Crystal Palaca mættu á Anfield í dag með Magga, Babú og lesendur Kop.is í stúkunni og Liverpool vann fínan sigur, sem að var aldrei í hættu.
Lucas var í banni og Rodgers stillti því svona upp í byrjun:
Mignolet
Touré – Skrtel – Sakho
Sterling – Gerrard – Henderson – Enrique
Moses
Suarez – Sturridge
Í seinni hálfleik kom Luis Alberto inn fyrir Moses og Agger inn fyrir Sakho. Og stuttu fyrir leikslok kom Aspas inn fyrir Sturridge.
Lverpool gerði út um þennan leik á fysta hálftímanum. Á 13. mínútu sótti Liverpol upp vinstri kantinn og boltinn barst að lokum á Luis Suarez sem að datt, en náði á leiðnni niður að skjóta boltanum í netið. Frábærlega gert hjá Suarez, sem fagnaði endurkomu sinni á Anfield á viðkomandi hátt.
Stuttu seinna vildi Daniel Sturridge ekki vera minni maður, hann lék sjálfur í gegnum vörn Crystal Palace og setti boltann í netið með föstu skoti framhjá Speroni.
Á 30. mínútu fengum við svo víti þegar að varnarmaður Palace greip í öxlina á Raheem Sterling þegar að hann var að fara framhjá honum. Það var vafaatriði hvort að Sterling var kominn inn fyrir, en víti var dæmt og strongSteven Gerrard/strong skoraði örugglega úr því.
Leikurinn var því nokkurn veginn búinn eftir aðeins hálftíma og eftir þetta voru okkar menn aldrei að spila á fullum hraða og eina sem gerðist markvert í seinni hálfleik var að Crystal Palace skoraði eftir aukaspyrnu. Sturridge var svo næstur okkar manna að bæta við þegar hann skaut í stöng.
Maður leiksins: Þetta var voðalega róleg frammistaða í dag og enginn var sérstaklega slæmu eða sérstaklega góður. Enn og aftur voru það Sturridge og Suarez sem að kláruðu dæmið fyrir okkur og ég ætla að velja þá menn leiksins. Frábært framherjapar sem við eigum í þeim tveim.
Núna eru búnir 7 leikir í deildinni. Við höfum unnið 5, gert 1 jafntefli og tapað einum leik. Það er frábær árangur. Og við sitjum núna einir í efsta sæti deildarinnar, en Arsenal getur komist fyrir ofan okkur á morgun (spila gegn WBA á útivelli). En í þessu landsleikjahlé verðum sennilega í versta falli í öðru sæti (nema að Tottenham vinni með 4 mörkum á morgun gegn West Ham.
Það er ekki hægt að vera annað en sáttur við þessa byrjun. Vonandi að okkar menn haldi áfram á sömu sigurbraut eftir landsleikjahlé.
Gaman að vera a toppnum
hveðja til Mercy
YNWA
Enginn sérstaklega góður? Henderson átti stórleik. Stöðvaði flest allar sóknir og dreifði boltanum vel. Vill ekki kvarta en að velja ekki Henderson mann leiksins er algjört bull. YNWA
Enn og aftur góður fyrri hálfleikur en svo ekki eins góður seinni hálfleikur. Það vantar meira drápseðli í liðið, hefðum við haldið áfram á svipuðu tempói í seinni hálfleik þá værum við að sjá tölur eins og í “gamla daga” 6 til 8-0. Þrjú stig eru samt forgangsatriði, en föst leikatriði andstæðingana eru áhyggjuefni.
Nú er bara að hvetja sunderland, wba og west ham 🙂
Henderson er klárlega maður leiksins. Þarf ekkert að ræða það frekar.
Flottur sigur í dag.
Flottur leikur í það heila.
Liverpool á toppnum, Kóngurinn kominn í stjórnina , Fowler og McManaman byrjaðir að þjálfa yngri flokkana og Man Utd. stuðninsmenn eru víst að skíta í sig af stressi fyrir leikinn gegn botnliði Sunderland.
Lífið er ljúft!
Held að menn ættu aðeins að róa sig með að segja að Man Undt séu að skíta á sig af hræðslu. Margir að mínum vinum sem halda með Undt voru hættir að nenna að horfa á enska því þeir unnu lang flesta leiki. Fannst þetta ekki nógu spennandi, þar til nú. Held að það sé annsi langt í að það gerist hjá okkur. Njótum bara gengisins hjá okkur núna, ekki hvort öðru liði gangi illa eður ei.
Frábær sigur í dag og erum í 1 sæti um stund:) nú er bara að halda áfram og fylgja þessu eftir í næstu leikjum áfram LFC!!
Ég ætla nú hreinlega ekkert að róa mig neitt. Ég get lofað því að ég mun nýta hvert einasta tækifæri til þess að skjóta á og tala illa um knattspyrnulið Manchester United.
Sérstaklega þegar þeir eru langt fyrir neðan okkur í töflunni.
Að vera stuðningsmaður Liverpool snýst líka um það að sýna af sér þórðargleði við hvert misstig leikmanna Manchester United.
Sammála mörgum að Henderson var maður leiksins. Hans vinnuframlag var frábært. Gerði allt vel sem Lucas gerir vel og var með mun meiri yfirferð en Lucas til viðbótar.
En auðvitað eigum við tvo strækera sem eru ekki hægt meira djús í því að velja þá menn leiksins.
Flottur sigur.
YNWA
Sælir félagar
Henderson klárlega maður leiksins og þarf blindann mann til að sjá það ekki. Annars allir ásættanlegir og Suarez og Sturridge fínir. Vonbrigðin, ef svo er hægt að segja, eru Sterling sem einhvernveginn virðist ekki með hausinn skrúfaðan og tekur oftast rangar ákvarðanir eða tapar boltanum klaufalega. Mér finnst merkilegt hvað hinir ungu leikmennirnir eru lélegir að vera fyrir aftan hann í röðinni. Annars bara sáttur og vel það.
Það er nú þannig
YNWA
Maður er auðvita búinn að fylgja þessu liði í mörg ár(1981 model) og verð ég að segja að alltaf er hægt að gagnrýna eitthvað. Oftar en ekki þegar liðið var að spila glimrandi flottan fótbolta en stigin skiluðu sér ekki þá var verið að gagnrýna það og menn tala um að stigin eru það eina sem skiptir máli. Núna eru þau að detta inn en vantar dálítið uppá spilamenskuna og þá er hægt að gagnrýna það.
Að halda með Liverpool er rúsíbanaferðalag og ætla ég einfaldlega að njóta þess að sjá liðið á toppnum þótt að það sé bara í smá stund.
Mignolet 6 – lítið að gera en var solid
Sakho – 8 frábær leikur og fannst mér skrítið að sjá hann fara útaf
Skrtel 7 – en einn góði leikurinn
Toure 7 – kaup ársins ef kaup skildi kalla.
Sterling 4 – Lélegar sendingar, getur varla varist og er ekki að komast framhjá leikmönum. Þetta er ekki góð staða fyrir hann þar sem það eru gerðar kröfur um varnarleik en hann er skári framarlega á vellinum en hefur ekki náð sér á strik það sem af er tímabilinu(verður samt rosalega góður held ég og framtíðar Liverpool legend). Get ekki beðið eftir Glen sem mun elska þessa stöðu
Jose 6 – var solid og var gaman að sjá hann keyra upp völlinn en en og aftur ein fáranleg misstök sem hefðu getað kostað mark. Ég er samt á því að Jose er mikilvægur fyrir okkur.
Henderson 6 – fann sig vel á miðjuni og vann vel fyrir liðið.
Gerrard 6 – rólegur leikur hjá fyrirliðanum en var solid
Moses 6 – Hefur verið inn og út úr leikjum og var þetta en ein svoleiðis framistaða en hann á eftir að nýtast okkur vel.
Suarez 8 – algjör snillingur og lét varnamenn Palace hafa fyrir því í dag
Sturridge 7 – flottur leikur og en eitt markið. Á það til að hanga of lengi á boltanum en hann og Suarez virðast samt ná vel saman.
Agger 6 – gerði lítið í þessum leik og fannst mér þetta skrítin skipting þar sem Sakho var búinn að vera frábær
Luis Alberto 6 – solid eftir að hann kom inná
Aspas – fékk lítin tíma en ég hef trölla trú á þessum leikmanni og á hann eftir að nýtast okkur vel
3-1 sigur = 3 stig og var þetta eiginlega aldrei í hættu, þrátt fyrir að í stöðuni 2-0 þá hefði Palace getað skorað og menn voru kærulausir
Henderson klárlega maður leiksins. Sá eini sem tók eitthvað á því í seinni hálfleik. Vonbrigði hvað restin af liðinu var á miklu skemmtiskokki. Er Gerrard orðinn síðan of gamall til að fagna mörkum…
Frábær sigur og við erum efstir í töflunni. Reynum nú að njóta þess að vera á toppnum og spila fínan bolta, eigum menn inni og ég held að liðið eigi bara eftir að verða betra eftir því sem líður á tímabilið.
Reyna að njóta, ekki væla út af öllu og engu
Áfram liverpool
Góður sigur hja okkar mönnum. Við yfirspiluðu ernina i fyrri hálfleik og áttum allveg skilið að vera yfir með stærri mun.
Allt liðið spilaði vel i fyrra hálfleik enn Moses var klaufi skora ekki við framan markið. Ég fannst Henderon smellpassa i miðjuna og hann átti ekki feil sendingu og var einn besti maðurinn i dag ef ekki sá besti. Sterling var gera góða hluti sem wingback og krækti i viti fyrir okkur. Spurning um hvort hann er nógu sterkan líkamsstyrk til spila sem wingback.
Ég er samt ekki ánægður með hvernig við spiluðu á móti erninum i síðara hálfleik. Við fórum i sama farið og slökuðu á og leyfðu þeim komast inni leikinn. Markið sem þeir skorðu var léleg varnarvinna sérstaklega hjá Gerrad sem stóð bara á báðum hælum og leyfði sókanrmanni Crystal fara framfyrir sig og skora.
Það sem bjargar okkur er að við höfum frábæra sóknarpar sem geta skorað að vild og þeir skiluðu sinu i fyrri hálfleik. .
Sammála fjölmörgum athugasemdum um að Henderson bar af í leiknum, en þó fannst mér Suarez, Sakho og Skrtel mjög góðir.
Sunderland komið yfir á 5 min:)
Scchhhnnillllddd!!! Sunderland komið yfir á móti utd eftir fáranlegan varnarleik Vidic og Jones
Las á fótbolti.net að Jose enrique hafi fengið 8 í einkunn!!!!!! Hvaða rugl er það, mér fannst hann afar mistækur oft á tíðum. Sammála mönnum með Henderson þó klárlega minn maður leiksins. Nú þarf Lucas að girða sig í brók svo að missi hreinlega ekki stöðuna til Hendo 🙂 sem er auðvitað jákvæð samkeppni.
Annars vill ég taka það fram að mér finnst það alltaf jafn mikil ófagmennska þegar lið koma sér í ágætis stöðu snemma leiks og hætta nánast að spila sinn bolta eftir það, jújú auðvitað er oft sem þjálfarar vilja hvíla lykilmenn og leyfa ungunum að spreyta sig. En það má ekki gleyma því að leikjaálagið á okkar mönnum er sama og ekkert þessa daganna, hefði verið gaman að sjá þá keyra þetta aðeins upp í síðari hálfleik og klára þennan leik með stæl 🙂
En svona svo maður sé nú ekki að kvarta of mikið þá var þetta skemmtilegur leikur og unun að horfa á samvinnu S-anna tveggja þarna frammi. Nú mega góðu stundirnar fara að koma hjá okkur púllurum, eigum það svo sannarlega inni!!!
Góðar stundir fellow púllarar 😉
Ég gef öllu liðinu 10 í einkunn ! ! Liðið vann sem lið nenni ekki að rofla um að einhver hafi verið hræðilegur eða ekki. Sterling er bara gutti ennþá, gefið honum smá sjéns, hann á framtíðina fyrir sér. Liðið á BARA eftir að verða betra. 🙂
Njóta þess að vera á topp fjórum, hvað þá á toppnum, allavega í 24 tíma 🙂
SKÁL fyrir Liverpool !
Hvenar koma goðar 90 min fra okkur. Samt gaman að vera a toppnum. Þo kanki i stutta stund verði
Til hamingju með sigurinn 🙂 En getur einhver sagt mér hvar ég get séð leikinn endursýndan ? (Veit að hann er endurssýndur á morgun á stöð2 , en get ekki beðið )
Kikti á fótbolti.net og þeir gáfu Henderson, Suarez, Sturridge og Enrique 8 og völdu Suarez mann leiksins. Þeir segja að Hendeson hafði spillað leikinn sem winback svo ég veit ekki hvaða leik þeir voru horfa 🙂 Henderson var miðjunni og Sterling spilaði i wingback stöðunni.
Suarez&Sturridge menn leiksins hjá mér, Palace réðu ekkert við þá.
Skál strákar!
Nú opnar maður sér einn bjór í tilefni dagsins.
Sjö leikir í deild og sigur í fimm þeirra.
Í þeim leikjum sem liðið vann ekki vantaði bestu tvo leikmenn liðsins (í jafnteflisleiknum meiddist annar þeirra og tapaðist seinni hálfleikur í kjölfarið). Nú er annar þeirra kominn inn og tveir öruggir sigrar koma í kjölfarið. Það verður gaman þegar LFC nær að stilla upp liði með sínu tveimur helstu mönnum, langt síðan það gerðist síðast.
Næsta sumar náum við svo vonandi að halda að bæta við fleiri leikmönnum fram á við í þessum klassa eða mönnum sem gætu komið inn fyrir þessa lykilmenn án þess að allt fari fjandans til. Miðað við kaup félagsins undanfarna leikmannaglugga er ég mjög vongóður um það.
Áfram Liverpool
Og svo tapaði everton!
Það er spurning hvort liðið sem við sáum í dag sé ekki okkar besta lið, nema hvað að Coutinho kæmi inn í staðinn fyrir Moses, og Johnson kæmi inn fyrir Sterling? Á bekknum væru þá Agger, Lucas, Moses og svo kjúklingarnir.
Það var nokkuð augljóst eftir Sunderland leikinn að í þessu leikkerfi þyrfti kröftugri miðjumann með Gerrard. Henderson stóðst prófið.
Lucas er engu að síður mikilvægur varnartengiliður og mun væntanlega áfram spila lykilhlutverk gegn stóru liðunum.
Flottur fyrri hálfleikur og síðan þurfti ekkert að gera mikið meira.
En þetta mark sem við fengum á okkur var nánast eins og gegn Man Utd. Fast leikatriði, sending á nærstöng og enn og aftur leikmaður sem Enrique átti að vera að dekka. Hann leyfir mönnum trekk í trekk að rjúka frá sér þegar hann á að vera dekka þá. Gerrard gat séð hættuna og virtist á hælunum…
Henderson var mjög flottur í dag og tvennan okkar á toppnum voru sterkir, sér í lagi í fyrri hálfleik.
Vona, satt að segja, að Cissoko (hvernig sem það er skrifað) komi fljótlega í liðið og sjái um þessa dekkningu sem Enrique á að sjá um, sem hann er engan vegin að skila.
En nr. 1, 2 og 3 flottur sigur, 3 stig og Liverpool á toppnum….
Ég þegar Sterling gaf boltann á andstæðing í þúsundasta skipti:
Er leikurinn e-r í fullri lengd?
Ömmm, þarna átti að koma mynd. Ókei, brandarinn dauður, en myndin er hér:
http://i.minus.com/ibn4L2A4p6d6km.gif
Fínasti leikur, tókum þetta á fyrstu 30 og síðan róaðist tempóið sem eðlilegt, EN síðan kom kafli í seinni sem var þó ekki í nema 15-20 mín sem þeir voru alltaf mikið í boltanum og skoruðu markið. Cr.p. áttu þó ekkert dauðafæri í seinni eða hálffæri, nema þessa aukaspyrnu, síðan tóku okkar menn aftur leikinn í sínar hendur í staðinn fyrir að panica sem var bara gott að sjá.
Það eru 17 ár síðan LFC var í efsta sæti eftir 7 umferðir! Framfarir?
Henderson er minn maður leiksins.
Prógrammið hefur verið þægilegt so far… efsta liðið sem Liverpool hefur leikið gegn það sem af er, er Southampton. Verður fróðlegt að sjá hvernig liðinu tekst að takast á við Arsenal, Tottenham, Man City, Chelsea o.s.frv. En það skiptir ofsalega miklu máli að vinna neðri liðin, og það er alls ekkert sjálfgefið, því öll liðin í ensku úrvalsdeildinni eru í raun öflug lið. Menn gleyma því oft.
ViktorEB
umferðin er ekki búin ennþá : )
Af e-h ástæðum kom 7 . ekki
Þá tapa nallarnir á morgun! 😉
Vil meina að eins og spilamennskan hefur verið hingað til í deildinni, þá eru Crystal Palace og Sunderland eina fallbyssufóðrið sem er þar að finna.
Með fallbyssufóðri þá á ég við skyldusigrar fyrir sjö “bestu” lið deildarinnar. Annað er anything goes.
Frábær sigur félagar. Við biðjum ekki um meira en toppsætið:) Suarez og Henderson menn leiksins hjá mér. Sterling vonbrigðin en annars allt í góðu.
Flottur sigur og 3 stig í hús, það er fyrir öllu.
Verðum á topp tveimur næstu tvær vikurnar og það er nú gaman.
Raggi #31:
Bookmark-aðu þessa síðu: http://livefootballvideo.com/fullmatch
Yndislegt að lesa komment 36 og átta sig á því að við erum búnir að spila við Manchester United 🙂
Sakho, Henderson og Suárez voru allir frábærir í dag. Toure og Sturridge fylgja fast á eftir.
Miðjan hefur ekki virkað betur á tímabilinu, held ég. Að vísu er erfitt að átta sig á hversu stóra rullu gæði mótherjanna spila í því; líklega allnokkra.
Lucas Leiva er frábær leikmaður, hann á eftir að koma sterkur inn !
Góð 3 stig enn og aftur. Það er samt skrítið að segja það að þótt Liverpool sé á toppnum þá er maður svona semi sáttur við spilamennskuna og það sem maður sér. T.d. í dag fannst manni fyrri hálfleikur mjög góður en seinni alveg skelfilega andlaus og kæruleysislegur af hálfu Liverpool. Sterling er einhver versti leikmaður deildarinnar og bara versnar og versnar. Áhyggjuefni að við spilum með 3 hafsenta á heimavelli í dag en fáum samt á okkur mark og í raun heppnir að fá ekki á okkur eitt alla vega í viðbót á móti Crystal Palace. Henderson er bestur í þessari stöðu og hefur það verið mín skoðun lengi að hafa þarna og taka þessi hlaup því Lucas hefur verið slakur til langs tíma og engan veginn nógu góður til að lyfta Liverpool á æðra stig. Framherjarnir tveir eru brilliant og væru óstöðvandi með betri þjónust af miðsvæðinu. Hlakka til að fá Coutinho aftur, Moses þarf að sýna meira og ekki væri verra ef kaup sumarsins (Luis Alberto og Iago Aspas=17M punda) myndu fara að gagnast eitthvað og verði ekki eins og Borini og Allen (25M punda). Staða liðsins er góð en manni finnst liðið þurfa að bæta sig nokkuð til þess að uppfyllta væntingar um 4 efstu sætin…
Sá ekki leikinn en við verðum að taka hattinn ofan fyrir Brendan og liði okkar. Að vera aftur #1og það er kominn október 2013…það er ekkert annað en frábært!
Hver er annars Romero Alconchel? Skv. einkunnagjöf Sky sports kom hann inná hjá Liverpool á 66 mín.
http://www1.skysports.com/football/live/match/287349/ratings
Já þetta var frekar sætt og er bara gaman að vera á toppnum, sá leikinn þótt sjúkur sé en get ekki sofið þannig að ég ákvað að láta vita hversu ánægður ég er og svo má Arsenal tapa og Tott,,, liðið hans Clintons. Gaman gaman. 🙂
Ég verð að fá að verja hann litla Sterling aðeins. Ég er ekki hans mesti aðdáandi en hann kom mér á óvart í gær í þessari wing back stöðu sem hann þekkir ekki og á heldur ekki að þekkja enda er hann enginn varnarmaður!
Fyrir mér þá átti hann ekki svona arfaslakan leik eins og menn vilja meina hérna að ofan. Mér fannst vera kraftur í honum og hann vann boltann nokkrum sinnum á hættulegum stöðum. Fiskaði vítið sem Gerrard skoraði sitt 99. mark úr. Einnig fannst mér hann skila sér vel til baka þegar hann var búinn að vera að taka sprettinn upp að endamörkum Crystal Palace.
Hérna koma nokkrar staðreyndir um Sterling í gær:
63 sendingar, 53 heppnaðar = 84.1% sendingarhlutfall.
4 “scoring opporunity” sendingar – Meira en nokkur annar inn á vellinum.
5 tæklingar, 4 heppnaðar.
3 “take on’s”, 2 heppnuð.
1 “Interception”.
0 “Errors leading to a shot”.
0 “Errors leading to a goal”.
Jordans Henderson maður leiksins… PÚNKTUR
Vi? erum á toppnum kæru Púllarar!!! NJÓTA!!!!!!
“Sterling er einhver versti leikmaður deildarinnar og bara versnar og versnar.” (Skrtel #47) – Veistu, ég held ég geti ekki tekið svona ummæli alvarlega.
Fyrir þá sem misstu af stórleik Henderson í gær mæli ég með þessum linkum
http://liverpooloffside.sbnation.com/2013/10/6/4806914/video-jordan-henderson-v-crystal-palace-liverpool
http://eplindex.com/41802/player-performance-analysis-jordan-henderson-crystal-palace.html
Þegar Henderson spilar vel þá vinnur Liverpool. Þannig hefur það verið á þessu tímabili. Hann er orðinn nokkuð öruggur á miðjunni en verður ennþá full stressaður þegar hann nálgast markið. Þegar hann nær yfirvegun á síðasta þriðjung vallarsins þá held ég við verðum komin með gríðalega vinnusaman miðjumann sem skilar mörkum reglulega. Framtíðin er hans.
Sá sem segir að Sterling sé slappur og jafnvel sá versti í deildinni er ekki að horfa á leikinn er bara að skoða það sem illa fer. Ég er ávallt hress með það er hann er á vellinum og stóð sig vel á síðustu leiktíð. Mér finnst engin í Liverpool liðinu lélegur en sumir eiga ekki alltaf góðan dag en samt oftast nær. Furðulegt að það sé verið að setja útá liðið eftir frábæra byrjun síðan ,,,,man ekki hvenær..YNWA.
ég var framan af leik frekar ósáttur við sterling, en hann vann á, þetta er ekki hanns staða og vissulega var hann varnalega óviss. hann er ennþá of léttur til að taka alvarlega en hann fiskaði þó víti og átt betri sendinar að öllu jöfnu en Moses.
annars var Henderson maður leiksinns, maður hefur séð hann spila ýmsar stöður á vellinum og yfirleitt skammlaust. maður varla fattaði að það var engin Lugas á vellinum og það segir sitt.
Fannst liðið standa sig vel í heildina og svei mér þá, ég held að álit mitt á Hendó hafi vaxið um slatta, hann var bara þokkalegur, en það verður greinilegra með hverjum leik af hverju Móses komst ekki í Chelsea-liðið; hann er miðlungsmaður og sem slíkur á hann ekki að komast í Liverpool-liðið heldur, en gerir það vegna nísku eigendanna. Sorglegt að fá ekki fleiri mörk gegn drullulélegu liði CP.
Ég tek undir það að Sterlingurinn var ekki svo afleitur. Spilaði auðvitað erfiða stöðu á kantinum en illa hefði getað farið fyrir okkur ef hann hefði ekki fiskað þetta víti. Það hefur nú alltaf þótt bærilegur árangur í fótbolta að detta á réttum stað og tíma.
Kvikindið er vonandi að ganga í gegnum hefðbundinn hreinsunareld reynslunnar þar sem skiptast á skin og skúrir. Gleymum því ekki að árangur er ekki það að standa alltaf í lappirnar – heldur eins og góður maður sagði – að detta sjö sinnum og standa upp átta sinnum!
Á reyndar lúmskt vel við í þessu tilviki. Spái því að Sterling verði kominn í lykilhlutverk í liðinu eftir tvö ár og raði sér á topp markaskrara í deildinni. Bara að BR sjái þetta sömu augum og fari nú ekki að selja unglinginn til Swansea eða annarra skynsamra fjárfesta.
@54
Minnir mann bara á Lucas fyrir meiðsli 😀
Jæja, skyldusigur í höfn eftir frekar kaflaskiptan leik (wow….dejavu). Vorum frábærir fyrstu 40 min, þar sem að flæðið frammá við var mikið, Sturridge og Suarez fóru illa með varnarmenn CP, svipað og þeir gerðu oft á tíðum gegn Sunderland. Það hefði í sjálfu sér ekki verið ósanngjarnt að fara með 5-0 í hálfleik, þó að þriðja markið okkar hafi verið úr frekar “soft” vítaspyrnu. Ég hló a.m.k. að vítaspyrnunni sem City fékk gegn Everton, og fer nú varla að gera mig sekan um hræsni með því að tala um að þessi hafi verið pjúra víti, eða hvað ?
Annars fannst mér vandamál okkar koma enn betur í ljós í síðari hálfleik. En nú höfðum við eingöngu úr tveimur miðjumönnum að ráða, og með kanntmann í “tíunni”. Þannig að þegar pressan datt niður í síðari hálfleik (kannski eðlilegt m.v. stöðuna) þá náðum við ekki að stjórna leiknum.
Þetta hefur verið uppi í flestum leikjum okkar það sem af er tímabili. En þá hefur Henderson verið að spila úr stöðu, verið að leysa inná kannt með Lucas og Gerrard á miðjunni. En málið er að í dag spila allir …. allir (nema Roy Hodgson) með þriggja manna miðju. Annaðhvort með þrjá miðjumenn, eða með tvo miðjumenn og tíu sem þar að spila agað til að liðið verði ekki undirmannað á miðju vallarins. Af okkar miðjumönnum þá er ég ekki frá því að Henderson sé fyrstur á blað hjá mér, er frábær þegar hann spilar sem slíkur, ekki eldri en þetta. Lofar góðu!
Eftir áramót 12/13 spiluðum við með þriggja manna miðju og með þrjá fljótandi frammá við. Nú í haust höfum við verið að falla frá því, fyrst hélt maður að það væri vegna meiðsla en nú , m.v. ummæli Brendan í viðtölum í vikunni, þá virðist það þó ekki vera raunin. Við erum að reyna að koma tveimur (frábærum) strikerum inní liðið, án þess að spila úr stöðu, og því gefum við eftir á miðjunni í staðinn.
Ég tel samt að með komu Glen & Coutinho þá gætum við séð mun heilsteyptara lið, þó að við breytum ekki um kerfi. Glen bíður uppá mun mun betri sóknar- og varnarvinnu en Toure / Henderson / Sterling hafa verið að skila hingað til. Þá, vonandi, er minna svæði fyrir miðjumennina til að covera. Ef þetta kerfi er búið til fyrir strækerana okkar þá er það ekki síður gert með litla brassann okkar í huga. Hans staða er á miðjunni, fyrir aftan strikera. Ég fæ vatn í munninn við að hugsa til Coutinho, Suarez og Sturridge saman.
Það er skrítið að vera að skrifa og finna eitthvað að liðinu þegar við erum með 5-1-1 eftir 7 leiki og á toppnum (í bili amk). En það er líka jákvætt ef við eigum ennþá eftir að toppa, hvað spilamennsku varðar. Það veit á gott, en maður verður auðvitað líka að hafa það í huga að spilamennska og stigasöfnun fer ekki alltaf saman. Við spiluðum mun betur í fyrra , sérstaklega á köflum, en stigasöfnun var oft ekki í samræmi við það. Við töpuðum oft stigum þrátt fyrir að spila frábærlega.
Fer brosandi inní landsleikjahléið. Það gæti í raun ekki komið á betri tíma. Fáum alla okkar menn til baka á meðan og sleppum vonandi við frekari meiðsli. Glen, Cissokho, Allen og svo í kjölfarið Coutinho eru allir menn sem gætu spilað virkilega stórt hlutverk þetta tímabilið. Amk tveir þeirra eru burðarmenn í okkar liði.
Svo ég fari aftur inná leikinn í gær til að ljúka þessu. Fannst Henderson bera af, er minn MOM by far. Sturridge og Suarez voru einnig frábærir og Sakho fer vaxandi með hverjum leiknum. Hann átti frekar erfiða innkomu gegn Swansea, en hann er sterkari með hverjum leiknum, sé hann verða virkilega virkilega öflugan í öftustu línu!
Top of the league!
Hversu oft hefur það gerst að Man Utd, Man City, Arsenal, Chelsea og Tottenham lendi allir undir í sömu umferð ! Þessi deild er að verða ansi sterk!
HAHAHHAHA… Spurs að skíta á sig á heimavelli!!!
arsnaval drulluheppnir að ná stigi á móti wba!
Það eru skemmtilegir tímar núna 🙂
Gaman á toppnum hjá okkur, næstu tvær vikur verður Liverpool þar sem þeir eiga heima, efstir
WBA-ARS 1-1, Tot-WHam 0-3. Liverpool og Arsenal jöfn i efsta sætinu inn í landsleikjahle. Styttist í að við fáum Johnson og Coutinho til baka. Þetta lítur alls ekkert illa út : )
Reyndar verðum við í öðru sæti. Arsenal eru með fleiri skoruð mörk.
Erum reyndar í öðru sæti.. Það er samt alltaf góð helgi ef einhver af þessum toppliðum, Arsenal, Tottenham, Chelsea eða City tapa stigum og við sigrum… ég fer allavegana sáttur í hléið. 🙂
Hagstæð úrslit fyrir okkar menn í dag! G. Sigurðsson virðist ekki hafa átt góðan dag sbr. hér…….
“Sigurdsson’s distribution is the absolute worst in the league” og fleiri vildu tjá sig um Gylfa…..
It is too late to take that contract away from Michael Dawson? No wonder he was on a hurry to sign it!! Not doubting his love of Spurs but simply not good enough for a team with supposed title aspirations. And don’t even get me started on Sigurdsson ..!!
Við erum jafnir Arsenal í fyrsta sætinu, með 6 marka mun, en arsenal eru með fleiri skoruð mörk. Ég skil að skoruð mörk telji, en það þíðir að þeir hafi líka fengið fleiri mörk á sig. Ef þetta hefði verið 38. Umferð deildarinnar, hefðu Arsenal þá unnið bikarinn? Finnst það svolítið furðulegt.
Það er rétt Sigmar að Arsenal væri meistari ef þetta væri svona eftir 38 umferðir. Það gerðist einmitt árið 1989 að Liverpool og Arsenal enduðu með jafnmörg stig og jafnan markamun en Arsenal fékk því miður titilinn út á fleiri skoruð mörk.
71 án gríns? Hversu ósanngjarnt væri það í dag? Það hlítur að vera hægt að henda í úrslitaleik milli þeirra liða sem deila jafn mörgum stigum og jöfnu markahlutfalli? Það hlítur að vera búið ad breyta þessari reglu eftir þetta atvik ár 89. Hversu biturt væri það að tapa titlinum á þennan hátt, úff
Einhvern vegin verður að skera úr um hver sigrar… sá sem tapar situr eðlilega alltaf eftir með sárt ennið. Svona er þetta og hefur verið í mörg ár. Liverpool á vonandi ekki eftir að naga sig í handabökin yfir einmitt svona leikjum þar sem við hefðum getað slátrað andstæðingnum í stað þess að taka því rólega seinni 45 mín.
Gaman að sjá Henderson í þessum leik. Hann var mjög yfirvegaður og las leikinn alltaf hárrétt. Hann er líka með gamla númerið hans Xabi Alonso. Virkilega ánægður með drenginn.
Ég fylgdist líka vel með Sakho. Þarna er hörkuleikmaður á ferð. Hann var góður í leiknum. Það er kannski ekki að marka hann í leik á móti Palace. Það eru nú engir brjálæðislega góður sóknarmenn þar. Ég hefði gaman að því að sjá hvernig Sakho plumar sig á móti t.d. Man. City.
Áfram Liverpool!!!
Ég er nú alveg sallarólegur yfir því hvort Liverpool telst vera í 1. eða 2. sæti í byrjun október. Hef mun meiri áhuga á stöðunni í lok maí.
Varðandi þessa umræðu með skoruð mörk aftur, þá fyndist mér réttlátara að láta sigraða leiki ráða, frekar en skoruð mörk. Annars er úrslitaleikur klárlega eina almennilega lausnin.
Fun fact í tilefni dagsins.
Fyrir þremur árum síðan (okt, 2010) kom Ian Holloway á Anfield með Blackpool og sótti þrjú stig.
Þetta var liðið okkar þá:
Svo var Roy Hodgson að nudda andlitið á hliðarlínunni.
Ef ég ætti að vera hreinskilinn þá myndi ég segja að við höfum:
Styrkt markvarðarstöðuna (so-far-so-good. Reina hefur ekki spilað á sínu leveli síðan ~ 2009).
Styrkt miðvarðastöðuna ([Toure & Sakho] vs [Kyrgiakos & Carra])
Styrkt bakvarðarstöðurnar ( [Enrique & Cissokho] vs [Aurelio & Konchesky]). Hægri bak er óbreyttur (Kelly+Glen).
Styrkt miðjuna ([Gerrard, Lucas, Henderson] vs [Gerrard, Meireles, Poulsen])
Styrkt sóknarlínuna ([Sturridge, Suarez, Moses] vs [Cole, Kuyt, Torres])
Umfral allt þá höfum við styrkt hópinn. En utan hóps hjá okkur á laugardaginn voru (m.a.): [Coutinho, Glen Johnson, Cissokho & Allen] vs [Paul Konchesky & Agger].
Fyrir utan þetta þá vorum við enn í eigu H&G og á leið í greiðslustöðvun, eins og hefur verið vel “dokjumenterað” hérna. Þrátt fyrir að þeir leikmenn sem enn eru hjá okkur séu þremur árum eldri, þá myndi ég skjóta á að við höfum lækkað meðalaldur liðsins um meira en sem því nemur.
Á þessum þremur árum höfum við tekið þó nokkur skref frammá við. Bæði hvað varðar leikmannahóp, spilamennsku, knattspyrnustjóra, eigendur og umgjörð. Tel mig ekki vera að skjóta yfir markið þegar ég segi að andinn í kringum félagið er aðeins betri í dag en haustið 2010.
Við höfum áður staðið á krossgötum. T.d. eftir þrennutímabilið hjá Houllier & vorið 2009 þegar við enduðum í öðru sæti undir stjórn Rafa. Ég veit ekki með ykkur en ég treysti þeim sem nú eru við völd, betur en ég hef gert oft áður, til þess að tryggja að við höldum áfram á sömu braut. Þetta er ekki leiðin sem margir vilja ($$$) þar sem hún tekur lengri tíma. En það getur engin sagt að við séum ekki á réttri leið.
Skoðið framfarirnar. Skoðað samkeppnina. Hvað er langt síðan það voru ~4-5 lið sem gátu unnið deildina, þar af tvö lið sem hafa meira fé á milli handana en öll hin til samans. Ef framfarir næstu þriggja ára verða þær sömu og síðustu þriggja, þá erum við í flottum málum.
Stuðningsmenn Crystal Palace voru eiginlega menn leiksins, fóru á kostum allann leikinn. Af leikmönnum var Jordan Henderson langbestur á vellinum og ég held að það fari að verða erfitt yfir Rodgers að hafa hann ekki á miðri miðjunni mikið lengur. Mörkin hjá Suarez og sérstaklega Sturridge voru samt snilld líka. Við Maggi vorum í Annie Road end og fengum öll mörkin því beint í æð.
Hvað Sterling varðar þá fiskaði hann þó allavega víti og það verður ekki tekið af honum að hann stóð sig vel á djamminu um nóttina klettharður á einhverjum næturklúbbi. Einn úr hópnum var svo upp með sér að hitta hann að hann endaði samtalið við hann með því að segja “Good game son” og við höfum hlegið að þeirri lygi síðan 🙂
Allt það sem Babú sagði…sérstaklega ummælin hans Sterling.
Skýringin auðvitað að maður segir ekki loksins þegar maður hittir leikmann þá segir maður ekki við hann, “má ég taka mynd af þér með mér, þó þú sért lélegur!”
Snilld alveg, og Sakho lítur betur út live en í sjónvarpi, ef það er þá hægt. Það var gaman að sjá að King Kolo Toure (já, ég er farinn að kalla hann það) notaði allan dauðan tíma til að kalla á og spjalla við Sakho.
Færslan í 4ra mann vörnina í lokin var að sjá hvort Skrtel og Agger réðu við það og mér fannst það ganga illa. Held bara að Toure og Sakho verði parið þegar Johnson verður kominn til baka.
Og hvað er hægt að segja um Palace aðdáendurna annað en að þar fara snillingar, ef ég lendi í London þegar leikur er á Selhurst Park þá mæti ég…
Lucas er best geymdur á bekknum. Henderson er fínn á miðjunni þegar hann fær tækifæri til þess. …..