Liverpool 1 Stoke 0

KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD Í OKTÓBER!
SMELLTU HÉR FYRIR FREKARI UPPLÝSINGAR!

Liverpool mættu til leiks í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar þeir tóku á móti Stoke liði undir stjórn Mark Hughes.

Fyrsta byrjunarlið vetrarins hjá Rodgers var sem hér segir:

Mignolet

Johnson – Touré – Agger – Enrique

Gerrard – Lucas – Henderson

Aspas – Sturridge – Coutinho

Bekkur: Jones, Wisdom, Allen, Alberto, Ibe, Sterling, Borini.

Okkar menn voru snöggir upp úr startblokkunum á þann hátt að við rákum Stoke til baka og héldum boltanum afar vel. En það voru gestirnir sem komust næst því að skora í byrjun. Upp úr horni fór Mignolet í skógarferð úr markinu, Crouch skallaði boltann út í teig þar sem Huth dúndraði boltanum í þverslána. Þar sluppum við vel.

En á sama hátt sluppu Stoke menn stuttu síðar þegar Kolo Toure átti dúndurskalla í þverslána upp úr horni, en rétt áður var réttilega dæmt af skallamark Sturridge vegna rangstöðu. +

Eftir þessar atvikafylltu fyrstu 15 mínútur datt leikurinn niður þar til á 29.mínútu að Enrique komst einn gegn Begovic eftir frábært samspil við Coutinho og Aspas en skot hans var varið. Sama uppskrift á 34.mínútu en nú varði Begovic frá Henderson einum í gegn eftir sendingu Coutinho.

En á 37.mínútu kom svo gæsahúðin! Lucas þræddi sendingu á Aspas rétt utan við teiginn og hann lagði boltann til hliðar á Daniel Sturridge sem klíndi boltann milli fóta Robert Huth og í fjærhornið, óverjandi fyrir Begovic.

Á 42.mínútu tók svo Mignolet hrollinn úr hönskunum þegar hann varði FRÁBÆRLEGA skot Walters eftir mistök Lucasar. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks kvittaði Lucas svo fyrir með að bjarga á línu skalla Shawcross eftir horn, sem voru alveg classic Stoke style, stórhættuleg!

Svo þrátt fyrir mikla yfirburði var maður bara nokkuð sáttur að við fórum 1-0 yfir í hléinu.

Seinni hálfleikurinn hófst á enn einu færinu, flott samspil við Sturridge kom Coutinho einum í gegn en skot hans fór hársbreidd framhjá. A 53.mínútu varði Begovic enn frábærlega, nú skot Henderson. Enn varði Begovic á 61.mínútu gegn Sturridge og upp úr horningu skallaði Aspas naumlega framhjá og svo varð nöglin hans til að koma boltanum í stöng og út tveimur mínútum síðar.

Í kjölfarið dróg þó aðeins úr sóknarþunga liðsins okkar og á 72.mínútu kom fyrsta skiptingin þegar Iago Aspas kom útaf fyrir Raheem Sterling. Aspas átti mjög góðan leik og stúkan öll stóð upp til að þakka honum fyrir sinn leik. Leikurinn var nú kominn í annan takt. Stoke komu aðeins framar og við duttum stöðugt aftar. En við áttm áfram færin. Á 79.mínútu varði Begovic tvisvar enn vel, aukaspyrnuu Gerrard og skot Johnson eftir horn.

En á 88.mínútu kom bullið. Daniel Agger stökk upp og sló boltann í horn, auðvitað tók dómaratríóið eftir því og dæmdi víti, hárréttilega. Jonathan Walters fór á punktinn og hvað gerðist…Simon Mignolet varði stórkostlega, fyrst vítið og síðan þegar Kenwyne Jones var einn í gegn!!!

Eftir þetta vorum við ákveðnir í að klára leikinn á því að vinna þrjú stig. Sem tókst og í fyrsta sinn síðan 2009 höfum við unnið opnunarleikinn og SITJUM Á TOPPNUM KRAKKAR MÍNIR. Í Meistaradeildarsæti og allt!!!

Liðið átti fínan leik, Mignolet var í strögglinu en er sko þegar farinn að hirða stig og það verður það sem við munum. Held að enginn LFC markmaður hafi varið víti í fyrsta deildarleik. Vörnin hélt vel, þar fannst mér Toure bestur en allir flottir. Miðjutríóið Lucas, Gerrard og Henderson virkuðu vel, þó að Henderson hafi þurft að fara oft út á kant. Frammi voru Aspas og Sturridge flottir en minn maður leiksins í vetur, fyrsti titilinn þann í vetur fellur í hlut Coutinho sem er einfaldlega snillingur í fótbolta!

Þrjú stig í húsi og sértaklega er frábært að þáttur nýliðanna var gríðarlegur. Mignolet sérstaklega, mikið óskaplega var þetta gott. Nú göngum við glöð inn í daginn og tímabilið.

95 Comments

  1. Þvílíkur leikur. 1-0 segir bara ekki neitt. Alveg ótrúlegt að það hafi ekki verið fleiri mörk skoruð. Samt, alveg frábært að Mignolet tókst að stimpla sig svona vel inn.

  2. Algjörlega frábært, svo frábært að ég er í skýjunum en mikið rosalega var þetta þungt! Áttum að klára leikinn í fyrri hálfleik en við skulum ekki gleyma að það var sviðsskrekkur í mönnum. Hann er búinn núna og menn byrja með þrjú stig. Geggjað alveg á móti stórkallabolta Stókverja sem eiga eftir að hirða mörg stig í vetur!

    Mignolet var að viðurkenna í viðtali að hann var stressaður en það mun bara lagast.

    Coutinho maður leiksins, litli snillingurinn er stórkostlegur leikmaður. Sammála, maður leiksins.

    Sturridge var mjög sprækur og skoraði magnað mark gegn sterkum markmanni.

    Héldum hreinu og það skiptir sko máli, Toure frábær í sínum fyrsta leik!

    Aspas var virkilega sprækur, gaman að sjá hann tækla varnamenn og vinna vinnuna svona hátt uppi. Virkilega flottur karakter.

    Gerrard var fínn og Henderson. Eins fannst mér Johnson mjög sterkur.

    Enrique var eins og hann er oftast. Sterkur en var stundum að taka rangar ákvarðanir sbr skot utan af kanti í staðinn fyrir að krossa inn.

    Ohh… Þetta var svo ljúft!

    3 stig!!!

  3. Sælir félagar

    Takk Maggi fyrir góða skýrslu og svo sem ekki miklu við hana að bæta nema ef vera skyldi að Lucas komst nærri því í þassum leik að verða kosinn maður leiksins. Frábært að sjá hvað hann kemur góður undan sumri og hreinlega át margoft sóknartilburði Stoke-manna fyrir utan að eiga helling af góðum sendingum.

    En annars er ég helsáttur við niðurstöðu þessa leiks þó ég hafi spáð 3 – 1 sem ef til vill hefði verið eðlileg niðurstaða leiksins.

    Það er nú þannig

    YNWA

  4. Algerlega frábært! Flottasti opnunarleikur hjá Liverpool í mörg ár. Liðið var að spila á köflum frábærlega og auðvitað átti markvörður andstæðinganna leik lífs síns á móti okkur. Coutinho, Aspas, Sturridge, Toure og að ógleymdum Mignolet allir frábærir og aðrir áttu líka góðan leik. Það er ekki bara að ná í þessu dýrmætu 3 stig úr fyrsta leiknum, heldur mun þetta var þvílíkt boost fyrir sjálfstraustið hjá okkar mönnum.

    Getur einhver spekingur hérna rifjað upp með mér hvenær Reina varði síðast víti í deildarleik með Liverpool?

  5. Afhverju getur þetta aldrei verið auðvelt? Jæja 100% árangur eftir 1 leik ekki hægt að kvarta þar.

    Skrifum lélega færanýtingu á að þetta er stress í fyrsta leik og vonum að það batni bara í næsta leik. Því fyrir utan það var þetta frábærlega spilaður leikur, flott pressa og góð vinnsla á öllu liðinu.

  6. Fyrsti leikur búin og maður er strax farin að huga að því að endurnýja hjartatöflurnar frá síðasta tímabili.
    Þetta voru frábær úrslit þar sem þau skiluðu þremur stigum og þá er ég alltaf sáttur.
    Nú er bara að koma sér út í góða veðrið og leyfa pumpunni að jafna sig.

    YNWA

  7. Það er ekki hægt annað en að gleðjast yfir leik okkar manna. Nýji markmaðurinn (Reina hvað hahaha) okkar bjargaði þessu svo við þyrftum ekki að missa unnin leik niður í jafntefli eins og í mörgum leikjum í fyrra. Liðið lofar góðu og verður enn betra þegar að mannbíturinn Suarez kemur aftur hahahahaha. Eins gott að fara ekki í of mikið bjartsýniskast eins og við Púllarar erum vanir að gera.

    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  8. Þetta var frábært. Mikið sem ég var stressaður þegar fór að líða á seinni hálfleikinn og við náðum ekki öðru markinu en sem betur fer var Mignolet klár í hetjudáðina í dag. Hann var óstyrkur framan af, ljái honum hver sem vill í fyrsta leik fyrir Liverpool á Anfield, en óx ásmegin og var hetja okkar að leikslokum. Frábært.

    Tek undir með Magga að ég var mjög hrifinn af Kolo Touré í dag en samt sáum við að vörnin er brothætt. Agger þarf að spila betur en í dag og því fyrr sem Cissokho kemur í bakvörðinn, því betra. Enrique gerði 2-3 stórflotta hluti í sókninni en var þess á milli með bölvaðar vitleysisákvarðanir, sérstaklega undir pressu í vörninni. Veikur hlekkur.

    Ég var sáttur við að Rodgers hafði Henderson frekar en Allen á miðjunni í dag. Það sýnir að hann er til í að aðlaga sig að andstæðingunum. Henderson er sterkari og pressar betur og hélt sig mikið hægra megin til að loka alveg á helstu sóknarógn Stoke, Matthew Etherington á vinstri væng þeirra. Það svínvirkaði og Crouch fékk nánast ekkert að gera nema úr föstum leikatriðum.

    Um Coutinho þarf lítið að segja. Ef hann spilar svona gegn Stoke og einni bestu 0-0 vörn landsins hlakka ég til að sjá hann t.d. um næstu helgi þegar Aston Villa gefa honum kannski meira pláss. Eins var frábært að Sturridge skyldi spila 90 mínútur, það sýnir okkur að hann er skotklár í þetta tímabil og ég hlakka til að sjá hann og Coutinho stúta vörn Villa með hröðum upphlaupum eftir viku. 🙂

    Bara frábært. Það var naumt og ekki alltaf sannfærandi en sigurinn hafðist og það skiptir mestu máli. Nú er bara að halda með Norwich, Aston Villa og Swansea í dag. 🙂

  9. Er það bara ég sem fannst Johnson virkilega öflugur í dag. Var alveg frábær í vörninni og skapaði hættu í sókninni. Gerði engin mistök og var eins og Toure mjög traustur. Annars fannst mér Gerrard og Lucas alveg mjög góðir í dag, fannst draga aðeins af Sturridge og Coutinho eftir 75 mínútu leik, en það er mjög eðlilegt. Aspas var alveg búinn á því þegar hann var tekinn útaf og hárrétt skipting hjá Rodgers.
    Annars flottur leikur og gaman að sjá Mignolet sem lætur okkur gleyma Reina strax í fyrsta leik 🙂

  10. Fyrir utan allt það augljósa fannst mér Hendesron frábær í dag, leggur sig 100% fram og hefði með smá heppni getað skora mörk í dag.

  11. Toure góður, Ekkert að Enrique, skil ekki menn hér sem eru að dissa hann. Hann var mjög góður í þessum leik, veikleikinn er að ná ekki að klára svona leiki með því að nýta færin, en meðan við höldum hreinu þá er það í lagi, ennþá. Það væri gaman að sjá tölfræði yfir leikinn. En 3 stig, eftir leik þar sem við erum ekki að spila neitt rosalega vel. Það er framför frá síðasta tímabili.

  12. Örn (fuglinn) (#15) – Nei ég er sammála þér. Johnson var frábær í dag og er algjör lykilmaður í því hvernig við spilum. Hann er í raun hægri kanturinn hjá okkur líka, einn hættulegasti maður liðsins gegn vörnum sem liggja aftarlega. Frábær leikur hjá honum.

  13. Frábær skemmtun þessi leikur og mjög vel spilaður sóknarlega. Óöryggi í vörninni en Kolo samt fínn. Coutinho frábær, þvílikur demantur og flestir áttu fínan leik. Rodgers að gera mjög góða hluti með mannskapinn. Við eigum suarez inni og með alvöru viðbót í hópinn er ég bjarsýnn. Og við munum fara að nýta færin betur.
    Aspas er mun betri leikmaður en ég bjóst við.
    Liðið spilar mjög skemmtilegan fótbolta, það er staðreynd

    Flengjum villa um næstu helgi.

  14. Það var meira en lítið ánægjulegt að setjast niður og horfa á sigur í fyrsta leik.

    Mignolet fannst mér ekki virka síðri markmaður en Reina, + hann varði víti!

    Toure virkaði flottur, greinilegt að varnarlínan er ofar á vellinum með hann í stað Carra.

    Lucas greinilega á réttri leið og sturridge skeinuhættur þó hann sé nýstiginn úr meiðslum….

    Bara rosalega mikið af jákvæðum punktum fannst mér.

    Var reyndar stóran hluta leiksins að fylgjast með Stoke, með tilliti til hversu mikið þeir færu í taugarnar á mér.

    Ef satt skal segja, þá voru þeir bara töluvert skárri en mér hefur þótt í langann tíma.
    Eru nottla með alveg ógeðslega drulluhala innanborðs (veit ekki um neinn sem vill kallað huth fótboltamann) og spila leiðinlegan bolta, en þetta var ekki sami svaða tuddaskapurinn og ég man eftir.

    Kannski er það bara að þurfa ekki að horfa á smettið á Pulis á hliðarlínnni sem gerir þetta skárra?

    Allt í allt bara góður leikur! 🙂

  15. Já þrjú stig og skemtilegur leikur en hefði geta verið fleiri mörk hjá báðum liðum en Mignolet bara frábær sem og Stoke markvörðurinn en hefði viljað að Luies Alberto hefði fengið tíma en frábært og svo KOMA LIVERPOOL, FOR EVER.

  16. Mignolet 8 – virkaði stessaður en bjargaði leiknum

    Enrique 7 – stoppaði ekki allan leikinn, duglegur og solid leikur

    Agger 6 – fín í 87 mín en svona heimska skilur á milli stiga og tapaðra stiga

    Toure 7 – flottur leikur, smá Carragher í honum(reynsla, hægur, talar mikið og baráttuglaður) en ólíkt Carra þá er hann hættulegur í hornspyrnum.

    Glen 7 – flottur leikur hjá Glen tók mikið þátt í sóknarleiknum og nokkuð solid varnarlega

    Lucas 7 – týpískur Lucas. Djöflast og vinnur boltana og fer ekki mikið fyrir honum, nema þegar hann er að brjóta klaufalega af sér

    Gerrard 8 – stjórnaði leiknum og var flottur

    Henderson 7 – alveg á fullu allan tíman og óheppinn að skora ekki

    Coutinho 8 – Maður leiksins. Var ekki alveg eins ábyrandi í síðari en þessi maður er töframaður með boltan og ætti að hafa kostað 30 milljónor punda + en ekki 8,5.

    Aspas 7 – flottur fyrsti leikur. Var ógnandi og vann vel fyrir liðið. Virkar sem frábær kaup.

    Sturridge 7 – frábært mark en hann er ekki kominn 100% í gang og virkaði ótrúlega þreyttur síðustu 10 mín. Svo fannst manni boltinn stopa of oft hjá honum þegar spilið var hvað best.

    Sterling 5 – náði sér ekki á strik eftir að hann kom inná

    Rodgers 9 – Liðið spilaði fínan fótbolta en var í smá vandræðum varnarlega. Ég persónulega hefði verið búinn að skipta inná síðustu 10 mín þegar Sturridge var alveg hættur að hlaupa og menn virkuðu mjög þreyttir(bara út af varnarfærslum og hreyfinu án bolta til þess að opna svæði og halda bolta).

    Góð byrjun hjá liverpool og viti menn nýju mennirnir fara bara vel af stað en það hefur ekki alltaf gerst.

  17. Þvílíkur leikur! Liðið spilaði mjög vel og maður ímyndar sér hvað viðbót eins og Aly Cissokho, Willian og einn miðvörður myndu gera fyrir þetta lið! Tala nú ekki um ef Suarez gæti gefið okkur það sama og í fyrra.

    En ólíkt því í fyrra þegar allt gekk á afturfótunum þá vorum við heppnir í dag og getum þakkað Mignolet fyrir. Þetta mun vonand ýta undir sjálfstraustið hans fyrir næstu leiki.

    En þrjú stig og það í fyrsta leik og gegn Stoke! Þvílík gleði að eiga bara eftir að spila einu sinni enn gegn Stoke.

  18. Þessi leikur var einfaldlega frábær skemmtun. Bara ekta Liverpool FC þriller. Liðið spilaði frábæran fótbolta megnið af leiknum en slúttin voru ekki nógu góð enda Begovic einn albesti markvörður deildarinnar. Stóri plúsinn er auðvitað sá að við sköpuðum okkur aragrúa af færum gegn þessu liði, sem við höfum átt erfitt með síðustu ár. Frábært flæði, hratt spil og nóg af færum vegna þess. Mínusinn er viðkvæmur varnarleikur. Það sást strax í byrjun að við áttum í vandræðum með föst leikatriði og Agger kórónar það auðvitað í lokin með því að fá á sig gjörsamlega fáránlegt víti.

    Að því sögðu þá stendur Mignolet upp úr, við erum vonandi komin með markvörð og karakter sem bjargar stigum í lok leikja þegar litlar mýs inni á vellinum byrja að stressast upp og fá á sig klaufabrot og vitleysu.

    Þannig að minn maður leiksins er númer 22 og heitir Símon Mignolet, hann bjargaði tveimur stigum í dag. Og ég get ekki ímyndað mér annað en að Daníel Agger sé manna fegnastur og honum þakklátastur.

    Frábær skemmtun í dag, megi þetta halda svona áfram.

  19. Og Arsenal að tapa 1-3 á heima fyrir Aston Villa! Nú held ég að Suarez sé endanlega hættur við að vilja fara til þeirra.

    Mjög góður fótboltadagur í dag 🙂

  20. Við verðum að viðurkenna það að Stoke er ekkert slæmt lið og skoðum leiki þeirra framvegis svona til gamans..

  21. Frábær leikur hjá okkar mönnum og enn batnar dagurinn þar sem Arsenal var að tapa fyrir Aston Villa 1-3.

  22. Af hverju getur ekki enski boltinn alltaf verið svona? Við með góðan sigur á heimavelli og arsenal og everton í ruglinu. Wenger að rífast í dómurunum og allt eins og það á að vera samkvæmt mínum bókum.

  23. http://i.minus.com/ibvIUcGLtPR9B5.gif Hérna er gif af 2x vörslunni hjá Mignolet, er auðvitað líka komið á Jútjúb.

    Vá hvað ég er sáttur við þennan sigur. Vorum mikið betri og áttum auðvitað að vera búnir að klára leikinn fyrir síðasta hálftímann. Engu að síður styrkleikamerki að landa þessu! Einhvern tíma hefði þetta nú ekki farið svona hjá okkur!

  24. Hvada rugl er þetta alltaf hjá ykkur með Enrique.Þetta er ekkert annað en einelti og það sama og flestir hér á Kop gerðu með Lucas ,maðurinn er frábær varnarlega þarf að bæta örlitlu við sóknarleikinn þá verður hann besti vinstri bakvörður deidarinnar.

  25. Haha…var að vinna kveikti á útvarpinu og Stoke fengu um leið víti….Mignolet ver…sigur!

    Ég hefði sennilega eipað ef ég hefði horft á en þetta hlýtur að hafa verið rosalega ljúfur leikur.

  26. Coutinho klárlega með moment leiksins þegar hann ætlaði að rjúka í N’Zonzi, algjör snilld, nær honum rétt uppí geirvörtur 🙂

    Y.N.W.A

  27. Gaman að sjá Aspas.

    Fyrsti alvöru leikurinn á Anfield og hann alveg óhræddur að taka sénsa.

    Hefur góðan hraða, flott fyrsta touch og óhræddur að taka áhættu.

    Flottur leikmaður sem vonandi heldur áfram að heilla mann.

    Annars, til hamingju allir Liverpool menn. Gæsahúðin kom þegar YNWA ómaði á Anfield og gleðin heldur áfram út vikuna eftir þennan sigur.

  28. Loks var lukkan hjá okkur enda kominn tími til .
    Var bara nokku sáttur með leik okkar manna , mikilvægur sigur upp á sjálfstraustið . Horfi björtum augum á tímabilið þó svo ég viti að það verði niður stundum .
    Verður spennandi það sjá LS koma glaðann inn í liðið og tala nú ekki um ef Willian og AC koma .
    Já og eitt …. 31 hvernig stóðu nýju mennirnir sig hjá ykkur ???

  29. Glæsilegt að byrja tímailið á sigri, þessi 3 stig voru verðskulduð og það var í raun bara Begovic sem að kom í veg fyrir stórsigur LFC. Liðið var að spila horku bolta lengst af í leiknum og Coutinho er fullkomin leikstjórnandi, leikskilningurinn hjá honum og yfirsýn eru á allt öðru leveli en hjá td Henderson, Allen eða hinum miðjumönnum okkar, það væri þá einna helst Gerrard sem gæti töfrað fram álíka snilld og þessi drengur virðist gera bara þegar honum sýnist og það meir að segja nokkru sinnum í hverjum leik.

    Sammála leikskýrslunni að öllu leyti fyrir utan að tala um að Mignolet hafi farið í skógarferð í upphafi leiks þegar hann fór rétt útfyrir markteig í baráttu um boltan á móti Crouch sem var óvaldaður á fjær stöng, ef að hann hefði ekki farið í þennan bolta þá hefði Crouch fengið frían skalla á markið, hinsvegar það sem gerðist í framhaldinu var lukkulegt fyrir okkur.

  30. Sæl öll.

    Að venju var ég vinna þegar mínir menn unnu og ég þurfti því að treysta á upplýsingar um gang leiksins frá eiginmanninum og hann stóð sig eins vel og liðið.
    Mér er nokkuð sama hvort sigurinn hafi verið ósannfærandi,erfiður,þokkalegur og allt hvað eina krakka SIGUR ER SIGUR og 3 stig í hús og það eru stigin sem telja.

    Ef ég ætti eftir að eignast fleiri börn myndu þau öll verða látin heita Simon Couthino hvort sem þau væru strákar eða stelpur. Mér líst vel á veturinn og nú hlakka ég til.

    Þangað til næst
    YNWA
    E.S Nú verður skálað í rauðu !!!!!

  31. Var að vinna í dag en hlustaði á seinni hálfleikinn í útvarpinu í gegnum símann. Þegar Stoke fengu vítið þá hugsaði ég: Jæja þetta er búið, þetta er sama ruglið og undanfarnar leiktíðir, við verðum óheppnasta lið deildarinnar með stangar og sláarskot og einhverja sundbolta. EN NEI dýrið át þetta í markinu og ég öskraði upphátt af gleði. Holningin á hópnum frá í fyrra er ekkert nema jákvæður hlutur og núna krossa ég fingur og tær að við fáum Willian. YNWA

  32. ég var einn af þeim sem var ekki ánægður með að fá kolo toure til liðsins….. fannst hann bara útbrunninn vitleysingur….

    ég ætla að éta hattinn minn með smá tómatsósu 🙂

    hann kom mér mikið á óvart og var gríðalega sáttur með bílasalann…. smellpassar inní liðið finnst mér…

    svo er bara að klára dílinn með willian og við erum komnir með lið sem, spilar lang fallegasta boltann í deildinni

  33. Missti af leiknum sem var algjör synd, en vá þegar ég horfi á highlightsið núna þá er eitt sem stendur uppúr og ég fæ gæsahúð yfir, það er hvað margir leikmenn hlaupa beint til Mignolet og fagna svo innilega með honum eftir að hafa varið vítið, og hann verður að segja þeim að halda áfram. Þessi liðsheild á eftir að vinna margar leiki í vetur.

    YNWA

  34. Ég á mér eina ósk núna , það að Anfield verði aftur svona ósigrandi vígi eins og það var hér á árum áður ! Það eyga að skjálfa á gestunum beinin þegar þeir ganga inná völlinn okkar og þeir eyga að vera nánast vissir um að þeir séu að fara að tapa og það líklega stórt !!!

  35. Flottur sigur hjá okkar mönnum, var að drepast úr stressi þegar stókarnir fengu víti. Er ekkert að frétta af þessu Willian máli ?

    KV JMB

  36. Þegar Rodgers tók við liðinu báðum við vinirnir aðeins um eitt, að Liverpool myndi spila skemmtilegan fótbolta. ‘Eg sætti mig við það að það myndi taka tíma og þolinmæði bæði frá leikmönnum, stuðningsmönnum of eigendum. Frá því á síðasta tímabili hef ég verið að minna sjálfan mig á þetta, árangurinn mun koma á endanum

    Við verðum að virða það við Rodgers að hann er að búa til mjög skemmtilegt lið sem spilar glimrandi fótbolta sem gaman er að horfa á, titlarnir munu koma. Við megum vera stoltir að okkar mönnum og innkaupastefnuni sem margir eru að DISSA og ég spái því að við verðum meistarar á næsta tímabili. Við þurfum ekki að kaupa 3 leikmenn á 30 millz hvern til að ná árangri.

    p.s Þá þoli ég ekki að lesa það þegar menn eru að skrifa hér og segja að það eitt að kaupa leikmenn sem kosta 30+ munu breyta öllu. Aspas og Continho eru dæmi um flotta leikmenn sem kostuðu í kringum 10 milllllz og eru að styrkja liðið og það er ekkert gefið að leikmaður sem kostar formúgu muni gera það. Aðalmálið er að kaupa réttu mennina á réttan pening, menn sem munu passa inn í félagið

    Bakarinn hefur talað.

  37. Verð að láta þennan fljóta í lok þessa ágæta dags:

    Wenger walked straight through the tunnel after today’s game because he needed some space. He was later found in Arsenal’s trophy room. LOL

  38. Frábær sigur.

    Leikurinn var að mörgu leiti eins og margir á síðasta tímabili. Liv með flotta spilamennsku og skapar fullt af færum sem miður tekst ekki að klára. Eins og svo oft áður þá kom einnig kæruleysi í háloftunum okkur í opna skjöldu á 88min. Mignolet hinsvegar steig upp á hárréttum tíma og lokaði markinu eins og skrímsli í þessu víti….alveg frábært hjá drengnum og stórkostleg innstimplun á hans Liverpool ferli.

    Ég var efins um Toure þegar hann var fengin til liðs við klúbbinn en eftir að hafa horft á hann spila undirbúningsleikina þá fór maður að skilja ákv betur. Hann hefur marga af þeim leiðtogahæfileikum sem Carra hafði en því til viðbótar þá er hann eins og skrímsli í teignum í föstum leikatriðum bæði í vörn og sókn og það er ómetanlegt fyrir miðvörð í PL. Að sama skapi hefur Agger ekki þann hæfileika að mínu mati sem er alger synd því hann frábær varnarmaður að öðru leiti. Ég hef sagt það áður að ég tel meiri þörf á styrkingu í vörn en sókn (að því gefnu að Suarez verði áfram). Ekki það að ég vilji missa Agger en ég myndi kjósa annan varnarmann með Torue í miðverðinum þegar jafn líkamlega sterk lið og Stoke eru andstæðingurinn. Því tel ég algert lykilatriði að sign-a nýjan miðvörð frekar en sóknartengilið.

    Það var virkilega gaman að sjá Lucas tækla menn eins og hann væri gerður úr stáli og átti hann fínan leik, líkt og Johnson sem var mjög sprækur. Aspas stóð fyrir sínu og átti meira að segja stoðsendingu í fyrsta leik.

    Liðið virkaði flott heilt yfir og tók upp þráðinn þar sem frá var horfið í lok síðasta tímabils. Það má ekki gleyma því að við erum með nánast fullskipað lið og engin meiðsli. Leikjaálagið er mjög hæfilegt og meðan lykilleikmenn haldast heilir þá ættum við að vera í ágætis málum.

  39. Hlustaði á leikinn á liverpoolfc.com og það var heldur betur taugatrekkjandi.
    Nóg að gerast beggja vegna á vellinum og leikurinn hin mesta skemmtun. Hlakka til að horfa á hann á liverpoolfc.com á morgun 🙂
    Meira af þessu takk.

    Áfram Liverpool!

  40. Takk Ísak #47, var að enda við að horfa á leikinn. Stórkostleg skemmtun í alla staði, flott spil, pressa, mörg færi, mark, vörslur víti og ótrúlega flottur sigur.

    Fannst gaman að sjá ímyndunaraflið fram á við og linkup-ið hjá Coutinho, Sturridge og Aspas… Lofar góðu og Gerrard og Lucas voru með miðjuna. Lucas með nokkrar góðar sendingar fram á við sem ég held að sé eitthvað sem Rodgers sé að reyna að bæta hjá honum.

    Hef trú á því að Henderson hafi spilað hægri kant í dag vegna þess að Stoke er ekki þekkt fyrir að sækja mikið upp í gegnum miðjuna og þeir breyta ekki um leikstíl á 2 mánuðum eins og þið Kop.is menn komuð inná í síðasta podcasti. Hann skilaði því mjög vel og kom sér meira að segja í 2-3 hættuleg færi og var óheppinn að skora ekki þrátt fyrir að sjást ekki mikið í leiknum.

    Allt í allt flottur sigur og gefur falleg fyrirheit!

  41. Maggi, smá leiðretting, þetta var i fyrsta sinn siðan 2008 sem við vinnum fyrsta deildarleik en þá lögðum við sunderland 0-1 , 2009 töpuðum við fyrsta deildarleik gegn Tottenham 2-1

  42. Já ég tek undir með nokkrum hérna varðandi Enrique, eg sagði það líka herna fyrr í sumar að eg næði ekki af hverju menn væru svona á móti honum og eg næ því ekki ennþá.

    Hann var keyptur sumarið 2011 og var frábær fram að áramótum, ALLT árið 2012 mætti hann svo reyndar aldrei til leiks en hann kom ur fríji aftur 1 januar árið 2013 og hefur verið i vinnunni siðan. Hann er frábær varnarlega, það er vonlaust að komast framhjá honum, hann heldur bolta mjög vel einnig, sóknarlega má hann alveg bæta sig aðeins td hvað fyrirgjafor varðar en oft synir hann snilldartakta soknarlega i flottu samspili við Coutinho og fleiri leikmenn.

    Eg er glaður að fa Cissokho og flott að veita Enrique samkeppni en það verður ekkert auðvelt fyrir þann dreng að slá Enrique utur liðinu það er á hreinu, aðallega finnst mér gott að fa Cissokho uppa að ef Enrique meiðist að þurfa ekki að spila Johnson vinstra megin…

    En ja allavega þá er eg mjög ánægður heilt yfir með Enrique

  43. Vá, hvað þetta var ljúft. Sigurinn átti í raun aldrei að vera í hættu – en klaufagangur og óheppni á síðasta þriðjungi varð til þess að maður var með hjartað í buxunum og náði vart andanum fyrr en dómarinn flautaði loks af.

    Mignolet í markinu var langt frá því að vera traustvekjandi í teignum, en á milli stanganna var hann frábær og ástæða þess að sigur varð ekki að svekkjandi jafntefli.

    Mér fannst bera á ákveðnum taugatitring á leik liðsins. Sumir hverjir voru óþolinmóðir á boltanum og í stað þess að leyfa honum að vinna fyrir liðið, voru menn að reyna óþreyjufullar úrslitasendingar eða að flækja hlutina um of. Maður saknaði þess að þeir létu boltann rúlla um völlinn og opnuðu varnirnar með einföldu spili, sem er aðalsmerki liðsins undir stjórn Rodgers. Hins vegar fylgir nýju móti spenna og pressa á að landa fyrsta sigrinum. Þess vegna var þetta frábært miðað við fyrsta leik – og hlakkar maður til komandi leikja!

    Gaman að segja frá því að sá leikmaður sem Steven Gerrard gaf boltann oftast á var Coutinho. Það segir ansi mikið um gæði Coutinho þegar fyrirliði okkar og besti leikmaður til margra ára skilar boltanum oftar á hann, en nokkurn annan.

  44. Maður er reyndar orðinn pínu stressaður yfr því hvort okkar menn verði ekki fljotlega kærðir fyrir þjófnað á Coutinho…

    8 milljónir punda er eitt svaðalegasta rán allra tíma í knattspyrnuheiminum….

  45. Fyrirgefið kátínuna en fótboltalega séð var þessi dagur fullnæging 🙂 Liverpool vinnur, Arsenik tapar og Fram bikarmeistari í fótbolta eftir 24 ára bið. 42 ára gamall ég er kátur í dag!

  46. Það var mjög gott að klára þennan leik og verðskuldað en vítið sem við fengum á okkur sýndi hvað það er mikilvægt að klára fleiri en eitt færi í leik. En Magnaður Mignolet bjargaði okkur, sem betur fer. Mjög margt jákvætt og liðið virðist í góðu formi, bæði andlega og líkamlega þrátt fyrir Suarez málið. Allir stóðu sig vel en ég verð samt að segja…það er rosalegur munur að hafa mann milli stanganna með þetta reflex. Reina á allt gott skilið og ég hef haft hann í miklum metum en hann var búinn að spila illa síðustu tvö ár og ég er viss um að hann hefði ekki varið þessa bolta sem Mignolet tók í dag. Coutinho er bara frábær og við erum lottó-heppin að hafa fengið þennan dreng! Sturridge: Maðurinn er bara alvöru striker, hann skorar og skorar og er all around framherji sem er unun að horfa á…allir hinir = stóðu sig vel, ég er pínu skúffaður út í Henderson að nýta ekki færin en það kemur vonandi!

  47. Þetta var hrikalega hressandi og raunar skiptir ekki alveg öllu í fyrsta leik hvernig spilamennskan var, við tökum stigunum þremur hvernig sem þau bjóðast.

    Ég las mig mikið til um Stoke og Hughes fyrir leik (upphitun) og get ekki sagt að þeir hafi komið mikið á óvart. Þeir eru með mun betra lið heldur en þeim er gefið credit fyrir og Hughes er greinilega búinn að banna þeim að bomba boltanum fram í hvert skipti sem þeir ná honum. Þeir geta alveg spilað og eru fáránlega hættulegir og góðir í föstum leikatriðum.

    Það var rosalega jákvætt að sjá hvað við náðum oft að galopna vörnina hjá þeim í þessum leik því það hefur alls ekki alltaf verið raunin gegn Stoke. Coutinho er að verða þessu liði álíka mikilvægur og Master lykill er meðal húsverði og það er hrein unun að horfa á hann spila. Hann er ekkert að gera mikið af fíflalátum sem look-a vel en skila engu heldur alltaf að reyna sendingar sem aðrir sjá ekki og/eða geta ekki framkvæmt. Með góða menn fyrir framan sig (t.d. Sturridge/Suarez) eru enginn takmörk hvað hann getur gert. Eins er hann líklega kominn með drauma stjóra í Rodgers sem nýtir hans krafta gjörsamlega. Besti maður Liverpool í dag og næst besti maður vallarins.

    Ég kom inn á það í upphitun að Henderson gæti komið á kantinn þar sem Downing er farinn og það kom því ekki mikið á óvart að sjá hann fá að berjast við kantmenn Stoke. Frábærlega leyst hjá honum í dag, Henderson er að verða afskaplega mikilvægur í þessu liði, sérstaklega gegn svona kraftakalla liði.

    Annars var Lucas að mínu mati næsti besti leikmaður Liverpool í dag og eins og áður lykillinn að bæði góðum varnarleik og sóknarleik. Þegar hann spilar svona sést einna best hvað við höfum saknað hans í fullu formi.

    Kolo Torue er svo á góðu róli með að verða cult hero á Anfield, hann er greinilega vel nothæfur ennþá og meira að segja hættulegur í vítateig andstæðinganna í föstum leikatriðum. Ég vona ennþá að við bætum við miðverði í sumar en ég er samt að fíla Toure mjög vel.

    Spilamennskan var samt ekkert betri en í fjölmörgum leikjum í fyrra og það er áhyggjuefni hvað þetta lið þarf ótrúlega mörg færi alltaf til að skora. Það er greinilega ekki ennþá búið að laga það og eins og oft áður gerðum við okkar allra besta til að missa þennan leik niður

    Tökum ekkert af Begovic sem var frábær í þessum leik en á móti er það ekki tilviljun að markverðir gestanna eiga jafnan besta leik sinn á tímabilinu gegn Liverpool, nýting færa er ekki nógu góð.

    Vonandi er þetta frá Mignolet það sem koma skal því að hann bjargaði gjörsamlega tveimur stigum í dag og mikið óskaplega gæti þetta atvik verið mikilvægt fyrir framhaldið. Það sást alveg greinilega hvað allir voru fegnir og fögnuðu honum vel, persónulega var ég alls ekkert kominn með heilsu svona snemma til að fagna svona hressilega. Æðislegt moment. Við tókum mjög marga leiki undanfarin ár þar sem við söknuðum einhvers extra frá Reina sem skilaði fleiri stigum og það er góðs viti að Mignolet haldi hreinu og verji víti þó hann hafi ekkert verið of sannfærandi í þessum leik annars.

    Fyrir utan þessa varnartilburði Agger á lokamínútunum er samt eitt sem ég náði alls ekki í þessum leik og það kostaði okkur á endaum næstum því leikinn, það er að skipta Raheem Sterling inná í þessa stöðu. Sterling er 18 ára og virðist frekar illa gefinn m.v. aldur. Hann er 20 kíló og hefur lítið í trukka Stoke að gera þegar það á að halda fengnum hlut og stutt eftir. Hann fékk á sig þessa klaufalegu aukaspyrnu sem vítið kom uppúr. Held að Rodgers hafi aðeins sloppið með skrekkinn hvað þetta varðar fyrst allt fór vel að lokum.

    Ég spáði 1-0 fyrir Liverpool í hundleiðinlegum leik og að ég yrði himinlifandii meða það. Sú spá stóðst ekki enda var þetta mjög fjörugur leikur og vel spilaður hjá okkar mönnum. Gríðarlega sáttur við að hafa náð í öll stigin, við erum með fleiri stig núna en eftir fimm fyrstu leiki síðasta tímabils.

  48. babú segir

    Fyrir utan þessa varnartilburði Agger á lokamínútunum er samt eitt sem ég náði alls ekki í þessum leik og það kostaði okkur á endaum næstum því leikinn, það er að skipta Raheem Sterling inná í þessa stöðu. Sterling er 18 ára og virðist frekar illa gefinn m.v. aldur. Hann er 20 kíló og hefur lítið í trukka Stoke að gera þegar það á að halda fengnum hlut og stutt eftir. Hann fékk á sig þessa klaufalegu aukaspyrnu sem vítið kom uppúr. Held að Rodgers hafi aðeins sloppið með skrekkinn hvað þetta varðar fyrst allt fór vel að lokum.

    Tek algjorlega undir þetta, eg botnaði ekkert i þessari skiptingu sjalfur og sagði einmitt þegar hann gaf þessa fáránlegu aukaspyrnu að það yrði típískt að stoke skoraði ut frá þessari aukaspyrnu og svo trylltist ég þegar þeir fengu vítið nokkrum sek síðar….

    Hver var meðalaldur varamanna liverpool í dag svona utan við Brad Jones ? 17 ára eða ? það vantar ennþá breidd það er á hreinu

  49. Ragnar #41

    Hérna geturu horft á allan leikinn… http://livefootballvideo.com/fullmatch/england/premier-league/liverpool-vs-stoke-city#.Ug-6spI8CSo

    Hérna má svo sjá þetta atvik sem þú talar um eftir vörsluna hjá Mignolet. http://farm8.staticflickr.com/7374/9531249056_142a89b68d_o.gif

    Maður fær bara gæsahúð að sjá svona! Það er greinilegt að við ætluðum okkur í stríð gegn Stoke í dag og virkilega samheldni í liðinu. Ef einn fagnar þá fagna allir eins og óðir menn. Rodgers er að ná liðinu uppá tærnar og það er vel.

    Fínn sigur. Ljóst að Aspas er ansi áhugaverður leikmaður – frábær fundur hjá njósnarateymi okkar þarna. Kemur þó í ljós hvernig hann spilar á útivöllum og þegar menn mæta honum af meiri hörku. Kolo Toure á greinilega eitthvað eftir og gæti orðið mjög góður fengur. Mignolet strax farinn að vinna fyrir kaupinu og vel það. Skulum samt ekki alveg missa okkur. Veikleikarnir eru til staðar og ljóst hvar við getum bætt okkur, það er á ýmsum sviðum. Vonandi að Willian fari að detta inn. Þurfum enn 1-2 alvöru kaup til að ná betra jafnvægi í liðið.

    Annars virðist Suarez að róast og lofar að gefa allt sitt 100% þegar banninu lýkur og honum fyrirgefið þetta upphlaup í síðasta sinn ef hann heldur sig frá öllum vandræðum. Við erum þó að verða komnir með hreint allsvakalegt sóknarlið með 4-5 matchwinnera. Góð liðsheild og vel flæðandi spil. Það er farið að verða allt að því unun að horfa á Liverpool spila á ný.

    Sjáum til eftir Man Utd leikinn. Þá fer að komast einhver mynd á liðið og við vitum betur hvers er hægt að krefjast af Liverpool á þessari leiktíð.

  50. Eitt sem sumir (t.d. Viðar #54) koma inn á með Enrique og ég er alveg sammála; það er ekki eins og við séum eitthvað háðir overlaps, endalínuhlaupum og slíku. Byggjum meira á possession og þræðingum gegnum miðjuna (meistari Coutinho). Held að við þurfum alls ekki einhverja svakalega sóknarbakverði í þetta plan.

    Auðvitað er flott að hafa bakverði sem gera bæði (halló, Johonson!), en líklega ekki krítískt. Með tvo góða miðverði + Lucas upp á sitt besta værum við samt alveg stórhættulegir í þannig aðgerðum. Það vantar samt alveg TVO menn upp á það. Væri þeim pening samt best varið í þann farveg? Ég er ekki svo viss!

    Kolo er flottur og Mignolet hefði ekki getað byrjað sinn LFC feril betur. Starting 11 er hreint ekki slæmt. Maður hefur frekar áhyggjur af breiddinni m.t.t. meiðsla og banna.

    Þetta verður mjög áhugavert tímabil, svo mikið er víst. Hóflegar væntingar, en væntingar þó.

  51. Mjög áhugavert viðtal hérna við Kolo Toure. http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2395644/Kolo-Toure-speaks-Martin-Keown-Liverpool-Manchester-City-hell.html

    Segir m.a. að Coutinho sé besti leikmaður Liverpool (betri en Suarez) og að við séum sterkari en Man City liðið var þegar hann fór þangað. Liverpool geti því unnið ensku deildina á næstu árum eins og City gerði. Líka inside information þarna um hvernig Rodgers er sem þjálfari.

    Svona tala bara alvöru leiðtogar hoknir af reynslu sem vita hvað þarf til að vinna fótboltaleiki og titla. Hann á eftir að koma með mikla ró og yfirvegun á varnarleikinn okkar, hvort sem hann verður stöðugt í byrjunarliðinu eða ekki. Greinilega mjög trúaður og ofurstabíll gaur. Gæti lúmskt orðið ein mikilvægustu kaup Liverpool í langan tíma ef honum að tekst að smita samherja af rétta spennustiginu og trú á sjálfa sig.

    p.s. Mikið djöfull er æðislegt að vinna þetta helvítis Stoke lið. Æ lov it!

  52. AEG Mjög gaman af þessu gif þegar þeir fagna allir Mignolet.

    Þetta viðtal við King Kolo Toure er svo helvíti gott líka, hann er með allt á hreinu og maður trúir því að hann sé mjög ánægður með að vera kominn til Liverpool. Varðandi Suarez/Coutinho þá reyndar kemur fram að hann hafi frekar lítið æft með Suarez og því kannski ekki alveg að marka en ekki ónýtt að sjá hann hrósa Coutinho svona.

    Hér er svo framlag Coutinho í leiknum http://www.dailymotion.com/video/x139oa5_philippe-coutinho-vs-stoke_creation

  53. Takk fyrir mig Liverpool mjög sáttur eftir þennan leik og ég er samála með þessa skiptingu á Aspas og sterling hann getur ekki blautan á móti svona sterku liði en allt fór vel að lokum sem betur fer 😀 YNWA

  54. Magnad ad Jonathan Walters skuli take þessar vítaspyrnur Stoke!
    Hann klúðraði nokkrum á síðasta tímabili og hann þrumar boltanum fyrst í grasið í þessari.
    En flott spil hjá okkar mönnum í gær og það fer bara að verða tímabært að splæsa í næstu upphitun!

  55. Komnir með fleiri stig en úr 5 fyrstu leikjunum í fyrra. Gott mál.

  56. Þakkir fyrir leikinn Ísak!

    Flott frammistaða hjá nýju mönnunum og frábær sigur…Stoke er ekkert djók.

  57. Frábær skemmtun frá byrjun til enda.

    Ég var nokkuð ánægður með spilamennsku okkar manna, maður sér greinilega hvað Rodgers er að reyna að gera með þetta lið. Stórskemmtilegur sóknarbolti, hraði, gott spil og allt sem gleður Liverpool hjartað mitt.

    Liverpool maður leiksins var að mínu mati Lucas Leiva, loksins, loksins, loksins, sá ég Lucas sem spilaði fyrir okkur fyrir 2 árum, þvílíkt skrímsli á miðjunni! Hann lét Stoke-arana aldrei í friði, las leikinn vel og komst oft í milli í sendingum, akkúrat maður sem við þurfum á móti svona líkamlegu sterkum liðum.
    Hérna er frammistaða hans í gær, algjörlega frábær.

    http://www.youtube.com/watch?v=9N8Tvcz6fHo

    Ég er síðan sammála Babu með skiptinguna á Sterling, hana skildi ég ekki. Þessi litla písl (þó hann hafi aðeins bætt á sig í sumar) á ekkert erindi inná völlinn í svona stórkallabolta, Ibe hefði passað betur, þó hann sé ungur og óreyndur, þar sem að hann er líkamlega sterkari en Sterling.

    Það var síðan gæsahúð um ALLAN líkamann þegar Mignolet varði vítið, djöfull sem okkur vantaði svona atvik seinasta vetur, markvörslur sem vinna leiki, töluvert síðan maður hefur upplifað svoleiðis.

    Begovic átti síðan stórleik í marki Stoke, t.a.m. hefði Henderson líklega skorað 3 mörk á flesta aðra markmenn í Ensku deildinni, en Begovic var ótrúlegur í þessum leik.

  58. 72: sammála. Það sást vel í endursýningum að lang flest þessara skota á markið voru mjög góð, t.d. hefði aukaspyrnan hans Gerrard einhverntímann hafnað í markinu. Sama má segja með stangarskotið hjá Henderson sem Begovic hafði putta á. Og markið hjá Sturridge var þess eðlis að hann þurfti að hitta í gegnum klofið á varnarmanni og á lítið frímerki neðst í horninu á markinu, annars hefði þetta ekki verið inni.

    Manni finnst að í fyrra hefði þessi leikur líklega farið 1-1 eða jafnvel 1-2. Nú er eins og það sé meiri lukka yfir hópnum. Veit á gott.

  59. Menn hérna á spjallinu verða aðeins að ná sér niður, við vorum að spila á móti Stoke! Þessi leikur á að vera skildusigur og ekkert annað. Næsti leikur er á móti Villa og það verður hörku leikur og eftir það er Man Utd í deildinni og í þeim leik sjáum við úr hvað Liverpool eru gerðir.

  60. Nr. 74
    Eru margir eitthvað að fara langt fram úr sér þó við séum öll mjög ánægð sigur í fyrsta leik til tilbreytingar sem og góða frammistöðu?

  61. nú hvar hefur þú verið síðustu 12 ár þar sem liðið hefur ekki unnið opnunarleik. Ofan á það hafa þessir blessuðu skyldusigrar ekki verið aðal vandamáliið síðustu árin. Hugsaðu nú áður en þú talar

  62. Hehehe.. Verðum að ná okkur niður hérna! Það er alveg ljóst að við megum ekki hrósa liðinu eftir góðan sigur á erfiðu liði Stoke-ara.

    Annars er mín tilfinning fyrir þessu tímabili góð. Vonbrigði umferðarinnar eru Swansea og Arsenal (mér er svo sem alveg sama þótt þessi lið tapi) þar sem þau gátu gert miklu betur á heimavelli.

    Það er greinilega krísa í herbúðum Arsenal og það kæmi mér ekkert á óvart að stórra tíðinda væri að vænta þaðan á næstunni.

    Þó svo að mótormouth sé oft óþolandi þá þorir hann að segja það sem hann hugsar. Ég get verið sammála honum með þessa skoðun hans:

    http://visir.is/mourinho–ekki-mikid-varid-i-sidustu-tvo-meistaralidin-a-englandi/article/2013130819250

    Ef okkar menn spila sinn góða bolta og sleppa vel við meiðsli í vetur að þá tel ég mjög góðan séns á einu af topp fjögur sætunum.

    P.s. Ég get ekki fengið leið á að horfa á fögnuð strákanna okkar þegar Mignolet varði vítið. Þetta bar vitni um mikla samheldni og mikinn sigurvilja!
    Blandan í liðinu okkar er mjög góð, mikið af frábærum ungum leikmönnum með nokkra reynslubolta sem eru einstakir íþróttamenn sbr. Gerrard og Toure.

  63. Via Times

    Willian will decide by tomorrow whether to move to Tottenham Hotspur after they hijacked his proposed move to Liverpool last night.

    Spurs could break their transfer record for the third time this summer after offering about £27m for the Brazil attacking player.

    LFC have made a similar bid and Willian, who is expected to arrive in this country today, has asked for time to consider the offers.

    Spurs have had a longstanding interest in Willian but privately were admitting defeat to LFC on Friday. Things gathered pace Sunday.

    LFC have pursued Willian vigorously and there is no suggestion from them that they are ready to walk away from a battle.

    Ekki erum við að tapa enn einum til Spurs?

  64. Sælir félagar

    Ég verð brjálaður ef LFC lætur Tottarana taka sig enn eina ferðina í ósm …. ……. Ef metnaður manna er ekki meiri en svo að þeir láti hirða Willian fyrir framan nefið á sér bara fyrir ákvörðunarfælni, nísku og aumingjaskap þá verður mér nóg boðið. Og ég sem ætlaði ekki að tjá mig um laikmannagluggann fyrr en eftir 3. sept . . . Ef til vill hefði ég átt að sleppa þessarri færslu . . . ?

    Það er nú þannig

    YNWA

  65. Lucas & Coutinho redda þessu. Er nokkuð Brassi í tot? til að tala Willa til.

  66. 82

    Paulinho, besti maðurinn á vellinum á móti Crystal Palace í dag.

  67. Frikki #83

    Alveg rétt en er Paulinho ekki of leiðinlegur..?

  68. 85

    Leiðinlegur eða ekki, hann er allavega í brasilíska landsliðinu. Svo er Sandro þarna líka. Þeir hafa nú verið nær þessu landsliði en okkar tveir. Ekki viss um ég mundi vilji skipta samt sem áður. Lucas og Coutinho voru ekki slæmir á móti Stoke.

  69. Sælir

    Getur einhver sagt mér hvort það sé eitthvað vit í þessum pakka hjá 365 http://www.365.is/ Bolti, net og sími á sirka 12þús? 40gb og 50mb/s í ljósneti

    Eru einhverjir hér inni búnir að skella sér á þetta?

  70. Þetta tilboð er villandi í besta falli. Það vantar inn í þetta línugjald fyrir netið og leigugjald routers auk þess sem það er engin grunnþjónusta með í sjónvarpi (engar aðrar stöðvar nema þá kannski rúv) auk þess sem að það fylgja einungis 10GB sem duga fæstum.

    Með því að stækka netið í 40GB, borga línugjaldið og fá grunnþjónustu á myndlykilinn þá er þetta verð upp á 14.500 kr. ca.

    Þess fyrir utan þá er 12 mánaða binding því þarf að kaupa sport 2 yfir sumarið líka.

  71. Update af Willian, Man Utd er buid ad heltast ur lestinni og LFC og Spurs hafa bædi fallist á ad greida GBP 28m fyrir pilt. Talid ad hann muni taka akvordun á næstu tveimur solarhringum skv. Echo
    http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/liverpool-fc-still-hunt-30m-5749250
    Þad er ljost ad Spurs eru þegar farnir ad eyda Bale peningnum (Soldado, Paulinho og nu Willian) og þvi þarf bara ad sannfæra Willian um ad þad se meira spennandi ad spila med Coutinho, Lucas, Suarez, Sturridge og Gerrard frekar en Paulinho, Sandro, Soldado, Dembele og Gylfa.

  72. Jæja!

    Aly Cissoko í læknisskoðun á Melwood í dag, segja menn

    Billy Liddell ?@Liddellpool 17m
    Aly Cissokho is set to undergo a medical today #LFC

    Og svo á víst Willian að ákveða sig á næstu tveimur dögum hvort hann fer til spurs eða til Liverpool!!

    Það virðist allavega vera nokkuð ljóst að a: Financial fair play virkar ekki samkvæmt því sem spurs eru að gera.
    b: G.Bale virðist að öllum líkindum vera að fara.

    Er enginn hérna með áreiðanlegar heimildir?!

  73. Nú getur maður ekki beðið eftir næstu helgi.

    Langt síðan maður hefur getur talað upp toppslagi þannig að það er um að gera að njóta augnabliksins til fulls.

    Toppslagur tveggja taplausra liða Aston Villa-Liverpool á laugardaginn.
    Þrjú stig í þeim leik gæti jafnvel boðið uppá annan toppslag helgina á eftir milli Liverpool-Man Utd.

    Áhugaverðar staðreyndir:

    Liverpool hefur nú ekki tapað leik í deildinni í fimm mánuði!
    Liverpool hefur haldið hreinu í fjórum af síðustu fimm leikjum!
    Með Kolo Toure í vörninni hefur lið hans haldið hreinu í 102 leikjum af 308!

    Alveg sama hvað menn segja ég ætla að fljúga eins hátt og ég get meðan ég hef byr undir báða vængi. 😉

Byrjunarliðið komið!

Opin umræða – Willian að ákveða sig