You´ll Never Walk Alone

Fyrir viku síðan heimsótti ég ásamt öðrum ferðafélögum Matthew Street í Liverpool og þá sérstaklega The Cavern Club, staðin sem jafnan er sagður vera fæðingastaður Bítlanna. The Fab Four eru ásamt Liverpool F.C. eitt af helstu kennileitum borgarinnar og hafa verið sl. hálfa öld eða svo en mögulega ættu þeir á Cavern að kafa aðeins betur í sögubækurnar og gefa öðru bandi og þá sérstaklega lagi stærri sess þarna inni.

Lagið You´ll Never Walk Alone er langt frá því að vera tilkomið á The Cavern Club líkt og fyrstu smellir Bítlana voru og raunar voru aðrir mun frægari en Gerry Mardsden búnir að syngja það og gera að sínum áður en Gerry and the Pacemakers spiluðu lagið.

Upprunalega kemur lagið úr Carsouel, söngleik Rodgers and Hammerstein frá árinu 1945. Söngleikurinn varð mjög vinsæll og tók Frank Sinatra lagið m.a. upp þetta sama ár, fyrstur af mörgum listamönnum sem hafa tekið lagið síðan söngleikurinn kom út.  Kvikmynd um söngleikinn kom út árið 1956 þar sem You´ll Never Walk Alone er tekið tvisvar, það er líklega elsta útgáfan sem til er á filmu.

Lögin úr Broadway söngleikjum voru mjög vinsæl í Liverpool á þessum tíma og áttu margir plöturnar með þeim lögum og sungu af innlifun á skemmtistöðum borgarinnar. You´ll Never Walk Alone var því vinsælt sing-along lag í Liverpool löngu áður en Gerry and the Pacemakers tóku það upp og settu a vinyl. Gerry and the Pacemakers voru samtímamenn Bítlana og voru raunar búnir að spila lagið á Cavern sem og annarsstaðar í nokkur ár áður en þeir tóku það upp og gáfu lagið út.

Af vef BBC

“I went to see the film Carousel one afternoon,” says Gerry Marsden.

“We’d played the Cavern and it was raining, a horrible day, this would have been about 1959.”

Marsden was particularly impressed by one song from Carousel and seeking out the sheet music he embarked on persuading his fellow band members to play the tune, “We’d also heard that people like Frank Sinatra had done it, so we listened and thought we’ll do that and put it in the act.

“So we played it for years and then we got the chance to record it.”

Útgáfa þeirra er sú lang þekktasta og hefur lifað best af öllum útgáfum lagsins, auðvitað með hjálp stuðningsmanna Liverpool sem gerðu þeirra útgáfu lagsins strax að sínu og hefur það fylgt félaginu í hálfa öld núna í þessum mánuði. Því langar mig aðeins að kafa betur ofan í tengingu lagsins við Liverpool, það hefur jú á þessum 50 árum orðið lang frægasta og besta knattspurnulag allra tíma og er fyrir stuðningsmönnum Liverpool miklu meira en bara lag.

Lagið tengir ekki nokkur maður við Bandaríkin í dag og hvað þá Carsouel, ég vann tvo bjóra á pub quiz um daginn fyrir að vita úr hvaða söngleik þetta lag er. Lagið er í dag samofið Liverpool F.C. og tengt félaginu sterkari böndum en flestir leikmenn liðsins eða þjálfarar. You´ll Never Walk Alone er í merki félagsins.

Höfum eitt á hreinu strax, þetta er einkennislag Liverpool fyrst og síðast. Ekkert annað lið á þessa 50 ára sögu og því síður eins gríðarlega sterka tengingu við lagið. Fjölmörg lið hafa á einhverjum tímapunkti sungið það og jafnvel gert það að sínu einkennislagi í kjölfar Liverpool. En lagið varð fótboltalag í Liverpool borg, hljómsveitin sem kom því efst á vinsældarlista voru frá Liverpool og eru stuðningsmenn Liverpool. Ef svo gríðarlega ólíklega vildi til að einhverjir hafi sungið lagið á undan stuðningsmönnum Liverpool þá náði það aldrei að vera einkennis lag þess félags, hvað þá að fyrir því séu nokkrar sannanir.

Gerry and the Pacemakers gáfu lagið út 4. október 1963 og þeirra útgáfa sást fyrst á vinsældarlistum 12.október það ár og var í 22.sæti. Lagið rauk upp vinsældarlistann og var komið í 7.sæti viku seinna og í 2.sæti tveimur vikum seinna eða 26.október. Útgáfa Gerry and the Pacemakers var sú vinsælasta á Englandi í fjórar vikur í nóvember (2., 9., 16. og 23.) og var í öðru sæti vinsældarlistans 30.nóvember. (sjá betur hér).

Hljómsveitin var á þessum tímapunkti engu minna vinsæl á Bretlandi heldur en Bítlarnir og fóru fyrstu þrjár smáskífur þeirra beint í toppsætið á vinsældarlistanum á Bretlandseyjum, met sem stóð í 20 ár. Þriðja smáskífa þeirra var einmitt You´ll Never Walk Alone.

Brian Epstein var umboðsmaður þeirra, George Martin upptökustjóri og The Cavern Club þeirra helsti heimavöllur. Þeir voru búnir að spila lagið í nokkur ár áður en þeir tóku það upp en það er frekar skrítið að band með tvö lög sem náð höfðu efsta sæti og voru mjög ólík YNWA hafi allt í einu ákveðið að útfæra þetta lag á þann hátt sem þeir gerðu og taka upp. Eins og kom fram í grein BBC um lagið:

Both Epstein and George Martin thought the song was too slow to be a hit, but Marsden persuaded them, “We put it out and within a month it was number one,” says Gerry.

Einhversstaðar fengu þeir hugmyndina og besta skýringin sem ég hef fundið er sú að þeir vissu að lagið yrði vinsælt í Liverpool enda þá þegar orðið vinsælt. Bæði voru þeir búnir að spila þetta lengi en einnig vegna þess að stuðningsmenn Liverpool voru þegar farnir að syngja lagið á leikjum liðsins. Ef þetta er rétt hefur það ekki farið framhjá Marsden sem er stuðningsmaður Liverpool.

Á þessum tíma var vinsælt að syngja með lögum á fótboltaleikjum og þá sérstaklega í Liverpool, áhorfendur voru mættir snemma á völlinn fyrir leik. Nokkru áður hafði hljóðkerfi verið sett upp á Anfield og hefð myndast fyrir því að spila tíu efstu lögin á vinsældarlistanum hverju sinni fyrir leik, efsta lag listans tekið síðast. Liverpool hljómsveitin Gerry and the Pacemakers komu sínu lagi á þennan lista í október og í nóvember var lagið alltaf það síðasta sem var spilað fyrir leik, áhorfendur eru sagðir hafa haldið áfram að syngja það þegar DJ-inn var búinn að slökkva og þannig hafði hefðin myndast sem lifir enn í dag. En það útskýrir ekki aðdragandann, var þá þegar byrjað að syngja þetta lag á Anfield?

Það óvíst hvort það voru stuðningsmenn Liverpool sem gáfu Gerry þá hugmynd að gefa lagið út á vinyl eða bara stemmingin á böllunum hjá þeim. Því hefur verið haldið fram að stuðningsmenn Liverpool hafi byrjað að syngja lagið á leikjum hálfu ári áður en Gerry and the Pacemakers gáfu það út sem getur vel passað m.v. að lagið var vel þekkt í borginni og þegar í spilun á skemmtistöðunum sem og á gömlum vinyl plötum.

Greinin sem ég linka á hér að ofan kafar dýpra ofan í þetta þó ekki sé hægt að taka þvi sem heilögum sannleik. Þar er því haldið fram að stuðningsmenn Liverpool hafi byrjað að syngja lagið í gríni á Hillsborugh í apríl 1963 eftir tap í vonsku veðri gegn Leicester í undanúrslitum FA Cup.

The Liverpool fans who travelled to Hillsborough that day, approximately 25,000 of the 65,000 gate saw Shankly’s Liverpool lose narrowly 1-0. The crowd included a very young Gerry Flaherty who went to the games with his mate Billy Brod. As the players were heading off the pitch, the fans were applauding their efforts.

Now, Liverpool fans have always included at least ONE comedian, you know him, the one that stands up in a game and either cracks the funniest comment of the day or starts singing his own song. Today was such a day.

In the pissing down rain amidst claps of thunder, our version of Tommy Trinder kicked in. When you walk through the storm …

Amongst the giggles from most, others realised the humour and joined in, “Hold your head up high …

And don’t be afraid of the dark

At the end of the storm
There’s a golden sky
And the sweet silver song of the lark

Walk on, through the wind
Walk on, through the rain
Though your dreams be tossed and blown

Walk on, walk on,
with hope in your heart
And you’ll never walk alone
You’ll never walk alone”

Lagið var aftur tekið undir lok síðasta heimaleiks tímabilsins, 5-1 sigur gegn Birmingham og á síðustu tveimur leikjum tímabilsins sem voru báðir á útivelli. Fleiri og fleiri sungu með.

Liverpool spilaði við Everton 28. sept 1963 en þeir félagar (Gerry Flaherty og Billy Brod) muna ekki eftir að lagið hafi verið sungið á þeim leik. Hinsvegar var það sungið hátt og skýrt 5.október eða daginn eftir að Gerry and the Pacemakers gáfu lagið út.

Lagið var aftur spilað á Anfield (og tekið undir) í næsta leik á eftir gegn Sheffield Wednesday og uppfrá því var lagið sungið fyrir og eftir hvern leik. Lagið var svo komið í efsta sæti vinsældarlistans í byrjun næsta mánaðar og því spilað síðast á Anfield fyrir leik þann mánuð, a.m.k. síðan þá (ef ekki fyrr) hefur það verið samofið Liverpool F.C og einkennislag félagsins.

Það hjálpaði líklega að þetta fyrsta tímabil You´ll Never Walk Alone gekk Liverpool allt í haginn og vann titilinn í fyrsta skitpi síðan 1947 eftir baráttu við Man Utd og Everton.

Haft er eftir Tommy Smith varnarmanni Liverpool á þessum tíma að Gerry Marsden hafi hitt Bill Shankly fyrir tímabilið ´63 og leyft honum að hlusta á upptöku af næstu smáskífu og hann hrifist mikið og viljað þetta sem einkennislag félagsins. Hvort sem það er satt eða ekki hafði Marsedn töluverða vissu fyrir því að lagið myndi falla vel í kramið, a.m.k. í sinni heimaborg.

Lagið varð ekki að einkennislagi félagsins á einni nóttu en því fór ekki fjarri. Er lagið fór að falla niður vinsældarlistann héldu stuðningsmenn Liverpool áfram að syngja það og gerðu það þannig að sínu. Gott dæmi um þetta er úrslitaleikur FA Cup einu og hálfu ári seinna eða árið 1965. Þá var lagið löngu orðið “Liverpool signature tune” eins og Kenneth Wolstenholme sagði er hann kynnti það. Hann þagði svo meðan stuðningsmenn Liverpool sungu af mikilli innlifun.

Carsouel er auðvitað fyrst og síðast Amerískur söngleikur og lagið eitt af þeim frægari í Amerískri menningu. Fjölmargir af allra skærustu stjörnum skemmtanalífsins hafa tekið lagið og söngleikurinn sjálfur einn sá frægasti í menningu Bandaríkjanna. Hann ruddi brautina fyrir aðra söngleiki. Hvernig þetta fór frá því að vera stór partur af söngleik í Bandaríkjunum í það að verða frægasta knattspyrnulag allra tíma (18 árum seinna) er erfitt að útskýra en ég treysti stuðningsmönnum Liverpool mjög vel til að hafa komið þessum bolta af stað í hálfgerðu gríni eins og lýst er hér að ofan.

Það er þó ekki þetta sem tengir lagið Liverpool svona sterkum böndum, líklega er ekki til betra lag á bæði gleði sem og sorgar stundum og stuðningsmenn Liverpool hafa svo sannarlega notað það við bæði tilefni.

Gerry Marsden, Paul McCartney og fleiri gerðu sérstaka útgáfu af laginu 1985 til að minnast stuðningsmanna Bradford City sem létust í hræðilegum bruna á heimavelli félagsins. Haft hefur verið eftir gítarleikaranum Brian May að Queen hafi samið We are the Champions og We Will Rock You innblásnir af You´ll Never Walk Alone eftir að áhorfendur þeirra sungu lagið rétt eftir að þeir höfðu klárað tónleika.

Fjórum árum eftir Bradford brunan voru það stuðningsmenn Liverpool sjálfir sem notuðu lagið til að hjálpa sér í sorginni í kjölfar Hillsborough. Til að sýna stuðningsmönnum Liverpool stuðning í sorg sinni var You´ll Never Walk Alone helst notað og síðan þá hefur lagið verið órjúfanlegt við Liverpool F.C. og verður líklega ennþá sungið á heimaleikjum félagsins að 50 árum liðnum. Ég vona a.m.k. að ég verði dauður áður en við fáum einhverntíma fræðing sem vill slaufa þjóðsöngnum okkar.

Hillsborough er versta högg sem Liverpool F.C. hefur fengið og í kjölfar þess harmleiks hafa líklega möguðustu útgáfur af laginu verið sungnar.

Liðið spilaði ekki í nokkrar vikur eftir Hillsborough og til að koma leikmönnum aftur af stað var settur á vináttuleikur gegn Celtic. Það félag á einnig sterka tengingu við You´ll Never Walk Alone og hafa sungið það sleitulaust síðan liðin mættust 1989 og líklega aðeins fyrr. Það er talið að stuðningsmenn Celtic hafi sungið YNWA nokkrum sinnum á sjötta og sjöunda áratugnum ásamt fleiri skoskum liðum en ekki byrjað að syngja það reglulega fyrr en á þeim níunda. Eftir vináttuleikinn við Liverpool þar sem stuðningsmenn liðanna sungu lagið saman hefur það verið stór partur af Celtic og stuðningsmenn þeirra engir eftirbátar stuðningsmanna Liverpool þegar kemur að því að syngja lagið af innlifun og krafti. (sjá frá 7 mín)

Liverpool vann á endanum Nottingham Forrest og komst í bikarúrslitin árið 1989. Af öllum liðum voru andstæðingarnir þann dag Everton. Hillsborough harmleikurinn hitti stuðningsmenn þeirra svipað illa og stuðningsmenn Liverpool og þeir tóku hraustlega undir You´ll Never Walk Alone fyrir þann leik. Gerry Marsden mætti sjálfur og söng á Wembley.

Leikur AC Milan og Real Madrid í undanúrslitum Evrópukeppninnar nokkrum dögum eftir Hillsborough var stöðvaður á 6.mínútu og þar sýndu stuðningsmenn Milan fádæma klassa til að votta stuðningsmönnum Liverpool virðingu sína.

Líklega hefði Liverpool ekki getað átt meira viðeigandi og flottara lag en nákvæmlega þarna. Þá er ekki talað um öll þau brúðkaup og hvað þá jarðarfarir sem lagið hefur ómað, sérstaklega meðal stuðningsmanna Liverpool.

Lagið hefur verið einkennislag félagsins í 50 ár núna og það hefur átt jafn vel við á glæstustu stundum félagsins. Fullvaxta karlmenn sem kalla ekki einu sinni ömmu sína ömmu sína hafa tárast þegar þeir mæta á völlinn í fyrsta skipti og syngja loksins með. Stuðningsmenn Liverpool hafa sungið þetta lag í öllum sínum stærstu sigrum, deildartiltum sem og evróputitlum.

Núna í seinni tíð er samt líklega ekkert sem toppar árið 2005. Á aðeins nokkrum vikum voru teknar tvær mögnuðustu útgáfur af laginu sem teknar hafa verið síðan 1989. Annarsvegar til að fagna sigri og hinsvegar sem nokkurskonar bæn, bæn sem var svarað.

Gegn Chelsea í undanúrslitum meistaradeildarinnar var stemmingin á Anfield sú besta sem sést hefur á Anfield síðan sætin voru sett á völlinn, það er ekki til nógu gott video af youtube en þetta rifjar það upp:

Gegn AC Milan nokkrum vikum seinna var lagið sungið sem hálfgerð bæn í stöðunni 0-3 gegn einu besta liði sem Liverpool hefur nokkurntíma mætt. Þetta var eins hörmuleg staða og hægt var að hugsa sér. Verra er worst case scenario og maður óttaðist mest ennþá verri skell. You´ll Never Walk Alone skilaboðin jafn mikið og lagið sjálft skiluðu sér inn í klefa og lyfti liðinu. Það er oft sagt um ensk lið að þú mátt aldrei vanmeta þau eða slaka á fyrr en leiknum er lokið en þetta var líklega að taka það þremur skrefum lengra.

http://www.youtube.com/watch?v=S8CEh_TgAg4

Hvaða part stuðningsmenn Liverpool áttu í hálfleik í Istanbul er ekki hægt að meta eða mæla, þeir sýndu með því að syngja You´ll Never Walk Alone að þeir væru ekki búnir að gefast upp og viti menn, það tók korter að koma til baka úr eins vonlausri stöðu og hugsast getur.

Meira að segja núna í sumar þá var hápunktur undirbúningstímabilsins er stuðningsmenn Liverpool í Ástralíu fengu tækifæri til að syngja You´ll Never Walk Alone í fyrsta skipti fyrir leikmenn liðsins

Það má gera grín að okkur fyrir að tala um sögu félagsins, en flest lið öfunda Liverpool af You´ll Never Walk Alone.

Endum þetta á samskiptum tónlinstarmannsins Mel Torme og Richard Rodgers, höfundi lagsins:

Mel Torme told Richard Rodgers that when he heard the ‘You’ll Never Walk Alone’ it had made him cry.
Rodgers apparently replied impatiently “You’re supposed to.”

Ég fullyrði að Mel Torme var ekki sá eini.

YNWA.

27 Comments

  1. Frábær pistill, forréttindi að geta skoðað þessa bestu aðdáendasíðu á Íslandi á hverjum degi.
    YNWA

  2. Þetta er er alveg svakalegt Babu. Hér situr maður í vinnunni og tárin trylla þegar fólk kemur að manni og spyr hvað sé að!!

  3. Uss… Þvílík forréttindi að hafa KOP.is!

    Ég hef stutt Liverpool FC í 36 ár eða frá því ég var 4 ára. Þá var Bob Paisley þjálfarinn okkar og Liverpool voru nánast ósigrandi! Það var fréttnæmt ef okkar menn unnu ekki titla og örugga sigra á sama tíma og manjhú voru í ruglinu lengi vel. Þessi þróun er að koma aftur, sjáið bara til! Sagan endurtekur sig og liðið okkar var, er og verður alltaf flottasti fótboltaklúbbur veraldar.

    Tvisar hef ég verið svo heppinn að fara á leik á Anfield og það var ekki séns að ég gæti sungið lagið til enda án þess að klökkna. Ég skal fara aftur, helst í vor á einhvern stórleikinn!

    Málið er einfalt. Liverpool er ekkert bara fótboltalið heldur er þetta lífstíll og ,,trúarbrögð”. Ég hugsa um Liverpool á hverjum degi, þetta er stór partur af lífi mínu og verður það alltaf.

    YNWA!

  4. Verður ekki alveg örugglega hægt að kjósa Babu sem forseta 2016 ?

  5. Glæsileg grein!
    Það er skemmtilegt að bæta því við að það eru fleiri lið en Celtic sem hafa ákveðið að deila þessu lagi með Liverpool, tekið af wiki:
    The song was later adopted by Scottish team Celtic F.C., Dutch teams Feyenoord, FC Twente and SC Cambuur, Germany’s Borussia Dortmund, Mainz 05, 1. FC Kaiserslautern, Borussia Mönchengladbach, Alemannia Aachen, FC St Pauli, SV Darmstadt 98, Belgium’s Club Brugge, Japan’s F.C. Tokyo and Spain’s CD Lugo.

    Það er í alvöru tilviljun, að ég er aðdáenda 5 félagsliða og þar af eru fjögur á þessum lista. Fram mætti hugsanlega taka uppá því að syngja You´ll Never Walk Alone. 🙂
    Veit samt ekki hvernig það mun hljóma á hálf tómum Laugardalsvelli…

  6. Þakka þér frá mínum dýpstu hjartarótum Babú. Þetta var grein sem varð að skrifa og þú gerðir það glæsilega.

  7. Takk fyrir mig Babú, tær snilld og þú nærð að spila af næmni á Liverpool taugarnar í manni. Þvílík forréttindi að vera tengdur þessu öllu, því “þetta” er bara svo miklu meira en venjulegt fótboltalið, kemst líklega næst trúarbrögðum ef maður ætlar að finna einhverja líkingu fyrir aðra til að skilja þetta betur.

  8. Enn meir eftir mörg ferðalög og allt annað.

    Frábært félagi. Frábært. Tár.

  9. Nei nú er nóg komið. Nú set ég Babú á launaskrá Kop.is. Menn eiga að fá borgað fyrir svona rosalegheit. Takk fyrir mig, Babú. BjórkippanLaunaseðillinn er í póstinum… 🙂

  10. Stend fyrir framan tölvuna og klappa (samt ekki í alvörunni sko, en það er hugurin sem telur) Magnaður pistill og ég verð nú bara að játa að þetta lag snertir mig meira en þjóðsöngurinn.

    Mögnuð stund í mínu lífi: https://vimeo.com/27654354

    Það fer svo að koma jæja á þetta landsleikjahlé

    YNWA

  11. Vill bara senda kveðju á Babu og alla hina meistarana á Kop.is .
    Þið eruð höfðingjar af hæstu gráðu ! KEEP UP THE GOOD WORK ! eins og maðurinn sagði. Shit hvað mig langar að koma með ykkur i næstu ferð á Anfield!

  12. Dúndra fálkaorðunni á drenginn, mögnuð grein sem og svo margoft áður!

  13. Frábær pistill um Besta lag allra tíma !!!

    Meira segja söng Kóngurinn Elvis Presley lagið en besta versionið af laginu verður alltaf þegar Kop syngur lagið fyrir leik.

    Jafn vel þótt þú færð þriggja bestu tenóra í heimi til syngja You’ll never walk alone : http://www.youtube.com/watch?v=impZlb4MA4c

    þá vinnur Kop alltaf 🙂

  14. Þetta var líklega besta grein sem eg hef lesið a þessari siðu svo einfalt er það 🙂

    TAKK BABU

  15. Þessi pistill á skilið mitt fyrsta comment.

    Takk fyrir Babu!

    Kop.is er uppáhalds lesefnið mitt.

  16. Alger snilld Babú, upplifði þetta í fyrsta skipti í ferðinni góðu með ykkur kop félögum
    það voru tár á hvarmi. Takk fyrir mig.

Opinn þráður – Pub Quiz í Liverpool

Kop.is Podcast #45