Byrjunarliðin í toppslagnum

Byrjunarliðið gegn Arsenal er komið og það kemur nákvæmlega ekkert á óvart:

Mignolet

Touré – Skrtel – Sakho
Flanagan – Lucas – Cissokho
Gerrard – Henderson
Suarez – Sturridge

Bekkur: Jones, Agger, Kelly, Allen, Sterling, Coutinho, Moses.

Sem sagt, óbreytt lið frá sigrinum um síðustu helgi. Coutinho er kominn á bekkinn. Nánast okkar sterkasta lið í dag. Nei bíddu, hver er þetta í hægri vængbakverðinum? Jon Flanagan? FLANAGAN? JON FLANAGAN? Hvar er Glen Johnson í dag? Væntanlega meiddur en samt … að Flanagan komi inn frekar en Kelly, Sterling, Agger eða Moses er í hæsta máta ótrúlegt.

Viðbrögð flestra Púllara við þessum tíðindum:

Vonandi veit Rodgers hvað hann er að gera með þessu. Flanagan?!?!

Lið Arsenal er sem hér segir:

Szczesny

Sagna – Mertesacker – Koscielny – Gibbs

Ramsey – Arteta – Rosicky
Özil – Cazorla
Giroud

Bekkur: Fabianski, Vermaelen, Monreal, Jenkinson, Hayden, Akpom, Bendtner.

Feykisterkt lið hjá heimamönnum líka. Tvö efstu liðin í deildinni, tíunda umferð, koma svo! ÁFRAM LIVERPOOL!

61 Comments

  1. Þetta var námkvæmlega það sem ég hugsaði þegar ég sá að Flanagan var í byrjunaliði. Gaf hann ekki mark og fékk beint rautt síðast þegar hann byrjaði?

  2. Who the… What the…. is Jon Flanagan
    Hvað er í gangi með það ?
    Hann hefur ekki verið nálægt liðinu í langan tíma og mætir svo á erfiðasta útileik í Ensku deildinni.
    Hefði ekki verið betra að hafa Hendo þarna í þessari stöðu og setja Coutinho inn í holuna. En hvað vitum við….

  3. Úff, ekki einu sinni Agger í bakv í staðin fyrir Johnson, en hvað um það, gefum gutta tækifæri á að sanna sig…aftur. Vonandi treður hann sokk upp í okkur alla efasemdarmennina og skorar sigurmarkið fyrir Liverpool langt utan að kanti 😉

    Áfram LIVERPOOL ! ! !

  4. Haha þessi mynd er óborganleg þarna uppi. Flanagan er eitraður leikmaður þegar hann gerir ekki mistök.

  5. Hafði einhver frétt um einhver meiðsli á Johnson? Eða hvað gerðist til þess að Flanno kemur bara askvaðandi inn í liðið? Ég sé hann ekki standa í Özil eða Cazorla eða hvað þá að hlaupa upp kantinn og skapa hættu..

    Shit!

  6. Úff. Mikið ójafnvægi þarna og klárlega eitthvað sem Arsenal mun satsa á. Vonandi stendur hann sig drengurinn. Kelly hefur ekki verið í sambandi á tímabilinu þannig að þetta er skiljanlegt út af fyrir sig. Hins vegar hefði ég þá notað tækifærið og farið í 4-3-3, sett Toure í hægri bakvörðinn og Coutinho inn. En, vonandi ber Rodgers gæfu til að stilla þessu upp til stigasöfnunar í dag.

  7. Sammála Kristjáni Atla….. þetta er í hæsta móti óvenjulegt!!! Flanagan í byrjunarliðinu………. það læðist að mér óþægileg tilfinning!

  8. Flanagan já…eina sem ég var ekki með í upphituninni.

    Kemur mér reyndar lítið á óvart að Kelly er ekki þarna, hann hefur virkað á mig afar illa í allt haust og er líkamlega alls ekki tilbúinn í þá vinnu sem fylgir wing-back í svona leik. Allan daginn hefði ég haldið að Hendo færi þarna og þá Coutinho í framliggjandi stöðuna en hvað vitum við, Rodgers er á æfingavellinum og kannski bara ét ég gúrku í leikslok…

    Ennþá jafn spenntur.

  9. Johnson er veikur.

    Mjög mjög mjög athyglivert að Flanagan fái séns í dag en þetta ætti kannski ekki að koma svona rosalega á óvart. Rodgers er að gefa ungum leikmönnum séns og Flanagan sem hefur verið á bekknum undanfarið hefur alveg spilað áður með Liverpool og það á Emirates.

    Ég hefði alls ekki viljað Sterling þarna. Ekki heldur Henderson sem er of mikilvægur á miðjunni, sérstaklega gegn Arsenal. Kolo Toure er enginn bakvörður og því ekkert svona fáránlegt að Flanagan fái séns í sinni stöðu.
    Spurning hvernig standið er á Kelly samt?

    Þessi mynd fangar samt vel fyrstu viðbrögð við þessu byrjunarliði. Ég er ennþá meira stressaður núna en hef samt smá trú á Flanagan, hann á eftir að standa sig ágætlega þar til hann fer útaf með rautt spjald.

  10. Komnir í annað sætið eftir skituna hjá besta þjálfara í heimi á móti Newcastle, og fyrsta sætið klárt fyrir kvöldmat 🙂

    Kooooma svo!

  11. Flanagan hefur hraðan sem Kelly og Toure hafa ekki svo að kannski er Rodgers að hugsa um það ásamt því að hann vill ekki breytta miðvörðunum okkar sem hafa verið að ná betur og betur saman.

    Glen Johnson er veikur og er þetta gríðarleg missir því að hann er einn mikilvægasti leikmaðurinn okkar í dag er hægri bakvörður sú staða sem við eigum hvað erfiðast með að leysa.

    p.s Svo hefði verið gott ef Enrique hefði verið klár(okkur vantar eiginlega báða bakkverðina okkar í þennan leik).

  12. Sælir félagar,

    Er að nota bloodzeed (torrent stream dótið), er að lenda svo djefulli mikið í því að það stoppi og sé að bufferast. Eins hjá ykkur eða?

  13. Flanagan? Svona gerist þegar við styrkjum okkur ekki nægilega vel áður sumar glugginn lokast.

  14. 17 já enda er acestream algjört drasl er med ljósnet og þetta llaggar meira en allt. Allavega er buin ad reyna breyta buffers og hvaðeina virkar ekkert.

  15. Maður átti klárlega ekki von á Flannó en ef Rodgers treystir honum þá set ég allt mitt traust á hann !!. Gafferinn á að vera með þetta. Kolo mun ábyggilega stýra honum og sópa upp ásamt Lucas ef eitthvað umferðin verður upp vinstri kantinn hjá nöllunum.
    Kominn með Október kalda í hendina og helsáttur….

    Þetta verður eitthvað …

    KOMA SVO RAUÐIR !

  16. Flanagan er því miður gjörsamlega hopeless… hlaupagikkur góður… en enginn fótboltamaður.

  17. Veikleikar 3-5-2 afhúpaðir illilega. Arsenal að lauma sér í holurnar fyrir aftan vængmenninga trekk í trekk. Vonandi að þetta L’pool fari að komast betur inní þetta.

  18. Það er nú bara hræðilegt að sjá spilið hjá liðinu.. Vörnin alveg míglekur

  19. Arsenal virðast bara vera einu númeri of stórir fyrir okkur eins og þetta er að spilast núna.

  20. Liverpool eru Varla staddir a vellinum. Myndi vilja sja breytingu sem inniheldi coutinho i seinni halfleik.

  21. Kemur lítið á óvart. Liðið ekki til í þessa baráttu. Betur má ef duga skal.

  22. hahah liverpool loksins mæta góððum mótherja og þeir líta út fyrir að vera eitthvað miðlungslið .. þ

  23. djöfull eru menn neikvæðir hérna, eru allir á túr?

    Þetta er hörkuleikur og dómarinn gerði slæm mistök þegar hann stoppaði skyndisókn Liverpool til að spjalda Sagna. Við eigum fullt inni og þessi leikur er langt í frá búinn. Koma svo LFC!

  24. Nú þarf BR að gera einhverjar breytingar í hálfleik. Við varla komum við boltan og þegar við náum að pota í hann að þá missum við hann jafnóðum. Flannagan er að standa sig betur en ég bjóst við en við erum að tapa miðjunni big time.
    Alltaf komnir tveir þrír nallar á manninn með boltann og pressan að virka hjá þeim.

    Nú er bara að vona að við gyrðum okkur í brók í seinni annars gætum við verið komnir í fimmta sætið eftir morgundaginn.

    KOMA SVO!!!
    YNWA

  25. Arsenal sanngjarnt yfir en ósammála því að verið sé að valta eitthvað yfir okkur. Getum alveg náð einhverju útúr þessu, eigum Coutinho inni…

  26. [img]http://i1310.photobucket.com/albums/s655/elmarbe/null_zps1dafcf40.jpg[/img]
    Verðum klárlega að bæta í síðari hálfleik ef ekki á að fara illa.

  27. Vil sjá hann gera breytingar strax í hálfleik, út með Flanno, inn með Kút og keyra 4-3-3

    Mignolet
    Toure - Skrtl - Sakho - Cissokho
    Lucas
    Henderson - Gerrard
    Coutinho
    Sturridge - Suarez

  28. Arsenal klárlega betri. En ég hef trú á mínum mönnum. Nú er bara að breyta um skipulag, fá litlla Brassann inn fyrir Flanagan og sjá hvort liðið nái ekki yfirhöndinni á miðjunni. Liðið getur þetta alveg.

  29. Ok, þessi editor er ekki alveg að gera sig… en þið vonandi áttið ykkur á því hvernig ég var að reyna að stilla þessu upp 🙂

  30. sop://broker.sopcast.com:3912/145803 Mjög gott sopcast stream einni gallin er að það er rússnesk lýsing. 🙂

  31. Jæja þar fór það við erum greinilega ekki nálægt því nógu góðir.

  32. Er eitthvað vesen að mótivera liðið í svona leiki ? eða hvað ? þvílík skita !

    Wenger enn og aftur að láta liðið sitt “tala” inná vellinum, ekki í fjölmiðlum.

    Miðlungslið Liverpool slegið niður á jörðina rækilega, erum bara áhorfendur í þessum leik.

  33. Djöfull líta okkar menn rosalega agalega illa út. Ekkert að gera í toppbaráttunni, svo er víst.

  34. Þorði ekki að segja hér í upphafi að hafa dreymt 3-0 tap fyrir Arsenal, hefði verið dæmdur í “Neikvæðnikórinn” um leið …….. en með þessa spilamennsku og að því er virðist enga miðju virðist því miður stefna í “skíttap”!

  35. Það eru engar smávegis hræringar á liðinu þegar illa gengur í leikjum.

  36. Arsenal aldrei í vandræðum að gefa boltan en við lítum ekki vel út í sendingum 🙁

  37. Jæja, bara næsta leik. Ekkert stórslys þó Liverpool sé að tapa.

  38. Þetta fer bara í reynslubankann. Suarez og Sturridge saman frammi bitnar kannski of mikið varnarlega gegn bestu liðunum.

  39. Algjör skítaleikur. Gátu ekki rassgat en spiluðu samt miðað við getu

  40. Jæja á jákvæðu nótunum þá……. 10-an okkar er komin aftur og munar um minna! Everton Tottenham jafntefli á morgun, gott fyrir okkur. Jol ennþá með Fulham um næstu helgi og tapa 5-0 fyrir okkar mönnum. Bara gaman! :O)

  41. þegar við töpum miðjunni erum við í vondum málum
    eins og í dag……..

Arsenal í toppslagnum!

Arsenal 2 Liverpool 0