í dag.

  18. Takk fyrir gott Podcast. Ég skal samt viðurkenna það að mér finnst neikvæðnin oft mikil hjá ykkur meisturum en ég skil hana að vissu leiti. Ég hef hins vegar bullandi trú á okkar mönnum og horfi til lengri tíma en þetta tímabils. Hlakka til þegar LFC mun uppskera vel á þessu módeli og ég vona innilega að þeir dagar séu taldir þar sem keyptir eru rándýrir leikmenn á ofurlaunum bara til að slökkva í óánægjuröddum. Fótbolti snýst um liðsheild, vilja til árangurs og skipulag, ekki verðmiða á leikmönnum!

    Hér er BR í Norge.
    http://www.vg.no/sport/fotball/engelsk/artikkel.php?artid=10112698
    Djöf.. að hafa ekki skellt mér á ferð niður til Oslo á morgun

    HEIA LIVERPOOL!!

  19. afhverju skrifaði drengurinn undir 4 ára samning ef hann vildi fara í fyrra?

    miðað við þessa þettt þá er hann farinn, en það er eins gott að arsenal borgi þá almennilegt verð fyrir hann

  20. fekk suarez ! að missa hann veikir alls ekkert liðið. Hann er alveg frábær og allt það .. en mér fannst liðið vera að spila frábæran bolta án hans þessa síðusu leiki á síðasta sísoni. hann er löngu farinn í mínum augum.

  21. Suarez sendir inn formlega beiðni um sölu á morgun … munið að þetta heyrðist fyrst hér á kop.is!
    LFC ætlar að kaupa senter úr íslensku utandeildinni í staðinn fyrir Suarez, þar sem kröfur um meistardeild og þess háttar rugl er ekki til staðar … heyrðist fyrst hér á kop.is 😉

  22. Suarez er greinilega ekki með öllum mjalla. Segir í viðtalinu að hann sè ekki að fara til “rivals of Liverpool” og myndi aldrei detta í hug að fara til liðs utan meistaradeildarinnar! Hefur maðurinn ekki verið að spila hja Liverpool FC!! Okkar “rivals” eru t.d fyrst og fremst lið eins og Arsenal! Annars verða eigendur Liverpool að bregðast við þessu bulli af festu! Selja hann jafnvel a “spott prís” til Real.. (30m) eða lata hann rotna hja varaliðinu. Sýna smá pung í þessu öllu og kaupa svo einhverja alvoru leikmenn.

  23. Babu minn. Þetta eru nú leikmennirnir sem “vinur þinn ” DI Canio hefur keypt, gæði ? veit ekki. ?

    George Boyd frá Peterborough
    Curtis Davies frá Birmingham
    Ahmed Elmohamady frá Sunderland
    Maynor Figueroa frá Wigan
    Danny Graham frá Sunderland (lán)
    Steve Harper frá Newcastle
    Allan McGregor frá Besiktas (Tyrklandi)
    Yannick Sagbo frá Evian (Frakklandi)

  24. celski
    manutta
    3.shitty
    4.LIVERPOOL
    5,tottenham
    6.arsenal
    everton
    8.swansea
    9.newcastle
    10 west ham
    11.norwich
    12.southamton
    13 fulham
    14 stoke
    west brom
    aston villa
    cardiff
    18 sunderland
    hull
    20 crystal palace

Liverpool 2 Olympiacos 0

Luis Suarez í viðtölum