Liverpool – Cardiff 3-1

Liverpool skellti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar a.m.k. tímabundið með mjög góðum sigri á Cardiff City.

Okkar menn hafa verið óstöðvandi undanfarið og því var engin ásætða til að breyta liðinu milli leikja og Rodgers var ekkert að því:

Mignolet

Johnson – Skrtel – Sakho – Flanagan

Lucas – Allen

Sterling – Henderson – Coutinho

Suarez (C)

Veislan hélt bara áfram í fyrri hálfleik sem spilaðist allt að því fullkomlega fyrir okkar menn. Leikurinn var svo gott sem búinn eftir 45.mínútur og það er mjög þægilegt þegar prógrammið er eins þétt og það er.

Eftir tiltölulega rólega byrjun fóru okkar menn að taka öll völd á vellinum sem skilaði sér í marki á 25.mínútu og það engu smá marki. Henderson sendi hárfína sendingu úr teignum á Suarez sem hamraði boltann viðstöðulaust í netið. Það á bara ekki nokkur maður glætu meðan Suarez er í þessum ham og hann var alls ekki hættur.

Coutinho var ógnandi í dag og komst nokkum sinnum í ágæt færi sem ekkert varð úr. Næst komst hann á 33.mínútu er hann sneri svo illa á varnarmann Cardiff að hann er ennþá að leita að honum. Coutinho komst inn að markinu en skot hans hafnaði í stönginni. Við erum líka að rústa þeirri keppni, hver getur skotið oftast í tréverkið þ.e.a.s.

Liverpool var að spila stórkostlega en vantaði markið til að klára þetta endanlega og það kom á 42.mínútu er Henderson kom með Gerrard-esq stungusendingu á Suarez sem komst einn í gegn, Sterling var með honum til hliðar og Suarez sendi á hann til að pota boltanum inn. Óeigingjarnt hjá snillingnum okkar.

Suarez fannst 2-0 ekki nóg og ákvað að klára þetta bara alveg á 45.mínútu. Enn á ný var Henederson með sendingu á Suarez, nú með hælnum. Suarez var við vítateigshornið undir pressu og ákvað því bara að planta boltanum sjálfur í bláhornið.

Tíunda mark Suarez í desember! Hann er búinn að skora jafn mörg mörk í 12 leikjum og Man United hefur skorað í 17 leikjum. Þess drengur er ekki hægt og mikið svakalega er gaman að sjá hann í Liverpool búningnum.

Seinni hálfleikur byrjaði ágætlega og Liverpool hélt sömu pressu allt þar til Sir Jon Flanagan var tekinn af velli fyrir Martin Kelly. Ég er ekki að grínast þetta virðist hafa haft töluverð áhrif á holningu liðsins þó skiptingar Cardiff hafi einnig breytt miklu. Johnson fór á vinstri vænginn og Kelly í hægri bak.

Cardiff er stórkallalið og þeir skoruðu stórkallamark er Jordon Mutch fékk dauðafrían skalla inni á markteig eftir aukaspyrnu. Ömurlegur varnarleikur hjá Liverpool og óþarfa mark að fá á sig. Cardiff náðu smá momentum eftir þetta en sigrinum var siglt nokkuð þægilega í land. Suarez átti eitt skot í stöng í restina og bætti því við þá tölfræði.

Þetta var skyldusigur og það eru stigin sem skipta öllu máli núna. En það er ekki verra þegar liðið er að landa þeim með þessum hætti. Við höfum engu að tapa í næstu tveimur leikjum og þurfum því síður að óttast andstæðingana í þeim leikjum.

Næst besti maður leiksins:

Öll vörnin var að spila ágætlega þó Skrtel hafi aðeins verið í basli í þessum leik og ljónheppinn að fá ekki á sig víti er hann var að reyna verjast föstum leikatriðum gestanna.

Lucas og Allen voru mjög góðir á miðjunni og pressuðu mjög vel allann leikinn. Allen er svolítið eins og Henderson var fyrir nokkrum vikum og manni finnst hann vanta að skora mark á næstunni til að hressa við sjálfstraustið sóknarlega. En mjög flottur leikur hjá honum engu að síður.

Coutinho var einnig mjög sprækur í leiknum þó hann hafi ekki tekið þátt í mörkunum í dag. Fór stundum afar illa með varnarmenn Cardiff. Sterling var mjög sprækur hinumegin og heldur áfram að koma stórskemmtilega inn í liðið.

En fyrir mér var Jordan Henderson klárlega næst bestur í dag. Hann var eins og kóngur á miðjunni og átti stóran þátt í öllum mörkunum með frábærum sendingum. Sá hefur stigið ennþá meira upp í fjarveru Gerrard og ekki var hann að spila illa fyrir. Þeir sem hafa efast um Henderson eru við það af kafna af sokknum sem hann er að troða upp í þá leik eftir leik.

Mann leiksins þarf svo eiginlega ekkert að ræða frekar, íslenska tungumálið er eiginlega of takmarkað til að lýsa Luis Suarez og forminu sem hann er í núna. Liverpool hefur líklega aldrei átt leikmann í svona formi áður. Hann er hreint út sagt fáránlega góður en þó fyrstur til að benda á að á bak við árangur hans er frábær þjónusta félaga hans.

Þetta verða ansi gleðileg jól.

Bring on Motormouth og City.

54 Comments

  1. Það má ekki gleyma því að leikmenn liverpool voru að slaka á í seinni hálfleik. Þeir eru að fara í erfiðustu törnina og það var frábært að sjá hversu mikið þeir slökuðu á. EEeeen við vorum svakalega heppnir að fá ekki bara jöfnunarmark á okkur…….

    Skrtel hefði réttilega átt að fá dæmdar á sig 2 vítaspyrnur. En svona er fótboltinn árið 2013. Þú virðist meiga faðma sóknarmenn að vild í teignum en mátt ekki tækla út á velli án þess að fá gult spjald!

  2. Slökuðu aðeins of mikið á í seinni hálfleik. Kannski ekki óeðlilegt m.t.t. næstu tveggja leikja. Maður var pínu stressaður þegar Cardiff menn dældu inn þessum háu boltum á markið og Skertl var í bölvuðum vandræðum, en sem betur fer var kom ekki mikið út úr því.

    Mikið af færum sem Liverpool hefði átt að klára, sérstaklega þau sem í 3-4 skipti Púlari var einn á móti markmanni. Sterling og Johnson áttu t.d. að gera betur í þeirri stöðu.

    Jæja, samt sem áður flottur sigur og fyrstu 60 mínúturnar voru flottar. Næsta leik takk.

  3. Djöfull eru menn orðnir fordekraðir. Tuðandi yfir auðveldum 3-1 heimasigri.

    Þessi leikur var kláraður á 20 mínútum í fyrri hálfleik, og svo bara siglt í land. Auðvitað er erfitt að verjast föstum leikatriðum á móti Cardiff með marga menn yfir 190 cm.

    Eru menn samt ekki að gleyma því að Liverpool sjálfur fengur einhver 2-3 dauðadauðafæri í sinni hálfleiknum.

    Góður, frekar auðveldur og sterkur sigur.

  4. Flottur sigur, einhvernvegin fanst mér að okkar menn hefðu engann áhuga á að niðurlæga Cardiff og sigldu þessu bara örugglega í land.

  5. Frábært. Ekki yfir neinu að kvarta.

    Slam, bam thank you mam og svo var slakað aðeins á.

    Var að heyra frá spænskum vini mínum sem fullyrðir og sárt við liggur að frágengið sé að Xabi Alonso komi til LFC í janúar.

  6. Haha Maggi, minnir á stemminguna á The Park eftir Crystal Palca leikinn, we are top of the league!!!

  7. Thad var sú tíd ad thessid leikur hefdi endad 0-0 og bid hefdu att 5-6 slot i sla eda stong. Nuna vinnum vid 3-1 og getum leyft okkur ad slaka a I seinni halfleik. Fognum thessari framfor, fognum 1. saetinu og holdum gledileg jol.

    Afsaka stafsetningu, helvede simar.

  8. Góður sigur, fín frammistaða í fyrri hálfleik, af því sem ég sá. Afhverju ósköpum tók BR Flannó út af ? Mér fannst varnaleikurinn versna til muna eftir að hann fór útaf. Eins og ég fíla Kelly, þá finnst mér langt í land að vera jafn beittur og hann var 2011/12
    Efstir fyrir jól, hefði þegið það í ágúst 🙂

  9. Gleðleg jól Liverpool menn og konur til sjávar og sveita. Það er hátíð í bæ! :O)

  10. Flott úrslit og tilefni til að gleðjast í smá stund en lið með einn besta framherja í heimi á einmitt að klára smáfiskana sannfærandi. En næstu tveir leikir eru meiri mælikvarðir á úr hverju liðið er gert. Við hljótum að krefjast allavega fjögurra punkta. Minna en það segir okkur að enn er langt í land og það þarf að taka upp veskið í janúar. 4-6 stig og Liverpoll er með þeim bestu á Englandi.

  11. Virkilega flottur 30 mínútna kafli kláraði þennan skyldusigur. Unun að horfa á liðið og þá sérstaklega Suarez og Henderson. Greinilega skipt niður í annan gír í seinni til að spara orku. Öruggur sigur í höfn og núna verður gaman að sjá liðið spreyta sig í tveimur verulega erfiðum útileikjum. Ég væri himinlifandi með 3 stig úr þeim tveimur.

  12. Sælir félagar

    Án þess að ég ætli að monta mig neitt þá vil ég benda á að ég spáði 3 – 1 fyrir þennan leik. Að vísu er þetta í 17 sinn sem ég spái þessum úrslitum en hver er svo sem að fást um það. Nú förum við Púllarar inn í jólin í efsta – eða næstefsta sæti og það er í góðu lagi. En eins og er þá erum við í efsta sæti og líkur á að við verðum það fram á annan dag jóla a.m.k.

    Það er nú þannig

    YNWA

  13. Frábært og Suarez í stuði og hinir eru komnir í gírin og eru að mata Suarez, bara fokking flott.

  14. Sama hvað verður raunin þá er það nokkuð ljóst að líkurnar á því að Liverpool verði meistarar í vor halda áfram að aukast.
    Það er samt kannski of gott til að verða satt en hversu magnað væri það að Steven Gerrard fengi að upplifa það áður en hann hættir að verða englandsmeistari!
    Hann hefur væntanlega verið búnn að sætta sig við að ná ekki þeim áfanga en það er einfaldlega ekki hægt að segja annað en vonin lifir þökk sé besta leikmanni (Suarez) sem að enska deildin hefur nokkurn tíman haft. Þvílík gleði 🙂

    Gleðileg rauð Liverpool Jól!

  15. Flottur leikur og yndislegt að vera á toppnum aftur 🙂
    Vonandi gera svo Chelsea og Arsenal jafntefli á mánudag 🙂

  16. Já,
    Einstaklega skemmtilegt að fylgjast með Henderson í vetur, og þá sérstaklega í síðustu 3 leikjum.
    Var duglegur að gagnrýna hann áður fyrr, og réttilega svo þar sem hann var afleitur. En auðvitað er maður verulega glaður að sjá hann spila svona vel og að Rodgers hafi haft þessa trú á honum.

    Vonandi að þetta sé það sem koma skal. Setja hann í harðar æfingar í skotum utan teigs, eina sem vantar hjá honum.

  17. Stolt okkar Íslendinga Liverpool FC og um heim allann sigraðist á erfiðum millileik í dag ! Mikill pressuleikur að ná 1.sætinu enda börðust Cardiff City menn eins og grimm ljón og við Liverpool fólk í gegnum árin vitum að þessir leikir á móti smærri liðum eins og á móti Hull City geta brugðist okkur.
    Nú eigum við útileiki við Man City og Chelsea og ég er viss að við töpum hvorugum leiknum.
    Gleðileg Jól !

  18. Eg er vel sáttur, 3 stig er allt sem skiptir máli.
    Spurning um að setja Agger inn fyrir Skertl gegn Chelski, fannst hann allt of klaufskur i vörninni.
    En Suarez er bestur i heimi og hann spilar með Liverpool:)
    Við tökum Chelski létt, tippa a 1-3 a brúnni, en sætti mig við jafntefli gegn City fyrirfram.

  19. Djöfulli er eitthvað gaman að vera POOLARI í dag. Finnst allt vera á réttri leið og verður bara betra og betra. Jafntefli on monday og gleðileg jól. 🙂
    YNWA

  20. Frábær leikur!
    Er eiginlega sáttur vid hvad sem er ur næstu 2
    Gleymum ekki ad shitty er ekki enn búid ad tapa á heimavelli á season-inu

  21. Einn alvöru miðjumaður og einn alvöru sóknarmaður í janúar sem skilja “The Liverpool way” og við verðum áfram í góðum málum.

  22. Þegar svona vel gengur þá finnst manni vanta fleiri frétta miðla til að lesa allar þessu frábæru fréttir.

  23. Jæja félagar..hvað er hægt að segja?..Maður er orðinn hálf kjaftstopp yfir spilamennsku liðsins…Þetta er farið að minna á þá gömlu góðu daga..Þegar liðið okkar unnu svona leiki eins og í dag á gæðum og vinnusemi…..Það eru nokkur atriði sem mér finnst standa upp úr…Í fyrsta lagi erum við með besta knattspyrnumann heims í okkar liði..Ég meina hann er að skapa sér ca. 5-10 marktækifæri í hverjum leik..HVAÐA BULL ER ÞAÐ ? 😉 og það í bestu deild í heimi..Í öðru lagi erum við komnir með hóp sem sker sig svolítið úr hvað varðar lið sem við höfum átt síðustu 20 ár..Með endurfæðingu Sterling og komu Coutiniho og Sturridge, þá erum við með..ásamt Suarez og jafnvel Johnson á góðum degi komnir með 4-5 leikmen sem geta sólað hvaða varnarmann heims upp úr skónum..Hvenær áttum við svona marga leikmenn sem eru frábærir einn á einn?…Man ekki eftir mörgum í augnablikinu…Svo í 3ja lagi..Þessum þjálfara, Brendan Rogers hefur tekist að ná sjálfstrauststuðlinum upp í A+ og það er ekki lítið afrek..Fyrir utan vinnusemi liðsins sem er mögnuð..Eiginlega svo góð að það er ekki séns að halda henni uppi í heilan leik…Var í raun fegin að þeir slökuðu á í seinni hálfleik í dag….Og að lokum…Við lítum alveg hreint skuggalega vel út…..En það er hrikalegt test í næstu tveimur leikjum..Ef liðið fer í gegnum það betur en maður hefði þorað að vona, þá eigum við að stefna hærra en 4. sætið…Er ekki eitthvað gott í gangi þegar maður bíður af meiri óþreyju eftir 26. desember heldur en þeim 24. ?

  24. Ég hélt hálfpartinn með báðum liðunum í dag, Og hefði alveg geta séð Skrtel fengið 2-3 Vítaspyrnur dæmdar á sig.. Vonandi hættir hann að grípa utan um menn og taka þá niður því einn daginn get ég lofað ykkur því að það verður dæmt á þetta, en nóg um það flottur sigur á flottu liði.

    Stærsta test-ið í Jólatörninni er því fyrir mér búið, Þetta var eitthvað svo skrifað í skýjin að þetta yrði Liverpool skita og við myndum fá 1 stig, en nú bara BRING IT ON Chel$ki og €ity!

  25. LS er bara rugl, LS er bara svindl. Það er eins og einhver hafi hex editað skrána hans og sett allt í botn. Þetta fer beinlínis að verða fáránlegt. Maðurinn gnæfir yfir aðra knattspyrnumenn um þessar mundir. Mig hefur ekki hlakkað jafnmikið til Liverpool leikja í mörg ár.

    Nú reikna ég aldrei með að 1.583 mörk í leik endist út tímabilið, en ef svo ólíklega vill til að það gerist, verða allir skalar sem hægt er að beita á knattspyrnuíþróttina sprengdir – sem og öll met.

    Ég er ekki enn byrjaður að ofanda, en er staðráðinn í að njóta hverrar mínútu sem eftir er.

    Vá!

  26. @Guderian

    Qué tan bien informado es tu amigo?

    Annars hafa síðustu mànuðir verið lyginni líkast (mínus Hull). Liðið hefur þroskast og vaxið í starfi. Suarez er stjarnfræðilega góður og þvílík nàðsemd að hann hafi fundið sér sæmd í að skuldbindast okkur til langframa. Minn maður Henderson er loks að höndla sitt hlutverk og blómstra í því. Ég fullkomlega dýrka Sakho og tel hann augljósan sterkasta (bókstaflega) varnarmann LFC í dag. Flanaghan er svo fullkomið cherry-on-top með sínu einlæga afdràttarleysi í öllu sem hann gerir.

    Allt þetta gerir jólin fràbærlega rauð og réttlætir nýjan LFC húðflúrið mitt à skotlapparkàlfann. Verð í stuttum buxum og làgum sokkum þessar hàtíðirnar.

    YNWA

  27. Peter Beardsley,

    Sakho er frábær. Hann er eins og godzilla í loftinu, en leitar ALLTAF að sendingu fram á við og finnur samherja í 95% tilvika. Klárlega framtíðar miðvörður.

    Luis Suárez er einfaldlega ekki af þessum heimi. Ég hef lesið allar Íslendingasögurnar og þúsundir annarra skáldverka, en mig skortir einfaldlega lýsingarorð um LS. Maðurinn er gjörsamlega hamrammur. Það besta er samt að hann er með hausinn í lagi, auðmjúkur, duglegur og jafnframt með mesta sigurvilja sem ég hef nokkurn tíma séð.

    Ég er alveg rólegur ennþá, einn leikur í einu og allt það. En úff hvað það er gaman að sjá þetta Liverpool lið spila fótbolta!

  28. Liðið er að spila æðislegan fótbolta í dag og eru einmitt margir leikmenn að stíga upp, Sakho er einn besti varnarmaður sem ég hef séð lengi hjá okkur, hann er yfirvegaður og leitar alltaf af því að spila boltanum fram völlinn. Það munar svo sannarlega að hafa svoleiðis varnarmann, það væri gaman að sjá hann og Agger spila saman. Það sést líka hvað vörnin er að verjast ofarlega á vellinum, ég sá í gær að Sakho var að tækla rétt fyrir utan teig hjá Cardiff í gær.

    Henderson hefur svo sannarlega stigið upp, það er unaður að fylgjast með drengnum, sendingargetan hans og drifkrafturinn minnir mann óneitanlega á Gerrard á einhverjum tímapunkti og ég vona að hann haldi áfram að bæta sinn leik og þá er ljóst að þetta verður framtíðarleikmaður hjá okkur.

    Allen hefur líka verið að bæta sinn leik, hann er frábær í að halda pressunni gangangi en hann mætti kannski skila meiru framávið.

    Flanagan hefur látið mig gleyma Enrique og svo sannarlega tekið stöðuna af honum Cissokho sem hlýtur að fara aftur heim til sín núna í janúar enda hefur hann ekkert að gera hjá okkur.

    Endurkoma Sterling í liðið hefur komið skemmtilega á óvart, ég hef verið duglegur að tala illa um þennan dreng undnfarið enda vildi ég að hann færi á lán þar sem að hann fengi að spila alla leiki og fengi meiri reynslu, mér fannst hann ekki skila neinu i liðið okkar en hann hefur troðið sokk upp í mig með spilamennskunni undnfarið og skorað 3 mörk í 4 leikjum.
    Frábær frammistaða hjá honum og hann hefur sýnt að hann þarf bara að fá sinn spilatíma til þess að blómstra.

    En núna taka við 2 fáranlega erfiðir leikir sem ég vona að við töpum ekki, ég geri mér ekki vonir um sigur en væri til í ef það væri hægt að forðast tap.
    En fyrst koma jólin og við erum á TOPPNUM eins og er.

  29. Í allri þessari gleði varðandi Suarez þá hefur maður nánast gleymt því að við eigum annan frábæran sóknarmann í Sturridge, veit einhver hérna hvernar hann eða Enrique eru væntanlegir.

  30. Þegar Suarez skoraði 3ja markið þá táraðist ég, það hefur ekki gerst síðan í úrslitaleiknum á Ataturk leikvanginum 2005. Þvílík unun að horfa á liðið þessa daga.
    Þarf að segja meira.

  31. Varðandi næstu 2 leiki þá ætla ég allavega ekki að gráta 0 stig úr þeim leikjum. Stig í eintölu eða fleirtölu munu teljast nægur sigur en 0 stig enginn heimsendir. Er alveg handviss um að við verðum í toppbaráttu framá vor.

  32. Djöfull er gaman að vera Púlari þessa stundina.

    Ég verð að viðurkenna að maður var ekkert allt of hrifin af Sterling og Flanagan fyrir nokkrum mánuðum síðan. Fannst Sterling of veikburða, taka of mikið á og vilja gera hlutina sjálfur og tapaði þannig bolta. Flanagan fannst mér bara engan vegin maður í þetta. Þeir hafa sýnt og sannað að eiga alveg heima í þessu liði. Sterling er í dag miklu yfirvegaðri og klárar það sem hann byrjaði á hvort það er með sendingu, fyrirgjöf eða skoti á markið. Vantar bara að klára færin sín einn á móti markmanni, en það kemur. Flanagan er orðinn mjög efnilegur hægri bakvörður. Þeirra uppgangur, sem mér finnst hafa gerst mjög hratt, segir mér bara eitt, Brendan Rodgers er geggjaður þjáflari.

  33. Flott myndband um næstbesta mann leiksins http://www.youtube.com/watch?v=PDTeCLapIOE
    Ég sá nú ekki leikinn, en ég horfði á MOTD eftir Tottenham leikinn, þar sem þeir félagar brutu þátt Hendersons svolítið upp, og tóku eftir þar hvað hann er meðvitaður um félagana í kringum sig, og nánast alltaf valdi rétta sendingu.

    Þessi drengur er alveg þvílíkt efni, og er núna að spila með sjálfstraustinu sem einkenndi hann hjá Sunderland.
    Flottur leikur til að setja mann inn í jólafríið..
    Áfram við!

  34. Stefnir í sæmilegan leik við City…maður horfir kannski á hann með öðru.

  35. Bring it on City? Ég veit ekki alveg, til að vinna þurfum við að skora 4-5 mörk með Skrtel í vörninni á móti þeim.

    En djöfull fór Joe Allen í taugarnar á mér í þessum leik, þegar hann er kominn upp að vítateig þá er bara eins og hann viti EKKERT hvað hann á að gera við boltann.

  36. Mikið svakalega er þessi deild galopin. Spurs þrátt fyrir öll sín vandræði bara 6 stigum á eftir Liverpool og Everton bara 2 stigum svo dæmi séu tekin. Pirrandi að hafa þetta Everton lið andandi ofan í hálsmálið á okkur.

    Það stefnir í rosalega baráttu í vetur. Ég er sjálfur bara að horfa á þetta blessaða 4.sæti og verð himinlifandi með það en slæ ekkert hendinni á móti betri árangri.

  37. Magginn, Geturu ekki bara verið glaður yfir því að við séum mögulega á toppnum yfir jólin?

    Gleðileg Jól. 🙂

  38. Það er ansi stutt á milli 1 og 6 sætisins og það má fastlega búast við að við verðum í 5-6 sæti um áramótin því miður.

    Svoldið pirrandi þessii velgengni Everton og mér finnst skrítið að ekki skuli vera meira fjallað um þennan frábæra árangur hjá Martinez. Þeir eiga framundan frekar létt program þar til þeir mæta okkur í lok Janúar og þess ber að geta að þeir hafa bara tapað einum leik í vetur og tímabilið er hálfnað !!

  39. Mikið er gott og gaman að vera hluti af þessu Liverpool samfélagi okkar. Að standi í okkar sporum eftir allt sem við höfum gengið í gegnum undanfarin ár en ver kominn á þennan stað er yndislegt. Samt skrítið að líta til baka og ryfja upp allann pirringinn og neikvæðu kommentin okkar, rosalegan vanlíðan hefur fillt þessu hjá okkur undanfarin ár. Við skulum njóta en ekki brjóta, öll í sama liðunu, frá sama landinu ,höldum flest upp á sömu jólin og lifum saman þessa stórkostlegu Liverpool daga.
    En hvað hefur breyst?
    Ekkert, eftir að við skiptum um stjóra. Þetta tekur bara tíma. Við erum nánast með sama mannskap en hann virkar betur og betur með hverjum leiknum. SVARIÐ ER, RÉTTUR STJÓRI OG ÞOLINMÆÐI.

    MANU, sömu leikmenn en nýr stjóri
    TOTT, vanhæfur stjóri
    CITY, góður stjóri
    EVER, frábær stjóri
    ARSE, góður stjóri
    CHEL, góður stjóri
    SWAN, lélegur stjóri (núna ?)
    Er eitthvert samhengi í þessu?

    Þetta er engin tilviljun, við höfum veðjað á réttan hest. Ekki vera hrædd, við þurfum ekki að hafa neina minnimáttarkend en þetta verður erfitt. Stöndum saman og höfum gaman af leiknum, við erum hluti af einstöku félagi sem er mikið sterkara en við en þarf á okkur að halda. Áfram Liverpool „You’ll never Walk Alone“.

    GLEÐILEG JÓL

  40. hvað ætli hefði verið sagt við mann hér ef maður hefði spáð Liverpool toppsætinu yfir jólin, maður hefði liklega verið sviftur sjáfræðinu og lokaður inni.

  41. LIVERPOOL 3-1 CARDIFF

    There are several reasons why Luis Suarez is outscoring other strikers. One, perhaps, is that he is on the ball more than most. Consider the players who were the furthest man forward for their respective sides at the weekend: Danny Welbeck had 17 touches (albeit in only the first 54 minutes before he was substituted), Loic Remy 27 and Alvaro Negredo 37. In contrast, Suarez had 71 as Liverpool beat Cardiff. That is entirely typical. His past three games at Anfield have brought an average of 71.3 touches, 8.3 shots and 2.7 goals. So, rather than being remarkable, Saturday’s display has become the norm for Suarez.

    http://espnfc.com/blog/_/name/tacticsandanalysis/id/2403?cc=5739

Liðið gegn Cardiff

Auglýsing: Jólagjafirnar í ReAct!