Coutinho á leið í aðgerð!

Djöfulsins. LFC.com staðfesti rétt í þessu að Philippe Coutinho er á leið í aðgerð vegna meiðsla sem hann hlaut á öxl í leiknum gegn Swansea á mánudaginn. Hann verður frá út október. Það var englabossinn Ashley Williams – einn þeirra sem kvartaði hvað mest yfir Luis Suarez sem einhvers konar hryðjuverkamanni fótboltans í fyrra – sem slasaði strákinn með því að lyfta löppinni gagngert til að stöðva framhjáhlaup hans (og mögulega til að meiða hann viljandi, en við getum þó ekki sagt slíkt fyrir víst):

Þetta finnst enskum leikmönnum og blaðamönnum í lagi. Að slasa leikmann er bara hluti af því að vera harður, í Englandi. En að dýfa sér til að vinna auka- eða vítaspyrnur? Leikmenn eins og Luis Suarez og Ashley Young eru víst réttdræpir fyrir slíka glæpi gegn mannkyninu. En það er í lagi að slasa leikmenn. Eins gott að Ashley Williams tók ekki dýfu í þessum leik, þá fyrst hefði allt orðið vitlaust.

Sex vikur. Luis Alberto inn í næsta leik, eftir þrennuna með varaliðinu í þessari stöðu í gær, og svo Luis Suarez inn í þessa stöðu eftir Southampton-leikinn sem er síðasti leikur í leikbanni hans?

Þetta er allavega talsverður missir. Við sáum spilamennsku liðsins fyrir og eftir brottför Coutinho af grasinu á mánudag. Hans verður saknað.

46 Comments

  1. Helvíts djöfull!

    Sem betur fer erum við vel mannaðir og munum dekka þetta ágætlega upp.

    Svo er þessi meiðslahrina búin að vera ágæt hjá okkur. Eigum við ekki bara að segja þetta gott í bili!?

  2. Nú væri gott að eiga hamar og heimilisfangið hjá Ashley Williams.

  3. Ekki mikið um þetta að segja annað en: Helvítis fokking fokk….

  4. Algjörlega burtséð frá hræsninni sem lýst er í pistlinum – þá er þetta ekki mikil snerting. Litli fer niður við hana (sem er sjálfsagt – undistrikar brotið), og lendir illa. Þarna hefði átt að dæma rautt spjald fyrir ásetning – en ekki grófleika brotsins. ´Þetta er aldrei gróft brot í þeim skilning að þetta sé einhver árás.

  5. Slæm tíðindi! I leiknum á moti Southampton mun væntanlega Alberto koma inn í holuna fyrir Coutinho eftir þrennuna í gær eda ad Henderson fari þangad og Aspas eða Sterling verdi settir á hægri kantinn. Eftir þann leik vona eg ad BR stilli lidinu upp þannig ad Sturridge verdi fremstur, Suarez og Moses a köntunum, Henderson i holunni og Lucas og Gerrard þar fyrir aftan.

  6. Er Allen meiddur?…ég væri til í að sjá hann eða Henderson í holunni og Moses Sturridge og Aspas/Sterling í framlínunni.

  7. Alveg rólegir á að vilja Henderson í holunni. Þótt honum hafi farið mikið fram, þá er hann ekki mest skapandi maður í boltanum. Vona að Alberto fái sénsin þar, hann gæti að minnsta kosti komið manni á óvart.

  8. Lebbins (#5) segir:

    Algjörlega burtséð frá hræsninni sem lýst er í pistlinum – þá er þetta ekki mikil snerting.

    Ha? Þú segir sjálfur síðar í ummælum þínum að þetta hefði átt að vera rautt spjald fyrir ásetning! Og finnst þér brotið samt ekki alvarlegt, en hefðir samt viljað sjá rautt spjald fyrir það? Þú ert í mótsögn við sjálfan þig.

    Horfðu á það svona: hvers vegna meiðist Coutinho á öxl? Af því að hann tekur slæma lendingu eftir að hafa hoppað upp úr tæklingu. Hvers vegna var ekki mikil snerting? Af því að Coutinho hoppaði upp úr tæklingunni til að forðast sparkið en meiddist á öxl í staðinn. Og hvað gerði Williams? Hann reynir að ná í boltann, sér að hann missir af honum og hækkar þá fótinn til að tryggja að hann nái að stöðva leikmanninn.

    Þetta er fólskubrot og það hefði átt að verðskulda rautt spjald. Hvar er hræsnin hjá mér í að benda á það?

  9. Kristján: Ég skildi Lebbins þannig að hann væri að tala um hræsnina sem þú talaðir um í pistlinum (vont að dýfa, gott að meiða)

  10. Alveg slaka á með alvarleika brotsins! Geri akkúrat enga athugasemd við þetta brot hjá Williams. Coutinhoer bara óheppinn í lendingunni. Aukaspyrna og búið mál.

  11. Júgóslavneska bragðið hlýtur þá að vera vægt brot líka, fyrst það er bara létt snerting.

  12. Kristján Atli, eru ekki að handvelja hvaða skilning þú leggur í það sem ég segi?

    Ásetningurinn er sá að AW brýtur á Coutinho til að stöðva hann – slíkur ásetningur (getur) verðskuldað rautt spjald – það er víst e-ð huglægt mat hvað varðar staðsetningu o.fl..
    :Þú segir að Coutinho hafi hoppað upp úr tæklingu – ég segi að hann hafi farið niður til að undirstrika brotið. Einungis hann sjálfur veit hvað er satt.

    Brotið sjálft, löppin fyrir litla, er ekkert svo gróft. Það er ekki eins og AW hafi tekið hringsparkið í litla kút – en hver metur þetta fyrir sig.

    Svo var enginn að tala um einhverja hræsni hjá þér – heldur hræsninni sem lýst er í pistlinum. Þú veist: dýfur = glæpsamlegar & slasa leikmenn = fuckin’A. Slakaðu aðeins á

  13. “…og ef við náum ekki að vinna þá náum við jafntefli með stöðugri spilamennsku eins og síðustu 25 mínúturnar gegn Swansea.” Brendan Rodgers

    Sá maðurinn ekki síðustu 25 mínúturnar af leiknum. Ég er farinn að óttast verulega hvað hann er kærulaus gagnvart því hvað liðið hrynur í seinni hálfleik…

  14. Það sjá það allir sem VILJA sjá það að hann hoppar upp og dettur svo. Þú lætur þig ekki detta með því að byrja á því að hoppa upp!

  15. Róa sig drengir. Það má lesa ýmislegt úr þessu vídeói og alveg eins hægt að halda því fram að Coutinho sé að fiska brot með því að dýfa sér. Ég sé samt ekki betur en að AW nái að setja hnéð í knöttinn og Coutinho reyni þá að stökkva upp til að freista þess að skalla hann áfram (og halda sókninni áfram). Hann á hins vegar engan séns í það og meiðist í fallinu — sem er í raun eina ástæðan fyrir því að þetta er milli tannana á fólki núna. Engin meiðsli — ekkert fake outrage. Get ekki séð að meiðslin séu AW að kenna.

  16. Gunnar #11: ég er þá greinilega ekki nógu klár til að fatta hræsnina í Kristjáni Atla, þú gætir kannski verið svo vænn við okkur sem erum minna klárir en þú að benda á hana? Ég skil þetta eins og Gummi #10. Hræsnin í bresku pressunni er auðvitað fáránleg. Ég er þó ekkert viss um að þetta hafi átt að vera rautt spjald, hann lyftir fætinum vissulega hátt en ekki háskálega. Hann sparkar ekkert í Coutinho heldur reynir að hindra hann. Hvernig Coutinho lendir er síðan annað mál, það er meira óheppni og hefur lítið með alvarleika brotsins að gera.

  17. A) Veit ekkert hver Gunnar #11 er og er ekki sammála honum.
    B) Yngvi #16 – það eru til mýmargar aðferðir til að láta sig detta – að stökkva fyrst upp er einmitt ein af þeim. Ég er ekki að ásaka Coutinho um að dýfa sér, finnst hann þó ýkja atvikið.
    C) Drullujurt #17 – Sama og að ofan – get ómögulega séð að Coutinho sé að dýfa sér, finnst flugferðin hjá honum þó ekki vera í samræmi við brotið

  18. Virkilega slæmar fréttir að missa Krúttinho í svona langan tíma en ég er viss um að leikurinn gegn Southampton ætti ekki að vera neitt mál án hans. Ég held að Alberto sé ekki tilbúinn að fylla þetta skarð alveg strax og Aspas hefur ekkert sýnt til þess að verðskulda byrjunarliðsstöðu. Mér sýnist það besta í stöðunni væri að smella Sterling á hægri kantinn og annaðhvort Gerrard eða Hendo taki stöðuna hans Coutinho.

    Hendo/Gerrard– Lucas

    Sterling – Gerrard/Hendo – Moses

    Sturridge

    Hvernig sem þeir myndu skipta þessu (hallast þó meira af því að hafa Gerrard framar) þá held ég að þetta væri solid uppstilling fyrir næsta leik. Síðan kemur Agger væntanlega inn fyrir Sakho við hlið Skrtel, sem á klárlega skilið að halda sinni stöðu og var okkar besti maður á móti Swansea fannst mér. Gæti jafnvel trúað því að við fengjum að sjá Toure inn fyrir Wisdom en er þó ekki viss um að það sé möst, þó það myndi gefa manni töluvert meiri öryggistilfinningu.

    Mignolet

    Toure – Skrtel – Agger – Enrique

    Henderson – Lucas

    Sterling – Gerrard – Moses

    Sturridge

    Þessi uppstilling á heimavelli á móti Southampton er uppskrift að slátrun, svo lengi sem við spilum fótbolta í 90 mínútur.

  19. Það er augljóst hvernig þessi Williams nær að snerta boltann og ætlar að draga löppina að sér en hættir svo við og sparkar í Coutinho líka. Ef þetta brot er ekki ásetningur þá veit ég ekki hvað er það.

    Ósjálfráð viðbrögð Coutinho eru að hoppa upp til þess hreinlega að reyna að forðast árekstur við Williams sem á móti reynir þá að ná til hans með fætinum og raskar þannig jafnvægi hans í loftinu.

    Það að snertingin er lítil breytir akkúrat engu um að þetta er púra ásetningsbrot og snýst eingöngu um að stöðva leikmanninn þar sem boltinn er löngu farinn.

    Sorglegt að sjá menn leggja dæmið upp með þeim hætti að þar sem Coutinho er minni en Williams líti brotið eitthvað verr út. Mergurinn málsins er að það eina sem vakir fyrir Williams er að stöðva Coutinho, hann er að draga fótinn að sér en hættir við og setur hann út aftur. Augljóst mál.

  20. Kelly – Skrtel – Agger – Enrique

    svona væri eg til í að sjá liðið i næsta leik

  21. Gerrard upp í sína bestu stöðu og Allen eða Henderson niður við hlið Lucas. Alberto gæti síðan komið inn, þar á eftir Suarez. Við höfum ágætis breidd þarna.

  22. Þeir sem sjá ekki hvað “nasty” þetta brot er hafa ekki mikið komið nálægt knattspyrnu á lífsleiðinni, ásetningurinn er að stöðva leikmanninn “no matter what” Það að Coutiniho sé á svona mikilli ferð varð þess valdandi að hann meiddist sem raun ber vitni. Halda menn bara að hann geti stoppað til þess að forðast takkana frá þessum fauta ???

    Því miður verður missir okkar mjög mikill, Coutiniho er búin að vera einn af þremur bestu leikmönnum okkar síðan hann var keyptur. Nú verðum við að fá GERRARD í hans stöðu, og svo Henderson aftar á miðjuna. Það ætti að duga á móti southamton.

    Vonum það besta

  23. Klárt mál að um viljabrot er að ræða hjá Williams og appelsínugult spjald. Ef dómarinn hefði getað sagt sér að Coutinho yrði skipt af velli fyrir viljabrot þá hefði hann sveiflað rauðu.

    Enda segir að vernda eigi hæfileikaríka leikmenn. Sem Coutinho er.

    Nú er hann í burtu og það er svona gottvont held ég. Það er vont til styttri tíma en ef við lítum til lengri tíma þá verðum við núna að finna leiðir til að leysa þessi meiðsl hins unga Brassa sem er greinilega kominn með hlutverk hjá okkur.

    Að því sögðu þá finnst mér hann í raun hafa spilað vel í einum af leikjum vetrarins, gegn Stoke, en átt dapra leiki síðan í því að skapa færi. Hann er enn ekki kominn með mark eða stoðsendingu í vetur. En hann hefur þann hæfileika að geta fengið bolta í fætur með bakið í mark og snúið sókninni fram á við. Í 4-2-3-1 kerfi eins og við erum að spila er það gríðarmikilvæg staða og ekki einfalt að sjá hver ætti að leysa hana.

    Iago Aspas, sem stefnir í að verða næsti Lucas/Kuyt/Downing hjá okkur stuðningsmönnunum á þann hátt að verða “sá lélegi í LFC”, er ekki vanur þessari leikstöðu en viðbúið er að hann verði látinn taka hana gegn Soton til að halda áfram að láta Hendo hjálpa bakverði og að massa miðjuna. En ég vona að Allen verði settur við hlið Lucasar og Gerrard fyrir framan. Svo þegar Suarez er kominn inn finnum við eitthvað gott út úr þessu.

    En það er að mínu mati algert möst að fá annan leikmann með þennan eiginleika, að geta tekið boltann á sig og fært úr vörn í sókn. Vonandi finnst hann í janúar…

  24. Hvaða hystería er þetta í mönnum.

    Ásettningsbrot og klárt gult, en að kalla þetta eitthvað svakalega gróft er bara kjaftæði.
    Ekki er þessi Williams í einhverju uppáhaldi hjá mér en að blása þetta upp í eitthvað meira en það er, er fáránlegt.

    Löppin fer hátt upp og lendir nálægt djásnunum. Coutinho síðan virðist meiða sig í öxlinni eftir lendinguna.

    Ekkert tilefni til að sækja heykvíslarnar inn í skáp.

  25. Þetta var ekki spurning um hvort, heldur hvenær Coutinho yrði sparkaður niður í meiðsli. Í öllum leikjum sem af er tímabili hefur leikmaður fengið gult spjald fyrir að sparka hann niður. Ég var einmitt að spá í þetta hvort hann myndi komast af meiðsla laust fyrir áramót. Greinilega ekki.

  26. Afsakid thrádránid en vard ad fá thetta útúr mér. Var ad klára ad horfa á leik Napoli – Dorussia Dortmund í Meistaradeildinni sem endadi 2-1 fyrir fyrrnefna lidid. Vá hvad Benitez er med frábaert lid uppí höndunum á sér og er greinilega ad fara gera virkilega góda hluti med thví. Studningsmenn Napoli eru ótrúlegir, their öskra út lungun sín og hvetja sína menn til dáda allan leikinn , hef aldrei vitnad annad eins í fótboltaleik.

    Rafa Benítez er ennthá med thetta og thad sést augljóslega í spil lidsins svo í dag vard uppáhalds lidid mitt á Ítalíu vaentanlega Naples, thvílíkur klúbbur.

    P.S. kaerleikur mín á thessum manni blossadi hreinlega aftur upp í dag eftir nokkur ár í pásu

  27. Á fótboltavellinum eru framin ótal mörg ,,ásetnings”brot þ.e. bara brjóta til að stöðva för leikmannsins og svo er spurning hversu gróf brotin séu, t.d. mjög algengt að þessi brot séu kölluð ,,skynsemi” o.þ.h. þegar verið er að brjóta á manni á miðjun vellinum til að stöðva sókn liðsins. Ekki alltaf gróf brot en klár ásetningur.
    Í þessu tilviki er greinilega verið að brjóta til að stöðva för leikmannsins en að kalla þetta eitthvað gróft brot er fjandi mikið. Meiðslin eru jú á öxl sem benda til að hann hafi lent illa frekar en að brotið hafi verið gróft.

    En
    Þetta finnst enskum leikmönnum og blaðamönnum í lagi. Að slasa leikmann er bara hluti af því að vera harður, í Englandi. En að dýfa sér til að vinna auka- eða vítaspyrnur? Leikmenn eins og Luis Suarez og Ashley Young eru víst réttdræpir fyrir slíka glæpi gegn mannkyninu. En það er í lagi að slasa leikmenn.

    Nú verð ég að fá þetta svolítið á hreint Kristján… Ég get skilið kaldhæðnina í þessu skoti á bresku pressuna með að slasa leikmenn en ertu í alvöru að telja það sé í lagi að vera fiska og dýfa sér út um allan völl???? Skil vel reyndar að þú sért að skjóta á bresku pressuna varðandi þessa hluti en á vissan hátt má lesa það út úr þessu að þú sért fylgjandi dýfingum á vellinum eða af brettinu.

  28. @ maggi 28

    Þú talar um að okkur vantar leikmann með þann eiginleika að spilað í “holunni” í 4231 kerfinu, en öskrar þá ekki á okkur að setja Gerrard þá í þessa stöðu sem hann spilað Hjá Benitez flest þessi heimsklassa ár hans.

    Einnig rámar mér í það að Allen hafi verið í þessari dreifingar stöðu hjá Swansea sem Gerrard er að spila núna. væri því gaman að sjá hann í henni þegar hann snýr til baka í stað þess að rembast í Lucasar stöðunni sem er fullreynt.

    Annars á mínu mati bara að henda Hendo í holuna og kjöta hana og Ibe á kantinn

  29. fanst þetta nú ekki það gróft meina afhverju að hoppa svona uppúr þessu og meiða sig.. þetta hefði nu ekki veirð svo slæmt er það ?

  30. Það voru tveir menn inná vellinum í Napoli vs Dortmund í dag sem við viljum ekki og getum ekki notað, Sahin og Reina. En virkilega skemmtilegur riðill þessi, Dortmund, Arsenal og Napoli.

    Sorglegt að vera ekki í þessari keppi í ár, hvað þá síðustu árin.

  31. Er þetta ekki leikaraskapur? sem verður til þess að hann meiðist.. hann er búinn að henda sér niður áður en það kemur snerting…

  32. 33 reyndar stekkur hann upp úr tæklingu sem flokkast nú seint undir leikaraskap heldur mjög eðlileg viðbrögð

  33. Þetta kalla ég dýfu og ekkert annað, þetta er ekki gróft brot, Coutinho gerir sem Mest úr þessu og fleygir sér eftir að hafa fengið smá högg og missir jafnvægið og dettur á öxlina, þoli ekki svona leikara.

  34. Nú fer virkilega að reyna á okkar menn hópurinn er bara of þunnskipaður, að mínu mati. Gæði til að leysa Coutinho af eru hreinlega ekki til staðar. Gerrard er reyndar maður í jobbið en hann er að nú þegar á öðrum pósti þar sem breiddin er ekki til staðar
    En mikið hel…i væri gott ef Ericsen hefði komið til oss…

  35. Er engum öðrum skítkalt?

    1 Liverpool 4 3 1 0 5-2 10

    2 Arsenal 4 3 0 1 8-5 9

    3 Tottenham 4 3 0 1 4-1 9

    4 Manchester City 4 2 1 1 8-3 7

    5 Manchester Utd 4 2 1 1 6-2 7

    6 Chelsea 4 2 1 1 4-2 7

    7 Stoke 4 2 1 1 3-2 7

    8 Newcastle 4 2 1 1 3-5 7

    9 Everton 4 1 3 0 3-2 6

    10 West Ham 4 1 2 1 2-1 5

    11 Southampton 4 1 2 1 2-2 5

    12 Cardiff City 4 1 2 1 4-5 5

    13 Swansea 4 1 1 2 5-7 4

    14 Fulham 4 1 1 2 3-5 4

    15 Norwich 4 1 1 2 3-5 4

    16 Hull City 4 1 1 2 2-5 4

    17 Aston Villa 4 1 0 3 5-6 3

    18 Crystal Palace 4 1 0 3 4-6 3

    19 West Bromwich 4 0 2 2 1-4 2

    20 Sunderland 4 0 1 3 3-8 1

  36. GRS (#29) – Nei, ég er ekki að segja að dýfur séu í lagi. Mér hundleiðast þær og ætti varla að þurfa að taka það fram ef þú hefur lesið síðuna í einhvern tíma. Ég er ekki að verja dýfur. Ég er að segja að þetta er ekki dýfa. Þetta er leikmaður að stökkva upp úr tæklingu til að verða ekki fyrir meiðslum … og meiðast svo samt. Ef þú sérð ekki muninn á þessu tvennu get ég ekki hjálpað þér.

    Dick Kuyt (#35) ætla ég ekki að svara enda nokkuð viss um að það er verið að trolla með því kommenti.

  37. Ég hef aldrei áttað mig fyllilega á þessari óvægnu umræðu um dýfur. Menn eru jafnvel að tala um að Coutinho sé að dýfa sér í þessu broti. Hann er að forðast snertingu. Menn virðast ekki getað áttað sig á því að þrátt fyrir að engin snerting verður, þá er samt vel hægt að dæma brot. Hvað hefði gerst ef Coutinho hefði bara brunað á löppina á Williams? Hann hefði sennilega sloppið ágætlega en nárinn á Williams væri sennielga handhónýtur. Vítaverð hreyfing hjá honum sem verðskuldaði klárt rautt – alltaf að fara að slasa einhvern.

    Tökum dæmi. Sóknarmaður hoppar upp úr tveggja fóta tæklingu frá varnarmanni. Tækling sem er stórhætturleg og myndi í öllu falli slasa sóknarmanninn ef varnarmaðurinn myndi hitta. Sóknarmaðurinn sleppur án snertingar úr tæklingunni en missir allan hraða og jafnvel tapar boltanum, lendir jafnvel liggjandi. Er það þá ekki brot? Bara vegna þess að snertingin varð ekki? Þetta er fáránleg hugsun.

    Stundum hoppa sóknarmenn úr tæklingum bara vegna þess að það er ekki þess virði að fara í hana vegna þess að það eru yfirgnæfandi líkur á því að þeir muni slasast á henni. Oft hef ég séð þetta gerast og þá garga menn á leikaraskap. Skil ekki samhengið. Dýfur eins og við höfum oft séð hjá Suárez og Young þar sem menn jafnvel sækja snertinguna og hrynja svo niður með töktum, eða eins og Bale gerði reglulega síðasta vetur (lét sig bara fljúga niður án þessa að nokkur snerting ætti sér stað eða ætti hættu á að eiga sér stað) eru gjörsamlega óþolandi. En á tímum þar sem sóknarmaðurinn er einfaldlega að forðast snertinguna til að koma í veg fyrir meiðsl. Þar finnst mér óeðlilegt að tala um dýfur.

    Cissokho kaus að hoppa ekki upp úr tæklingu í bikarleiknum og við sjáum hvar hann er….

  38. Sorry, ég bar skil ekki hvernig í ósköpunum menn sjá dýfu úr þessu?? Coutinhon kemur á ferðinni, AW lyftir upp fót og fer klárlega í hann. Þessi umræða um dýfingar er algerlega á villigötum.

  39. GRS (#29) – Nei, ég er ekki að segja að dýfur séu í lagi. Mér hundleiðast þær og ætti varla að þurfa að taka það fram ef þú hefur lesið síðuna í einhvern tíma. Ég er ekki að verja dýfur. Ég er að segja að þetta er ekki dýfa. Þetta er leikmaður að stökkva upp úr tæklingu til að verða ekki fyrir meiðslum … og meiðast svo samt. Ef þú sérð ekki muninn á þessu tvennu get ég ekki hjálpað þér.

    En að dýfa sér til að vinna auka- eða vítaspyrnur? Leikmenn eins og Luis Suarez og Ashley Young eru víst réttdræpir fyrir slíka glæpi gegn mannkyninu. En það er í lagi að slasa leikmenn. Eins gott að Ashley Williams tók ekki dýfu í þessum leik, þá fyrst hefði allt orðið vitlaust.

    Kristján

    Í alvöru Kristján að þá gefur þú ekkert til kynna að þér leiðist dýfur í þessum pistli þínum svona ef miðað er við þessi orð þín hér að ofan, burt séð frá því hvað þú hefur áður ritað hér inni eða sagt í eigin persónu.

    Ég var að auki aldrei að halda því fram að þú segðir að þetta væri dýfa heldur einungis að setja spurningamerki við hvernig þú setur fram þína gagnrýni á ensku pressuna. Ef þú hefði lesið allt sem ég hef skrifað hér inni sæir þú að ég er ekki að segja að þetta sé dýfa.

    Og að lokum smá reminder varðandi síðustu setninguna þína 😉 Hér skiptumst við á skoðunum, ekki móðgunum.

  40. Veistu get bara engan vegin verið samála þetta er ekki fast spark..hann lenti bara illa þetta er alls ekki mikið brot.

  41. Nr. 42

    Ég var einmitt ekki sammála Carragher í þessari umræðu um miðverði og fannst Neville koma með góðan punkt strax eftir að Carragher sagði þetta um Enrique.

    Mögulega var Enrique bara ekkert sammála Carragher og eins og Neville segir þá er ég honum hjartanlega sammála í því að vera alls ekki viss um að Bretarnir séu með þetta rétt frekar en Spánverjarnir eða Braselíu menn eins og Luiz sem þeir voru að tala um í þessari klippu.

    Þarf kannski ekki að koma á óvart að Carragher eigi ekki samleið við sókndjörfum varnarmönnum, ef að Enrique er svona clueless eins og Carragher vill meina þá efa ég að hann væri svona mikið í liðinu eins og hann hefur verið.

  42. Jeminn eini; þessi umræða er að verða svolítið kjánaleg.

    Segðu mér nú, Kristján Atli, í fullri alvöru:

    Hvaða meiðslum getur AW mögulega valdið með því að reka takkaskóinn í Coutinho? Þetta er ekki aftan-í tækling. Þetta er ekki tveggja fóta tækling. Hann sparkar ekki einu sinni fast í hann. Jú, AW er með fótinn á lofti og danglar aðeins í hann — og já, þetta er líklega brot og gæti mögulega verið vont EF hann rekur fótinn í viðkvæman stað (sem er vissulega sárt) en þetta er jú fullorðins leikur, ekki satt? Þetta er contact sport, ekki einhver heilhveitis körfubolti.

    Bara — sorry, en ég get ekki séð annað en að Coutinho búist við brotinu og láti sig detta til að tryggja að hann fái brotið — og þar sem hvers konar bylta getur valdið meiðslum er hann sjálfur orsakavaldurinn. Ef þetta væri Carragher sem sparkaði í AW, myndir þú ekki líta öðruvísi á málið?

    En, Kristján Atli: lykilatriðið í þessari færslu minni er (og hér er ég að reyna að koma í veg fyrir “conversation of the deaf”): Hvers konar meiðsli er Coutinho að forðast eins og heitan eldinn?

Swansea 2 – Liverpool 2

Hver er besta staða Gerrard?