Hér er sérstakur Podcast-þáttur Liverpool Bloggsins!
KOP.is podcast – Hringborðsumræður
Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.
Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum. Með mér að þessu sinni voru Babú, Tryggvi Páll Tryggvason United-maður af síðu Rauðu Djöflanna á Íslandi og Ingimar H. Finnsson Tottenham-maður.
Í þessum sérstaka þætti ræddum við stöðu mála hjá Manchester United, Tottenham og fleiri liðum öðrum en Liverpool, spáðum í spilin fyrir sumarið og hituðum aðeins upp fyrir HM í Brasilíu.
djofull verður vinnudagurinn a morgun góður, eg hafði ekki list a að hlusta a podcast nr 59 og 60, 59 er eftir jafnteflið við palace og hitað upp fyrir lokaumferðina og podcast 60 var timabilið gert upp.
Núna er eg buin að jafna mig eftir timabilið og
a morgun ætla eg i vinnunni að hlusta a podcast 59 – 60 -61 . lyst vel a þetta.
verður gaman að hlusta td a podcast 59 og hlusta a hvernig þið spáðuð lokaumferðinni þegar maður veit hvernig su umferð fór 😉
úbs þetta eru víst podcöst nr 60 -61 og 62 sem eg ætla að hlusta á morgun 🙂
Flottur Viðar, við vorum hressir þrátt fyrir skellinn gegn Palace.
En þetta er ekki partur af hinum eiginlegum kop.is Podcast þáttum heldur smá hliðarspor. Tökum annan þátt upp (Nr. 62) fyrir HM með the usual suspects.
Skemmtilegt podcast. Þó að þið föstu pennarnir séuð mjög skemmtilegir þá er gaman að fá sýn í hugarheim annarra stuðningsmanna. Tryggvi er alveg ótrúlega sensible gaur af United manni að vera 🙂
Langar þó að benda á tvær staðreyndarvillur sem voru í þættinum. Í fyrsta lagi var Charlie Adam ekki seldur með gróða. Samkvæmt lfchistory.net þá var hann keyptur fyrir 6,75 milljónir punda en seldur fyrir fimm. Og svo hefur Brendan Rodgers alveg fengið að spila í Evrópu. Á sínu fyrsta tímabili var hann í Evrópudeildinni og það fór nú ekkert svakalega vel þó ég muni nú ekki hvernig það sem slíkt fór með deildarformið en það var náttúrulega ekkert frábært, sérstaklega fyrir áramót þegar við vorum í þessari riðlakeppni.
Væri mjög gaman að fá annað svona podcast síðar í sumar með t.d. Arsenal, Chelsea og/eða City mönnum (þó það gæti verið erfitt að finna City mann annan en Gunnleif markmann) 🙂
Góð pæling með Holland á HM. Hugsa ég vilji sjá þá tapa sannfærandi undir stjórn Louis van Gaal. Læða inn smá efasemdum hjá leikmönnum Man Utd.
The Two Escobars er svo að sjálfsögðu skylduáhorf, mæli einnig með The Four Year Plan.
Hafði gaman að þessu hliðarspori.
TAKK fyrir að bjarga vinnudeginum i dag, hlustaði a 3 podcöst og hafði gaman af þeim öllum..
mjog gaman af 2 tima umræðum lika um man utd og tottenham ..
Mjög skemmtilegt podcast. Væri alveg til í nokkur svona næsta vetur þ.e hringborðsumræður með fulltrúum efstu/stóru liðanna. Gefur skemmtilega dýpt í umræðuna.