Upphitun fyrir upphitun fyrir Swansea (Opinn þráður)

Þetta landsleikjahlé er búið að vera gott en helst til langt. Deildarboltinn byrjar á ný um helgina en þar sem okkar menn spila ekki fyrr en á mánudag verður reynt á þolinmæðina næstu þrjá daga. Það er svo lítið að frétta að ég ákvað að spá aðeins í það hvernig Babú muni spá í leikinn þegar hann skrifar upphitun um helgina.

Ég spái því að Babú verði bjartsýnn í spá sinni og ég segi að Babú spái okkur 2-0 sigri í leiknum á mánudag, þegar hann hitar upp um helgina. Ég spái því að Babú spái þessu byrjunarliði:

Mignolet

Wisdom – Touré – Agger – Enrique

Henderson – Lucas – Gerrard

Moses – Sturridge – Coutinho

Svona myndi ég ekki endilega spá liðinu sjálfur, en ég spái því að Babú spái þessu liði, þegar hann hitar upp um helgina, fyrir leikinn á mánudag, að loknu landsleikjahléi.

Annars er þetta mynd dagsins, klárlega:

Þeir félagar Daniel Sturridge og Brendan Rodgers voru einmitt valdir leikmaður og stjóri mánaðarins fyrir ágúst í Úrvalsdeildinni, þökk sé fullkominni byrjun Liverpool. Simon Mignolet var einnig einn af fjórum tilnefndum leikmönnum, ásamt einhverjum aulum öðrum liðum sem áttu aldrei séns.

Var ég annars búinn að minnast á það nýlega að Liverpool er á toppnum? Ég geri ráð fyrir að þeirri setu ljúki með leikjum um helgina en vonandi tylla okkar menn sér aftur á toppinn á mánudagskvöld. Ég spái því allavega að Babú spái því að við verðum á toppnum eftir mánudag.

Þetta er opinn þráður – ræðið það sem þið viljið.

23 Comments

  1. Þetta er svipað og ég hefði spáð að þú mundir spá um spána hjá Babú.

  2. Skjaldarmerkið á kassann á landsliðatreyjuna.
    Öskra þjóðsönginn.
    Spila Ísland er land þitt með fjallabræðrum og rafmagnsgitar.
    Loka hringnum á kaplakrika og færa landsleiki þangað.
    Bjórtjald!
    =stemning og menning.

  3. Ég spái því að almennt verði menn bjartsýnir í ummælum sínum um spá Babús. Og spái okkur flestir sigri með 1 – 2 marka mun. Sumir munu þó vara við of mikilli bjartsýni og telja að við munum eiga í vandræðum á mánudagskvöldið. Í ummælum munu menn jafnframt vísa til annarra leikja þessarar umferðar, sem þá verða búnir. Spá Babús ætti að fá svona u.þ.b. 47 ummæli samkvæmt minni spá.

  4. Við verðum samt aldrei neðar en í “joint” öðru sæti eftir helgina. Bara Chelsea sem getur komist yfir okkur á stigum.

  5. Þetta er svipað og ég hefði spáð að nr1 hefði spáð að þú mundir spá um spána hans Babú, ég er einnig sammála þessu.

  6. Það verður mjög fróðlegt að sjá hvaða 11 leikmenn BR velur fyrir leikinn á mánudaginn. Ef allir eru heilir þá spái ég sama byrjunarliði og í leiknum á móti man utd. Martin S. getur alveg étið í kvöldmat eins og rvp.

    Moses er kannski sá sem ég sé að eigi mesta möguleika á að byrja, en ég held samt að hann og Sakho verði á bekknum til að byrja með.

    Hvernig er það eru allir leikmenn okkar sem voru í landsleikjum heilir ?

  7. Með þessari færslu hefur þetta interlull náð hámarki, þetta verður betra héðan í frá. Þori engan vegin að spá fyrir um upphitunarfærsluna

  8. Ég ætla að spá því að leikurinn muni fara fram og verði í 94 mínútur með töfum, hann verður bragðdaufur með smá Aspas keim enda hefur okkur gengið brösulega á þessum velli síðan þeir komu upp, markalaust jafntefli í fyrra og tap árið á undan auk þess sem við höfum varla getað spilað fótbolta á mánudegi í mörg herrans ár en þrátt fyrir það er ég nokkuð bjartsýnn og spái okkur 1-2 sigri og markaskorarar verða Gerrard og Moses kemur af bekknum með sigurmarkið 🙂

  9. Get ekki beðið eftir leiknum a mánudag!… Hitaði lika upp fyrir leikinn a blogginu mínu: http://www.kopice86.wordpress.com endilega tékkið a þvi!:)… Spá leiknum 0-1… Littli Brassin okkar Coutinho setur’ann

  10. Ætla rétt að vona að Moses ýti Aspas úr byrjunarliðinu. Aspas ekki verið að heilla mig í byrjun móts, en vonandi vinnur hann á.

    Ef Kolo Toure verður klár í slaginn getur varla verið að Rodgers hafi hann á bekknum, ekki nema þá fyrir Sakho sem borðar víst Spánverja á mánudögum. Spái því að Kelly verði með comeback, er ekki komin tími á hann?

    Svo langar mér að fá að sjá meira af Luis Alberto.

    Mignolet

    Kelly Kolo Agger Enrique

    Gerrard Lucas Henderson

    Moses Sturridge Coutinho

  11. Ef við vinnum þennan blessaða leik. Þá verðum við með jafnmörg stig og við vorum loksins búnir að ná 11.nóvember í fyrra… Spáið í því!!

    Uss… Get ekki beðið.

  12. Var að horfa á Iron Man 3 í gær , besta atriðið fannst mér þegar vondi maðurinn var að horfa á leik með Liverpool og hoppaði af kæti þegar Agger skoraði 🙂

  13. ég ætla að vera bjartdynn og segja að okkar menn muni sitja einir á toppnum eftir leiki sunnudagsins og eiga þá leikinn gegn Swansea inni til að auka forskotið..

  14. Strákar … pikkið í mig! Er ég að dreyma?? Liverpool ennþá í fyrsta sæti!!!!!! ÚLALA og spennandi leikmenn komnir inn. Ísland að hlaupa upp FIFA listann og góðri leið með að fara í umspil. Hvað er næst? KISS og Iron Maiden með tónleika í Reiðhöllinni ???? Þetta hlýtur að vera draumur! Ég vil helst stoppa tímann … ekki vakna af þessum draum

  15. Hvernig er thad er hægt ad kaupa adgang af leikjum lidsins live a netinu?

  16. Best að kíkja enn og aftur á BBC sport og taka skjámynd….

  17. Til að stytta ykkur biðina fram að leik, þá mæli ég með eftirfarandi uppskrift.
    Laugardagur:
    Byrja á því að mæta í Tungnaréttir og draga nokkrar rollur, eyða svo deginum í að fara á milli bæja og fá kjöt súpu, mæta svo í réttarpartý ársins hjá mér og enda svo á alvöru sveitaballi í Aratungu.

    Sunnudagur:
    Klára síðasta bjórinn og finna sér gistingu. Vakna skelþunn(ur) kl 17:00 fara á Mika Kaffi og fá sér að éta og koma sér heim.

    Mánudagur:
    Eiða deginum í að segja starfsfélögum frá þessari geðveiku réttarhelgi og hlakka til leiksins

    P.s. þetta er allavegana mitt plan

  18. Ég mun að sjálfsögðu gera upp allar þessar spár að leik loknum, eða fyrr.

Landsleikjahlé

Swansea úti – Interlull á enda.