Liðið gegn Southampton

Liðið gegn Southampton er komið og það er sem hér segir:

Mignolet

Touré – Skrtel – Agger – Sakho
Lucas – Gerrard
Henderson – Aspas – Moses
Sturridge

Bekkur: Jones, Enrique, Kelly, Wisdom, Alberto, Sterling, Ibe.

Sterkt lið og áhugaverðar breytingar á vörninni. Kolo Touré kemur inn fyrir Wisdom í bakverði og eins og ég spáði tekur Mamadou Sakho stöðu Jose Enrique í bakverði fyrst Daniel Agger er orðinn heill á ný í miðja vörnina. Eins er áhugavert að sjá að Joe Allen er ekki á bekk. Það hlýtur að þýða að hann sé meiddur.

Okkar menn eru nú taplausir í ellefu leikjum í röð í deildinni eða síðan 16. mars (hálft ár!) en þá var það einmitt Southampton sem lagði okkur. Það er því alveg ljóst að þetta er sýnd veiði en ekki gefin í dag. Vonandi geta okkar menn innbyrt stigin og haldið sér á toppi deildarinnar.

Áfram Liverpool!

86 Comments

  1. Spái 5 – 0 , Sturridge með 2, Gerrard með 1, Toure með skalla eftir horn og meistari Moses með 1 🙂

  2. Eigum við enga fleiri sem geta spilað miðvörð? Veit ekki hvort sé nóg að hafa bara 6 slíka í hópnum!

  3. 4 miðverðir í byrjunarliði nú hljótum við að fá mark úr hornspyrnu erum allavega loksins með hæðina í það

  4. Ég held að Agger muni spila bakvörðinn í dag. Hef ekki trú á að Sakho verði spilað þar núna. Og það er eins gott að það verði haldið hreinu og við nýtum hornspyrnur.

  5. Þetta verður engin markaleikur. Spái þessu 1-0 fyrir okkur, Henderson með markið.

  6. Held að Sturrigde skori 3. Var með hann sem fyrirliða í fantasy en ákvað í visku minni að breyta til og hafa Benteke sem fyrirliða. Benteke fór svo meiddur af velli á 20 mín…..

  7. Það er í það minnsta hægt að setja pening á að Victor Moses mun ekki skora í dag, ég setti hann sem fyrirliða í Fantasy 🙂 En við vinnum þennan leik og það verður miðvörður sem skorar sigurmarkið upp úr hornspyrnu.

  8. Mig grunar að Brendan ætli að hafa þetta 4 – 3 – 3

    Gerrard – Lucas – Henderson

    Aspas – Sturrigde – Moses

    Mér liði allavega einhvernveginn betur með þetta svona 🙂

  9. Bloodzeed með fantagóðan HD link að venju:

    acestream://11f2eb93cfe49106b5336b9d36ce05de493c5692

  10. Ég þori ekki að gera mér vonir um hornspyrnumark…við hljótum að vera með einhverja verstu hornspyrnu-statistíkina í deildinni

    Þetta hlýtur annars að vera sigur

  11. Líst miklu betur á þessa varnarlínu en þá sem SSteinn kom með. Þessi er nokkuð vígaleg. 2-1 sigur

  12. er ég sá eini sem er ekki spenntur fyrir Kolo í bakverði?
    Það er spurning hvort Rodgers ætli á einhverjum tímapunkti að ýta einum miðverði örlítið framar og öllu liðinu og hafa þrjá aftast.

  13. Alveg merkilegt hvað við erum alltaf lélegir að spila okkur útúr pressu !!

  14. Eg skil ekki að hverju BR er að taka Enriuqe ut úr liðinu. Finnst hann hræra of mikið í vörninni. Vonum það besta, hef ekki góða tilfinningu fyrir þessum leik 🙁

  15. Að hafa Sahko þarna í vinstri bakv hægir verulega á sóknarhraða okkar upp vinstri vænginn. Ég sé Speedy Enriuqe koma inn í þennan leik fljótlega í seinni hálfleik, vona bara að það verði ekki of seint.

  16. Það vantar allan rythma í liðið finnst manni, menn eru óvissir hvað næsti maður ætlar að gera og við erum að missa boltann of oft, klaufalegt spil. Vonum að menn fari að ná takti og nái að berja sig saman

  17. Það vantar svoldið í þetta lið sóknarlega, td Enrique, Johnson, Coutinho og Suarez !!

  18. í þessum leikjum hingað til þá minnir mig að við höfum alltaf verið búnir að skora eftir 30 mínútna leik….er það rét hjá mér?

    vá hvað þetta átti að vera víti, hefði alltaf verið dæmt ef þetta hefði verið fyrir utan

  19. Klárt víti ! dómara helv er með allt niður um sig. Sturridge þarf að vera skotinn til að fá eitthvað dæmt hjá honum 🙁

  20. Grunar að dómarinn eigi eftir að klúðra sínum leik … Ennn vona ekki , ÁFAM LIVERPOOL

  21. Þetta er að lagast, spilið er að koma en er enn alveg rosalega varfærið, hikandi og vantar allt flæði…

  22. Spurning hvort BR hafi sagt liðinu að spara sig núna í fyrri hálfleik og setja allt í seinni hálfleik 😉

  23. Klassa sóknarbakvörður Toure 😀

    28: Við skulum ekki missa legvatnið yfir Boruc þó hann hafi varið eina aukaspyrnu.

  24. Sakho er ekki að heilla mig so far. Vona að hann skori bara mark til að bæta fyrir lélegan varnarleik 🙂

  25. Moses, Gerrard, Sturridge, Kolo, Lucas og Mignolet bestir so far. Aspas ekki sést að ráði, Sakho gerir mig óöruggan. vantar allan hraða á kantana

  26. Er að Aspas að spila þennan leik. Maður tekur ekkert eftir honum. Sakho er ekki að spila sína stöðu og á ekkert að spila bakvörð. Við tökum þetta í seinni hálfleik.

  27. Ekki er einhver með góðan sopcast link handa mér. Acestream virðist ekki virka hjá mér.

  28. Rosalega dapurt og við ráðum illa við háa pressu andstæðinganna. Menn verða að gera svo vel og girða sig í brók. Jákvæða við þetta allt saman að við erum ekki búnir að fá á okkur mark þrátt fyrir vægast sagt shaky spil þarna aftast. Leikskipulagið er búið að vera í molum og menn virka úttaugaðir á vellinum.

  29. Mér sýnist að það sé lagt upp með það að spila lélegan fyrri hálfleik og góðan seinni hálfleik svona öfugt miðað við síðustu leiki 🙂

  30. Ég sá bara síðustu 10 mínúturnar og Moses næstum því búinn að skora, Sturridge átti að fá víti og Liverpool heilt yfir miklu betra….ég sé bara eina útkomu í seinni hálfleik….mörk!

  31. Buinn tak Aspas út. Ég finnst við ættum frekar breyta um leikaðferð frekar. Skil ekki af hverju við eru með 4 miðverði i vörn. Væri miklu betri hafa bara 3 miðverði og spilla með 2 framherja.

  32. hahaha hvað er i gangi erum með 4 miðverði inná og fáum á okkur mark þvílikur horbjóður

  33. Hreint og beint þa er þjálfari Southampton taka BR i nefið. Augljóst við höfum ekki þess bakverði til láta 4-3-3 eða 4-2-3-1 virka. Þeir þurfa sæka fram og vera snöggir og liprir. Við eru með 4 stóra miðverði i staðinn. Þetta kallar á breytigu á skipulag.

  34. 4 massívir miðverðir í vörninni og við fáum á okkur skallamark úr horni !

    Æði !

  35. 43-47: Þvílíkir STUÐNINGSMENN sem þið eruð.

    Koma svo Liverpool! Auðvitað getið þið þetta, koma svo! YNWA

  36. Þá reynir BR að bæta upp fyrir skituna og koma loksins með Speedy inn í vinstri bakvörðinn. Eins og ég óttaðist, kannski of seint. 🙁

  37. Hvað er br að pæla með þessa miðverði? Vægast sagt lélegt hingað til

  38. @Bennylu #1

    Njóttu á meðan þú getur vinur. Það gætu orðið mörg ár þangað til þessi staða kemur upp aftur, hvað þá á vormánuðum þegar það skiptir máli.

  39. Höddi B, Enrique var meiddur á hné og því tæpur, þessvegna byrjaði hann ekki leikinn.

  40. Rodgers og liðið að drulla upp á bak í dag. Djöfull eru okkar menn slakir í dag.það versta er að ekkert af þessu kemur á óvart 🙁

  41. @snæþór #51

    Það er frábært að þú getur verið svona bjartsýnn, ég haf bara ekki séð neitt í seinni hálfleikjum LFC til þess að vera bjartsýnn á þennan seinni hálfleik.
    Vona hinsvegar að ég hafi rangt fyrir mér, en bara hef ekki trú á því miðað við spilamenskuna í dag.

  42. Ok Karl Ásgeir, það hefur farið framhjá mér. Snæþór, þó svo ég sé LANGT frá því sáttur með að vera að tapa fyrir southamton á heimavelli þá gerir það mig ekki að eitthvað verri stuðningsmanni heldur en þú ert. Ég er bara drullufúll með spilamennskuna í þessum leik fyrstu 68 mínúturnar. Þetta er bara “reality check” fyrir okkur Liverpool stuðningsmenn. Kemur okkur niður á jörðina.

  43. Rosalega er ég ánægður með Mignolet, massa markvarsla þarna. Leikurinn væri sama og búinn ef þeir hefðu skorað þarna

  44. Þetta skrifast algerlega á rodgers í dag. Fáránleg liðsuppstilling og undirbúningur greinilega mjög dapur. Það er bara annaðhvort það eða að livrrpool hefur verið að spila yfir getu hingað til. Gerrard er svo búinn að vera hrikalega lélégur að hálfa er nóg. Þetta er dapur dagur en kemur svosem ekki á óvart. Verðum í 5-8 sæti. Gaman að vera á toppnum smástund.

  45. nú nú, Henderson í hægri bakverði???

    Jæja Alberto, þú átt sviðið, koma svo

  46. Southampton eru einfaldlega að spila þennan leik mjög vel og eiga forystuna skilið það sem af er leiknum. Okkar menn eru á hælunum og flest virðist falla með andstæðingnum. Svona er þetta bara stundum.

  47. Southamton er bara betra, MIKLU betra. Lang lélegasti leikur Liverpool á þessu ári held ég.

  48. Alveg drullu sama hvað hver segir, BR gerði í brók í dag. Fáranleg vörn í byrjun, aldrei bakverðir sem geta stutt við sóknina. Aspas getur ekki fyrir sitt litla líf spilað AMC, kann það ekki! Komnir á jörðina með skell eftir síðustu 2 leiki.

    Þetta byrjaði allt þegar Aspas fór að tala um að við gætum alveg unnið deildina! Gat helví… ekki bara haldið kjafti og spilað fótbolta?

  49. Magnað að sjá hvernig miðjan hjá Liverpool og fyrirliðinn eru étin trekk og trekk, man ekki eftir að Gerrard hafi verið tekinn jafn oft og í seinni hálfleik í dag.

  50. Vantar svo mikið að menn séu að þessu á fullu, allt gert á skokki og hálfum hug. Þegar menn fara í treyjuna á að vera 110%

  51. jæja ég er búinn að kasta inn handklæðinu, Gerrard að spila illa ofan á allt annað. Alberto týndist um leið og hann kom inná og menn ítrekað að spila boltanum beint út af eða í fæturnar á mótherjanum. hendum þessum leik sem fyrst aftur fyrir okkur og byrjum að undirbúa að vinna litla liðið í Manchester borg á miðvikudaginn næsta.

  52. Magnað samt að það fer enginn yfir okkur á stigum í dag. í versta falli vinna Tottarar og Arsenal sína leik á morgun og þá verða þeir samt bara einu stigi yfir okkur. Svo verðum við komnir með Suarez og förum aftur á fljúgandi siglingu 🙂

  53. Jæja, Reality check!

    Þetta var sennilega lélegasti leikur Liverpool í c.a. eitt ár. BR þarf að svara fyrir ýmislegt hér. Leikskipulagið í molum og leikmenn úttaugaðir og eins og hauslausar hænur um allan völl. Daggerinn hlýtur að hafa spilað sig út úr liðinu með þessari frammistöðu sinni. Ég fullyrði það að Gerrard spilaði lélegasta leik sinn í Liverpool-treyjunni frá upphafi! Við vorum aldrei nálægt því að jafna þennan leik. Ég ætla svo sannarlega að vona að Sterling verði einhvern tíma eitthvað meira en efnilegur, en guð minn góður, þessi fyrsta snerting hjá honum í lok leiksins áðan…nenni ekki að ræða þetta meira.

    Vá hvað ég vorkenni þeim sem þarf að skrifa leikskýrsluna á eftir. Já, glasið er hálftómt hjá mér núna. Var eitthvað jákvætt í þessum leik? Veit ekki, kannski markvörslunar hjá Mignolet.

    Guði sé lof að við eigum Suarez inni. Söknum hrikalega Jonson og Coutinho. Svo eigum við Manjú í vikunni í deildarbikarnum, úff.

    Það var þá alltof kalt á toppnum eftir allt saman.

  54. Mjög verðskuldaður sigur hjá Southampton, miklu ákveðnari og virkuðu hreinlega í betra formi allan leikinn. LFC sýndu hinsvegar að þeir hafa ekki tekið eins miklum framförum og menn héldu og BR þarf meiri tíma til að slípa nýju mennina inn í skipulagið. C´est la vie.

  55. Það voru ekki mikil gæði í þessu hjá okkur ídag, Brendan klikkar aftur í uppstillingu á liðinu og þar var vörnin að klikka, ef lið pressar á okkur er við í vandamálum.
    Þetta er eitthvað sem mátti búast við og þá erum við komnir á jörðina.

  56. Sást hvað vilji, áhugi og liðsheild getur gert. Southampton langaði meira í sigurinn í dag, það sást langar leiðir og þeir uppskáru eftir því.
    Vona innilega að þetta sé bara einn svona ömurlegur leikur og svo hrökkvi liðið í gang með komu Suarez, ætti að búa til pláss fyrir aðra á vellinum.

    Næsta leik, takk 🙂

  57. Vantar algjörlega Coutinho, Henderson búinn að vera mjög slakur og Sterling er bara hreinlega ekki tilbúinn í þetta hlutverk. Þegar Gerrard á slæman dag í ofanálag verður niðurstaðan bara svona. Southampton eiga hrós skilið fyrir hörkupressu og gefa ekkert eftir, lokandi á alla bolta. Verður gott að fá Suárez inn til að bæta upp fyrir Coutinho.

  58. Ætla að kenna einum manni um þetta tap í dag, Rodgers ákvað að stilla upp Kolo og Sakho í bakverði, skil þetta með Kolo útaf Johnson er meiddur enn ég skil ekki afh hann tók Jose út þar sem bakverðir okkar eru mjög mikilvægir í sóknarleik okkar það er alveg eins og hann þurfti að setja Sakho inn bara útaf hann kostaði 18 m punda. Svo ákvað hann að hafa Aspas sem sóknartengilið í byrjun leiks allir sjá það að hann getur ekki spilað þessa stöðu og tók hann meira segja útaf í hálfleik. Svo breiddin í þessum hóp sjáum það með þessar skiptingar sorglegt. Engin skipting á þessu tímabili hefur verið góð og breytt leiknum. Og engin leikur á þessu tímabili hefur verið góður og það var bara tímaspursmál hvenær þetta tap kæmi. Við byrjuðum leikinn eins og við höfum spilað seinni hálfleik í öllum leikjum og það boðar ekki gott.

  59. Sælir félagar,

    það er augljóst að Gerrard hefur sagt við Brendan Rodgers(BR) að hann vill spila á miðri miðjunni.
    BR hefur ekki hug í sét til að segja C. Fantastic að hann er bertri og nýtist LIÐINU betur framar á vellinum. Í mínum huga á Henderson eða Allen að vera með Lucas aftarlega á miðjunni. Guð hjálpi okkur ef Lucas meiðist.
    Það er algjörlega búið að núlla út byrjunina og sigur á man.utd.

    Svo ef lið ætla að vera með 3 fremstu undir 185cm í ensku deildinni, þá lætur þú ekki bakverði þína senda inn krossa þegar bakvörðurinn eru komnir 15m inn fyrir miðjuna. Það er aldrei að fara ganga á móti þeim trukkum sem spila sem miðverðir í ensku deildinni.

    Sterling þarf að fara sýna mér meira en að hann getur hlaupið hratt.
    Miðjan er lang veikasti hlekkurinn í liði Liverpool og við gætum svo sannarlega notað leikmann líkt og Schneiderlin í liði Southamton.

    Svo ætla ég að tala algjörlega í kross, miðað við það sem mætti skilja hér að ofan. Ég hef ennþá trú á Brendan Rodgers og kaupin í sumar eru í heildina jákvæð. Það vantar þó alveg tilfinnanlega töluvert meiri breidd á miðjuna.

    Er Allen meiddur?

    Maður leiksins í dag í liði Liverpool er klárlega Mignolet.

Southampton á morgun

Liverpool 0 Southampton 1