Kop.is Podcast #45

Hér er þáttur númer fjörutíu og fimm af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 45. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru SSteinn og Babú.

Í þessum þætti ræddum við leikina gegn Man Utd (deildarbikar), Sunderland og Crystal Palace, endurkomu Luis Suarez, breytta leikaðferð Brendan Rodgers og Newcastle-leikinn um næstu helgi.

24 Comments

  1. Ef framtíðin er að spila með Suarez og Sturridge frammi, þá væri maður til í að sjá eitt varnarmiðjutröll koma inn og leysi þannig af 1 miðvörðinn. Aðrir leikmenn myndu halda sinni stöðu. En Brendan er örugglega með þetta einu skrefi lengra og er að bralla eitthvað með alla þessa varnarmenn.

  2. Ein pæling, þið gætuð ekki reynt að hafa þáttinn rétt innan við 80mín. Þannig að hægt sé að skrifa hann á disk) Planið var að skrifa þáttinn á venjulegan cd disk (ekki mp3) og hlusta á hann á rúntinum í nótt, vinn við akstur á nóttunni. En hann er 5 mínútum of langur til að geta skrifað hann !!
    Er enginn þarna úti í sömu klípu og ég ?

  3. Haha ég efa að nokkur hafi hugsað út í þetta Emil en sjálfsagt að taka þetta til greina næst. Vandamálið er að það er ekki hægt að stoppa Kristján þegar hann byrjar að tala um Roy Hodgson. 🙂

  4. Vill bara byrja með að segja að þetta var alveg glæsilegt podcast 😉
    En svo vill líka fara að leggja hugsun á borðið: Hvað ef að við spilum bara 4-3-1-2 þegar allir eru komnir frá meiðslum? Þá meina ég bara að hava wing-backs, og tvo í miðri vörnini án sweeperin (Skrtel), nota Lucas í dýpri endanum á miðjuni og Gerrard og Hendo færa sig framm og aftur. Og svo auðvitað Coutinho fyrir aftan SAS. Það væri mjög erfitt að brjóta svona sterka 3-manna miðju niður. Enn kanski væri það hættulegt að hafa svona opna vörn, enn með Kolo og Sakho væri það bara ekkert vandamál, þegar þeir eru báðir með smá hraða, og ekkert smá sterkir.

    Vill líka segja það, að við verðum bara að vinna næstu tvo leiki. Við erum með Arsenal á Emirates, sem verður og er alltaf mjög flókin leikur. Á síðasta tímabili vörðum við allan leikin á Emirates, og þeir vóru bara að spila miklu betur en við. Við gétum alveg tekið þennan leik, ef við spilum á þeirra vallarhelmingi allan leikin. En einn leik að tíman.

    Spái 2-1 sigur á St. James’ Park. SAS skora eitt á mann, og Remy setur eitt fyrir heimamen. KOMA SVO!

    YNWA

  5. snillingar , fagmenn , meistarar

    yndislegt að eiga eitt podcast frá ykkur þvílik snilld

  6. þurfið þið ekki að fara taka sjónvarps podcast braðum eins og þegar þið voruð að birja

  7. Ég sé Daniel Sturridge í Raheem Sterling. Hann kemur á sjónarsviðið ungur að aldri, stútfullur af hæfileikum en virðist ekki nógu þroskaður eða fókuseraður. Þetta var okkar maður, Daniel Sturridge að glíma við hjá City og Chelsea. Hann sprakk svo út eftir vel heppnaða lánsdvöl hjá Bolton og seinna hjá okkur. Ég vona að við styrkjum liðið a.m.k. nóg til að hafa tök á því að lána hann í janúar. Hann er ekki nema 18 ára og ég vona að Liverpool gefist ekki of snemma upp á honum samanber Chelsea með Sturridge.

  8. Snillingar.

    En ekki væri nú verra ef þið gætuð haft þáttin 2×35 mín því þá gæti ég þrykkt honum á Vínil og hlustða á hann um Jólin. Sorry Emil ; )

  9. Kop.is padcast safnið á Vínil. Ef þetta er ekki jólagjöfin í ár að þá veit ekki hvað það ætti að vera!!!

  10. Hugleiðing: Er sama þörf á sérhæfðum djúpum miðjumanni sem skilar litlu fram á við (Lucas) þegar við spilum með þrjá miðverði?

    Mér finnst það aðeins hafa einkennt leikina hingað til að lið hafa reynt að pressa okkur hátt, og við ekki alltaf ráðið við það. M.a. vegna þess að Lucas er enginn snillingur í að taka við boltanum í þröngum stöðum á miðsvæðinu (þó hann sé alls ekki slakur í því), og líka vegna þess að Coutinho er ekki til staðar.

    Þá veltir maður fyrir sér hvort við værum betri í að leysa svona stöður með Allen, þar sem þetta er nú einu sinni hans aðalsmerki. Halda flæði í spili á miðjusvæðinu.

    Myndi það gera okkur varnarlega veikari í þriggja miðvarða kerfinu?

  11. Skrifa á disk eða setja á vínil 🙂
    Hvaða ár er hjá ykkur félögunum ? Hlaða niður í símann og hlusta hvernar sem er.

  12. ja sammála, hlaða niður i simana og punktur… eg vil helst hafa þessi podcöst 2-3 klukkutima svo ekki fara að stytta þau….

  13. Ef ég skil Emil rétt þá getur hann ekki verið með þetta í eyrunum meðan hann er að keyra. Má vera að það sé old skúl en gamli góði CD spilarinn lifr enn góðu lífi í umferðinni. Ekkert mál að taka þetta til greina næst.

    En hvað um það, Whelan ég held svei mér þá að maður taki nokkra snúninga á EPL tactics board og hlaði í pistil um þetta. Sérstaklega núna þegar við gætum verið að fá fjóra menn til baka fyrir næsta leik http://www.mirror.co.uk/sport/football/news/liverpools-coutinho-johnson-allen-cissokho-2416784

    Þeta fer auðvitað eftir aðstæðum og andstæðingum en persónulega vill ég alltaf frekar hafa Lucas aftast á miðjunni milli miðvarða og varnar en þrjá miðverði. Þá fyrir aftan Gerrard í afmarkaðara hlutverki en hann er að skila núna við hliðina á Gerrard. En já þetta er efni í pistil.

  14. Það er líka hægt að cutta þáttinn sjálfur til þess að setja hann á fleiri en einn disk.

  15. 2x 30 min kassetta og vasadiskó,millet úlpa og göngutúr með hundinn….
    podcast í eyrunum….

  16. Þakka ykkur kærlega fyrir podcastið, þið eruð snillingar. Punktur.

  17. Afsakið þráðránið, en mér finnst þetta vera ansi spennandi ummæli hjá grobbelaar!

    According to legendary goalkeeper Bruce Grobbelaar Liverpool will bring a big name player in January.

    “In January you will see another great name come to Liverpool. I’m not going to give any clues on who it is going to be.” – Bruce Grobbelaar

  18. mér finnst nú bara gott að hlusta á þetta í tölvuni þegar ég kem heim úr vinnunni, ég þarf ekki að hlusta á þá oft segja sama hlutin, við erum ekki alltaf sammála, svo það er gott að hlusta á þá einu sinni, þá vitum við hvað þeir halda, svo held ég kanski eitthvað annað, enn samt mjög góðir punktar

  19. Ég er að bíða eftir upphitun fyrir leikin á morgun… Er hún á leiðini?

  20. Stuðningsmenn Newcastle að skipuleggja mótmæli fyrir utan leikvanginn þeirra á morgun. Stuðullinn er 1,75 á sigur Liverpool. Er það ekki bara borðleggjandi?

  21. Ekkert bordleggjandi i thessum frædum!

    Tippa a 1-2 sigur a morgun sem skilar okkur a toppinn thvi arsanal munu gera jafntefli!

    YNWA!

You´ll Never Walk Alone

Newcastle eftir landsleikjahlé