Okkar menn luku árinu 2013 og gríðarlega erfiðri útileikjahrinu með tapi á Stamford Bridge í dag.
Rodgers hafði ekki marga valkosti aðra en að halda liðinu nokkurn veginn óbreyttu tæpum 72 tímum eftir að við töpuðum á útivelli gegn Manchester City. Agger kom inn fyrir Cissokho en annars var liðið óbreytt.
Johnson – Skrtel – Sakho – Agger
Lucas – Allen
Sterling – Henderson – Coutinho
Suarez (C)
Á bekknum: Jones, Toure, Alberto, Aspas, Cissokho, Rossiter, Smith
Semsagt, á bekknum voru tveir táningar – Jordan Rossiter og Brad Smith. Brad Smith kom inná í seinni háflleik ásamt Aspas og Toure. Smith kom inná fyrir meiddan Joe Allen, Toure inn fyrir meiddan Sakho og Aspas inn fyrir ömurlegan Glen Johnson.
Okkar menn fengu draumabyrjun þegar að Martin Skrtel skoraði eftir aukaspyrnu frá Coutinho sem að Suarez pikkaði í og boltinn barst til Skrtel sem skoraði.
Eftir það tók við versti kafli okkar í leiknum og við misstum niður forystuna enn einu sinni. 30 mínútur þar sem að Chelsea dómineraði algjörlega og yfirspiluðu okkur, sérstaklega á miðjunni. Okkar menn virtust vera algjörlega búnir á því og Chelsea pressaði mikið. Fyrir vikið skoruðu þeir tvö mörk sem gerðu útum leikinn. Fyrst Hazard með flottu langskoti og svo skoraði Samuel Eto’o eftir sendingu frá Oscar með lausu skoti sem að Mignolet hefði sennilega geta varið.
Það sem eftir lifði af fyrri hálfleik og allan seinni hálfleikinn fannst mér Liverpool vera sterkara liðið á vellinum. Okkar menn voru meira með boltann og Chelsea liðið bakkaði. En það er gríðarlega erfitt að brjóta þennan Chelsea múr sérstaklega þegar þeir voru komnir með Luiz og Mikel á miðjuna. Við fengum þó nokkur færi. Sakho skallaði í slána (við erum efstir i deildinni í þeirri kategoríu með 16 skot í stöng og slá). Og tvisvar átti Luis Suarez klárlega að fá vítaspyrnu. Í fyrra skiptið braut John Terry á honum og í seinna skiptið braut Eto’o á honum svo greinilega beint fyrir framan Howard Webb, sem var afleitur í seinni hálfleiknum. Að Webb skuli ekki hafa dæmt seinna vítið er einfaldlega skandall og gjörsamlega óþolandi að hann geri svona vitleysu í svona stórleik.
Við getum ekki farið á Etihad og Stamford Bridge og spilað gegn þessum liðum og dómara sem dæmir öll vafaatriði þeim í hag. Það bara gengur ekki upp. Eto’o hefði auðveldlega geta fengið rautt spjald þegar hann reyndi að klára tímabilið hjá Jordan Henderson og Oscar tók sér smá pásu frá því að væla og tók tveggja fóta tæklingu á samlanda sinn Lucas Leiva. En í hvorugt skipti fengu þeir einu sinni spjald. Dómgæsla með hreinum ólíkindum.
Dómarinn tók af okkur stig í dag, sem að hefði sennilega verið sanngjörn úrslit. Svo einfalt er það. Jose Mourinho sýnir svo klárlega hversu mikill trúður hann er með að ásaka Suarez um að hafa hent sér niður í seinna brotinu.
Maður leiksins: Mignolet varði vel í eitt skipti en hann hefði klárlega geta gert meira í seinna markinu. Skrtel og Sakho voru ágætir, en Agger er ekki bakvörður og Glen Johnson var afleitur í leiknum í dag. Ég sat með veikan son minn mér við hlið og var því ekki mikið að æsa mig yfir leiknum, en um það bil helmingur af öllu sem ég hrópaði á sjónvarpið var tengt Glen Johnson. Enda var hann að lokum tekinn af velli, sem sýnir hversu mikilvægt það er að hrópa réttar skipanir á sjónvarpið.
Miðjan okkar var slöpp í fyrri hálfleik og menn virtust einfaldlega vera uppgefnir. Skánaði þó umtalsvert í seinni hálfleik. Frammi voru Suarez, Coutinho og Sterling ágætir, en þeir náðu ekki að skapa sér nægilega mikið af færum og ekki bætti það ástandið að Suarez var rændur tveimur vítaspyrnum. Var ég búinn að minnast á það hversu mikið Howard Webb skeit uppá bak í þessum leik?
Chelsea voru á bekknum með 50 milljóna framherja, besta vinstri bakvörð síðustu ára á Englandi, Juan fokking Mata, Mikel, Michael Essien og André Schürrle sem þeir keyptu fyrir 18 milljónir punda í sumar. Við vorum með Kolo Touré sem kom ókeypis til okkar, Cissokho sem er á láni, Luis Albert og Aspas ásamt tveimur táningum. Við erum með frábært lið, sem getur spilað frábæran fótbolta, en við erum með núll breidd núna þegar að Gerrard, Enrique og Sturridge eru meiddir. Það er munurinn á okkur og Chelsea. Chelsea gátu gert fimm breytingar á milli leikja, en við þurftum að keyra á tveimur miðjumönnum sem voru 70% heilir að sögn Rodgers (Allen og Henderson). Að vera með svona litla breidd og fá þessa tvo erfiðustu útileiki tímabilisins á þremur dögum var einfaldlega of mikið fyrir þetta lið.
Núna er fyrri umferðin búin í deildinni. Við erum í fimmta sæti með 36 stig á eftir Arsenal (42), Man City (41), Chelsea (40) og Everton (37). Við erum tveimur stigum á undan Man U og Tottenahm og þremur á undan Newcastle. Þetta er ótrúlega jafnt og spennandi.
Við erum hins vegar búnir að spila á útivelli gegn 9 af 11 efstu liðunum í deildinni.
Við höfum spilað 9 leiki á heimavelli, unnið 8 og tapað einum (gegn Southampton). 24 af 27 stigum.
Við höfum spilað 10 leiki á útivelli. Unnið 3, gert 3 jafntefli og tapað 4. Af þessum 10 útileikjum eru semsagt 9 gegn liðum í efstu 11 sætum deildarinnar – sá tíundi var svo gegn Sunderland. Töpin 4 á útivelli voru gegn Arsenal, City, Chelsea og Hull.
Eftir þessa jólageðveiki þá verður prógrammið aðeins léttara núna. Við eigum heimaleik gegn Hull á nýársdag og svo mætum við Stoke úti og Aston Villa heima áður en við mætum Everton á Anfield í lok janúar. Við þurfum einfaldlega að vinna alla þessa leiki. Þeir þrír fyrstu eru klárlega leikir sem við eigum að vinna og við verðum að klára Everton á Anfield til þess að leiðrétta þau mistök að þeir séu enn og aftur fyrir ofan okkur í töflunni. Ef að Everton blaðran verður ekki sprungin þegar þeir mæta á Anfield þá verðum við að sprengja hana þar.
Árið 2013 er búið að vera gott ár fyrir LFC. Liðið hefur tekið gríðarlegum framförum og við höfum keypt menn einsog Sturridge, Coutinho og Mignolet. Við höfum séð Luis Suarez leika besta fótbolta sem að Liverpool maður hefur sýnt (allavegana síðustu ár) og við höfum fengið miklu fleiri stig en árið á undan. Það er miklu fleira jákvætt en neikvætt við þetta lið.
En núna opnar janúar glugginn og Rodgers þarf bara að benda á bekkinn í dag til þess að sýna FSG að það þarf að bæta hópinn. FSG sýndu frábær viðbrögð með samningnum við Suarez, en það er algjört grundvallarmál að komast í Meistaradeildina. Núna eigum við í fyrsta skipti í langan tíma sjens á að komast þangað eftir mitt tímabil. Það væri glæpsamlegt ef að FSG veitir Rodgers ekki allan þann stuðning sem hann þarf til að koma þessu liði áfram. Ég er bjartsýnn á að hann fái þann stuðning og að við klárum 1-2 góð kaup í janúar.
Útileikirnir sem eru eftir á tímabilinu líta svona út: Stoke, WBA, Fulham, Southampton, Man U, Cardiff, West Ham, Norwich og Crystal Palace. Ef við höldum áfram að pakka liðum saman á Anfield og bætum útivallarárangurinn umtalsvert þá hef ég fulla trú á að okkar menn geti klárað dæmið og komið sér í Meistaradeildina á næsta tímabili. Ef það tekst, þá gætum við alveg eins endað í 2-3 sætinu. Það er frábært að vera við áramót ekki eingöngu í baráttu um Meistaradeildarsæti heldur líka um titilinn. Við þessi áramót er ég allavegana mun bjartsýnni en þau síðustu. Brendan Rodgers er á réttri leið.
Gleðilegt ár!
já coward webb
hvað skal segja vorum skelfilegir að koma bltanum frá
en þetta átti að vera rautt þarna í endann.
Það er ekkert grín hvað þetta er sárt !
Það var heimadómgæsla sem kom i veg fyrir stig úr þessum leik en annars er ég ánægður með mína menn, þeir eru búin að taka miklum framförum á þessu tímabili. Sérstaklega Sterling, djöfull á hann eftir að verða góður!
Komnir í 5. sætið, tveimur stigum á undan Manchester United og Everton komnir fyrir ofan okkur.
Við sem vorum á toppnum fyrir fjórum dögum….
Tveir leikir í röð þar sem dómarinn stelur senunni!
Og þeir sem vilja Reina heim ættu að láta renna af sér. Mignolet er mun betri markmaður og á bara eftir að verða betri!
Ég veit að hatur er ekki mjög jólalegt. En hvað getur maður sagt um chelsea og bölvaðan pappakassann hann h.webb?
Annars sást greinilega að það er komin þreyta í mannskapinn. Margar misheppnaðar sendingar og flestir dauðir boltar töpuðust. Nú er bara að taka neðri liðin.
Við vorum góðir í síðasta leik á móti City en töpuðum samt, það vantaði neistann í dag, fannst leikmenn ekki hafa trú á þessu, eða Chelsea hreinlega bara betri.
Við eigum erfiða baráttu framundan að ná 4ða sætinu.
Hundfúlt en því miður viðbúið fyrir þessa tvo leiki að uppskeran yrði rýr. Ekki ætla ég að væla mikið yfir dómurum en ljóst að ef dómgæsla jafnast út yfir heilt tímabil þá eigum við mikið inni eftir þessa tvo leiki!
Núna verðum við bara að horfa fram á veginn og vinna Hull á nýársdag. Ég er skíthræddur við þreytu og svekkelsi í hópnum fyrir þann leik þar sem 3 dýrmæt stig verða í boði.
Dómaraskandall, Suarez átti að fá tvö víti og Oscar rautt fyrir tveggja fóta tæklingu. Howard Webb er skítadómari
Hvernig gat hann ekki dæmt víti á þetta?
Það sýndi sig því miður í dag að við erum aðeins á eftir liðum eins og Chelsea. Á meðan þeir setja Ashley Cole, Obi Mikel og Fernando Torres inná sem varamenn þurfum við að henda Brad Smith inná. Munurinn er fyrst og fremst þarna. Fjöldi gæðaleikmanna er einfaldlega fleiri hjá hinum toppliðunum, sér í lagi þegar vantar jafn góða leikmenn og Gerrard og Sturridge. Það þarf að styrkja hópinn í janúar með leikmönnum sem geta farið inn í byrjunarliðið ef Liverpool ætlar að ná meistaradeildarsæti.
Þrátt fyrir þetta allt saman átti LFC að fá víti og geta náð 2-2 stöðu. Við erum ekki langt frá þessu. Gátum einfaldlega ekki betur í dag.
Howard Webb horfir beint á þetta, bölvaður aulinn. Hann þorir ekki eða hafnar því að flauta á þetta. Ég veit eiginlega ekki hvort er verra.
Já, það er stutt á milli hláturs og gráturs. Getum huggað okkur við það að erfið leikjahrina að baki og hér eftir verðum við á sigurbraut!
Nú ætla ég ekki að kenna fokking dómaranum um tapið, en… hörmgunar dómgæsla. Alltaf víti, alltaf rautt á Oscar, tveggja fóta tækling.
Þetta er ógeðslegt tudda lið þetta Chelsea lið. Og byrja að tefja á 50. mínútu, detta við minnstu snertingu. Sökkar big tæm og skil ekki að einhver skuli halda með þessu ógeðslega liði.
Og svo verð ég nú að setja spurningarmerki við skiptingar Rodgers, sérstaklega að setja Smith inná, en ekki Alberto. Næ því ekki. Hann hefði verið miklu betri í að skapa eitthvað.
Jæja, fokk it. Viðbúið að tapa þessum leik líka. Voru slakir í þeim fyrri en fínir í þeim seinni en gátu aldrei brotið aftur vörn Chel$skí. Nú á Liverpool öll þessi efstu lið heima og það er ekkert annað í stöðunni en að vinna þá leiki.
Ég er mun pirraðri núna en eftir tapið á móti City.
Sælir félagar
Þrátt fyrir að Howard Webb eigi að vera til helminga í bláu og til helminga í MU rauðu er ekki hægt að sakast við hann um slaka frammistöðu okkar manna í þessum leik. Glenn J. ( sem fer að fá viðurnefnið Glenda aftur ef hann batnar ekki) var dæmigerður fyrir afar slaka frammistöðu liðsins. Hann var þó einna slakastur og lagði nákvæmlega ekkert til leiksins nema eitt skot og búið.
Það eru engar afsakanir fyrir frammistöðu liðsins í dag. Hitt er annað að við erum í sæmilegri stöðu í fimmta sætinu og þetta tap enginn heimsendir þó að manni sæki kvíði um að nú sé botninn að detta úr frammistöðu liðsins. Hull er næst og er að spila með þeim hætti að svona frammistaða þýðir einfaldlega tap gegn þeim á Anfield.
Liðið verður því verulega að taka sig á og spila samkvæmt getu en ekki ætlast til að fá eitthvað gefins. Ljóst er að það vantar alvöru bakverði báðu megin og svo einhvern sem getur bakkað Suarez upp í sókninni. Vonum að janúar bæti úr þessu þó ólíklegt sé að við fáum þrjá alvöru leikmenn í þeim glugga.
Það er nú þannig.
YNWA
chestlie er eitt leiðinlegasta og óíþróttamannslega lið í deildinni. Staðreynd á meðan móri stjórnar þeim.
Ánægður hins vegar með okkar stráka sem voru í brekku allann leikinn. Kemur berlega í ljós hve breiddin er brothætt hjá okkur þegar við lendum í svona mulningsvél.
Það þarf ekki að eyða mörgum orðum í þetta Webb dæmi. Algjör jólasokkur.
Djöfull hata ég þessa dómara andskota þessa daganna fari þeir allir saman í rassgat!!!!!!!!!!!!!!
Við vorum að leika við 2 lið sem eiga endalausa peninga og geta verið með þvílíkt góðan bekk. Við erum einfaldlega ekki með nægilega stóran leikmannahóp til að keppa um titilinn.
Sæll Sigkarl, afhverju fær leikmaður kvenmannsgælunafn ef hann spilar illa?
Súr leikur.
Hætt við að Hull leikurinn verði erfiður með hálft liðið í hnjaski eftir þessa tudda. Það verður nóg að gera hjá sjúkraþjálfurunum að koma mönnum í stand.
Nú þurfa menn að vera fljótir að kaupa alvöru menn í liðið, þrjá byrjunarliðsmenn amk takk.
YNWA
Annar leikurinn í röð þar sem Liverpool kemur andstæðingum í opna skjöldu og kemst yfir en getur síðan ekki varist. Einhver meistaralið hefðu nú bara pakkað í vörn og sagt þetta gott ( Mourinho anyone )
Nákvæmlega O, Sigkarl getur verið ákaflega barnalegur.
Svekkjandi úrslit.
Er hættur að horfa á Enska boltann.
Mun ekki endurskoða þá ákvörðun fyrr en 2014.
Að þurfa að etja kappi við þetta Chelsea er eins og að spila tölvuleik við krakka sem kann öll svindlin og þú getur ekkert gert í því. Endalausir peningar flæða um ganga Stamford bridge og það eina sem við getum gert er að horfa á þetta lið kaupa sér titilinn. Síðan bætir ekki úr málunum að stuðningsmenn liðsins eru með því vitlausasta og að eiga samræður við Chelsea mann er örugglega jafn gefandi og að verða fyrir bíl.
Skil ekki hvað menn eru að mæra þennan Howard Webb. Hann er engu betri en Mason sem dæmdi leikinn við man shittí. Það sem verra er, að hann segjist örugglega hafa séð atvikin en ekki séð neitt að þeim. Eins og brotið á Suarez þar sem terry keyrir hann niður inn í teig.
Verð að skrifa mig frá þessu er gjörsamlega brjálaður !!!!
Þetta er óskaplega einfalt annað hvort er búið að breyta reglunum í leiknum eða það má alltaf brjóta á Suarez eða hitt það sem má í teignum má ekki útá vellinum.
Það er alveg hægt að röfla dómarinn tapaði ekki leiknum og bla bla bla en HANN BARA GERÐI ÞAÐ, hann sleppti 2 vítaspyrnum ein svo greynileg rétt fyrir framan nefið á honum og rétt á eftir dæmir hann aukaspyrnu á Henderson fyrir að “brjóta” á hazard þar sem hann er allvegna 30 m lengra í burtu heldur en frá meintu víti en hazard lagðist í grasið það hlítur að vera aukaspyrna ekki er hann “frægur” dýfari.
Howard webb skammastu þín !!!
Okey aðeins búinn að róa mig Koma svo LFC. að mestu leyti getum við verið sáttir við spila mennskuna í síðustu 2 leikjum það segir manni mikið um liðið að við töpum á móti 2 bestu liðum á englandi á útivelli en maður er sammt brjálaður yfir tapinu, þannig að liðið lítur bara vel út og gengur vonandi betur á nýju ári og að nokkrir dómar detta með okkur.
Ég ætla ekki að pirra mig á þessum leikjum gegn City og Chelsea. Það vildi einfaldlega þannig til að við fengum tvo erfiðustu útileikina með stuttu millibili.
Erum búnir að hafa það gott í vetur og fengið góða hvíld á milli leikja. Í jólatörninni reyndi hinsvegar á breiddina og þar kom í ljós að hún er einfaldlega ekki nógu mikil. Þegar Brad Smith kemur inn á í leik gegn Chelsea er fokið í öll skjól. Segir allt sem segja þarf.
Nokkur atriði. Agalegt að horfa upp á vörnina þessa dagana og markvörðinn gefandi mörk þar fyrir aftan. Liðin skora mörk gegn okkur þegar engin hætta virðist vera á ferðum (t.d. eru Chelsea að sækja 2 á 5 þegar Hazard skorar) og laflaus skot eru að leka gegnum linar hendur Mignolet. Öll vafaatriði eru að falla gegn okkur þessa dagana og með rökum er hægt að segja að Liverpool hafi verið rænt 2 stigum og höfuðandstæðingum færð 2 í jólagjafir ( 3-4 vítaspyrnur klárar sem ekki koma, löglegt mark dæmt af og Etoo fékk meira að segja að fara einn í gegn rangstæður til að klára leikinn gegn okkur með Sterling er dæmdur í bulli fyrir innan gegn City. Þetta eru rándýrar ákvarðanir fyrir Liverpool. HVAÐ ER AÐ FRETTA af Glen Johnson?? Virkilega ergilegir dagar fyrir Liverpool-mikil vinna og erfiði varð að engu og höfuðandstæðingar Liverpool vinna allir. FOKKKKKK
Þetta var bara ekki okkar dagur. Varamannabekkurinn ekki burðugur í svona leik. En 5. sætið er bara gott eftit fyrri umferð. Vona að Rogers geti bætt við betri leikmönnum í næsta mánuði.
ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!
Ó gvuð.. getum við haldið þessari umræðu um hvað við erum svekt með að Liverpool tapaði en ekki hvað við erum svekt með að einstaklingur kalli leikmann kvennmannsnafni.
Sælir félagar
Margt er sagt í hita leiks sem orkar tvímælis. Ég er sammála því að það er ekki ástæða til að kven kenna laka leikmenn þó segja megi að líkamlegt atgervi/styrkur kvenna sé almennt séð minni en karla. Dreg þetta því til baka og segi bara pass. En hitt er ekki spurning að frammistaða GJ var afar slök.
Það er nú þannig
YNWA
Gott Sigkarl, ég dreg mitt líka til baka. Allir sáttir (nema með fokking tapið).
Sá leikinn á hollenskri stöð. Þeirra niðurstaða er að Liverpool sé ekki tilbúið, of þunnur hópur. Hinsvegar hlógu þeir að dómgæslunni. Hversvegna er þetta ekki víti á Eto og hvað er Webb að benda eftir brotið…. Þeir hlógu bara. Í öðru lagi áttu að vera 2 rauð spjöld. Oscar og Eto.
Einnig töluðu þeir um að Suarez væri í lífshættu á vellinum, það má nánast hvað sem er þegar hann er annars vegar.
CFC eru Leeds úr kvikmyndinni The Damned United
Ef að Suarez hefði 1-2 heimsklassa leikmenn með sér frammi þá mundi hann eflaust skora meira gegn toppliðunum
Ókey. 6 töpuð stig 2 erfiðir leikir mótið hálfnað, frammistaða liðsins er með ólíkindum og við ættum að vera glaðir bjóst einhver við að værum að berjast um topp 4 á þessum tímapunkti?
@Sigkarl
Sammála þér með þetta. Döpur frammistaða, breiddin lítil og súr endir á árinu 2013.
Erum þó bara 6 stigum frá toppnum og erum í bullandi séns varðandi Meistaradeildarsæti. Ég hefði tekið þessu fyrir tímabilið.
Annað, Sterling fær mikið hrós fyrir frammistöðuna í síðustu leikjum og þessi leikur var engin undantekning.
(stuna)
hvað er hægt að segja? Þeir gersamlega völtuðu yfir okkur í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var svona týpískur Mourinho-style. Chelsea gerðu bara það sem þeir þurftu að gera. Hafði það alltaf á tilfinningunni að þeir gætu skipt um gír ef þess yrði þörf.
Kom bersýnilega í ljós að okkur sárlega vantar sterkan miðjumann/menn. Litlu býflugurnar okkar (Henderson, Allen og Lucas) réðu ekkert við miðjuna hjá Chelsea. Við vorum algerlega outnumbered og outclassed þar.
Sammála því að þeir sem vilja fá Reina aftur í markið ættu að láta renna af sér. Mignolet bjargaði okkur frá stærra tapi. Skrifa seinna markið alveg jafn mikið á Skrtel sem enn einu sinni mistókst að koma sér fram fyrir manninn sem hannn á að dekka.
Johnson, hef miklar áhyggjur af honum. Hann er búinn að vera slakur undanfarið, en þessi frammistaða var hreinasta hörmung. Nenni ekki að ræða fleiri leikmenn, en flestir þeirra voru slakir. Nenni heldur ekki að ræða Howard Webb…….helvítis fokking fokk.
Til eigenda Liverpool:
TAKIÐ UPP HELVÍTIS VESKIÐ!! Okkur vantar a.m.k. þrjá sterka leikmenn sem gera strax tilkall í byrjunarliðið. Breiddin er engin. Hver var þessi Smith?? Er nokkuð viss um að BR sé enn að naga sig í handarbakið yfir þeirri skiptingu.
Framhaldið:
Úfff…….við eigum rosalegan leik eftir rúma 68 klukkutíma! Með þessari spilamennsku þá töpum við fyrir Hull, það er bara þannig. Þreyta, lítil breidd og sjálfstraustið sennilega í molum. Það þarf að kalla á aukavakt í sjúkraþjálfunar- og sálfræðiteymin hjá klúbbnum. Hef miklar áhyggjur af næstu 2 – 3 leikjum. Nú reynir aldeilis á BR.
Ljósið í myrkrinu:
a) Erum bara einu fucking stigi frá 4. sætinu og 6 stig frá toppsætinu.
b) Eigum eftir að fá Arsenal, City, Chelsea, Everton og Tottenham á Anfield.
c) Erum með flottan þjálfara sem MUN fá pening til að versla í janúar.
d) Fáum Sturridge og Gerrard aftur í liðið í janúar.
Þetta voru erfið boltajól.
Út með Glen J. og inn með Reina, Það munn redda okkur upp meðal fjögura efstu, annars mjög stoltur af okkar mönnum í dag, mistök markvarðarins og Johnsson ollu því að við misstum af stigi í dag, liðið er að spila fantagóðan bolta og verða í einu af fjórum efstu í vor.
Tveir súrir leikir í röð og mannfallið orðið talsvert í frekar þunnum hóp. Báðir mótherjarnir eiga endalausa peninga og maður var hálf gáttaður á bekknum hjá Chelsea sem kostar ekki minna en 100 milljónir punda. Mata, Torres, Essien, Mikel, Shurle …. úff og aftur úff.
Í hálfleik horði maður á bekkinn okkar og þarna vantaði einhvern gamechanger en …. já ok.
Núna skiptir máli að safna saman liði, vinna þá leiki sem þarf til, til þess að koma okkur í topp 4 og vera þar í lok leiktíðar, það þarf að bæta við 2 leikmönnum núna í janúarglugganum til að komast þangað og það er miðjan og vinstri bakvörðurinn sem verður að styrkja.
Maður áttar sig líka á því hversu ömurlegt það getur verið að dómarar hafi aðra skoðun á hlutunum en maður sjálfur, tæklinginn á Hendó var náttlega fáránleg í dag og merkilegt að Eto hafi hangið inná eftir það.
En nú er að sleikja sárin, fylkja liði og styðja á bak við okkar menn.
YNWA!
Munid thid i alvorunni ekki astaeduna fyrir thvi ad Reina var lanadur burt ? Haettid thessu vaeli, Mignolet er retti madurinn milli stanganna!
Glen Johnson er á leið til West Ham í næstu viku, þar ætlar hann að iðka knattspyrnu með hinum gaurunum sem skitu á sig í Liverpool búningi. Spurnig hvort Aspas fylgi honum ekki líka, hönd í hönd með Borini.
Enn og aftur sér maður svona tölfræði og maður veltir fyrir sér hvar við værum á töflunni bara ef helmingurinn hefði farið inn!!
“The Reds have now hit the woodwork 16 times this season – more than any other Premier League side.”
Þetta er ekki flókið. Tvö töp, tveir Suarez markalausir í röð. Tökum þetta út á Hull á Nýársdag.
Af textalýsingunni á Eurosport.
” 95´ The Liverpool free kick is cleared, and Mourinho is celebrating. What a spectacular man he is, dumping Liverpool out of the title race, and staying in it, with this match tonight. That’s full time.”
Úff…meira hvað fjölmiðlamenn elska að sleikja rass***** á þessum ofmetna Portúgala. Mér er orðið næstum jafnilla við Jose Mourinho og Man Utd. Hrokinn hreinlega drýpur af þessu skítapakki. Aldrei í knatsspyrnusögunni hefur jafn miklum peningum verið í jafn ömurlega leiðinlega varnar og bully-knattspyrnu og þá sem þessi vitleysingur býður uppá viku eftir viku, ár eftir ár.
Hvað sem gerist í ár þá bið ég til Guðs, Búdda, sólguðsins Ra og Svamps Sveinssonar og Miley Cyrus. Plís…bara plís ekki leyfa Chelsea að verað enskur meistari eða vinna nokkurn titil þetta árið.
@AEG
Afsakaðu orðbragið en mikið djöfull er ég sammála þér. Viðtalið við þennan sama mann á BBC vefnum framkallaði ógleði af verstu sort. Ég sleppi því að setja mitt álit á þessum manni hér á skjáinn!
Núna þurfa eigendur liðsins að halda áfram að styðja Rodgers í kaupum, hvaða lið sem ætlar að berjast á topnnum hendir inn Brad Smith þegar liðið er undir á Brúnni.
Við eigum jú Sturridge, Gerrard, Enrique og Flanagan inni en mér er alveg sama, það þarf fleiri gæða leikmenn í hópinn.
En núna tekur við aðeins léttara prógram og við fengum 3 stig af 9 á þessum 3 virkilega erfiðu útivöllum sem að ekki mörg lið sækja stig á.
Ekki hjálpaði það til að fyrir leikinn voru bæði Henderson og Allen meiddir og spiluðu á 70% getu samkvæmt Rodgers.
Joe Allen and Jordan Henderson probably played at 70 per cent, they were both injured. Joe had an injection to try to quash the pain in his abductor.
Vissulega fúlt að hafa ekki fengið neitt útúr þessu en nú eru þessir 2 erfiðustu leikir búnir og bara einn erfiður útileikur eftir á tímabilinu. Niðurstaðan mun ekki ráðast af útileikjunum gegn tveimur sterkustu liðunum – ef við verðum áfram sterkir heima og vinnum “skyldusigrana” verðum við í bullandi toppbaráttu. Upp með hökuna og walk on.
Eins og það sé ekki nógu erfitt að spila við þessi olíulið á útivelli fyrir, heldur þurfa dómararnir og línuverðirnir líka að vera með drullu. Rangstaðan gegn City, tveimur vítum í dag og tveimur rauðum spjöldum sleppt.
Að Webb hafi ekki dæmt víti og rautt spjald á Eto’o er hlægilegt. Stóð beint fyrir framan atvikið! Og tæklingin á síðustu mínútunni, tveggja fóta með sóla á lofti og fær ekki einu sinni spjald.
Svo sýndi Ferguson-rassasleikjan forheimsku sína með því að heimta gult á Suarez. Djöfuls viðbjóðs fótbolti sem maðurinn spilar, fullt af kýlingum, grófum tæklingum og töfum í fyrri hálfleik. Og þetta dýrka pappaspjöldin í stúkunni þeirra. Furðulegt lið.
Getum við ekki farið að koma því einhvern veginn í gegn að Coward webb sé frá Liverpool svæðinu svo við losnum alfarið við ódómgæslu frá þessu (ljótt orð).
Glen johnson var hins vegar lélegasti maðurinn vallarins og hálf hlægilegt að sjá til hans hvort sem var í vörn eða sókn!
Held það sé engin ástæða til að missa sig yfir þessu. Tveir sigrleikir og Liverpool gæti verið komið á toppin aftur. Þetta eru tveir erfiðustu útivellirnir í deildinni í dag og menn geta bara borið höfuð hátt, sérstaklega með frammistöðuna gegn City. Það vantar ennþá meiri gæði í Liverpool liðið. Erum bara með 2 heimsklassamenn í liðinu og annar á sjúkralista. Vonandi verða einhver gæði versluð núna í janúar. Held samt að við náum enn topp 4. Látum ekki deigan síga 🙂
Alveg óþarfi að æsa okkur yfir þessum úrslitum. Svona er bara staðan hjá okkur. Liðið okkar er mjög þunnskipað og þurfum að treysta á of marga leikmenn sem ættu í raun ekki að vera í okkar liði því gæðin eru ekki næg. Þurfum að kaupa betri leikmenn og hafa sterkari bekk. Vonandi leysist þetta i næstu gluggum.
Það er hrikalega erfitt að einblína ekki á dómarann er við horfum á svona skitur eins og við höfum séð í þessum tveimur leikjum. Við erum að tapa þessum leikjum með minnsta mun og megum bara alls ekki við því að fá ekki sanngjarna dómgæslu. Þetta var slæmt í dag og ennþá verra í síðasta leik.
Coward Webb og aðstoðarmenn hans voru enganvegin með sanngjarna dómgæslu í dag og það telur. Víti á 81 mínútu hefði gefið okkur þann séns sem við þurftum til að komast inn í leikinn og ef allt væri eðlilegt væri Eto´o þar loksins klárlega að fá rautt spjald, eitthvað sem hann átti að fá á 1.mínútu. Stórar ákvarðanir sem féllu ekki með okkur og þetta kostaði okkur stig í dag. Ekki vantaði að maðurinn flautaði svo á allann andskotann fyrir utan vítateigana, þar var nóg að detta til að fá aukaspyrnu.
Eina vafaatriðið sem ég skal gefa Webb og co er tæklingin hjá Oscar í lokin, hann sá það klárlega ekki og þetta er það seint í leiknum að það skipti ekki máli. Viðbrögð Lucas voru mjög skiljanleg.
En leikurinn tapast hinsvegar fyrst og síðast á hræðilegum fyrrihálfleik okkar manna. Þeir virðast ekki hafa grænan grun hvernig þeir eigi að verja forystu í stóru leikjunum. Það er fáránlega pirrandi að ná bara einu stigi eftir að hafa verið yfir á Goodison, Etihad og Stamford Bridge. Þessi lið hafa verið að opinbera allt of mikið veikleika okkar í varnarleiknum og refsa okkur illa. Þetta er eitthvað sem við vorum að gera betur í upphafi mótsins með reynsluboltann Toure fremstan í flokki, spurning hvort það sé tilviljun? Skrtel er a.m.k. að gefa allt of mikið af mörkum.
Meiðsli Sakho er eitthvað sem við þurfum að vera verulega stressuð yfir, megum enganvegin við að missa hann en Rodgers þarf líka að fara skoða gömlu glósubækurnar frá Houllier og Benitez til að finna út hvernig hægt er að loka, læsa og slökkva ljósin þegar þitt lið er komið með forystu í stórum leik. Stigin skipta meira máli í svona leikjum heldur en flott spilamennska, stuðningsmenn Chelsea geta vottað fyrir það.
Liverpool liðið er búið að spila 7 leiki í þessum mánuði og nánast alla á sama liði, það er engin breidd á bekknum eins og ég fór yfir í upphitun fyrir þennan leik og það er að bíta okkur illa í rassinn núna. Það er alveg afsökun að geta ekki keppt við Chelsea og City hvað þetta varðar en ef við ætlum að hjóla í toppbaráttuna þurfum við eitthvað merkilegra upp á að hlaupa heldur en Jones, Toure, Cissokho, Rossiter (16 ára), Smith, (allt varnarmenn að upplagi) ásamt svo Alberto og Aspas sem fá mjög lítið að spila og breyta litlu. Þetta er ekki nógu gott. Ég veit að við eigum nokkra menn á meiðslalistanum en ég man ekki eftir neinu tímabili þar sem við erum ekki með 2-6 menn á þeim lista. Bara Shelvey eða Downing hefðu gert gagn í dag, leikmenn sem kannski mátti bíða með að losa sig við strax upp á að hafa smá meiri breidd?
Það að setja Brad Smith inná og hafa Rossiter á bekknum ættu að flokkast sem hávær skilaboð til Boston.
Liðið kom ágætlega til baka í seinni hálfleik þrátt fyrir að vera augljóslega búið á því líkamlega. Það er ekki tilviljun að leikmenn (Sakho og Allen í þessu tilviki) fari meiddir af velli núna, þeir hafa ekki úthald í þetta. Johnson hefur verið mjög dapur undanfarið og menn virðast alveg horfa framhjá því að hann er líklega mjög þreyttur. Hann spilar alla leiki og hefur nú ekki verið þekktur fyrir að hanga svona lengi hingað til. Lucas og Henderson eru eins þó þeir hafa líklega eitt besta þolið í hópnum, voru eðlilega ekki með sama kraft núna og gegn City um daginn.
Coutinho virkar alltaf þreyttur í seinni hálfleik, það á ekkert bara við um desember, Sterling hefur ekki spilað eins mikið á þessu tímabili og virtist reyndar hafa nægan kraft í dag. Það væri síðan rannsóknarefni ef að Suarez sýndi ekki smá þreytumerki.
Þetta var mjög fyrirsjáanlegt fyrir þennan leik gegn Chelsea og ég kom nokkuð ítarlega inn á það í upphitun. Þeir eru að setja Ashaley Cole inná ásamt Mikel og Torres. Allt leikmenn sem líklega hefðu byrjað hjá okkur í dag.
Engu að síður vorum við bara einni (sanngjarnri) ákvörðun dómara frá því að fá a.m.k. eitthvað út úr þessu og áttum að auki 16. skotið í tréverkið á þessari leiktíð. Það er svakalega stutt á milli hláturs og gráturs í þessu.
Með svona mikil meiðsli er ég mjög stressaður fyrir Hull leikinn, þeir unnu síðasta leik 6-0 og fá degi meira í hvíld. Janúar er engu að síður mun þægilegri en desember hvað álag varðar og við förum vonandi að sjá Gerrard, Sturridge og Enrique aftur fljótlega.
Við höfum núna klárað leiki við liðin í topp 8 á útivelli (nema United) og höfum hingað til verið nokkuð góðir á Anfield. Vonandi heldur það áfram 2014
https://twitter.com/BassTunedToRed/status/417354953246920704/photo/1/large
Það skiptir nákvæmlega engu máli þótt Liverpool hafi spilað illa því eftir allt að þá áttum við að fá allavega eitt stig úr þessum leik. Það sást frá fyrstu mínútu að Liverpool var ekki að fara fá neitt úr þessum leik.
Eto hefði átt að fá rautt í byrjun leiks, ef ekki gult.
Suarez hefði átt að fá tvö víti þegar Terry hélt honum niðri og þegar Eto braut á honum. Ef Eto hefði fengið gult í byrjun leiks að þá hefði þetta átt að vera hans annað gula. Sémsagt víti og rautt á Eto.
Oscar hefði átt að fá rautt fyrir þessa tæklingu á Lucas, þetta var gróf tækling.
Það er rétt Babu, king Shelvey hefði verið flottur í dag, við söknum hans mikið.
Skýrslan komin inn.
Það ganga flest lið í gegnum erfitt program á tímabilinu. Meistaradeildin á eftir að taka sinn toll af toppliðinum, ekki nokkur spurning. Talandi um erfitt program ; )
Bayern Munich v Arsenal Tue 11 Mar 19:45
Tottenham v Arsenal Sat 15 Mar 15:00
Chelsea v Arsenal Sat 22 Mar 15:00
Arsenal v Man City Sat 29 Mar 15:00
Everton v Arsenal Sat 5 April
Shiiiiiiiiiiiit
Hver nennir að fletta upp tölfræðinni og sýna fram á að “Þegar Skrtl skorar þá töpum við” :/
Ég veit ekkert um taktík en er ekki eitthvað einkennilegt að spila á útivelli gegn City og Chelsea, komnir með forystu og halda áfram að vera með Allen og Henderson í hápressu? Lucas var einn með risasvæði þegar þeir brutust í gegn, sem var alveg ítrekað. Hefði haldið að Allen ætti að droppa við hliðina á Lucas og loka þannig öllum svæðum. En þetta er annar leikurinn í röð sem liðinu er stillt upp til að skora fleiri mörk heldur en andstæðingurinn.
Brendan fær falleinkunina í þessum leik. Mér fannst liðið spila vel og hlaupa úr sér lungun en þetta var sóknarsinnaðra heldur en nokkurn tímann Ferguson lét liðið sitt spila.
Fín skýrsla Einar.
En eru ekki léleg kaup Rodgers að koma i bakið a okkur?
Aspas og Alberto eru ekki i klassa. Síðan ma setja spurningamerki við liðs val Rodgers i þessum tveimur leikjum með tilliti til næsta leiks við Hull. Hefði t.d. Rodgers átt að stilla upp (varaliði) i öðrum hvorum leiknum? Við eytt um mikilli orku, menn meiddust og ekkert stig i hús. Þetta er bara alls ekki nógu gott….
Framhaldið ræðst a móti Hull. Sa leikur verður að vinnast annars er Rodgers i vanda!
Flott leikskýrsla og skynsamlegt að skrifa hana nokkrum klukkutímum eftir leik, þ.e. ná bræðinni úr sér 🙂
Þetta er búið að vera algerlega frábært ár hjá okkur púlurum og í fyrsta sinn í langan tíma erum við í bullandi séns með að ná þessu margumtalaða 4. sæti. Við skulum samt ekkert blekkja okkur, það eru ýmsar erfiðar hindranir framundan. Breiddin er lítil, menn þreyttir og sjálfstraustið örugglega ekki upp á marga fiska í augnablikinu.
Hef hins vegar fulla trú á að eigendurnir taki upp budduna (annað meikar bara ekki sens ef þeir vilja fá þá peninga sem sæti í meistaradeildinni gefur) og versla 2 gæðaleikmenn sem gera strax tilkall í byrjunarliðið.
Verum bjartsýnir og horfum á jákvæðu hliðarnar. Gleðilegt nýtt ár kæru púlarar!
Mikið sammála félögum mínum hér, skýrslu Einars og kommentum Babú.
Sem starfandi flautuleikari þá er ég sorgmæddur yfir frammistöðu tveggja síðustu slíkra sem ég hef horft uppá, en ætla ekki að láta það skyggja á gleði mína með þetta ár, 2013 sem er klárlega bjartasta ár okkar frá 2009.
Vonandi verður liðið styrkt strax í upphafi janúar!
En eins og við podcöstuðum um þá var það alltaf bónus að ætla að ná í stig á þessum tveimur útivöllum, það áttum við svo sannarlega skilið og það svíður auðvitað mest.
Chelsea er því miður að detta í ógeðslega viðbjóðs Mourinho gírinn. Leiðinlegra lið en þornandi málning, grófir og ruddalegir í sinni spilamennsku og með 80% áhersluna á varnarleik……en vinna marga leiki. Þeir um það, stuðningsmenn þeirra vonandi gleðjast þó við séum með æluna í hálsinum.
On we go…en það verður forvitnilegt að sjá byrjunarliðið gegn Hull miðað við viðtalið við Rodgers í kvöld…
Einar Örn, er það viljandi að enginn fær tilnefninguna maður leiksins?
Núna hefur maður smá áhyggjur af því að það takist að stilla upp liði á móti Hull, þ.e. að það takist að finna menn sem eru bæði ómeiddir og (nokkurnveginn) óþreyttir. Hef á tilfinningunni að aðalliðið sé talsvert útjaskað í augnablikinu, og spurning hvernig gangi að tjasla mönnum saman fyrir miðvikudagskvöldið.
gleðilegt ár
Frábær leikskýrsla Einar Örn. Ég beið eftir henni áður en ég kommentaði hérna og ég tek undir hvert orð.
Nokkrir punktar:
* Eins og Einar Örn sagði er nógu erfitt að spila með erfið meiðsli og enga breidd á útivelli gegn City og Chelsea á þremur dögum. En að gera það og fá stóra vafadóma (þ.m.t. löglegt mark ranglega dæmt af) gegn okkur? Það er ótrúlega pirrandi.
* Að mínu mati verðum við að anda rólega og standast þá freistingu að gagnrýna liðið. Jú, Johnson, Coutinho, Skrtel og fleiri hafa verið að missa móðinn aðeins þegar liðið hefur á desember en þetta er búið að vera svakalegt prógram og Rodgers er búinn að keyra það að mestu á sömu 13-14 leikmönnunum. Það sýndi sig í dag að mínu mati.
* Það er vert að endurtaka að við erum komin yfir hæðina núna. Aðeins United og Southampton af 12 efstu liðunum (með Liverpool) eftir á útivelli. Þessi lið eiga öll eftir að koma á Anfield. Við erum einfaldlega í dauðafæri að fara á gott „run“ núna og hala inn vel af stigum á næstunni.
* Tveir dagar í janúar og Rodgers setti Brad Smith inná í dag á Stamford Bridge. Það var ekki tilviljun, held ég. Hann var að senda skýr skilaboð yfir Atlantshafið. Það er ekki nóg að kaupa 2-3 góða leikmenn í janúar ef það þarf að fórna 2-3 leikmönnum í staðinn. Ef við t.d. þurfum að skila Moses og selja Agger til að búa til pláss fyrir tvo nýja leikmenn þá eykst breiddin ekki neitt. Við þurfum að halda öllum leikmönnum í janúar og BÆTA VIÐ 1-3 góðum leikmönnum. Koma svo, FSG!
Annars tek ég bara aftur undir lokaorð pistilsins. Gleðilegt ár, leggjum þessa tvo pirringsleiki að baki okkur og horfum fram á veginn. Það er bjart framundan á árinu 2014!
Sæl öll
Margur stuðningsmaðurinn hefur farið fram úr sér á undaförnum vikum í kjölfar góðra frammistaðna. Sæla undanfarinna vikna hefur þó verið hrifsuð frá mörgum í kjölfar tveggja tapa í röð. Sjálfur varð ég þrátt fyrir allt ekkert alltof bjartsýnn eftir síðustu frammistöður til að byrja með og verð því ekki harla niðurlútinn núna eftir úrslit dagsins eins og sumir verða.
Eins og við stöndum núna erum við í 5ta sæti, 6 stigum frá toppinum. Nú þegar tímabilið er um það bil hálfnað, sjáum við ágætlega á svörtu og hvítu hvar hópurinn stendur innan deildarinnar. Fyrst og fremst vill ég benda á augljósar framfarir liðsins, sem hefur oft á tíðum leikið frábærlega með fljótum og hnitmiðuðum sóknarleik. Leikmenn á borð við R. Sterling, J. Henderson, J. Allen og fleiri hafa komið mér skemmtilega á óvart, og ég held að liðið og sérstaklega þessir leikmenn hafi komið sumum skemmtilega á óvart. Luis Suarez hefur verið í algerum sérflokki, og hafa D. Sturridge, P. Coutinho , M. Sakho og K. Toure allir verið góð dæmi um vel heppnuð leikmannakaup BR.
Þrátt fyrir að liðið hafi sýni miklar framfarir á árinu 2013, eru nokkrir leikmenn innan hópsins sem mér finnst að við verðum að setja spurningarmerki við.
– Glen Johnson. Upp á sitt besta einn sá besti í deildinni, virkar nú ekki í leikformi og latur. Ég myndi hiklaust vilja selja hann og fá í staðin Montoya í FCB. Jafnvel Coleman í Everton (haha..). Átti virkilega dapran leik í dag.
– Lucas Leiva. Svokallað “fan favourite”, en þrátt fyrir það enginn DM í samanburði við þá í toppliðunum. Hann er ekkert beast. Ekki sá sami eftir erfið meiðsli. Skrítnar ákvarðanir hjá honum virðast algengar t.a.m. í fyrsta marki Chelsea í dag. Hvað er hann að gera þar? Matuidi í PSG/ M’Vila í Ruben Kasan/ F. Reges í Porto væru fín viðbót.
– Iago Aspas. Fatta ekki þessi kaup né þennan leikmann. Mögulega þó ósanngjarnt að hafa hann hér, hann hefur lítið fengið að spila.
Framundan er félagsskiptagluggi og leikir sem liðið ætti að vinna. Með góðum kaupum í janúar t.d. Salah frá Basel, Rakitic úr Sevilla eða einhvern djúpan miðjumann + bakvörð fer þessi hópur að þéttast verulega. Það er ekki langt á toppinn eins og sést hefur í síðustu leikjum. Með nokkrum vel ígrunduðum kaupum erum við á pari við stórliðin.
Ég er alveg slakur, þetta er staða sem gat komið upp, hvað um það er 100% viss um að við komumst í meistaradeildina. Svo virðist það nokkuð pottþétt að eigendurnir bakki BR upp í glugganum, það verður líka að gerast eins og allir vita.
Tek undir með Einari að Brendan Rodgers er á réttri leið með liðið. Það vantar samt að bæta gæði hópsins fremst á vellinum. Það er hálf grátlegt að heyra Brendan tala um litla breidd í hópnum þegar horft er til leikmannakaupa síðustu tvö sumur og sölur. Liverpool borgaði 10,4 milljónum punda fyrir Borini til að lána hann ári síðar eins var Assaidi keyptur á 3 milljónum og lánaður ári síðar. Suso var lánaður í sumar, Downing og Shelvey seldir. Á móti voru Aspas og Alberto keyptir og Moses fenginn á láni.
Það sem af er þessu tímabili hafa kaupin á Aspas og Alberto fyrir samtals 14 milljónir punda engu skilað fyrir liðið. Síðustu tveir leikir hafa sýnt okkur að þjálfarinn hefur ekki trú á þeim. Í dag var strákur að nafni Smith settur inn á vinstri kantinn í stað Aspas eða Alberto. Vonandi fara stjórnendur Liverpool að horfa til þess að kaupa gæði 1 eða 2 leikmenn sem í rauninni bæta liðið í stað þess að kaupa magn sem bætur litlu við gæði leikmannahópsins.
það er spurning um að fara að uppfæra næsta leik hér á síðunni
liðið er klárlega búið að vera að undirbúa sig fyrir cardiff leikinn þrisvar sinnum.
og mætt tvisvar í vitlausan leik.
113
Búinn að lesa hérna Reina heim, Rodgers búin að missa það, leikjaálag ofl.
Er þetta ekki sama liðið og vann Spurs. Það getur bara ekki verið að menn séu búnir á því eftir nokkra leiki. Þessir menn eiga að vera í góðu formi. Önnur lið spila i c.l og cup og vinna leikina sína mig minni að gerarrd, hyppia og co hafi spilað alla leiki þegar við vorum i fleirri keppnum. Voru Chelsea og Webb bara ekki betri i dag
Hvað er málið með Glen Johnson.. hann var ekki bara slakur, hann var ÖMURLEGUR í þessum leik… rannsóknarefni
Næsti leikur er gegn Hull og ef það næst ekki sigur þar þá er Liverpool í slæmum málum.
Þetta svíður, og það ekkert smá.
Við höfum mikið talað um það hversu fá stig við vorum að fá á erfiðum útivöllum en á síðustu tveimur útivöllum áttum við skilið stig í það minnsta og í bæði skiptin falla dómarnir ekki með okkur. Í bæði skiptin er þetta ekki einu sinni vafaatriði. Gegn City munaði fáranlega miklu á síðasta manni City og Sterling og þessi ágæti línuvörður gat virkilega ekki séð þetta. Hann ætti að snúa sér að einhverju allt öðru. Í dag horfir Howard Webb á Eto’o sparka Suarez niður og veit ekkert hvað skal gera. Ég skil núna af hverju hann er ekki lögreglumaður lengur.
Ég hljóma virkilega bitur, enda er ég það. En það þýðir ekki og horfa þarf á jákvæðu hlutina. Helmingurinn er búinn og eins og komið hefur fram eigum við einungis United og Southampton eftir úti. Ef við lítil á liðin í kringum okkur:
Arsenal –
Heima: Man Utd, Man City, Newcastle -|-
Úti: Southampton, Liverpool, Tottenham, Chelsea, Everton
Man City–
Heima: Chelsea, Southampton -|-
Úti: Newcastle, Tottenham, Man Utd, Arsenal, Liverpool, Everton
Chelsea –
Heima: Man Utd, Newcastle, Everton, Tottenham, Arsenal, -|-
Úti: Southampton, City, Liverpool
Everton –
Heima: Man City, Arsenal, Man Utd, -|-
Úti: Chelsea, Liverpool, Tottenham, Newcastle, Southampton
Liverpool –
Heima: Arsenal, Chelsea, Everton, Man City, Newcastle, Tottenham -|-
Úti: Southampton, Man Utd
Man Utd –
Heima: Tottenham, Man City, Liverpool, -|-
Úti: Chelsea, Arsenal, Newcastle, Everton, Southampton
Tottenham –
Heima: City, Everton, Arsenal, Southampton, -|-
Úti: Newcastle, Man Utd, Arsenal, Chelsea, Liverpool
Newcastle –
Heima: Man City, Everton, Man Utd, Tottenham, -|-
Úti: Arsenal, Chelsea, Liverpool, Southampton
Southampton –
Heima: Newcastle, Liverpool, Man Utd, Everton, Chelsea, Arsenal -|-
Úti: Tottenham, City
Af þessum liðum þarf Arsenal einnig að keppa heima og að heiman við Bayern, City þarf að keppa við Barca, Chelsea við Galatasary og United við Olympiacos. Tottenham þarf svo að fara til Ukraínu og keppa við Dnipro.
Við eigum lang besta programið eftir heima af þessum liðum. Ef við tökum megnið af útivallarstigunum gegn liðum eins og Stoke, Palace, West Brom, Fulham og fleirum. Við höldum svo áfram að taka 3 stig á Anfield og við erum að fara gera gott mót.
Ég held einnig að Kristján Atli (minnir mig) hafi hitt naglann á höfuðið með Smith. Hans skipting var ekkert annað en áminning á það hvað við þurfum að stækka við hópinn. Í seinustu tveimur leikjum hefur bekkurinn hjá anstæðingnum haft að gera stórstjörnum en hjá okkur hefur hann að geyma varaskeifur eða efnilega unga leikmenn.
Ef slúðrið reynist rétt þá er Salah á leið til okkar og Rakitic mögulega. Ég býð samt til með hvað reynist rétt af þessu. Annars eins gluggi og fyrir ári væri algjör snilld. Við þurfum vængmann sem býður upp á sömu hættu og Hazard gerði í dag. Við þurfum miðjumann eins og annan Alonso og við þurfum bakvörð sem getur helst verið bæði hægri og vinstra megin.
En ef litið er yfir fyrri helminginn er ég mjög sáttur. Ég átti ekki von á því að vera í 5. sæti, einu stigi frá meistaradeildarsæti og 6 stigum frá toppnum. Það virðist vera mikið en ég minni á að við vorum að mig minnir 8 stigum frá Arsenal fyrir mjög stuttu síðan. Þetta breytist fljótt.
Að lokum óska ég ykkur stuðningsmönnum gleðilegs nýs árs. Þetta ár var flott. Við höfum tekið miklum framförum og á allt öðrum stað en fyrir ári síðan. Megi það næsta verða jafn mikil framför og megi allir stuðningsmenn fara njóta fótbolta á þriðju- og miðvikudagskvöldum eftir 8-9 mánuði!
YNWA
Davið Usher neglir þetta að vanda. Endilega lesið þetta, ykkur líður betur á eftir 🙂
http://espnfc.com/blog/_/name/liverpool/id/2237?cc=5739
Sælir félagar
Kem hér inn fyrst og fremst til að þakka Einari fyrir frábæra skýrslu þar sem ég er sammála hverju orði. Nú þegar maður hefur jafnað sig eftir ömurlegan dómaraskandal síðustu tveggja leikja þá sér maður að það er svona litlum hópi ofraun að standa í olíurisunum með ótakmarkaða peninga og margfaldan mannskap..
Ég fer samt ekki ofan af því að GJ er að spila ömurlega og langt undir getu. Það þarf að gefa þeim dreng spark í rass . . . og það duglegt. Því hann getur svo miklu meira en það sem hann hefur sýnt að undanförnu og það má enginn liggja á liði sínu þegar á brattann er að sækja.
Það er nú þannig.
YNWA
Jose Morinho um fall Suarez í teignum: “But when you are losing, the nature comes out of the player. The wild nature, the cultural nature of the player. Culturally, people from that area, they like it.”
Uuuuuh, er nokkur að tala um racisma ???
Hættum að velta okkur upp úr þessu…….við rassskellum þá á Anfield!
Erum bara ekki með betri/breiðari hóp en það skánar í janúar :-). Eigum eftir að spila við öll þessi lið fyrir ofan okkur á Anfield og tökum þetta þar. Endum í top 4 getum ekki farið fram á meira núna. Fáum 12 stig í jan + nýtt blóð og við erum game í baráttuna um 4. sætið.
YNWA
Jæja versta mögulega niðurstaðan í stigum talið en það segir ekki nema hálfa söguna, ef það.
Þetta var miklu betra en maður óttaðist, spilamennskan, krafturinn og sigurviljinn skein af okkar mönnum í þessum tveimur rimmum. Ein teskeið af heppni, réttlæti á hnífsoddi, háfur desilítri af greddu hjá sumum, og við værum hér öll í hoppandi faðmlögum hvert í kappi við annað, að reyna að finna sem sterkust lýsingarorð yfir þetta frábæra lið sem við styðjum og hvetjum í gleði og raun.
Höldum haus kæru félagar og sannið til. Liðið átti aðeins eftir að tapa 9 stigum eftir Cityleikinn. Nú getum við glaðst yfir því að þrjú þeirra eru farin og þá eru bara 6 eftir. Jafntefli á OT og einhverjir dómaraskandalar bíða okkar, en yfir það heila – með þetta skipulag og tvo heimsklassa leikmenn til viðbótar, aðra heila úr meiðslum í ársbyrjun og þá rúllar þetta allt hjá okkur samkvæmt plani.
2014 verður árið sem enginn verður einn á ferð. Við syngjum þann söng í vor!
Ef við hefðum gert jafntefli gegn spurs city og chelsea væru flestir nokkuð sáttir. En einn sigur og tvö töp gefa sama stiga fjölda
Drengir það ekkert gefið að vinna City, Chelski, Arsenal heima. Hvað þa flest hinna lakari liða. Engar sjalfsblekkingar.
Nú er mótið hálfnað og við erum ekki i topp 4. Öll lið buinn að spila við alla. Það er staðreynd. Staðan er ekkert frabær en heldur ekki vonlaus.
Rodgers náði i tvo menn sem ekkert hafa sýnt i vetur(Aspas og Alberto). Það var bannað að tapa báðum þessum leikjum og við erum i slæmum málum. Hull verður að vinnast og Rodgers verður að gera betur a leikmanna markaðinum.
@Egill Fannar
Ef við hefðum séð jafntefli í þessum þremur leikjum þá væru city og chelsea með 2 stigum minna en spurs aðeins 1 stigi meira. Stigasöfnun keppinauta skiptir líka máli 😉
Annars er þetta ekkert heimsendir að hafa tapað þessum leikjum, súrt þegar nokkur dómaramisstök spila svona stórt inní, en öll lið lenda þó í slíkum leikjum. Það virðist bíta okkur meira en önnur því við erum einmitt með mjög brothætt lið.
Upp með hökuna og veskið, tímabilið er aðeins hálfnað!
YNWA!
Ég hef oft á tíðum verið hissa á því þegar menn eru að hrauna yfir Glen Johnson en verð að segja að ég er að komast að þeirri niðurstöðu að hugsanlega sé hann kominn á endastöð með liðinu. Alveg getur maður orðið brjálaður á því þegar flæði leiks liðsins stöðvar þegar boltinn fer til hans. Hann tekur of margar snertingar á boltann og hægir á spilinu. En ég ætla ekki að taka hann af lífi en hans leikur þarf að batna mikið.
En þessi leikur í dag zoom-aði inn á vandamál sem var svo sem ljóst en það er það að hópurinn er alltof lítill fyrir deildina. Sér í lagi þegar spilað er eins þétt og nú. Ég treysti BR og henry til að versla réttu mennina í janúar. Ég hefði viljað sjá hann næla í einhvern reynslubolta á miðjuna og væri spenntur fyrir Alonso.
Ég er sammála mörgu sem hefur komið hér fram og ósammála sumu.
Það sem fer mest í taugarnar á mér er það hvernig Iago Aspas virðist hafa verið afskrifaður af stuðningsmönnum þrátt fyrir að hafa nánast eiginlega ekkert verið notaður á tímabilinu í sinni stöðu.
Að segja að hann hafi engu skilað til liðsins í vetur er vissulega ekki rangt en það er ósanngjarn vinkill á meðan maðurinn fær engin tækifæri.
Þetta er strákur sem gerði fantavel á Spáni og getur held ég miklu betur en það litla sem við höfum fengið að sjá.
Fínt komment hjá David Usher um GJ
“It would help, too, if Glen Johnson remembered that he’s an international class full-back and stopped playing like a fan who has won a competition to turn out for his favourite team. Actually that’s unfair — a fan would look more interested.”
Styrmir
Ég væri til í að sjá Rodgers gera þetta við Usher
http://www.youtube.com/watch?v=6wwxfsZmQKc
Vonandi gæti hann gert eins vel og West Ham aðdáandinn 🙂
Já ekki gott en tökum næstu leiki og næstu og næstu. Hvernig er það er engin aganefnd út af lélegum dómurum og þeir settir í bann ef þeir drulla uppá hnakka, furðulegt ef svo er ekki.
Og EF þið hefðuð ekki grísað inn marki á móti UTD væru þeir fyrir ofan ykkur núna 😉
Er kominnn með kvíðahnút í magann fyrir leikinn á móti Hull. Nánast allir miðjumenn okkar eru í meiðslum (Allen, Henderson og Gerrard). Getur einhver sagt mér hvernig BR stillir upp miðjunni eftir rúma 53 klukkutíma? Verður Agger eða Toure settur á miðjuna? Einhverjar tillögur?
http://www.physioroom.com/news/english_premier_league/epl_injury_table.php
Sá ekki leikinn….kannski sem betur fer.
Úrslitin í síðustu tveimur leikjum hafa ekki verið eins og maður vonaðist eftir en þó þurfa þau kannski ekki að koma stórkostlega á óvart. Mér fannst verulega svekkjandi að hafa ekki fengið meira út úr city leiknum og tel að með réttu hefðum við átt að geta fengið meira úr þeim leik. Miðað við það sem ég les um chelsea leikinn þá virðist sem bensínið hafi svolítið verið búið hjá okkar mönnum og það kannski skiljanlega.
Mér finnst BR ekki getað kvartað svona mikið yfir þunnum hóp, hann hefur verið með liðið í 1,5 ár og farið í gegnum 3 leikmannaglugga. Sumarinnkaupin núna síðasta sumar hafa litlu bætt við þetta lið og það skrifast á BR og staffið sem kemur að leikmannakaupum. Ég klóra mér enn í hausnum yfir kaupum á Aspas og Alberto. Persónulega er ég mjög spenntur fyrir Mignolet og Sakho en það er ekki hægt að horfa framhjá því að vörnin okkar hefur verið mjög slök en það er vissulega að hluta til vegna aukins sóknarþunga sem gerir okkur enn berskjaldaðari bakatil.
Ruglið með vörnina og allar tilfærslurnar þar eru svo ekki að hjálpa til. Ég skil ekki Enrique, maðurinn er bara svo langt frá því að hafa líkama til þess að spila í enska boltanum finnst mér, allavegana er ferlegt að geta ekkert stólað á hann með að haldast heill. Varðandi Glen Johnson þá er hann leikmaður sem maður finnst alltaf geta betur og hann virkar mjög kærulaus stundum og virðist fá endalaust break frá lélegri varnarvinnu vegna þess að hann eigi að vera svo flottur í sókninni en ég fæ ekki betur séð en að hann sé einungis með eina stoðsendingu og ekkert mark í vetur og þegar maður horfir yfir ferilinn hans hjá Liv þá er ég ekkert súper hrifinn af hans framlagi að því gefnu að við séum að horfa til sóknareiginleika hans. Ég sé samt ekki tilganginn að losa okkur við hann fyrr en við getum almennilega mannað þessa stöðu og í dag er Glen okkar besti kostur.
Ég hef verið mjög hrifinn af Hendo og bind ennþá vonir við Allen og finnst hann hafa spilað vel undanfarið, hann verður aldrei þessi týpa sem skorar mikið eða leggur upp en hann hápressar vel og getur dreift boltanum nokkuð hratt og aukið mikið flæði í spilinu. Lucas er upp og niður og ég er hrifinn af honum sem squad leikmanni en mér finnst hann ekki alveg vera sami leikmaður og hann var fyrir meiðslin og því væri ég alveg til í að sjá meiri breidd í hans stöðu til þess að hvíla hann inn á milli.
Ef það á að kaupa menn í jan þá þarf að vanda betur valið heldur en var gert í sumar. Leikjaálagið verður hæfilegra núna á næstunni og ég held að við höfum alveg hóp til þess að spila ca. 1 leik í viku þannig að ef það á að kaupa þá vil ég sjá mann sem gerir sterkt tilkall til byrjunarliðssæti.
Liðið er á flottum stað í deildinni eftir sem áður (einungis 6 stig í toppinn) og færa má rök fyrir því að við séum með ögn léttara prógramm í seinni umferðinni en það breytir því ekki að við verðum að halda áfram að sigra litlu liðin og megum illa við því að tapa á móti hull og southampton. Nú er bara að vona að við getum tjaslað saman hópnum fyrir leikinn gegn Hull og byrjað aftur að sækja upp töfluna.
YNWA
Ef við vinnum þessi lið á heimavelli síðar á tímabilinu þá erum við komnir með fleiri stig en við fengum samanlagt gegn þeim á síðasta tímabili, það er því alveg hægt að snúa þessu við ennþá.
En leikurinn gegn Hull verður mjög erfiður, við erum í þvílíkum meiðslavandræðum að það hálfa væri nóg og Steve Bruce helvítis kallinn hefur lag á því að ná góðum úrslitum gegn okkur, eins óþolandi og það er.
Alexander
ég er sammála þér að mörgu leyti, en við getum ekki horft framhjá því augljósa vandamáli að þessir leikmenn sem við viljum fá og eru að okkar mati í “Liverpool-klassa” hafa bara ekkert verið í boði fyrir okkur. Annað hvort kosta þeir það mikið að við höfum ekki efni á þeim eða bara að þeir vilja ekki fara til okkar og velja frekar lið sem er í UCL.
Hins vegar hefur árangur okkar á þessu ári verið að hjálpa okkur þannig að sterkir leikmenn annarra liða hafa trú á því sem BR er að gera og stökkva því vonandi á vagninn.
Ef við ætlum að halda leikmönnum eins og Coutinho og Suarez þá verðum við einfaldlega að ná þessu fucking 4. sæti.
hvenar ætliði að hnoða í eitt podcast félagaar og fara yfir jólatörnina
Þetta eru ekki bara útileikirnir gegn Chelsea og ManCity þar sem dómararnir hafa skitið.
1: Swansea – Glæfraleg tækling Ashley Williams veldur því að Coutinho meiðist í meira en einn mánuð. Tæklingin hefði á venjulegum degi kostað rautt spjald.
2: Arsenal – Í stað þess að leyfa LFC að klára sókn sem liðið endaði svo með marki (sem hefði jafnað í 1:1)þá stoppar dómarinn leikinn til að spjalda Sagna þegar liðið var í upplagðri sókn en það var þó ekki fyrr en þegar Suarez sem ætlaði að taka aukaspyrnu fljótt var búinn að senda boltann á Sturridge (sem gaf svo boltann á Henderson) að dómarinn stoppaði leikinn.
3: Everton – Mandzukic tækling Mirallas ekki rautt spjald.
4: Man City – Löglegt mark dæmt af Sterling þegar maðurinn var svo fáránlega langt frá því að vera rangstæður.
5: Chelsea – Eto’o reynir að klára tímabilið hjá Henderson strax í byrjun leiksins, Suarez fær ekki víti (á Eto’o)þegar vítin gerast ekki augljósari með dómara í góðri sjónlínu og Oscar fær ekki rautt fyrir tveggja fóta tæklingu á Lucas í lokin. Ég minnist þess ekki að hafa séð hitt vítið sem Suarez átti að fá.
P.s. ég veit að ég er bitur
Ætlar enginn hér að ræða treyjuskiptin í hálfleik? Hvaða rugl var það? Finnst að menn eiga að vera sektaðir þegar þeir gera svona í miðjum leik. Gjörsamlega fáránlegt.
Jæja, svona fór um sjóferð þá.
Þetta var kannski nákvæmlega eins og við var að búast. Ánægjulegt að sjá að flestir sem kommenta hér gera sér grein fyrir ástandinu á félaginu eins og það er og heimta ekki Rodgers burt eða eitthvað þaðan af verra. Ég hlusta ekki á FM14 gæjana sem vilja Reina til baka.
Það er eitt sem ekki hefur verið komið inn á hér. Það er einn punktur varðandi breiddina á hópnum. Ég tel ekki forsvaranlegt að leggja upp með mikla breidd af “senior” leikmönnum bara til að takast á við þessa þrjá leiki yfir jólin. Held að Rodgers hafi líka séð það þannig og því lánað Borini, Suso og Assaidi. Það þýðir ekkert að geyma menn á bekknum í fjóra mánuði og ætla þeim síðan að spila 1-2 leiki yfir jól og áramót. Klúbbarnir sem eru í meistaradeildinni geta þess vegna haft miklu stærri og öflugri hópa þar sem varamennirnir fá að spila miklu meira en Liverpool getur gert, verandi í engri Evrópukeppni.
Hafandi sagt það, þá er æpandi hversu litla trú Rodgers hefur á Aspas og Alberto. Ef hann hefði einhverja trú á öðrum þeirra þá hefði hann geta hvílt Henderson eða Allen og spilað með t.d. Coutinho eða Alberto fremstan á miðjunni. Ég geri mér grein fyrir því að það væri ansi áhættusamt en samt, þarf hann ekki að taka sénsa núna og reyna allavega að hafa fleiri klára í Hull-leikinn svo við eigum séns í hann?
Þessi Brad Smith skipting var nákvæmlega það sem Kristján Atli segir, skilaboð til eigendanna um að þetta sé það sem er til í félaginu. En ef John Henry og co. hafa skoðað bekkinn þá sjá þeir að þar sat Luis Alberto allan tímann og geta spurt af hverju hann hafi ekki notað 7 milljón punda leikmann í stað Brad Smith sem kom einni sendingu frá sér á samherja.
Og það er annað, mönnum verður tíðrætt um “létt prógramm” framundan. Ég blæs algjörlega á það. Allir útileikir í þessari deild eru erfiðir, sama hvort liðið heiti Sundarland, Crystal Palace eða Manchester City. Og við það bætist að heimaleikirnir verða væntanlega líka erfiðir, því þar erum við að fara að mæta liðunum sem eru í kringum okkur í deildinni. Þannig jafnast þetta algjörlega út og menn geta ekki farið að tala um eitthvað létt prógramm eftir þessa jólatörn. Ég spyr bara, haldið þið í alvöru að Hull-leikurinn verði eitthvað walk in the park? Með hálft liðið á annarri löppinni og hinn helminginn undir tvítugu?
Það sem getur haldið okkur á floti út vorið eru 2-3 öflug kaup. Þurfa ekki að vera stórstjörnur en það þarf að vera miðjumaður af svipuðu kaliberi eða betri en þeir sem eru fyrir. Léttleikandi, öflugur, týpa eins og Caboue eða slíkur. Sem kemst fljótt inn í taktína. Spurning hvort það vanti einn vinstra megin í vörnina og svo Saleh í sóknina. Sem gætu þó alveg eins orðið Aspas-kaup.
Þessi jólatörn hefur þannig sagt okkur margt um það hver staðan er. Við vorum efstir um jólin sem var æðislegt, en nú erum við skyndilega komnir út fyrir meistaradeildarsætið. Svona verður restin af vetrinum, þetta fer alla leið og við munum skoppa inn og út úr meistaradeildarsætinu. En bara plís ekki falla í þá gröf að halda að það sé bara sléttur sjór framundan og stigin hlaðist upp og toppsætið verði okkar í lok janúar. Fótbolti virkar ekki þannig.
Jæja, það bætist á meiðslalistann. Aller frá í 6 vikur og Sakho í tvo mánuði. Ef þetta kallast ekki að bæta gráu ofan á svart.
Meiðsla listinn 🙁
J Henderson Muscle Injury no return date
M Sakho Hamstring Injury no return date
J Allen Groin/Pelvis Injury no return date
J Flanagan Hamstring Injury no return date
S Gerrard Hamstring Injury 1st Jan 14
D Sturridge Ankle/Foot Injury 5th Jan 14
J Enrique Knee Injury 18th Jan 14
S Coates ACL Knee Injury May 14
Hvaða menn erum við að fara að versla núna þegar glugginn opnar, og erum við að fara að kalla menn heim úr láni?
Meiðslalistinn að verða svo langur að Ingó gæti sungið hann.
Gerrard kemur vonandi inn 1. jan og Hendo verður örugglega með fyrst hann er ekki fótbrotinn.
Allen leit út eins og hann hefði orðið fyrir öskubíl á leið sinni útaf í gær. Hann þarf einhvern tíma. Sakho leit ekki vel út aftan í lærinu svo hann sést varla fyrr en í mars.
Vil sjá slam bamm bamm pundin á borðið strax eftir Hull leikinn.
Hætt við að nýtt ár kalli á nýjan F5 takka.
YNWA
LFC Forever
Mikið rétt, við höfum átt í erfiðleikum með að fá þau skotmörk sem við viljum sbr. Costa, Mikhitaryan og Willian. Horfandi á árangur liv síðustu 12 mánuði þá er alveg ljóst að það hefur verið veruleg bæting á spilamennsku liðsins og klárlega ágætis möguleiki að komast aftur inn í topp 4, vonandi sjá leikmenn annarra liða það og er tilbúnir að taka sénsinn með klúbbnum.
Sem fyrr snýst þetta um að fá réttu mennina. Við sáum í fyrra hversu mikil áhrif Sturridge og Coutinho höfðu og þar var um tvo leikmenn að ræða sem voru að verma tréverkið að miklu leiti hjá sínum klúbbum og kostuðu ekki offjár. Vonandi er hægt að endurtaka leikinn.
Bæði Henderson og Allen tjónkaðir og Gerrard ekki tilbúinn, hverjir verða á miðjunni í næsta leik? Brad Smith, Johnny Luton og James Fearsley?
Þetta getur orðið hörkuleikur á nýárs, það þarf að kvitta fyrir síðasta leik á móti Hull!
Kannski fær Alberto að byrja og Ibe að spila, með Lucas og Hendo á miðjunni…
Poll segir að Eto, Lucas og Oscar hefðu átt að fá rautt og Suarez víti! http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2531046/Howard-Webb-shirked-big-calls-Chelsea-v-Liverpool-says-Graham-Poll.html
Hann segir reyndar líka að Hazard hefði átt að fá víti
Það væri sannur jólaandi í því að gefa Glen Johnson til góðgerðarmála.
Sælir félagar
Listinn hjá Hrannari hér fyrir ofan er skelfilegur. Nú er bara tvennt í stöðunni. Það er að kaup BR í sumar sanni gildi sitt??? og að eigendurnir skelli peningum í kaup á amk. tveimur til þremur byrjunarliðsmönnum. Og (afsakið að ég hljóma eins og biluð plata) að Glen Johnson girði sig í brók og fari að spila eins og maður.
Ef þetta þrennt gerist erum við í sæmilegum málum. Ef tvennt af þessu þrennu gerist þá sleppur það til en ef aðeins eitt af þessu gerist er bara dauði og djöfull í spilunum.
Það er nú þannig.
YNWA.
Já þetta er svakalegur meiðslalisti. Liðið gæti þá litið einhvernveginn svona út á nýársdag:
Mignolet
Johnson – Skrtel – Agger – Cissokho
Lucas – Gerrard
Sterling – Coutinho – Moses
Suarez.
Og bekkurinn: Jones, Toure, Alberto, Aspas og 3 börn.
Ef Gerrard er ekki leikfær gæti Alberto komið inn á miðjuna eða Toure inn í þriggja manna vörn. Þetta er ekki lið sem á sigur vísan gegn Hull.
Maður verður bara pirraður og meira aðhlátursefni fyrir aðdáendur annarra liða á því að velta sér meira uppúr dómaramistökum og yfir því hvað liðið manns á bágt. Því miður eru utanaðkomandi hlutir ekki að falla með liðinu en því miður er það eitthvað sem maður hefur ekki stjórn á.
Því er ekkert annað en að henda því liðna afturfyrir sig og einblína á næsta verkefni. Liðið er í góðri stöðu, betri stöðu en maður þorði að vona í byrjun tímabils.
Að mínu mati er næsti leikur einn af stærstu áskorunum þessa tímabils. Hvernig bregst liðið við eftir tvo erfiða tapleiki?
Tapleikurinn gegn Hull var slakasti leikur Liverpool á þessari leiktíð og menn hljóta vilja svara fyrir sig. Þetta verður erfiður leikur og alls ekki sjálfgefin þrjú stig. Hópurinn þunnur, lykilleikmenn í meiðslum og nánast sami mannskapur hefur byrjað alla leikina í jólatörninni.
Næsti andstæðingur Hull gerði 5 breytingar á milli leikja á byrjunarliðinu í jólatörninni. Töpuðu 2-3 gegn United og unnu Fulham 6-0. Þá munu þeir fá einn dag lengur í hvíld fyrir Liverpool leikinn. Það er alveg ljóst að Hull mun hafa forgjöf hvað recovery varðar. Ekki hjálpar til að Liverpool hefur oft gengið bölvanlega með lið sem Steve Bruce hefur mætt með á Anfield.
Ég er hóflega bjartsýnn á sigur á laugardag, ég á ekki von á flugeldasýningu eins og svo oft áður heldur reikna ég frekar með torsóttum og erfiðum þremur stigum náist þau í hús. Í ljósi þess sem á undan hefur gengið í síðustu leikjum og hvernig staðan er á leikmannahópnum þá myndu 3 stig á miðvikudaginn segja helmikið um þann karakter sem býr í þessu liði.
Svo blasir það vissulega við að það þarf að kaupa að lágmarki 2-3 leikmenn í janúarglugganum til þess að stækka hópinn. Það svíður líka að hafa sett fyrir tímabilið 7 milljónir punda í Alberto, 8 milljónir í Aspas og 7 milljónir í Tiago Ilori og þeir nýtast ekkert til þess að létta álagið á öðrum leikmönnum.
einare, satt segiru, það hefði mátt fá fínan byrjunarliðsmann fyrir 22m
það jákvæða her er að timabilið er hálfnað, við bara 6 stigum frá toppnum og allir erfiðustu útileikirnir búnir, við ættum að ná fleiri stigum í seinni umferðinni.
annars er ekki annað hægt en að gráta yfir þrem töpuðu stigum vegns dómaramistaka.
Ekki það að við höfum eina einustu ástæðu til að vera eitthvað rosalega sigurvissir miðað við meiðslaástandið þá voru ágætis fréttir að berast frá klúbbnum í dag. Henderson verður að öllum líkindum með og Gerrard á ágætis möguleika með að ná þessum leik.
Hef líka áhyggjur af sálartetri okkar manna eftir 2 ógeðslega niðurdrepandi töp. Og já, þau voru ógeðslega niðurdrepandi!
Hitt er svo annað mál að þó Hull hafi gengið ágætlega undanfarið og sigla nokkur lygnan sjó um miðja deild þá er árangur þeirra á útivelli ömurlegur á þessu tímabili. 1 sigur, 2 jafntefli og 5 töp, m.ö.o. 5 stig af 23 á útivelli.
Væntanlega erfiður leikur á móti Hull. Gáfum mikið púður í leikina á móti City og Chelsea auk þess sem við erum að missa menn í meiðsl. Síða eru Hull menn fullir af bjartsýni eftir framgönguna í síðasta leik. Er samt bjartsýnn rétt fyrir upphaf nýs árs og tel stöðuna góða þrátt fyrir svakalega harða baráttu á toppnum. Ef Hull leikurinn vinnst er liðið komið aftur á fullan skrið og ætti hægt og bítandi að styrkja sig meðal topp fjögurra efstu.
Svolítið kaldhæðnislegt en hugsanlega ýta úrslitin á milli jóla og nýars á eigendur til að kaupa sterka leikmenn, eða í það minnsta leikmann, í janúar. Þeir hljóta að finna peningalyktina gagnvart því að komast í meistaradeildina og sjá um leið hvað liðið er nálægt því marki en um leið baráttan grjóthörð.
Ég trúi því a.m.k. að framundan sé gott Liverpool ár 🙂