Newcastle 2 Liverpool 2

Okkar menn heimsóttu Newcastle á St James’ Park í 8. umferð ensku Úrvalsdeildarinnar í dag og varð niðurstaðan 2-2 jafntefli í heldur betur fjörugum leik. Fyrirfram hefði maður kannski ekki talið jafntefli þarna nein afhroð en eins og leikurinn spilaðist verð ég að kalla þetta tvö töpuð stig.

Brendan Rodgers stillti upp nær óbreyttu liði í dag. Glen Johnson og Aly Cissokho komu inn í stað Jose Enrique (meiðsli) og Raheem Sterling auk þess sem Iago Aspas meiddist í vikunni og Lucas Leiva var aftur fjarverandi, í þetta sinn þar sem hann eignaðist sitt annað barn í gær.

Liðið var sem hér segir:

Mignolet

Touré – Skrtel – Sakho
Johnson – Gerrard – Henderson – Cissokho
Moses
Suarez – Sturridge

Bekkur: Jones, Agger, Kelly, Flanagan, Allen, Alberto (inn f. Sakho), Sterling (inn f. Johnson).

Þetta var einfaldlega grútléleg frammistaða hjá okkar mönnum. Liðið lenti undir í báðum hálfleikum á afar svekkjandi hátt. Newcastle byrjuðu leikinn miklu betur og ógnuðu marki Liverpool stíft framan af en þeir rauðu náðu að vinna sig aftur inn í leikinn og eftir um tuttugu mínútna leik var orðið jafnræði á milli liðanna. Þá var um að gera að hleypa þeim fram fyrir sig og það gerðist á 23. mínútu. Þá fékk Yohan Cabaye boltann við miðlínu, sá greiða leið upp að vítateig Liverpool, skokkaði þangað með boltann án nokkurrar mótstöðu frá miðlínu okkar manna. Þegar þangað var komið hlóð hann bara í skotið, Mamadou Sakho beið allt of lengi með að stíga hann út og náði ekki að stöðva skotið. Simon Mignolet var einnig illa staðsettur í markinu, of langt til vinstri og þegar skotið kom úti við stöng hægra megin (fjærhornið frá Cabaye séð) var það of langt fyrir hann og óverjandi. 1-0 fyrir heimamenn og gríðarlega illa gert hjá ansi mörgum hjá Liverpool.

Eftir þetta hresstust heimamenn á ný og tóku aftur völdin en það entist ekki lengi og þegar dró nær leikhléi voru okkar menn farnir að ógna á ný. Sturridge og Suarez áttu báðir skot úr þröngum færum sem Tim Krul varði vel en á 40. mínútu gerðist atvik sem hefði átt að breyta leiknum alla leið til hins góða fyrir okkar menn. Þá kom löng sending inn fyrir vörn Newcastle þar sem Suarez tók boltann niður. Hann var kominn inn að vítapunkti og gerði sig líklegan til að skjóta þegar Yanga-Mbiwa kippti í hann aftan frá. Eins augljóst víti og rautt spjald og hægt er að ímynda sér, þrátt fyrir furðuleg mótmæli Newcastle-manna, og Steven Gerrard jafnaði leikinn úr vítinu og skoraði þar með sitt 100. deildarmark fyrir Liverpool. Magnaður árangur sem ekki margir miðjumenn leika eftir.

Þar með var ljóst að Liverpool yrðu manni fleiri síðustu 50 mínútur leiksins og maður andaði léttar, nokkuð bjartsýnn á að nú myndu okkar menn sigla fram úr og innbyrða öll þrjú stigin.

Það fór þó ekki alveg svo. Staðan var 1-1 í hálfleik og eftir nokkuð stama byrjun okkar manna í seinni hálfleik vorum við skyndilega lentir undir aftur. Cabaye tók aukaspyrnu frá vinstri vængnum, hún fór hátt yfir á fjærhorn markteigs þar sem Sakho og Cissokho voru steinsofandi og Dummett stakk sér inn fyrir þá og skoraði auðveldlega. Newcastle komnir yfir aftur, manni færri, og þeir hefðu jafnvel getað gengið á lagið í kjölfarið og bætt þriðja markinu við, slíkur var sofandahátturinn í spilamennsku Liverpool.

Okkar menn náðu þó að jafna að lokum með góðri sókn á 72. mínútu. Þá fékk Moses boltann úti við vinstri væng, gaf innfyrir á Suarez sem lék upp að markteig og gaf fyrir á Sturridge sem skoraði í opið markið með skalla. Staðan orðin 2-2. Okkar menn tóku í kjölfarið öll völd á vellinum og þótt Newcastle hafi fengið 1-2 sénsa snerist þetta aðallega um það hvort okkar menn næðu sigurmarkinu á lokamínútunum. Suarez skaut í slá úr dauðafæri og Sturridge og Henderson klúðruðu tveimur góðum skotfærum hvor en þetta átti ekki að vera og lokatölurnar voru 2-2 jafntefli.

Það verður að segjast eins og er að það jafntefli er sennilega meira en okkar menn verðskulduðu. Kannski er hægt að segja að þetta hafi verið sanngjarnt jafntefli miðað við hvernig leikurinn spilaðist en að vera manni fleiri í 50 mínútur og rétt slefa upp í jafntefli er ekki jákvæð umsögn á spilamennsku liðsins í dag. Ef menn ætla sér að vera í topp fjórum verður einfaldlega að gera betur á næstu vikum, ekki síst þar sem það bíða erfiðari útileikir heldur en Newcastle næstu tvo mánuðina.

Maður leiksins: Sko, ég sé strax á Twitter og hér á Kop.is eftir leik að umræðan snýst að mestu um Brendan Rodgers og þetta 3-4-1-2 leikkerfi (eða 3-5-2 ef menn vilja orða það þannig). Ég skrifa þetta ekki á leikkerfið í dag heldur fannst mér leikmenn liðsins einfaldlega slakir upp til hópa. Mignolet gerði illa í fyrra markinu og þeir Sakho og Kolo Touré áttu sína slökustu leiki fyrir liðið hingað til. Menn hafa eins beðið lengi eftir að fá Cissokho og Johnson í þessar vængbakvarðastöður en þeir stóðu sig báðir illa í dag, sérstaklega var Cissokho sennilega slakasti maður vallarins ásamt Victor Moses og Steven Gerrard.

Jordan Henderson var skárri en þeir tveir á miðjunni en sennilega var það eina sem ég get sagt neikvætt um leikkerfið í dag að við vorum of fáliðaðir á miðjunni gegn jafn sterkri miðju og Newcastle hafa. Frammi voru Sturridge og Suarez svo báðir mistækir en skiluðu þó marki (Sturridge) og tveimur stoðsendingum (Suarez) þannig að það er erfitt að gagnrýna þá of harkalega.

Ég er á því að leikkerfið hafi ekki verið vandamálið í dag. Rodgers stillti upp sínu sterkasta liði m.v. meiðsli og fjarveru og þetta kerfi hefur verið að skila góðum úrslitum undanfarið en leikmennirnir bara stóðu ekki undir pressunni í dag. Menn kalla (kannski réttilega) eftir að Daniel Agger fái aftur séns í liðinu eftir þennan leik, sérstaklega þar sem Sakho og Cissokho voru báðir slakir í dag, en að mínu mati verður það þá að vera á kostnað einhvers annars en Martin Skrtel sem var að mínu mati okkar besti maður í dag. Gef síðan Luis Alberto sérstakt aukahrós fyrir góða innkomu af bekknum.

Við sjáum hvað Rodgers ákveður. Hann fær Lucas og jafnvel Coutinho og Enrique aftur inn fyrir næsta leik og ég vona að Sakho sé ekki meiddur eftir að hann fór út af í dag. Hvort hann breytir leikkerfinu eða ekki verður að koma í ljós en hvort sem hann gerir það eða ekki verða leikmennirnir að stíga upp og sýna meira en þeir gerðu í dag.

Nú, þetta jafntefli þýðir að okkar menn eru á toppnum um sinn en Arsenal, Chelsea og Southampton eru öll að spila núna kl. 14. Arsenal geta náð tveggja stiga forskoti á okkur með sigri á meðan hin tvö liðin geta náð okkur að stigum. Ég vona að við séum jafnir Southampton á toppnum eftir daginn en með eitt stig á Arsenal og þrjú stig á Chelsea.

Góða helgi gott fólk.

50 Comments

  1. Töpuð 2 stig miðað við að við vorum einum fleiri i síðari hálfleik og áttum gera betur með það. Samt jákvæða við þessi úrslit þá erum við i einir i toppnum i billi.

  2. Fínt að skora mörk og fá stig…

    Það er samt ekki hægt að loka augunum fyrir þeirri staðreynd að það er eitthvað að hjá okkur varðandi föst leikatriði. Og fyrsta markið var bara lélegt hjá Mignolet… Fokking drullusvekktur með þetta. Meiriháttar lélegt að ná ekki að druslast til þess að klára þetta og að fá á okkur mark manni fleiri. Lélegt.

    Svo er eins og að liðið reyni ekkert alveg í lok leiks. Engin pressa og nutd bara leift að hanga á helítis tuðrunni.

    Ógeðslega svekktur með þetta. Langar svo mikið í fokking 4. sætið. Svona hlutir eru það sem koma til með að vera okkur þrándur í götu. FOKK =(

  3. Án þess að vera of dramatískur þá voru þetta alveg ömurleg úrslit og lengst af mjög döpur spilamennska.

    Ég hafði miklar áhyggjur af því fyrir leik að sóa einum manni í það að hafa þrjá miðverði á kostnað miðjunnar, sérstaklega gegn Newcastle sem er með mjög góða miðju. Nákvæmlega það kom á daginn og Liverpool átti ekkert í miðjunni í þessum leik. Ekki einu sinni einum manni fleiri. Spilamennskan lagaðist ekki fyrr en skipt var í 4-2-3-1 og það kom bara of seint.

    Rodgers tók hálfan seinni hálfleik með þrjá miðverði einum leikmanni fleiri gegn Newcastle og samt lekum við enn einu markinu inn úr föstum leikatriðum. Vona að þessari tilraun ljúki hér með.

    Það er skandall að sækja ekki á fullu gasi gegn þessari vörn Newcastle og það frá byrjun, þeir eru í bullandi veseni aftast og það lagaðist ekkert hjá þeim í dag, Suarez og Sturridge skiluðu sinu í framlínunni en sóknarleikurinn heilt yfir var afar slakur. Moses var alls ekki góður og virkar mjög úr stöðu í holunni.

    Afskaplega er ég svekktur með þessi úrslit.

  4. Sterkasta liðið hingað til gerði dýr einstaklingsmistök og nýtti ekki nokkur færi. Það mega ekki vera margir svona leikir á tímabilinu. Svona töpuð stig telja drjúgt í lokin.

  5. Það er fyrir neðan allar hellur að klára ekki lið einsog Newcastle 11 gegn 10 í rúmar 45 mínútur. Held að Rogdgers þurfi að endurskoða þetta 3-5-2 kerfi sitt. Gjörsamlega fullreynt að hafa Moses í sóknartengiliðnum.

    Þá er bekkurinn okkar ekkert til að hrópa húrra fyrir. Vorum með Sterling og Alberto til að fríska upp á sóknarleikinn. Það segir allt sem segja þarf um þessa breidd sem við höfum.

  6. Djöfulsins drulla.
    Miðað við frammistöðu verður maður að vera sáttur með stigið.
    Tvö töpuð stig og maður er fúll 🙁

  7. Erfiður leikur gegn vel mótiveruðu Newcastle liði.

    Fannst okkar menn fremur kraftlausir stóra hluta leiks, landsleikjahlé sýnist hafa haft töluverð áhrif.

    Hefði viljað fá 3 stigin, en þetta er ekkert endir alls.

    Bara girða í brók og mæta af krafti í næsta leik.

  8. Illa farið með alltof mörg fín færi, liðið hefði átt að klára þetta þar sem það var manni fleira allan seinni hálfleik. Markið hjá Cabaye var svo kooooool ólöglegt.

  9. Tvö stig töpuðust í dag og sást vel í þessum leik að það vantar heilmikið uppá breiddina í leikmannahópnum !

  10. Ég er nú bara frekar sáttur við stigið. Spáði 2-2 fyrir leik. Menn verða að átta sig á því að fjölmargir leikmenn eru nýkomnir á Melwood eftir 10 daga fjarveru og margir þeirra hafa mætt dauðþreyttir á svæðið. Suarez hefur eflaust ekki verið kominn á Melwood fyrr en á fimmtudagsmorgun eftir 11 tíma flug. Sturridge og Gerrard spiluðu báðir 180 mínútur í landsleikjum og flestir voru í burtu með sínum landsliðum. Undirbúningur fyrir leikinn hefur því verið í mýflugumynd og árangurinn eftir því. Newcastle voru með mun færri menn í burtu og voru því mun betur undirbúnir og stemmdir í baráttuna. Þetta er bara einn af þessum leikjum sem er gott að kreista út stig þótt 3 hefðu verið betri. Sturridge var í þrígang mislagðir fætur fyrir framan markið og það hefði eitt og sér getað breytt þessu stigi í þrjú.

  11. Held að fleiri topplið muni ströggla í dag.
    Frekar slappur og þreytulegur leikur hjá okkar mönnum. Vantaði allt vængspil. Sannfærður um að tveir miðverðir amk frá því við urðum manni fleiri hefði klárað leikinn. Vantaði allar tvöfaldanir á kantana og svo vantaði bara bitið til að klára.
    En toppurinn er okkar.
    YNWA

  12. Því miður var þetta langt frá því að vera góð frammistaða í dag. Menn virkuðu einbeitingalausir, kraftlausir og þungir. Moses ekki góður sem og Sturridge. Luiz Suarez var heldur ekkert spes. Ósammála gagnrýninni á Gerrard, hann skoraði úr víti og átti síðan nokkrar geggjaðar sendingar inn fyrir á sóknarmenn LFC. Sturridge átti að gera betur þegar SG sendi boltann á hann og DS var einn á móti markmanni.

    You win some, you loose some….

  13. Get ekki tekið undir þann part skýrslunnar sem segir að þetta hafi verið okkar besta lið sem var í boði og að ekki sé hægt að skrifa þetta á leikkerfið. Þetta var alls ekki besta liðið/kerfið sem við gátum stillt upp til að spila gegn Newcastle og það sýndi sig í þessum leik þar til loksins var skipt um leikkerfi.

    Miðjan var undirmönnuð alveg þar til Alberto kom inná og það var hægt að sjá fyrir um leið og byrjunarliðin voru ljós. Það kom heldur alls ekki á óvart að sjá Pardew svara þessu kerfi Liverpool með því að fórna sóknarmanni og stilla upp 4-2-3-1 með mjög sterka miðju og sókn í dag. Hann var mjög óheppinn að fá ekki öll stigin, vörnin kostaði Newcastle illa í dag.

    Alberto er kannski ekki hátt skrifaður hjá mörgum en leysir hlutverk á miðjunni sem við þurftum í dag. Hann eða Allen (sem var á bekknum) á miðjunni hefði að mínu mati alltaf nýst okkur betur en þessi auka miðvörður sem við spiluðum með í þessum leik. Tiote, Sissoko og Cabaye þökkuðu kærlega fyrir sig og áttu miðjuna í fyrri hálfleik og voru í óþægilega litlu basli einum færri líka. Hló þegar owen á BT Sport valdi Gerrard mann leiksins í dag. Maður leiksins í dag var ekki í Liverpool búning að mínu mati.

    Þetta er einnig augljóslega ekki besta aðferðin til að nýta Moses sem virkar afskaplega mikið úr stöðu og var mjög slakur í dag. Söknum auðvitað Coutinho en ég efa að Alberto hefði skilað verri frammistöðu (frá byrjun) enda þetta hans staða, hann var keyptur á ágætan pening til að spila þessa stöðu.

    Ég ætla a.m.k. rétt að vona að þetta verði ekki ennþá besta kerfið okkar í næsta leik þegar við ættum að vera komnir með Lucas, Coutinho og Allen til baka.

    Eitt að lokum, ég næ ekki þessari skiptingu í lokin, Sterling fyrir Johnson. Það voru tveir hægri bakverðir á bekknum og hann setti Sterling inná. Ekki stórmál en þetta bætti ekkert við sóknarþungan og veikti vörnina.

  14. Hjartanlega sammála hverju orði hjá Babu.

    Leikkerfið í dag hentaði alls alls alls ekki. Rodgers spilaði þetta algjörlega upp í hendurnar á Newcastle, og að geta ekki nýtt sér það betur að vera einum fleirri í 50 mín er, tja, ansi hreint lélegt.

    Og Steven Gerrard og örvæntingarfullu Hollywood-sendingarnar. Plís! Í stað þess að spila boltanum, nýta liðsmuninn, sýna þolinmæði, opna, hægt og rólega, finna glufurnar – þá þurfti alltaf að dúndra boltanum inn í teig – taka fyrsta sénsinn. Úff. Úff. Úff.

  15. Auðvita viljum við vinna en er bara frekar sáttur að hafa ekki tapað.

  16. Afar svekkjandi að taka ekki 3 stig úr þessum leik og það einum fleiri allan seinnihálfleikinn. Mitt mat er að það vantaði þolinmæði í liðið sérstaklega í seinni hálfleik, LFC var mun meira með boltann – 63% á móti 37% hjá Newc skv. Fotmob! Það var allt of oft skotið úr erfiðum og þröngum færum – Moses, Alberto og Hendó áberandi í þessu fannst mér.

    En stig er stig og spennandi vetur framundan – ekkert gefið í þessu frekar en öðru og vonandi mæta okkar menn ferskari til leiks um næstu helgi:)

  17. Langt í frá að vera sáttur með þetta. Hef enga trú á því sem að Rodgers er að gera, hef ekki verið frá upphafi og hann er ekki að gera neitt sem sannfærir mig um að hann sé maðurinn til að koma okkur á þann stað sem við eigum að vera. Burt með þetta leikkerfi sem hann er að nota, munum verða teknir í bakaríið þegar við mætum liði með betri miðjumenn en þetta. Liðið hefur verið í vandræðum með tvennt í allt haust, seinni hálfleikinn og að verjast föstum leikatriðum, hann hefur enn ekki fundið lausn á þessu.

  18. Toure verður að rasskella Sakho eftir þennan leik. Treysti engum öðrum í verkefnið.

  19. Skrtel er ad eiga schilldar season. Allavega fyrir LFC, ekki fyrir Slovakiu. Langsamlega bestur i ar!

    Annars algjort metnadarleysi hja leikmonnum. Vonsvikinn.

  20. Sælir félagar. Þessi leikur var furðulega erfiður miðað við að við vorum einum fleirri allan seinni hálfleik. Mér finnst liðið okkar vera svo þunkt og vanta allan hraða. Hvað finnst ykkur? Hvað er að?

  21. Hvernig væri bara að taka BOLD move og smella Gerrard á bekkinn. Leyfa liðinu aðeins að finna smá takt og samspil. Annaðhvort er hann of góður fyrir liðið eða hann er að spila í rangri stöðu. Flæðið í liðinu er algjör hörmung. Búið að vera í hverjum einasta leik. Önnur skýring er að það eru margir nýjir menn sem vita ekkert hvað þeir eru að gera og þetta tekur tíma. En ég meina á liðið ekki að vera spila tiki-taka?…það er bara ekki í blóðinu á Gerrard.

  22. 19..Já glatað hjá BR að setja okkur í efri hluta töflunar og algjörlega ömurlegt að eiga möguleika á að komast í meistaradeildina…..hvern viltu fá í hans stað?

  23. Nr. 19

    Orðar þetta nákvæmlega eins og ég var að reyna að forðast að gera. Full dramatískt 🙂 Það er allt í lagi að pirra sig á einstaka hlutum hjá liðinu og sumum ákvörðunum en Rodgers er augljóslega að gera eitthvað rétt. Skoðaðu gengi Liverpool allt þetta ár vs. allt síðasta ár, já eða þar síðasta.

  24. Tad jakvæda vid tetta er, ad nuna hlytur 3-5-2 ævintyrid ad vera long gone. 4-3-3 aggressive hedan i fra !!! Fannst Moses flottur um leid og hann fekk ad fara ut a vænginn…

  25. Þetta er ekkert rosa mikið áhygguefni, málið hér er að Moses var ekki að halda fjótandi miðjuspili á vallarhelming andstæðinga, þegar brassinn litli kemur lagast það, og liðið sem heild var að spila illa, fátt jákvætt nema husanlega hægt að hrósa skirtle og Henderson, sem voru bestir í slöppu liði.

    fannst Gerald ekki eiga skilið maður leiksins titilinn, hann var síst vestur í liðinu en Henderson lætur hann líta vel út með öryggi sína, virkilega farin að lika vel við þennan strák, hann getur spilað allstaðar og á varla vondan leik núorðið.

  26. Voðalega eru menn óánægðir. Liverpool átti ekki besta leikinn sinn á tímabilinu en mér fannst Newcastle aldrei ógna okkur að viti í þessum leik á meðan að við virkuðum hættulegir.

    Þetta er erfiður útivöllur og fyrir fram er 1 stig ekki lélegt en af því að við vorum einum fleiri í 50 mín þá áttum við að taka 3 stig en það er samt erfitt að brjóta niður lið eftir að það er komið manni undir því að þeir liggja þá enþá aftar og loka svæðum og svo má ekki gleyma því að við vorum tvisvar sinnum undir í leiknum en komum heim með stig.

    Mignolet 3 – Mér finnst að hann ætti að verja boltan í fyrsta markinu en varði einu sinni vel og gat lítið gert í öðru markinu.

    Toure/Skrtel/Sakho 8 mér fannst þeir allir góðir. Töpuðu varla einvígi og Newcastle fékk varla færi allan leikinn

    Cissokho 5 – átti annað markið með því að gleyma sér en virkaði annars sprækur og átti nokkrar fínar rispur í þessum leik og tók eina mikilvæga tæklingu í restina(hefði fengið 8 ef hann hefði ekki klikkað).

    Glen 6 – er ekki kominn í leikform en frábært að fá hann aftur og var hann solid

    Henderson 6 -ágætur leikur og ekki vantaði vinnuframlagið

    Gerrard 7- lét boltan ganga vel en var ekki mikið í sviðsljósinu

    Moses 4 – hann lélegasti leikur í Liverpool búning. Tapaði boltanum of oft og sendingarnar voru ekki alltaf að virka

    Suarez 7 – fín leikur og hefði jafnvel átt að skora.

    Sturridge 7 – skoraði en heilt yfir þá fannst mér hann ekki hjálpa liðinu mikið í þessum leik(ef hann hefði ekki skorað þá hefði ég gefið honum 5).

    Luis Alberto 6 – kom sterkur inn og átti nokkrar fínar fyrirgjafir og boltinn gekk vel í kringum hann(öskraði samt á hann þegar hann átti skot yfir á 93 mín).

    Sterling 5 – örugglega ekki ánægður að spila svona aftarlega og gerði lítið á þessum stutta tíma.

    Mér finnst þetta ekki leikerfið sem klikkaði í dag heldur voru það einstaklingsmisstök þar sem markmaður á að verja og leikmaður gleymir sér í að dekka .

    Við fengum færi til þess að klára þenna leik Glen með gott skot sem er varið, Suarez með sláar skot og svo aukaspyrnu, Sturridge átti að gera betur þegar Cissokho sendi út á hann og Henderson verður að far að hitta markið þegar hann fær boltan trekk í trekk fyrir utan teig og tekur skot.

    Nú er bara að vinna næsta leik á móti WBA og svo bara mæta Arsenal af krafti og drullast aftur á toppinn.

  27. 3-5-2/3-4-1-2 án skapandi tíu og almennilegs holding á miðjunni er svolítið shaky. Ekki ósnngjörn úrslit miðað við gang leiksins.

  28. Ja eða tja við erum að gera betri hluti en undanfarin´´AR svo eða þannig bara sáttur.

  29. Meiri gratkorinn 🙂

    Ef mer hefdi verid bodid i haust ad fa støduna eftir fyrstu 8 leikina med 17 stig og 5-2-1 tha hefdi eg sagt JA TAKK, an thess ad blikka augunum.

    Vissulega svekkjandi ad nyta ekki støduna sem vid vorum komnir i en thetta er engu ad sidur sterk stada hja okkur i augnablikinu.

    Thad er ekki hægt ad itreka thad med ordum hvad thad verdur mikilvægt ad vinna West Brom næstu helgi, leikurinn thar a eftir verdur uti a moti arsanal!

  30. Eru þessi landsleikjahlé að drepa taktin okkar?
    Eftir síðustu landsleikjahlé gerðum við líka 2-2 jafntefli og spiluðum ílla… Við byrjuðum eins og að leikmennirnir vóru þekktu ekki hvern annan. Og vóru líka mjög sovandi, eygilega bara allan fyrsta hálfleik.
    Eru það einhver landsleikja á næstu mánuðum?
    En nú eru þessir HM leikir búnir, og Kútur á leiðini aftur. Vonandi drullum við ekki á okkur ámóti WBA. Því við eigum Arsenal eftirá, og það er ekki mjög líklegt að taka öll 3 stig af Emirates.

  31. Það er ekki hægt að kenna landsleikjahléi um þetta jafntefli. Það er svosem ekkert slæmt að fara á St James’ Park og gera jafntefli. Hinsvegar er það mjög slæmt að fá á sig mark frá liði sem er einum manni færri ásamt því að vera einum fleiri í um það bil 50 mín. Við vorum aldrei líklegir í þessum leik, ekki einu sinni í stöðunni 2-2. Það var eins og leikmenn hafi beðið eftir því að Sturridge og Suarez gerðu eitthvað upp á eigin spýtur. Það er munurinn á okkur og Arsenal, þar eru allir líklegir til að skora.

    Helsti gallinn við 5-3-2 er að verjast því að liðið dettur allt aftur og byrjar svo alltaf á núll punkti með boltann til að byggja upp sókn. Miðjan er mitt mesta áhyggjuefni því við erum undirmannaðir þar. Gerrard og Lucas / Hendo ráða ekki við þetta leikkerfi og það sást vel í dag og gegn Soton sem spila með fimm á miðjunni. Rodgers er ekki nógu góður í að ákveða hvaða taktík hentar fyrir hvern leik fyrir sig, enda getur sumt virkað gegn Palace sem virkar ekki gegn Newcastle og það er eitthvað sem Rodgers verður að ráðstafa.

    Að mínu mati er þetta okkar versti leikur á tímabilinu, jafnvel verri en Soton leikurinn. Næstu leikir verða gríðarlega erfiðir þar sem við mætum WBA og svo Arsenal sem er að spila sinn besta bolta í einhver ár. Rodgers mun taka á þessu á æfingasvæðinu.

  32. 13 leikmenn voru með landsliðum sínum að spila tvo leiki.

    Tveir detta út á síðustu stundu, Enrique & Lucas.

    Bakverðir okkar í þessum leik komu til baka fyrir viku eða tveimur og hafa ekkert spilað síðan í ágúst.

    Lentum tvisvar undir.

    Vantaði Coutinho – hann hefði verið með svæði til að athafna sig stærra en bílastæðið við smáralind.

    Þetta er frekar svekkjandi – en samt ekki. Áttum ekki meira skilið, komum til baka. Newcastle menn eru ekki svo slakir að þetta eigi að vera gefins.

    Hálf-fullt glas hjá mér. Margt má bæta þó!

  33. Er ég sá eini sem saknaði José Enrique í þessum leik. Ég skil ekki hvernig menn fá það út að hann sé stundum í símanum og alveg úti á þekju þegar hann gerir svo margt annað sem er gott.

    Í fyrsta lagi þá stenst hann pressu gríðarlega vel með líkamlegum styrk og góðu touchi og breytir oft pressu andstæðingsins í skyndisókn annað hvort með sendingu eða spretti sjálfur. Hann á það til í að hlaupa upp sneggstu kannt- og sóknarmenn í deildinni og einfaldlega éta þá.

    Hann gefur stoðsendingar og linkar mjög vel með bæði Suarez og Coutinho þegar mótherjinn liggur aftarlega á vellinum. Heldur flæði í spili og er alltaf ógnandi. Þeir vita aldrei hvort hann ætli að æða upp að endalínu, gefa fyrir eða spila boltanum inná miðsvæðið.

    Okei hann er ekki besti varnarmaður í heimi enda er hann sóknarbakvörður og spilaði sem striker back in the day. Menn alveg jarða hann ef að við fáum á okkur mark og hann gerði ekki nógu vel í vörninni. Svo að halda það að þessi Aly náungi sé að fara verða eitthvað betri eru draumórar. Það er ekkert að ástæðulausu að hann heldur ekki sæti í liði neinsstaðar.

    Hvað leikkerfið varðar þá er ég ekki alveg búinn að gefast upp á þessu 3-4-1-2 leikkerfi því um leið og Coutinho kemur í holuna og Enrique í wingback stöðuna eru strax kominr tveir aukamenn inn á miðjuna (ef við köllum þetta 3-5-2) sem geta haldið boltanum og höndla pressu vel. Líka ef Lucas kemur inn í staðinn fyrir Henderson þá virkar hann eins og útspilandi miðvörður í 4-4-2 leikkerfi þegar hann dettur til baka og nær í boltann og Kolo og Sakho færst í bakvarðar stöðunar.

    En svona þegar er búið að fá sér einn kaldann og kæla niður þessar fyrstu tilfinningar að leik loknum og heildarmyndin er skoðuð þá er enginn heimsendir að gera jafntefli þarna og vera í þriðja sæti eftir átta umferðir. Megum ekki gleyma að það tók smá tíma að finna réttu blönduna í fyrra og eftir áramót var liðið mjög sannfærandi. Það hafa átt sér stað mannabreytingar og eðlilegt að þetta hiksti aðeins í byrjun.

    Nú er það bara að hlakka til næsta leiks sem er WBA á Anfield og þótt það sér erfiður leikur þá er aldrei gott að þurfa að heimsækja Anfield þegar Liverpool eru nýbúnir að tapa! Spái því að það verður þægilegur sigur og við verðum allir rosa glaðir aftur í amk viku!

    Og já svo Southampton jafnaði í lokin á Old Trafford!

  34. Verður þetta bara ekki jafnt og spennandi tímabil í vetur? Allir að stela stigum af hvor öðrum. 30 Leikir eftir og 90 stig í boði. Eru menn að fara á taugum strax. Það er nóg eftir og þetta er spurning hvernig menn bregðast við í næsta leik, bæði leikmenn og þjálfari. Finnst þetta 3-5-2 kerfi aðeins og varnarsinnað fyrir minn smekk. Virkar frekar stamt einhvern veginn, vantar flæði í þetta.

    Áfram LFC !!!

  35. Ætli aðal áhyggju efnið sé ekki það að Liverpool er ekki búið að spila einn virkilega góðan leik í allan vetur. Ég viðurkenni það að ég tók svolítið fyrstu leikjunum fegins hendi, að við gætum unnið leiki án þess að vera spila eitthvað glimrandi fótbolta. Eitthvað sem að við erum búin að sjá öll topp liðin, sérstaklega utd, gera undanfarin ár. Nú hins vegar erum við búnir að spila 9 leiki í vetur án þess að vera eitthvað virkilega flottir í 90 mín og það er töluvert áhyggju efni. Taktík hefur örugglega aldrei verið jafn mikið rædd á þessum vef og í ár. Það er alveg góð ástæða því að 3-5-2 er svo rosalega langt frá öllu sem að aðrir eru að gera og sömuleiðs við höfum verið að gera undan farin tímabil. Það er ómöglegt að segja hvort Rodgers hafi búinn að vera gæla við þetta kerfi í langan tíma eða hvort þetta hafi verið einhver neyðar redding eftir að Johnson fór í bann og hann var í tómu basli með að covera hægri bakvarða stöðuna. Það eru ekki mörg lið sem að spila þetta kerfi í dag og í augnablikinu get ég ekki munað eftir neinu liði sem að spilar 3-5-2 að staðaldri. Þetta kerfi var gríðarlega vinsælt fyrir einhverjum 15-20 árum síðan en ég held að það sé alveg ástæða fyrir því afhverju engin spilar þetta í dag, það eru fleiri gallar á þessu kerfi en kostir. Stærsti gallinn finnst mér að það spila lang flest liðin með einn senter en við erum í rauninni að láta 3 menn fást við hann. Á meðan er miðjan í tómu tjóni eins og sást berlega í dag gegn Newcastle. Persónulega ætla ég að vona að Rodgers fari aftur í okkar hefðbunda kerfi þar sem að Johnson er kominn aftur. Ég er ennþá mjög hliðhollur Rodgers og finnst hann enn vera spennandi stjóri en hann þarf aðeins að fara koma hlutunum betur í lag þar sem mér finnst að einstaklings hæfileikar 2-3 leikmanna hafi verið að skila okkur þessum stigum sem að við höfum verið að safna frekar en nokkuð annað.

  36. Sakna Enrique og Lucas. Var að vonast eftir því að eiginkona Lucas hefði eignast fjórbura, svo hann þyrfti ekki að vera fjraverandi aftur vegna þess að hún sé á fæðingadeildinni 😉

    Leikmenn eins og LUCAS eru algjört “möst´” í útlieiki. Svo fer “Kúturinn” okkar líka að koma aftur.

  37. Jæja, þá náði maður að glápa á dýrðina frá í gær í heilu lagi.

    Algerlega sammála því að þetta voru tvö stig töpuð en á móti verð ég alveg sáttur ef við erum að fara á útivelli gegn Swansea, Newcastle og öðrum liðum um miðja deild og töpum ekki, svo lengi sem við vinnum heimaleikina. Let’s face it, þessi úrslit eru varla þau óvæntustu um helgina er það nokkuð?

    Annars er hægt að drekka hálffullt glas og hálftómt. Þessi leikur var afrakstur uppsetningu á leikkerfinu okkar, sem kallar á minni pressu frá okkur, en líka opinna svæða sem hægt er að senda boltann í vegna “vængbakkaranna” sem fengu nú heldur að hlaupa í gær, báðir nýstignir upp úr löngum meiðslum.

    Auðvitað áttu þeir erfitt, en þó værum við að tala um annað í dag ef Suarez hefði skorað úr dauðafærinu sem Cissokho lagði upp með sínu hlaupi. Og við áttum að vinna, fengum heldur betur færin til þess.

    Mörkin sem við fáum á okkur eru ódýr. Mignolet á að taka fyrra, það er bara einfalt. Auk þess sem maður bölvar Cissokho fyrir að sleppa sínum manni þá er ég rasandi reiður yfir varnarvinnu Skrtel, tel hann einfaldlega átt að skalla þessa fyrirgjöf rútínubundið frá, en í stað þess þá hoppar hann inn í King Kolo og einhvern Newcastlegaur, snýr bakinu í málið og boltinn fer yfir þá.

    Þessi setpieceatriði eru farin að ergja mann töluvert og ég er viss um að Rodgers er ekki minna svekktur en við.

    Nú er vika fram að næsta leik, sem er heimaleikur gegn WBA. Nú trúi ég því að Rodgers færi liðið aftur í 4-1-4-1 útfærsluna og fjölgi mönnum framarlega á vellinum. Þetta leikkerfi sem hann hefur notað núna, með fínum stigaárangri, hefur alveg réttlætt sig en staðreyndin er sú að þriggja manna vörn og vængbakkarar á mjög erfitt þegar verið er að keppa gegn útfærslum á 4-2-3-1 eins og í gær og kallar á ýmislegt sem við ekki höfum.

    Svo að nú finnst mér komið nóg í bili, það er fínt að eiga þetta leikkerfi í reynslubankanum þegar upp þarf að brjóta en nú vill ég bara sjá mitt lið fara ofar á völlinn í sína aggressívu pressu, vinna posession hlutann frá byrjun og “kæfa” lið.

    En þar verður vissulega vandinn að koma Suarez og Sturridge í jafn flott kombó og við höfum séð í núverandi kerfi.

  38. 1 Arsenal 8 6 1 1 18:9 19
    2 Chelsea 8 5 2 1 14:5 17
    3 Liverpool 8 5 2 1 13:7 17
    4 Man.City 8 5 1 2 20:9 16
    5 Southampton 8 4 3 1 8:3 15
    6 Everton 8 4 3 1 12:10 15
    7 Tottenham 7 4 1 2 6:5 13
    8 Man.Utd 8 3 2 3 11:10 11
    9 Hull 8 3 2 3 7:9 11
    10 Newcastle 8 3 2 3 11:14 11
    11 Swansea 8 3 1 4 12:11 10
    12 Aston Villa 7 3 1 3 9:8 10
    13 WBA 8 2 4 2 7:6 10
    14 West Ham 8 2 2 4 8:8 8
    15 Stoke 8 2 2 4 4:7 8
    16 Cardiff 8 2 2 4 8:13 8
    17 Fulham 7 2 1 4 5:9 7
    18 Norwich 8 2 1 5 6:13 7
    19 Cr.Palace 7 1 0 6 5:13 3
    20 Sunderland 8 0 1 7 5:20 1
    ó já

  39. Vissulega eru Suarez og Sturridge okkar langbestu leikmenn í dag. Þurfum við samt virkilega að spila e-ð kerfi svo það sé hægt að hafa þá báða frammi?
    Finnst við vera að spila upp á hæfileika þeirra og það er eitt helsta vandamálið á liðinu í dag. Það er einsog að allir leikmenn liðsins bíði eftir að þeir hristi e-ð upp úr erminni.

    Finnst þetta hafa einkennt Liverpool í mörg ár. Einn eða tveir leikmenn með allt liðið á bakinu. Dæmi einsog McManaman/Fowler, Owen, Gerrard/Torres og nú Sturridge/Suarez.

  40. Sælir félagar

    Ég er hundfúll yfir þessari niðurstöðu og nenni ekki að leggja orð í belg um það enda margir búnir að segja það sem ég vildi sagt hafa.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  41. Maður vissi það að liverpool myndi einhverntíman tapa stigum og myndi segja að það er ekki slæmt þannig séð að tapa stigum á móti Newcastle enda geta verið mjög góðir. Það er hinsvegar svekkjandi að gera 2-2 jafntefli og vera einum fleiri allan seinnihálfleikinn.
    Það eru erfiðir leikir framundan W.B.A. geta spilað vel og svo er stórleikurinn gegn Arsenal. Ég vona að Rodgers fari í gamla leikerfið það var að virkar oft á síðustu leiktíð. Við erum að fá alla leikmenn tilbaka það eru að vera voða fáir á meiðslalistanum þannig það verður meiri breidd á bekknum til að koma inná eins og í leiknum á móti Newcastle voru fáir á bekknum sem gátu breytt miklu. Luis Alberto átti reyndar góða innkomu betri en ég bjóst við þannig það er bara frábært.
    Það er um að gera að vera jákvæður á þetta ég hef ennþá fulla trú á Rodgers í þessu 🙂

  42. Kikti adeins a leikina framundan hja okkar helstu keppinautum um sigur i hinni ensku urvalsdeild….ja eda segi svona. Fram ad landsleikjahlei (10. november) eigum vid:

    WBA heima
    Arsenal uti
    Fulham heima

    Ef vid kikjum a Arsenal a sama tima ad tha eiga their:

    Dortmund heima
    C.Palace uti
    Chelsea heima
    Liverpool heima
    Dortmund uti
    ManU uti

    Chelsea eiga a sama tima:

    Schalke uti
    Man City heima
    Arsenal uti
    Newcastle uti
    Schalke heima
    WBA heima

    Man City og Tottenham eiga adeins audveldara programm en samt 6 leiki.

    Semsagt, a næstu 18 døgum eiga andstædingar okkar 6 leiki, flesta verulega erfida a medan vid eigum 3 leiki, tvo a heimavelli. Vid getum allavega ekki kvartad undan leikjaalagi!

    YNWA

  43. Verður kúturinn kár um næstu helgi, efu enhverjar fréttir um það? það er allveg rosalegt hvað sóknarleikurinn er mikið betri þegar hann stjórnar honum. Moses hefur ekki allveg verið að valda þessu, serstaklega í síðasta leik

  44. Ef að Coutinho verður ekki heill þa vil eg sja Henderson fara i þessa stöðu og Moses a varamannabekkinn. Hann hefur alls ekki verið að heilla mig i þessari stöðu og a meðan að Rodgers spilar þetta leikkerfi þa verður Moses einfaldlega að vera til taks a bekknum ef a þarf að halda.

  45. Cant Win Em All er hugtak sem ég hugsa fyrst um eftir svona leiki og dugar það oftast til þess að róa mig niður og fá mig til að hugsa rökrétt. En það var langt í frá að vera tilvikið eftir þennan leik. Að vera einum fleiri í 50 min og slefa í jafntefli er ekki ásættanlegt meðan við hvaða stefnu liðið ætlar sér í.vetur. Liðið byrjaði ekki að sækja að fullum þunga fyrr en um miðjan síðari hálfleik og þá varð það einfaldlega alltof seint. Hefðum ef til vill getað ,,stolið´´ sigrinum í lokin en jafntefli er rétta niðurstaðan í heildina litið, því miður. Of margir sem spiluðu þennan leik voru undir pari og ég ætla rétt að vona að Brendan nái að hrista upp í liðinu fyrir næsta leik. Já og í lokin til vil ég óska fyrirliðanum sjálfum fyrir þetta magnaða afrek, 100 deildarmörk takk fyrir.

  46. Mer fannst dómarinn alveg ömurlegur í þessum leik, Gaf Suarez ekki neitt, Held að hann hafi dæmt eina aukaspyrnu fyrir Suarez í öllum leiknum og hún kom á 95. Mínútu, Suarez hefði átt að fá 6-7 fleiri aukaspyrnur að minnsta kosti. En þessi úrslit voru klarlega ekki dómaranum að kenna, Við vorum mjög slakir í að klára færin okkar eins og áður og við áttum að gera mikið betur í mörkunum sem við fengum á okkur, Mér finnst Suarez vera alltof oft að klúðra dauða, dauða færum. Hann er of oft annaðhvort að taka rangar ákvarðanir eða hann ákveður að reyna Hamra boltanum eins fast og hann getur og einfaldlega rífa netið eins mikið og hægt er, Er hundfúll yfir þessum úrslitum en hinsvegar er allskyns jákvætt hægt að taka úr leiknum.

  47. Moses og Cissokho eru alls ekki búnir að heilla mig en sem komið er, Sakho er líka satt að segja spurningarmerki en tel hann þurfa tíma til að aðlagast.

Liðið gegn Newcastle

Hvað er með leikkerfin?