Kop.is Podcast #52

Hér er þáttur númer fimmtíu og tvö af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 52. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru Einar Örn og Babú.

Í þessum þætti ræddum við stórsigurinn á Arsenal, baráttuna um 4. sætið og næstu leiki gegn Fulham og Arsenal í bikar.

33 Comments

  1. Þetta hefði náttúrulega að sjálfsögðu hafa verið 51. podcastið. Það hefði verið viðeigandi, þið vitið 5 1 😉
    En takk fyrir podcastið. Þau hafa öll verið frábær hingað til.

  2. Ég var búinn að hlusta á Podcast #32 í 27 mín þegar ég fattaði að ég var að gera eitthvað rangt (Downing umræða). Hlakka til að byrja á nýjasta þættinum.

  3. “Öll ummæli Moyes er mjög Hodgsonleg” – Kristján Atli, mögulega það fyndnasta sem hefur verið sagt í þessu podcöstum ykkar!

  4. Ég tengdi símann við útvarpið inni á baði til þess að hlusta á meðan ég var í sturtu í morgun. Ég heyrði ekki orð sem Kristján Atli sagði, en um leið og Babu opnaði munninn var það eins og hann væri inni í sturtunni með mér, talandi beint inn í eyrað á eyrað á mér.
    Mér brá, vægast sagt, í fyrsta skiptið sem það gerðist.

    Hverig væri að mixa þetta aðeins betur?

    Annars æðislegt að fá aftur Podcast svona fljótlega eftir að síðasta kom út.

  5. Sigmar (#5) – hvernig væri að hlusta ekki á okkur í sturtu?

    Ég veit að hljóðið er ekki í stúdíó-gæðum enda erum við bara á Skype en að kvarta yfir því að hljóðið sé slæmt á meðan þú ert í sturtu er eins og að labba inn á dansgólfið á diskói og kvarta svo yfir því að það heyrist ekki mannamál.

    Prófaðu að vaska upp eða brjóta saman þvott næst þegar þú hlustar. Það er hljóðlegra og þá þarftu ekki að hækka í botn til að heyra yfir sturtuniðinn. Þá finnst mér líklegra að Babú brjóti ekki á þér eyrun. 🙂

  6. Bwahahahaha….athugasemd #5 er hugsanlega ein sú besta sem ég hef lesið á þessari síðu. Sigmar er kominn með Babú með sér í sturtuna og kvartar yfir því að KAR sé ekki þar líka…maður þarf ekkert rosalega fjörugt ýmindunarafl til að misskylja þig :p

  7. Kemur ekki “pre” skýrsla fyrir leikinn í kvöld ?
    Samkvæm heimasíðu Fulham, þá var ákveðið í gærkvöldi að stefna að því að spila leikinn en ef sú staða verður upp í dag kl 15:00 að það þykir sýnt að það náist ekki að manna öll öryggisstörfin á vellinum, þá verður fresta.
    Þannig að fylgjast með fréttum af vefnum um kl 15:00 í dag.
    Annars þá bara að horfa í kvöld og óska þess að ManUtd og Arsenal geri jafntefli……

  8. Leikurinn á ekki að vera fyrr en á morgun, það kemur í ljós kl 15:00 í dag hvort honum verði frestað.

  9. Það besta er að þetta verkfall var tilkynnt 10. janúar og þeir prumpa þessari tilkynningu út í gær, eftir að hafa stillt varaliðinu upp á OT (sem reyndar dugar neðsta liðinu í dag). Trúi ekki öðru en að EPL hafi final say í því hvort þetta verði blásið af, þegar um annað en náttúrulegar aðstæður eru að ræða. Þeir höfðu fkn mánuð til að undirbúa þetta. Segir sitt um okkar lið þegar hin liðin eru bara orðin desperate í að fresta leikjum gegn okkur. Verð mjög vonsvikinn ef þessum leik verður frestað, og get rétt ímyndað mér hvernig stuðningsmenn úti – sem hafa jafnvel keypt sér miða, ferðamáta, frí í vinnu og annað til að sjá liðið – finnst þetta. Fuck off Fulham og manu þjálfari sem stillir upp varaliðinu á OT og biður um frí gegn Liverpool.

  10. BREAKING: Echo staðfestir að leikurinn verði spilaður á morgun þar sem ekkert verkfall verður!

  11. Flottur þáttur líkt og venjulega þó svo að ég hafi ekki verið með ykkur með mér í sturtunni.
    Mikið er ég feginn að Fulham leikurinn virðist vera On. Maður var búin að gleyma hvað það er ljúft að hafa stutt á milli leikja þegar það er engin Evróukeppni.

    Tökum þetta Fulham lið og höldum hreinu í leiðinni.
    0-3

  12. Lagið út fyrirgjafasyrpunni heitir Yakety sax. Aðrir en yngstu lesendur síðunnar ættu að þekkja það úr Benny Hill þáttunum. Þeir þættir enduðu oftar en ekki á því að karlinn var eltur af fákæddum ungmeyjum, sýnt á auknum hraða með þetta lag undir. 🙂

  13. Menn sjá ekkert annað í spilunum en 5 marka rúst á morgun. Suarez með 4 hið minnsta. Við erum svo frábærir……
    Bíddu, hvenar hef ég aftur heyrt þetta áður? Var það kanski fyrir 0-1 tapið gegn Southampton, 2-2 jafnteflið við Aston Villa. 3-1 tapið gegn Hull eða var það 1-1 jafnteflið við West Brom?
    Það eina sem vantar til að fullvissa mig algjörlega um að liðið tapar stigum á morgun er frétt frá Gerrard um að titilinn gæti vel komið á Anfield þetta árið!
    2-1 tap, í besta falli 1-1 jafntefli er mín spá. En mikil ósköp vona ég að þetta sé bara bull í mér.

  14. Ég er reyndar pínu smeykur fyrir þennan leik, vörnin hjá þeim er ekki alveg jafn léleg og hún var þegar við mættum þeim á Anfield og unnum 4-0, vonandi förum við ekki í ruglið og erum jafntefli, en það er því miður mjög líklegt eftir 5-1 rúst á Arsenal…

  15. Ég var á þessum sögulega leik um helgina og sat einmitt þeim megin sem Flagan varðist. Ég tek því undir það sem þið minntust á með strákinn og ég hreinlega dáðist að stráknum hvað hann var óhræddur við að kalla skipanir til sér reyndari manna í vörninni, milli þess sem hann lék sér að andstæðingnum. Ég sé heilmikinn Carragher í þessum strák sem ku búa 200 yarda frá vellinu, og ekki síst í því að þegar hann er að gera góða hluti þá stendur hann ekki eins og þvara til að dást að því, heldur er hann mann fljótastur að koma sér í sína stöðu og vinna sína vinnu.

  16. Getur einhver hjálpað mér að finna vídeo af Liverpool – Arsenal slátruninni.

    Ég er búinn að leita en finn þetta hvergi.

  17. Ég var svo spentur að það fyrsta sem ég gerði eftir að ég slökkti á vekjaraklukkunni var að kveikja á Podcastinu. Svo vildi ég náttúrulega ekkert vera að hætta að hlusta þegar ég fór í sturtu, og núna veit ég að þær 5 mínútur eru miklu skemtilegri með Babu en án hanns.

    Ég legg til að þið leggið þetta bara út í .wav formati, og ég skal bara mixa þetta í sérstökum sturtugæðum. Það væri nú líka hugmynd að setja þetta í 7.1 surround, þannig að allir hafi sitt hvorn hátalara.

    Þá tæki ég nú heimabíóið með inn í sturtu.

  18. http://imgur.com/Ot6ZYEy

    klassa mynd .. haha .. tek eftir því að brendan er að hugsa þetta alveg eins og guardiola er að hugsa þetta í bayern hann er alltaf með svonta tígla ..
    snilld hvað við erum komnir með gott lið ,, spái því að við tökum titilinn á næsta tímabili..

  19. Er sammála Sigmari #5 það heyrist ótrúlega mis hátt í ykkur, ekki það að ég muni sleppa einum einasta þætti vegna þess, en gott væri ef hægt væri að laga.

    Annars takk fyrir frábæra þætti, ég geymi helmingin þangað til eftir vinnu svo ég geti tekið Babú með mér í sturtu

  20. Ég er að fara í Sundhöll Selfoss á eftir, ætla að semja við þá um að fá að taka upp næsta þátt í sturtuklefanum. Það er augljóslega krafa hlustenda.

  21. Flott podcast. En ekki segja aftur “röngu megin við þrítugt”. Þrjátíuogfimmára gamla hjartað mitt brotnaði aðeins.

  22. Það sem ég var sérstaklega ánægður með varðandi það þegar Cissokho andaði ofan í Wilshere var að það var eftir brot á Flanagan. Flanagan er “lítill strákur” miðað við hina á vellinum, og gott að eiga svona bola eins og Cissokho sem passar upp á sína menn!

  23. @31 Það var reyndar Sterling, en hann er jafnvel enn meiri stubbur en Flanagan…

  24. Já, einmitt… alveg rétt Sterling. Minni mitt brást mér. Sami punktur samt.

Hneigðu þig Brendan Rodgers

Fulham á morgun