Swansea 2 – Liverpool 2

Okkar drengir mættu á Liberty Stadium til að leika gegn Walesverjunum í Swansea.

Byrjunarliðið kom okkur töluvert á óvart þar sem Agger var ekki í liðinu vegna meiðsla og nýliðinn Sakho settur beint í byrjunarliðið:

Mignolet

Wisdom – Skrtel – Sakho- Enrique

Gerrard – Lucas
Henderson – Coutinho – Moses

Sturridge

Bekkur: Jones, Toure, Alberto, Aspas, Sterling, Ibe, Kelly.

Á 2.mínútu kom svo heldur betur högg, Jonjo Shelvey skoraði. Ég er enn að svekkja mig á því hvers vegna liðið seldi þennan strák en lánaði ekki og nenni ekki að tala um hversu ömurlegur varnarleikur okkar var í þessu fyrsta marki sem við fáum á okkur í deildinni í vetur.

En svo kvittaði Shelvey fyrir að hafa skorað á okkur með hryllilegri sendingu beint á Daniel Sturridge sem hafði nógan tíma jafnaði bara strax einn gegn markmanni 60 sekúndum eftir að Swansea komst yfir. 1-1 og Shelvey heldur betur í spotlightinu.

Eftir öll þessi læti á fyrstu 3 mínútunum datt nú niður í dúnalogn að mestu þegar bæði lið fóru að láta boltann rúlla sín á milli og fátt var um færin þangað til á 25.mínútu að Victor Moses fór frábærlega í gegnum varnarlínuna og sendi á Sturridge en Vorm varði ótrúlega lausan skalla hans.

Það var svo á 37.mínútu að Jonjo karlinn átti aðra stoðsendingu, núna á Victor Moses á miðlínunni, sá átti eftir að hlaupa töluvert að markinu, sem hann bara gerði, fintaði sig á D-boganum í skotstöðu og negldi í markið óverjandi fyrir Vorm, 1-2 og ég farinn að þakka fyrir söluna á Jonjo! Swansea komu nú á fullri ferð til baka, Mignolet varði vel frá Bony og Skrtel bjargaði svo algerlega kláru mark eftir að Belginn varði skot út í markteiginn.

Það sem eftir lifði hálfleiksins voru Swansea-menn töluvert meira með boltann, færðu sig ofar í pressunni og okkar menn áttu eilítið erfitt með að brjótast út úr henni. Kannski ekki skrýtið miðað við að Sakho var augljóslega aðeins út úr taktinum sem hann átti að vera í og þeir félagar Michu og Bony voru að ná flott saman.

Pressan skilaði þó engum færum og þannig var staðan í hálfleik. Í hálfleik sem vinur minn Jonjo mun aldrei á ferlinum gleyma…

Seinni hálfleikurinn hófst á skrýtnum takti, Ashley Williams minnti okkur öll á hvers vegna við vildum ekki fá hann til okkar þegar hann fór í bulltæklingu á Coutinho og fékk gult, sem var allavega appelsínugult, ekki síst þegar Brassinn þurfti að fara útaf stuttu seinna. Gleðin varð enn meiri þegar að Swansea ákváðu að halda engu fair play upp úr því að við sendum boltann útaf til að skipta Coutinho útaf og enn var það Jonjo sem bjó til lætin, reif kjaft við Lucas og í framhaldinu voru þeir báðir bókaðir. Inn á milli fengum við flott færi upp úr aukaspyrnu en Wisdom átti of laust skot á markið rétt utan markteigs. Aspas kom inná og enn í AM-C stöðu.

Við vorum nú komnir allt of aftarlega upp úr þessum látum öllum og á 64.mínútu kom jöfnunarmarkið og enn kom Shelvey að málum, nú átti hann flott hlaup úr djúpinu og nettan skalla á Michu sem negldi honum í markið rétt innan vítateigs. Og hafsentaparið enn í töluverðum vanda með samskiptin svosem þegar Michu fékk boltann.

Með þessu marki tóku heimamenn bara einfaldlega völdin. Héldu boltanum í drep og okkar menn voru bara einfaldlega í miklum vanda. Wisdom var kippt útaf fyrir Kolo Touré væntanlega til að fá inn meiri yfirvegun og reynslu í vörnina en lítið breyttist. Á 81.mínútu kom síðasta skiptingin, Moses var tekinn útaf eftir sprækan fyrsta leik og mark, í hans stað var Sterling settur á þreytta varnarmenn heimamanna.

Lítið lagaðist, De Guzman negldi naumlega yfir langskoti og Mignolet varði svakalega aukaspyrnu hans í horn. Allt Swansea og við bara varla út úr okkar helmingi vallarins. Nauðvörn síðustu mínúturnar. Sem betur fer fór svo að lítið varð um stór færi og maður var bara sáttur að heyra dómaraflautið í leikslok, 2-2 jafntefli staðreynd sem við getum alveg þakkað fyrir að mínu mati.

Og við erum ennþá á toppnum þrátt fyrir að vera ekki lengur með 100% árangur

Fyrri hálfleikurinn fannst mér fínn að flestu leyti. Skelfilegar fyrstu 80 sekúndurnar en svo náðum við okkur fínt á strik, skoruðum tvö mörk og Sturridge hefði átt að bæta því þriðja við. Byrjun seinni hálfleiks var fín en um leið og Coutinho var farinn af miðjunni töpuðum við þeirri stöðubaráttu og ég viðurkenni pirring á því að sjá Iago Aspas spila sóknartengilsstöðu, nokkuð sem hann hefur að mínu viti aldrei gert áður. Eftir innkomu hans tóku De Guzman, Shelvey og Michu leikinn yfir og við sáum eftir það varla sókn.

Sakho átti mjög erfitt til að byrja með en mér fannst hann komast inn í leikinn eftir því sem við á. Moses var mjög sprækur í fyrri hálfleik og skoraði flott mark. Vörnin var shaky, skiljanlega og Lucas og Gerrard voru í vanda einum færri. Sturridge skoraði frábært senteramark en sýnilega ekki í leikformi. Það er erfitt að velja mann þessa leiks, mér fannst Henderson einna jafnsprækastur úti á velli en ég ætla bara að láta markmanninn okkar hafa titilinn.

Maður leiksins er því Simon Mignolet

Þá líða fimm dagar þangað til að næst við stígum inn á leiksvið, það verður á heimavelli gegn Southampton og um leið síðasti leikur Luis Suarez í leikbanni. Ef einhver hefði boðið mér þetta í ágúst, efstir eftir 4 leiki og Suarez á leið inn á völlinn, hefði ég bara sagt algerlega já við því…

Svo glasið mitt er hálffullt í kvöld.

87 Comments

  1. Ég tek þessu stigi fagnandi, hvað er að frétta með þetta lið að geta bara spilað í 45 mín af flottum fótbolta. Við vorum heppnir í kvöld að halda þetta út.

  2. Glæsilegt að vera á toppnum og enn taplausir.

    En það sem gerðist í þessum leik, er að leikur okkar hrundi við skiptin Coutinho útaf Aspas inná.

    Coutinho er einfaldlega miklu betri í að hanga á boltanum svo liðið geti fært sér framar.

    Þetta var hálf”Stoke”legt síðustu 30 mínúturnar hjá okkar.

    En lítum á björtu hliðarnar við erum á toppnum og á Suarez ekki bara einn leik eftir í banni?

  3. Er það bara ég eða er hann Sakho svolítið villtur. Fannst sumar tæklingarnar hjá honum svolítið tæpar. Vonandi bara byrjendashake hjá honum.

  4. Sanngjörn úrslit að mínu mati. Aspas getur einfaldlega ekki spilað þessu stöðu og hefur valdið mér tómum vonbrigðum af því sem ég hef séð til hans.

    Sakho lék sér fullt oft að eldinum og klárlega eftir að gera nokkur mistök. Hann þarf að vera snöggur að aðlagst þeirru pressu sem spiluð er í enska boltanum. Vonandi snýr Agger aftur í næsta leik með annað hvort Touré eða Skrtel sér við hlið.
    Held að við ættum að geyma Sakho gegn liðum með hægari framherja. Maðurinn er algjört tröll á velli og ég vona að hann muni ná nokkrum skallamörkum inn fyrir okkur á tímabilinu.

    Moses kom flottur inn og held að Chelsea hafi gert okkur enn einn greiðann með því að láta okkur hafa þennann mann út tímabilið.

    Að lokum vona ég svo innilega að Coutinho sé ekki alvarlega slasaður á öxl og verði frá einsog Allen í lok síðasta tímabils. Það væri martröð!

  5. Bökkuðum alltof mikið en fengum stig og held að mörg lið taki ekki stig á þessum velli, mánudags leikir eru eitthvað máttlausir fyrir LIVERPOOL, en erum á toppnum, og verðum bara þar.

  6. Djö**** sem ég var pirraður á áhugaleysinu eftir að Coutinho fór útaf…

  7. Sælir félagar

    Ég er ekki búinn að lesa leikskýrsluna en verð að segja að ég er sáttur við stigið en ekki með leik liðsins. BR verður að fara að finna svar við ömurlegri frammistöðu leikmanna sinna í seinni hálfleik íölllum fjórum leikjum þessa tímabils. Það er ekki boðlegt að hver einasti andstæðingur Liverpool liðsins skuli geta gengið af velli með þá tilfinningu að þeir hafi verið mjög óheppnir að tapa stigum í leiknum þegar upp er staðið.

    Ég hefi verulegar áhyggjur af þessu því þetta mun að lokum enda illa og það oftar en einu sinni ef ekki verður breyting á. Það er efalaust hægt að finna skýringar og afsakanir fyrir þessu í einum og einum leik en ekki að þetta gerist í hverjum einasta þeirra.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  8. Nokkrir punktar eftir leikinn.

    Mignolet er að standa sig hörku vel enn sem komið er en þarf að fara að læra að spila boltanum frá marki en ekki bomba honum alltaf fram.

    Sakho gerði nokkur mistök en lofar góðu og á bara eftir að batna þegar líður á veturinn.

    Skrtel er ekkert að fara á bekkinn á meðan hann spilar svona.

    Henderson með fanta frammistöðu að vanda og á klárlega eftir að vera öflugur í vetur. Hjálpaði Wisdom gríðarlega.

    Moses lítur vel út en vantar leikæfingu til að halda út heilann leik.

    Sturridge heldur áfram að vera frábær og kemur vonandi til með að halda því áfram út leiktíðina.

    Í heildina lítur þetta bara vel út, eigum Suarez alveg inni og ég gæti trúað því að hann komi inn í holuna ef þetta er eitthvað alvarlegt hjá Coutinho, eða á kanntinn og Henderson verði í holunni. Vörnin auðvitað svolítið ósamstillt, enda 3 af 4 sem hafa lítið eða ekkert spilað ennþá. En ég sé enga ástæðu til annars en að vera bjartsýnn með framhaldið, erum ennþá á toppnum og þetta verður hörku skemmtilegt tímabil.

    YNWA

  9. Auðvitað getum við verið sáttir með stigið! Þetta var ekkert annað en fjandans rán. Svanirnir voru talsverðum mun miklu betri í leik þessum og er það áhyggjuefni. Það er sannarlega ekki eins og þeir leikir sem við höfum unnið á þessu tímabili hafi verið eitthvað sannfærandi.
    Í fyrri leikjum höfum við haft heppnina með okkur að drullast í gegn um seinni hálfleikina án þess að fá á okkur mark. Frammistaðan í dag ætti að vera wake up call fyrir þá leikmenn sem tóku þátt. Munurinn á fyrri og seinni var þvílíkur að maður undrast og efast um andlegan stöðugleika leikmannanna!!!
    Á sama tíma eru lið eins og Tott og Ars (sem keppinautar okkar eru) að sýna virkilega sterkar frammistöður og virðast vera talsvert framar okkur hvað varðar markmið á tímabilinu.
    Ég er uggandi á framhaldið og verð ekki hissa ef svona hikstar sem orsaka jafntefli og sennilega töp halda áfram að dúkka upp hjá okkur.
    Sáttur við stigið

    Ósáttur við liðið

  10. Við erum á toppnum 🙂

    Moses er toppsending 🙂

    Henderson er alltaf að bæta sig.

    Suarez er á leiðinni.

    Sahko þarf tíma en er mjög sterkur leikmaður.

    Aspas er ekki mesti jaxl sem hefur spilað í Liverpooltreyju en gefum honum tíma.

    Vonandi er Couthino ekki mikið meiddur.

    Sé eftir Shelvey en njótum þess að vera á toppnum.

  11. Ágætis stig miðað við spilamennskuna. Fannst þetta nokkuð sanngjarnt. Maður leiksins Skrtel að mínu mati í annars frekar slöku liði í dag. Væri hægt að velja Jonjo líka mann liðsins..hann gaf okkur 2 mörk.

  12. Skrtel maður leiksins að mínu mati. Það var einn maður í þessu Liverpool liði sem hafði áhuga á að vinna þennan leik og það var Daniel Sturridge.

  13. Mjög sáttur með þetta stig þar sem við vorum arfaslakir í seinni hálfleik og áttum lítið roð í vel spilandi Swansea lið.

    Mjög sáttur með byrjunina hjá Sakho, ekki leikurinn sem ég hefði viljað sjá hann byrja á móti þar sem hann mun þurfa nokkra leiki til að slípa sig enska boltanum og stórum varnarmönnum mun alltaf ganga illa með svona “happy feet” lið eins og swansea er, en hann er ekki hrifinn af því að bomba boltanum í burtu, alltaf reynt að koma boltanum í leik, tekur smá sjénsa en virkar mjög vel á mig.

    Aspas er alveg týndur og vona ég að hann sé skárri í striker stöðunni, átti reyndar flott hlaup sem varð til þess að við vorum 2 á móti einum en átti arfaslaka sendingu fyrir markið á sturridge sem var held ég fyrir framan tómt mark.

    Skrtel var allan tímann maður leiksins hjá mér, ef einhver var í vafa horfið þá á björgunina hans þegar Bony stóð einn fyrir framan markið!!

  14. Top of the league!!

    Við megum ekki gleyma því að það hefur þurft að gera þrjár breytingar á varnarlínunni í síðustu tveimur leikjum. Ef það veldur ekki óstöðugleika hvað ætti þá að gera það. Að því sögðu þá hefur Martin Skrtel svo sannarlega stimplað sig inn í síðustu tveimur leikjum. Held að í næsta leik ættu hann og Agger að spila, svo framarlega sem Agger verður í lagi. Að því sögðu þá fannst mér Sakho spila vel í kvöld miðað við að þetta var fyrsti leikurinn hans. Náði að trufla Michu þarna undir lokin og líklega bjarga marki.

    Mér fannst Wisdom alls ekki spila illa, hann er þó sístur í varnarlínunni og þurfti töluverða hjálp frá Henderson í dag. Talandi um Henderson, af hverju var hann ekki settur í tíuna og Aspas út til hægri þegar Coutinho fór útaf. Mér finnst það klár mistök hjá Rodgers. Það þurfti að styrkja miðjuna og það hefði heppnast miklu betur með Henderson þar – og jafnvel fara í þriggja manna djúpa miðju. Lucas og Gerrard áttu ekki góðan seinni hálfleik og það er áhyggjuefni ef þeir hætta að bjóða sig og spilið dettur niður. Sturridge gat lítið gert, fékk enga þjónustu í seinni hálfleik og sama átti við um Moses, frábærir taktar í fyrri hálfleik en litlir sénsar á að gera eitthvað í seinni.

    Mignolet og Skrtel voru bestu menn liðsins í kvöld, Mignolet er með ansi góða hanska og greip oft bolta sem voru ansi erfiðir. Skrtel var manna bestur í vörninni sem hélt þetta út þrátt fyrir mikið álag.

    En, niðurstaðan og helstu tíðindi kvöldsins:

    Top of the league!!

  15. Lucas þarf að hætta að fa gul spjöld. Vantar eitt til að fara i leikbann. Annars er bara fint að fa 10 stig a 12 mögulegum sem er mjög gott 🙂 og það an Suarez

  16. þetta var ekki góður leikur…..shelvey gaf okkur tvö mörk. Við getum verið sáttir með stigið enda hékk liðið á því síðustu 30 min.

    En hvað um það, þetta var lélegur leikur og liðið fékk þó stig. Sama vandamál og síðustu leiki þegar leikurinn dettur niður í seinni hálfleik, varð sérstaklega áberandi þegar Coutinho fór útaf.

    Moses er klár styrking á liðinu, allavegana við fyrstu sýn. Sakho var villtur en sýndi flotta takta inná milli, ómögulegt að dæma hann útaf þessum eina leik. Wisdom þykir mér einfaldlega ekki nægjanlega góður ennþá en skil að hann þurfi að leysa þessa stöðu tímabundið, sérstaklega meðan kelly er ekki í leikformi til þess að spila. Velti samt fyrir mér hvort það væri hentugara að hafa toure eða skrtel þarna í hægri bakverðinum meðan Johnson jafnar sig. Aspas er því miður útúr korti í þessum fyrstu leikjum og er ég eiginlega bara miklu spenntari fyrir því að sjá Sterling frekar koma inn á.

    Frábær árangur í fyrstu 4 leikjunum en spilmennskan ekkert til þess að hrópa húrra fyrir. Ég er drullusvekktur með að taka ekki 3 stig á móti Swansea en staðreyndin er sú að liðið átti ekki mikið skilið út úr leiknum. Miðjan virkaði pínu þreytt fannst mér í dag og alveg steingeld eftir að Coutinho fór út af. Gallinn er að við eigum ekki marga á bekknum sem geta breytt hlutum mikið en það er aðeins einn leikur í Suarez og það er gríðarlega styrkjandi fyrir byrjunarliðið og gefur aukna breidd á bekkinn í kjölfarið.

  17. Á tímabili fannst mér liðið líta út eins og það væri ellefu José Enrique-ar í liðinu með Óla Jó sem þjálfara. Rosalega mikið af panik snertingum og háir boltar sem fóru bara eitthvert og á köflum var Liverpool að spila eins og það vildi halda Swansea inn í leiknum.

    Ég er sáttur með stigið, sem við áttum svo sannarlega ekki skilið, og vorum stálheppnir að skora tvö mörk og ennþá heppnari að ná jafntefli. En það spilar margt inní, við vorum á útivelli, Swansea hápressaði mjög vel og það voru nýjir menn inn á vellinum. En við verðum að gera betur en þetta!

  18. Ef Shevley hefði ekki spilað hefði þetta endað 0-0.

    Það er nú þannig.

    YNWA

    JafnteflisKarl.

  19. Alls ekki slæmt að fá eitt stig á erfiðum útivelli í kvöld. Eins og liðið spilaði í fyrri hálfleik þá var maður að vona liðið myndi ná að halda þeirri spilamennsku út leikinn, sem hefði þýtt að við hefðum klárlega tekið þrjú stig í kvöld.

    Ég held að það sé of einföld skýring að segja að leikurinn hafi hrunið við brotthvarf Coutinho. Spilamennskan var hrundi áður en það gerðist þó svo að það atvik hafi ekki hjálpað til við að endurreisa hana. Skal alveg játa það að ég hefði ekki grátið að eiga betri valkosti í þessa stöðu en Aspas.

    Þetta hefur verið að gerast í öllum leikjum liðsins í deildinni og jafnvel í deilarbikarnum sé framlengingin undanskilin. Á síðasta tímabili var það spilamennskan í seinni hálfleik liðsins sem var að skila inn stigum.

    Maður veltir fyrir sér hvað veldur? Því miður hefur maður svo ekkert til þess að byggja á, þannig að maður leyfir sér að brainstorma.

    Er liðið í nægjanlega góðu formi? Mér sýnist liðið í fínu standi heilt yfir og leikmenn hafa talað um að þeir séu í sínu besta formi. Liðið spilar á gríðarlega háu tempói og það er ekki óeðlilegt að það dragi af mönnum eftir því sem líður á leiki. Það er hins vegar ekki hægt að skrifa 15 mín. í seinni á slakt form þar sem að menn ættu að eiga nóg inni á þeim tíma. Þannig að ég held að vandamálið liggi ekki endilega í forminu.

    Ég held að vandamálið sé fyrst og fremst andlegs eðlis og má það jafnvel skrifa á skort á sjálfstrausti. Þetta hljómar e.t.v. fáranlega þar sem liðið hefur vart tapað leik í hálft ár og er efst í deildinni. Það þarf hins vegar stáltaugar og gott sjálfstraust til þess að vera í toppsæti og halda því. Þetta er ný staða fyrir flesta alla leikmenn liðsins og því skipta leikmenn eins og Toure gríðarmiklu fyrir þennan hóp. Ekki veit ég hvort að það sé lagt upp hjá BR þegar liðið er yfir að falla aftar á völlinn og sækja síðan hratt og nýta þannig hraða framherjanna.

    Sú taktík er alveg rökrétt en það sem hefur hins vegar gerst er að liðið nær ekki að halda boltanum þegar það vinnur boltann, hlaupin eru ómarkviss sem og sendingarnar, það er klárlega ekki eitthvað sem BR leggur upp með. Fyrir vikið fær vörnin á sig hraðar sóknir andstæðinganna trekk í trekk og allur varnarleikur liðsins er í algjöru ójafnvægi. Það sem hefur jafnframt gerst varnarlega og í jafnvægi er að miðjan hefur fallið alltof aftarlega. Það þýðir að öll miðjumenn andstæðinganna fá alltof mikinn tíma á boltann og andstæðingarnir ná auðvelda að pressa varnarlínu Liverpool mjög aftarlega. Þegar Liverpool vinnur svo boltann er liðið einfaldlega að vinna boltann við eigin vítateig og á þá eftir að sækja upp allan völlinn, sem gerir andstæðingnum tiltölulega auðvelt fyrir að verjast.

    Hins vegar gerir BR og hans teymi sér fullkomlega betur grein fyrir hvert vandamálið en þetta eru bara vangaveltur, kannski er eitthvað sannleikskorn í þeim, kannski ekki. BR verður búinn að tækla þetta fyrir laugardaginn.

    Efsta sætið er okkar og það er algjörlega í okkar höndum að halda því.

  20. Ekkert alslæm úrslit á erfiðum útivelli. Erum áfram einir efstir í deildinni sem er bara frábært.

    Shelvey átti að verða næsti Steven Gerrard og greinilegt að hann er að reyna líkjast fyrirliðanum okkar eins og sést af viðtölum undanfarið. Sendingin hans glórulausa tilbaka í fyrsta markinu minnti mig mjög á þegar Gerrard gaf Thierry Henry og Drogba mörk á silfurfati fyrir nokkrum árum. http://www.youtube.com/watch?v=mJIi86iywqU
    Shelvey er haldinn sama einbeitingarskortinum og Hollywood sendinga fetish-inu og Gerrard en báðir eru jafnhættulegir í teig andstæðinganna. Sumir leikmenn eru þannig að þeir hugsa bara og sjá hlutina frammávið. Getur verið kostur og galli.

    Maður sá soldið veikleikamerki á Gerrard-Lucas-Henderson miðjunni okkar sem og varnarleiknum í þessum leik. Við þurfum að bæta ýmsa hluti til að geta talist alvöru toppbaráttulið. Lið sem þora að halda boltanum á móti Liverpool munu ná að teygja á miðjunni okkar og búa til skotfæri, getum ekki endalaust treyst á að Mignolet verji allt að utan. Söknuðum töluvert Kolo Toure í þessum leik, það vantaði sárlega leiðtoga til að leiða liðið áfram þegar Swansea fór að liggja á okkur. Vantaði einhvern á miðjunni til að taka boltann niður og halda honum betur innan liðsins og loka hraðar á kantspilið. Það er áhyggjuefni hvað liðið okkar virðist ekki í neitt sérstöku formi líkamlega heldur treysta mikið á að halda bolta innan liðsins og láta andstæðingana hlaupa. Þegar það tekst ekki erum við bara í vanda í seinni hálfleik leikja.

    Annars er innkoma Victor Moses mjög jákvæð. Fellur eins flís við rass þarna. Erfitt fyrir Sakho að koma inní svona leik, hefur nógan tíma til að sanna sig enda ætlaður sem framtíðarmaður í vörn okkar en greinilega ekki í leikformi enn. Ef við vinnum Southampton á Anfield næstu helgi þá verður byrjunin á tímabilinu algjörlega frábær og maður hæstánægður með liðið. Þetta snýst núna um að gera litlu hlutina vel og ná inn sem flestum sigrum á meðan lið óttast Liverpool. Svo fer Suarez að koma inní þetta sem getur brugðið til beggja vona. Eyðilagt liðsheildina eða stórbætt leik liðsins þannig að við förum að líta út eins og kandítatar í Englandsmeistara fram að janúarglugganum þegar við getum styrkt okkur enn betur og fyllt uppí gloppurnar.

    Sjáum hvað setur. Áfram Liverpool!

  21. Líklegast sluppum við vel að fá eitt stig út úr þessu.

    Nr 1. Þó að menn séu að spila sinn fyrsta leik (Sakho) þá eiga menn bara að vera betri en þetta fyrir 18m punda. Kallinn var alveg út á þekju og seldi sig auðveldlega í báðum mörkum Swansea. Fyrir utan það að nánast undantekningarlaust skapaðist hætta þegar boltinn var nálægt honum. Vonandi á hann betri leiki framundan.

    Nr. 2. Sturridge er greinilega ekki í neinu formi fyrir 90 mínútur. Hefðum alveg eins getað verið einum færri síðasta hálftímann. Þegar liðsfélagar hans reyndu að gefa á hann hafði hann engan áhuga á að fá boltan né að berjast um 50/50 bolta eða hlaupa í svæði.

    Nr. 3. Voðalega virkar okkar lið í lélegu formi, væri gaman að sjá tölfræði yfir vegalengdir í þessum fyrstu fjórum leikjum mv. meðaltalið á síðasta tímabili. Ágætis orka í fyrri hálfleik en eins og á móti Villa, United og Stoke þá er búið á batteríinu hjá mönnum fljótlega í seinni hálfleik og menn geta ekki einu sinni spilað sig út úr pressu né haldið bolta innan liðsins. Henderson er reyndar maður sem gefur sig alltaf 100% og hleypur þangað til að hann dettur niður dauður.

  22. 10 stig úr 4 leikjum, er það ekki bara fínt miðað við hvað við erum búnir að vera að spila lélegan bolta fyrstu 4 leikina. Vonum að við förum að vinna leiki sannfærandi, það er skemmtilegra.

  23. Fannst engum að í þessum leik þá vorum við að byggja upp posession og í góðri sóknaruppbyggingu þá kemur allt í einu Gerrard með úrslitasendingu, langa, háa sem skemmdi fyrir liðinu ALA Houllier

  24. það verða oft sigrar með mörgum mörkum, sumir sigrar eru bara sætir og þannig sigur var hjá okkur i kvöld…, ég vil samt sjá alvöru SIGUR í næsta leik 😉

    Hvert stig telur… erþaggi rétt til getið hjá mér?

    EFSTIR Í DEILDINNI Ó YESSSSSSS BABY 😉

    A V A N T I – L I V E R P O O L

  25. Hundfúlt að halda ekki út eftir að hafa komið glæsilega til baka í þessum leik en eftir á að hyggja áttum við ekkert meira skilið í þessum leik en eitt stig. Ég spáði jafntefli í upphitun og taldi að það yrði enginn heimsendir og stend ennþá við það. Hvað þá þegar þetta skilar okkur á toppinn í deildinni.

    Fyrir leik hafði ég gríðarlega áhyggjur af þessum breytingum á vörninni og það var alveg augljóst í dag að þetta var mjög ósamstillt lið varnarlega. Wisdom fyrir Johnson er töluvert mikil veiking og Sakho sem hefur ekki náð heilli viku á Melwood er alls ekki spennandi kostur fyrir Daniel Agger sem er okkar aðal maður í vörninni. Það er hrikalegt að þurfa að gera svona breytingar rétt fyrir leik og líklega kostuðu meiðsli Agger okkur töluvert í dag.

    Ég er b.t.w. alls ekki að útiloka Sakho neitt og raunar lýst mér gríðarlega vel á hann. Hann var samt alls ekki tilbúinn í þennan leik enda þekkir hann hvorki leikstílinn né liðsfélagana. Sakho talar ekki einu sinni sama tungumál. Félagi hans í vörninni var nú töluvert meira ósannfærandi gegn Havant & Waterlooville í sínum fyrsta leik en hristi það mjög fljótt af sér.

    Vörnin er samt ekki það sem ég hef áhyggjur af heldur miðjan. Enn og aftur er Liverpool undirmannað á miðjunni og það fer að telja í seinni hálfleik þegar orkan klárast. Eins kjánalega og það kannski hljómar þá sakna ég Henderson mikið inni á miðjunni því vinnslan er alls ekki næg eins og er.

    Lucas finnst mér bara alls ekki vera að spila sína stöðu. Hann er ekki að sópa eins mikið og þannig gefa bakvörðunum okkar frelsi eins og staðan er í dag. Hann er fastur á miðjunni við hliðina á Gerrard sem er því miður ekki með þetta Alonso element að stjórna tempói í leikjum. Hann getur ekki heldur spilað box-to-box eins og hann gerði undir stjórn Benitez og einmitt þann leikmann vantar okkur núna.

    Coutinho er að spila þessa „Gerrard“ stöðu og hann hefur ekki kraft í 90 mínútur eins og við höfum séð í öllum leikjum tímabilsins og er ekki að skila eins mikilli varnarvinnu og Gerrard gerði í den og t.d. Henderson skilar þegar hann spilar í holunni. Núna eru ca. 250-300 mínútur síðan Coutinho skapaði færi fyrir Liverpool og hann er klárlega að eiga sitt versta run í Liverpool búningi. Ekkert nema fullkomlega eðlilegt við það og eitthvað sem margir höfðu spáð.

    Hann var samt betri en Aspas, guð minn góður hvaða hugmyndafræði var það? Innkoma hans í leikinn var bara eins og Rodgers hefði ákveðið að gefa miðjuna eftir endanlega. Frammistaða Liverpool var farin að dala með Coutinho inná en leikurinn hrundi alveg með tilkomu Aspas. Posession í einni hálfleik var 70-30 fyrir Swansea.

    Skrítin skipting svo ekki sé meira sagt og hroðalega illa brugðist við hjá Rodgers þegar hann tók Moses útaf og setti bara „like for like“ inná í Sterling. Þarna hefði ég viljað sjá Alberto koma inn og færa Aspas í hlutverk sem hann ætti séns á að ráða við. Gef skiptingum Rodgers ekki háa einkunn þar og guð minn góður hvað Suarez var sárt saknað.

    Reyndar veit ég ekki hvort það megi segja þetta hérna en mér finnst Sterling alls ekki vera að vaxa nógu hratt. Ég veit að hann er ungur og gríðarlega mikið efni en það breytir því ekki að hjartað fer í buxurnar þegar hann kemur inná undir lok leikja. Hann var lélegur eftir áramót í fyrra og innkomur hans í ár hafa verið mjög daprar. Hann hefur alltaf gefið heimskulegar aukaspyrnur á vondum stað og héllt því áfram í dag. Það kæmi mér alls ekki á óvart ef Ibe fer fljótlega framfyrir hann í goggunarröðinni. Sterling gæti hinsvegar þurft að fara á lán bráðum. Mistök eru alls ekkert óeðlileg hjá svona ungum dreng en ég væri til í að sjá sem fæst af þeim í aðalliði Liverpool.

    Ég veit ekki hvort við getum eitthvað skrifað seinni hálfleikinn á landsleiki. Ég veit ekki hver munurinn var mikill á liðunum fyrir þennan leik hvað landslliðsmenn varðar en mig grunar að töluvert fleiri leikmenn Liverpool hafi verið uppteknir með landsliðum sínum fyrir þennan leik og sérstaklega fannst mér Gerrard þreyttur í lokin. Þetta á ekki að vera mikil afsökun á mánudegi eftir landsleiki á miðvikudegi en þetta riðlar samt undirbúningi. Líklega mættum við Swansea viku of snemma því þeir vera töluvert þreyttari um helgina eftir úti leik gegn Valencia í miðri viku.

    Engu að síður mjög margt jákvætt hægt að taka frá þessum leik líka. Helst er það að þessum leik hefðum við tapað frá 2010 til janúar 2013. Liðið hefur ekki tapað bara tapað einum leik af síðustu 16 leikjum, unnið 10 og gert 5 jafntefli. Toppsætið er okkar og samt höfum við gefið öðrum liðum það í forgjöf að nota ekki Suarez strax.

    Moses byrjaði annars frábærlega og það verður spennandi að sjá bæði hann og Sakho eftir nokkrar vikur. Allen, Johnson, Agger, Cissokho og Suarez eiga svo allir eftir að stórbæta hópinn.

  26. Það sem Ben (23) sagði. Eins og talað úr mínu hjarta. Var ekkert að snerta mig yfir fyrsta leik Sakho. Fannst hann óöruggur, alls ekki sterkur í skallaeinvígum, of hægur að láta boltann rúlla og fór í vafasamar tæklingar. Vonandi, já vonandi verður hann betri.

  27. Þetta var alveg Shelveylegur leikur hjá Liverpool. Ennn erum taplausir á toppnum 🙂

  28. Hrikalegt að liðið geti bara spilað einn hálfleik, vonandi skipun Rogers að halda markinu i leikhlé og að hann sjái af sér og fari að láta liðið spila sinn fallega bolta i 90 mínútur . Verra væri ef þetta væri i liðinu og ekki skipun framkvæmdastjóra þvi það yrði erfiðara að kippa i liðinn.

    Annars var eg fyrir leikin alveg viðbúin tapleik og er bara sáttur við að leikurinn sem kippir okkur aftur a jörðina var ekki slæmur tapleikur.

    Nú er það bara að vinna næsta og halda ut leikinn, við höfum ekki ennþá spilað leik einsog liverpool a að spila, sóknar bolta allann leikinn

  29. Af Twitter:

    Jonjo Shelvey has made more assists for Liverpool tonight, than he managed whilst playing for them last season.

  30. Finnst nú full mikið að segja að Shelvey hafi gefið okkur 2 mörk. Moses átti nú eftir að hlaupa með boltann frá miðju og skora.. Williams náði að skemma helling fyrir okkur með þessari ógeðslegu tæklingu og fyrir mér er þetta bara rautt spjald og ekkert annað, það sást alveg að hann gat tekið fótinn til baka en ákvað að lumbra á okkar manni og eftir að hann fór útaf þá misstum við mikið..

    Sanngjörn úrslit að mínu mati og fínasta stig

  31. Eftir að hafa horft á þennan leik hef ég aðeins eitt að segja, hvað var Brendan Rodgers að spá í að losa sig við Jonjo Shelvey? Hann var allt í öllu í dag og er landsliðsmaður Englendinga á öllum yngri stigunum og á bara eftir að verða betri.Hefði ekki verið betra að lána þennan pilt og leyfa honum að þroskast.

  32. Varnarlínan Johnson – Skrtl/Toure – Agger – Enrique, held ég að hefði ekki fengið á sig 2 mörk í þessum leik… En það er ómögulegt að gera ráð fyrir að nýliðar og ungliðar séu á pari við leikmenn sem hafa mikla reynslu af deildinni og mikla reynslu af því að spila saman.

    Að geta róterað í vörninni án þess að það skapi óstöðugleika mun kosta tíma.

    Mig langar samt að benda á það sem gerist í marki 2 hjá Swansea… þar sjáum við miðjumannin Shelvey sem spilar/hleypur út um allan völl taka hlaup inní teig og skapa stoðsendingu og mark.

    Í liði Liverpool er Steven Gerrard þessi leikmaður,… Mig langar að sjá þegar liðinu vantar mörk að hann taki áhættur og hlaupi nær eða inní teig andstæðinganna. Það þýðir lítið að horfa á bekkinn og skipta inn-út sóknarleikmanni til að reyna að bæta sóknarleikinn, besta “skiptingin” væri ef Gerrard tæki aðeins meiri áhættur.

    Að því sögðu, þá ætti þess ekki að þurfa ef vörnin hefði staðið sig betur og ég er sáttur með jafnteflið frekar heldur en að taka einhverjar áhættur.

  33. Ánægður með jafnteflið

    … og Victor Moses. Klárlega maður sem styrkir byrjunarliðið hjá okkur. Rólegur og með´etta. Flott mark.

    Þessi Sakho veldur mér hins vegar heilabrotum. 18 millj. punda takk fyrir og í raun ekki hægt annað en að láta hann spila. Þú kaupir ekki svona dýran varamann.

    Vandamálið – það eru þrír hafsentar betri en hann. Agger, Toure og Skrtel. Klárlega.

    Sýnist að þessi gaur sé bara aðeins of hægur. Svona ca. einu skrefi. Það var akkúrat það sem gerðist. svo oft í leiknum. Hægir varnamenn vilja heldur ekki spila vörnina hátt uppi. Líta skelfilega út ef þeir lenda í kapphlaupi.

    Ég er ekki sammála þeim sem kenna Aspas um lélega frammistöðu liðsins í seinni hálfleik. Ekkert sérstök innkoma en það var hún heldur ekki hjá Sterling. Málið var að vörnin var allt of aftarlega og neyddi miðjuna til að verjast nánast á miðjum eigin vallarhelming. Þá líta allir aðrir illa út. 3 sóknarmenn á móti 6 Swansea leikmönnum eiga ekki break.

    Erum við svo að tala um að breyddin sé eins góð og af er látið? Held ekki.

    Sjáum samt til. Þetta var gott stig á erfiðum útivelli og liðið vermir toppsætið eftir 4 umferðir.

    Áfram Liverpool!

  34. Skrölti var klárlega maður leiksins.

    Eini varnarmaðurinn með hausinn í lagi og tæklingin hans á Koni var stórkostleg.

    Annars þurfum við að komast út úr þessu second half syndrome sem fyrst.

  35. Ég er sáttur við að ná jafntefli útur þessum leik, ég bara settist ekki niður síðustu 20 mín (var að fara á taugum). Ég hef sagt það áður og ætla að segja þetta aftur, mér finnst við ekki nógu góðir að breika á lið þegar að við lyggjum til baka, finnst skyndisókninar oft á tíðum ómarkvissar. Hef samt trú á því að það lagist þegar að Suarez okkar kemur til baka.

  36. Maður er sattur við jafntefli ur þvi sem komið var..

    En nu virðumst við allir her eða öll sja það og hafa ahyggjur af þvi að liðið spili bara fyrri halfleik i leikjunum eða max 50-60 mínútur, a sama tima hrosar Rodgers liðinu latlaust, er nokkuð möguleiki a þvi að Rodgers se ekki að sja það sama og við ? Eru menn ekki i formi eða ? Menn eru gersamlega bensínlausir eftir 45-60 mínútur, hvað er i gangi eiginlega ? Rg hef af þessu mjög stórar ahyggjur..

    Eitthvað er ekki að virka hja okkur, miðjan ekki alveg að funkera. Eg sa fyrir mer lucas, gerrard og coutinho a miðju með moses, sturridge og suarez fremsta þegar suarez kemur aftur en er ekki viss um að það muni ganga, verðum sennilega of sokndjarfir þannig.. en það kemur i ljós. ..

    Sakho var alls ekki að heilla i fyrsta leik þvi miður, ömurlegur varnarleikur hja honum sérstaklega þegar shelvey skorar fyrsta mark leiksins og einnig oft tæpur a þvi en juju vamn sig svo sem inni leikinn og verður vonandi betri og betri…

    Moses virkilega flottur i fyrri hálfleik, hvernig for sturridge að þvi að skora ekki eftir snilldar einleik hja drengnum og stórkostlega sendingu þar a eftir ?

    Maðut leiksins alltaf skrtel, varnarleikur hans i fyrri hálfleik þegar hann bjargaði markinu var einn sa alflottasti sem eg hef sed…

    En juju erum enn a toppnum, njotum þess bara og nu vil eg sja okkar menn ollu ferskari gegn southampton a laugardag og væri vel við hæfi að spila þa 90 plús mínútur, ef okkat menn gera það þaner sens a að skora nokkur mörk og vinna sannfærandi sigur….

  37. Tveir nýjir menn í liðinu og það er bara eðlilegt að menn nái ekki saman en samt mark frá öðrum þeirra. Jonjo var kannski fínn í einum leik en slappur í þeim næsta, þannig að hann mátti fara og við hefðum orðið brjálaðir ef hann hefði átt þennann leik hjá okkur þótt hann hafi rifið sig upp og átt þessa skallasendingu, sé ekki eftir honum en Aspas verður að fara að gera eitthvað.

  38. Jæja. Þessi leikur var svo spennandi undir lokin að ég þurfti að jafna mig eftir á og fór bara beint að sofa. Les leikskýrsluna núna í morgunsárið og er sammála flestu hjá Magga. Nokkrir punktar:

    01: Það kemur ekki á óvart að vörnin hafi loks brostið þegar gera þurfti tvær breytingar á henni. Wisdom er enginn Johnson og Sakho var að spila sinn fyrsta leik með þessum leikmönnum og talar varla tungumálið enn. Mér fannst þeir höndla pressuna ágætlega eftir jöfnunarmark Swansea og það var lítið að gera við seinna markinu, sem var virkilega vel gert hjá Shelvey og Michu, en fyrra markið var klúður hjá Gerrard og Sakho sem fóru í útsölur. Samt engin leið að ætla að dæma Sakho út frá þessum eina leik.

    02: Victor Moses. Takk, Chelsea. Hvern megum við fá hjá ykkur næst?

    03: Eins og Maggi segir er einn leikur eftir og svo fáum við besta leikmann deildarinnar inn í þetta lið. Þrír sigrar og jafntefli í fyrstu fjórum og efstir í deildinni, og það án Luis Suarez? Það þarf að vera eitthvað að okkur sem Liverpool-aðdáendum ef við getum ekki glaðst yfir þeirri stöðu.

    04: Fjórar umferðir, enn efstir í deildinni. Gerum það vonandi að fimm umferðum um næstu helgi. Southampton á Anfield, mér líst vel á það. 🙂

  39. Blendnar tilfinningar eftir þennan leik. Vissulega erfiður útivöllur að sækja og svona miðað við nýja leikmenn, meiðslavesen og í upphafi tímabils tel ég þetta mjög ásættanlegt stig sem við sóttum í gærkvöldi.

    Shelveylegur leikur hehehe… Góður Kristján #29 😉

    Sakho kann fagið, það sást langar leiðir og hann er varla lentur og þurfti að standa vaktina í þessum erfiða leik á móti sókndjörfu liði Swansea. Hann mun bara stíga upp með meiri aðlögun. Toure talar frönsku og ég er alveg hlandviss um að hann er að koma Sakho inn í málin.

    Markið hans Sturridge er doldið magnað, ef menn skoða aðdragandann virkilega vel þá sést hvað hann les leikinn ótrúlega vel. Hann býr þarna til mark úr nánast engu. Það hefðu ekki allir farið í þetta hlaup og svo er slúttið hans perfekt.

    Annað sem gladdi mig sérstaklega í þessum leik var Moses, sá ætti að reynast okkur drjúgur í vetur. Hann var ískaldur þegar hann kláraði þetta færi sitt og þetta verður örugglega ekki síðasta markið hans í rauðu treyjunni.

    Miðað við það sem ég hef séð af hinum toppliðunum (gaman að segja þetta) að þá get ég ekki séð neitt benda til þess að við ættum að vera með einhverja minnimáttarkennd. Ég á t.d. erfitt með að sjá sterkari sóknarlínu en Coutinho, Moses, Suarez og Sturridge.
    Tók eftir því þegar everton var að vinna chelskí að þá setti múrínhó Torres inn á í restina, það var þá bitið sem átti að redda hlutunum 🙂

    Við erum á toppnum eftir 4 leiki, EINIR á toppnum með 10 stig af 12 mögulegum og alls ekkert slök lið sem Liverpool hefur klárað. Svo má auðvitað ekki gleyma rönninu okkar í 16 leikjum, 10 sigrar og fimm jafntefli. Betra en hjá nokkru öðru liði í PL.

    Hættum að upphefja hin toppliðin og upphefjum Liverpool í staðinn því það er alveg klárt að það er heitasta liðið á Bretlandseyjum þessar vikurnar.

  40. Hvad eru menn ad missa sig yfir Sakho? Hann var ad spila sinn fyrsta leik a erfidum utivelli og i engu leikformi. Er eg sa einu sem fannst hann lyta vel ut? Stor og sterkur varnarmadur sem er adeins 23 ara gamall. Hann a eftir ad reynast god kaup er eg viss um.

    En sorry Aspas er ekki ad heilla mig. Hann missir boltann alltof oft og verdur sennilega ekki Liverpools number nine eftir ar. Vona samt ad hann eigi eftir ad na ser a strik.

    Gott ad tapa ekki leiknum og 10 stig eftir 4 umferdir verdur ad teljast ansi gott serstaklega tar sem vid eigum einn besta leikmann i heimi inni. Djofull hlakka eg til ad fa hann tilbaka.

    YNWA

  41. Fimmti seinni hálfleikurinn í röð þar sem Liverpool bakkar upp að teig og ætlar að verja sinn hlut. Fyrsti leikurinn þar sem það heppnast ekki. Klár veikleikamerki í karakter liðsins að reyna ekki að taka völdin af heimaliðinu þegar staðan var orðin 2-2. Nánast engin leikmaður reyndi þá að hlaupa sig frían á meðan heimaliðið pressaði og tvöfaldaði alltaf ef Liverpool leikmaður fékk boltann. Stigið er gott en ég var að vonast eftir meiri gæðum og karakter. Steve er að detta of aftarlega fyrir minn smekk og er í rauninni orðinn varnarmiðjumaður við hlið Lucasar.

  42. Sýndist stóri munurinn á þessum leik og svo leikjunum á móti Aston Villa og Man Utd vera sá að þegar Coutinho fer af velli að þá vantar leikmann sem tekur við boltanum frá Lucas eða varnarmönnunum og heldur boltanum þessar sekúndur meðan liðið færir sig síðan upp völlinn. Það tókst í fyrri leikjunum en nú um leið og Coutinho fer af velli að þá hefur Aspas ekkert að gera í þessa stöðu. Hélt bolta illa og ekkert kom út úr honum (enda á hann ekkert heima í þessari stöðu)

    Hefði ef til vill viljað sjá Sterling koma inn fyrir Coutinho og færa Henderson jafnvel í stöðuna hans Coutinho og Sterling út á kantinn fyrir Hendo. Held að Henderson sé sterkari í að halda boltanum og kæmi sem mun sterkari viðbót við miðjumennina okkar.

    Sakho er jú stór og virkar öflugur en fjandi glæfralegur. Fannst hann reyndar ekki sýna neinn sérstakan styrk þegar Michu steig hann út eins og hann væri vart til staðar þegar Sakho ætlaði að reyna að leika á hann… en hann á vonandi eftir að bæta sig í framhaldinu

  43. Maður saknaði smávegis Toure í byrjunarliðinu, hann hefur einhverja áru yfir sér að það verði ekki skorað nema þrumur og eldingar eigi sér stað. Erfitt að dæma Sakho af þessum leik, hann var ekki öryggið uppmálað skiljanlega og lét sóla sig eftir 1 mínútu.

    En herbragðið að fara í counter attack í seinni hálfleik heppnaðist ekki. Kantmennirnir voru étnir og framherjarnir komu varla við boltann. Afhverju það gerðist hlýtur bara að skrifast á óöryggið að hafa nýja menn og meiddan Sturridge.

    Eftir situr að liðið er í 1.sæti eftir að hafa spilað við Swansea og Villa úti og Stoke og ManU heima. Það er þokkalega glæsilegur árangur og útlitið er bjart með betri breidd sem eru komin og bara eins gott segir maður nú bara. Liðið hefur bókstaflega enga reynslu á bekknum.

  44. Jákvætt:
    1. Jafntefli á útivelli er alltaf ásættanlegt.
    2. Að vera á toppnum er líka alltaf ásættanlegt.
    3. Victor Moses verður frábær í vetur þegar hann verður komin í form til að spila 90 mínútur.
    4. Liðið er í toppsætinu (var ég búin að segja það ? )
    5. Höfum ekkert saknað Luis Suarez þegar hér er komið, verður mjög fróðlegt að sjá hvaða áhrif hans endurkoma mun hafa á hópinn og frammistöðuna.

    Það sem má bæta:
    1. Vantaði meiri yfirvegun í seinni hálfleik þegar Swansea færðu liðið ofar á völlinn
    2. Finnst varnarleikurinn ekki alltaf vera nógu yfirvegaður og skipulagður. Skrifast örugglega að einhverju leyti á last minute changes í þessum leik.
    3. Sakho og Moses vantar meiri spilatíma og í framhaldinu að “gelast” betur inn í liðið.
    4.Finnst vanta sterkari kandídat en Aspas í treyju nr. 9. Vonandi bætir hann sig bara.

    Auðvitað allt of snemmt að fara að fella dóma á nýju leikmennina strax, menn verða að fá tíma til að sanna sig.

  45. Ég hefði alltaf látið toure byrja á kostnað sakho, svo verður að vera meiri sóknar þungi úr bakkvarðar stöðunni svo að komi eitthvað frá hægri kanntinum.

    Eru við svo ekki bara í lélegu formi. Annað hvort það eða að menn NENNA EKKI að hreyfa sig þegar líður á leikina. Liðið þegar það vinnur boltann þá hreyfist það ekki upp völlinn þannig að á endanum verðum við að sparka lánt fram svo við lendum ekki í vandræðum. Lucas og Steve eru bara eins og fjórðu miðverðinir þegar líður á leikinn, detta allt of aftarlega og eru svo heila eilíf að koma sér upp völlinn.

    Skiptingarnar eru svo til þess að við missum alveg leikinn. Henderson átti alltaf að koma inn á miðjuna ekki bara til að til að hjálpa lucasi mg steve heldur líka af því hann er ekki kanntari ( hann tekur ekki menn á og er ekki hraður svo er hann ekki með neinar frábærar sendingar heldur inn í boðið ). Við erum með betri menn í þessa kannt stöðu heldur en hann, og ef BR finnst ekki vera pláss fyrir hann þá kemur hann bara inn á fyrir Steve eða lucas það er ekki eins og þeir VERÐI að spila allar 90 mín.

    EN við erum á toppnum og ef við værum að spila þannig að ekki væri hægt að setja út á leik liðsins þá værum við öruggir með titilinn og þá værir ekkert gaman af þessu….

  46. Já, svona eftirá er maður sáttur við stigið, hefði viljað klára þetta í fyrri hálfleik, skelfilega slakir í þeim seinni. Skiptingarnar hjá Brendan svo engan veginn að virka. En við verðum bara að halda áfram að læra af hlutunum, við erum þrátt fyrir allt í þeirri stöðu sem við erum.

    Varðandi Sakho, þá er ég nú á því að menn séu að dæma hann full hart. Það sást klárlega að hann var ekki í góðu communication við varnarmenn og getur það líklegast skrifast á það að hann er nýkominn og menn tala ekki sama tungumálið. Mér fannst hann einnig full ákafur í byrjun, vildi greinilega koma inn með trompi og sanna sig, en var því ekki nógu skynsamur. Ég skil reyndar ekki hvernig menn eru að reyna að klína á hann seinna markinu, en hann seldi sig klárlega í því fyrra. Reyndar tala menn um heppni okkar í báðum okkar mörkum, fyrsta mark leiksins hjá Shelvey var flott. En mikið assgoti var drengurinn samt heppinn í því. Kiksar hrottalega, en boltinn dettur fyrir tær hans. Svo kemur flott blokk frá Skrtel, en aftur dettur boltinn beint fyrir fætur hans.

    En það sem mér fannst ákaflega flott við Sakho í leiknum er distribution hjá honum, hvernig hann er að finna menn í lappir og er að lesa næstu skref. Það var ekkert verið að bomba neitt út í loftið, hann var að reyna að stýra bolta á menn og það fannst mér ákaflega jákvætt. Ég hafði lítið séð til hans í gegnum tíðina, en ég er bara alveg þræl spenntur fyrir kauða. Fyrsti leikur var alltaf að fara að verða honum erfiður, en eftir því sem á leið fannst mér hann betri og betri.

    Hérna geta menn aðeins skoðað hvað ég á við, þetta eru svona helstu highlights af hans sendingum í leiknum: http://www.youtube.com/watch?v=SDXM2kUqUXs&feature=youtu.be

  47. og 41. þið segið báðir að Liverpool sé taplaust í 16 leikjum, 10 sigra og 5 jafntefli, er ekki eitthvað sem vantar í þessa formúlu hjá ykkur? Ég bara spyr 🙂
    Kveðja til Norge frá mér
    Bjarni Grétar Magnússon

  48. Við förum að verða eins og Íslenska handboltalandsliðið, alltaf einhver slæmur kafli í leik liðsins, en höfum samt unnið 3 af 4 leikjum svo það er bara fínt. Það er lúxus að vera ekki að spila vel en ná samt 10 stigum af 12 mögulegum í fyrstu fjórum leikjum. BR verður að laga til í hausnum á leikmönnum með það af hverju þeir bakka svona rosalega aftarlega alltaf í seinni hálfleik, hálf undarlegt en verður að laga, þorir engin af okkar mönnum að halda boltanum í seinni hálfl eða hvað ? en bíðum við, það er stutt í einn sem kann að halda bolta 😉

    Menn hér tala um að þeir séu sáttir með stig á erfiðum útivelli ??? ég vill bara minna menn á að scum vann á þessum velli í fyrstu umferð, og það stórt, 1-4 ! ! !

    Liðið er enn “work in progress” Gaman að horfa á allavega 45 mínútur, en stressandi næstu 45 mínútur. Næst er það heimaleikur á móti eitruðu liði Southamton, annar scouser í því liði sem elskar að spila á Anfield og vill láta vita af sér, hann er næst heitasti framherjinn í ensku úrvalsdeildinni í dag.

  49. Miðjan slitnaði alveg frá restinni af liðinu, einkum sókninni, eftir að Coutinho fór út af. Henderson hafði verið mjög effektífur, en hvarf svolítið eftir að miðjan neyddist til að hörfa. Sturridge var að finna góð hlaup og stöður fremst, en það voru engar tengingar í boði til hans síðasta þriðjung leiksins, jafnvel lengur. Gerrard reyndi jú nokkrar úrslitasendingar þá sjaldan að við náðum boltanum síðasta hálftímann, en það voru allt svona 10-20% sendingar – á góðum degi.

    Skrtel, Mignolet og Sturridge voru flottir. Sturridge átti samt að skora eftir frábæran kross frá Moses (þar sem hann slapp inn endalínuna er tveimur varnarmenn héldu honum við hornfánann). Sakho var frábær í loftinu og duglegur að finna (næsta) mann til að gefa á, í stað þess að bomba fram. Þrátt fyrir að hann hafi selt sig 2-3 sinnum, fannst mér hann lofa mjög góðu. Flott að hafa Moses, hann fjölgar möguleikunum klárlega.

    Það var á köflum lítið að gerast sóknarlega hægra megin. Johnson er einn af þeim sem við þolum illa að missa, jafnvel með alla þessa breidd baka til. Það komu líka allmargar fyrirgjafir inn á teiginn okkar eftir ódýr overlaps þeim megin.

    Það hefði verið gott að hafa Suárez í þessum leik. Hefðum líkast til ekki þurft að detta svona algjörlega niður í startblokkirnar með hann inni á vellinum.

    Á heildina litið verður eitt stig í jafnerfiðum útileik að teljast fín úrslit og í senn mjög vel sloppið miðað við hvernig leikurinn þróaðist.

  50. Er enn með mitt glas hálffullt.

    Swansea er með hörkulið að mínu mati, Bony og Michu er deadly combo sem á eftir að taka vel á mörgum liðum í EPL, eini vandi þeirra verður að ráða við leikjaálag, verða pottþétt í efri hluta deildarinnar. Heimavöllurinn hefur verið mjög sterkur, mikill hávaði og læti og það hefur ekkert þurft að mótivera menn fyrir heimkomuna hans Rodgers.

    Fyrri hálfleikurinn finnst mér enn betri eftirá þegar ég er búinn að horfa á hann aftur í “highlights”. Við náðum þar upp flottum spilköflum og stjórnuðum að mestu ferðinni, utan kannski síðustu 10 mínúturnar.

    En leikurinn breytist við brotthvarf Coutinho, ekki vafi. Og það á nú ekki að koma okkur á óvart. Við náðum ekki að kaupa okkur sóknartýpu sem er mjög góður í að halda bolta undir pressu og snúa sér úr varnarstöðu í sóknarstöðu. Ég verð að gleðja Steina vin minn með því að frammistaða Gylfa gegn Tottenham gargaði á mig því hann er einmitt slíkur leikmaður. En við þurfum fleiri en bara Coutinho í þessa stöðu.

    Iago Aspas leit mjög vel út í sumarleikjunum. En þá var hann alltaf uppi á topp og með menn að mata sendingar af köntunum eða stinga inn á hann. Þegar ég ræddi hann við leikmann hér á Snæfellsnesinu í vor sagði hann leikmanninn geta spilað tvær stöður, 9 og 11 (sem sá telur vera hægri kant) því þær hefði hann leikið með Celta alla tíð. Því vorkenni ég þessum strák sárlega að vera settur í leikstöðu sem hann hefur aldrei spilað í deild sem pressar meira og gengur út á miklu meiri hraða. Henderson segja margir gæti orðið AM-C en ég er ekki sammála því, ég held að hann verði okkar M-C þegar Gerrard hættir og er betri úti á kanti, sérstaklega á meðan að Johnson verður í burtu.

    Nú er bara einn leikur eftir án Suarez. Það verður mjög gaman að sjá hvað gerist þá, verðum við að spila 4-4-2 mögulega í einhverjum leikjum með hápressuna? Ég reyndar held að við munum sjá Suarez vera í AM-C stöðu fyrst um sinn og Sturridge uppi á topp. Það mun þýða að Gerrard verður aftar í liðinu, við hlið Lucasar eins og í gær og Suarez þarf þá að horfa á video með Michu frá í gær sem er held ég bestur á Englandi í þessu hlutverki núna.

    Þegar að Coutinho er heill munum við pottþétt sjá Suarez líka í einhverjum leikjum úti á köntunum með Sturridge uppi á topp. Og vonandi Aspas líka í einhverjum.

    Annars held ég að við eigum bara að vera róleg með hvað liðið er að gera, fólk talar um að það sé ekki í æfingu. Því hef ég engar áhyggjur af. Ekki nokkrar. Liðið er ennþá að spila sig saman og þá er lang skynsamast að fara ekki “all guns blazing” á mótherjann. Við erum að þróa leikinn okkar og klárlega hefur mikil vinna farið í varnarvinnu án og með bolta. Nú höfum við fengið leikmenn inn í vörnina okkar sem mun væntanlega verða svona skipuð næstu ár. Og hingað til er ég bara vel sáttur með það.

    Við vitum öll að okkur vantar minnst einn, sennilega tvo, hágæðamenn í sóknarleikinn hjá liðinu. Það tókst ekki að ná í þá í sumar en vonandi tekst að ná í einn í janúar og svo annan næsta sumar. Það sem ég sá af Victor Moses í gær gerir mig spenntan um það að lánsdíllinn endi með kaupum…sem ég reyndar vildi bara sjá í sumar.

    En hvað höfum við séð góðu liðin spila marga svona leiki þar sem þau lenda undir pressu á háværum og erfiðum útivelli en hirt stig samt? Ótal held ég, en ég man nú ekki eftir mörgum svoleiðis hjá okkur og er því vel glaður í dag.

    Og svo með Sakho. Meistari Carra talaði um það fyrir leik hversu erfitt yrði fyrir hann að vera hent þarna inn með stuttum fyrirvara. Menn einfaldlega yrðu að fá tíma til að læra að spila enskan fótbolta með því að spila hann. Video eða sjónvarp undirbyggi þá ekki neitt. Ótalandi á ensku og enginn inná sem talar frönsku (sagði hann) hefur líka töluverð áhrif og hann gerði fullt af “spontant” hlutum úr fótboltanum sem hann á að venjast.

    En ég segi það alveg klárt að mér fannst hann styrkjast þegar á leið, segi eins og Steini að hann var að spila boltanum fínt og sá hann bara nota hægri mjög mikið, svo ég meira að segja er á því að hann geti spilað hafsent líka með Agger.

    Svo ég er enn syngjandi það sama, “Looking down at the Manc S….”

    😉

  51. Um leið og tekst að koma Allen og Alberto inn í róteringuna á miðjunni þá held ég að spilamennskan lagast. Gerrard, Henderson, Lucas og Coutinho eru allt í öllu að reyna stoppa og búa til spil. Það snýst allt í kringum þá og það þurfa fleiri að hjálpa þeim. Hef engar áhyggjur af vörn og sókn.

  52. Þessi seinnihálfleiks slappleiki er ekki slappleiki. Heldur er þetta enn ein snilldin frá BR. Hann er með þetta þannig lagt upp að þeir ná fyrst “forystu”. Eftir það eiga og draga sig til baka og verjast og verjast restina af leiknum.

    Afhverju?

    Massa æfingaprógram fyrir varnarleikinn hjá þeim sem hefur vægast sagt verið hryllilegur undanfarin ár 🙂

    Maður bara trúir ekki að þessir menn hafi ekki úthald í 90mín á meðan önnur lið eru að allan leikinn.

  53. vá eg er að horfa á u-21 leikinn hjá okkar mönnum ég verða bara ða játa það að þessi luis alberto lítur bara hreinlega skelfilega út …. fynnst hann ekki geta blautan

  54. Fínt stig á erfiðum útivelli

    Skrtel var maður leiksins hjá mér annan leikinn í röð.

    Skil ekki þennan Aspas hatur hérna. Maðurinn kom inná í leik þar sem liverpool var ekki með boltan. Menn tala um að miðjan var hrundi þegar hann kom inná en hún var löngu hruninn og hann er duglegri en Sturridge og Coutinho í varnavinnuni.

    Shelvey var aldrei að fara að spila mikið með liverpool og því allt í lagi að láta hann fara, ég er samt á því að hann eigi eftir að vera góður leikmaður í framtíðini og kannski eftir 4 – 5 ár þá munu við reyna að fá hann aftur til okkar.

    Í næstu umferð er Southampton og líkt og Swansea eru þeir lið sem vill spila fótbolta og halda boltanum(þau eru eiginlega einu liðinn sem eru ekki í sama klassa og toppliðinn sem vilja spila fótboltana og halda boltanum vel innan liðsins).
    Þetta verður líka síðasti leikur Suarez í banni og hlakka ég til að sjá hann aftur til leiks.

    Það sem hræðir mig

    Sturridge er að skora sem er frábært en hann er ekki að skila miklum varnarleik, boltinn stopar mikið hjá honum og ég tel að þessi bóla munn springa. Hann og Suarez eiga ekki eftir að ná saman. Því báðir vilja boltan og vilja helst ekki gefa hann fyrr en þeir eru búnir að reyna sjálfir.
    Varnarleikur liðsins hefur verið lélegur. Já aðeins 2 mörk á okkur í 4.leikjum er góð tölfræði en andstæðingarnir eru að fá færi á móti okkur og opna okkur trekk í trekk. Mignolet hefur farið vel af stað og hefur bjargað okkur nokkrum sinnum frábærlega. Skrtel og Glen hafa farið vel af stað en framistaða Agger veldur mér áhyggjum
    Framistaða liðsins í síðarihálfleik í öllum leikjunum. Við höfum eiginlega pakkað í vörn í öllum leikjum í síðarihálfleik og lítum út eins og neðrideildarlið þegar við erum með boltan. Ég er hrifinn af Rodgers sem stjóra en hann verður að hafa kjark í að halda áfram að sækja þótt að við séum að vinna(við spilum ekki alltaf á móti Shelvey).

  55. 63 Ertu að tala um Luis Alberto sem er búinn að skora þrjú mörk í leiknum 😉

  56. Ágætis fyrri hálfleikur en skelfilegur seinni halfleikur. Í fyrsta markinu áttu Gerrard og Sakho sök þar sem Shelvey fékk að valsa í gegnum vörnina. Annað markið sem við fengum á okkur var einnig Gerrard og Sakho að kenna. Sakho eltir Bony úr vörninni en þá stingur Shelvey sér inn og Gerrard er ekkert að elta, heldur stóð hann bara og horfði á. Fyrir mér voru Mignolet og Henderson bestir, Henderson var sívinnandi og var að pressa.

    Miðjan var alveg hörmuleg, Lucas og Gerrard voru slappir í að ‘covera’ vörnina sem gerir það að verkum að álagið fer meira á Skrtel og Sakho. Það var enginn að pressa á miðjumenn Swansea, Shelvey fékk að vera með boltan að vild. Shelvey getur mjög lítið þegar það er pressað á hann. Liverpool á svo gríðarlega erfitt með að losa sig undan pressu og umbreyta spilinu. Það sést bara í seinustu leikjum.

    Lucas er enganveginn sami leikmaður og hann var fyrir meiðsli, hann er ekki þessi týpíski varnar sinnaði miðjumaður. Finnst hann ansi oft illa staðsettur og brítur heimskulega af sér, hann er alls ekki nálægt heimsklassa. Annars er ég ekki að kenna honum um þetta tap, mér fannst Gerrard verri.

    Ég er alls ekki ósáttur með jafnteflið, heldur er ég óánægður með karakterleysið og spilamennskuna. Ég hlakka mikið til að sjá Suarez, því þá kemur kannski meira úr Coutinho.

  57. 10 stig úr 4 leikjum gerir 95 stig í 38 leikum – eða ef við tökum sl. 15 leiki þá er meðaltalið að gefa okkur 88,7 stig á 38 leiki! Getum samt bætt okkur og vissulega ekkert nema 10 stig í húsi ennþá en bara bjartsýnn! YNWA

  58. Nr. 68

    Hrikalegt að sjá þetta svona. Við vorum á fljúgandi siglingu í það að ná 114 stigum bara í gær. 🙁

  59. Eitt stig úr þessum leik er vel sloppið – Svanirnir voru grimmir og eiga mikið hrós skilið, áttu sigurinn eignilega skilinn. Okkar menn frábærir í fyrri hálfleik en andlausir í þeim seinni – þetta andleysi hefi gert vel vart við sig áður en brotið var á Coutinho (sem var rautt spjald allan liðlangan daginn). Héldu samt út undir pressu Swansea, sem er jákvætt.

    Skrölti var maður leiksins að mínu mati, það þarf helst að hóta að selja í hverri viku – Mignolet er svo rétt á eftir. Moses virkar öflugur en vantar talsvert upp á leikform. Sakho átti fullmörg villt augnablik en líka nokkur “flash of brilliance” – hef mikla trú á honum. Sá ekki til Aspas á undirbúningstímabilinu og mér skilst að verið sé að spila honum úr stöðu þegar hann hefur verið inná, það er því kannski ósanngjarnt að dæma hann af því – en hann hefur ekki verið að heilla neinn sem af er tímabils.

    En við erum á toppnum og glasið er örugglega hálffult

  60. Nú kemur í ljós úr hverju Brendan og liðið eru gerðir! Það er hrikalega erfitt að halda sér á toppnum í svona deild… Við sjáum að þegar við náum forystu þá virðumst við verða dauðþreyttir og dettum rosalega aftarlega… Þetta er hluti af því að kunna ekki að leiða svona deild… Lappirnar verða að leir um leið og glyttir í sigur og þó þetta sé rosalega gaman þá er þetta greinilega alveg skuggalega erfitt…

    Munum að undir lokin á síðasta tímabili þegar pressan var farin þá vorum við að komast yfir í leikjum eins og núna en við vorum að slátra liðunum í kjölfarið…

    Þetta gerist ekki á einni nóttu og næstu leikir þrátt fyrir að við séum sterkari á pappírum verða erfiðari en andskotinn!…

    Vonum að Dr. Steve Peters og félagar nái til leikmanna og kenni þeim þetta… Mæli annars með bókinni hans “The Chimp Paradox” fróðleg og ennfremur gagnleg hverjum sem er…

  61. Nr. 70 Nei í gær stefndum við í þunglyndi eftir leik, svona sumir amk. og var ég bara að reyna að horfa björtum augum á þetta!

  62. Okkur vantar kraftmikinn varnarmiðjumann til þess að rífa miðjuna upp síðustu 60 minuturnar þegar lucas er orðinn þreyttur og við erum farnir að tapa miðjunni. Þegar suarez kemur aftur þá vill ég breyta henderson í þann mann að koma með kraft inn og byrja með moses og coutinhio á köntunum

  63. Athugið síðast tapaði Liverpool í EPL þann 11 Febrúar. Hve mörg lið ætli geti státað sig á svona löngu tablausu tímabili í deildinni, sýnist Arsenal komast næst því en þeir töpuðu síðast 3 mars

  64. Málfræðin eitthvað í rugli hjá félaga Daníel… Lýsingarorð á undan sérnafni er tæpast forskeyti. Just sayin…

  65. Það sem mér þykir jákvæðast í þessu öllu saman er að við erum efstir þrátt fyrir að hafa átt afar misjafna leiki. Eitt af því sem einkenni góð lið er að þau vinna eða ná stigi þrátt fyrir að hafa sýna ekki sinn besta leik. Ef Man Utd. leikurinn er undanskilin þá hefur liðið spilað vel í c.a. 45-60 mín í þeim leikjum en samt uppskorið efsta sæti deildarinnar.

    Eins og liðið hefur spilað fyrstu 45 mín í síðustu leikjum þá standast fá lið í deildinni liðunu snúning. Tempóið, bæði í vörn og sókn er mjög hátt, mikið um návígi og pressu. Slík spilamennska útheimtir hins gríðarlega orku og því ekki óhugsandi að hún taki toll af spilamennsku liðsins í þeim seinni. Það breytir því ekki að maður myndi ætla að liðið ætti að hafa úthald í að halda sama tempói fyrstu 15-20 mín í þeim seinni eftir að liðið hefur náð recovery í hálfleik. Það hefur liðinu ekki tekist á ná fram.

    Það sem er þó jákvætt í þessu er að liðið er ekki að tapa leikjum og er jafnvel að vinna leiki þrátt fyrir þetta vandamál. Fyrir einu ári voru vandamálin risavaxnari og fjölþættari. Liðið var gjörsamlega rúið sjálfstrausti, lítill leikmannahópur, nýr stóri, vonbrigði með leikmannaglugga, liðið í botnsætum deildarinnar o.s.frv. Í dag eru mörg af þessum vandamálum að baki og liðið er í efsta sæti deildarinnar. Í dag finnst mér vandamálið liggja fyrst og fremst í skorti á auknu sjálfstrausti og að menn hafi trú á því sem þeir eru að gera. Oft í stöðunni 1-0 þá þarf sjálfstraust og kjark til þess að halda áfram að pressa andstæðingin og ná öðru markinu. Þegar annað markið næst ekki freistast menn oft í að halda fengnum hlut, falla aftar á völlinn og fyrir vikið fá anstæðingarnir meiri tíma á boltann. Þegar menn svo vinna boltann þá hætta þeir að þora spila honum á milli sín, sérstaklega þar þeir eru að vinna boltann við eigin vítateig og þá er oft einfaldast að senda langann bolta fram völlinn.

    Þetta er í hnotskurn það sem hefur verið að gerast í síðustu leikjum. Liðið hefur fallið of aftarlega. Annað markið sjá Swansea gefur greinargóða mynd af því sem hefur verið að ske. Þar er öll miðlínan fallin ofan í varnarlínuna, einn AM er fyrir framan miðjulínu og Sturridge ekki sjáanlegur í mynd. Það sem gerist síðan er að Shelvey sendir boltann á senter sem hleypur útúr varnarlínu, Sakho eltir og er nánast kominn ofan í Gerrard. Shelvey hleypur síðan í eyðuna fyrir aftan Sakho (enginn miðjumaður eltir Shelvey eða gerir tilraun að falla tilbaka) og flikkar boltanum á Michu sem skorar.

    http://www.101greatgoals.com/gvideos/2-2-michu-swansea-v-liverpool/

    Þarna koma upp nokkur tilvik mistaka sem hefði verið auðvelt að leysa með því að færa miðjunar framar á völlinn. Láta Gerrard og Henderson koma framar á miðjuna, setja og láta Lucas vera fyrir aftan að covera. Takið eftir að öll miðlínan er amk 3-4 metra frá öllum miðjumönnum Swansea og engin þeirra gerir tiltraun að elta Shelvey í hlupinu eða koma í cover í vörninni!!. Vissulega má setja spurningamerki af hverju Sakho er að elta sóknarmann Swansea alveg uppí miðjumann. Þetta hefði einfaldlega mátt leysa með því að tala saman inná vellinum.

    Það breytir því hins vegar ekki að rót vandans liggur í varnarleik liðsins fremst á vellinum og á miðjunni. Ég hef hins vegar trú á því að það sé hægt að vinna með þetta vandamál á æfingasvæðinu og þegar mörkin fara koma í stöðunni 1-0 að þá eykst sjálfstraustið jafnt og þétt. Við sjáum t.d. þessa leiki í lok síðustu leiktíðar að um leið og liðið náði tveggja marka forystu að þá komu mörkin í röðum.

  66. Sammála þessum pælingum einare, ég tók sérstaklega eftir þessu í síðasta leik. Þegar liðið er dottið svona hrikalega aftarlega, þá verður maður eins og t.d. Lucas aldrei jafn effectivur. Hann nýtur sín t.d. best þegar hann nær að vera sópur fyrir framan vörnina, en í svona tilvikum þá er hann með samherja sína alveg ofan í sér líka og getur því ekki coverað þetta.

    En það getur vel verið að einhverji brosi að manni, en mikið skelfilega hefði ég nú verið til í að hafa eitt stykki heilan Joe Allen á bekknum í seinni hálfleik á þessum leik. Þessi staða sem upp var komin, hreinlega öskraði á slíkan mann. Ég fullyrði það að það hefði verið allt annar bragur á liðinu ef við hefðum getað skipt Coutinho útaf fyrir Allen á þessum tímapunkti leiksins og mun meiri ró hefði verið yfir hlutunum þegar við fengum boltann.

  67. Góð pæling einare enn það var reyndar Lucas sem eltir með Sakho og skilur eftir pláss fyrir Jonjo að hlaupa í og Skrtel er allt í einu með tvo menn að dekka. Veit ekki hvort skipunin sé að miðverðir elti sýna menn enn Lucas klikkar með því að verja ekki plássið fyrir aftan.

  68. 56 : ég var nú bara að meina 10 sigrar og 5 jafntefli eru 15 leikir, en þið segið báðir taplausir í 16 leikjum, 10 sigrar og 5 jafntefli, vantar annað hvort 1 sigur eða 1 jafntefli svo að þetta séu 16 taplausir leikir 🙂
    YNWA

  69. Nú kemur fram að Coutinho þarf í uppskurð og verður vonandi til í lok oktober. Ekki góðar fréttir það, Agalegt að missa hann, en ætli Suarez taki ekki hanns stöðu á vellinum. Það er svosem ekki alslæmt að eiga slíkann mann inni.

  70. Coutinho fer í aðgerð á öxl og verður frá fram í lok október. Missir af eftirfarandi leikjum:

    25.09.2013 ManU Capital One Cup
    29.09.2013 Sunderland Enska Úrvalsdeildin Stadium of Light
    05.10.2013 Crystal Palace Enska Úrvalsdeildin Anfield
    19.10.2013 Newcastle Enska Úrvalsdeildin Sports Direct Arena
    26.10.2013 WBA Enska Úrvalsdeildin Anfield

  71. Er Liverpool ekkert búið að sá metið í meiðslum á öxl núna? Þetta er gjörsamlega ótrúlegt. Ég hef ekki heyrt um svona mörg meiðsli á öxl hjá handboltaliði.

    Hrikalega pirrandi að missa Coutinho og ég tek undir með 83, fjandinn eigi Ashley Williams

  72. Goggurinn 77: Forskeyti í meiningunni “prefix”, orð sem er sett fyrir framan annað orð.

    Ekki það að ég hafi eitthvað á móti þessum talsmáta hjá BR, svolítið “trademark” finnst mér hjá honum. Bara spurning hvað hann ætlar að kalla menn þetta lengi, þ.e. það verður gaman að sjá hversu gamla leikmenn hann talar um sem “Young xxx”.

  73. Rodgers says #LFC’s inability to mantain performance levels for an entire game is a ‘mental thing rather than physical.’

    Brendan að staðfesta það sem ég sagði í kommenti 72…

    YNWA

Byrjunarliðið gegn Swansea

Coutinho á leið í aðgerð!