Lokadagur gluggans 2013

KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD Í OKTÓBER!
SMELLTU HÉR FYRIR FREKARI UPPLÝSINGAR!

(Ath.: Nýjustu uppfærslurnar koma efst í færslunni.)

Uppfært 23:00 (Babu)
Þá hefur þessum glugga verið lokað og óhætt að anda aðeins léttar. Ayre og Rodgers voru ekki mikið að stressa sig á þessu í dag og eru fyrir löngu mættir á barinn að fagna afmæli Bill Shankly. Annar dagurinn í röð hjá Ayre og fyrir mér á hann það skilið.

Eins hundleiðinlegt og það er nú að horfa á þetta svona þá er stærsta málið fyrir okkur í sumar að halda Luis Suarez og það án þess að úr yrði mikið drama í dag. FSG koma gríðarlega sterkir frá þeirri sápuóperu. Eins er Martin Skrtel áfram sem gefur okkur mikla breidd í vörninni.

Fagmaðurinn Hjalti Magg tók þetta lista vel saman í ummælum við þessa færslu og segir mest allt sem segja þarf um muninn á Liverpool í sept 2013 vs Liverpool í sept 2012. Við vorum ekki á toppnum í fyrra og vorum ekki að lána okkar dýrasta mann án þess að fá neinn í staðin í dag. Bara það er frábært.

Helsta óvissu atriðið er Victor Moses sem er klárlega ekki alveg það sem við vorum að vonast eftir þegar Liverpool var orðað við Mkhitaryan og fleiri í þeim klassa en vel skiljanleg viðskipti. Sterkur og hungraður leikmaður sem þekkir að spila svipaðan leikstíl og Rodgers vill spila. Hann er töluvert mikið betra en ekki neitt og vonandi skoðum við þessa stöðu aftur í janúar.

Af andstæðingum okkar hafa hin liðin auðvitað styrkt sig í dag.

Arsenal fær Özil sem er rosaleg viðbót og ætti að smellpassa í það lið. Flamini skrifaði einnig undir fyrir stuttu og er leikmaður sem þeim hefur vantað í mörg ár.

Everton er búið að selja Fellaini á topp pening en halda Baines ásamt því að strykja sig gríðarlega með Lukaku á láni og McCarthy frá Wigan og Barry frá City. Þeir eru miklu sterkari núna m.v. síðasta tímabil.

Man Utd voru skemmtiatriði dagsins rétt eins og gærdagsins en koma á endanum sæmilega frá þessum glugga. Fellaini kemur til að fullkomna breytingu á þeirra leikstíl og Fabio Contreao fylgir með á láni frá Real.

Tottenham seldi svon Bale mjög óvænt til Real og keypti ekkert í staðin, sko ekki í dag.

Þetta er svona það helsta. Eins og á mörgum öðrum sviðum erum við að horfa á stórbætingu á Liverpool milli ára í þessum gríðarlega langa sumarglugga.

Mikið er gott að hann er núna lokaður.

Uppfært 20:06 (Kristján Atli)

Jæja kvöldinu virðist vera lokið snemma hjá okkar mönnum í ár, rétt eins og fyrir ári, nema að í þetta skiptið eru allir rólegir því það er löngu búið að ganga frá öllum dílum. Það sem lék helst vafi á var hvort Shay Given kæmi á lánssamningi til okkar en nú fyrir skemmstu voru fjölmiðlar að staðfesta að það gerist ekki þar sem Given vill ekki lækka í launakostnaði.

Við erum því búnir með okkar viðskipti þetta árið. Við tökum þetta að sjálfsögðu saman í lok gluggans seint í kvöld eða á morgun en ég held að ég geti með nokkurri vissu spáð því að flestir séu sáttir við þennan glugga. Auðvitað getur maður alltaf beðið um meira – varnarsinnaður miðjumaður til að keppa við Lucas og annar klassa sóknarmaður hefði gert mig 100% ánægðan – en ég er samt hæstánægður með það sem við fengum í sumar.

Það urðu á endanum talsvert miklar breytingar á hópnum. Alls fóru sjö leikmenn á sölu og sex á láni og í staðinn keyptum við sex menn og fengum tvo að láni. Það eru ágætis viðskipti. Hér eru nýliðarnir:

BTKHzIaCUAEzYRv.jpg-large

Ég er sáttur.

Uppfært 15:04 (Maggi)

Nýjar brottfararfréttir!

Dani Pacheco tilkynnti nú rétt áðan á twitter að hann væri að ganga til liðs við AD Alcorcon í spænsku B-deildinni. Ekkert lán, heldur varanlegt. Þar með lýkur ferli leikmanns sem sennilega er eitt mesta drop-down í sögunni miðað við væntingar. Leit frábærlega út hjá unglinga- og á tímabili varaliðum en gat beinlínis aldrei neitt í þeim leikjum sem hann fékk með aðalliðinu. En við óskum honum auðvitað alls hins besta.

Uppfært 14:02 (Maggi)

Umræðan hefur róast verulega frá ansi öflugum morgni. Það þýðir yfirleitt silly season og nú fara þyrlurnar og leigubílarnir að detta inn! Nokkrar óáreiðanlegar twitterfærslur segja að við höfum sent inn fyrirspurn um stöðu Juan Mata, en enginn “alvöru” heimildamaður kominn af stað með það. Opinbera síðan hefur ekki tilkynnt neitt um Borini, en það er talið hanga á Sunderland sem vilja losa Sessegnon til WBA áður en þeir klára Borini.

Svo er sama óáreiðanlega slúður að tala um að Napoli sé að bjóða í Martin Skrtel…en þetta allt er partur af silly season krakkar mínir og ekkert alvöru ennþá.

Uppfært 12:03 (Maggi)

Liverpool Echo staðfestir það að Borini sé farinn á láni til Sunderland þar sem hann fær spilatíma. Ég held að við verðum að vonast til þess að strákurinn fái mínútur og nái sér á strik því kaupmiðinn á honum lítur illa út miðað við þær frammistöður sem við höfum séð frá honum hingað til.

Að mörgu leyti skiljanlegt en viðurkenni það að ég vona að þetta þýði að menn séu að skoða eina sóknartýpu í viðbót í dag.

Uppfært 10:43 (Maggi)

Twitter logar nú af þeim fréttum að Fabio Borini sé mættur til Sunderland til að fara í medical og ganga frá lánssamningi út tímabilið. Hávær umræða var um það í gær og virðist hafa verið á rökum reist.

Uppfært 10:27 (Maggi)

Þriðji til leiks er síðasti “stúkubróðirinn” frá í gær, Victor Moses er mættur á Anfield á eins árs láni frá Chelsea. Talað um að þetta lán kosti okkur 1,5 milljónir punda og engin klásúla um kaup að láni loknu.

Moses er 22ja ára landsliðsmaður Nígeríu, lék í fyrra 42 leiki með Chelsea og skoraði 10 mörk, leikmaður af kaliberi sem ætti að eiga stórt hlutverk í okkar liði. Þar með eru þær fréttir sem við vissum orðnar staðfestar og nú er að sjá hvað rússibaninn býður uppá í dag.

Uppfært 8:51 (Maggi)

Næst kynnumst við Mamadou Sakho, 23ja ára frönskum landsliðsmanni sem kostar á bilinu 14 til 18 milljónir punda. Hefur lengst leikið sem hafsent en líka leyst stöðu vinstri bakvarðar.

Ian Ayre kemur svo með orðið hans Steina – “marquee signing” um þennan strák og þar er ég sammála. Hér er kominn maður sem ætti að verða annar fyrstu hafsenta okkar og nú er að sjá hvort innkoma hans kallar á einhverja brottför. Sjáum til.

Hann hrósar LFC og aðdáendum í botn og markmiðið er einfalt. Meistaradeildarfótbolti!

Uppfært 7:46 (Maggi)

Fyrsta leikmannakaupastaðfesting dagsins er er komin á opinberu síðuna og við byrjum á að kynnast Tiago Ilori, 20 ára portúgölskum varnarmanni sem við erum að kaupa frá Sporting Lissabonn.

Í stuttu máli þá er hann óskaplega glaður að vera kominn, hann talar reiprennandi ensku og segir Jamie Carragher hafa verið innblástur sinn. Fín byrjun hjá stráknum sem kostar á milli 6 og 8 milljónir punda, eftir því við hvern er talað.

Velkominn Tiago, frábært að vera aftur með Portúgala hjá LFC!

Uppfært 5:00 (KAR): Það er vert að minna á að lokadagur gluggans er sá tími ársins sem að Twitter borgar sig með vöxtum. Ef þið viljið fylgjast með hlutunum í rauntíma mæli ég með að þið skráið ykkur á Twitter og fylgið okkur pennum Kop.is og um leið skoðið hverjum við erum að að fylgjast með. Hlutirnir gerast nær alltaf fyrst á Twitter:
@kristjanatli
@einarorn
@BabuEMK
@MaggiMark
@SSteinn


Þá er komið að síðasta degi félagaskiptagluggans sumarið 2013! Þetta hefur verið annasamt sumar hjá Liverpool og stefnir í annasaman dag líka. Reyndar er ekki víst að nokkuð komi á óvart í dag þar sem við vitum um flest þau nöfn sem verða á ferðinni til og frá Melwood í dag. Væntanlega verða staðfest kaup á Mamadou Sakho og Tiago Ilori sem og lánið á Victor Moses, og þá er talið líklegt að Fabio Borini (Sunderland) og Andre Wisdom (Wigan) verði lánaðir frá félaginu. Sjáum hvort eitthvað óvænt leynist utan þessara nafna en það verður þó nóg að gera hjá okkur að bíða eftir þessum staðfestingum í dag.

Byrjum daginn allavega á sönnunargögnum. Hér eru tvær myndir af þeim félögum Moses, Ilori og Sakho í stúkunni á leiknum í gær þegar Liverpool vann Manchester United og skellti sér á topp Úrvalsdeildarinnar. Var ég búinn að nefna að við unnum United í gær?

moses_sakho_ilori_2

moses_sakho_ilori

Við uppfærum þessa færslu fram yfir lokun gluggans eins og venjulega. Þetta er opinn þráður þannig að menn geta rætt það sem þeir vilja. Vonandi gengur allt saman að óskum í dag. Svona eins og í gær, þegar við unnum Manchester United og skelltum okkur á topp Úrvalsdeildarinnar. Þess vegna erum við einmitt á toppi Úrvalsdeildarinnar í dag, sko, af því að við unnum United skiljiði.

178 Comments

  1. Liðsandi og samheldni hefur öðlast nýja merkingu fyrir manni í dag…

    Þessi sigur á man. Utd. Gat ekki veit betra tribute fyrir bill shankly

  2. Y N W A – J U S T I C E 4 T H E 9 6

    I N B R E N D A N W E T R U S T –
    S H A N K L Y 1 0 0 Y E A R S –

    ands never the last….

    - L F C **4** L I F E -

  3. Bbc aa twitter segir real vilja suarez.

    Okei ef suarez er að fara ætla eg að vona að okkar menn fari fram a svipaða upphæð og real greiðir fyrir bale og seu auk þess klarir með 2 frábæra arftaka.

    Frábært að fa þessa þrja leikmenn sem eru a leiðinni en komi þeir og suarez seldur og ekkert annað inn þa er glugginn risa martroð og sama uppi a teningnum og fyrir ari siðan semsagt við með einn senter en i þetta skipti sturridge en ekki suarez.. þessi dagur gæti orðið stress.

    Arsenal að fa ozil, a maður að trua þvi ?
    Getum við ekki bara fengið bæði ozil og benzema i skiptum fyrir suarez…

  4. Vil allsekki lána Andre Wisdom, hann tók þátt í að vinna mu, eða unnum við þá ekki í gær? Mér finnst hann fínn, en kannski er einhver betri að koma.

  5. Jæja Tiago Ilori staðfestur! Verður spennandi dagur, svo ekki sé meira sagt!

  6. Ef þeir sækjast á eftir suarez þá vil ég fá Di Maria og Benzema. En helst halda honum.

  7. Vakta allir netvefinn,

    veröldin er oft grimm.

    Að mér læðist enn efinn –

    F5 F5 F5.

  8. Ef Suarez fari til madrid þa væri það eina að viti að semja um að fa özil og de maria plus um 10 m£ það væri finnt að na özil undan nefi arsenal styrja hopinn og losna við óánægðan leikmann,

    Þó suarez se an vafa okkar besti maður þa hefur sigurhlutfallið með honum i liðinu ekki verið eins gott og án hanns, af hverju ætli það sé???

  9. Varðandi það að lána Wisdom… Þarf ekki að hafa Wisdom sem back-up fyrir Glen Johnson? Fór ekki Glen meiddur af velli í síðasta leik?

  10. Sakho mættur

    [img]https://fbcdn-photos-a-a.akamaihd.net/hphotos-ak-prn1/1175193_639783472720332_1148514403_n.jpg[/img]

  11. Flott að lána Wisdom þó svo að hann sé backup fyrir Johnson, hann þarf að fá að spila til þess að verða betri, ég hef massa trú á þeim dreng.
    Kelly verður svo backup fyrir Johnson og svo er spurning hvort að þessi Ilori geti ekki spilað í hægri bakverðinum.

    En Sakho og Ilori komnir í dag og svo kemur Moses væntanlega næst inn um hurðina.
    Svo koma óvæntu kaupin seint í kvöld 🙂

  12. Veit einhver hvað talið er langt þar til Glen Johnson nær sér af þessum meiðslum?

  13. Og hérna er það orð Marquee signing sem við oft búinn vera heyra allt sumar síðan Brendan Rodgers sagði í viðtal hann vildi fá Marquee signing:

    “He’s an important marquee signing for us. It was a difficult one to do and it was a difficult one for us to get, but I’m very pleased that we’ve been able to attract him to the football club. – Ian Ayre um Sahko.

    Heimild: http://liverpoolfc.com/news/latest-news/144060-we-ve-got-a-strong-group-for-the-future

  14. Væri til í að sjá einn varnarmiðjumann mæta á svæðið fyrir lokun gluggans. Finnst að Lucas þurfi að fá virkari samkeppni inná miðjunni en sú var tíð að við gátum valið Mascherano, Alonson og Lucas í stöðu varnarmiðjumanns. Það er hægt að færa ýmis rök fyrir kaupum í þessa stöðu. Allir leikmenn þurfa samkeppni til þess að bæta sig og halda sér á tánum. Lucas hefur ekki enn náð sér 100% líkamlega eftir erfið meiðsli og óvíst hvort að hann sé tilbúinn að spila alla leiki liðsins í vetur. Of mikið álag gæti leitt til frekari meiðsla. Í dag samanstendur miðjan af Luis Alberto, Steven Gerrard, Jordan Henderson, Lucas Leiva og Joe Allen. Það blasir við að meiri breidd þarf inn á þetta svæði. Í dag eigum við fjóra heila miðjumenn. Það væri ekkert sérstaklega gaman að hugsa til þess ef Lucas og Gerrard yrðu frá á sama tíma.

  15. Er ekki hægt að fagna því örlítið að Liverpool er ekki búinn að kaupa neinn ofmetinn breta á uppsprengdu verði í þessum glugga. Þegar Moses kemur verður hann fyrsti bretinn sem kemur í sumar og við erum búnir að losa okkur við fjóra.

  16. bond, Moses er talin til breta þar sem hann byrjaði hjá Cristall palace áður en hann varð 17 ára

  17. Fínt að fá þetta staðfest svona snemma um daginn, þá er maður ekki með kvíða hnút allan daginn yfir þessum leikmönnum, hvort þeir komi eða ekki.

  18. Ég er samt með áhyggjur af Suarez og Real, af hverju senda þeir Suarez ekki bara í launað frí til lands með enga tengingu við umheiminn þangað til á morgun.
    Ég er skítsmeykur um að Real komi með eitthvað fáranlegt tilboð sem þeir eiga erfitt með að hafna.

  19. Af hverju óttast menn brottför Suraez á þessum tímapunkti?
    Er eitthvað sem segir að Real séu að fara að eyða 40+ í viðbót við þessar 80+ sem fóru í Bale?

    Ég er rock solid á því að ef Suarez fer þá verður það ekki fyrr en í fyrsta lagi janúar.

    Annars frábært að fá staðfestingu á þessum þremur köppum sem voru í stúkunni í gær 🙂

  20. Já Bond rétt hjá þér, hann gat samt valið á milli landsliðanna Nigeríu og Englands þannig að við skulum segja að hann er hálfur breti enda uppalinn hjá Crystal Palace og spilaði með yngri landsliðum Englands.

  21. Leit snöggt á þessa mynd af Ilori á heimasíðunni og hélt að við hefðum ruglast og keypt Bruno Mars…

  22. Moses staðfestur.

    Er þá fjörið búið?? Eru ekki peningar fyrir annað marquee signing ala Ayre?? 🙂

  23. Fjörið er rétt að byrja, Shay Given to LFC could go to the wire 🙂

  24. Moses genginn í raðir Liverpool, er þetta þá ekki orðið gott í dag? Maður þarf að vinna.

  25. Frábær gluggi!! Búinir að styrkja vörnina (sem hélt hreinu þegar við unnu Man Utd í gær) og fáum svo kantmann í kaupbæti. Ég er alla vegana saddur en spurning hvort Ayre komi með einhvern desert í dag?

    P.s við unnum Man Utd í gær og erum efstir í deildinni 🙂

  26. Ánægður með kaupin okkar þetta sumarið….

    En þetta er sorglegt fyrir Southampton:
    We’ve been asked how much money Southampton will make from the Gareth Bale transfer.

    The answer is absolutely nothing.

    Saints did have a 25% sell-on clause in the deal to sell Bale to Tottenham, but is was renegotiated when the south-coast club were in deep financial trouble.

    As part of the new deal, Saints got Spurs goalkeeper Tommy Forecast.

    Daniel Levy is some sort of arch-negotiator.

  27. Það þarf bara að hringja í Madrid og segja þeim að Suarez sé ekki til sölu, og byðja þá svo um að skila Alonso heim.

    Þá erum við að fara tala saman.
    þessi vörn er ekki að fara fá mörg mörk á sig og með Alonso með okkur þá er þetta 1 sæti frátekið út þessa leiktíð.

  28. Finnst engum öðrum skrítið að Rodgers er ekki að tala við þessa náunga fyrr en þeir eru komnir til Liverpool? Get ímyndað mér að það geri vinnu Ayre óneitanlega erfiðari, en sigtar vissulega þá út sem koma vegna Liverpool nafnsins, en ekki “verkefnisins”. Eða er þetta bara svona?

  29. Engin Afríkukeppni árið 2014, verður 2015. HM í fótbolta 2014, ætti að nægja.

  30. Magnað að fylgjast með uppsveiflunni hérna.

    LFC sem menn töluðu um fyrir örfáum dögum að myndi í mesta lagi berjast um fimmta sætið, hefur núna verið í umræðunni sem meistara-kandídatar.

    Við skulum ekki fara fram úr okkur í gleðinni, þá verður höggið meira ef það kemur.
    Næsti leikur er á móti Swansea. Það skiptir mestu máli í heimi núna!

    Borini að fara á láni til Sunderland?
    Scott Wilson ?@Scottwilsonecho 5m
    Fabio Borini has arrived at the Academy of Light – poised to complete a season-long loan from Liverpool. #SAFC

    Frábær gluggi hjá FSG og BR og fuglabjargið hefur þagnað.

  31. skil ekki þessar svakalegu áhyggjur af Suarez. Það er ekkert verið að fjalla um það á stærstu sportsíðunum. Auk þess myndi John W. Henry líta vægast sagt illa út miðað við fyrri yfirlýsingar ef hann myndi fallast á slíka sölu. Í raun yrði hann bara aðhlátursefni. Ef og þá meina ég EF svo ólíklega færi að Suarez yrði seldur í dag þá myndum við fá a.m.k. tvo toppmenn frá Real Madrid í staðinn. Þó að Henry myndi líta illa út þá væri mér persónulega slétt sama, þ.e. ef við fengjum tvo toppleikmenn og byrjunarliðsmenn í staðinn fyrir hann.

  32. Xabi Alonso er meiddur núna í einhverja 2-3 mánuði þannig að hann er ekki á leiðinni þótt það væri mjög vel þegið að fá hann til baka

  33. eru engar umræður neinsstaðar um að Wisdom sé að fara á láni til Wigan? Menn töluðu eitthvað um það fyrir helgi ef allt gengi eftir, þar sem Rodgers vill víst að hann spili reglulega bolta. Oftar en a.m.k. fyrir LFC og þá í sinni stöðu sem hafsent.
    Í ljósi transfera í dag spilar hann þá helst sem bakvörður fyrir LFC.

  34. Þurfum við samt ekki að hafa backup fyrir Johnson? Vonandi fer Kelly að verða fit en ég myndi frekar vilja halda Wisdom uppá öryggið!

  35. Nokkuð sáttur við þau kaup sem eru komin þó svo að maður myndi nú ekkert vera á móti því að sjá ein góð kaup í viðbót, kemur þó í ljós hvað verður með Suarez.

    En ég sé að margir LFC aðdáendur hafa nefnt að þeir vilji einn leikmann í viðbót við þessa þrjá sem komu í dag en hvaða leikmann??? Yarmalenko eða einhvern annan?? Sé það bara ekki gerast nema Suarez fari en bíð (hæfilega) spenntur

  36. Hvað er málið með þetta lán á Borini. Það er ekki eins og við séum með strikera í röðum. Ef sturridge meiðist þá er það bara Suarez eftir.

  37. Er ég einn um að það finnast furðulegt að fara inn í tímabilið með einungis tvo framherja?

  38. Er ekki Moses sóknarmaður? þannig að ef Suarez verður kyrr að þá erum við með þrjá sóknarmenn allavega fram að janúar.
    Annars líst mér bara vel á þessa gæja sem eru að koma núna og verður spennandi að fylgjast með næsta leik í deildinni þar sem nú er að koma sá kafli sem ég hef alltaf mestar áhyggjur af sem eru „litlu liðin“. Vona að BR sé búin að kryfja þá grýlu vel.

  39. Aspas getur einnig spilað fremstur, þannig að Sturridge, Suarez og Aspas.

  40. Er ég einn um að það finnast furðulegt að fara inn í tímabilið með
    einungis tvo framherja?

    Suarez, Sturridge, Aspas (Svo hefur Moses spilað sem fremsti maður). Borini væri líklega fjóðri kostur (fékk ekki mín gegn N. County) og þarf á mínútunum að halda.

    En ég hefði ekkert á móti því að fá einn kannt/striker inn í viðbót. Sjáum til í jan.

  41. Fjallið tók joðsótt og það fæddist lítil mús… Þannig má lýsa farsanum sem er búinn að vera á þessu silly seasoni fram að þessu..

  42. Borini hefur nú ekki beint verið að heilla mann þannig að ég held að lánssamningur hjá liði í úrvalsdeild sé góð lausn fyrir hann og klúbbinn. Vonandi að öðlist reynslu og komi sterkur tilbaka á næsta tímabili.

    Suarez, Sturridge, Aspas og Moses geta allir spilað níuna.

  43. All for it að lána Borini, hann myndi bara vera fringe spilari hjá LFC, vonandi fær hann góðan tíma til að þroskast hjá Sunderland. Hann skilur vonandi DiCanio betur en margir aðrir þarna 🙂

    Gangi honum bara vel.

  44. Ég er gjörsamlega í skýjunum yfir kaupunum á Mamadou Sakho. Ég held að þessi maður sé einn af allra bestu CB í boltanum og 18m vera gjöf en ekki gjald. Varnarmenn eru aldrei eins spennandi leikmenn og framherjar eða sóknartengiliðir en þessi staða er alls ekki síður mikilvægari en CF. Skoðum bara sterkustu lið ensku deildarinnar sl. ár:

    Man Utd. “var með” Rio Ferndinand. Hann var besti miðvörður deildarinnar í langan tíma og Ferguson lagði mikla áherslu á að fá hann og borgaði ca 30m punda (2002 !!!)

    Arsenal : Tony Adams, Sol Campell, Kolo Toure (þarf ekkert að tala um þessa menn voru kallaðir The Invincibles þegar þeir töpuðu ekki leik í langan tíma)

    Chelsea : John Terry, Ricardo Carvalho, Alex og David Luiz (ég hef ekki tölu á hvað þessir varnamenn kostuðu Það þurfti allavegana að selja mikið af olíu og gasi til að safna fyrir þeim :

    Liverpool 2013 : Daniel Agger, Mamadou Sakho, Kolo Toure !!!

    Toure er kannski kominn á aldur en við sáum í fyrstu leikjunum að hann er ennþá með þetta og frábært backup.

  45. Þetta er jákvætt sem komið er og samanborið við gluggann fyrir ári síðan þá eru við að horfa á framfarir. Væri til í eitt surprice fyrir lok gluggans.

  46. Er sáttur við innkomurnar en er smá hissa á því að þeir láni Borini án þess að vera að reyna að fá sóknarþenkjandi leikmann inn í dag, Moses kemur inn en sé það meira fyrir Downing 😛

  47. 13:08 DOSSENA’S BACK

    Former Liverpool left-back Andrea Dossena has joined Sunderland from Napoli.

  48. Ég bara gæti ekki verið meira sammála en honum Hadda (60), enda hefur þessi staða ekki verið í alvöru gæðum síðan Hip-Car voru saman, þessi kaup gera það að verkum að nú verða menn að spila mjög vel til að halda sæti sínu í liðinu sem er mjög gott. Svo að lokum, það er gott að þurfa ekki að lesa um að BR sé ekki rétti maðurinn. Yfir og út.

  49. Að hugsa sér að 32 eða 33 ára gamlir menn skuli vera álitnir gamlir kallar.

  50. Var engin sens að fa podcastið i beinni ?

    Eða þa allavega að taka það upp i kvöld fra 19 sirka til 22 og leyfa okkur að hlusta seinna i kvöld eða nótt a ykkur ræða siðustu 2-3 timana a meðan þeir gerðust ?

  51. Eru frettir im tilboð fra real i suarez a flakki fra einhverju aræðanlegu ? Eg er að drulla a mig ur stressi ef okkar menn selja kallinn i dag og fa engan i staðinn, langar ekki að enduruppllifa lokadaginn fra þvi i fyrra aftur i ár.

    Annars er eg mjog glaður með það sem komið er en það ma alls ekki meira fara i burtu og helst vildi eg eins og maggi segir fa eiba soknartypu i viðbót

  52. Við höfðum aðeins pælt í því að vera með einhvers konar umræður, KAR mest, en einhvern veginn héldum við að þetta yrði klárað snemma líkt og er að koma í ljós.

    Kannski lærðum við af vandræðalegustu sjónvarpsuppákomu síðari tíma þegar opinbera síðan setti upp “transfer deadline” umræðuþáttinn allan daginn og við munum hvernig sá dagur fór.

    Allar fréttir sem maður heyrir er að þetta sé komið í bili, enda þrír leikmenn ansi stór biti. Varðandi lán á Wisdom þá er það ekki nein pressa að lána hann, sökum þess að reglurnar leyfa lán til Championship liðs áfram. Það er bara spurning hvort lið í PL vill fá hann að láni í dag, eða annars staðar í Evrópu.

    Svo líklega er allt að baki núna, kl. 12:50….

  53. Var bara að lesa þetta af skysports

    The last contact between the two clubs was two weeks ago and as I understand it, Liverpool told Real we’re not selling him, do not ring back!

    Ef þetta er rett þá þurfum við ekkert að stressa okkur á þessu suarez real dæmi….
    YNWA.

  54. Þvílík meðamennska þetta er að verða Gunners að fá Özil meðan það h´rugast inn meðalskjónar.

  55. Borini á ekki náðugan vetur framundan hjá harðstjóranum Di Canio. Það er vonandi að lánsdvölin geri honum gott 🙂

  56. Hversu mikill draumur væri það að fá Mata óvænt á eftir. Það er samt ekki að fara að gerast :/

  57. ABS 74# Er alveg með þetta! Vertu alveg rólegur maður, Messi, Neymar og Iniesta eru væntanlegir í janúar 😉

  58. BREAKING: Chelsea have rejected Liverpool’s bid for Juan Mata. Now PSG in negotiations with Chelsea. [L’Equipe]

  59. Maður hefur líka lesið að það séu enn sirka 33 m.pund í bankanum til leikmannakaupa. Komi ekki fleiri í dag er líklegt að von sé á liðsstyrk í janúar.

  60. Það væri blautur draumur að fá Mata, en held að það gerist bara ekki. Því miður.

    Með Sturridge fremstan, Coutinho, Mata og Suarez fyrir aftan þá? Sjæse.

  61. Ben Smith á BBC var að staðfesta að Liverpool sé ekki að reyna að fá Mata.

  62. 8 leikmenn komnir inn í glugganum, 2 í janúar. 10 nýjir leikmenn á þessu . ágætt bara.

  63. Smá pæling, ef Arsenal kaupir Özil, eru það ekki kaup sumarsins í Enska?

  64. Ætli það fari ekki eftir því hvernig hann kemur til með að standa sig !
    Allavega stærstu kaupin.

  65. Jæja, þá þagnar Pacheco kórinn sem reyndar var orðinn frekar fámennur undir það síðasta, ekki mikið stærri en dúett.

    Pacheco fer í flokk með Pongolle og Le Tallec yfir vonarstjörnur sem ekki náðu að standa undir væntingum og fara alla leið.

  66. @93 ég held að það sé ekki mikil hætta á því hjá okkur liverpool mönnum.

    allavega er ég núll spentur fyrir þessum degi enda við búnir með okkar sumarkaup.

  67. Marquee = Hátíðartjald samkvæmt Google translate.
    Við erum sem sagt komnir með okkar hátíðartjald fyrir tímabilið.

  68. Virkilega sáttur við Liverpool.

    Halda Suarez er forgansverkefni, Sturridge er búinn að vera að skora en hann er samt ekki í sama klassa og Suarez. Suarez vinnur miklu meira fyrir liðið, er betri á boltan og boltinn stopar ekki alveg eins lengi hjá honum.
    Tveir miðverðir komu í dag sem er frábært enda Agger,Toure og Skrtel alltaf að meiða sig
    Við eru búnir að fá vinstri bakkvörð(reyndar meiddur) svo að við sjáum ekki Glen þurfa að spila mikið þarna ef Jose meiðist/bann.
    Við erum komnir með kanntmann sem getur tekið menn á og er með kraft í sér, svo að Coutinho getur fær sig fyrir aftan framherjana.
    Síðast en ekki síðst ruslið Borini(sem ég hef ekki trú á) er farinn í burtu og tekur þá ekki mín frá Sterling og jafnvel Ibe.

  69. Hverjum er ekki sama um eitthvern deadline day? Vita menn ekki að Shankly á afmæli. Sky ætti frekar að vera með 24tíma umfjöllun um hann og menn ættu að lesa sig til um þann mikla meistara í stað þess að fylgjast með þessum grútleiðinlega og fullan af leiðindar orðrómum og endurtekningum “dead line day”

  70. Anfield Cat ?@AnfieldCat 3m
    Kaka at Milan
    Mourinho at CFC
    Flamini at Arsenal
    Rooney with Moyes
    Liverpool top of the table
    Seems like we are going back in time

  71. Ég held að það megi fara að hreinsa aðeins út af varnarmönnum hjá okkur.

    Johnson
    Enrique
    Toure
    Agger
    Coates
    Cissokho
    Kelly
    Skrtel
    Flanagan
    McLaughlin
    Sama
    Wisdom
    Robinson
    Jones
    Ilori
    Sakho

    Við eigum 16 stk varnamenn á skrá hjá okkur þannig að ég held að það hljóti einhver að vera á útleið.

  72. Ein af skilgreiningunum á marquee skv. merriam-webster dictionary er:

    “a sign usually over the entrance of a theater or arena that displays the names of featured attractions and principal performers”

    Notkun orðsins í sambandi við leikmannakaup er vænanlega nær þessari skilgreiningu, þ.e. leikmaður sem yrði í aðalhlutverki og dragi að sér athygli.

  73. væri flott að fá Mata þó það sé ólíklegt.

    En skemmtilegt væri það “ekki mata suarez aspas”

  74. Í tilefni að 100 ára afmælisdegi meistara Shankly þá hljótum við að kaupa Messi í dag 😉

  75. Frekar afslappaður gluggadagur. Aðalega verið að F5’a í von um að Arsenal fái ekki Özil og að manu fái engan.

  76. Hvernig ætlar Arsenal að verjast með Cazorla Özil Walcott og Giroud

    enginn af þeim getur spilað vörn 🙂

  77. Það er ekkert í gangi hja okkar mönnum,

    mun þetta haldast svona næstu 3-4 timana eða er enn von á gleðifrettum eða feitum bömmer ?

    minnst stressandi loka gluggadagur sem eg man eftir

    ohh hvað væri gaman ef Paris mundi stela Özil og allt færi til helvitis hja man utd

    hvernig væri svo að reyna að fá Torres að láni bara, athuga hvort við getum hresst uppá kallinn…

    Annars er Arsenal og Tottenham að reyna að fá demba Ba að láni, af hverju vorum við ekki að reyna að fá hann að láni, hefðu sennilega frekar viljað lána okkur hann en lundunarliðunum ef þeir ætla að lana hann

  78. Brendan:
    “There won’t be much more. We may look to bring one more in and we’re just waiting on the go-ahead for that from the other club, but apart from that we did a lot of work early and haven’t tried to leave it all to this mad day which sees the whole of football go berserk. We’ve tried to be controlled and get the players in as early as we possibly could. It means I can go and enjoy a nice evening at the Bill Shankly dinner and look forward to seeing some of the great players of the past and some members of Bill’s family. It should be a good evening with all the signings done”

    http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/144157-rodgers-delight-at-deadline-day-deals

    Áhugavert að fylgjast með því hvort þessi leikmaður sem Brendan vísar í komi til Liverpool á næstu klukkutímum.

  79. Hæ hæ, eruð þið ekki með eitthvað stream á skysports sem maður getur séð í tölvunni ?

  80. 117 Jökull Viðar, þetta er 100% Given, því miður ekki meira spennandi en það :/

  81. Andri Már 119. Keli Toll 120 og gunnsteinn 122.

    Bestu þakkir fyrir þetta snillingar 🙂

    JMB

  82. Vissulega eru það vonbrigði að við munum ekki bæta enn meira við liðið í glugganum, hefði svo sannarlega viljað fá 1 sterkan AML sem hlypi beint inn í starting XI. Það þýðir samt ekki að við séum ekki með miklu betra lið en við vorum með á sama tíma í fyrra, kíkjum aðeins á það lið sem við vorum með 1. september í fyrra.

    Markmenn september 2012
    Reina
    Brad Jones
    Markmenn september 2013
    Mignolet
    Brad Jones
    Hér hafa orðið breytingar Liverpool goðsögnin Pepe Reina er farinn og í staðinn er kominn stórgóður Belgi Simon Mignolet, ég var persónlega mjög stressaður fyrir þessum skiptum en Belginn hefur heldur betur látið mig éta sokkin það sem af er tímabili. Búinn að vera frábær og hægt að færa fyrir því góð rök að hann sé nú þegar búinn að skila okkur 4 stigum. (víti á 88 á móti stoke og svo 2 frábærar vörslur á móti Benteke) ég er ekki viss um að Reina hefði tekið þessi skot. En hann er nú samt ekki jafn góður í spli og Reina og hefur heldur ekkert sérstaklega góð tök á teignum hingað til. En hann hefur samt sýnt okkur hvað Brendan sér við hann. Niðurstaða með markmannsstöðuna er eins og þetta lýtur út í dag plús.

    Varnarmenn september 2012
    G Johnson
    Enrique
    Agger
    Skrtel
    Carra
    Coates
    Kelly
    Flanagan
    Wisdom
    Varnarmenn september 2013
    G Johnson
    Enrique
    Agger
    Skrtel
    Coates
    Kelly
    Wisdom
    K Toure
    Sakho
    Ilori
    Cisshoko
    Hérna erum við að tala um gríðarlega bætingu, ekki bara í gæðum heldur einnig breidd. Það var vissulega erfitt að horfa á eftir sjálfum Carra og finnst mér persónlega frábært að hann hafi klárað ferill sinn sem legend það er að segja var ennþá í toppklassa. Eins og staðan er núna þá eru það bara hann og Flanagan sem hafa horfið á braut en inn hafa komið Cissokho (backup í LB sem okkur hefur sárlega vantað mjög lengi) svo 3 miðverðir Sakho Toure og Ilori, Ilori mun ekki koma til með að spila mjög marga leiki í þessu tímabili en mjög spennandi kostur fyrir framtíðina. Það er hreinlega frábært að hugsa til þess að við höfum úr 4 góðum miðvörðum að velja þegar stilla á upp liðinu. Þá getur Brendan stillt upp mismunandi miðvarðapörum eftir því hvar hentar mismunandi mótherjum.

    Miðjumenn/kantarar september 2012
    Gerrard
    Lucas
    Henderson
    Assaidi
    Souso
    Sterling
    Downing
    Allen
    Shelvey
    Miðjumenn/kantarar september 2013
    Gerrard
    Lucas
    Henderson
    Sterling
    Allen
    Alberto
    Coutinho
    Moses
    Jordon Ibe
    Hérna erum við búnir að taka rækilega til. Downing (eini sem ég sé smá eftir) Assaidi, Shelvey og Souso farnir Coutinho Alberto Moses og tel svo Ibe með líka því hann var ekki í aðalliðinu á þessum tíma í fyrra. Gæðinn hafa aukist ofboðslega mikið á miðjunni eins og gefur auga leið. Þar að auki þá er Lucas óðum að nálgast sitt fyrra form sem hann fann aldrei á síðustu leiktíð og Henderson orðinn allt annar leikmaður. Coutinho hefur svo unnið hug og hjörtu allra stuðningsmanna sem ein mesta vonarstjarna ensku deildarinnar. Einnig verður mjög gaman að sjá hvernig Moses kemur inn í þetta ég er mjög spenntur fyrir því.

    Sóknarmenn september 2012
    Suarez
    Borini
    Sóknarmenn september 2013
    Suarez
    Sturridge
    Aspas
    Bætinginn í sókninni er einnig mjög mikil, þegar að gluggin lokaði síðasta haust var sóknarlína okkar í molun nú erum við með heitasta frammherja deildarinnar (ekki Suarez) og bitvarginn plús Aspas sem mun vonandi sýna hvað í sér býr á næstunni.

    NIðurstaðan er semsagt sú að við erum með mikið mikið betra lið heldur en við vorum með á sama tíma í fyrra og það er ekkert sem segir að við getum ekki blandað okkur í toppbaráttuna (lesist sem baráttuna um 4 sætið) einkum og sér í lagi vegna þess að Brendan hefur náð að skapa liðið eftir sýnu höfði. Bæting í öllum stöðum milli ára, og það án þess að sprengja bankann er hægt að biðja um eitthvað meira? Ég held allavega ekki, ég er spenntur fyrir þessari leiktíð.

    YNWA

  83. Ef þetta endar svona þá er ég bara mjög sáttur með þennan glugga!!!

  84. Við erum ekki að fara fá fleiri menn inn, Brendan rodgers er núna staddur á afmælis kvöldverði Bill shankly’s og því útilokað að eitthvað fleira gerist.

  85. 128, Brendan lætur Ian bara um þetta, búin að setja honum fyrir. Nú var fellaini að biðja um sölu frá everton, til þess að komast til scum. Þeir vilja halda því fram á Skysports að Liverpool sé ekki búið að segja sitt síðasta í dag og eigi eftir að bæta einum leikmanni við enn, hvort það sé Given verður bara að koma í ljós. Fínn gluggi hjá Liverpool annars, er ánægður með vinnubrögðin núna, annað en síðasta sumar.

    Toppurinn hefði verið að fá Úkraínska vængmanninn, en hann kemur þá bara í janúar. 😉

  86. Jæja, alveg steindautt núna … Brendan og Kenny dottnir í það ….

  87. Það er allt svo jákvætt í kringum liðið þessa dagana… Flottur deadline day, vinna manu, ósigraðir í deildinni og ekki búnir að fá á okkur mark, EFSTIR!

    Mér finnst eins og eitthvað roooosalega slæmt sé í burðarliðnum og núna er verið að lifta okkur svona upp, bara til að geta grítt okkur fastar niður í jörðina.

  88. Fínn gluggi. Eina sem ég set spurningarmerki við er af hverju fleiri af ungu mönnunum okkar eru ekki lánaðir út til þess að þeir öðlist reynslu. Ég er hrifinn af þessu sem Chelsea er að gera en þeir eru komnir með hálfgerð B-lið í Hollandi þannig að ungu strákarnir komast í alvöru bolta. Ég veit að við erum ekki með mikla breidd en menn eins og Wisdom, Kelly og Ibe hefðu örugglega gott af því að komast eitthvert á lán og fá að sanna sig.

  89. Sammála Halli með lánin. Tel það til að mynda mjög jákvætt að Suso hafi fengið að fara á lán og vera byrjunarliðsmaður þennan veturinn.

    Welbeck er frábært dæmi um það að lánssamningur borgaði sig. Hann er reyndar ekki í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Man Utd en bæði Ferguson og Moyes virðast kunna að meta hann og spila honum.

    Borini má líka fara á lán. Hef ekki séð neitt frá honum sem heillar mig ennþá.

  90. Snilld !!!

    Ben Hunt ?@benjhunt 3m
    The Ozil to Arsenal deal is done but there is a delay as Arsene Wenger has hidden all the cheque books.

  91. Tel það til að mynda mjög jákvætt að Suso hafi fengið að fara á lán og vera byrjunarliðsmaður þennan veturinn.

    Ég held ég fullyrði það bara hér og nú, að Suso mun aldrei spila aftur fyrir Liverpool. Það gerir honum vissulega gott að fá að spila meira fyrir aðalliðið, en hann fór til Spánar í allt öðruvísi deild. Þar er spilaður bolti sem hentar honum vel.

    Ef ætlunin hafi verið að leyfa Suso að fá meiri reynslu og koma sterkari til baka til Liverpool, þá hefði verið miklu, miklu, miklu skynsamlegra að lána hann til félags í 1. deildinni á Englandi. Þar myndi hann kynnast þeim bolta sem hann þyrfti að venjast hjá Liverpool.

    Ég held að við ættum ekkert að vera að stressa okkur á því að lána unglingana okkar. Ibe má alveg fá smá nasaþef af aðalliði Liverpool í ár. Á næsta tímabili, eða í janúar (ef Liverpool fjárfestir í öðrum sóknarmanni) þá mætti skoða það að lána hann til félags í efstu eða 1. deildinni á Englandi.

    Wisdom er, að mínu mati, töluvert betri leikmaður en Kelly. Kelly er, því miður, bara kominn yfir það að geta verið efnilegur leikmaður. Hann er fínn sem squad-leikmaður en ég vil frekar halda í Wisdom sem fyrsta back-up fyrir Johnson.

    Homer

  92. Vonsvikinn með að ekki kom þungaviktamaður á miðjuna, hún er of þunn núna, að öðru leiti sáttur. sterkara lið nú en í vor, í vor var sterkara lið en fyrir ári. allt á uppleið…

  93. synd að þurfa að bíða í hálfan mánuð eftir næsta leik Y.N.W.A

  94. Stel þessu frá félaga mínum 🙂

    BREAKING News: David Moyes confirms he is close to signing Chinese midfielder:
    Fukin-No-Won

  95. hmm….??

    Neil Jones ?@neiljonesecho 1m
    I’m told #LFC signed on a young centre back, Rafa Paez (19), who has been on trial at the club this summer. Will go into U21s.

  96. manutta náði að fá fellaini á 27,5 millur punda, þeir gætu líka hafa landað contrao, (stafs) á láni út tímabilið frá Real Madrid.

  97. og enn og aftur hrynur vefsíðan fotbolti.net vegna álags 🙂 Ekki í fyrsta skipti sem það gerist.

  98. 136. Fatta ekki þessi rök hjá þér, hann er í La liga, topp fótbolti, margir bestu menn heims eru þar. Margir topp menn hafa farið úr spænsku deildini yfir í þá ensku.

  99. 120 dagar í að leikmannagluggin opnar, hverja viljið sjá koma í Janúar?

  100. Wenger keypti Özil á 7.928.800.000 krónur en vildi einungist borga 7.462.400.186 krónur fyrir Suarez. #realitycheck

  101. Til lukku með daginn MEISTARI SHANKLY – Y N W A –

    Það er morgunn ljóst að það er bæði holt og gott að vera LFC STUÐNINGSMAÐUR 🙂

    BRING ON THE GAMES – iT is written in the sky – LFC IS BACK!

    L F C 4 L I F E

  102. @144

    Vandamálið með Suso í fyrra var styrkleiki hans – þ.e. skortur á styrk. Hann er efnilegur og teknískur leikmaður, á því er enginn vafi, en hann átti í bölvuðu basli með að vera nógu sterkur til að geta slegið almennilega í gegn.

    Suso fellur í sama flokk og Pacheco í mínum bókum. Efnilegur, en nær sennilega aldrei að slá í gegn hjá Liverpool vegna þess að það vantar bara meira kjöt á beinin. Sumir komast upp með það, sbr. t.d. Sterling og ef menn muna eftir Luis Garcia, en ég efast bara um að Suso verði slíkur leikmaður. Það þyrfti að herða hann aðeins upp, og því hefði að mínu mati verið skynsamlegast að lána hann í 1. deildina, þar sem hann fengi að kynnast meiri hörku og baráttu en hann gerir á Spáni.

    Homer

  103. Sælir, félagar. Ég var aðeins að horfa á hópinn og leika mér að því að henda upp í aðallið og varalið.

    Einhvern veginn svona gætu fyrstu 11 verið í 4-3-3: Mignolet; Johnson, Sakho, Agger, Enrique; Gerrard, Lucas, Henderson; Suarez, Sturridge, Coutinho.

    Síðan lenti ég í smá vandræðum með næstu 11: Jones; Wisdom, Toure, Illori/Skrtel, Cissokho; Allen, Luis Alberto, ?; Moses, Aspas, Sterling.

    Síðan eru fleiri á grensunni, til dæmis Kelly, Coates og Ibe. Það má deila um gæðin í B-liðinu, til dæmis virðist vörnin vera töluvert öflugri en sóknin, en kostirnir á miðjunni valda mér smá áhyggjum. Ég sé hreinlega ekki nema tvo menn sem gætu mögulega leyst þá Gerrard, Lucas og Henderson af, og það eru Allen og Luis Alberto. Þetta finnst mér frekar rýrt við hliðina á þessum þéttu miðjumönnum í aðalliðinu, þar sem Allen hefur sífellt verið meiddur og ekki fundið sig á meðan Luis Alberto er ungur strákur sem ég veit ekki til að láti finna mikið fyrir sér varnarlega. Hefði kannski mátt leyfa Conor Coady að vera í hópnum í von um að hann fengi loksins einhver tækifæri með aðalliðinu?

  104. Mikið rosalega er jákvætt að þurfa aðeins að hugsa sig um hvernig best sé að stilla upp byrjunarliði Liverpool. Langt síðan það voru ekki 11 manns með “free pass”

  105. Þá er þessum farsa lokið. Mitt mat er að bilið á milli Liverpool og þeirra liða sem við viljum keppa við hafi aukist á þessu ári. Það þýðir að kaupin sem gerða hafa verið séu ekki líkleg til að skila okkur aftur í hæðstu hæðir.
    Þrátt fyrir að árangurinn á þessu tímabili sé framar björtustu vonum þá tel ég að hópurinn sé einfaldlega of þunnskipaður af klassa leikmönnum.
    En ég ætla samt sem áður að vona að BR komi mér þægilega á óvart í vetur og sýni að hann sé með sjötta skilningavitið á þessari íþrótt.

  106. Ekki hægt að rótera neitt svakalega liðinu og örugglega meiri mannskapur inn í janúar en toppsætið er okkar þangað til annað kemur í ljós.

  107. Ég afþakka allar jólagjafir i ár því eg er búin að fá bestu jólagjöf EVER.

    Luiz Suarez verður áfram og ég er að elska það..

    Djöfull mun helvítis brosið ekki fara af andlitinu a mér allavega næstu 14 dagana…

  108. Þessi maður fer að verða algjört legend í mínum huga og ég spyr bara… HVAÐ Í FJANDANUM VARSTU AÐ GERA HJÁ arsenal ALLAN ÞENNAN TÍMA!?

    Kolo Toure ?@KoloKolotoure28 11h
    Training really hard and will be treating every game as if its a final. The fans have been incredible.

  109. Varðandi möguleikann á að leysa DM stöðuna af, þá hef ég stundum velt fyrir mér hvort að Daggerinn gæti ekki slottað þar inn tiltölulega vandræðalaust. Hann er leikinn með boltann og sendir hann skammlaust, hefur góð langskot, getur skallað og tæklað. Sakho og Toure þar fyrir aftan í miðju varnar.
    Segi sona…

  110. Lýst vel á þetta hjá okkur. Framlína með Sturridge fremstan, Coutinho á bakvið hann, og svo Suarez og Moses á köntunum !!

    Bestu front 4 síðan bráðið smjör….

  111. Er þetta kannski málið hjá Brendan, úr greininni sem 160 bendir á.

    “Slowly but surely, Rodgers is building a team of hungry players with big points to prove”

    Hann tekur Sturridge frá Chelsea, mjög efnilegur striker sem hefur ekki fengið almennilegt tækfiæri hjá Chelsea og vill sanna sig. Tekur Coutinho frá Inter sem var einhverja hluta ekki að gera sig hjá Inter, tekur svo Moses inn á lánai, maður sem er hungraður að sanna sig hjá Chelsea. Svo þessi Sakho sem er víst frábær varnarmaður með point to prove, en dettur út úr liðinu hjá PSG vegna milljarða kaupa þeirra.

    Það er mikið hungur í Liverpool liðinu, hungur sem við eigum eftir að sjá að mun skila okkur mörgum stigum í vetur.

  112. Comment #126

    Eins og staðan er núna þá eru það bara hann og Flanagan sem hafa
    horfið á braut

    uuu Misti ég af einhverju eða er Flanagan ekki ennþá hjá okkur?

  113. Í hvaða lið gat Suarez farið? Þegar þú ferð frá liðinu sem er í toppsæti sterkustu deildar í heimi eru öll skipti skref niðurávið.

  114. Nr. 160

    Flott grein um Sakho og gaman að lesa eitthvað um hann skrifað af manni sem hefur fylgst með honum í smá tíma. Þetta virkar á pappír sem alveg hrikalega spennandi díll fyrir Liverpool og Rodgers viðist gríðarlega spenntur fyrir þessum kaupum. Áhugavert að hann virðist vera bein samkeppni við Agger um stöðu miðvarðar vinstra megin.

    Hann var fyrirliði 17 ára og hefur núna 23 ára spilað yfir 200 leiki fyrir PSG. Það segir okkur að eitthvað er í hann spunnið.

  115. Nú lítur þetta alltof vel út, nýir flottir leikmenn í hrönnum og liðið efst í deildinni. Þess vegna hljóta 4-6 leikmenn að meiðast í landsleikjatörninni.

  116. Nú er miðvarðastaaðann yfirleitt sú staða sem framkvæmdastjórar eru hvað minnst að hringla með þar sem miðverðir verða að venjast því að spila með hvor öðrum og þannig. Hvaða tveir haldiðið að verði oftast saman í byrjunarliðinu?

    Mig grunar að það verði Sakho og Agger en Agger hefur þó verið að gera mistök í byrjun leiktíðar og því er alveg spurning hvort að Toure eða Skrtel geti jafnvel verið betri kostur? Það gæti nefnilega orðið hálf kjánalegt ef að varafyrirliðinn kæmist svo ekki í liðið. Mér sýnist Rodgers allavega eiga við ansi jákvætt vandamál að eiga þarna því þessi staða hefur ekki verið betur mönnuð í mörg ár. Þetta heldur mönnum við efnið því að ef menn ætla eitthvað að fara slaka á að þá verður staðan hirt af þeim um leið.

  117. Við erum allavega ekki í basli ef Agger meiðist lengur… Komnir með príma vinstrifótar leikmann sem getur svo dottið í bakvörðinn í hallæri…

    Ekki árennileg lína hérna… Toure / Skrtl / Agger / Sakho 🙂

  118. 160 Gaman að lesa þessa grein og nú sér maður betur hvað Brendan Rodgers er mikill snillingur.Drengurinn er bara 23 og ef honum líður vel hjá Liverpool þá er kominn algjör “power” varnamaður fyrir framtíðina og með kollinn í lagi topp signing Y.N.W.A

  119. Mér finnst skrítið þegar menn eru strax komnir með komment hér á síðuna um að það sé ekki nóg af heimsklassa leikmönnum í liði Liverpool. Fyrir mér snýst þetta ekki um einstaka leikmann, heldur um liðið, grjótharða liðsheild. Hvað voru manutta með marga heimsklassa leikmenn sl.tímabil, ekki fleiri en tvo ? en mjög sterka liðsheild.

    Eftir að hafa hlustað á viðtöl við nýju leikmennina alla þá finnst mér eitt standa uppúr, þeir eru allir með hausinn rétt skrúfaðan á. Við erum ekki að tala um einhverja hrokagikki með yfirlýsingar um að þeir ætli að sigra heiminn. Þeir eru allir ungir, með rétta hugarfarið, mjög góðir / efnilegir og vilja ólmir spila fótbolta fyrir Liverpool FC. Sakho var orðin fyrirliði PSG þegar hann var 17 ára, þeir segja í París að hann hafi verið fyrir PSG það sem effelturnin sé fyrir París ! Það segir okkur allt um hversu mikils hann var metin hjá þeim.

    Ég held að liðsheildin eigi eftir að skila okkur býsna langt þetta tímabil, samheldnin sem er komin í hópinn er eitthvað sem sést langar leiðir þegar maður er að horfa á Liverpool spila þetta tímabil.

  120. Strákar varðandi Sakto vera bein samkeppni við Agger þá er ég alveg ósammála því. Agger er okkar besti varnarmður síðustu ára og þótt hann er ekki spilla vel síðustu misseri. Breytingar á leikstill okkar undir stjórn BR urðu þess að miðverðirnir voru oft undirmannaðir i vörninni þegar bakverðirnir tóku þátt í sókninni. Agger gat aðlagast enn Skrtel ekki. Þess vegna datt hann úr byrjunnarliðinu þegar leið á síðasta timabil.
    Sakto á vera bein samkeppni við Kolo eða Skrtel eða jafnvel Enrique ekki Agger.

  121. Ég veit alveg hvað planið eru hjá Brendan: byrja alla leiki með að Sturridge skorar í fyrri hálfleik, og bombar síðan 3 auka varnarmönnum inná í staðinn fyrir sóknarmennina þrjá og vinnum 1-0.

  122. Það var eitthvað í umræðunni í gær að Man Utd hafi fengið Fabio Concetrau frá Real Madrid að láni. En ég hef svo ekkert séð um það í dag veit einhver hér hvort að það gekk eftir eða eru það bara sögusagnir?

  123. Til ykkar sem eruð að efast um Agger. Hann var valinn maður leiksins af mörgum miðlum eftir leikinn gegn Manchester. Hann er kannski ekki alltaf í því að tækla eins og í Hollywood mynd en hann lokar vel svæðum og sendingarleiðum og stöðvar ófáar sóknir sem eru í uppbyggingum.

Ilori, Moses og Sakho uppí stúku

Könnun – Hvaða einkunn fær sumarglugginn?