Hér er þáttur númer fjörutíu og fjögur af podcasti Liverpool Bloggsins!
Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.
Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru Einar Örn og Babú.
Í þessum þætti ræddum við leikina gegn Swansea og Southampton, endurkomu Luis Suarez og leikina fram undan gegn Man Utd og Sunderland.
Yes þetta bjargar kveldinu!!!
Vinnan verður helmingi skemmtilegri á morgun!
Ég sem ætlaði að fara að sofa!
Takk Kristján Atli fyrir kveðjuna til okkar KR-inga.
„Titilinn er okkar í ár“
Nokkuð áhugavert sem þið bendið á að Liverpool á einungis 6-7 leiki í október nóvember á meðan evrópuliðin eiga 10-11. Í meiðslavandræðunum sem liðið stendur í, engir bakverðir heilir og fáliðaðir í sókninni þá hlýtur þetta allavega að vera til happs.
Ótrúlegt hve fáa leiki við eigum í okt og nóv. Annars held ég að Suarez seti allavega 1 ef ekki 2 kvikindi annað kvöld. Hann skuldar Liverpool mörk og mun skila þeim svo sannalega í vetur.
Hvaða smellir eru þetta sem koma reglulega í upptökunni? Er einhver af ykkur að flengja apan á meðan? 🙂
Góðar umræður félagar.
Hjartanlega er ég sammála ykkur með Henderson, ömurlegt að vera alltaf að troða kallinum á kantinn (þó að vissulega líti Johnson betur út með Henderson með sér).
Vandamál Liverpool í þessum fyrstu leikjum er tvíþætt. Annars vegar snýst það um að Gerrard er ekki lengur 26 ára box-to-box sem hreinsar upp skítinn eftir aðra eða þegar búið er að spila djúpa miðjumanninn okkar út (sbr. Lucas í dag) og þegar Coutinho er í holunni er hann engan veginn að sinna varnarvinnuni nógu vel. Í öðru lagi eru miðjumenn okkar ekki nógu góðir í að spila sig út úr pressu andstæðingana svo við tölum nú ekki um þegar að bakverðirnir hjá okkur er ekki miklir vinir boltans, eins og í síðasta leik.
Ég tel að lausnin á þessu felist í að hætta að spila 4-2-3-1 kerfi með Gerrard sem annan af þessum tveimur (miðjumönnum) og detta inn í 4-3-3 eins og við spiluðum frá áramótum í fyrra með Coutinho frekar á vinstri kanti þ.e.a.s. þegar hann er leikfær. Þetta myndi þýða að Henderson væri fremstur á miðjunni með alla sína yfirferð og dugnað sem skilar okkur því að vinna boltann ofar á vellinum. Þetta gerir einnig miðjumönnum okkar tveim (Gerrard og Lucas) auðveldara fyrir að verja bakverðina okkar þegar kantmennirnir skila sér seint og illa til baka.
Coutinho gæti svo “cuttað” inn á völlinn frá vinstri með Enrique/Cissokho í “overlap”, sömu sögu ber að segja þegar Suarez kemur aftur. Hann gæti þá verið hægra megin í þriggja manna framlínu og “cuttað” inn á völlinn með Johnson í “overlap”. Held að þetta myndi einnig auðvelda Gerrard að stjórna “tempóinu” í leikjum og gæti hann þá sprengt leiki upp með þessum löngu skiptingum og sendingum inn fyrir varnir andstæðinga. Gerrard á það nefninlega til að þegar hann stjórnar miðju undir pressu að falla allt of aftarlega með miðjuna ofan í varnarlínuna. Þetta sást svo bersýnilega á EM í fyrra með enska landsliðinu enda var aðalvopn þeirra andstæðinga að pressa enska hátt á vellinum (Aston Villa, Swansea, Southampton einhver?!?)
Rodgers verður bara að sætta sig við það að miðjan með Gerrard, Lucas og Coutinho er mun veikari en með Gerrard, Lucas og Henderson. Ég gæti svo alveg séð fyrir mér í framtíðinni að Henderson tæki við af Gerrard og þá væri kanski hægt að spila með Lucas, Henderson og Coutinho.
Sambandi við miðvarðarmálin þá gæti ég trúað að Agger og Sakho verði fyrstu kostir, sérstaklega þar sem að báðir lesa leikinn vel og geta spilað hátt á vellinum. Með Skrtel er ég sammál þar sem hann setur oft Mignolet undir óþarfa pressu með stanslausum sendingum til baka, auk þess að lesa leikinn ekki nógu vel.
Að lokum þarf liðið svo að koma sér í stand formlega séð til að getað pressað hátt á vellinum, allir sem einn.
Er nokkur með símanúmerið hjá Rodgers, held honum veitti ekki að þessum ráðleggingum 🙂
Takk fyrir podcastið. Það er mun auðveldara að hlusta á þetta þegar færri eru á svæðinu og mér fannst þetta mun hnitmiðara. Eruð þið ekki bara til í að skipta liði og hafa þetta oftar? 😉
Núna eru jólin að koma hjá mér, Luis nokkur Suarez er að koma til baka LOKSINS og ég er algjörlega handviss um að hann verður trylltur (í jákvæðum skilningi). Hann mun án vafa leggja sig extra mikið fram enda ætti hann að sjá glitta í þennan blessaða CL möguleika miðað við hvernig tímabilið hefur farið af stað hjá okkur.
Annars hrikalega jákvæðar fréttir af Glen:
http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/145655-glen-johnson-fitness-latest
Þessi leikur annað kvöld er að mínu mati ,,allt að vinna, lítið að tapa”. Það fer enginn að segja mér það að það sé bullandi rósadans hjá leikmönnum og þjálfurum manjhú-liðsins. Þeir eru undir gífurlegri pressu sem gæti snúist upp í (vonandi) martraðartímabil hjá þeim með þessu áframhaldi. Allavega var vinnslan hjá þeim á móti sjittý algjörlega glötuð og vonandi ná þeir ekkert að hrista af sér slenið annað kvöld. Við erum allavega yfir núna í sálfræðistríðinu, nýbúnir að vinna þá og þeir undir mikilli pressu á heimavelli.
Og já, ég gleðst yfir því hversu fáa leiki við eigum á meðan meiðslahrinan stendur yfir. Henni mun ljúka fljótlega og þá formið kemur, það er alveg klárt.
Við eigum svo mikið inni af möguleikum með fullmannað lið.
YNWA!
Talandi um breidd i miðjuna. Er ekki allveg fatta sölu Downing og Shelvey núna. Við fengum ekkert fyrir þá svo ég héld væri fínt hafa þá áfram hjá okkur.
RVP að missa af leiknum sem er fínt…..
Sælir Liverpool menn……
Langaði til að koma til ykkar þakklæti fyrir þessa podcast þætti ykkar..Mjög skemmtilegt að hlusta á ykkur fjalla um enskaboltann þó það sé nánast eingöngu um ykkar lið..Eigið heiður skilið fyrir þessa þætti ykkar
Kv frá Manchester United manni
P.S 96 Never Forgotteen…..
http://www.statsbomb.com/2013/09/tied-for-3rd-but-reasons-for-concern-liverpool-after-5-games/
Góð grein. Þótt að staðan í deildinni sé fín að þá er margt annað sem sem að lítur ekki nógu vel út hjá okkur.
GRH # 12 – Respect….