Kop.is Podcast #59

Hér er þáttur númer fimmtíu og níu af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 59. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum. Með mér að þessu sinni voru Einar Örn, Babú og Maggi.

Í þessum þætti ræddum við tapið gegn Chelsea, sálfræðigreindum Chelsea-klúbbinn, spáðum í spilin fyrir næstsíðustu helgi deildarinnar og skoðuðum ýmsar aðrar fréttir.

15 Comments

  1. Ætlaði einmitt að fara að pósta þessu hérna Yngvi. Neville og Carra negla þetta alveg. Menn létu Mourinho fara í taugarnar á sér, urðu stressaðir og töpuðu þessu alveg sjálfir. Við fengum fullt af tækifærum til að skapa færi en allt endaði í einhverjum háum boltum eða lélegum skotum utan af velli. Þessar 17 mínútur eru skylduáhorf fyrir alla Liverpool stuðningsmenn og leikmenn Liverpool líka. Gjöra svo vel að læra af þessu strákar mínir. Við VERÐUM að geta haldið haus gegn svona varnarliðum.

  2. Að sjá myndir af Mourinho halda boltanum frá Gerrard og Flanagan til að tefja eftir að hafa áður sama tímabil skammað boltastrák Palace fyrir það nákvæmlega sama pirrar mig endalaust akkúrat núna. Ekkert annað en hræsni!

  3. Þetta plan hjá Mourinho kom ekkert á óvart og hefði ekkert endilega gengið upp, við vorum mun betri í fyrrihálfleik, en þegar Gerrard missir einbeitinguna í lok fyrrihálfleiks og Chelsea kemst yfir þá var þetta orðið allt annar leikur… Þá þurfti chelsea ekki lengur að skora mark og gátu bara pakkað í vörn, ef við hefðum ekki fengið þetta helvítis mark á okkur hefði þetta orðið allt annar leikur. hélvítis fucking fuck… en ef við vinnum Palace í næsta leik þá verðum við meistarar ég lofa, pressan á city er mikil og þeir eiga eftir að gera 1 jafntefli ég lofa…

  4. líka það ef að everton myndu sigra city og við gerum jafntefli við palace þá erum við í bílstjórasætinu en flott podcast eins og alltaf takk fyrir

  5. Ég hef enga trú á þessu, því miður. Baráttan er vonlítil hjá Everton og allur vindur úr þeim á sama tíma og lykilmenn meiðast. Ég held að City taki rest.

  6. Var að spá þí hvort að eigendur Liverpool gætu ekki sett sig í samband við Obama í hvíta húsinu og beðið hann um að bæta rússanum sem á Chelsea á listann yfir rússa sem eru búnir að fá kyrrsetningu á sínum illa fengnu peningum í vestrinu. Það yrði mikil hreinsun fyrir fótboltann að losna við þetta krabbamein sem Chelsea er í boltanum.
    En titillinn er að ég held ekki okkar lengur nema að Andy Carroll vinni Man City fyrir okkar menn, sem er langsóttur möguleiki ,en samt möguleiki.
    Liverpool verða alla vega fyrir ofan Chelsea og það má alveg fá sér bjór þann 11. maí fyrir minna en það.

  7. Frábært pod-cast að vanda.

    Sammála #1 að greining Carragher og Neville á leiknum er algerlega frábær og skylduáhorf fyrir okkur Kop-ara!

    Þýðir ekkert að væla yfir leikaðferð Chelsea og persónunni Mourinho. Við létum þá fara í taugarnar á okkur og þeir spiluðu akkúrat eins og á að spila gegn okkur. Við fáum sennilega að sjá annað eins gegn Crystal Palace. Mourinho las Liverpool-liðið eins og opna bók og við áttum engin svör, því miður. End of story.

    Carra hafði ekki yfir neinu að kvarta yfir leikaðferð Chelsea og við vitum allir að Liverpool hefur oft notað þessa óþolandi taktík gegn sterkum liðum á útivelli, t.d. Barcelona.

    Ég neita samt að trúa því að við fáum ekki annan séns á þessu tímabili. Það má bara ekki gerast að þetta slys hjá Gerrard verði það sem allir muna þegar þessu móti lýkur og muni jafnframt ráða úrslitum (sem er náttúrulega fjarstæða, en við vitum samt alveg hvernig andstæðingar okkar munu stilla þessu upp).

    Sammála Kristjáni með að við megum ALLS EKKI henda handklæðinu eða vera með eitthvað vonleysi á mánudag þó að City taki Everton tveimur dögum áður. Neville kom sérstaklega inn á þetta á SKY. Þeir eiga þá enn eftir að spila 2 leiki og taugarnar fara að segja til sín hjá þeim. Við VERÐUM að rífa okkur upp og klára þessa 2 leiki og halda þannig áfram að anda ofan í hálsmálið þeirra. Nú mun svo sannarlega reyna á BR og hans aðstoðarteymi.

    Mitt mat er þetta: Ef við náum ekki að klára þessa tvo leiki okkar og City klárar sína leiki. Þá eru þeir einfaldlega vel að titlinum komnir og við getum ekki kvartað yfir neinu.

    Djöfull yrði það samt ógeðslega svekkjandi að missa af titlinum á markatölu.

  8. Hvað segja menn um þennan Lallana link sem hefur verið hávær í morgun? Persónulega er ekki ég sannfærður. 25 ára Englendingur er aldrei að fara ódýrt, og svo er hann, jú 25 ára Englendingur (ég vil ekki annan Downing). Ég væri hinsvegar til í pakkadíl, fáum hann og Luke Shaw á 50 milljónir punda. Þá getum við afsakað okkur ef annar er drulla en hinn er frábær.

    Svo held ég að Rodgers gæti notað Lallana á svipaðan hátt og hann er að nota Sterling og Coutinho, ekki á köntunum heldur bara í holunni, í svona fljótandi “roaming” hlutverki.

    OG ÉG SKIL EKKI AF HVERJU VIÐ ERUM ALDREI ORÐAÐIR VIÐ SHAW! Af hverju ætti hann að fara til Man Utd.? Og ok ég veit að hann heldur með Chelsea, en ætli hann virkiliega vilji spila í liði þar sem hann fær aldrei að fara yfir miðju? Rodgers treystir ungum leikmönnum og gerir þá skrilljón sinnum betri. Sjáið hvað hann hefur gert við Flanno, hvað ætli hann geti gert þá með Shaw?

  9. Lallana er búinn að vera top 10 leikmaður á tímabilinu. Hann er búinn að vera frábær og væri frábær styrkur fyrir okkur.
    Það gerist á hverju tímabili að menn meiðast og væri frábært að hafa hann þarna inni. Í minni bók er hann ekkert síðri leikmaður en Sturiddge, Sterling og betri en Coutinho en Suarez er enþá í sérflokki.

    Það má segja að ég sé sanfærður eftir að hafa séð marga leiki með honum í vetur.

  10. Sælir,

    Ég vil nefna eitt í þessari umræðu, eitthvað sem við höfum ekki mikið rætt um. Luis Suarez er besti fótboltamaður deildarinnar, allir geta verið sammála um það. En hann hefur einn galla, hann hverfur í stóru leikjunum. Neville kom vel inn á þetta er hann var að lýsa leiknum á Sky að þetta var sennilega sá leikur á tímabilinu þar sem Suarez hefur átt fæstar snertingar á bolta inni í vítateig andstæðinga. Þetta er ekkert eina dæmið, Suarez skorar ekki gegn þessum toppliðum og það er farið að telja pínulítið núna. Agurero, Hazard og jafnvel van Persie skora reglulega í stóru leikjunum. Ég horfi samt bara frekar á þetta sem tækifæri heldur en hitt, þessi ótrúlegi leikmaður getur ennþá bætt sig.

  11. Þegar er verið að tala um stórleikina, eru það þá bara 3 lið sem eru inn í því, Chelsea, Man City og Arsenal? Þó hann hafi ekki skorað á móti þeim í ár er nú ekki hægt að tala um að hann hverfi í stóru leikjunum, hann skoraði bæði á móti City og Chelsea í fyrra t.d.
    Í ár er hann búinn að skora á móti ManU, Everton og Tottenham, það eru nú ekki litlir leikir. Fyrir utan það að svona var C. Ronaldo fyrstu árin sín á Englandi, hann raðaði alltaf inn mörkunum á móti smærri liðunum en gat aldrei neitt á móti sterkari liðunum.

  12. Einmitt my point. Í ár eru risaleikirnir City og Chelsea og eins og t.d. í leiknum á sunnudag þá var Suarez skugginn af sjálfum sér.

  13. Neville kom líka vel inn á það í MNF að Suarez var ekki að fá neina þjónustu í síðasta leik þar sem menn voru ekki nógu þolinmóðir til að geta fundið glufur á vörninni hjá þeim bláu.
    Þó að Suarez sé góður að þá er hann ekki one man team og ef liðið spilar ekki skynsamlega og tekur nokkrar sendingar í viðbót til að koma sínum bestu mönnum í betri færi að þá er lítið sem bestu menn geta gert.

  14. Alltaf gaman að hlusta á “kallana” spjalla um klúbbinn okkar og fótbolta, en mér finnst að Maggi vinur minn og Babu sjái ekki sólina fyrir ofmetna portúgalska dekur”barninu” .

    Hann er að stjórna liði sem gæti unnið titil með Gauja Þórðar sem stjóra, með fullri virðingu fyrir Gauja Þórðar, enda hef ég miklu meiri virðingu fyrir honum heldur en þessu gerpi.

    móri, hefur EKKERT á sínu CV sem er aðdáunarvert, nema með porto, allt annað er CM með svindli ! ! !. Getur keypt allt sem hann vill, og ætti að vinna allt, en gerir ekki, heldur spilar bara viðbjóðslegan fótbolta, og er þar að auki hrokagikkur sem ber ekki virðingu fyrir neinu.

    nóg um djöfulinn, en við vinnum titilinn. ! I can feel it in my bones 🙂 Það er sama “undiralda”núna og ég fann fyrir árið 2005, fyrir Istanbul ! ! !

Luis Suarez leikmaður ársins

Adam Lallana orðaður við Liverpool