“Football is a simple game; 22 men chase a ball for 90 minutes and at the end, the Germans always win”
Þetta 24 ára gamla quote í Gary Liniker á jafnvel við nú eins og það átti árið 1990. Þjóðverjar eru með besta landsliðið í boltanum í dag og þeir gáfu fullkomlega skít í þessi hetjudýrkunarlið og unnu þau öll. Kristjönu og félaga í Portúgal unnu þeir með vinstri, 4-0 sigur þar og aldrei nokkurntíma spurning þrátt fyrir að uberheimska Pepe hafi ekki hjálpað Ronaldo og félögum. Neymar og félaga unnu Þjóðverjar 7-1 á þeirra heimavelli. Vissulega vantaði hetju Brasilíumanna en gleymið því að Þjóðverjar myndu láta svonalagað hafa þessi áhrif á sig. Þeir hafa t.a.m. varla talað um að Reus fór ekki með þeim á mótið. Messi sást síðan varla í úrslitaleiknum sem Þjóðverjar unnu líka. Argentína er reyndar mikið meira en bara Messi og sýndu það í kvöld en það dugði ekki til. Þeir hefðu líka verið verðugir sigurvegarar.
Götze hefur líklega átt öllu verri daga en þann sem hann er að upplifa núna. Nákvæmlega þetta er draumur ansi margra
Superb http://t.co/syRO7JQWBZ
— MrBoywunder (@MrBoywunder) July 13, 2014
Mirror orðaði þetta líka ágætlega
We reckon Gotze is going to have a RUBBISH night http://t.co/WVpF0hHRTD pic.twitter.com/7X7XX5qQRi
— Mirror Football (@MirrorFootball) July 13, 2014
Þar með er HM lokið og okkar menn ætti að skila sér nokkuð óskaddaðir tilbaka. Sérstaklega þar sem búið er að selja Luis Suarez, flestir fóru nokkuð snemma heim af mótinu sem er gott mál, takk Roy Hodgson. “Upphitun” er þar með lokið og við getum aftur farið að snúa okkur að enska boltanum.
Nú er farið að styttast í alvöruna, fyrsti æfingaleikur Liverpool er í næstu viku og tímabilið hans Sigvalda (Silly Season) verður spilað í Liverpool borg á næstunni.
Næstur í röðinni er Lazar Markovic sem er mættur til Liverpool borgar og fer í læknisskoðun á morgun skv. Liverpool Echo.
Neither is photoshopped, they're taken one after the other. You can see the van coming in the first one. Panic over. pic.twitter.com/NuWdhzldkK
— Joseph Musker (@Musker_LFC) July 13, 2014
Origi er sagður vera á leið til Liverpool líka, reyndar skv. facebook síðu föður hans, sjáum til hversu mikið er að marka það en við vitum þó að hann hefur nú þegar komið á Melwood til að skoða aðstæður.
Aspas út – Moreno inn?
Mest spennandi er orðrómurinn um að Aspas sé að fara á láni til Sevilla og að það muni hjálpa til við að klára samningsviðræður vegna kaupa á Alberto Moreno. Ian Ayre er sagður vera á Spáni að klára þessi mál við Sevilla. Skv. frétt Echo er áhugi fyrir því að selja Aspas ef félagið fær megnið af þeim £8m sem fóru í hann tilbaka en lánssamningur er mun líklegri. Aspas náði aldrei að sýna sitt rétta andlit og varð afar hressilega undir í samkeppni um stöður, hann var reyndar að keppa um stöðu við fína leikmenn. Hann er líklega töluvert hærra skrifaður á Spáni en í Englandi og vonandi hjálpar það okkur núna.
Dejan Lovren mætir á morgun til æfinga hjá Southamton sem fara fram í Belgíu um þessar mundir. Hann var búinn að hóta verkfalli fengi hann ekki að fara og verður ekki að teljast afar líklegt að hann verði leikmaður Liverpool áður en sumarið er búið. Já eða áður en þetta bölvaða sumar kemur ef við miðum við Ísland.
Næstu vikur gætu orðið spennandi, eins má alls ekki útiloka möguleikann á því að Liverpool kaupi einhvern sem hefur aldrei verið orðaður við liðið áður. Slíkt ætti ekki að koma á óvart lengur enda fjölmiðlar ekkert með sæti inni á skrifstofu Liverpool.
Förum betur yfir þetta allt í podcast þætti annað kvöld.
Hvað á maður núna að gera á kvöldin, fyrst HM er búið. Stórkosleg keppni og besta liðið vann hana.
æji eg er halffegin að HM er buin, buin að sja þetta mót allt saman með öðru auganu en mer var alltaf skitsama hvaða lið vann, þegar Liverpool er ekki a skjanum þa hef eg bara ekkert jafn gaman af fótboltanum..
en ja kaupum Lovren, Moreno, Markovich og Origi sem fer a lani og þa vantar senter til að koma fyrir suarez, þar er mín ósk Lukaku, verði glugginm svona er eg mjög glaður.
amnars er bara að treysta Rodgers og vona að hann komi með eitthvað spennandi 😉
ps eg hlakka mikið til podcastsins a morgun 🙂
Er ég sá eini sem vill fá Ricky van Wolfswinkel sem eftirmann Suarez? Hann skoraði eins og enginn væri morgundagurinn með Sporting Lisbon (hann var kallaður HatRicky vegna þess að hann skoraði svo margar þrennur þar) en hann átti slakt tímabil með Norwich sem skoraði fá mörk á tímabilinu (28) og féll niður um deild. Ég er viss um að besti manager heims geti hjálpað honum í markaskóna.
Svo væri ekki verra að hafa tvo Ricky-a frammi 😉
Nú erum við í champions league, með spennandi ungann stjóra sem lætur liðið spila sóknarbolta, með einn stærsta stuðningsmannahóp í heimi og góðan heimavöll, í raun allt til fyrirmyndar. Því spyr ég af hverju erum við ekki að tala um stór nöfn til liverpool ? Það er verið bendla Di maría, reus, hummels, Vidal ofl við hitt rauða liðið á svæðinu ( manu ) og það lið er ekki einu sinni í evrópu !
Ég sé bara einn mann sem mögulega gæti að hluta fyllt upp í skarðið hans Suarez, Marco Reus. Ef við myndum ná okkur í Lukaku og Marco Reus, væri Liverpool að mínu mati ekki að veikjast fram á við. Tölfræði Marco Reus er virkilega góð, hann er að búa til fleirri færi fyrir samherja sína en Suerez. Með Sturridge/Lukaku og Marco Reus væru við komnir með virkilega spennandi framlínu.
Mig leiðist heldur ekki að sjá Arda Turan orðaðan við Liverpool, virkilega góður leikmaður en efa að hann sé að fara nokkuð né að Liverpool sé tilbúið að borga klásúluna hans (30m).
Smá off topic: þarf ekki að henda í nýjan banner?
Reus og Yaya Toure eru slúður dagsins. 🙂
Madrovic og Origi eru spennandi valkostir.
Moreno er forgangsmál.
Aðalatriðið er að kaupa gæði og efnilega leikmenn. Það er betra að bíða en að kaupa ,,eitthvað”.
Góðu fréttirnar eru að Sterling, Sturridge, Coutinho, Henderson, Flanagan, Sahko, Allen, og ungu drengirnir Ibe ofl eru líklegir til að bæta sig.
Slæmu fréttirnar eru Suarez og Gerrard er ekki að yngjast.
Væri óskandi að Reus slúðrið ætti við rök að styðjast en vild helst fá Pogba og Varane. Lukaku er einnig leikmaður sem myndi styrkja okkur. Er bara ekki að sjá Mourinho selja hann til okkar.
Viðurkenni að mér finnst Arsenal og Chelsea vera að stykja sig helst til mikið. MU ætlar að slá öll met í eyðslu og eru orðaðir við sterk nöfn.
En hin liðin voru svo sannarlega sterkari en við á pappírnum á síðasta tímabili.
Við treystum á Rodgers og FSG.
YNWA
Við verðum að kaupa stjörnu. Það þýðir ekkert að kaupa aðeins efnilega leikmenn og leikmenn til að auka breidd. Þurfum matchplayers.
Sælir félagar
Þá er HM búið (ef það hefur farið fram hjá einhverjum), besta liðið vann og ekki meira um það að segja.
Nú getur maður einbeitt sér að því að fylgjast með Silla Sísíar og þar er ég alveg sultuslakur. Ég treysti BR og co alveg fyrir þessu og tek bara hverri staðfestri frétt með ánægju. Hlakka til podkastsins í kvöld og svo auðvitað haustsins með öllum sínum leikjum í deild, MEISTARADEILD, og bikurum með breiðan hóp og flotta leikmenn.
Það er nú þannig.
YNWA
Marco Reus er EKKI á leið til Liverpool skv. Tony Barrett. Okkar menn virtust bara hissa og smá hneykslaðir á að vera orðaðir við svona gæðaleikmenn.
Hér er grein sem er vel vert að gefa sér 5min í að lesa 🙂
http://www.liverpoolway.co.uk/index.php/articles.html/_/fe/misc-articles/why-markovic-may-mark-the-way-forward-by-joe-simpson-r616
Moreno
Markovic
Reus
og svo Cavani fyrir Suarez peninginn?
Nei okei, ég er hættur að láta mig dreyma…
Þýskaland verðskuldaðir meistarar. Þvílíkur hópur sem þetta lið hefur, aldrei annað eins verið til sennilega… og líka þeir sem ekki komust í hóp. Ef þú myndir gera þýskt landslið úr leikmönnum sem ekki komust í 23-manna hópinn, þá myndi það lið valta yfir enska landsliðið (og alveg óháð Woy).
Annars er fólk eitthvað voða hissa á að Manu geti keypt leikmenn. Liðið er búið að vera fremsta lið Englands í +20 ár og að missa af meistaradeild í fyrsta skipti. Bjóst fólk í alvöru við því að þeir færu beint á eftir Charlie Adam og Carlton Cole útaf einu tímabili? Sagði það við Manu vini mína að eitt tímabil myndi sleppa en ef þeir lenda aftur utan meistaradeildar myndu leikmenn ekki vilja fara þarna. Einfaldlega okkar (og Arsenal) verkefni að sjá til þess að það gerist. Nú er ég ekki að tala um Herrera og Shaw enda seint talin stórstjörnukaup. Þeir eru hinsvegar mikið orðaðir við Vidal og Di Maria þessa daganna þó ég viti lítið hvort eitthvað sé til í því. Vona allavega að Di Maria fari ekki, það yrði virkilega góð kaup. Hinn þekki ég ekki og spilar í lélegri deild svo meira spurningarmerki.
Það sama gildir í raun fyrir okkur “í hina áttina”. Síðastliðinn 5 ár eða svo hefur liðið ekkert getað og eitt tímabil er ekki endilega nóg. Í einhverjum tilfellum gæti það verið nóg, í öðrum ekki. Í raun vitum við aldrei hvort keyptir leikmenn hefðu verið viljugir til að koma án CL og kaupum er ekki lokið svo bíðum bara rólegir.
Annars er ég alveg hrifinn af þeirri stefnu að kaupa unga leikmenn. Moreno, Markovic og Origi er ég alveg nokkuð spenntur fyrir. Lovren finnst mér jafnframt ágætis kostur og fólk sem kallar á eftir Hummels verður að átta sig á því að Dortmund er sennilega betra lið en við í dag og stöðugara í Evrópu. Jafnframt virðast Þjóðverjar ansi sjaldan vilja yfirgefa heimalandið, þar virðist Munchen vera draumur allra (þeir sem fara eru oftar en ekki þriðju kynslóðar tyrkir). Lahm búinn að vera besti bakvörður í heimi í næstum 10 ár og Schweinsteiger besti miðjumaður í heimi á þeim tíma (finnst hann talsvert betri en Xavi) – og ég er ekki einu sinni viss um að annað lið hafi boðið í þá því það var bara ekki séns að þeir færu. Kannski að það sé eitthvað hægt að nota sölugleði Dortmund til erkifjenda sinna sem koma til með að eiga þessa deild til að fá einhvern, þeir hljóta allavega að vera pirraðir, en ég efa það.
Útaf sölunni á Suarez verðum við sennilega ekki í titilbaráttu og markmiðið verður sett á að viðhalda meistaradeildarsætinu. Hefðum við unnið með honum? Ómögulegt að segja en við hefðum allavega verið í baráttu. Deildin í ár verður held ég ekki nálægt því eins skemmtileg og hún var síðast. Hugsa að City verði búnir að vinna um jólin þar sem helsti keppinautur þeirra spilar Stoke bolta sem skilar þeim þó öðru sæti. Baráttan um næstu tvö sæti verður svo á milli okkar, manu og Arsenal.
Ef við náum því með sölu á stærstu stjörnu okkar, þvílíkri endurbyggingu og mikið af ungum leikmönnum verð ég mjög sáttur. Var held ég alltaf að fara að sætta mig hvaða sæti sem er af efstu fjórum með Suarez og geri það sama án hans. Allt ofar en fjórða er plús hjá mér. Trúðu fæstir LFC stuðningsmenn að liðið myndi ná topp4 síðasta tímabil og bara því við vorum í titilbaráttu í eitt tímabil erum við ekki að fara að kaupa Messi, Kroos og Thiago Silva.
#11 já góð grein og pæling. Kannski er ég bara svartsýni gaurinn enn það er ekkert sem segir að við verðum örugglega í top 4 á næsta tímabili. utd verða betri, Arsenal eru að styrka sig, City og Chelsea líka. Hvað verður svo með Tottenham og Everton mun koma í ljós. Okkar styrkur verður liðsheildin og BR og ég vona að það dugi. Of margir nýir leikmenn getur gert það að verkum að sú sterka liðsheild sem við höfðum í fyrra (plús DM hjá utd) verði ekki eins sterk. 31 mark frá LS sem voru flest gegn minni spámönnum (akkúrat það sem okkur hefur vantað síðustu ár) þurfa koma frá fleiri leikmönnum á næsta tímabili ekki bara Sturridge.
Enn ég bíð spenntur eftir styrkingu á vörninni. VB og leiðtoga í HS. Sterkari varnarleikur verður lykillinn að top 4.
Reus er með vanmetnustu leikmönnum i heimi, hef alltaf haldið uppá þennan leikmann. Það að hann sè orðaður við Liverpool er draumur, myndi hugsanlega grenja í 2 daga ef hann myndi koma
Nútíma knattspyrna hefur fleiri kosti en galla. Hraðinn er mikill, má ekki senda á markmann, útfærsla á rangstöðu regluni til góðs, hagnaðar englar, marklínu tækni að koma inn og alltaf að koma upp skemmtilegir leikmenn.
En djöfull sakna ég þess tíma að maður vissi ekki launin hjá öllum leikmönum og pælingar um peninga væru ekki svona miklar. Í den þá vissi maður varla af eigendum liðana en núna eru þetta lottó vinningarnir í boltanum, því það skiptir öllu máli að einhver olíu fursti eða milljarðamæringur á liðið þitt, því allt snýst um peningana í dag.
Oft eru fleiri fréttir að því að lið verður að komast í meistaradeildinna útaf peningum en ekki útaf því að þetta er frábær keppni.
Ég nenni ekki að tala um leikaraskapinn í dag miða við í den en hann er víst orðinn partur af leiknum. Ég gleymi því seint að sjá sounes fá svakalega tveggja fóta tæklingu á sig og standa svo strax upp enda annað merki um veikleika á þeim tíma(sami leikur og þegar hann gaf leikmanni kjaftshögg í undanúrslitum evrópukeppni meistaraliða 1984, en það er önnur Saga.
@15 Reus telst seint vera vanmetinn.
Hvenær verður dregið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar?
Annars er styttra í fyrsta leik en margir gera sér grein fyrir, hann verður á miðvikudaginn gegn Bröndby.
http://liveonsat.com/n2day.php?start_dd=16&start_mm=07&start_yyyy=2014&end_dd=16&end_mm=07&end_yyyy=2014
eitthvað verið að tala um Bony held bara að hann sé ekki nógu góður, Reus væri góð kaup vantar einn þýskan stáltilla,alltaf hægt að treysta á svoleyðiskalla. Markovic búinn að spila eitt season með Benfica mikið efni enn ósannað.
er ekki að rifna ur spennu fyrir Bony, skoðaði öll mörk hans með swansea i fyrra og hann er að skora mjog mikið með skalla, hentar það okkur liði sem spilar boltanum lítið uppí loftið .
djofull langar mer i Lukaku i stað suarez.
aspas að fara til sevilla, ekkert nema jakvætt við það, er eitthvað verið að tala um Moreno inni þeim pakka ?
svo er það Markovic sem er svo gott sem komin. hann virðist hafa gríðarlegan hraða og tækni en alls ekki fullmótaður leikmaður, samt drengur sem gæti orðið frábær .
Reus er bara aldrei að fara frá dortmund i sumar..við getum gleymt þvi,,,bara pirrandi að það er ekki orðað okkur við nein raunhæf skotmörk nema einhverja miðlungs leikmenn
Jæja Hm búið. Pre season hafið hjá flestum liðum í evrópu og leikmannakaupinn detta inn hjá flestum liðum. í fyrra var óvenjuleg staða á einu bretti skiptu 3 topplið um stjóra. Chelsea – Man city og Man Utd. í ár er Aðeins Man Utd sem skiptir um stjóra og líklegast verða þeir jafnofvirkir og Liverpool á leikmannamarkðinum. Eins og staðan er núna á toppliðunum þá hefur toppliðin öll styrkt sig
Man City eru búnir að kaupa Fernando, Willy Caballero, Bakary Sagna, og Mangala Væntanlega timaspursmál. Þeir eru með langbesta hópinn, og ef Mangala kemur þá er varla veik staða í fyrstu 11. Urðu meistara á spila sóknarbolta og sé ekki breytingar hjá Pellegrini. Verða aftur meistara í ár.
Chelsea – Courtosis – Fabregas og Sagan Endalausa með Costa hann dettur inn í þessa viku.
Mourhino Spilar Leiðinlegasta bolta í úrvalsdeildinni. Styrkir liðið með topp 3 markmanni í dag. Costa var frábær með A-Madrid í fyrra sem spilaði nákvæmlega eins bolta og Mourhino elskar. Þetta lið er ekkert síðra enn City enn bara ljósárum á eftir í skemmtanaleik!! Fabregast getur kannski bjargað þessu enn hann er ekki sami leikmanður og hann var hjá Arsenal.
Liverpool Missa besta leikmanninn, Lallana,Lambert,Can, Markovic Maður veit eiginlega ekki hvernig við verðum með auknu leikjaálagi, Suarez var svo ótrúlegur í fyrra að annað hefur ekki sést í Liverpool treyju í áratugi, enn 3-4 sætið er klárlega okkar miðað Kerfið sem Rodgers spilar og 3 tímabilið sem hann fær, sé ekki að við séum að fara taka skref niður á við,
Arsenal – SAnhez eini sem er komin. Styrkir liðið ótrúlega mikið enn er það nóg? Wenger að taka sitt 18 tímabil? Þú veist hvað þú færð hjá Arsenal það er 4 sætið og flottur bolti. Get ekki séð hvernig Ozil á að eiga betra tímabil næst þegar hann var að spila í gær og virðist ekki höndla álagið í úrvalsdeildinni nærri því jafnvel og 3 liða deildinni á spáni.
Man Utd – Luis Van Gaal Nýr stjóri…. Bjargar hann Scums? búin að fá Shaw og Herrara – Búin að missa Ferdinand – Vidic 2 Leiðtoga.. Gerir Van Persie fyrirliða í staðinn fyrir Rooney. United verður eins og Liverpool í fyrra Æfir alla vikunna fyrir leik helgarinnar og verður aldrei þreytt! Van Persie gæti átt besta tímabil sitt ef hann Helst Heil! Enn er það nóg? Lélegasti hópurinn í 2 áratugi hjá þeim núna og ég sé ekki hvernig Gaal getur bjargað því á einu ári… Plús ég elska að sjá þá svona lélega og svona KARMA BITES BACK!! hahaha
enn svona í heildinna þá eru öll lið að styrkja sig mikið, Næsta tímabil verður rosalegt Bilið virðist bara stækka með hverju árinnu á þessi topp 5-6 og í næstu lið þar fyrir neðan. Eitt er víst að það er ekki nema rétt rúmlega Mánuður í fyrsta leik í Ensku úrvalsdeildinni og maður er komin með fiðring í maga!!! Og vonandi Koma óvæntir toppleikmenn Eins og Torres kom á sýnum tíma. Allt gert bakvið dyr og allt í einu Offical frétt 😀
sérðu okkur ekki taka skref niður á við ?…við vorum að missa okkar LANG besta leikmann og i raun einu ástæðuna fyrir að við náðum CL sæti i fyrra
plús það að united er að styrkja sig miklu meira enn við og líklega eiga vidal og di maria eftir að bætast við hópinn hja þeim…ég er alveganna orðinn smeikur ef við ætlum ekki að fara að bæta almennilega við okkur
jæja núer ég hættur að lesa komment á KOP.is fram að fyrsta sigurleik á komandi tímabili.
ég nenni bara ekki að vera endalaust að lesa eitthvert raus um meðalmennsku og svartsýni.
nóg er veðrið leiðinlegt samt.
en held áfram að lesa psitla og annað hérna bara ekki kommentin.
Svo sammála númer 24.
Èg er kannski klikkaður en ég held að við gætum verið enþá betri næstu leiktíð. Við vorum að horfa á HM þar sem besta LIÐIÐ vann.
Þeir eru með flótta einstaklinga en það sem gerði þá frábæra var lið samvinna í vörn og sókn, óeigirni og vinnusemi.
Ég held að með því að missa Suarez þá einfaldlega dreyfist ábyrgðin á liðið og menn vita að þeir þurfa að stíga upp og ég held að lið með sterling, sturridge, lallana, coutinho, lambert, gerrard, henderson,Suso og allen eigi eftir að standa sig vel og spila flottan sóknar bolta (og svo má ekki gleyma því að við eigum eftir að fá 2-4 nýja leikmenn)
hættum að hugsa um Suarez liðin tíð, horfum fram á veginn,við fáum góða menn ekki nokkur vafi, látum BR og hans gengi um þetta þeir vita þetta manna best hvað er best fyrir liðið,allavega er aurinn til staðar .
Suarez er í banni fyrstu 9 leikinna í deild…fyrstu 3 í meistaradeildinna… Þetta er 1/4 af leiktíðinni. Betra er að við seljum hann fáum leikmann sem nýttist okkur 4/4 og liðið þarf ekki að bíða heila 12 leiki eftir besta mann sinn.. Ronaldo fór frá United. hvað gerðu United?
Þótt við seljum Besta leikmann okkur í 30 ár,,,, þá þýðir það ekki að liðið taki skref afturábak og endi í 7 sæti aftur. Þrátt fyrir að Suarez hafi verið stórkostlegur.. Ætlaru þá að segja að liðið sem slíkt hafi verið svo lélegt að þegar við unnum Arsenal 5-1 þá hafi Suarez verið Allt í öllu og séð til þess að þetta hafi verið Suarez með 503 kennslu hvernig á að rústa Wenger?
Liverpool er á uppleið, er með stefnu og framtíðarsjón sem við höfum ekki verið vanir að upplifa síðustu 15-20 ár, í dag er þetta stórveldi sem er að vakna upp til lífsins og mun halda áfram að sýna okkur að það getur vel unnið leiki og það stórt án Suarez
SVartsýni og depurð áttu að kveðjast með Roy Hodgson á sýnum tíma,, enn greniliega ertu ekki búinn að jafna þig eftir að hann datt út á Hm 🙂 Liverpool er á uppleið 😀
Ég er að segja ykkur það. Ricky van Wolfswinkel er lausnin!
ragnar eg vona a? Rodgers se med einhvern annan I huga en ricky van wolfswinkel þo þad væri kannski allt I lagi ad fa hann a litinn pening eda bara lan og sja hvort hann nai ad spila eins og med sporting en hann heilladi mig alls ekki med norwich man ad hann kom inna a moti liverpool þegar vid unnum þa 3-2 og þa var madur bara rolegri vitandi ad hann væri ekki ad fara skora en þad er kannski hægt að taka hann a lan eda fyrir litinn pening þvi hann getur skorad helling