Hvað er hægt að segja meira um þennan mann? Þvílík stórkostleg goðsögn. Þvílík forréttindi að hafa séð þennan mann vaxa frá unglingi uppíí þennan stórkostlega leikmann og leiðtoga. Er hægt að horfa á þetta og fá ekki gæsahúð?
Uppfært (EÖE): Æ æ , klippan er farin af Yotubue, en hérna er hún á Facebook.
http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/161143-video-an-awesome-stevie-rallying-cry
Gæsahúð!
Hvílíkur snillingur!
Hef aldrei séð aðra eins samstöðu hjá nokkru liði.
Algjörlega stórkostleg.
Og Gerrard , það eru engin orð sem ná yfir þennan mann.
Orð fá ekki lýst aðdáun minni á þessum manni. Þó liðið sé frábært þá má hann eigna sér stóran hlut í titlinum í vor, hann mun vinnast á ótrúlegum sigurvilja hans og seiglu.
Smá off topic.
Fyrir þá sem langar að horfa á MOTD og sky sports post match analysis er þessi síða snilld. Tekur þetta saman eftir alla leiki.
http://motd.lfc.vn/
Eftir að leiknum lauk í gær hef ég séð Gerrard fyrir mér í hvert skipti sem ég loka augunum. Hann er bara fastur í huga mér og fyrir alla tryggðina, ástríðuna, mörkin og fögnin langar mann bara til að faðma þennan meistara til að láta hann vita hvað hans framlag þýðir. Meira að segja fyrir einhverja vitleysinga á Íslandi.
#TakkStevie
Maður er bara búinn að vera að endurtaka þessi orð í hausnum stanslaust frá því í gær. Mancrush.
Ég hreinlega fæ bara enn tár í augun yfir myndunum frá í gær, það sat hjá mér Chelsea maður í gær og horfði á leikinn með mér og ég hreinlega get svarið fyrr það að þegar ég horfði á hann í sömu mund og ég þurkaði tárin af hvörmum mér þá var hann að gera það sama……respect… YNWA!!!
Svo sammála Einar.
Það er ekki oft sem ég fæ verulega í pirrurnar þegar ég les athugasemdir á kop.is, en það hef ég fengið reglulega undanfarin ár þegar menn hafa dregið leiðtogahæfileika þessa manns í efa. Hann er án vafa í mínum huga besti leikmaður í sögu okkar stórkostlega klúbbs og loyalitetið sem hann hefur sýnt gerir það að verkum að 95% þeirra sem fylgjast með enska boltanum vilja nú að okkar lið vinni, sennilega 97% eftir þetta magnaða atvik í gær.
Við erum svo ótrúlega heppinn að eiga slíkan mann í okkar fórum og miðað við frammistöður hans undanfarið þá er nóg eftir enn.
Snillingur. Hreinn…
Það væri bara svo rangt eftir þetta allt saman ef Gerrard fær ekki að lyfta titlinum 11. maí.
Það á enginn þetta meira skilið en hann, *enginn*!
“Steven is still such a vital part of the Liverpool team and it would be fantastic if we could win the Premier League title in the next few years before he retires. It’s the only trophy he hasn’t lifted,” Heggem added.
“Perhaps that’s too difficult a target for this season at this point in the club’s development, but it’s been a good start and we are still in contention near the top of the league.
Þetta segir Heggem í nóvemberlok. æTli hann sé ekki kátur í dag 😉
Nákvæmlega Maggi 8#
Orðið vanþakklæti hefur oft komið upp í hugann við lestur á kommentum hér um Gerrard í gegnum tíðina þar sem talað er um hollywood sendingar, skort á leikskilningi, aga, hafi ekki það sem til þarf til að bera fyrirliðabandið og þar fram eftir götunum.
Stórkostlegur leikmaður.
Spot on Einar Örn og Maggi!
Það er ekki bara við sófakartöflurnar sem erum að dásama þennan leikmann og setja hann í flokk með allra bestu leikmönnum félagsins frá upphafi. Margar gamlar kempur hafa verið að segja það sama í viðtölum, Ian Rush, Kenny Dalglish o.fl.
SG er og verður alltaf legend hjá LFC! Þvílíkur leikmaður og karakter.
What a man. .
Ég vona svo innilega að þetta rati inn á borð hjá Norwich mönnum og þeir skjálfi aðeins við tilhugsunina um hvað sé að koma yfir hæðina við sólarupprás næsta sunnudag.
Legg til að nýyrðið “Gerrardhúð” verði tekið upp í stað gæsahúð
Eru menn með einhverjar nyjar fréttir með Sturridge?
Ef Fowler er Gud hvad er tha Gerrard?
Hann er storkostlegur leidtogi og hann a virkilega skilid ad vinna gullid 11.mai.
Er halfdofinn eftir leikinn i gær. Thvilikur leikur!!!
Hefur verið forréttindi og heiður að hafa getað fylgst með Gerrard spila með okkar ástkæra klúbbi undanfarin fimmtán ár.
Tekur vonandi Giggs á þetta í þessari holding midfielder stöðu…..
Tiago Ilori hélt hreinu á móti Barcelona, það er lika nokkuð gott.
Eitthvað segir mér að það sé verið að hlaða í svaðalegt hlaðvarp eftir þessi ósköp.
Er bara rétt að byrja að jafna mig andlega eftir þennan leik og byrjaður að búa mig undir Norwich leikinn.
Varðandi það að gagnrýna Gerrard að þá hefur það nú bara verið gert þegar hann hefur átt lélega leiki líkt og með alla aðra leikmenn sem er eðlilegt. En held að mjög fáir hér inni hafi efast um hollustu hans við félagið nema kannski þegar hann var að spá í að skipta yfir í Chelsea á sínum tíma. En þar sýndi hann líka hvar hjarta hans slær og nú er hann orðin mesta legend sem þessi klúbbur hefur átt.
YNWA
Skemmtileg grein á football365.com
http://www.football365.com/john-nicholson/9265247/John-Nicholson
Ég er á því að ef Gerrard nær því að vera Englandsmeistari þá er hann besti leikmaðurinn í sögu Liverpool og fer framúr Daglish.
Liverpool hefur haft marga frábæra leikmenn innan sinna raða en í dag þá held ég að Daglish sé á toppnum.
Daglish sem leikmaður (tel ekki hinn glæsta þjálfaraferlill með þar sem bætust við nokkrir titlar).
Vann Ensku deildinna 6 sinnum sem leikmaður(þar af 1986 titlinn sem þjálfari líka)
Vann Enska bikarinn 1985/86
Vann Enska deildarbikarinn 4 sinnum
Vann Evrópumeistaratilinn 3 sinnum og þar af skoraði hann sigurmarkið árið 1978
Ég er á því að ef Gerrard nær að landa titlinum(Hann fær aldrei eins gott tækifæri og í ár ) þá tekur hann framúr þessari goðsögn. Gerrard er búinn að vera lengi að og verðir fyrirmynd innan vallar sem utan(eins og Daglish var/er) og hefur hann haft mörg tækifæri að fara frá okkur en aldrei farið hann er búinn að vinna alla aðra bikara en enskudeildinna og bjargað okkur trekk í trekk með ótrúlega mikilvægum mörkum.
Liverpool er samt enþá langt í frá búnir að næla sér í þennan titil og þar ekki nema að klúðra einum leik til þess að allt fari til andskotans en ef það tekst þá býð ég Gerrard velkominn á toppinn á Liverpool pýradanum.
Gerrard er gullmoli, stórkostlegur knattspyrnumaður og leiðtogi sem hefur þjonað þessum klubb alveg hreint ótrulega i rúm 15 ár, það a engin skilið meira en hann að fa að lyfta dollunni þann 11 maí…
eg er samt a því að Suarez se betri knattspyrnumaður i dag en Gerrard uppa sitt besta.. Suarez með allt sem hann hefiur þohann hafi bara spilað hja liðinu i 3 ár finnst mer besti knattspyrnumaður i sögu Liverpool. er ekki að taka neitt af Gerrard sem er klárlega i topp 3 a lista bestu knattspyrnumanna í sögu félagsins en mitt mat er að suarez se sa besti, Suarez er listamaður eins og Messi eða MARADONA..
i þessum samanburði er eg ekki að tala um hausinn a leikmönnum eða leiðtogahæfileika, þar hefur Gerrard vinninginn en knattspyrnugeta Suarez finnst mer með hreinum ólíkindum..
auðvitað er kannski erfitt að velja Suarez besta knattspyrnumann i sögu félagsins eftir að hafa bara spilað i 3 ár með liðinu en ef við lýtum bara a þetta eina tímabil Suarez þa finnst mer að engin leikmaður i sögu félagsins hafi sýnt meira af hæfileikum og knattspyrnugetu en Suarez ..
Daniel Sturridge and Jon Flanagan have highlighted Gerrard’s service as a major motivating factor for the squad, Raheem Sterling’s said: “I couldn’t have asked for a better captain,” Jordan Henderson is starting games with, and learning from his idol…
AS A MAJOR MOTIVATING FACTOR FOR THE SQUAD!!!!
Ekki dregur úr leiðtogahæfileikum Gerrard að hinir leikmennirnir dýrka hann
Fyndasta við þetta er að Gerrard horfir í augun á Moses alla ræðuna sína
Sælir drengir og takk fyrir frábæra síðu og allt það:) Er podcast í kvöld eða?
Nokkur orð.
OMG
https://www.youtube.com/watch?v=Fi-SdzOlef4 <- hérna er myndband frá SKY þar sem er búið að skerpa á hljóðinu, en því miður einnig bæta við ritskoðunarbleeps.
En heilagur Fowler, þetta er eins og Spartacus! Sá ætlar ekki að láta þetta renna sér úr greipum.
Hér kemur vinur minn sem er gallharður Manchester United maður með játningu um Liverpool http://sportbloggid.net/?p=720
Þessi leikur var háspenna/lífshætta, fyrirliðinn er magnaður og stuðningurinn ótrúlegur.
http://www.thisisanfield.com/2014/04/beautiful-video-captures-liverpool-fans-going-motions/
Munum hvað Ferguson sagði um Gerrard “hann er ofmetin leikmaður” samt sem áður reyndi hann að kaupa hann ekki einusinni heldur tvesvar, vegna þess að hann sá hversu magnaður leikmaður hann er en hafði ekki kjark og þor til að viðurkennna það, segir þetta ekki bara allt sem segja þarf.
Gerrard er einfaldlega magnaður leikmaður sama hvernig á það er litið, auðvitað er hann mannlegru og getur átt slæma daga eins og aðrir, en slæmu dagarnir eru það fáir að það er ekki talandi um þá…. Það er erfitt að fullirða hver er bestur í Liverpool frá upphafi en eitt er víst að hann er svo sannarlega í þeim hópi… Lifið heil…
Áfram LIVERPOOL… YNWA…
AAAAWWWWWWW, the day after 🙂
Sælir félagar
Gerrard er afburðaleikmaður og afburðamaður á margan hátt. Sem liðsmaður og leiðtogi á hann fáa sína líka. Það er þannig og því verður ekki breytt hvernig sem þessi leiktíð fer að lokum.
Það er þó ekki á nokkurn hallað þó sagt sé að King Kenny sé besti leikmaður sem spilað hefur fyrir Liverpool. Ég var þeirra forréttinda aðnjótandi að sjá hann leik eftir leik á hans bestu árum og svo auðvitað hefi ég horft á gamla leiki með Liverpool liðinu á tímabilinu frá ca. 1975 til 1990. Kenny var án efa einn besti knattspyrnumaður í heimi á þeim tíma og ef ekki hefðu komið til óhöpp þá hefði hann leitt Liverpool til sigurs í fleiri Evrópurimmum en raun varð á því ensk lið (les Liverpool) voru útilokuð frá Evrópukeppnum í að mig minnir 5 ár.
Þetta segi ég ekki til að kasta neinni rýrð á Gerrard enda er það hvorki hægt né nokkur ástæða til. Gerrard er eins og ég nefndi hér í upphafi afburðamaður bæði til orðs og æðis og sem fyrirliði og fótboltamaður. Það breytir samt ekki því að King Kenny er bestur af þeim bestu að mínu mati.
Það er nú þannig.
YNWA