Já, hann er á mörkum þess að vera mennskur. Þegar ég á við fyrirbæri, þá er það ekki í neikvæðri merkingu, þvert á móti. Ég held að Arsene Wenger hafi náð að lýsa þessu alveg ágætlega núna fyrir síðustu helgi:
“I think that every defender in England hates playing against him. He has a strong, provocative personality. From the information I gathered on him it appears that on a day-to-day level he is really easy to work with. Also that he’s respectful, he loves training, he’s an angel. He turns into a demon when he’s on the pitch. We all dream about having players like that.”
Ég hef fylgst með Liverpool í ansi mörg ár og séð mjög marga stórkostlega leikmenn spila í fallegu rauðu treyjunni okkar. Ég verð þó að segja alveg eins og er að Luis Suárez eins og hann er í dag, er bara einfaldlega sá besti sem ég hef séð. Það er bara ekkert flóknara en það. Við höfum oft séð stórbrotna markaskorara hjá liðinu okkar, menn sem hafa skorað mörk eins og enginn sé morgundagurinn. Við höfum líka séð leikmenn með ótrúlegan “talent” þegar kemur að því að gefa sendingar, taka menn á og í rauninni á öllum sviðum fótboltans. En þessi drengur…þessi drengur hefur gjörsamlega allt.
Stundum veltir maður því fyrir sér hvernig varnarmenn mótherjanna undirbúa leiki sína gegn Liverpool, vitandi það að Luis Suárez komi til með að spila í framlínunni. Hvernig gerir maður það eiginlega? Það er væntanlega gjörsamlega óþolandi að spila gegn svona fyrirbæri. Við sjáum 90 mínútur á klukkunni, staðan 5-0 fyrir okkar menn og samt spilar hann eins og það sé allt í járnum, út um allt að reyna að skapa fleiri mörk. Þetta er einmitt það sem ég elska hvað mest við þennan leikmann, hann gjörsamlega dýrkar að spila fótbolta. Við vitum öll hversu stórkostlegir knattspyrnumenn þeir Lionel Messi og Christiano Ronaldo eru, en ég segi það algjörlega án þess að blikna að ég væri ekki til í að skipta á Luis fyrir nokkurn annan knattspyrnumann í heiminum.
Auðvitað vitum við öll að hann á sínar slæmu hliðar, ein birtist okkur þegar hann beit Ivanovic á síðasta tímabili. Eitthvað sem ekki er hægt að verja. Eins var allur sirkusinn í sumar eitthvað sem setti hann niður hjá manni, maður skildi svo sem að hann teldi sig eiga heima á stærra sviði, en aðferðarfræðin var ekki góð og við áttum þetta ekki skilið frá honum eftir að hafa staðið með honum í gegnum súrt og sætt áður. Ég hef þó á engan hátt breytt skoðun minni varðandi Evra dæmið á sínum tíma, það mál og dómurinn sem hann fékk, fannst mér argasta bull og finnst ennþá. Mér fannst líka dómurinn sem hann fékk fyrir bitið vera “way over the top”.
En það er kannski til marks um þennan leikmann að eftir allt sem á undan hefur gengið, þá hefur hann náð að vinna sig aftur inn í hug og hjörtu stuðningsmanna liðsins með viðhorfi sínu til leiksins, hvernig hann spilar leikinn og svo auðvitað með þessum mörkum sínum. Það sem er eiginlega ennþá ótrúlegra er að hann er farinn að snúa viðhorfi fjölmargra annarra sem ekki flokkast sem stuðningsmenn Liverpool. Fótboltaaðdáendur sem hafa kallað hann ýmsum ljótum nöfnum eru núna farnir að óska þess að liðið þeirra gæti nælt í þennan kappa. Hann fékk stimpil á sig fyrir það að fara auðveldlega niður og að leika óheiðarlega á köflum, en hann virðist líka hafa náð að laga það í leik sínum. Gott dæmi um það var í síðasta leik, þar sem hann var felldur rétt fyrir utan vítateig og þrátt fyrir að vera farinn niður, þá reyndi hann samt skotið úr vonlausri aðstöðu. En það dæmi er líka gott þegar kemur að því af hverju þessir kappar fara niður, þeir græða bara akkúrat ekkert á því að reyna að standa hlutina af sér. Dómarinn notaði ekki hagnaðarregluna í því tilviki. En það er auðvitað efni í sér pistil.
Þetta er ekkert flókið, stærsta afrek Liverpool síðasta sumar á leikmannamarkaðnum var það að standa fast í fætur og segja kappanum að virða samning sinn við liðið. Einhver hefði nú farið í það að hengja haus yfir því og haldið áfram að þrýsta á um að komast í burtu. En ekki þessi, nei, hann fór alveg öfuga leið í þessu, spilar núna betur en nokkru sinni fyrr og virðist hafa meira gaman af hlutunum en nokkru sinni áður. Þvílík unun það er að fá að fylgjast með þessum kappa, það eru hrein og bein forréttindi að hafa hann í okkar liði. Halda menn eina sekúndu að Arsenal væri með tveggja stiga forskot á Liverpool á toppi deildarinnar ef Suárez hefði verið seldur til þeirra?
En eru menn titrandi yfir því hvað gerist í janúar? Ekki ég, í mínum huga er það ekki einn einasti möguleiki að Suárez fari á braut í janúar, ekki séns. Í fyrsta lagi þá hafa eigendurnir sýnt það að þeir ætla ekki að selja. Í öðru lagi þá sér maður ekki hvaða klúbbur ætti að vera með fjármagnið í það að kaupa hann frá okkur í þessum janúar glugga. Í þriðja lagi þá held ég að Luis vilji klára verkið og sjá hversu ofarlega við getum komið okkur á þessu tímabili. Við vitum það að honum líður ákaflega vel í Liverpool, löngun hans í sumar til að hverfa á önnur mið voru fyrst og fremst fótboltalegs eðlis. Við sjáum líka á honum á vellinum og utan hans að hann er ákaflega ánægður knattspyrnumaður í dag. Hvað svo gerist næsta sumar, það verður bara að koma í ljós. Það veltur mikið á því hvernig seinni hluti tímabilsins spilast. Ef við náum okkar takmörkum, þá er ég nokkuð viss um að Luis skrifi undir nýjan samning og haldi því áfram á sinni braut að komast á þann stall að verða ein mesta goðsögn allra tíma hjá félaginu.
Luis Suárez er einstakur, hann er fótbolta fyrirbæri, hann er OKKAR.
Ræddi við Man Utd vin minn um daginn, hlógum mikið yfir því hvað álit okkar á Rooney og Suarez hefur breyst mikið frá því í sumar. Allir persónubrestir eru fyrirgefnir við fyrstu snilld inn á vellinum.
Suarez er sá allra besti Liverpool leikmaður sem ég hef séð. Suarez er Lebron James fótboltans. Hann getur allt! Torres var miklu einhæfari (Reggie Miller?) og auðvitað er erfitt að segja einhvern betri en Gerrard. Rétt eins og það var erfitt fyrir stuðningsmenn Miami Heat að viðurkenna að Lebron er mikilvægari en Wade.
Rétt eins og pistlahöfundur hef ég engar áhyggjur af janúarglugganum. Þetta gæti verið Ballon d’or tímabil hjá El pistolero!
Sæl öll.
Já við eigum hann og ég er nokkuð viss um að það sé Brendan Rodgers að þakka að hann spilar núna af þvílíkri gleði að unun er að horfa á hann. Eftir uppþot sumarsins þá þurfti heilmikið að gera til að láta hann finna gleðina. En við stöndum með okkar fólki og þegar menn velja okkur eins og Suaréz gerði þá finnur hann það fljótt að hann gengur ekki einn.
Ég segi eins og Gummi Ben ” ef ég ætti pening myndi ég kaupa Suaréz sjálfur, ég veit ekki í hvað ég ætti að nota hann en mig langar bara svo í hann.”
Ef hann kemur liðinu í meistaradeildina þá verður hann kyrr ef ekki þá held ég að hann hafi leyfi stjórans til að leita á önnur mið.
Þangað til næst …njótum þess að horfa á fótbolta fyrirbærið Suaréz hlaupa um í fallegu rauðu treyjunni og vita að hann gleður okkur en andstæðingunum hryllir við tilhugsuninni um að fá hann í heimsókn.
YNWA
Ef við ætlum að fara að líkja Suarez við körfuboltaleikmann þa tek ég ekki til mál en að það verði Michael Jordan
Þegar Owen eða Torres voru okkar aðalmarkaskorarar þá voru þeir nánast bara það, þeir komu ekki með nærri því jafnmikið að borðinu og Luis Suarez gerir. Hann hefur hraða, tækni, dugnað, óbrjótandi sigurvilja, útsjónarsemi, sendingargetu og hann er klárari á heimsmælikvarða. Hann er ekki bara með fleiri mörk per mínútur en C. Ronaldo og Messi heldur leggur hann upp mörkin í kippum einnig (þetta allt án þess að taka vítaspyrnur liðsins).
Það er tvennt sem klúbburinn verður að gera. Til að byrja með þá verðum við að semja við hann aftur. Og svo verðum við að enda í top fjórum í vor til þess að halda honum.
Mér er alveg sama þó við myndum fá 100 milljónir punda fyrir hann. Þú getur einfaldlega ekki keypt neinn í hans stað, jafnvel þó þeir væru þrír, fimm eða sjö.
Það sem vill oft gleymast með Suarez er að hann einfaldlega meiðist ekki! Hann hefur misst af einhverjum ~20 leikjum síðan hann kom til klúbbsins, en ég man ekki eftir neinum sökum meiðsla. Það er ómetanlegt. Á meðan Sturridge nær ekki tveimur leikjum í röð nema að vera annaðhvort að spila í gegnum meiðsli eða missa af leik vegna meiðsla.
Eins og Gerrard sagði, njótum þess á meðan hann er í rauðu treyjunni. Það eru ekki margir leikmenn uppí á hverjum tíma sem eru í þessum gæðaflokki, hvað þá að spila með klúbbi utan CL.
Ég held að það sé stór kostur fyrir lið sem vill versla í Janúar að Suarez getur spilað í öllum keppnum (ef ég skil þetta rétt má hann spila í meistaradeildinni því hann hefur ekki tekið þátt í henni með Liverpool). Það má líka minnast á að núna segir hann bara réttu hlutina í viðtölum og sýnir hógværð. Aðalmálið er samt náttúrulega að hann er undarlega góður í fótbolta og leggur sig 100% fram. Ég held að það komi tilboð í Janúar frá Chelsea og jafnvel Arsenal eða Real Madrid. Ég held að það sé betra fyrir Liverpool að Suares sé ekki seldur þó það væri fyrir metupphæð, en ég er ekki viss og vona bara að Liverpool gangi vel.
Það er ekki sanngjarnt fyrir nokkurn mann að vera mældur með mælistiku Michael Jordan. Við skulum samt ekki ofgera sparkspekingum hérna með körfubolta referencum 🙂
Stórkostlegur leikmaður, þvílíkur talent! Þvílíkur karakter, þvílíkur markaskorari, þvílíkur baráttuhundur. Það eru ekki til nægilega sterk orð til að lýsa þessum snillingi og NEI, ég myndi ekki vilja skipta honum á neinum leikmanni í heiminum. Ekki fræðilegur möguleiki.
BR og co. hafa tæklað Suarez-málið stórmannlega og hafa greinilega hreðjar til að takast á við erfið málefni sbr. vandamálin sem urðu í sumar.
Nú bíð ég eftir því að þessi mesti fótboltasnillingur veraldar fái nýjan samning á borðið, launastruktúr sem hvetur hann enn meira til dáða til að vinna titla með okkur og klára sinn feril hjá okkur. Hann stefnir í að verða eitt mesta legend í sögu klúbbsins okkar.
Þennan samning vil ég fá á borðið fyrir 1.jan!
Leikmaður ársins!
http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/151410-suarez-scoops-player-of-the-year-prize
Væri ófyrirgefanlegt ef klúbburinn myndi ekki láta Rodgers fá rausnarlega summu í janúar til að styrkja liðið í baráttunni um 4. sætið. Einfaldlega verðum að spila í Meistaradeildinni ef við ætlum að halda þessu ofurmenni. Tækifærið á að ná þessu sæti hefur aldrei verið betra og sénsinn er núna!
Konan mín er farin að horfa öfundaraugum á Suarez og það segir allt sem segja þarf!
Unitedvinir eru það svekktir að það eina sem þeir tauta þessa dagana er að Suarez mun aldrei vera kyrr hjá Liverpool. Þetta ástand hjá þeim minnir mig á sjálfan mann þegar Sörinn ætlaði aldrei að hætta. Nú eru Unitedmenn byrjaðir að bíða eftir að Suarez fari…það er leiðinlegt að bíða hehe
Sælir piltar – Súarez er sá besti í heiminum þessa stundinum, það er ekkert flóknara. Snillingarnir á Guardian höfðu m.a. þetta að segja um frammistöðu hans gegn Tottenham:
“Villas-Boas may as well have hung an enormous glazed Iberian ham in the centre of Spurs defence, so ravenously did Suárez bear down on Capoue right from the kick-off.”
Svo mörg voru þau orð. En ég verð að troða persónulegum hag mínum hér að, og spyrja ráða hjá reyndum Anfield-förum. Þannig er mál með vexti að við erum þrír félagar sem höldum utan á fimmtudagsmorgun og ætlum á leikinn á laugardag gegn Cardiff (miði í Kop, takk fyrir). Mér þætti vænt um að krúsjal upplýsingar um t.d. hvernig er best að verja tveimur fótboltalausum dögum í liverpool (fimmt og fös), hvað er hægt að skoða, etc. Og einnig, á leikdag: á hvaða pöbb á maður að fara fyrir og eftir leik? Við viljum drekka í okkur stemninguna.
G.
p.s. það er væntanlega ekki hægt að kíkja á æfingasvæðið, t.d. á fimmtudag?
Góða skemmtun úti, allt sem þú þarft að vita um Liverpool hafa snillingarnir sett hingað inn.
http://www.kop.is/liverpoolborg/
Við erum að tala um mann sem er komin með fleiri mörk en 50% af liðunum í deildini og hann byrjaði í hvað 5 leikja banni ? þetta er rugl.
Sælir. Afsakið utan dagskrár, en ég var hálfnaður hérna áðan með ágætis pistil um Rodgers, Villas-Boas og Steve Clarke….og hann er bara horfinn?
Eyþór segir:
“Mér er alveg sama þó við myndum fá 100 milljónir punda fyrir hann. Þú getur einfaldlega ekki keypt neinn í hans stað, jafnvel þó þeir væru þrír, fimm eða sjö.”
Ég gæti ekki verið meira sammála þessu.
Sjáum bara hvað gerist hjá Tottenham, þeir selja Bale á 100m, kaupa í staðinn heilan haug af leikmönnum sem eiga að heita gæðaleikmenn en þeir eiga töluvert í land að verða gott lið, og fyrir vikið eru þeir í bullandi vandræðum núna á meðan Bale, Suarez, Messi, Ronaldo og Zlatan eru hinsvegar eins manns lið.
Það sem ég á við er að þetta eru leikmennirnir sem geta og vinna reglulega leiki einir og óstuddir. Þú selur einfaldlega ekki svona leikmann, sama hvað boðið er.
Liðin sem tefla fram svona leikmönnum berjast um deildarmeistaratitilinn ár hvert.
Suarez er ómetanlegur og það yrði sturlun á lokastigi að íhuga það að selja hann.
Það á að styrkja liðið en ekki að veikja það og við vitum það allir að liðið veikist alltaf ef Suarez er seldur, alveg sama hverjir koma í staðinn.
Ef við ætlum að likja Luis Suarez við einhvern er bara einn sem kemur til greina… Luis Suarez
Það er svo margt hægt að gera í Liverpool borg, bara spurning hvað þú vilt gera 🙂
Síðan sem Bond bendir á hér að ofan er eitthvað sem við erum búnir að vera að sjóða saman í gegnum tíðina. Þarna eru fullt af veitingastöðum og slíkt, því það eru margir mjög góðir slíkir þar í borg. Þetta snýst svo um áhugasviðið, þ.e. hvað þið viljið skoða og svona.
Melwood er alveg lokað og ekki hægt að komast þar inn. Það er þó lítið mál ef menn vilja berja þessa menn augum, að renna sér upp á Melwood með leigubíl, kapparnir stoppa oft á leið á æfingu eða af henni (flestir stoppa í annað hvort þessara skipta). En menn eru mis mikið að flýta sér. Fór einmitt með guttann minn fyrir ekki svo löngu síðan og hann var afar ánægður með að fá áritanir og mynd af sér með sumum þeirra.
Fyrir og eftir leik hefur maður oftast farið á The Park, oft virkilega flott stemmning þar inni. Reyndar er þetta hádegisleikur, þannig að bretinn er oft seinni að drekka sig í gang 🙂 Ég myndi samt mæta tímanlega ef menn vilja ná að tylla sér niður þar inni.
Liverpool have scored 34 goals since Suarez became available after missing the first five matches through suspension. 34 goals in 11 matches. He’s been directly involved in 21 of them, with 17 goals and 4 assists, but there’s another five goals he set up but doesn’t get statistical credit for: his shot yesterday rebounding for Henderson’s goal; deflected shots that led to Amorebieta and Demel’s own goals and Coutinho’s opener against Everton; winning the penalty against Newcastle. Add those five, and that’s a direct, tangible contribution to 76.4% of Liverpool’s goals in the matches he’s played in. That’s a staggering total.
Heimild: http://ohyoubeauty.blogspot.com/2013/12/visualized-liverpool-5-0-tottenham.html
Þetta eru auðvitað fáránlegar tölur.
Liverpool hefur mjög lengi búið við þann lúxus að eiga heimsklassastrikera í góðu formi og hefur þolað furðuvel að missa þá. Málið er bara að það kostar oftar en ekki nýtt team building, sem er mikið meira en nokkurra mánaða ferli.
Félagið (og eigendurnir) eiga að róa að því öllum árum að halda Luis og styrkja hópinn. Með því móti eru góðar líkur á að stórir hlutir gerist innan 1-2 ára.
Kannski mun Suarez eitthvað kólna þegar á tímabilið líður en hann mun vonandi leika fleiri leiki seinni hluta tímabilsins en fyrri, og gæti hæglega tvöfaldað þann markafjölda sem hann hefur skorað hingað til.
Coutinho og Sterling finnast mér rétt að komast í gang núna, og það sama má segja um Allen.
Henderson hefur verið góður en virðist eiga mikið inni.
Leið Lucasar og Moses getur aðeins legið upp á við.
Það hefur töluvert flökt verið á varnarleiknum og í raun finnst mér varnarleikurinn fyrst núna farinn að nálgast stöðugleika.
Sturridge hefur átt í miklum meiðslavandræðum allt tímabilið. Á mikið inni haldist hann heill á nýju ári.
Vonandi verða keyptir tveir leikmenn í janúar sem styrkja byrjunarliðið.
Líklega gætu Manchester liðin og mögulega Chelsea sagt eitthvað svipað. Þó maður hafi oft brennt sig á bjartsýninni þá sé ég ekki hvers vegna við ættum að vera að tala um fjórða sætið, þegar liðið situr í öðru sætinu. Markmiði hlýtur að vera sett upp á við, en ekki niður.
AMEN STEINI ..eg er buin að srgja nokkrum sinnum inna þessari siðu síðasta arið við litlar undirtektir að suarez se sa besti i sogu felagsins og eg gleðst þegar menn eru að taka undir það nuna 🙂
Þessi drengur er otrulegur, þvilikir hæfileikar og það sem eg elska við hann er það að hann hatar að tapa og gefst aldrei upp ..
Min vegna mætti Gerrard stiga fram til stjornarinnar og leggja fyrirlipabandið a borðið þeirra og segja eg legg mitt af mörkum til að halda þessum snilling herna afram, latið hann fa bandið og 200 eda 250 þus pund a viku og segið honum að hann se kongurinni liverpool, hann se dýrkaður og daður og við viljum halda honum i ja allavega 5 ar i viðbot ..
Frammistoður drengsins serstaklega i siðustu 3 leikjum fa mann til að langa að fella tár við tilhugsunina, þvilikur leikmaður sem við eigum, maður fær gæsahuð við tilhugsunina að okkat menn eigi þennan demant en ekki eitthvað annað lið..
Eg er i rvk og ætla heim a ak fyrir jol, gat fengið far a laugardag en missi þa af leiknum við cardiff, HELL NO eg sef varla af spennu að sja þennan dreng a laugardag og hvaða flugeldasyningu hann byður uppa þa. Myndi frekar missa af helvitis jolunum en að missa af næsta liverpool leik með þennan snilling inna vellinum ..
Hvernig væri það ef við a kop.is myndum oll rita nokkur orð til suarez og segja honum hvers mikils við metum hann og viljum hann lengi afram, prenta þetta ut og lata fulltrua siðunnar td steina koma þessu a kallinn ??
Elskurnar mínar…
Voðalega er stutt minnið hjá öllum hér.
Er á meðan er …en það er ekki séns í helvíti að LS verði hér árum saman, því fyrr sem menn sætta sig við það því betra, annars munum við upplifa aftur vondar tilfinningar eins og þegar Torres fór.
Munurinn er bara sá að Suarez er miklu betri og miklu líklegri til að fara eða gera einhvern andskotann af sér sem verður til þess að nafn LFC fer enn og aftur í gegnum drulluna.
Farið því varlega í hallelúja lýsingar á þessum “dýrlingi” eins og hann virðist vera núna í margra huga.
Hann er klárlega frábær, jafnvel bestur í heimi eins og er….en hann er líka löngu búinn að sanna að þú setur ekki traust þitt á hann til langstíma!
Til að öðlast óviðjafnanlegan sess í sögu LFC þarf LS að tryggja okkur einhverja verðskulduðustu axlapressu í sögu félagsins; Steven Gerrard að lyfta EPL bikarnum. Það yrði algjörlega ógleymanlegt.
Ég er sammála Viðari um að Suárez sé besti leikmaður sem spilað hefur í rauðu treyjunni. Ef hann gæfi okkur þó ekki væri nema tvö (heil) tímabil til viðbótar af þessari ákveðni, sigurvilja og gæðum, eigum við raunverulega séns að komast í allra efsta lag knattspyrnunnar á nýjan leik. Langaugljósasta og líklega leiðin að því marki er í gegnum LS. Ég held að eigendurnir og BR, svo ekki sé minnst á Gerrard, átti sig fullkomlega á þessu; sjái þessa gluggarifu og vilji ólmir stinga sér í gegn.
Megi Fowler láta þetta ganga upp!
islogi. Ju eg mun treysta Suarez til ad halda afram.
Það besta sem Gummi Ben hefur sagt í messuni er um Suarez, hann er bannaður innan 16 þessi gæi.
I nafni Fowlers, Amen.
Hann var valinn leikmaður ársins. Flottur leikmaður hér á ferð
Vardandi januargluggann. Hvada leikmadur sem hefur metnad mun segja ,,nei” vid Liverpool a thessum timapunkti?
Eg reikna fastlega vid bombu i januar!
Þetta er nokkuð fín grein http://espnfc.com/blog/_/name/liverpool/id/2142?cc=5739
fjallar meðal annars um að Suarez sé einn búinn að vera rústa liðum en gegn Tottenham þá var það liðið.
Svo verður að minnast á Sakho….jesus, hvað sá leikmaður virkar traustvekjandi á mann. Skrtel er eins og fermingardrengur við hliðina á honum og þykir hann sæmilegasta illmenni.
Suarez er ógnvekjandi og á sama tíma og hann er það er Liverpool það líka.
þegar önnur lið fara að skjálfa í hnjánum fyrir leik út af þessum manni? geimveru eða hvað sem hann er,þá er eðlilegt að maður setji hann á stall með þeim allra bestu.
Vonandi verður hann sem lengst hjá okkur og smitist af hollustu Steven Gerrards eftir að hafa fengið að bera fyrirliðabandið Y.N.W.A
Heyhó…
Svona til að taka smá þátt í þessari Suarez umræðu, þá er maðurinn klárlega heitasti leikmaður evrópu um þessar mundir og algjör unun að horfa á hann spila fótbolta. En það er samt ágætt að gleyma sér ekki alveg í gleðinni og hæpa allt upp í hæstu hæðir því þá verður fallið verra ef/þegar eitthvað klikkar. Allaveg fyrir mitt leyti þá er maður kominn með breitt bak þegar kemur að leikmanna málum Liverpool, s.s. ég ætla að njóta hverrar einustu mínútu á meðan LS spilar fyrir Liverpool svo kemur framtíðin bara í ljós, en eitt er víst að það er gaman akkúrat núna 🙂
Og já………… Sakho og skrtel í vörnina!!! sleppa þessum róteringum og halda þessu svona 🙂
Flott grein Ssteinn. Spurningarnar eru kannski tvær: Er hann besti leikmaðurinn sem hefur spilað fyrir Liverpool? Og er hann bestur í heimi í dag?
Þegar menn tala um bestu leikmenn sögunnar hjá Liverpool eru Kenny Dalglish og Steven Gerrard oftast nefndir. Síðan John Toshack, Ian St. John og fleiri frá tímum svarthvíta sjónvarpsins. Mér finnst alltaf varasamt að gera svona samanburð því fótboltinn breytist í rólegheitunum. T.d. eru menn mikið að bera saman Messi og Maradona en það er að mörgu leyti erfitt því Messi er mun meira verndaður af dómurum en Maradona var. Ég er ekki viss um að Messi hefði staðið upp úr þeim fáránlegu tæklingum sem Maradona þurfti að þola.
En ef maður spáir eingöngu í statistík og eigin tilfinningu fyrir leikmönnunum þá er Luis Suarez án nokkurs vafa þarna í kringum þessa tvo. En til þess að geta orðið að legend hjá klúbbnum þarf hann að gera þetta sem hann er að gera ár eftir ár. Hann getur alveg verið bestur í heimi núna í nóvember og desember en getur hann haldið þessum standard?
Þannig að mín svör eru þessi: Hann er bestur í heimi í dag. Það þarf að vera varanlegt form, án vandræða í 2-3 tímabil í viðbót til að geta gert tilkall til að setjast á sama stall og Messi og Ronaldo. Þeir hafa verið þarna síðustu 5-6 tímabil.
Sama svarið gildir um Liverpool. Torres átti sín móment þar sem hann var ótrúlegur. Svo meiddist hann stöðugt og komst ekki á þennan stall. Og fór svo auðvitað frá klúbbnum. Það sama má segja um McManaman og Owen. Og Fowler. Ian Rush, Ronnie Whelan, Phil Neal, Alan Hansen, Phil Thompson og Greame Souness eru enn sem komið er mun meiri legend en Suarez. En það breytir ekki því að í augnablikinu stoppar hann ekki nokkur mennsk vera. Nema hann sjálfur.
Varðandi janúargluggan, þá sagði Suarez þetta við Marca fyrir um mánuði:
But after his four-goal demolition of Norwich he told Marca: ‘When I’m happy off the pitch; it shows with my form on the pitch. I am happy in the Premier League; it’s the best league there is.’
When asked if he would stay until the end of the season ruling out any attempts to leave in the new year he said: ‘Yes, I am happy here and I will stay.’
Hann sagði þetta fyrir um hálfum mánuði meinti ég…..
Suarez hefur sagt svo margt um það hvort hann ætli sér að vera eða fara, að það er ekkert á vísan að róa með það. Ég tel best að njóta þess bara meðan hann er hjá okkur, ég vona reyndar að það verði út samningstímann. Kannski lengur.
Góð grein Steini og ég tek undir það sem þú segir. Það er búin að vera unun að horfa á Suarez spila á þessu tímabili. Ég var einn þeirra sem vildi helst losna við hann í sumar en er feginn núna að klúbburinn tók harða afstöðu gegn sölunni og neyddi hann til að vera kyrran.
Það eru fimm mánuðir síðan ég lét Suarez heyra það svolítið hressilega hér á síðunni. Margt vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en grunnafstaða mín hefur ekkert breyst – þetta er besti leikmaður deildarinnar og ég nýt hverrar mínútu sem ég horfi á hann spila, en ég ber enga von í brjósti mér um að þessi leikmaður verði hjá okkur í mörg ár í viðbót. Ég býst enn fastlega við að hann verði seldur næsta sumar (ekki í janúar, í sumar) og frammistaða hans núna er bara að hækka á honum verðmiðann ef eitthvað er.
Auðvitað gæti áframhald á þessu Öskubuskuævintýri okkar í deildinni breytt því. Fer hann ef við erum að berjast um titil fram á vorið og öruggir inn í Meistaradeildina? Ég veit ekki svarið við því en ef t.d. Real koma inn með heimsmetstilboð næsta sumar býst ég enn fastlega við að hann fari, ekki síst ef verið er að semja aftur við kauða núna og þá væntanlega með nýjum klausum um sölufé.
Sem sagt, dásamlegur leikmaður og mögulega sá besti sem hefur spilað fyrir Liverpool. Það er þó ekki hægt að setja hann í dýrðlingatölu með King Kenny, Gerrard, Rush & co. fyrr en hann skilar titlum og/eða bikurum í hús hjá okkur.
Frábær og njótum meðan er. En ég er ekki að kaupa allt þetta hollustutal hans núna. Brennt barn forðast eldinn.
Þetta er náttúrulega bara snillingur, sem betur fer þá litu topparnir hjá Lfc ekki mikið hér inn þegar flestir voru á því að best væri að losna við hann 🙂 En það besta við hann er hvað hann er nánast alveg hættur að tuða og nöldra eftir hvert fall hjá honum eða rangstöðu, eins og hann er held ég í kvert skifti sem hann tekur eitthvað á mönnum þá er hann strax kominn til að biðjast afsökunar eða gefa klapp á bakið.
En í janúar verður hann ekki seldur, það er klárt. Svo er það bara undir félögum hans komið kvort meistaradeildar sætið náist, já og honum sjálfum náttúrulega,
Allavegana er CArdiff næst og ef hann sigrast og ars og che gera jafntefli þá förum við í shittí leikinn í efsta sæti
En sú hamingja að fá að vera uppi á þessum sögulegu tímum! BR eru einfaldlega búinn að koma bátnum á réttan kjöl. Það hefur tekið tíma og árangurinn hefur lengi látið á sér standa. En þyngdarpunkturinn hefur mjakast til og skyndilega hefur dallurinn rétt við sér. Það sem á að snúa niður, snýr niður en hitt snýr upp!
Það er einmitt þetta sem gerir tímana sögulega – við erum að verða vitni að ótrúlegum viðsnúningi, nokkuð sem virtist fjarlægur draumur í fyrra.
Við munum sjá það í janúarglugganum hvað hefur gerst. Nú munu þeir bestu þrá að koma til okkar liðs og spila þeim þeim allra besta. Við sáum það á sunnudaginn hversu einbeittir og spólgraðir hinir leikmenni liðsins voru – þeir vita hvílíkir forréttindamenn þeir eru að fá að spila á sögulegum tímum. Það er nokkuð sem fáir fá að upplifa á öllum sínum ferli sem atvinnumenn, en á meðan sælan varir vilja menn gefa allt sem þeir eiga í leikinn.
Þessar staðreyndir eiga eftir að breyta öllu fyrir liðinu. Nú mæta Cardiff menn til leiks með þá einu dagsskipun að liggja í vörn. Þá finna þeir ofurþunga sóknarinnar, Sterling, Henderson, Kútinjó, Allen – allir eins og höggborar á fúnum trábol. Og þar fremst í fylkingu sjálf pístólan sem ólmast um í teignum, skorar mark á fyrstu 15 mín. og þá þeytast flísarnar í allar áttir!
Leikurinn á móti City verður stórfenglegur en ég er í engum vafa um að okkar menn munu í það minnsta sækja stig og jafnvel brjóta niður múrana á Ethiad með ófyriséðum afleiðingum fyrir þá fölbláu.
Njótum kæru félagar. Þetta eru sannarlega sögulegir tímar!
Sæl öll
Ætlaði að versla mér Liverpool treyju fyrir jólin og byrjaði að sjálfsögðu á því að kíkjá inn á okkar ágæta styrktaraðila merkjarvorur.is og sé að þar kostar búningurinn 13.900 kr.
http://www.merkjavorur.is/Liverpool_fullordnir/adalbuningur_13_14/WSTM300
Til samanburðar athuga ég einnig hvað verðið er hjá jóa útherja og þar er hún 2000 kr ódýrari en ég get ekki séð betur en að þessi treyja sem er á myndinni líti öðruvísi út en sú “Official”
http://www.joiutherji.is/products/liverpool-home-13-14
Því langaði mér að forvitnast hjá þeim sem hafa verslað sér treyjur hjá Jóa Útherja nýlega eða þekkja til, er þetta ekki alvöru treyjur sem eru seldar þarna ?
Ég get ekki hætt að horfa á þennan Tottenham leik. Síðasta þegar ég horfði svona oft á leik með Liverpool var þegar við unnum United 1-4 á Trafford.
En leikurinn gegn Tottenham undirstrikaði gæði Suarez. Ég hef horft á margar endursýningar. Ég hef horft á BBC MOTD, Messuna, LFCTV endursýninguna og náð í leikinn með lýsendum frá Sky (eða BTsport) og allir tala um það sama. Þessi leikmaður á engann sinn líkann á Englandi. Hann skorar fyrsta markið, hann leggur upp annað markið (smá heppni þar), hann leggur upp þriðja markið, skorar það fjórða og leggur upp það fimmta. Fyrir utan það þá átti hann möguleika á að skora þrisvar. Og það sást að þetta var leikmaður sem leið alls ekki illa í treyjunni. Hann var orðinn fyrirliði hjá liði sem ekki aðeins vann sterkann andstæðing heldur jarðaði hann. Eins og drengirnir í Messuni sögðu, 0-5 gefur alveg hárrétta mynd af leiknum.
Nýjasta slúðrið segir að við séum að undirbúa met samning fyrir Suarez, 200.000 pund. Vissulega er þetta stjarnfræðileg upphæð (og það er efni í annan pistill hvort þessi menn eiga að fá þessi laun) en mér gæti hreinlega ekki verið meira sama! Borgið honum 500.000 pund ef þess þarf! Ég vil bara þennan mann á Anfield eins lengi og hægt er!
Margir velta því fyrir sér að hann látti sig jafnvel hverfa næsta sumar. Ég hef þetta að segja við því:
Ef Liverpool nær meistaradeildarsæti og er verða að berjast um titilinn e-ð áfram þá held ég að hann sé ekkert að flýta sér burtu. Hlutirnir virðast vera að smella hjá honum. Hann vann í gær Player of the year verðlaunin sem gefinn eru af Football Supporters’ Federation. Hann hefur pínu farið úr zero to hero þetta tímabil. Engin neikvæð umfjöllun (svo ég hef séð) hefur átt sér stað þetta tímabil og það virðast allir vera sammála um ágæti þessa drengs. Þjálfarar tala mikið um hann og Wenger lofaði hann nú síðast. Vissulega gæti hann verið að spila einhvern leik til að lokka hann yfir.
Einnig segja allir að það sé draumur allra að spila með Barca, Real og nú síðast mögulega Bayern. Já það getur verið, en Suarez er bara þannig character að þegar hlutirnir eru of auðveldir þá held ég að hann hafi ekki eins gaman af þessu. Með þessu er ég að meina að hann mun örugglega njóta sín betur sem hetja í Liverpool sem sýnir hversu mikill baráttuhundur hann er heldur en hjá Real þar sem hann verður einn af stór stjörnunum sem spilar 4-6 stórleiki á ári, eftir því hvort einhver fleiri lið en Barca og Atletico Madrid geti e-ð. Þess vegna held ég að Brendan segir að Liverpool henti Suarez fullkomlega!
Ef við komumst ekki í meistaradeildina held ég að við leyfum honum að fara. Hann á skilið að spila þar og ef það gerist þá held ég að Bayern verði hans næsti áfangastaður. Eins gott lið og Bayern þá er Suarez 3000 ljósárum betri en Mandzukic.
En ég hef fulla trúa á því að við berjumst áfram um meistadeildasætið. Við munum hiksta smá eins og gerist og gengur (og þá vonast ég eftir því að við fáum ekki annan krísupistil) en ef okkur gengur vel gegn City og Chelsea þá getið þið ímyndað ykkur þann möguleika sem við eigum. Við eigum þá bara eftir að spila gegn United af þessum topp liðum á útivelli. Við eigum Arsenal, Tottenham, City, Chelsea, Everton og núna Newcastle öll á heimavelli. Við erum í dauðafæri að eiga frábært tímabil og ég treysti því að Brendan Rodgers standi við þessu stóru orð:
I will leave no stone unturned in my quest – and that quest will be relentless.
King Lárus.
Mér sýnist þetta alveg vera sömu treyjurnar….. Hálsmálið virkar bara öðruvísi því gínan er hvít.
Svo er reyndar möguleiki að önnur treyjan sé kvk, því hún virkar dálítið aðsniðin. Ég hef aftur á móti keypt mér treyjur á báðum stöðum og það er ekkert sem segir mér að Jóa treyjurnar mínar séu feik.
Viðræður um nýjan samning við maskínuna eru komnar af stað, skv alvöru sources (Guardian, BBC o.s.frv). Verður eflaust langt og strangt ferli. Vonandi bjóða þeir honum gull og græna skóga fyrir eins árs framlengingu án sterks release clause.
http://www.theguardian.com/football/2013/dec/17/liverpool-luis-suarez-agent-contract
http://www.bbc.com/sport/0/football/25425701
Sáuið þið svo að Borini var að skjóta Chelsea út úr deildarbikarnum með jöfnunarmarki í lok venjulegs leiktíma og lagði svo upp sigurmarkið undir lok framlengingar?
Gaman að sjá að 16 ára gutti er kominn í æfingarhópinn hjá aðalliðinu. Jordan Rossiter er mikið efni og harður “skúser” sem spilar á miðjunni. Brendan gengur svo langt í að hrósa guttanum að hann segir hann jafnvel geta nýst á miðjuna ef á þurfi að halda á móti Chelsea milli jóla og nýárs, drengur sem hræðist ekkert. Jafnframt var vinstri bakverðinum Brad Smith (19 ára) kippt inn í æfingarhópinn sl. föstudag og greinlegt að þessir tveir þurfa að vera til taks ef einhver frekari meiðsli eða þreyta kemur upp á miðsvæðinu eða í bakverðinum. Jákvæð merki til yngri strákanna en jafnframt sýnir þetta kannski hversu fámennur hópurinn er, sérstaklega á miðsvæðinu.
Ef að Suarez getur séð framm á að vinna einhverja tiltla með Liverpool næstu árin, spila reglulega í Meistaradeildinni og með 200.000 pund á viku þá er akkúrat engin ástæða fyrir hann að skipta um lið.
Ef honum tækist að gera Liverpool að Meisturum á nýjan leik þá væri það sögulegur áfangi sem myndi aldrei gleymast. Hann yrði hetja um ókomna tíð osfr. Ætli hann fengi ekki styttu af sér fyrir utan Anfield ásamt Gerrard.
Ef hann myndi hinsvegar skipta yfir til td Real og vinna þar kannski einn tvo titla, þá fellur hann einfaldlega inn í base-litaða palletu leikmanna Real undanfarna áratugi sem hafa komið, séð og sigrað en falla svo í gleymskunnar dá.
https://pbs.twimg.com/media/BbxGWcbIMAAJwih.jpg
Mörk Suarez borin saman við heildarmörk úrvalsdeildarliða frá því hann snéri til baka úr banninu (11 leikir). Manu skorað einu marki meira.
Flott sem Fowler sagði og ekki er hægt að orða það betur. Þegar hann sagðist vera brjálaður út í Suares þar sem núna liti hann og allir gömlu legentin út eins og einhverjir meðal leikmenn.
Er nú tiltölulega sammála Steina varðandi Suarez. En svo finnst mér stundum sem það gleymist vinnslan í dýrinu þ.e. varnarlega séð. T.d. gegn Tottenham þegar hann fór úr því að vera fremsti leikmaður liðsins í það að vera aftastur að stöðva þessa einu sókn sem komst upp að endalínu og tækla sóknarmanninn. Hann hefur sýnt það ótrúlega oft að hann er ekki þessi framherji sem hangir efst uppi meðan andstæðingurinn er með boltan heldur nennir hann að hlaupa til baka og berjast í að ná boltanum aftur.
Efast stórlega að hann sé eitthvað að fara í janúar, treysti því um leið að ef þessar fréttir um að verið sé að bjóða honum nýjan risasamning að þá um leið verði hann fullvissaður um það að í janúar verði keyptir 1-2 gífurlega sterkir leikmenn til að treysta okkur í baráttunni um CL sætið.