Opinn þráður – Lucas frá í 6-8 vikur

Fari það í kolbölvað bara, opinbera síðan hefur ekki ennþá staðfest þetta en fréttir herma að Lucas verði meiddur í 6-8 vikur vegna meiðsla á hné. Meiðsli á hné eru oft eitthvað sem menn koma ekki alveg 100% frá strax á eftir og því um að ræða mjög alvarleg meiðsli fyrir Liverpool.

Eftir að Javier Mascherano var seldur hefur ekki verið hægt að telja hversu oft við höfum talað um það á þessari síðu að okkur vanti nauðsynlega betra cover fyrir Lucas og þetta er nákvæmlega ástæðan fyrir því. Núna eigum við ekki einu sinni Jay Spearing.

Kenny Dalglish hefur vonandi mætt á fund þeirra Rodgers og Henry og sagt frá sinni reynslu af síðustu meiðslum Lucas og tölfræðisinnaðir eigendur Liverpool ættu að átta sig mætavel á hversu vond tíðindi þetta eru. Á seinna tímabili Dalglish var Liverpool með 1.89 stig að meðaltali í leik með Lucas en það hrundi í 1.15 stig án hans. Þetta er sú staða í liðinu sem við megum minnst við meiðslum.

Be Strong Lucas

Liverpool á fjóra miðjumenn á skrá hjá sér og þrír þeirra geta (næstum því) spilað þessa stöðu. Enginn þeirra er varnartengiliðir að upplagi og enginn leysir þetta nærri því jafn vel og Lucas. Áður en Lucas meiddist var byrjað að prufa Gerrard þarna og tala um að þarna sé framtíðarstaðan hans. Guð blessi okkur m.v. síðustu tvo leiki og hvað þá ef við ætlum að treysta á að hann haldist heill til loka tímabilsins (ásamt Allen og Henderson).

Joe Allen er ekki varnartengiliður og virkar langbest eins og Gerrard þegar hann hefur einhvern til að hreinsa upp fyrir sig.

Henderson væri fyrir mér langbesti kosturinn í stöðuna en þá kæmi það niður á hæfileikum hans annarsstaðar enda er hann eini box to box miðjumaðurinn okkar.


Liverpool hefur verið orðað við varnartengiliði af og til undanfarin ár, núna hafa það helst verið leikmenn eins og Yann M´Vila og Fernando hjá Porto sem talað erum en ekki af neinum marktækum miðli.

Helsta slúðrið í dag er hinn tvítugi norski landsliðsmaður Valon Berisha. Hann er sóknarsinnaður miðjumaður hjá Red Bull í Austurríki og hefur staðið sig mjög vel þar. Eitt mesta efni Noregs en spurning hvort hann sé eitthvað sem við þurfum núna eða nýtist okkur í baráttunni um topp 4 í vor. Liverpool vantar ekkert upp á mjög efnilega leikmenn með bjarta framtíð heldur fleiri menn sem eru við það að toppa núna fljótlega.

90 Comments

  1. Þennan leikmann hefur vantað í allt of langan tíma, þrátt fyrir að Lucas hefði haldast heill út tímabilið var þörf á alvöru DM inn. Nú er nauðsyn.

    M’Villa eða ef maður á að fara í dagdraumana, þá væri Khedeira draumur í dós. Niðurstaðan verður þó væntanlega eitthvað “meira til framtíðar”. Nú er bara spurning hvort þessi fjöldasamkoma sem þessi Transfer-nefnd er komi sér saman um leikmann á næstu 10 dögum.

  2. Ordrómur uppi um ad Mohamed Salah se buinn ad kaupa íbúd i Liverpool

  3. Þetta ætti að kæta þá sem eru búnir að vilja losna við Lucas.
    Ætli það séu samt ekki þeir sömu og vældu yfir því hvað hann var mikilvægur síðast þegar hann meiddist.
    Þessi leikmaður er fáránlega mikilvægur liðinu okkar og þetta eru að mínu mati verstu meiðslafréttirnar í allan vetur.

  4. Fokk… eini maðurinn sem mátti alls ekki meiðast… Það eru ekki margir sem myndu fá sér Lucas aftaná búninginn en þessi maður er munurinn á topp 4 og 8-5 sæti.

  5. Besta lausnin að mínu mati er Luiz Gustavo. Verðum einfaldlega að kaupa miðjumann enda er miðsvæðið langt frá því að vera ásættanlegt.

  6. Svo ég vitni beint í einn ágætann: “Fari það í þúsund trilljón tryllta, tarfóða, tólgsadda, tannhvalsétandi, termítabitna túnfiska í Trékyllisvík!”

  7. Þurfum að eyða til þess að reyna að vera með í baráttunni um 4 sæti, eða þá eins og oft áður, spara og ná ekki meistaradeildarsæti. Ég vona svo sannarlega að men hafi lært af reynslunni.

  8. Vondar fréttir – eins og alltaf þegar okkar menn meiðast. En ég tek undir með Styrmi hér að ofan – nú ættu einhverjir að fagna því að Lucas spilar ekki meira næstu mánuði.

    Þeir hinir sömu hafa vafalítið ekki fyrir því að skoða tölfræði liðsins með og án Lucas, og munu eflaust líta framhjá þessu:

    “Á seinna tímabili Dalglish var Liverpool með 1.89 stig að meðaltali í leik með Lucas en það hrundi í 1.15 stig án hans. .” – Babú, hér að ofan.

    Nú er spurning hvort okkar menn neyðist ekki til þess að skoða markaðinn, en þar er fátt um fína drætti. Eitthvað talað um Nigel de Jong, en hann hefur verið drjúgur fyrir AC á annars ömurlegu tímabili þar á bæ, og væntanlega ekki til sölu. Sulley Muntari er svo líklega til sölu eða á láni, það gæti alveg verið fínt að skoða hann á svona þessum síðustu og verstu.

    Annars vil ég bara sjá Allen fara að spila eins og 15 milljón punda maður á að gera. Hann og Henderson á miðjuna og Gerrard fyrir framan þá. Henderson er alt-muligt maður, hann nýtist ekkert endilega vel á hægri kantinum eða í holunni, þannig það er fínt að gera bara við hann það sama og gert var við Gerrard á hans upphafsárum – láta hann spila bara allar stöður og læra á þær allar!

    Assgoti er fúlt að missa Lucas frá svona lengi. Þetta er bara ömurlegar fréttir í alla staði.

    Homer

  9. Guð hjálpi okkur!

    Lucas er kanski ekki bestur á boltanum en hann hirðir upp mistökin hjá þeim sem fyrir framan hann leika á vellinum.

    Telja menn einhvern séns á að fá spaða eins og M’Vila?
    Er ekki voðalega týpísk að við kaupum einhvern sem er rétt tvítugur og þarf 2-3 ár til að braggast í deildinni?

  10. Væri ekki hægt að fá Mascherano á lítinn pening ?
    Klassa miðjumaður sem að fæ ekkert að spila hjá Barcelona nema í miðverðinum.

    En ég vona að menn láti þetta tækifæri ekki framhjá sér fara og kaupi alvöru menn til þess að við verðum ekki dottnir úr þessari baráttu snemma í febrúar,

  11. Vonandi kaupum við leikmenn í janúar en forsenda fyrir því að gera stór kaup í sumar er meistaradeildarsæti. Eigendurnir vita að það þarf að taka smá áhættu núna í janúarglugganum annars erum við að taka skref afturábak ef við náum ekki að kaupa neinn í janúar. En eins og Rodgers segir þá ætlar hann að kaupa quality leikmenn en þeir eru einfaldlega ekki fáanlegir fyrr en í sumar.

  12. Vondar fréttir, nokkuð sem verður að bregðast við.

    Jafnvel þó við spilum á Hendo, Gerrard og Allen þá mun það aldrei duga fram á vor og ég hef bara ekki trú á Luis Alberto heldur til að leysa þá af.

    Ráðum við að eiga tvo DM-C í hópnum líka eftir að Lucas kemur aftur.

  13. Smá misskilningur hugsanlega í gangi varðandi þankagang þeirra sem vilja “losna við Lucas”.
    Það er varla þannig hjá flestum að hugsunin sé “Lucas út”. Frekar: Nýjann og betri inn og nota Lucas sem cover. Það meiðast það margir í þessu liði að hann fengi svo sem alltaf eitthvað bralla.

    Einnig hef ég verið þeirrar skoðunar allengi að Gerrard sé “búinn”, allavega sem burðarás liðsins og þegar þeir tveir eru saman inn á, þá fungerar miðjan verr en Henderson-Allen-Coutinho. Reyndar tel ég Henderson-Allen-Lucas miðjuna eiga séns líka en dýnamíkin er klárlega betri með H-A-C.

    Í AV leiknum sem átti að vera sóknaðsinnað rúst, þá vantaði einfaldlega á miðjuna fleiri menn sem kunnu að skila frá sér bolta almennilega, sérstaklega þar sem Coutinho litli átti arfaslakan dag. Sterling og Sturridge eru beint tiki-taka snillingar (ennþá), Gerrard og Johnson eru úti að aka. Sahko er betri sendingamaður en Toure og Skrtle til samans en er meiddur. Cissokho er…tja Cissokho. Var að hugsa um að setja upp Wikipedia síðu undir “Lélegir fótboltamenn hjá Liverpool” , með þeim fyrstu á blað: Paul Konchesky, Poulsen og Frode Kippe og Cissokho.

    Janúar glugginn verður að gera eitthvað því einu mennirnir á bekknum sem gátu bætt liðið af einhverju viti voru Lucas og Allen en í mun minna mæli Aspas, Alberto eða Kelly.

    Það hljómar freistandi að kaupa kaupa kaupa, svo hendum við draslinu sem dugar ekki, en það virðist ekki vera að svínvirka hjá Tottenham né fleiri liðum.

    Þetta eru 2 menn sem þarf og svo er hægt að deilu um hvaða stöðu ætti að versla upp í. Ég segi topp topp DMC og svo má tilraunast með miðjumann, bakvörð eða annað. Bara að kvikindið sé ekki meiðslapési. Þetta er bara orðið gott.

  14. Skelfileg tíðindi. Enn eina ferðina kemur í ljós hvað við erum þunnskipaðir. Þegar einn miðjumaður er meiddur þurfum við að keyra á hinum þremur sem við eigum. Og þar með er engin samkeppni í liðinu. Og Gerrard, Lucas og Allen eru allir töluverðar meiðslahrúgur, svona ef saga þeirra er skoðuð síðustu ár. Það er sérstaklega nauðsynlegt núna að kaupa sterkan miðjumann og hann mun án vafa nýtast áfram.

    Af þeim sem nefndir hafa verið finnst mér Badu og M’Vila vera mest spennandi kostirnir. Það sem kemur í ljós núna í janúarglugganum er það hvort eigendurnir og Brendan Rodgers hafi raunverulega það sem þarf til að halda okkur í því sæti sem við erum. Ef við fáum enga viðbót á miðjuna þá er einfalt mál að við náum ekki fjórða sæti deildarinnar. Ef við fáum sterkan mann þá eigum við séns. Svo einfalt er þetta.

  15. Ég bara vona að það sé hætt að kaupa þessa minni spámenn eins og Aspas, Alberto og Borini.
    Það þarf að byrja að kaupa fá en góða leikmenn inn og hætta þessu rugli.
    Borga bara vel fyrir gæði.

  16. Varðandi öll þessi gjörsamlega óþolandi meiðlsi. Er hér um að ræða gífurlega óheppni sem magnast sökum þess að hópurinn er of þunnur, og mikið leikjálag á 8-9 pósta í þessu liði eða er einhver pottur brottinn í æfingum félagsins. Mér finnst það hreinlega ótrúlegt að rúmlega hálft byrjunarliðokkar frá fyrstu leikjum tímabilsins (Lucas, Allen, Sakho, Sturrigde, Enrique, Agger, Toure) hafi meiðst nokkrar vikur hver á þessu tímabili. Eða er ég að ímynda mér að þetta sé óeðlilegt magn, kannski vegna þess hversu mikið af þessum mönnum eru varnarmenn.

  17. Núna er pressa á kanana að sýna að þeir ætli sér alvöru hluti með klúbbinn, slæm meiðsli á mikilvægum leikmanni þegar að glugginn er opinn. Ef þeir bakka ekki upp Rodgers núna, ná í amk 2 sterka leikmenn, sýna Suarez að þeir ætli sér stóra hluti, þá eru þeir í afskaplega slæmum málum. Án 4 sætisins þá er LS að fara í sumar.

    Boltinn er hjá FSG.

  18. MU í panik ástandi um að ná ekki í topp fjögur og mikið talað um það á Bretlandseyjum að Juan Mata sé á leið til þeirra fyrir plús mínus 35 millj. punda. Hvort að hann nýtist þeim er annað mál.

    Við erum í baráttu ásamt þremur öðrum liðum um fjórða sætið, Lucas meiddur sem eru virkilega slæm tíðindi og við eigum engan alvöru DM í stað Lucas.

    Er ekki kominn tími á að við bjóðum alvöru pening í alvöru leikmann?! Einhver nefndi nafn eins og Kedira. Ég hef alltaf verið hrifinn að þjóðverjum í varnaleik, er ekki einhver Schweinsteiger týpa þarna úti sem við getum látið “massa” fyrir okkur miðjuna og Gerrard leika sér fyrir framan?? Og borga alvöru pening fyrir, ekki efnilegan og bíða eftir að hann verði góður……… og við ennþá að berjast um fjórða sætið!!

  19. Hvað segiði um Milan Badelj? Framtíðar landsliðsmaður króata. Harður af sér og yfirvegaður þrátt fyrir ungan aldur.

  20. De Jong gæti alveg gengið sem og M´Villa líka.
    Báðir þroskaðir leikmenn sem munu skila fljótt sínu til liðsins.
    Vonandi verður verðmiðinn ekki of hár en eins og sagði einu sinni:
    Það er dýrt að horfa í aurinn en kasta krónunni, m.ö.o. annað hvort að kaupa alvöru leikmann sem er proven, eða fá einn slíkan lánaðann með kaup í huga síðar meir heldur en að taka sjens á einum ómótuðum og promising.

    FSG sýndi það í haust þegar hasetnaruglið var á okkur (og er að vísu enn) að þeir keyptu bæði Sakho og Illore þegar það vantaði hafsenta. Kannski taka þeir upp sama trix og kaupa einn góðann og einn promising til að eiga upp á að hlaupa.

    Vonum það besta og líka að Lucas komi til baka heill fyrr en síðar.
    Everton á Anfield verður eitthvað debut fyrir nýja gaur !

  21. Djöfull væri gaman ef Liverpool myndi koma öllum á óvart og versla eitthvað alvöru nafn.

    Það er verið að orða okkur við hina og þessa leikmenn og maður verður bara að trúa hinu skrifaða orði því flesta leikmenn sem er verið að orða okkur við hefur maðu ekki séð spila og maður þarf að youtuba leikmenn og þar sér maður bara það sem þeir hafa gert vel.

    Ég vona að menn séu á fullu að skoða leikmenn og að maður les fréttir eins og Luke Shaw til Liverpool, Mata hafnar Utd fyrir Liverpool, Cabaye til liverpool, Benteke með liverpool á lokasprettinum, M Richards nennir ekki að vera hjá City og ætlar að veita Johnson keppni, A Cole að rífast við Móra og fer til Liverpool.

    Bara eitthvað svona til þess að gefa okkur smá spark.

    Er orðinn þreyttur á 20 ára efnilegur leikmaður frá Noregi orðaður við liverpool, 27 ára Slóveni sem á 3 landsleiki kominn til liverpool, liverpool orðað við Klúba Slúbert frá Nígeríu en hann sóknarmaður sem spilar með Lille í Frakklandi og hefur skorað 3 mörk í 17 leikjum.
    Komið með einn 20 milljónpunda kall og ef við komust í meistaradeildina þá margfalt borgar það sig.

  22. Fínt að fá unga leikmenn en liðið er mjög ungt eins og er Henderson, Allen, Coutinho, Sakho, Sturridge og Sterling eru allt ungir leikmenn og Lucas held ég að sé 1987 módel svo að hann á nóg eftir og ég tala nú ekki um meistara Suarez.
    Væri gaman að fá einn 26-29 ára snilling sem er að toppa og á 4-7 topp ár eftir

  23. Sem betur fer er glugginn opinn og nú þarf að kaupa betri mann i stöðuna hans Lucas. Leikmann með meiri snerpu og getur einnig ógnað framávið. Ég hef sagt að ef við fáum ekki betri mann i þessa stöðu munum við ekki taka skrefið framávið og gera atlögu að titli.

  24. Ég talaði um De Jong frá Milan um daginn þar sem þeir voru í ruglinu.
    sé að það er verið að orða okkur við hann á lánsamningi núna. ég vona að það verði að veruleika og helst að við verslum hann svo í sumar.

  25. Norðmenn sem leikið hafa fyrir Liverpool:

    Stig Inge Bjornebye
    Bjorn Tore Kvarme
    Oyvind Leonardsen
    Vegard Heggem
    John Arne Riise
    Frode Kippe

    Er þetta ekki fullreynt?
    Reyndar er Valon Berisha af albönskum ættum svo það gæti mögulega sloppið til.

  26. Það er eitt nafn sem ég skil ekki að sé ekki orðað við okkur núna. Það er Lars Bender hjá Bayer Leverkusen. 24 ára hreinræktaður varnarsinnaður miðjumaður. Gæti líklegast komið í liðið í staðinn fyrir Lucas, hefur verið viðriðinn þýska landsliðið og spilar með liði sem er ekki að spila í meistaradeildinni í dag þannig að það ætti ekki að vera fyrirstaða að Liverpool séu ekki í Champions league. Hann er tvíburabróðir Sven Bender sem hefur verið að spila reglulega hjá Dortmund í meistaradeildinni og þýsku Bundesligunni en hefur samt sem áður verið framar í forgangsröðinni í þýska landsliðinu þannig að hann er varla síðri leikmaður. Sami Hyypia hlýtur nú að vera til í hjálpa gamla klúbbnum sínum og selja okkur hann með smá afslætti. Ég væri alla veganna til í að sjá hvort 15-20 milljón punda tilboð í hann mundi ekki freista Leverkusen enda eru menn ekki oft seldir á hærri fjárhæðir en þetta frá Þýskalandi. Svo þegar Lucas væri orðinn heill mætti alveg prófa þessa leikmenn saman og leyfa Lucas að spila aðeins framar eins og hann gerði á móti Stoke. Sóknarleikurinn þar var alla veganna í góðu lagi.

    Mér finnst það alveg ótrúlegt að þessi leikmaður sé ekki kominn í stærri klúbb og ég hefði nú haldið að Liverpool væri nú stærri klúbbur en Leverkusen þannig að hann ætti að vilja koma. Þar að auki hefur hann stundum leyst hægri bakvarðar stöðuna, alla veganna hjá þýska landsliðinu, þannig að hann ætti að geta verið cover þar.

  27. Djöfull er þetta glatað, maður var farinn að vona að Gerrard væri að detta úr liðinu.

  28. Mjög slæm tíðindi. Ég skil ekki afhverju menn eru alltaf að tala um að Lucas þurfi að gera meira sóknarlega. Bestu DM undan farin ári hafa ekki verið einhver tæknitröll eða góðir sóknarmenn enda er það ekki þeirra hlutverk. Makalele er sennilega besta dæmið. Hlutverk Lucasar er ekki að skapa færi eða skora mörk heldur að stoppa sóknir andstæðingana og hann gerir það ekki ef hann er orðinn fremsti maður í sókn. Ég bara fatta ekki svona umræðu. Vonandi verður einhver leikmaður fenginn í staðinn. Sammála þeim sem töluðum Mascherano væri alveg til í að fá það dýr aftur til Liverpool.

  29. Auðvitað er Lucas hrikalega mikilvægur leikmaður fyrir liðið en ég er samt ekki sammála því að hann þurfi að spila alla leiki.
    Á heimavelli á móti liðum í neðri hlutanum ætti vel að duga að spila t.d Allen, Hendo og Gerrard.
    Þessir leikmenn geta allir varist og Allen og Hendo hafa sýnt það að með því að halda hápressu á liðin þá virka þeir 2 saman mjög vel.

    En það breytir því ekki að það þarf að versla leikmann í þessa stöðu.

  30. Hrikalega slæmt að missa Lucas. Spurning hvort það mætti ekki leysa vandamálið með Cissokho (og Glen Johnson) líka að spila 3-5-2, með Cissokho og Gerrard sem væng-bakverði. Held að Gerrard eigi meiri framtíð þar heldur en sem DMC. Taka frekar Zanetti á þetta en Pirlo. Gerrard var flottur á kantinum þegar Benítez spilaði hann þar. Sorry, sé Gerrard bara ekki þarna út tímabilið. Kannski seinna, þegar hann hefur lært það betur. En hann er engin lausn núna. Þá væri betra að spila með Henderson þar að mínu mati.

  31. Opinn þráður, ég má til með að pósta þessu:

    http://www.reddit.com/r/LiverpoolFC/comments/1tmdyp/elevenreds_has_been_banned/

    Gæti verið að þetta hafi komið hérna fram áður, en ég var að rekast á þetta og hafði gaman af. Í stuttu máli var einhver náungi sem lagði sig virkilega fram við að telja menn á þessu spjallborði með yfir 10.000 fylgjendur að hann væri innanbúðarmaður hjá LFC og var oft að koma með slúður og random hluti um klúbbinn og leikmennina. Sem dæmi lánaði hann Borini Finding Nemo DVD o.s.fr!

  32. @LFC forever

    Góð ábending og þörf lesning, takið eftir því hvað Aldridge segir m.a. í greininni…..

    “What we don’t need is any more loan deals”

    Algjörlega sammála þessu! Og fara svo að kaupa leikmenn sem eru komnir yfir “efnilega” hlutann!!

  33. Sælir kappar

    Slæmar fréttir með Lucas og ég neita að trúa því að einhverjir alvöru púlarar gleðjist yfir meiðslum hans, sama hversu mikið bitbein hann hefur verið á köflum. Ég viðurkenni að Lucas verður seint settur aftan á mína treyju og ég var lítt hrifinn af honum til að byrja með. Ástæðan fyrir því var einföld: fyrstu tvö tímabilin fannst mér hann grútlélegur og frammistöðurnar vel undir meðallagi. Svo var hann líka með skelfilega hárgreiðslu!! Að vilja ekki sjá hann inná í byrjunarliði var því afar eðlilegt þó að ekki vildi ég kenna honum um allar ófarir liðsins. Hann strögglaði með að fylla skarð Alonso þó að frammistöður skánuðu með mörgum leikjum það tímabilið og það var ekki fyrr en Mascherano fór að Lucas fékk lyklavöldin að stöðu aðal-varnartengiliðs árið eftir að hann blómstraði. Hann fann loks sinn rétta stað í liðinu og ég gladdist að sjálfsögðu yfir því sem Púlari enda hið er sameiginlega markmið allra Púlara velgengni LFC. Vissulega var ákveðinn fórnarkostnaður greiddur með því að hafa gefið honum svona rúman tíma til að finna fjölina sína en uppskera þolinmæðinnar var góð og tímabilið 2010/11 var hann stórfínn. Það var líka eitthvað fallegt við þá uppreisn æru sem hann öðlaðist og frábært að eiga 24 ára Brassa í alþjóðlegum klassa sem var stöðugt að bæta sig.

    En síðan þá hafa örlögin gripið inní og með meiðslunum á Brúnni, hans annar stórleikur á einungis 3 dögum þá vikuna (Man City á sunnudegi og Chelskí á þriðjudegi) , þá hefur hægst á hans framþróun og jafnvel farið í smá bakkgír. Því miður hefur Öskubuskuævintýrið úr skúrk í hetju súrnað og upprisunni úr öskustó meiðslanna hefur fylgt lægri standard á frammistöðum og líkamlega takmarkaðri leikmaður. Kannski er þetta eitthvað sem mátti búast við þar sem að Lucas er ekki alveg sá sterkbyggðasti að spila stöðu þar sem bardaginn er mikill og í deild sem þekkt er fyrir mikinn hraða og hörku. En eftir þessi slæmu meiðslahrinu er hann áberandi hægari (var ekki fljótur fyrir) og virkar veikari fyrir í tæklingum en áður. Það er ekkert skrýtið svo sem miðað við hversu mikið hann hefur misst úr en það mun ná samtals 12 af síðustu 28 mánuðum með þessum nýju meiðslum viðbættum. Þrátt fyrir það er hann alveg að skila sínu að mínu mati, passað vel í inn í kerfi Rodgers og alveg átt skilið sæti sitt í liðinu.

    Þó finnst mér ákveðið ofmati í gangi hjá hans aðdáendaklúbbi sem virðist oft miðast við það form sem hann var í áður en meiðslin settu strik í reikninginn og þau fáu skipti sem hann á leiki í þeim gæðaflokki. Ég met alltaf menn í klassa eftir viðmiði um 5 stjörnur í gæðum. T.a.m. er Suarez að sjálfsögðu 5 stjörnu heimsklassa leikmaður, 4 stjörnur væru alþjóðlegur klassi (Sturridge og Sakho), 3 stjörnur góður PL-klassi (Henderson o.fl.), 2 stjörnur rétt tæplega miðlungsmaður (Cissokho) og 1 stjarna væri dragbítur og drasl. Fyrir mér var Lucas orðinn 4 stjörnu leikmaður árið 2011 með séns á að verða heimsklassa, en í dag er hann mest 3,5 stjörnu maður sem er ólíklegur til að bæta sig sökum aldurs og á í vandræðum með meiðsli. Hann getur alveg nýst LFC áfram enda traustur liðsmaður með PL-reynslu og klárlega eðalnáungi í búningsklefanum og á S-Amerískum spilakvöldum, en það var löngu orðið tímabært að huga að innkaupum á öðrum varnartengilið.

    Fyrir meiðslin voru þetta vangaveltur um hvort að kaupa ætti betri leikmann en Lucas (dýrt og vandfundið án CL) eða back-up til að létta á honum álaginu (ódýrt og margir kostir). Það var klárlega freistandi fyrir Rodgers að spara sér það að kaupa back-up á bekkinn og reyna frekar að nýta Gerrard þessa stöðu eða með einhverri róteringu á Allen eða Hendo. En nýju meiðslin ættu að breyta því og fyrir mér ætti ekki að vera neitt yfirgengilega erfitt eða kostnaðarsamt að finna leikmann í þessa stöðu hvort sem væri til lengri eða skemmri tíma. Ég er því ósammála því að Lucas sé ómissandi sem slíkur en hins vegar er algert möst að hafa öflugan varnartengilið innan liðsins, sérstaklega hjá sókndjörfu liði þegar spilað er með tvo miðverði og sókndjarfa (og varnarhefta) bakverði. Þannig að þegar sumir tala um að hann ætti að vera fyrstur á blað í liðið þá er ég bara sammála því að því marki að það er lykilatriði að EINHVER almennilegur varnartengiliður fari ansi snemma á leikskýrsluna.
    LFC hefur haft nokkru stórfína menn í þessari stöðu sl. áratug: Hamann, Alonso, Sissoko, Mascherano og svo Lucas. En fyrir mér er hann neðstur á þessum glæsta lista og þrátt fyrir ágæta kosti (les leikinn vel og traustur sendingamaður) þá hefur hann líka vankanta miðað við sína stöðu (hægfara, lágvaxinn, gefur klaufalegar aukaspyrnur, ógnar sjaldan marki). Didi var sterkari, klókari og betri skotmaður, Xabi betri spyrnumaður almennt, Momo öflugri og meira dóminant líkamlega og Javier grimmar og fljótari. Ég hef lengi viljað sjá öllu sterkari mann í loftinu í ljósi þess að margir í liðinu eru undir 1,80 m. (fáum mörg mörk á okkur í föstum leikatriðum og fyrirgjöfum) og/eða hraðskreiðara eintak þar sem að liðið undir Rodgers er oft sókndjarft og ofarlega á vellinum og því viðkvæmt fyrir hröðum skyndisóknum.

    Fyrir minn pening þá eru Yann M‘Vila og Fernando Reges bæði fáanlegir, praktískir og vænlegir kostir í þessa stöðu hjá okkur til skemmri og lengri tíma. Þetta eru öflugir og reyndir spilarar, annar með franska landsliðinu og hinn í Evrópukeppnum með Porto. Báðir ættu að vera falir fyrir sanngjarna upphæð og geta labbað inn í byrjunarliðið. Persónulega hallast ég að M‘Vila þar sem hann er yngri, líklegri til að bæta sig og góðvinur Sakho. Væri jafnvel hægt að prufukeyra hann á lánsdíl með klásúlu líkt og gert var með Mascherano á sínum tíma og sælla minninga. En auðvitað er þetta svo alltaf spurning um aðlögun að PL sem hefur reynst mörgum góðum leikmanni þrautinni þyngri. Ef eitthvað er til í þessu slúðri með Nigel de Jong þá er hann ágæt skammtímalausn og með góða PL-reynslu. Af þessu sem ég les um þennan Badu þá er hann í besta falli varaskeifa og þrátt fyrir marga landsleiki með Ghana (40) þá hefur hann strögglað með að vera í byrjunarliði Udinese síðustu ár. Var afar efnilegur en ekki alveg ræst úr honum sem skyldi.

    En ég myndi einnig vona að okkar uppaldi Conor Coady væri kallaður til baka úr láni frá Sheffield United þar sem hann hefur spilað reglulega í vetur. Ef einhvern tímann ætti að vera séns fyrir hann til að sýna sig og sanna þá væri það núna. Ég hef lengi verið spenntur fyrir því hvort að rættist úr honum enda mikill leiðtogi á velli og ávallt fyrirliði með yngri liðum okkar. Meira að segja leitt England U17 til Evrópumeistaratitils og alltaf virkað skrugguefnilegur á mig. Hálfgerð blanda af Gerrard og Carragher. Fyrst að Flanagan getur með nokkrum leikjum orðið fyrsti kostur í vinstri bakvarðastöðuna þá myndi maður vona að Coady gæti orðið nothæfur varnartengiliður, þó ekki væri nema sem traust varaskeifa.

    En þar sem ég er líklegast kominn vel yfir þúsund orða markið þá er um að gera að hætta áður en ég drep of marga úr leiðindum!

    Góðar stundir

    YNWA

  34. Takk fyrir að drepa okkur ekki úr leiðindum Beardsley. 🙂

    Skemmtileg tilviljun þó að þú notir 5 stjörnu Football Manager kerfið við að meta leikmenn. Lucas Leiva er hjá mér alveg frábær í þeim leik í leikkerfinu 4-2-3-1 og skorar helling af mörkum í liði sem vinnur enska meistaratitla og CL.

    Í raunveruleikanum sem við lifum í er hann hinsvegar búinn að toppa sem leikmaður og á hægri en öruggri niðurleið, skorar aldrei og hefur aldrei unnið neina titla fyrir Liverpool. Nokkurn veginn sama hvaða stuðningsmann annarra liða maður talar við, enginn skilur neitt í því ofuráliti sem margir Púlarar hafa á honum. Við höfum aldrei jafnað okkur eftir að Mascherano fór og ekkert keypt í þessa mikilvægu stöðu í rúm 3 ár. Sem er hreinlega glæpsamleg heimska. Sennilega var það aldrei gert því menn bjuggust alltaf við Kapteinn Ofurbrók tæki þessa stöðu þegar honum þóknaðist er aldurinn færðist yfir. Eitthvað sem sannaðist í síðasta leik að hann ræður því miður ekki við.

    Núverandi lið Liverpool er ekki nógu gott til að vinna titla, ég skil því ekki hvernig menn ætla að verða meistarar eða komast í CL með að fá cover fyrir leikmenn eins og Lucas. Við þurfum betri leikmenn en það sem fyrir er til þess að bæta liðið. Ætla menn líka að fá cover fyrir fyrir Enrique og Johnson kannski? Nýjan Cissokho eða næsta Degen?!

  35. Þarf ekki að fara senda Coutinho í skotæfingar?

    67/2 eða 3% skotnýting.

    Suarez:

    104/22 eða 21% nýting

    Sturridge : 25% , Henderson: 5%, Gerrard: 14%. Gerrard einnig með fæst skot eða 37.

  36. Jæja sögur segja að Mata skrifi undir hjá Man utd á morgun. Alveg ótrúlegt að Chelsea hjálpi Man utd þegar þeir eru liggjandi.
    Það voru nefnilega ekki mörg stór nöfn sem vilja fara til Man utd núna í janúar . Menn sjá þjálfaran, gengið og liðið sem þarf að endurnýja mikið.
    Afhverju er ég að fjalla um Man utd í Liverpool spjalli.
    Jú ég held nefnilega ef Mata kemur til þeira þá verða þeir okkar helsti keppinautur um 4.sætið en fyrir Mata þá hafði ég tippað á Liverpool vs Tottenham með Everton rétt á eftir.

  37. Við verðum að bregðast við og fá gæðaleikmann ef Utd klófesta Mata. Þeir eru einfaldlega okkar helstu keppinautar um þetta 4. sæti. Þessi uppbygging sem á sér stað getur brotnað upp ef við náum því ekki. Munum sjá menn eins og Suarez hverfa á braut.
    Þó við fáum pening fyrir hann er ekki þar með sagt að hann muni nýtast okkur. Sérstaklega m.v. kaupin hans Rodgers hingað til.

    Við erum ekki að fara að ná þessu 4. sæti með einhverjum lánsmönnum ef hin liðin í kringum okkur styrkja sig. Erum búnir að missa af City, Chelsea og Arsenal. Spurningin er einfaldlega: Hafa eigendurnir bolmagn í það að koma okkur á topp 4 og halda okkur þar? Janúarglugginn mun leiða það í ljós.

  38. ég held að það sé morgun ljóst að við missum af meistaradeildinni ef við verslum ekki svipuð gæði og man u virðist vera að gera með kaupum á Mata.
    Þetta fer að vera jafn pirrandi að geta ekki verslað stór númer og þessar endalausu tilraunir með vörn og miðju.

  39. Ef við endum á því að versla ekki neitt þá endar þetta á að Everton tott og utd keppa um 4ða sætið

  40. ef liðið verður ekki styrkt í þessum glugga er ég ansi hræddur um að þetta 4 sæti sé farið! og suarez fari svo í sumar! þetta er stór gluggi og nú reynir á eigendur og það mun svoltið koma í ljós hvað þeir eru tilbúnir að gera til að koma liðinu í þessa blessuðu meistaradeild!

  41. Nú berast fregnir að við séum nálægt því að ganga frá kaupunum á þessum Salah. Ég held að hann sé svona ódýrari týpan af Mata. Samt þurfum við leikmann í staðin fyrir Lucas, ég vona að BR hugsi þetta ekki þannig að hann ætli að fá Salah í stöðun Gerrard og Gerrard síðan í stöðu Lucas, Fowler forði okkur frá því.

    Ætli við séum ekkert að reyna að fá M Villa eða hvað hann heitir, eða erum við að reyna að fá þennan hollenska frá AC Milan. ég vona að BR bæti þá við einum í viðbót fyrir Lucas, hvort sem hann verður þá fengið á láni eða ekki.

  42. Þetta er mjög einfalt mál. Ef við fáum ekki inn alvöru leikmann í þessa djúpu miðjustöðu þá er 4.sætið farið. Þessi gluggi skiptir því miklu máli, mjög miklu.

  43. Þær sögur ganga nú að Chelsea sé að replace-a Mata með að yfirbjóða okkur i Salah. Þetta er bara svo típískt að það getur ekki annað en verið satt.

  44. Chelsea hafa engan áhuga á honum né pláss fyrir hann, eru bara reyna pirra okkur og fá Liverpool til að bjóða hærra. Salah hefur líka sagt að honum langi til Liverpool.

    Ekki fara í panic og láta plata okkur. Bjóða bara það sama og Chelsea og láta leikmanninn ákveða þetta. Vilji hann frekar rotna á bekknum hjá Chelsea á ofurlaunum en að spila 90mín í hverjum leik þá var hann aldrei þessi stríðsmaður sem við þurfum til að bæta liðið.

  45. Skiptir það einhverju máli ef Salah fari í Chelsea.

    Ég vissi ekkert hver þessi gaur var fyrr en hann var orðaður við Liverpool. Hann er ungur 21 árs en við þurfum eiginlega að fá tilbúna leikmenn þessa dagana. Ekki einhverja sem eru efnilegir og gætu orðið góðir.
    Okkur vantar bakkverði og varnar miðjumann til þess að keppa við Lucas og annar þeira myndi svo vera varaskeifa fyrir hinn.

    Þessi Salah er sókndjarfur kanntur og við erum að spila reglulega með Sturridge, Sterling og Coutinho í þessum stöðum svo að við erum ekkert í stórvandræðum þar(með draslið Moses sem varaskeifu ef tveir af þrem eru meiddir).

  46. Þessi gluggi er síðasti séns hjá Henry og félugum til að sanna sig sem verðugir eigendur Liverpool, þ.e.a.s ef þeir ætla sér eitthvað með þetta lið. Ekki top 4 í lok maí yrðu einfaldlega skelfilegar fréttir og gæti verið upphafið að einn einni lægðinni hjá Liverpool. Upp með budduna, United eru í krísu og þeir eru að henda 40mp í Mata til að koma sér útúr henni !

  47. Mér gæti ekki verið meira sama þó að þessi Salah fari til Chelsea. Fyrst að Rodgers hefur áhuga á honum þá eru nú töluverðar líkur á að þessi leikmaður muni floppa all svakalega. Þið fyrirgefið ef maður ekki spenntur fyrir kaupum hjá Brendan Rodgers. Þessa hér hefur hann fengið til liðsins so far:

    Luis Alberto
    Iago Aspas
    Simon Mignolet
    Kolo Touré
    Aly Cissokho
    Mamadou Sakho
    Tiago Ilori
    Victor Moses
    Fabio Borini
    Joe Allen
    Oussama Assaidi
    Nuri Sahin
    Samed Yesil
    Daniel Sturridge
    Philippe Coutinho

    Kaupin á Daniel Sturridge voru góð, það er spurning með hvernig fer með Coutinho og Sakho, en allt hitt er bara rugl. Svo verður að horfa á það hvaða leikmenn fóru í staðinn í sumum tilfellum. Í sumar seldi hann Downing og Shelvey á slikk, leikmenn sem spiluðu töluvert á síðasta tímabili, og fékk í staðinn Moses og Alberto sem er svo lélegir að þeir komast ekki í hópinn. Það má færa góð rök fyrir því að liðið hafi verið veikt í sumar með öllum þessum viðskiptum. Svo má ekki gleyma því að að sumarið áður lét hann Andy Carroll fara án þess að fá nokkurn mann í staðinn, og svo reyndi hann að gefa Jordan Henderson til Fulham.

    Ég er á þeirri skoðun að ef að Brendan Rodgers á að geta haldið áfram sem stjóri Liverpool þá verði að fá Director of Fotball með honum til að sjá um leikmannakaup. Rodgers er góður stjóri sem lætur liðin sín spila flottan bolta, en þegar kemur að leikmannkaupum þá er hann skelfilegur.

  48. Lucas leiva var að pósta þessu á Twitter– “would like to let you know that my injury isn’t serious and I will be back in a few weeks.
    Thanks “

  49. Ef það er satt að Chelsea séu til í að selja Mata til keppinauta í deildinni þá er ekki spurning um það í mínum huga að Liverpool á að blanda sér í þá baráttu.

    Ef þeir vilja selja man utd þá vilja þér selja Liverpool. Liverpool er í dag ekki síðri kostur en man utd og með slíkum kaupum er ljóst að við ætlum okkur eitthvað.

    Málið er einfalt í mínum huga, eins og sannaðist sl sumar er ekki hlaupið að því að fá alvöru menn þegar ekki er boðið uppá meistaradeild, nú er séns, við erum í 4, Mata er falur og hann myndi auka verulega á líkur á meistaradeild og þá auðvelda okkur að halda Suarez og fá góða leikmenn í sumar.

    Ef við reynum ekki við hann og verslum síðan áfram einhverja aula á 5-15 millur í kippum er bara að mínu mati orðið ljóst að eigendurnir ætla ekki að gera það sem þarf til að koma okkur í fremstu röð, þýðir ekki endalaust að blaðra eitthvað fallegt en gera svo aldrei neitt þegar á reynir.

    Gæði kosta pening, okkur vantar gæðamenn, upp með veskið. Ekki fleiri Borini, Aspas, Alberto kappa takk.

  50. BREAKING NEWS: Juan Mata has handed in a transfer request at Manchester United.

  51. ManU laut verðskuldað í gras fyrir Sunderland í kvöld.

    Í mörgum færslum hér er sérstaklega vikið að Borini sem floppi. Rétt er að hann sýndi ekki mikið með LFC en strákurinn er hörkugóður með Sunderland. Þetta er vinnuþjarkur með hjarta ljónsins.

    Borini verður, líklega fremur fyrr en síðar, hörkugóður leikmaður.

  52. Jæja aftur ætlar England að senda fall lið í evrópukeppni, sniðugt kerfi…

  53. EF Salah fer til Chelsea, ekki sáttur – af hverju er Liverpool og stjórnendur þar ekki löngu búnir að afgreiða þetta mál, karpa um einhverja smáaura – missa svo af honum og það verður biti til að missa af !

    EF Mata fer til Utd og Liverpool reynir ekki að kaupa þann kappa – þá er bara enginn áhugi á því að ná árangri hjá þessum klúbbi, Mata gæti reynst algjörlega stórkostleg kaup fyrir Liverpool og mata-ð Suarez og Sturridge enn frekar.

    Best af öllu væru svo að kaupa þá báða.

    Því miður tel ég allra líklegast að hvorugur komi til Liverpool.

  54. Liðið í næsta leik?
    Suarez Sturridge
    Coutinho Allen Gerrard Henderson
    Cissokho Skrtel Toure G.Johnson
    Mignolet

    Fer líklega 3-2

  55. Það er ótrúlegt að Chelzki séu að selja Mata til utd. Það er einsog þetta utdblæti mótorkjaftsins gangi núna út á að hjálpa utd við að ná 4 sætinu í stað LFC, Tottenham eða Everton frekar enn að tryggja framgöngu eigins liðs!

  56. Sælir kappar

    Góðar fréttir ef að Lucas er minna meiddur en fyrst var haldið, en meiðslin hans undirstrika samt þá staðreynd að við þurfum annan varnartengilið sem er helst jafn góður eða betri. Værri ekki verra ef sá leikmaður væri jafnvel nógu fjölhæfur til að spila við hlið Lucas og passaði í press & pass konseptið hans Rodgers. Ég horfi þá enn sérstaklega til M‘Vila sem er á rangri rússneskri hillu í lífinu og þyrfti á björgun að halda.

    En það er greinilegt að skjálftavirknin er byrjuð og ekki seinna vænna enda bara vika eftir af janúarglugganum.

    Ó gvöð, Chelskí er að „stela“ Salah frá okkur!!! Djö*** seinagangur á djéskotans kaupnefndinni!!! Hvar er metnaðurinn??? Show me the money FSG!!! (fleiri innfyllingar af taugaveikluðum viðbrögðum og yfirdrifnu magni af upphrópunar- og spurningarmerkjum).

    Púlarar nær og fjær, í eins stórum og vinalegum stöfum og ég kem því frá mér:

    DON‘T PANIC

    Svona til upplýsinga fyrir þá sem festast í hugarheiminum um kapphlaup þar sem sá sprettharðasti nær að kaupa leikmanninn þá er ekki beint algengt í háklassaknattspyrnuheiminum að leikmönnum sé „stolið“. Þetta tíðkaðist í den tid fyrir tíma farsíma og tölvupósta að hægt var laumast í skjóli nætur án þess að nokkur frétti og gera skothelt heiðursmannasamkomulag beint stjórnarformanna á milli. Eða jafnvel að nappa mönnum á síðustu stundu eins og gerðist fyrir 20 árum þegar Sir Alex stal Roy Keane á undan King Kenny útaf röngu eyðublaði og helgarlokun á skrifstofu FA. En jafnvel í því dæmi þá þurfti leikmaðurinn að vera viljugur til að „láta stela sér“ og sýna ansi óheiðarlega hegðun en Roy var svo sem alltaf nokk sama þó hann færi yfir strikið.

    Þetta er ekki bara spurning um að vera tímanlega og mæta fyrstur í röðina á miðnætursölu á FIFA 14. Því síður er þetta hlauptu & kauptu á útsölu í Kringlunni. Þegar Chelskí keyptu Willian á undan Tottenham þá var það ekki spurning um snör handtök um að komast fremst í röðina heldur að þeir einfaldlega BORGUÐU sig fremst í röðina með hærra kaupverði, umbaþóknun og launapakka. Já, og annað smámál í formi CL sem virðist skipta merkilega marga leikmenn máli. Þannig geta moldrík lið í Meistaradeildinni hagað sér. Þeir eiga þetta, þeir mega þetta.

    Basel hafa sinn hag af því að draga söluna á Salah sem lengst á langinn til að fá fleiri lið til að bjóða hærra verð í hann og þar fer hagur umbans líka sem fær meira í sinn hlut með hækkandi söluverði. Eina leiðin til að flýta þessu ferli er að yfirborga eða sú leikandi lukka ef að leikmaðurinn er gallharður á því að bara eitt lið komi til greina. Ef eitthvað er að marka grunndrætti fréttaflutnings þá eru LFC til í að borga 9-11 millur fyrir þennan efnilega pilt en Basel vilja 50-100% hærri upphæð eða 16-18 millur. Ætti LFC bara „drífa sig í þessu“ og „show me the money“?? Eða í rauninni „show Basel the money“! Skella sér bara á smálán, víxil og raðgreiðslur til að vera á undan Chelskí? Kannski er Brúar-Móri bara með smá draugagang eða Basel að búa til blaður til að kreista nokkrar aukakrónur út úr okkur? Er skynsamlegt að yfirborga í stresskasti í ljósi þess að í fyrsta sinn í 15 ár vorum við að detta út af topp 10 fótboltafjár-listanum og það þrátt fyrir að auka tekjurnar um 10% milli ára:
    http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/liverpool-fc-drop-out-top-6554041

    Hvernig væri bara að treysta því að stjórnendur LFC séu að gera sitt besta í að meta stöðuna út frá hag félagsins? Og að þeir hafi grannskoðað leikmanninn og viti meira en við um hans getu og virði? Ég tek alfarið undir orð AEG með að láta einfaldlega á það reyna hvort að Salah vilji í alvöru koma til okkar eða ekki. Þannig leikmenn viltu helst fá til klúbbsins sem hafa sérlegan áhuga á að spila fyrir LFC og engan annan. Það er í senn gott fyrir liðsmóral, mótiveringu og einnig fjármálin. Góð dæmi um þetta eru kaupin á Sturridge, Coutinho og Sakho sem allir yfirgáfu lið í CL og tóku stefnuna á Anfield umfram áhuga annarra. Toppeintök innan vallar sem utan.

    Talandi um kaupin á þeim þremur þá eru það einu viðskiptin sem eru Halla (#56) þóknanleg. Sturridge sé góður en hinir tveir spurningamerki og „allt hitt er bara rugl“ skv. honum ásamt ósætti við söluna á Shelvey og Downing. Maður ætti kannski ekki að kommenta á svona en ég er svo þrasgjarn í hug og hjarta að ég stenst ekki mátið. Tuð er stuð!

    Látum það liggja á milli hluta hvort að lánsdílarnir þrír séu rugl en þetta eru ágætir leikmenn á pappír, fengnir frá stórliðum, sem hafa þegar á reyndi ekki passað inn í liðið. Ekkert stórmál enda skilum við þeim bara en þeir hafa samt gefið okkur breidd í leikmannahópnum og veitt umhugsunarfrest til leita að betri langtímalausnum. Er það rugl? Eflaust borgum við PL-premium fyrir Mignolet og Allen en þetta eru menn á besta aldri sem höfðu átt stórgóð tímabil áður en þeir komu til okkar og hafa á köflum sýnt sínar betri hliðar. Þeir hafa báðir átt sinn þátt í góðu tímabili það sem af er þó að þeir þurfi að sýna meiri stöðugleika, sérstaklega Mignolet sem af mörgum hlutlausum var með bestu markvörðum fyrri hluta tímabilsins. Sama má segja um Borini sem hefur verið óheppinn með meiðsli en er að sýna núna hvað í hann er spunnið. Verður eflaust ágæt varaskeifa þegar leikjum fjölgar á næsta tímabili þó að hann slái auðvitað ekki SAS-strækerana úr liðinu.

    Assaidi var keyptur á slikk og verður eflaust seldur fyrir álíka slikk til Stoke eftir góða spretti þar. Tókum lítinn séns og hann fékk smá séns en ætti ekki að kosta okkur neitt á endanum. Ekkert óskaplegt rugl þar. Samed Yesil er keyptur á 1 millu sem bráðefnilegur 18 ára pjakkur og er með markatöluna 31 mark í 33 landsleikjum fyrir landslið Þýskalands U-16 til U-19 ára. Eru þau kaup rugl? Really? Ef ekki væri fyrir þá hrikalegu staðreynd að hann er í þessari viku að meiðast í annað sinn alvarlega á hné að þá væru flestir púlarar afar spenntir fyrir að sjá hver framtíð slíks markahróks væri. Svo er Ilori einnig nefndur þó að ljóst sé að þar fari gríðarlegt efni og við séum með skynsamleg framtíðarplön í gangi með hann. Oft er títtnefndur verðmiði á honum notaður til að bölsótast yfir en skv. Rodgers sjálfum þá er sú tala fjarri lagi: “I see the price that is quoted (£7million) and it is nowhere near the mark to be honest.”. Gæti verið að við vitum ekki alltaf allt um innviði hvers díls, klásúlur og greiðslumáta? Það skyldu þó aldrei vera að menn eyddu miklu púðri í „staðreynd“ sem væri „tað í reynd“.

    Svo er Alberto / Aspas vs. Shelvey / Downing stemmningin mætt aftur. Ég tók svo fastan snúning á því um daginn að ég ætla ekki að hringla í mönnum með endurtekningu á því heldur vísa í gagnasafnið:

    http://www.kop.is/2014/01/05/16.52.51/#comment-180047

    En við þetta vil ég þó bæta þá ágætu staðreynd um hið engilsaxneska tvíeyki sem við seldum að hvorugur hefur komist í enska A-landsliðið síðan þeir fóru frá okkur. Reyndar hefur á sama tíma bæði Henderson og Sturridge spilað fyrir England en brotthvarf samlanda þeirra hefur eflaust hjálpað þeirra þróun og möguleika á fleiri leikjum í byrjunarliði Liverpool. Þá má benda á að skv. tölfræðilegri einkunnagjöf Whoscored.com þá eru bæði Jonjo og Stewie fyrir ótrúlega skemmtilega tilviljun með sömu meðaleinkunn uppá kommu (6,79) í deildinni og báðir í 11.sæti hjá sínu liði. Svo eru liðin þeirra bæði í fallbaráttu og 3 stig á milli þeirra. Merkilegar tilviljanir…eða hvað?

    En núna fer hraðinn á aukast á janúar-rússíbananum og um að gera að spenna sætisólarnar. Festum toppstykkið fastar á hænsnabúkinn á hlaupunum því annars verðum algerlega höfuðlaus her.

    Pís of mænd & pís át

    YNWA

  57. Peter Beardsley segir um janúarkaup og Salah (og hugsanlegan stuld Chelsea á þeim leikmanni):

    “Hvernig væri bara að treysta því að stjórnendur LFC séu að gera sitt besta í að meta stöðuna út frá hag félagsins? Og að þeir hafi grannskoðað leikmanninn og viti meira en við um hans getu og virði?”

    Jú, gott og vel. Þetta geta bonus pater familias tekið undir. Auðvitað. Það segir sig bara sjálft að það er rakin vitleysa að kaupa leikmann sem ekki er talinn nógu góður.

    En varðandi þessar tvær skemmtilegu setningar þínar, þá er kannski bara vert að hafa það í huga, að þetta hefur verið viðmótið hjá Liverpool í laaaaaaaaaangan tíma. “Við borgum ekki yfirverð fyrir leikmann sem við vitum ekki hvort er nógu góður fyrir félagið.”

    Í framhjáhlaupi má benda á að Liverpool hefur ekki orðið meistari í laaaaaaaangan tíma heldur. Kannski helst þetta bara dálítið í hendur, að “sérfræðingar” í kaupum velji frekar þann kost að sitja með hendur í skauti í stað þess að taka smá áhættu.

    Mér er til dæmis minnisstætt þegar ákveðinn leikmaður, ungur Portúgali á sínum tíma, biðlaði til þáverandi stjórnenda Liverpool FC um að kaupa sig, því hann vildi sýna sig og sanna í bestu deild heims. Menn ákváðu þá að betra væri að sitja á þeim litlu fjármunum sem liðið þó hafði. Það var ansi skynsamlegt – á þeim tíma. Not.

    Svona hugsunarháttur, þótt skynsamur sé, er tvíeggja sverð. Menn geta misst af algjörum demöntum vegna þess að menn eru eiginlega bara OF skynsamir! Í staðinn lenda menn á öðrum demöntum sem reynast svo bara gervisteinar.

    Nú ætla ég ekki einu sinni að reyna að halda því fram að ég þekki nokkuð til Egyptans, rétt eins og ég gat ekki sagt neitt um Willian í sumar. Ég hef bara aldrei séð þá spila. Mér finnst samt fúlt, að þegar Liverpool hefur áhuga á leikmanni þá endar hann yfirleitt hjá öðrum félögum.

    Horfum til dæmis á Eriksen hjá Tottenham, sem Liverpool ákvað að vilja ekki fyrir einhverjar 15 milljónir punda. Ansi hefði nú verið fínt að hafa hann hjá liðinu í dag, en það er kannski bara ég. Svo hefur Mourinho kosið að spila William með Oscar og Hazard hjá Chelsea, og skilið bara einn besta leikmann deildarinnar á bekknum. Það hefði nú alveg verið fínt að hafa þann brasilíska í staðinn fyrir að spila Henderson út úr stöðu allt þetta tímabil.

    Ef klúbburinn telur að þetta lið sé nægilega sterkt til að ná 4ja sæti – sem er yfirlýst markmið tímabilsins – þá treysti ég bara því. Ég hef ekki trú á því, en ég hef ekkert annað val. Nema auðvitað að bölsótast yfir því að menn hafi ekki þorað að taka áhættuna þegar hún stóð til boða 🙂

    Svo má líka hafa gullregluna í hávegum – gæði kosta peninga 😉

    Homer

  58. @Homer J. Simpson (#66)

    Í þessu tuði mínu um núverandi janúarglugga og innkaup síðustu tvö ár er ég að sjálfsögðu að tala um núverandi stjórnendur LFC en ekki allar misgóðar ákvarðanir fyrri stjórnenda aftur í tímann þó að slíkt sé ágætis vangavelta útaf fyrir sig. Moores & Parry treysti maður hóflega en G&H voru ótýndir glæpamenn. Maður gæti reitt hár sitt endalaust við að hugsa um þá leikmenn sem af mismunandi ástæðum sluppu í gegnum netið. Stundum var það mat stjórans, stundum blankheit eða níska í eigendum. Hárlokkarnir yrðu margir og höfuðið nakið.

    Varðandi Portúgalann hárherta þá bauðst ekki bara Houllier og LFC að kaupa hann heldur líka Barcelona, Arsenal og líklega fleirum, en CR hitti Wenger á æfingasvæði Arsenal, þá rétt 17 ára og nýbyrjaðar að spila í aðalliði Sporting. Sama spæleggið hvílir á þeirra enni líkt og okkar, en sumarið eftir keypti ManYoo hann á metfé (12,5 mill) miðað við 18 ára leikmann utan Englands. Auðvitað hefði verið frábært ef að Húlli hefði haft framsýnina sumarið 2002 að kaupa CR í stað Diouf, Cheyrou, Diao en hann bara hafði það ekki og ManYoo hefur nokkuð lengi núna haft meira fé en við til að taka séns. Þess utan er ég ekki handviss um að CR hefði endilega þróast á sama hátt undir leiðsögn Húlla eða síðar Rafa líkt og hann gerði hjá Sir Alex en það tók 3 ár í þróun hjá ManYoo áður en það sóknarskrímsli sem síðar varð 80 millu virði og bestur í heimi fór að taka mynd. Rafa Benitez má með sanni vera svekktur að fá ekki stuðning þáverandi eigenda þegar hann vildi kaupa Dani Alves og Sergio Aguero en þeir voru ekki beint faglegir eða traustverðugir fírar almennt.

    Umrætt traust er á vinnubrögð núverandi eigenda og stjórnenda en mér þykir þeirra nálgun fagleg & skynsamleg varðandi innkaup, uppbyggingu og vallarmál miðað við stöðu klúbbsins í dag. Þeir tóku sénsins í splæsingum á King Kenny og Comolli en þar var veðjað á of margar ranga hesta og núna verður reynt að feta traustari slóð. Ég skil alveg þinn punkt með að skynsemi geti verið tvíeggja sverð en ég ber vonir til að okkar menn séu að gera heiðarlega tilraun til að taka hámenntaðar áhættur en ekki að veðja of háum fjárhæðum sem við ekki eigum byggt á tilfinningunni einni. Skynsemi eða veðmál? Eða skynsamlegt veðmál? Sagan mun dæma slíkt en of margir Púlarar eru búnir að fella þunga dóma yfir innkaupum Rodgers eða kaupnefndarinnar en hin síðarnefnda er eingöngu á sínum þriðja glugga sem enn er opinn.

    YNWA

    P.S. Sammála með Eriksen. Mig hefur alltaf þótt hann spennandi og fannst hann á pappír smellpassa í liðið á viðráðanlegu verði en maður veit ekki allar forsendur þarna að baki.

  59. Lucas frá í einhver tíma, nýjustu fréttir að Glen Johnson verði frá um óákveðinn tíma, MU að henda 40 millj. punda í Mata og að Chelsea að “stela” Salah. Það er mjög auðvelt að detta í hálftómt glas og bölsótast útí okkar menn!

  60. Ef Salah díllinn klikkar so be it. Rætt er um að Chelsea sé tilbúið til að borga 10-12 m punda fyrir ungan leikmann sem verður samningslaus í sumar. Get varla ásakað Brendan fyrir að snúa sér annað ef þetta reynist rétt. Chelsea virðist tilbúið til að taka áhættu en LFC er ekki rekið þannig í dag. Salah er um 8 m virði í mesta lagi hvað sem síðar verður sem enginn veit.

    Hitt er annað að LFC hlýtur að hafa nógan pening til að styrkja liðið. Annað getur ekki verið miðað við fyrirliggjandi gögn. Chelsea velti t.d. um 20% meiri fjármunum en LFC árið 2013. Arsenal velti innan við 10% meira en LFC í fyrra. Þetta er nú allur munurinn þótt okkar menn hafi ekki verið í CL í mörg ár. LFC á þar að auki dulda eign í Suarez sem færi varla á minna en 5-6 földu upphaflegu kaupverði í dag. Couthino, Sturridge og Stering hafa einnig stórhækkað í markaðsvirði. Það ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu fjárhagslega að kaupa inn það sem vantar ef það býðst.

    Varðandi mann í stað Lucasar hefur nafn Christoph Kramer dúkkað upp. Það væri óskandi að hægt væri að rigga upp þannig díl. Þetta er eiginlega þýsk útgáfa af okkar manni. Það vantar Þjóðverja í okkar lið að mínum dómi. Ég skil ekki afhverju menn leita ekki hófanna í Þýskalandi í ríkara mæli? Þýskir leikmenn eru vissulega heimakærir en það er urmull af spennandi leikmönnum að koma upp í Þýskalandi sem væru örugglega til í að feta í fótspor manna eins og Hamann, Babbel, Ziege, Riedle o.fl.

  61. Varðandi að kaupa, kaupa, kaupa

    þá erum við með í sókninni Suarez, Sturridge, Coutinho og Sterling sem eru allir frekar góðir og erfitt að slá einhvern þeirra út úr liðinu.

    á miðjunni erum við Gerrard, Henderson, Allen og Lucas sem er meiddur, sem eru allir þokkalega góðir líka.

    þannig að til að næstu kaup verði ekki Aspas, Alberto uppfyllingarefni þá er held ég ekki mjög auðvelt að finna mann sem kemst í byrjunarliðið hjá okkur.

    kæmi ekkert á óvart ef ekkert gerist í janúar.

  62. Krúsjal fyrir Chelsea að kaupa Mohammed Salah, nú eiga þeir kannski break á að vinna Basel í Meistaradeildinni.

  63. Að öllu gamni slepptu, þá skulum við ekki missa okkur hérna. Salah er búinn að skora 5 mörk í 24 leikjum í ár … það er meira að segja minna en Torres (8/23) á þessu tímabili, þrátt fyrir að spila í miklu lakari deild en EPL.

    Það er akkúrat það sem gerir manninn að 8 milljón punda manni … en ekki 16 milljón punda manni. Það er alveg nóg af fiskum í þessum flokki út um alla Evrópu … það þarf bara að finna þá.

    Þá vil ég líka bæta því við að þessi stefna sem að Liverpool hefur verið að taka með því að fá til sín menn á láni hefur verið að reynast okkur virkilega vel og því tel ég að við eigum að reyna frekar á hana núna í janúar.

    Nuri Sahin: Fenginn til Real Madrid á free transfer, en hefði eflaust farið á 20-25m punda ef hann hefði verið á samningi.

    Victor Moses: Keyptur á 9m punda til Chelsea.

    Aly Cissokho: Keyptur á 5m punda til Valencia.

    Þessir leikmenn hafa allir sogið sokk síðan þeir komu til Liverpool, og það má því hreinlega segja að Liverpool hafi sparað sér hátt í 40m punda með því að leigja þessa menn frekar en að kaupa (m.v. áætlað virði Sahin).

    Það er því ljóst að menn eru að læra af mistökum þarna og þetta mun taka tíma. Það að halda sér við 8m boð í Sahin er einnig kallað að læra af mistökum … það er allt of stór séns að jafna tilboð Chelsea í jafn óreyndann mann.

    Og í guðanna bænum ekki fara á taugum þó að United sé að kaupa Mata. Chelsea myndu aldrei selja þeim Mata á miðju seasoni nema það sé eitthvað “in it” fyrir þá … annað en peningar … mig grunar að það sé tengt Rooney og sumarglugganum.

  64. Ég væri til i að sjá Gerrard enda ferilinn í hægri bakverðinum.
    Hann er með flottar tæklingar og frábærar fyrirgjafir og ég held að það væri frábær staða fyrir hann sérstaklega í ljósi þess hversu ömurlegur Johnson hefur verið í vetur og svo er vandamál með samninginn hans.

    Það sárvantar klassa miðjumann sem að skilar mörkum og annan sem getur slegið Lucas úr liðinu.

  65. Tekið úr Skysport:
    Basel have announced that Mohamed Salah is set to join Chelsea after agreeing a deal with the Premier League side. Liverpool had been strongly linked with the Egyptian, but Chelsea have won the race for his services.
    &%$#/&%%# HFF
    YNWA

  66. Ef það er rétt að Liverpool hafi boðið 10 miljónir í hann og Chelsea hafi boðið 11 og við þá hækkað í 12 sem hafi fengið Chelsea til þess að bjóða 16 miljónir í hann þá er ég sáttur að menn hafi hætt við. En að menn skuli ekki hafa klárað þetta fyrir löngu er óskiljanlegt.

    Svo er annað, ef það var til peningur til þess að bjóða í Costa, Will i am og fleiri af hverju er þá ekki verið að orða svoleiðis leikmenn við okkur í dag.

  67. Það sem er verst ,að þeir virðast ekki tilbúnir til að leggja mikin pening í menn sem færu beint í byrjunarliðið sama sem Mata hjá keppinautum okkar.
    Betra að kaupa einn dýran sem er búin að sanna sig heldur en tvo til þrjá ódýra og algjör óvissa með.

    Þar skilur á milli okkar og liðana sem enda í meistaradeildinni.
    Sem á endanum er miklu dýrara fyrir okkur.

  68. Jæja drengir, þá er þetta nokkuð staðfest. Komið á official síðuna hjá Chelsea:
    http://www.chelseafc.com/news-article/article/3634770/title/salah-transfer-agreed

    Enn og aftur verðum við græðgi og mammónsdýrkun annarra liða að bráð. Það er lítið við þessu að segja, annað en; Ég hata Chelsea. Ég virkilega hata Chelsea og ég vona að Liverpool verði aldrei keypt af olíufursta eða týpu eins og Abramovich. Það getur ekki verið gaman að vera krakkinn sem fær alltaf allar afmælisgjafirnar. Ekki til lengdar.

  69. Chelsea borgaði 16milljónir eins og skot, en Brendan taldi að hann væri nær 8milljónum, og við vildum ekki jafna boðið.

  70. hahah mata til united og salah til chelsea hvað eru við poolarar að geraa .. þetta stefnir i sama skitinn .. united að fá rooney og rvp og mata alla i liðið vitum hvað það þýðir þeir eiga eftir að komast í topp 4 sé okkur ekki enda þar

  71. Ben Smith ?@BenSmithBBC 57s
    Told the Salah deal may actually end up costing Chelsea closer to £16m. #LFC felt that price was a step too far for them.

  72. Úff, ég er farinn að halda að þessi klúbbur okkar eigi bara hreinlega ekki bót fyrir boruna á sér og er farinn að sjá glitta í 7.-8.sæti.

  73. ég er bara brjálaður, það er ekkert öðruvísi !

    http://www.bbc.com/sport/0/football/25868272

    hvað er að þessum stjórnendum hjá Liverpool ? Og er mér nokk sama um skoðun PB #65, get keypt ýmislegt þar, en ef 11 mGBP er það sem hefur stoppað okkar menn þá er ég hættur að skilja.

    Þetta er búið að vera í gangi allan janúarmánuð, af hverju klára menn ekki svona kaup ?, allavega voru Chelsea menn ekki lengi að því, ekki eins og Basel sé að bíða fram á síðustu stundu !

    Og af hverju, já af hverju, já margar spurningar.

    En ég er brjálaður – þó ýmsir aðrir reyni að vera rólegir.

    Eins gott að menn sýni metnað í öðrum kaupum þá – því ef ekkert er gert / keypt, klárum við þetta 4 sæti ekki.

    Brjálaður !

  74. Peter Beardsley nr. 65

    Mér finnst þú skauta ansi létt yfir svellið þegar þú réttlætir þessi kaup hjá Brendan Rodgers og félögum. Um Fabio Borini segir þú þetta:

    “Sama má segja um Borini sem hefur verið óheppinn með meiðsli en er að sýna núna hvað í hann er spunnið. Verður eflaust ágæt varaskeifa þegar leikjum fjölgar á næsta tímabili”

    Við greinilega leggjum töluvert mismunandi merkingu í hugtakið að “sína hvað í hann er spunnið”. Fabio Borini er búinn að vera afskaplega lélegur hjá Sunderland. Hann er búinn að spila 17 leiki og skora í þeim 2 mörk. Á þessari síðu sem þú nefnir þarna Whoscored.com, þá er Borini með einkunina 6.51, sem er lakara en hjá þeim félögum Shelvey og Downing. Þú notaðir þessa tölfræði m.a. til að dæma þá úr leik þannig að Borini getur nú varla verið að gera miklar rósir er það?

    Þetta segir þú um Assaidi:

    “Assaidi var keyptur á slikk og verður eflaust seldur fyrir álíka slikk til Stoke eftir góða spretti þar. Tókum lítinn séns og hann fékk smá séns en ætti ekki að kosta okkur neitt á endanum. Ekkert óskaplegt rugl þar.”

    Þetta er einmitt tómt rugl. Leikmaðurinn var engan veginn nægilega góður og var látinn fara strax eftir sitt fyrsta tímabil. Hver var tilgangurinn með þessu? Hefði ekki verið mun skynsamlegra að spara peninginn og gefa strákum úr unglingaliðinu séns? Þó þú sért eflaust þrælgáfaður, þá veist því miður ekkert hvað þetta mun kosta Liverpool á endanum, hvort Stoke eða annað lið hafi áhuga á honum eftir tímabilið.

    Hér talarðu svo um þá Cissokho,Moses og Sahin:

    “Látum það liggja á milli hluta hvort að lánsdílarnir þrír séu rugl en þetta eru ágætir leikmenn á pappír, fengnir frá stórliðum, sem hafa þegar á reyndi ekki passað inn í liðið. Ekkert stórmál enda skilum við þeim bara en þeir hafa samt gefið okkur breidd í leikmannahópnum og veitt umhugsunarfrest til leita að betri langtímalausnum.”

    Hér er sleppur Brendan Rodgers ansi vel frá þessu hjá þér. “Hafa þegar á reyndi ekki passað inn í liðið……….”. Það hlutverk Rodgers að vega og meta hvort leikmenn henti liðinu eða ekki. Allir þessir þrír dílar hafa mistekist herfilega. Ég endurtek það sem ég hef sagt áður um Aly Cissokho, þetta er án efa einn hæfileikalausasti leikmaður sem nokkurn tíman hefur klæðst rauðu treyjunni. Hann getur ekki rekið boltann þó það sé ekki maður nálægt honum. Það var mat Rodgers að þessi leikmaður myndi styrkja hópinn.

    Varðandi Alberto / Aspas vs. Shelvey / Downing, þá segir þú þetta:

    “ákveðið var að losa sig við þessa léttleikandi Englendinga og kaupa álíka leikmenn í þeirra stöður fyrir álíka upphæð ”

    Mér finnst það eiginlega með ólíkindu að þér takist að réttlæta þetta fyrir sjálfum þér. Shelvey og Downing máttu alveg fara frá Liverpool mín vegna, þeir voru engan stjörnur, en finnst þér í alvörunni ekki raunhæf krafa að Brendan Rodgers hefði átt að fá menn í staðinn sem actually eru nothæfir? Alberto og Aspas eru svo hryllilega lélegir fyrir Rodgers að hann velur þá ekki einu sinni á bekkinn í fjöldamörgum leikjum. Þú talar um launakostnað og að Liverpool hafi sparað mikið á þessu. Þó svo að þetta spari FSG einhverja seðla, þá hefði það verið MIKLU betra fyrir Liverpool að hafa Shelvey og Downing í hópnum heldur en Spánverjana tvo. Við fengum ekkert sem við gátum notað fyrir Shelvey og Downing, er það í lagi vegna þess að þá þurfa þurfa FSG ekki að borga eins há laun? Skiptir það ekki meira máli að hópurinn hjá Liverpool þynntist og veiktist?

    Líkt og Hómer, þá finnst mér þessi setning séstök:

    „Hvernig væri bara að treysta því að stjórnendur LFC séu að gera sitt besta í að meta stöðuna út frá hag félagsins? Og að þeir hafi grannskoðað leikmanninn og viti meira en við um hans getu og virði?“

    Veistu nei, bara alls ekki. Ég hef séð svo mikið af stórfurðulegum hlutum hjá Brendan Rodgers á leikmannamarkaðinum að það er mín skoðun að það eigi að ráða Director of Football til að sjá um leikmannakaup, eins og ég minnist á hér að ofan.

  75. Hvað varðar leikmannakaup síðan sumarið 2012 hef ég þetta að segja:

    Luis Alberto-Ennþá ungur, hann hlýturað fá smá séns
    Iago Aspas- Virðist ekki vera nægilega góður fyrir EPL
    Simon Mignolet- Byrjaði frábærlega en hefur örlítið dalað eftir city leikinn og á næstu mánuðum fáum við að sjá hvað er virkilega varið í hann
    Kolo Touré- Stóð sig frekar vel í byrjun móts en leiðin efur legið niður á við síðan
    Aly Cissokho- Lánsdíll sem leit ágætlega út á blaði en ekki svo vel á vellinum
    Mamadou Sakho- Hef tröllatrú á honum sem burðarstólp í liðinu næstu árin
    Tiago Ilori- ekki alveg viss með hann enda hef ég ekki séð hann spila. Ef 7m punda verðmiðinn er réttur eru þetta ansi skrýtin kaup verð ég að segja en BR segir að hann hafi kostað töluvert minna
    Victor Moses- Hefur alls ekki staðið undir þeim væntingum sem ég verð að viðurkenna að ég hafði.
    Fabio Borini- Að mínu mati versta floppið af þeim öllum, ekki gert neitt nema skora nokkur mörk gegn erkfjendum og fyrir 11 mp er það óásættanlegt.
    Joe Allen- Kostaði sitt og hefur átt slæma leiti í LFC-treyjunni en hefur sýnt það að þetta er hæfileikaríkur leikmaður og gæti orðið mikilvægur leikmaður fyrir okkur í framtíðinni. En gæti líka staðnað og þar með orðið að floppi.
    Oussama Assaidi- Kostaði ekki mikið og munum líklega selja hann í sumar með litlu tapi(líklega gengið frá þessum kaupum áður en BR tekur við).
    Nuri Sahin- Ef það er einhver hérna sem var ekki spenntur fyrir þessum leikmanni þá má sá hinn sami rétta upp hönd. Frábær með liði Borussia Dortmund sem vann deildina en átti erfitt uppdráttar með Real Madrid, meiddist lengi og fékk lítið að spila. Segir að BR hafi ekki notað hann í réttri stöðu og þá má vel vera. En hann var ekki að standa sig og var á háum launum svo sú akvörðun var tekin um að losa sig við hann
    Samed Yesil-Kostaði einhverja miljón og hefur skorað fullt af mörkum með yngri landsliðum Þýskalands en hefur verið mikið meiddur síðan hann kom og hefur því kannski ekki sýnt jafn miklar framfarir og vonast var eftir.
    Daniel Sturridge- ætla ekki að sóa mörgum orðum í hann, hann hefur einfaldlega verið frábær og fór fram úr öllum væntingum.
    Philippe Coutinho- er bara 21 árs og kostaði litlar 8 miljónir punda, átti frábært fyrsta hálfa tímabil. Hann hefur verið góður í ár en ekki alveg jafn góður. Virðist vera frábær kaup.

    Og hvað Shelvey og Downing varðar þá má færa rök fyrir því að það hefði verið fínt að halda þeim upp á breiddina en sérstaklega Downing var á of háum launum til að réttlæta það að hafa hann á bekknum. Shelvey er svo aldrei nógu góður til að spila fyrir lfc í úrvalsdeild, í besta falli Evrópudeildar og/eða deildarbikar leikmaður. Engin tilviljun að Swansea er að ströggla svona mikið þegar hann er að leika þetta stórt hlutverk á miðjunni hjá þeim.

  76. @Halli (#85)

    Takk fyrir svarið. Þér finnst ég skauta létt yfir í mínu mati en ég veit ekki hvað á að kalla þá gífuryrtu skoðun þína um 12 kaup- og lánsdílar séu “bara rugl”. Frekar vil ég skauta létt en að mölbrjóta ísinn með þungum orðum í yfirvigt og falla í ískalda vök. Til að toppa þetta finnst þér Coutinho og Sakho vera “spurning”. Sú skoðun þín er að mínu mati ansi stórt spurningamerki útaf fyrir sig og einhvern veginn held að okkar mat á leikmönnum sé það víðsfjarri að engan milliveg sé að finna.

    Þú gerir meðaleinkunn Borini að umræðuefni sem er alveg málefnalegt útaf fyrir sig en þú verður þá líka að horfa á að framan af tímabili var Di Canio með allt í tómu rugli hjá Sunderland. Borini spilaði lítið og aðallega sem varamaður þannig að hans meðaleinkunn samanstendur mikið til af lágum einkunnum fyrir fáar mínútur spilaðar framan af tímabilinu. T.d. fær hann 6,0 fyrir heilar 3 mínútur spilaðar í einum leik en slíkt er fljótt að draga niður meðaltalið. Það er því erfitt að kalla það marktækt eða sanngjarnt til samanburðar við Shelvey eða Downing sem hafa verið að spila meira í byrjunarliðinu og oftast að klára leikina með 90 mínútur.

    Það hefur einnig verið augljóst öllum þeim sem fylgst hafa með Borini síðan hann fór að fá meiri spilatíma eftir að Poyet tók við að stígandi er í frammistöðu hans og mælanlegum einkunnum. Þegar hann hefur verið að spila 70 mínútur eða fleiri þá er einkunnir hans undantekningarlítið á bilinu 6,8 til 7,7. Hann hefur einnig til viðbótar við deildarmörkin skorað tvö mörk í deildarbikarnum gegn sterkum mótherjum (Chelskí & ManYoo) en þeir 3 leikir hans í þeirri keppni hafa verið með hans bestu frammistöðu. Því miður fær hann ekki einkunn fyrir þá leiki hjá Whoscored og það vantar því í meðaltalið. Augun verða því að duga þeim sem sáu hann spila þar og þar var ljóst að hann “er að sýna í hvað hann er spunnið” eins og ég orðaði það og þú vitnar til.

    Aðrir punktar hjá þér eru minna áhugaverðir eða málefnalegir til svars. Við verðum bara að vera ósammála um hvort að það sé “tómt rugl” að taka 3 millu séns á Assaidi og hvort að það sé tapað fé. Hann fékk tækifæri í Evrópukeppninni og tók varla mörg tækifæri af yngri leikmönnum sem voru í flestum tilvikum með honum í liðsuppstillingu þar.

    Cissokho er ekki að gera stórkostlegt mót hjá okkur en þetta er fyrrum liðsmaður Lyon, Porto & Valencia sem er fenginn að láni sem varaskeifa eitt tímabil. Að blaðra um “að hann einn hæfileikalausasti leikmaður sem nokkurn tíman hefur klæðst rauðu treyjunni” eins og þú segir fær mann til að halda að þú hafir ekki horft nægilega mikið á LFC í gegnum tíðina. Bara í hans stöðu var slappari maður fyrir einungis 3 árum þegar Konchesky var þar en það væri hægt að rúlla út ansi mörgum nöfnum áður en Aly greyið yrði neðstur. Má líka benda þér á að efsta stig lýsingarorða gerir innihaldi setningarinnar engu sannara né efnislega röklegra. Og fyrst við vorum að notast við meðaleinkunn hjá Whoscored sem vísi að mælistiku þá er hann merkilegt nokk með 6,99 í meðaleinkunn þar, hærra en bæði Downing og Shelvey.

    Einnig er það hálf kjánalegt að vera búinn að afskrifa algerlega menn eins og Aspas eða Alberto eftir hálft tímabil. Sérstaklega þar sem þeir hafa lítið fengið að spila, aðallega af því að aðrir í liðinu hafa spilað það vel að ekki hefur verið mikil þörf á þeim en Aspas var einnig meiddur í mánuð. Til að gæta sanngirni verður að gefa þeim hinn margfræga aðlögunartíma að PL en margur góður leikmaðurinn hefur strögglað til að byrja með í þessari krefjandi deild. Kaup Wenger á Henry og Pires hafa væntanlega verið flokkuð sem tómt rugl í þinni bók þar sem að þeir ströggluðu til að byrja með. Ekki það að ég sé líkja getu þeirra saman við A&A, en á því er bara stigs- en ekki eðlismunur.

    Að öðru ósögðu verðum við bara að vera áfram ósammála um getu leikmanna, ákvarðanir stjórnenda og eigenda. Haltu bara áfram að vera einharður stuðningsmaður með þínu hófsama mati, öfgalausu skoðunum og lágstemmdu yfirlýsingum. Slíkur stuðningur er ómetanlega dýrmætur fyrir okkar góða lið og byggir upp jákvæða stemmningu og velgengni innan vallar sem utan. Sameinaðir stöndum við….

    YNWA

  77. Ég held að það sé akkúrat málið Peter Beardsley að við náum ekki lengra með þess umræðu, verðum bara að vera ósammála, og allt í góðu með það. Fínir punkar hjá þér víða og ágætlega rökstuddir, en ég held samt áfram að vera algjörlega ósammála þér.

    Ég verð nú samt að hvetja þig til að falla ekki í þá afskaplega hallærislegu og kjánalegu gryfju að fara að flokka stuðningsmenn í “góða” og “vonda”. Ég get fullvissað þig um að ég er grjótharður stuðningsmaður Liverpool og ég hef ekki misst af leik í nokkra áratugi nema eitthvað óviðráðanlegt hafi komið uppá. Skrif mín hér undanfarið hafa verið í dekkri kantinum, ég get alveg viðurkennt það, en það er líka vegna þess að ég hef bara verið að tala um leikmannaviðskipti Liverpool undanfarið, og eins og þú hefur tekið eftir hef ég ekki mikið álit á þeim. Það þýðir þó alls ekki að ég sé að gagnrýna allt í kringum liðið eins og þú gefur í skyn þarna undir lokin. Þó svo að þú takir þann pól í hæðina að gagnrýna ekki millimeter af því sem FSG og Brendan Rodgers gera á leikmannamarkaðinum þá gerir það þig ekki að betri stuðningsmanni en við hin, síður en svo.

  78. @Halli (#88)

    Ég tel mig vera ekki vera flokka Púlara í góða eða vonda sem slíka en mér ofbýður nálgun margra samherja minna á köflum og sé ekki réttlætingu fyrir slíkra neikvæðni þegar margt jákvætt er í gangi hjá okkar ágæta liði. Kröfuharka er sjálfsögð hjá toppliði og veitir hvayningu stuðning til framfara, en ósanngjörn heimtufrekja og óþolinmæði er mér lítt að skapi og liðinu lítt til framdráttar.

    Nú vel vera að þín skoðun sé sú að 14 af 15 láns- og kaupdílum síðusta 1,5 ár sé rugl eða spurningamerki en mér finnst það gríðarlega grimmur dómur og setti því útá það. Sérstaklega þegar innan þessara 14 eru 9 leikmenn sem hafa spilað samtals 116 deildarleiki það sem af er tímabili og hafa átt sinn þátt í að liðið er 4.sæti og toppbaráttu. Auðvitað eiga Suarez og Sturridge stærri þátt í því en margur annar en þetta er liðsíþrótt þar sem allir leggja sín misþungu lóð á vogarskálarnar.

    Því fer fjarri að ég sjá ekkert athugavert við neinar ákvarðanir FSG en að sama skapi verður að sýna lágmarks sanngirni og gefa kredit þar sem vel er unnið og sýna skilning á aðstæðum þar sem við ramman reip er að draga. Oft hefur verið talað um Púlara sem fótboltafróða og einlæga í stuðningi við sína leikmenn og stjóra og ég sé ekki á ástæðu til annars en að viðhalda því. Sérstaklega þar sem ég sé ekki betur en að FSG séu með velvilja og vitsmunum að gera góða hluti.

    Ég sé alveg að Cissokho er ekki heimsins besti bakvörður og limaburðirnir minna á Djimi Traore. En í því samhengi vil ég rifja upp að hinn takmarkaði Djimi darling bjargaði á línu í framlengingu í Istanbul. Og hinn misgóði Smicer skoraði mark nr.2 sem sýnir að enginn veit sínn Liverpool-feril fyrr en allur er. Auðvitað vil ég betri vinstri bakvörð en Aly en ég sýni aðstæðunum skilning og sé ekki leikmanninn sem alvondan líkt og þú. Hvar hefði goðsögnin Carragher endað ef upphafleg skoðun áhangenda hefði orðið sannfæringu stjóranna yfirsterkari? Vil ekki hugsa þá hugsun til enda.

    En skiljum þá sáttir hér að sinni og einbeitum okkur að því göfuga hlutskipti að styðja Liverpool FC.

    YNWA

Kop.is Podcast #50

Laust í ferðina, en ekki flug!