Arsenal á Emirates næstu mótherjar

Í dag var dregið í 16 liða úrslitum FA-bikarsins.

Það er óhætt að segja að við höfum fengið verðugt verkefni þar sem við mætum lærisveinum Arsene Wenger og það í London.

Leikurinn verður helgina 15. og 16.febrúar og ég held að nokkuð öruggt megi teljast að við fáum að sjá þennan í beinni og ekkert útvarpsævintýri framundan.

Til að vinna keppnir þarftu að vinna þá bestu og það er verkefnið núna.

Ljóst er að þetta er ekki eini leikurinn þar sem eitt af stærri nöfnunum dettur út, því fyrsti leikur upp úr hattinum var Man.City við Chelsea.

Já og svona í lokin, Salah skrifaði undir hjá Chelsea áðan og sló á allar sögur og væntingar um að hann sjálfur ætlaði sér að spila fyrir Liverpool. Þá það – let’s move on.

30 Comments

  1. Náum jafntefli á Emirates og klárum þá svo heima. Arsenal eru á þessum tímapunkti að undirbúa sig undir að spila við Bayern í Meistaradeildinni 3 dögum síðar þannig að þeir munu væntanlega leggja töluverða áherslu á þann leik.

    Tvær skemmtilegar leikja syrpur sem Arsenal eiga framundan ; )

    8. feb Liverpool Arsenal

    12 feb Arsenal ManU

    15 feb Arsenal Liverpool FA

    19. feb Arsenal Bayern M

    Og svo í Mars…..

    11. mars Bayern Arsenal

    15. mars Tottenahm Arsenal

    22. mars Chelsea Arsenal

    29. mars Arsenal ManCity

    5. april Everton Arsenal

    Arsenal vinnur ekkert í ár, frekar en önnur ár.

  2. Þetta prógramm Arsenal hefur ekkert að segja. Þeir geta alveg komið vel út úr því. Vonandi lærði Rodgers af leiknum á Emirates sem var taktískt sjálfsmorð.

  3. Sælir.

    Mér finnst vannta í þetta liverpool lið sérstaklega núna útaf Lucas er meiddur skella í einn sterkan og stóran varnar sinnaðan miðjumann! eins og þennan: http://en.wikipedia.org/wiki/Victor_Wanyama
    En það er afara ólíklegt að við fáum þennan akkúrat þar sem hann er lykilmaður hjá Southampton. En fá einhvern svona gæja væri algjör snilld.

  4. Var að vonanst eftir heimaleik, en skítt með það. Ef okkur vantar einhverntíma varnarmiðjumann þá er það fyrir leiki eins og þennan. Vonandi gerum við eitthvað á leikmannamarkaðnum fyrir lok hans.

    Loksins að þessi sala á salah er staðfest, enn einn gullgrafarinn sem mun halda bekknum heitum hjá plast liðinu. Ekki veitir þeim af miðjumönnum þar, eiga svo fáa 😉

    Bikarleikir eru allt önnur Ella heldur en deildarleikir, og ég mun því langt því frá fara að henda inn hvíta handklæðinu og gefast bara upp þó við eigum fyrir höndum erfiðan bikarleik, við tökum þetta bara. Það verður víst að vinna þessi lið líka ef möguleiki á að vera á bikar.

  5. það liggur við að maður verði þunglyndur þegar svona fréttir koma…. þetta er aleg glataður andsloti að vera með vængbrotið lið og heyra svo um að öll targetin sem púllarar hafi sett miðið á fari í öll andskotans liðin í kringum okkur… þetta er orðið miklu meira en þreytt….
    og til að bæta gráu ofan á svart þá eru þrælerfiðir leikir framundan…. eitthvað segir manni það að það eru einhverjir kjúklingar að fara komast í liðið núna… talandi um kjúklinga… er ekki conor coady að spila cdm…. hvenær í fjandanum eiga eistun að koma niður á þessum strákum eiginlega….

  6. Af hverju eru menn að hugs um leiki hjá öðrum líðum? Nei,bara pæling..Hugsum um okkur! Fengum Arsenal og markmið Liverpool er að vinna þessa keppni eftir því sem Rodgers er að segja..Sé ekki tilgang í því að komast í undanúrslit og detta út eða bara í 16 líða .Hverning standa málin með að fá leikmenn til LFC ? Það er 26.janúar!

  7. Við þurfum einfaldlega fleiri, og betri leikmenn inn í þetta lið… Vonandi verslar Rodgers, ef ekki getum við kvatt þetta 4. Sæti!

  8. Já þetta verður hörkuleikur sem fer 1-2, alveg pottþétt 🙂
    Annars svona almennt sagt, það er alveg merkilegt árið 2014 að fara inní seinnihluta tímabils með lítinn hóp sem mikið mæðir á. Ferguson fattaði það uppúr 1990, sennilega yfir rauðvínsglasi, að vera með mjög stóran og sterkan hóp. Þegar meiðslin og þreytan fara að gera vart við sig þá þarf að fá öfluga hungraða menn inn. Þetta skilaði fúla frekjuhundinum fullt af titlum, því miður.
    Af hverju erum við Púllarar ekki enn búnir að fatta þetta? Minn skilur ekki. Kannski er Brendan með plan fyrir næstu ár, veit ekki.
    Kv. jói

  9. Held að planið sé að þjálfa upp unga leikmenn með því að kaupa þá á aldrinum 17-21 árs þannig að eftir 3-4 ár eru þeir allir á svipuðu reki og hafa allir leikið saman í einhvern tíma.
    ég er alveg sáttur við þetta og alveg sammála, þetta verða allt hörku leikmenn á þeim tíma og við vinnum allt í fjölda ára.
    Ekki kaupa menn inn í aðalliðið.

  10. Jói höfum oft haft stóran hóp, bara lélegan. Núna nokkuð góðan 11 manna hóp sem dugar skammt þegar þreyta og meiðsli kicka inn.

  11. Dolli, akkúrat, bekkurinn er bara ekki nógu gæðamikill þegar við förum að missa menn í meiðsli.
    Annars höfum við verið að spila skemmtilegri, kraftmeiri og gæðameiri bolta núna miðað við mörg àrin á undan. Erum bara of shaky bakatil þessa stundina.
    Þurfum 1 til 2 öfluga og duglega unga miðjumenn, vinstri bakvörð. Þéttum svo varnarvinnuna og látum miðjuna hamast í andstæðingnum eins og minkahundar. Sækjum hratt fram og verjumst hratt aftur(það er aðalatriðið). Einfalt..:) Þetta kemur alltsaman.
    Kv jói

  12. Hefði verið svo miklu betra að fá heimaleik!

    Allavega… ars-Liverpool fer 2-2, replay á Anfield sem við vinnum svo í háþrýstingspennuleik 3-2.

    Tíminn vinnur klárt með okkur á meðan 40% af byrjunarliðsmönnunum okkar eru meiddir. Hef trú á að það komi 1-2 ný andlit á lokadögum gluggans, það bara hlýtur að gerast miðað við stöðuna sem við erum í. Erum í fokkings bullandi séns á að lenda í topp fjögur og fara langt í FA.

    KOMA SVO!!

  13. Ef maður ætlar langt í keppnum eins og FA Cup, þarf að mæta bestu liðunum. Bring on Arsenal, það þarf að vinna þá eins og öll hin liðin.
    Þetta verður Epic.

    En hættiði svona minnimáttarkennd og yfirdrulli yfir allt og alla, fer að verða frekar pirrandi að lesa komment eftir komment sem eru bara einhver djöfuls neikvæðni. Svoleiðis spjall er bara boring 🙂

  14. Talað um það að Chelsea hafi fengið Salah á 11mill pund.
    Ef við vorum að skoða þennan leikmann og höfðum áhuga á honum, afhverju var þá ekki búið að klára þetta mál. Set stórt spurningamerki við Ian Ayre og félaga. Svona ándjóks hvað er í gangi? Er ekki að pirra mig á að hafa misst af Salah sem leikmanni en það sem pirrar mig mest eru vinnubrögð/níska þeirra manna sem eiga að sjá um þessa hluti.
    Nenni ekki að rifja upp skotmörkin síðastliðið sumar, við vitum öll hvernig fór fyrir þeim.
    Hversu marga leikmenn höfum við fengið í stjórnartíð Rodgers sem hafa styrkt okkur svo um munar? Jújú þeir eru nokkrir en hvað með rest? Miðlungsleikmenn sem eiga heima í miðlungsliðum.
    Er ekki kominn tími á menn með pung til að vinna fyrir Liverpool football club.

  15. Ég vill Momo Sissoko aftur.
    Samningslaus og um að gera að semja við hann út timabilið. Ekki nema 29 ára og hokinn af reynslu

  16. Mig grunar nú að eigendur Liverpool vinni því miður eftir viðskiptamódeli en ekki knattspyrnumódeli. Módelið þeirra gengur(með undantekningum, Kolo) útá það að kaupa unga óreynda leikmenn ódýrt, láta Brendan koma þeim til (knattspyrnu) manns og síðan þegar þetta eru orðnir góðir reyndir knattsyrnumenn eftir 3 til 6 ár er hægt að selja þá með góðum hagnaði.
    Gott fyrir arðinn, síðra fyrir árangurinn, allavega til að byrja með.
    Kv. Jói

  17. Það kemur 1 miðjumaður inn um gluggann sem er tilbúinn í slaginn…annars á liðið alltaf sjéns í öllum keppnum á meðan Suarez er inná vellinum.

  18. Hafa Suarez og Sturridge þolinmæði til að bíða í tvö til þrjú ár eftir meistaradeildinni?
    Þetta er tvíeggja sverð að kaupa bara unga og efnilega leikmenn þegar við erum ekki einu sinni í meistaradeildinni.

    Hvað er manu að gera þegar þeir sjá fram á að komast ekki í fjórða sæti?
    Versla gæði það er nefnilega svo mikið tap á að ná því ekki fyrir utan það að færri snillingar vilja koma ef þú ert ekki á meðal þeirra bestu.

    Besta færi nú á meistaradeildarsæti í mörg ár og við eigum að freista þess að ná því.
    Þetta verður erfiðara á næstu ári því manu og tottarar verða bara sterkari á næsta ári.
    Átta lið verða að berjast um sætin á næstu árum og þau lið sem þegar verða í topp fjórum hafa því forskot á hin liðin sem erfitt er að brúa. Þegar einungis ungir efnilegir leikmenn eru fengnir til okkar þá skilar sér ekki nema þriðji hver leikmaður í aðalliðið ef það nær því og því verður þetta heldur vonlaus barátta.
    Það er allavega mín skoðun.

    En áfram Liverpool.

  19. Hugsaði málin í alla nótt milli dúra og þetta er niðurstaðan:
    Verðum að spila 4-3-3 á móti Everton. Þetta er sóknarkerfið. Varnarkerfið er 4-5-1. Kantarnir verða að koma og hjálpa til. Verðum að hafa miðjuna þétta og skipulagða og mannmarga en sprengja svo hratt í sóknina þegar við náum boltanum.
    Höfum Sturridge fremstan og Suarez í frjálsri stöðu framarlega á miðjunni.
    Lookar þetta ekki vel?? Eða yfirsést mér eitthvað.
    Bestu kv. jói

  20. Biturkall #17.
    Mér þykir nú vera nokkuð vel siginn og stór pungur að henda 35mills í Andy carrol. Hvað kom svo útúr þeim “töffaraskap” ? Nei bara segi svona………………

  21. Afhverju eru menn svona harðir á því að þessi Salah kaup hafi klúðrast ?

    Getur ekki verið að menn hafi verið að spá í honum fyrir nokkrum vikum þegar við vorum með 2 miðverði á bekknum + Kelly Flannó Glenny Allen og Lucas.

    Svo kemur upp þessi staða að nánast ALLT okkar byrjunarlið fyrir aftan miðju meiðist (Johnson Agger Sakho Enrique )
    Allen Lucas

    Sem er alveg fáránlegt og allt í einu eru menn ekkert tilbúnir að fara að henda tíma og peningum í að slást við Chelsea um e-h efnilegan Kantmann sem er sennilega ekkert að fara að gera meira en að gefa breidd a bekkinn til að byrja með.

    Vona að þetta þýði frekar að það sé verið að vinna í því að fá Leikmann til að keppa við Lucas + bakvörð sem okkur sárvantar í byrjunarliðið. En ef það kemur enginn leikmaður inn fyrir 1.feb þá skal ég taka undir allt þetta punga tal !

  22. Réttur punktur hjá Inga. Okkar forgangsröðun liggur annar staðar en í yfirborgun á efnilegum sóknarkantara. Svona til þess að stilla menn inn í raunveruleikann sem kvarta yfir “seinagangi” hjá Ayre eða kaupnefndinni þá voru áhugaverð komment í fréttum í dag frá Bernard Heusler, forseta Basel:

    “When one of the five most important clubs in the world offers a big contract to one of our players and a considerable offer to the club, saying no isn’t realistic. We haven’t sold Salah because we needed the money; only to let him realise his dream of playing for one of the best clubs in the Premier League.

    There have been numerous contacts with European clubs, but none as clear and decisive as Chelsea. We would have preferred to keep Salah until the end of the season, but now he’s gone and we can’t rely on his goals, we’ll work to find alternatives.”

    Sem sagt, risastór samningur og hátt tilboð var eina leiðin til að fá þá til að selja. Margir áhugasamir en enginn nema Chelski til í að borga yfirverðið, en annars hefði Salah ekki verið til sölu fyrr en næsta sumar. Líklega vorum við framarlega í röðinni þar til að Chelskí mætti með tékkheftið, en þeir eru bara mun efnaðri en við og CL. Ekkert við því að segja…í bili.

    Til að undirstrika hversu auðveldlega Basel gátu hafnað öllum eðlilegum verðtilboðum þá er þetta klúbbur sem er einstaklega vel rekinn og vel stæður. Þeir hafa unnið 8 af síðustu 12 deildartitlum í Sviss og verið reglulega í CL, þ.m.t. komist í riðlakeppni eða lengra í 3 af síðustu 4 skiptum. Á síðustu 3 árum hafa þeir selt X.Shaqiri, Granit Xhaka, Gökhan Inler og Rakitic fyrir samanlagt um 40 millur evra og á þessum tíma hafa þeir tvöfaldað veltu félagsins. Launagreiðslur nema bara 43% af rekstrinum og þeir eru reknir með miklum afgangi. Basel voru því í kjörstöðu til að bíða til sumars enda myndi Salah bara hækka í verði ef eitthvað væri og biðröð áhugasamra lengjast.

    Þetta var því ALDREI spurning um að vera “snöggur” til á undan keppinautunum og við vorum aldrei að fara að fá hann í þessum glugga nema með þeirri yfirborgun sem Chelskí borguðu. Og nota bene þá hafa Chelskí selt leikmenn fyrir 45 millur í þessum glugga þannig að jafnvel án rúblanna hans Romans þá áttu þeir væna fúlgu til að endurfjárfesta fyrir. Fyrir ári síðan borguðum við þeim 12 millur fyrir Sturridge og núna eru þeir að kaupa Salah fyrir sömu upphæð á borðið plús 4 í viðbót. Ég hefði í það minnsta viljað fá tryggðari gæði fyrir slíka upphæð líkt og í dílnum fyrir DS.

    Góð innkaupastefna snýst ekki bara um hvenær á að kaupa eða borga ögn meira heldur líka hvenær á að halda peningunum í veskinu og kaupa það sem við höfum meiri þörf fyrir. Við höfum ekki efni á öðru en að forgangsraða. Ég skal taka undir gagnrýni á kaupstefnuna ef að glugginn lokast án þess að nokkur styrking komi því að það er augljóst að við þurfum 1-2 skrokk í varnarstöður. Hvort sem það er lánsdíll (de Jong), einhver efnilegur (Niguez) eða toppeintak (M’Vila eða Fernando) er mér nokk sama eins lengi og sá hinn sami gerir það gagn sem þörf er á. Við höfum komist langt á þeim hóp sem við höfum en miðað við meiðsli og mómentum þá þarf smá upplyftingu og styrkingu.

    YNWA

Bournemouth – Liverpool 0-2

Everton á morgun