Opinn þráður – Rodgers á réttri leið?

Það eru þessar vikur sem sýna okkur hvað Liverpool þarf hrikalega að fara drulla sér aftur í meistaradeildina. Við söknum deilarinnar og hún saknar svo sannarlega Liverpool. Spyrjið hvaða kráareiganda sem er út í þetta.

Þá er ég að tala um Meistaradeildina, eins og við sjáum mjög vel á þessu tímabili þá er nákvæmlega enginn söknuður af Evrópudeildinni og mér gæti ekki verið meira sama þó Liverpool sé í fríi í kvöld í stað þess að vera búa sig undir leik í Úkraínu. Því síður myndi ég vilja fá Benitez með annað lið á Anfield líkt og hann mun gera í Swansea í kvöld. Það helsta sem ég hef tekið frá þessari Evrópudeild er reyndar tengt Napoli þar sem ég fann það út í undirbúningi fyrir upphitun að pizzan er upprunalega þaðan. Þannig að Evrópudeildin var vissulega ekki alveg tilgangslaus hjá Liverpool, sé þó ekki annað jákvætt við þátttöku Liverpool í þeirri keppni undanfarin ár. Hún hefur nákvæmlega ekkert hjálpað árangri okkar í deildinni og því síður hjálpað stjórum Liverpool að tryggja sig í starfi.

Liverpool hefur enda ekki verið í eins góðum séns að vinna sér sæti í þessari keppni og núna á þessu tímabili. Rodgers er smátt og smátt að gefa okkur trú á liðinu sem við höfum ekki haft síðan árið 2009 og það með mun skemmtilegri fótbolta. FSG hefur tekið sinn tíma að fóta sig í fótboltanum og þetta hefur alls ekki verið sársaukalaust en núna loksins fyrir alvöru virðist liðið vera að taka framförum og það mjög greinilegum.

Síðast þegar við sáum svona framfarir á liðinu var undir stjórn Rafa Benitez og því líklega best að miða Rodgers við árangur hans. Þetta er auðvitað alls ekki alveg sanngjarn samanburður enda skilaði Benitez meistaradeildartitli á fyrsta tímabili og bikar á því næsta, en árangur Rodgers er engu að síður mjög spennandi m.v. þetta. Hann er (ásamt FSG) að smíða lið sem hefur alla burði til að bæta sig verulega á næstu árum rétt eins og lið Benitez gerði árin eftir 2005/06.

Benitez tók við árið 2004 og náði 58 stigum á sínu fyrsta tímabili. Árið eftir náði liðið í 82 stig og bætti sig því um 24 stig milli tímabila en það dugði þá einungis í þriðja sæti.

Rodgers náði 61 stigi á sínu fyrsta tímabili með Liverpool. Hann hefur núna náð 53 stigum og það eru 12 umferðir (36 stig) eftir. Liverpool hefur núna náð 16 stigum meira úr sömu viðureignum m.v. síðasta tímabil og var með 36 stig eftir 26 umferðir á síðasta tímabili.

Af þessum viðureignum sem við eigum eftir náði Liverpool í 24 stig af 36 stigum á síðasta tímabili. Sami árangur núna ætti að skila okkur í meistaradeild (77.stig) og haldi liðið áfram að bæta árangur síðasta tímabils líkt og við höfum séð það sem af er móti er allt hægt. Þetta getur auðvitað líka allt farið til fjandans, höfum það alveg í huga.

Önnur gagnslaus tölfræði sem er okkur í vil á þessu tímabili er að ekkert lið hefur verið með fleiri stig í 4. sæti eftir 26 umferðir en Liverpool er núna. Höfum þó í huga að sama á við um 5. og 6. sæti (held ég).

Liverpool er núna með 53 stig eða tveimur meira en Aston Villa var 2008/09. Þeir náðu að klúðra sínum málum glæsilega og enduðu í 6.sæti. Tóku 11 stig úr síðustu 12 leikjunum. Þetta er einmitt Martin O´Neill-legasta tölfræði allra tíma enda hafa hans lið alltaf sprungið á lokakafla tímabilsins. Maðurinn er ekki ennþá búinn að frétta af rotation eða að það megi skipta mönnum inná í miðjum leik.

Arsenal er hitt liðið sem hefur verið með 51 stig eftir 26 umferðir. Þeir tóku sig til og unnu bara alla helvítis leikina sem þeir áttu eftir og tóku raunar fullt hús úr 13 síðustu umferðum tímabilsins þetta tímabil (2001/02). Liverpool var að sjálfsögðu liðið sem þurfti að vera í baráttu við þá þetta tímabil og enduðu í öðru sæti.

Tottenham var í svipaðri stöðu í fyrra og Liverpool núna með 48 stig eftir 26 umferðir, fjórum meira en Arsenal sem tók á endanum sætið af þeim. Raunar hefur bara einu liði (Arsenal) tekist að ná ofar á töfluna eftir að hafa verið í 4. sæti eftir 26 umferðir undanfarin fimm tímabil. Tottenham (2), Villa og Liverpool 2009/10 hafa öll misst flugið og endað utan meistaradeildarinnar.

Huggum okkur þó við það að hafa meiri trú á okkar mönnum nú en 2009/10 sem var ömurlegt ár. Eins er þetta lið okkar betra en Villa var 2008/09 og vonandi fá okkar menn ekki skitu (bókstaflega) eins og Tottenham fékk 2010/11.

Á síðsta tímabili gerði ég færslu eftir 27 umferðir og sýndi þar fram á hvernig Liverpool hafði verið með 39 stig þrjú ár í röð.

Mögulega geri ég nýja færslu eftir helgi en sigur á Swansea myndi gera 56 stig hjá Liverpool eða 17 stiga bætingu frá síðasta tímabili.

Það væri meira en Liverpool náði öll bestu ár Benitez með liðið

Ég skal einfalda þetta, sigri Liverpool Swansea þá verðum við með 56 stig sem er meira en Liverpool hefur nokkurntíma náð eftir 27 umferðir síðan úrvalsdeildin var sett á laggirrnar. Síðast þegar Liverpool var með fleiri stig á þessu stigi tímabilsins var tímabilið 1990/91 þegar Liverpool var með 57 stig eftir 27 umferðir.
Liverpool var bara með 53 stig eftir 27 umferðir tímabilið á undan (1989/90) en það var einmitt síðast þegar liðið vann titilinn.

Samkeppnin á toppnum er auðvitað allt öðruvísi núna og við erum fyrir mér ennþá að reyna tryggja sætið í Meistaradeildinni. Engu að síður verður ekki þrætt fyrir það að Rodgers hefur unnið ansi vel úr þessum hóp á þessu tímabili. Hvað þá ef við hugsum til þess að nánast allir leikmenn liðsins hafa á einhverju stigi verið frá vegna meiðsla eða leikbanna og það oftar en ekki í nokkrar vikur.

Það er því óhætt að segja að þó maður sé varkár og hafi ansi oft orðið fyrir vonbrigðum þá er glasið meira hálf fullt núna heldur en hálf tómt. Næstu umferðir eru gegn liðum sem hafa verið að stríða okkur undanfarin ár en allt leikir sem Liverpool á að taka. Vonandi eru við með sterkara lið í ár heldur en undanfarin ár.

Það sem af er þessu tímabili sýnist mér það vera raunin.

p.s.

Við verðum að sjálfsögðu með nóg af fulltrúum á Swansea leiknum. Hópurinn fer af stað í fyrramálið og það er ljóst að það er komin töluverð spenna í hópinn og maður öfundar þá “pínulítið”.

Friðrik Auðunn einn ferðalanga er svo spenntur að hann er búinn að pakka nú þegar

Pakkað fyrir ferð

Sé ekki að það vanti nokkurn skapaðan hlut í þetta.

Hrikalega góða ferð út þið sem eruð að fara.

35 Comments

  1. Opinn þráður las ég og gerði ráð fyrir nokkrum línum. Maður ætti að vera farinn að þekkja það að þið byrjið náttúrlega ekki fyrir neitt minna en helst doðrant… sem er náttúrulega veisla!

    Liðið á mjög spennandi siglingu og ég fer nú að tala um glasið 1/4 tómt eða 3/4 fullt í staðinn fyrir alltaf þetta raus um helminga 🙂

    Góða ferð annars þið meistarar sem eruð á leið út! Megið þið sjá sigur!

  2. Djöfull sem þú ert búinn að jinxa þennan Swansea leik 🙂 Enn maður vonar það besta bara áfram og vonandi nær liðið að tryggja sér þetta 4.sæti.

  3. Hugsaði það svo sannarlega Örn, fullkomlega búinn að jinxa þennan leik en blessunarlega hefur Kristján Atli ekki trú á jinx-i og tekur því stigamissi algjörlega á sig.

  4. Flottur pistill hjá Babu að vanda, góður penni. En ætli hann sé jafngóður í takkaskónum? :O)

    Annars horfði ég með “öðru” á Konoplyanka og hans liði á móti Spursurum fyrr í dag. Kappinn setti eina markið úr vítaspyrnu og ég verð að segja að hann var virkilega sprækur í leiknum, teknískur og snöggur. Deildin hjá þeim reyndar í fríi síðan í des. þannig að menn kannski ekki í 100% leikæfingu en þetta er leikmaður sem ég vildi sjá í Rauða Hernum!

  5. Sælir félagar

    Ég er með mikilvæga spurningu fyrir ykkur, þið miklu menn:
    Miði á Anfield 11.maí 2014 – Liverpool – Newcastle.
    Hverjir eru möguleikar mínir?

    Endilega ritið eitthvað til mín.

    Takk fyrir mig.

  6. Þetta er líklega skemmtilegasta niðurlag á grein sem ég hef lesið hér á kop.is

    Takk fyrir góðan pistil!

    YNWA

  7. Beasley er frábær fyrir þá sem eru með gagna/talnablæti. Reyndar hef ég slíkt blæti ALMENNT, ekki bara fyrir fótbolta per se; finnst það raunar oft byrgja fólki sýn þegar kemur að boltanum, en í góðu samhengi er slík skoðun góðra gjalda verð og áhugaverð. Í versta falli er hún skemmtileg!

    Versta birtingarmyndin er e.t.v. erkitýpu fótboltaaðdáandinn frá USA sem er alveg fastur í statistík án þess að gera t.d. greinarmun á manni sem er með 89.67% sendingahlutfall en mestmegnis að gefa stuttar þversendingar (og til baka) og svo Gerrard/Pirlo/Alonso týpu með heldur lægra hlutfall en 4-5 banvæna 35+ metra bolta í leik. Það kemur ekkert í staðinn fyrir auga fyrir og skilning á fótbolta. Hefur einhver ykkar prófað að spila Trivial Pursuit í USA? Íþróttaspurningarnar eru að uppistöðu svona íþróttasagnfræðilegt bras eins og úr bíómyndunum. “Who batted .433 in 1967 to lead the Jarí-Jarís to their 3rd title…”. Ótrúleg þvæla. 🙂

    En já, þetta var nú bara léttur útúrdúr. Það er mjög gaman að þessum þætti, sé honum skynsamlga beitt.

    Þessi toppbarátta í ár er mögnuð. Liverpool fjórum – já fjórum! – stigum frá toppsætinu með 12 umferðir eftir, með tvö lið í góðum séns að ná okkur. Eigum jafnframt eftir að mæta tveimur af topp 3 liðunum á Anfield. Þvílíkur og annar eins hasar! Ég ef fulla trú á BR og býsna góða á FSG. Að sjálfsögðu verður hópurinn stækkaður og bættur ef við náum meistaradeildarsæti. Með hverjum sigrinum fer þetta að líta betur út. Spennandi vor sem bíður!

    Að lokum vil ég óska fulltrúum Kop.is góðrar skemmtunar á Anfield um helgina. Suárez hlýtur að binda endi á “eyðimerkurgöngu” sína fyrir ykkur. 🙂

  8. Þessi pistill er algjör snilld!

    Tölurnar ljúga ekki, fótbolti snýst jú um tölur, það lið sem fær flest stig vinnur og þar fram eftir götunum.

    Það sem er svo magnað í mínum huga er hversu árangur Brendan er góður miðað við vinnu umhverfið sem hann hefur haft. Þegar Rafael fékk að versla þá voru keyptir snillingar í bunkum, það hefur ekki verið raunin ennþá hjá Brendan. Guð hjálpi andstæðingum okkar þegar það mun gerast í sumar!

    Ég er ekki í neinum vafa um að við munum ná fjórða sætinu, það er í mínum huga eingöngu spurning hversu hátt við endum af þessum topp fjögur.

    P.s. Ef Suarez skorar ekki á móti Swansea þá er spurningin hreinlega að selja hann! 🙂

  9. Flottur pistill Babu!

    Set samt spurningamerki við spurningamerkið þitt í fyrirsögninni 😉

    Að mínu mati er BR búinn að gera kraftaverk með þetta lið á skömmum tíma með fáliðaðan hóp….EN menn verða dæmdir eftir árangri í lok leiktíðar og ekkert er í höfn ennþá. En Fowler minn góður hvað það er búið að vera margfalt skemmtilegra að horfa á lið okkar spila á þessu tímabili en síðustu tvo áratugi eða svo!

    Hef ekki verið jafn spenntur fyrir liði mínu í mjöööög langan tíma en geri mér janframt alveg grein fyrir því að ekkert er í höfn ennþá og þetta getur allt fokkast upp á lokasprettinum.

  10. Nr. 11

    Nettur Ragnar Reykás í þessu hjá þér 🙂

    Set samt spurningamerki við spurningamerkið þitt í fyrirsögninni 😉

    Gott og vel en í næstu setningu segir þú

    Að mínu mati er BR búinn að gera kraftaverk með þetta lið á skömmum tíma með fáliðaðan hóp….EN menn verða dæmdir eftir árangri í lok leiktíðar og ekkert er í höfn ennþá.

    En svona að gríni slepptu þá er spilamennskan í vetur, burt séð frá stigasöfnun svona of gott til að vera satt dæmi. Maður er ennþá alltaf að bíða eftir stóra skellinum og þorir ekki alveg að vona eftir undanfarin tímabil. Ég er ennþá vel stressaður yfir 4. sætinu.

    Talandi um tölfræði og Bandaríkjamenn (Nr.9) þá eru eigendur Liverpool þekktir fyrir einmitt afburða góða þekkingu og nýtingu sína á tölfræði og m.v. þetta tímabil okkar manna þá virðast þeir vera að gera eitthvað rétt hvað þetta varðar. Mest spennandi finnst mér núna eftir 3 erfið ár að sjá hversu miklu meira spennandi hóp Liverpool er með heldur en þegar FSG eignaðist félagið. Flestir af okkar bestu mönnum hafa ekki ennþá náð þeim aldri sem menn toppa venjulega á en í bland eigum við afar góða menn með reynslu (Gerrard) og eins menn sem núna eru á hátindi ferilsins (Suarez).

    Svona var liðið í fyrsta leik sem stjórnarmenn FSG (þá NESV) sáu hjá Liverpool. (2-0 tap gegn Everton).

    Reina

    Carra – Kyrgiakos – Skrtel – Konchesky

    Lucas – Mereiles
    Maxi – Gerrard – Cole
    Torres

    Bekkur: Jones, Aurelio, Jovanovic, Babel, Ngog, Spearing, Kelly.

    Varnarlínan var öll um og yfir þrítugt nema Skrtel. Tveir af þessum voru svo Kyrgiakos og Konchesky.

    Miðjan var svosem ekki slæm með Lucas, Meireles og Gerrard. Flestir nær þrítugu en tvítugu.

    Maxi og Cole báðir mjög meiðslagjarnir og að nálgast þrítugt með Torres fyrir framan sig á hálfum hraða.

    Enginn af varamönnunum hefur gert merkilegri hluti eftir þennan leik en þeir höfðu þegar gert. Vonandi eiga varamenn okkar í dag bjartari framtíð en þeir sem voru á bekknum í þessum leik.

  11. Sammála LFC forever. Flottur pistill, en ég hefði sleppt þessu spurningarmerki í fyrirsögninni.

  12. Já hann er á réttri leið frábær fótbolti og góður árangur maður getur ekki haft það betra samála burt með ? merkið 🙂

  13. Það er enginn meistari fyrr en feita konan syngur.

    Eina sem vantar í farangurinn er annað kreditkort þegar þú ert annað hvort búinn að týna hinu eða maxa heimildina. Ananrs góður 🙂

  14. Babu #12

    Það er alltaf nettur Ragnar Reykás í mér þegar kemur að Liverpool og það mun sennilega aldrei breytast 🙂 Þvílíkar tilfinningasveiflur á milli leikja og hrikalega stutt á milli hláturs og gráturs.

    Við erum samt algerlega á sömu línu með þetta og þessi ungi leikmanahópur okkar er mjög spennandi og svakalegur sprengikraftur og hraði í liðinu. Eitthvað sem okkur hefur svo sannarlega vantað, eins og þú kemur vel inn á, undanfarin ár.

  15. Hehe já þetta var létt grín. En það er vissulega jákvætt að vera núna ”skammaður” fyrir að vera ekki afdráttarlaus í þeirri skoðun að Rodgers (og FSG) er á réttri leið með liðið, sem hann auðvitað er. Bíðum þó þar til tímabilið er búið áður en við förum að taka mark á og fagna svona tölfræði.

  16. Skemmtilegar vangaveltur hér að ofan varðandi tölfræði og annað. Sama hvernig við förum að því þá þigg ég alveg þrjú stig á sunnudag. Og þá eru “bara” ellefu leikir eftir…………..

  17. Babu #11,

    Já, tölfræðileg greining á klárlega sinn þátt í árangri FSG í stjórn íþróttafélaga og mér finnst jafnframt stórskemmtileg nálgun að reyna við hungraða leikmenn sem eiga mögulega eftir að toppa.

    Það eina sem okkur hefur vantað í vetur eru e.t.v. match winnerar á bekknum, enda hópurinn í þynnra lagi fyrir utan miðvarðarstöðurnar. Hugsið ykkur þessa útileiki gegn City og Chelsea. Úff hvað staðan væri rosaleg ef eitthvað af stigum hefðu komið í hús þar. 🙂

  18. Æi Babu (12) þetta hefðirðu mat láta liggja milli hluta 🙂 Ég fékk æluna upp í kok yfir því að rifja upp hversu óspennandi liðið okkar var á þessum bölvaða tíma. Gerrard á skilið að fá riddaratign fyrir að hafa ekki yfirgefið klúbbinn!

  19. Sælir félagar

    Fínn pistill og ég sé ekkert athugavert við spurningarmerkið? Spurningin er eðlileg en svarið er auðvitað það sem skiptir mestu. Hvað það varðar er já mitt fyrsta svar og ég hefi trú á að svo verði líka í vor þegar leiktíðinni lýkur.

    Það er nú þannig

    YNWA

  20. 300 þúsund pund eða 57 milljónir kr á viku! Engin meistardeildarpeningur fyrir næsta season. United mun hreinlega ekki hafa efni á að spreða í risakaup og þann launapakka sem að fylgir því á næsta seasoni!

  21. Jæja drengir,

    Jordon Ibe farinn á láni til Birmingham út tímabilið. Hvað segja menn um þetta? Ég er ekki viss um hvort hægt sé að kalla hann til baka. Ef það er ekki hægt, gætum við lent í miklum vandæðum í vor, ef að eitthvað kemur fyrir Moses og ef Sterling þreytist (eða öfugt, en það er ólíklegt að Moses þreytist).

    G.

  22. G.

    12 leikir eftir og við erum með Sterling, Suarez, Coutinho og Sturridge örugga í starting og Allen næstan inn. Þar á eftir eru Moses, Alberto, Aspas og Texeira.

    Ég held að það sé bara fullkomlega eðlilegt að lána Ibe núna til að gefa honum reynslu af alvöru bolta frekar en að fara treysta á hann í toppbaráttu strax. Eftir að þátttöku okkar í bikarkeppnum er lokið kemur þetta alls ekki á óvart.

  23. Ok, ég ætla að reyna aftur. Veit einhver um stað í Rågsved (Bandhagen) í Stokkhólmi sem sýnir leiki í ensku?

  24. Vantar friday night football!! afhverju er mánudags bolti en aldrei föstudags bolti?

  25. Ég væri alveg til í að sjá meira af Ibe, en líklega er þetta gáfulegt skref svona til lengri tíma litið.

    Annars hefði mér þótt gaman að sjá bæði hann og Sterling í liðinu á sama tíma, var ekki prófað að setja Sterling í hægri bak í seinni hluta leiksins á móti Arsenal? Þeir gætu þessvegna verið saman á kanti. Auðvitað spurning hvort þar séum við með of sóknarsinnað dúó samt.

  26. Ég hef nú ekki mikið verið að tjá mig hérna á þessum miðli en þar sem ég er nú sitjandi hérna við tölvuna á föstudegi í glasi finnst mér upplagt að tjá mig aðeins.

    Miðað við umræðuna hérna um tölfræði sem hefur að mestu verið á jákvæðum nótum þá hugsa ég út í myndina moneyball þegar “sérfræðingarnir” í hafnaboltanum voru að tala um að það væri ekkert hægt að reikna allt með svona tölfræði. Þeir vildu bara menn sem voru flottir á velli og áttu fallegar konur og eitthvað, þó eðliðlega ýkt væntanlega fyrir skemtanagildi. Þá hlítur að vera hægt að taka fótbolta og setja hann sem tölur á blaði, vandamálið eru bara breyturnar sem eru svo rosalega margar og erfitt að sjá réttar niðurstöður úr þeim en það er samt hægt.

    Samt hugsa ég að það sem Brendan Rodgers sé að gera sé ekkert mikið miðað við tölur á blaði heldur frekar nútímalega aðferðir við að stjórna fótboltaklúbbi. Það sem ég held að hann sé að gera sé að hugsa mikið meira til Þýska boltans núna þó með reynslu sína að spænska boltanum að grunni. Það er þessi mikla pressa og vinnusemi á vellinum. Það er svona Dortmund pressan sem kemur reyndar líka frá Barcelona en það skilaði þeim í úrslit meistaradeildarinnar með vinnu og pressu. Þó að þetta hafi verið langt frá því að vera dýrir leikmenn, þá voru þetta menn sem unnu vinnuna sína.

    Þetta sé ég mest í Sterling sem er alveg ótrúlega drjúgur leikmaður á allan hátt, ekki bara er hann góður frammi heldur er hann virkilega góður að pressa og duglegur allstaðar á vellinum. Henderson líka.

    Gerrard finnst mér svo góður í þessu hlutverki sem hann er í núna, elska að sjá hann “bossa” leikinn svona. Tuddar alla hægri vinstri, þó þannig að hann fái ekki dæmt á sig. Menn vilja ekkert fá hann hoppandi á sig hægri vinstri og tæklandi sig, því hann er svo góður í því og er með smá svona “good will” frá dómurunum þar sem hann fær ekki dæmt á sig þar sem aðrir myndu kannski fá það.

    Annars byrjaði ég ekki að halda með Liverpool fyrr en að Hodgson var með liðið og hef alltaf verið mikið fyrir það að halda með “underdognum” og ég er svo að fíla það núna hvað Liverpool er að ná miklum árangri án þess að vera eitthvað tussu “sugar daddy” lið.

    Annars er ég svo ótrúlega stressaður fyrir restinni af tímabilinu eða spenntur… Allavega vona ég að sjá Liverpool vinna næsta leik, meira get ég ekki beðið um.

    COME ON YOU REDS!! COME ON!!

  27. Annars byrjaði ég ekki að halda með Liverpool fyrr en að Hodgson var með liðið

    Hversu sterkt varstu eiginlega að drekka þá? 🙂

  28. BABU 32 hann hefur abyggilega ekkert verið að drekka neitt sterkt, hann hlýtur að hafa verið a einhverjum sterkari efnum en alkohóli…

    jesus petur og maria hvað þessir 6 mánuðir sem Hodgson var með liverpool voru verstu mánuðir lifs mins, það er timi sem maður fær aldrei til baka…

    en djofull var eg svekktur þegar eg attaði mig a þvi i morgun að leikurinn við swansea er a sunnudag en ekki a morgun kl 15 eins og eg helt alla vikuna…

    það er óþolandi að þurfa að bíða einn dag i viðbot eftir næsta leik…

    okkar maður hann suarez skal smella i þrennu, eg vil fa hann aftur framar a völlinn, hann þarf að sla met i deildinni og na 35 mörkum, hann þarf þa 12 mörk i síðustu 12 leikjunum og eg legg til að hann byrji strax a sunnudag að skora aftur…

  29. Sæll Björn,

    Fínn pistill hjá þér að flestu leyti, eitt sem ég hjó þó eftir, “underdog” orðið 🙂 hefði frekar valið að halda með QPR eða Leeds. Liverpool hafa aldrei verið og munu aldrei verða “underdogs” !! Ekki einu sinni með Hodgsoninn. En tek samt ofan af fyrir þér að byrja á því mómenti.

    Vona að bakkus frændi hafi flækst inn í skilningsvitin þarna elsku karlinn minn. Ég skrifa ekki sjálfur mikið hérna en les alla pistla og ummæli. Svona hef ég ekki séð oft áður hjá alvöru “poollara” á þessum síðum. En orðið er frjálst og ekki stjórna ég umræðunni.

    Farvel.

  30. Björn #31,

    Hérna kemur athugasemd með sjö bjóra á bakvið sig, þar á meðal einn Úlf nr. 3; sem betur fer engan Surt, þótt ég eigi nr 8, 8.1, 15 og 23. Það hefði ekki endað vel!

    Frábær punktur með sugar daddy elementið! Það myndi ekki skilja eftir gott bragð í munni að vinna dolluna þannig. Rekstrartap Chelsea frá 2004 er um 700 milljónir punda* og svipuð upphæð hjá City á enn skemmri tíma. Þetta kæri ég mig ekki um. Andskotans plast. Ég ber, án gríns, mun meiri virðingu fyrir Manchester United og Arsenal.

    Minn draumur er að Suárez gefi okkur a.m.k. 1-2 ár í viðbót og klári dolluna meðan háæruverðugur Steven Gerrard er enn í alvöru hlutverki hjá klúbbnum. Enginn verðskuldar dolluna meira – enginn. Captain Fantastic er einstakur og enginn kemur í hans stað. Ef hann virkar sem holding miðjumaður og býður áfram upp á þessar banvænu stungur og föstu leikatriði, er hann algjörlega þess virði að nýta áfram. Hlakka til að sjá hann á árshátið Liverpool klúbbsins 2020! 🙂

    “Annars byrjaði ég ekki að halda með Liverpool fyrr en að Hodgson var með liðið…”

    Þér er fyrirgefið, enda hjartað á réttum stað!

    (*) http://www.thechels.co.uk/club/finances/

One Ping

  1. Pingback:

Kop.is Podcast #53

Swansea menn mæta á Anfield