Dejan Lovren?

Heimsmeistaramótið byrjar á morgun og því ákaflega ólíklegt að eitthvað komi til með að gerast á meðan því stendur. Mögulega ættum við samt að horfa á leikinn á morgun með athyglina á miðvörð Króata, Dejan Lovren. Hann hefur eins og hálft Southamton liðið verið sterklega orðaður við Liverpool núna í vor og m.v. fréttir dagsins er líklega töluvert á bak við það slúður.

Staðarblaðið Southern Daily Echo fullyrðir að hann hafi lagt fram formlega beiðni um að verða seldur frá félaginu (transfer request) og er helsta ástæðan sögð vera sú að hann langar að spila í meistaradeildinni. Daily Echo er þeirra Liverpool Echo og hægt að treysta þeirra fréttum ágætlega þó blaðið hafi reyndar ekki alltaf átt í eins góðu sambandi við Southamton eins og Liverpool Echo á við Liverpool og Everton.

Lovren

Líklega ekkert að fara gerast alveg á næstunni en þetta mun líklega gefa slúðrinu um þennan leikmann vængi næstu vikurnar. Höfum þó í huga að Liverpool er ekkert eina liðið sem verður orðað við hann.

16 Comments

  1. Ég yrði nokkuð spenntur fyrir honum. Hann yrði ekki ‘besti’ varnarmaðurinn sem við gætum keypt en ég gæti alveg trúað að hann myndi fitta ágætlega inn í liðið. Hann getur spilað báðu megin í miðverðinum svo hann gæti gengið upp með bæði Skrtel og Sakho/Agger. Er á góðum aldri og er að standa sig vel í Úrvalsdeildinni ásamt því að hafa reynslu í Meistaradeildinni með Lyon.

    Vonandi verður hann einn, að minnsta kosti, þriggja leikmanna Southampton sem ganga í raðir Liverpool í sumar. Lambert, Lovren og Lallana yrði mjög öflug viðbót við okkar hóp.

  2. Ég verð að viðurkenna að ég þekki hann ekki inn og út, en mig grunar að hann sé ekki sá sem okkur vantar. Við höfum þrjá semi-góða (engan frábæran), Skrtel, Sakho og Agger. Semsagt ágætis breidd, en enginn af þeim er frábær. Ég er kannski of frekur, en mig langar í einhvern FRÁBÆRAN, einhvern Hyypia/Vidic gaur. Vonandi sannar samt Lovren sig hjá okkur (komi hann)og sýnir fram á það að ég sé að tala með rassgatinu hérna.

  3. Hann á eflaust eftir að standa sig fínt í vörninni með Vertonghen , Dawson, Kaboul og félögum.

  4. þess má geta að Hyypia var lítið sem ekkert þekktur þegar hann kom til Liverpool.

    Þetta snýst nefnilega ekkert um að vera eitthvað nafn þetta snýst um að geta eitthvað þegar þú ert kominn með Liverpool fuglinn á treyjuna þína og geta spilað fyrir þá sem syngja YNWA með því að eflast en ekki stressast.

  5. Fabregas til chelsea! costa á leiðinni? Það er morgunljóst að motormouth ætlar að vera fyrir ofan Liverpool á komandi tímabili.

    Sterk kaup og bara spurning hver kemur inn fyrir Luiz. Bætir við Costa og einum DMC/DC og ljóst er að chelsea verða ógnarsterkir á næsta ári.

    fabregas og Hazard er ekkert slor á miðjunni ásamt Matic og td. Ramires

  6. Já það verður fróðlegt að sjá hvernig Fabregas og Costa standa sig í varnarleik Moaningho.

  7. Neita því ekki Lovren – Can – LAllana er soldið spennandi þegar maður sér Chelsea kaupa Fabregas&Costa! Þarna sést greinilega metnaður til að Taka 2 skref framávið og hvort liðið ætli sér 4 sætið!!

    Enn dæmum í sumarlok! Erum með öflugt lið! Fjandinn hafi það Chelsea voru með hrikarlegt lið og bæta 2 World Class í liðið sitt! Verður erfitt að mæta þeim með MAtic-Ramires-Svo HAzard Fabregas Willian – Costa…. Þetta er svakalegt lið!

  8. Fabregas leit ekki vel út hjá Barcelona á síðasta tímabili og við skulum sjá hverning Costa fílar að vera í hraðri og líkamlegri sterkari enskri deild.

    Þetta eru flott nöfn en stundum virka þau ekki.

  9. Nú þekki ég ekki vel til Lovren en er hann að fara að henda Skrtel á varamanna bekkinn ?

  10. Hann var ekki beint að heilla í þessum leik áðan, en þetta var aldrei víti á hann. Siðan fannst mér vera aukaspyrnu likt af þriðja markinu, það sást ekki vel en mé sýndist miðjumaður vera dregin niður rétt áður en Óskar skoraði, er það kanski bara bull i mér. Allavega kom það mér a óvart að mér fannst króatar eiga eitthvað skilið ûr þessum leik. Þeir lögðu allavega ekki rútu a vellinum.

  11. eins og Skrtel var að spila i vetur þa se eg hann ekkert vera að fara ur þessu liði okkar. þó að Lovren komi þa se eg Lovren spila með Skrtel og sakho og Agger a bekknum. vissulega gerði Skrtel einhverja feila eins og allir okkar varnarmenn gerðu en ekki ma gleyma að hann skoraði lika 7 mörk ef eg man rett og var okkar stöðugasti varnarmaður finnst mér.

    Sakho verður hugsanlega enn betri a næsta tímabili sem er þa bara frábært og ef Agger verður afram þa vonandi verður hann miklu betri lika a næsta tímabili, væri ekki slæmt að vera með 4 öfluga miðverði að berjast um 2 stöður .

    hver er staðan a Toure ? Gerði hann ekki 2 ara samning i fyrra ? eg myndi vilja losna við hann a kostnað Lovren ef Lovren er að koma

  12. Sigueina
    12.06.2014 at 19:40

    “Fabregas leit ekki vel út hjá Barcelona á síðasta tímabili og við skulum sjá hverning Costa fílar að vera í hraðri og líkamlegri sterkari enskri deild”

    Það er rétt Cesc var í ruglinu með 13 mörk og 16 stoðsendingar.

  13. Lovren spilaði vel í gær. Hann hélt Brössunum nokkurn veginn niðri og þetta víti sem hann fékk á sig var algjör steypa. Ég er samt ekki viss um að hann slái Skrtel, Agger eða Sakho við en hann myndi sem landsliðsmaður ekki fara til Liverpool nema til að spila. Þetta er frábær viðbót við hina þrjá en ég myndi ekki selja neinn af þeim til að kaupa hann.

    Varðandi önnur leikmannaskipti, þá munu bæði Fabregas og Costa drepast úr leiðindum á Stamford Bridge næsta vetur. En þeir munu kannski vinna eitthvað, það getur vel verið.

  14. Ju fa thennan sterka leikmann inn, engin spurning. Synist allt stefna i ad Dagger se a leidinni ut. Vid thurfum breidan og sterkan hop.

    Skil ekki hvad fær toppleikmenn til ad ganga til lids vid murinhjo og thennan horbjodsfotbolta sem their spila, sko eitthvad annad en peninga!

  15. nu a Liverpool að vera i viðræðum við Bayern vegna Shaqiri, það er spennandi kostur ef satt er .

    en hvað varð af þessu Moreno máli ? hann er buin að vera að koma til okkar i 2-3 vikur og alltaf a leið i læknisskoðun en svo gerist ekki neitt, datt þetta uppfyrir ?

    og ja ætli menn seu hættir við Lallana eða ætli okkar menn hjóli a fullt aftur i það eftir HM

Kop.is Podcast #62

HM tippleikur