Remy inn, Borini út

Fréttamiðlarnir birtu flestir í kvöld sömu fréttirnar: Liverpool virðist vera að kaupa Loic Remy frá QPR á 8.5m punda (það ku vera klausa í samningi hans að lið í Meistaradeildinni geti keypt hann á því verði) og á sama tíma er félagið búið að ná samkomulagi við Sunderland um sölu á Fabio Borini fyrir 14m punda.

Sjá: Liverpool Echo, The Guardian, The Mirror.

Fyrst, salan á Borini: mér þykir smá eftirsjá í honum því ég held enn að hann hefði getað orðið fínn kostur fyrir okkur en að fá 14m fyrir hann er frábær díll. Ef við erum að kaupa Remy á 8.5m erum við í rauninni að fjármagna kaupin á bæði Lambert og Remy með einum Borini. Það eru góð viðskipti.

Næst, kaupin á Remy: ég er sáttur við þetta. Hann er sennilega sá framherji þarna úti sem býr yfir flestu af því sem Daniel Sturridge býr yfir þannig að hann getur fyllt skarð Sturridge án vandræða lendi sá síðarnefndi í meiðslum. Þá skoraði hann 14 mörk í 26 leikjum fyrir Newcastle í Úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð þannig að hann veit alveg í hvaða átt markið snýr.

Þessi tvö tíst setja þessi viðskipti mjög vel upp:

Nákvæmlega. Hér er verið að styrkja leikmannahópinn talsvert og koma út úr því á sléttu. Svo getið þið bætt Lallana og Markovic við, auk þess sem vonandi kemur inn fyrir Suarez-peninginn, og þá er allavega að verða ljóst að breiddin stóreykst í sumar. Það er lykilatriði fyrir liðið, að mínu mati.

Ég vona að þetta gangi í gegn. Við fylgjumst með næstu daga og sjáum hvort Remy-kaupin nást í gegn eða hvort Arsenal eða Tottenham blandi sér í baráttuna eins og ég hélt að yrði raunin í vor. En mér líst vel á þetta.

59 Comments

  1. Hvernig ætti Tottenham að geta stolið honum þegar aðeins lið í meistaradeildinni geta virkjað 8,5m tilboð? En ég held að það yrðu flott kaup þótt svo hann sé ekki nálægt því að vera að fara að fylla skarð Suarez.

    Ohh hvað ég sakna hans strax :'(

  2. Borini hefur aldrei heillað mig, en verður vonandi áfram ágætis vítaskytta hjá Sunderland. Nú stefnir í sölu á tveimur leikmönnum á 20m, sem er afar gott. Í lok sumars verður fleirum meðalljónum sópað út, eða settir á lán. Þá meiri peningur í kassann eða önnur lið látin greiða launin þeirra sem settir verða á lán. Fyrir kaupin í sumar var sagt að Liverpool ætlaði að punga út 60m punda sem er nokkurnvegin sú upphæð sem nú hefur verið eytt. Hins vegar með sölum (Suarez + =100m) á að vera hægt að kaupa 3-4 heimsklassa menn enn. Hvar eru Reus og Benzema?

  3. ja Remy, hann er ódýr…. finnst eins og það vanti einhvern betri framherja ef við eigum að halda áfram að gera atlögu að titlinum.

  4. Eg tel okkur nokkud vel mannada tharna framarlega nuna, en vill fara ad sja midvord og bakvord, helst badu megin. Johnson var mjog slappur i fyrra, tek Flanagan allan daginn fram yfir hann haegra megin.

    En annad.. hvenar er aefingar leikurinn um helgina? Dag og klukkan hvad a isl tima?

  5. Mignolet
    Moreno Sakho Skrtel Flanagan
    Lallana Gerrard Henderson
    Coutinho Sturridge Sterling

    Lambert
    Lovgren
    Remy
    Lucas
    E.Can
    Enrigue
    G.Johnson
    Allen
    Markovic
    Kelly

  6. Með allan þennan pening í höndunum er freistandi að bjóða í þennan Suarez þarna hjá Barcelona. Gæti gert góða hluti fyrir okkur.

  7. Isco á diskinn minn takk. Ef það er satt að Real Madrid séu tilbúnir að selja hann til að fjármagna kaupin á James Rodriguez.

  8. Svo ég spyrji eins og fávís kona, var Glen Johnson búinn að semja aftur. Átti hann ekki að vera samningslaus í sumar?

  9. Þetta er frábær díll að fá Remy og Lambert fyrir svipaða upphæð og Borrini.

    Ég er samt hræddur um að líkurnar á að fá heimsklassa framherja sbr. Reus séu orðnar ansi litlar, efast um að Rodgers fari að fá þriðja framherjann inn þegar hann þarf virkilega að styrkja aðrar stöður líka.

  10. Reus er náttúrulega ekki framherji, hann er holugaur eða kanntmaður. Hann spilaði mikið fyrir aftan Lewandowski í fyrra þar sem snöggir kanntmenn voru sitthvorumegin við hann. Hann skoraði 16 mörk og átti 13 assist í deildinni. Hann var valinn bestur í deild sem að Bayern vann með miklum yfirburðum. Myndi vera með fastann á mér footballboner í mörg ár ef Liverpool kaupir hann!

  11. Jæja hvernig væri nú að kaupa leikmann sem styrkir byrjunarliðið frá síðustu leiktíð pottþétt? Lazar Markovic gæti gert það en hann er enn spurningarmerki, Lallana er í besta falli á pari við aðra í sinni stöðu, Emre Can er squad player og Rickie Lambert er backup leikmaður. Orðrómur um leikmenn eins og Remy, Ben Davis og Lovren er alls ekki að heilla mig! Það gleður mig að sjá nöfn eins og Moreno, Marco Reus, Benzema, Vidal og Pogba en ég hef samt, því miður, mjög takmarkaða trú á því að sjá einhverja af þeim í Liverpoolbúning í vetur. Þetta sumar er ekki að heilla mig… ég er farinn að sakna Suarez nú þegar! (tek það samt fram að ég er mikill Brendan Rodgers maður, hef minni trú á eigendum og stjórnendum liðsins)

  12. Sorry en ég verð að henda þessu slúðri inn fyrir Steina.

    QPR og Sunderland eru að skoða möguleikann á að fá Tim Cahill frá New York Red Bulls aftur í ensku úrvalsdeildina. (Telegraph)

  13. Maður er farinn að verða pínulítið hræddur um að við séum að missa í brókina í þessum leikmannaglugga. Chelsea, Arsenal, City og Utd virðast vera langt komnir með sín kaup. ERUM VIÐ BÚNIR MEÐ OKKAR??? Það er hvað tæpur mánuður í mót og eiga kaupin á Markovic og Lallana að vera okkar stærstu kaup í sumar??? Sá að Lukaku er sterklega orðaður við sölu til Everton-gríðarsterkur leikmaður þar á ferð. Ég fer að verða smeykur. Liverpool hefur ekki verið að ná að klára kaupin sín, ná mönnunum sínum og verið lengi að hlutunum. Nú vill maður fara að sjá fagmennsku í þessu-alvöru menn keypta og kaupin kláruð án endalausra vangavelta. Metnað og nota þá peninga sem til eru í menn sem eru klárir. Er Markovic klár?? Er Can klár?? Þetta eru 20 ára gamlir strákar. Hvernig var með Konoplyanka?? Eltust við hann mánuðum saman en það heyrist ekki orð um hann lengur.

  14. Keyptir
    Can 10m
    Lambert 4m
    Lallana 25m
    Madrovic 20m
    Remy 8,5m
    68m

    Seldir
    Suarez 75m
    Borini 14m
    Assaidi 7m
    96m

    Mismunur á kaup og sölu 28m (plús)
    Áætluð upphæð í leikmannakaup 40m
    69

    Eigum eftir að selja:
    Reina
    Jones
    Kelly

    Ég verð að viðurkenna þessi sala á Borini og Assaidi er of góð til að vera sönn. Ef þessar forsendur eru réttar þá eigum við næga fjármuni til að fjárfesta í leikmönnum.

    Er mjög ánægður með kaupin á Remy. Er ekki búinn að gefa upp vonina með Moreno. Okkur vantar síðan markmann ef salan á Reina gengur eftir.

    Vil fá Pogba eða Reus. Ef við fáum þá ekki núna þá eigum við að bíða fram í janúar.

    Þessi stefna FSG/Rodgers í leikmannakaupum er mjög skynsamleg.

    Hópurinn breikkar og við eigum alla möguleika að vera áfram í topp fjórum og vinna titla þrátt fyrir að hafa misst okkar besta leikmann.

    YNWA

  15. Mer lýst mjog vel a þessar sölur og einnig vel a að fá Remy.

    er Moreno aftur komin inní myndina ? var það ekki alveg dottið upp fyrir um daginn ég helt það..

    Ef Remy, Lovren og Moreno koma fyrir samtals 50 milljonir punda og glugginn endar í sirka 20 milljonir punda eyðslu í mínus eru menn anægðir með það ?

    Mer myndi lýtast mjög vel a hópinn með að bæta þessum þremur mönnum við en í mínum draumaheimi kæmu þessir þrír plús ein 30-50 milljón punda risakaup sem væri td Reus eda eitthvað í þá áttina .

    Rodgers sagði í gær að peningarnir sem fengust fyrir Suarez væru ennþa allir til og yrðu bara notaðir í alvöru háklassaspilara svo vonandi koma ein slík kaup.

  16. Jahérnahér, það mætti halda að þeir viti bara hvað þeir eru að gera FSG/BR 🙂 snilla business hjá þessum köllum, og nú vantar bara agressívan og lungnalausan vinstri wingback og hafsent sem getur dekkað, þá er sumarið perfect. Fyrir utan blooooody veðrið…..

  17. byrjunarliðið komið B Jones, Kelly, Flanagan, Skrtel, Wisdom, Lucas, Allen, Can, Coutinho, Lambert, Borini. skrtel captain, leikurinn byrjar kl 2

  18. Sakna Suarez hrikalega!!!!
    En las held komment eftir Babu í Markovicþráðnum þar sem hann talar um”Luis “fucking” Suarez” fékk mig til að hugsa aðeins. Vissulega var Suarez búinn að gera góða hluti í Hollandi en hann verður ekki risa stjarna fyrr en undir stjórn Brendans, við höfum keypt leikmenn með góða möguleika á að springa út líkt og Sturridge og Couthino hafa gert og aðra eins og Aspas, Assaidi og fleiri sem ekki hefur gengið þá er bara drifið í því að selja þá, Þess vegna kaupum við kannski enga full mótaða stjörnu heldur meira af stjörnu material.
    Að mínu mati getur samt stjörnu material verið leikmenn af stóra sviðinu eins og t,d Isco sem tínist svolítið í stjörnu fans Real Madrid.
    Þetta þíðir alls ekki að ég gráta einhver stór kaup en ekki heldur gráta sumarið fyrr en fyrstalagi í nóvember. Hver er ég svo sem að dæma var hundfúll þegar við keyptum Couthino þegar allir voru að tala um Snajeder (hvernig sem þetta er skrifað) og Sturridge einhvern varamann úr Chelsea, boy whos I wrong.

  19. Verð nú bara að hrósa Borini, sem mér finnst ágætis leikmaður. Hann kom ungur til Liverpool, mjög óheppinn með meiðsli á sínu fyrsta tímabili og var síðan lánaður til Sunderland sem voru á botninum. Samt hefur hann hækkað í verði, frammistaða hans greinilega það góð að Sunderland eru tilbúnir að splæsa þessum peningum í hann. Það sést langar leiðir þessi drengur vill standa sig vel. Vona hann geri það.

  20. Sérstakt ef félagið er búið að taka tilboði í Borini að hann sé að starta í pre-season leik fyrir okkur degi seinna…

  21. Chan út eftir 20 min – virðist meiddur. Ekki alveg nógu vandað…

  22. “he should be fine in a week or so”
    Heyrðist mér þeir segja um Can

  23. Hvar er Pepe Reina ? var hann ekki mættur hress til æfinga. Er bara buið að akveða að það eigi að losa hann ut með öllum tiltækum ráðum eða ?

    eg hefði viljað hafa hann og Mignole bara báða og sleppa þvi að kaupa nýjan varamarkvorð

  24. Spánn datt ut i riðlakeppninni og mer finnst eg hafa lesið að Reina væri mættur til æfinga, kannski er eg að rugla en mer finnst eg hafa lesið að Reina væri mættur

  25. Ibe með 3 stoðsendingar í 2 leikjum. Segið mér að þetta sé ekki næsta súperstjarnan!
    Suso virkar líka virkilega spennandi en það hefur alltaf verið vitað.

  26. Ekki má gleyma Can heldur. Þessar 20 mín sem hann spilaði leit hann mjög vel út. En heilagur Nikulás, hann er byggður eins og múrsteinn og hann er aðeins tvítugur. Lætur hina miðjumenn okkat líta út eins og 12 ára! No homo samt.

    [img]http://i.dailymail.co.uk/i/pix/2014/07/19/article-2698348-1FCBABBA00000578-393_634x760.jpg[/img]

  27. Ibe maður leiksins.
    Suso flottur.

    Þegar Flanno fór yfir á hægri bak þá var eins og hann væri kominn heim.
    Kúturinn alltaf lipur. Skrölti öruggur.

    Aðrir bara eins og þeir væru að hefja undirbúningstímabil.

    Niðurstaða: Ég verð brjál ef Ibe verður lánaður og ég vil halda Suso.

    YNWA

  28. Thad væri glæpur ad halda ekki Suso i vetur!

    Mikid rossalega er eg spenntur ad fa Remy inn, thad er stræker sem tikkar i flest boxin og gæti ordid hrikalega heitur i okkar frabæra lidi.

  29. Veit einhver hvar maður getur séð frammistöðu Can í leiknum? Missti nefnilega af honum

  30. erum við að tala um að Sterling verði í treuju nr 31 i vetur ? maður hefði gwrr rað fyrir þvi að hann færi i treyju nr 7 eda 9 .

  31. Suso skoraði mark en vandamálið hanns virðist vera að hann hleypur ekki nóg, Eftir sendingar röltir hann alltaf að stað og gerir ráð fyrir að hanns “role” sé búið í sókninni, það kom eitt augljóst moment af því í leiknum áðan þegar samspil hans og flanagan var ekki að virka vegna þess að suso hljóp ekki af stað eins og hann átti að gera.

    En mér finnst of lítið talað um Flanagan! Hann er búinn að vera stöðugur leikmaður fyrir liverpool yfir hálft tímabil og kemur sterkur inn, og er fyrst núna að fá að spila smá í sinni “réttu” stöðu? Ég vill hann framyfir Johnson og leyfa Johnson að klára samninginn sinn og kaupa þá Hægri Bakvörð sem backup fyrir Flanno sem á skilið fast sæti þar.

    Ibe er spennandi leikmaður og verður líklega mikið notaður í Cup runs ásamt Suso ef hann verður áfram, ég myndi samt ekki vera hissa ef LFC losar sig við Suso.

  32. Frábær kaup, frábær sala. Þeir sem væla á svona degi um lélegan sumarglugga, og a? hitt og þetta sé ekki a? heilla þá, ættu kannski a?eins a? endursko?a afstö?u sína til lífsins.

  33. @44 Ég held ég viti hvaða atriði þú ert að tala um varðandi hlaup Suso og í þetta sinn reyndi hann hlaupið en var brotið á honum. Þess vegna var hann ekki mættur upp hægri vænginn þegar Flanno sendi þangað.

  34. Borini virðist ekki vilja fara heldur berjast fyrir veru sinni hjá Liverpool.
    það er bæði gott og slæmt. slæma er að Liverpool virðist ekki hafa hann í sínum plönum og 14mp er helvíti góð upphæð fyrir hann. góða er að menn sjá að félagið er á réttri leið og vilja taka þátt í því.

    sumir horfa kannski á dæmið að Remy sé að koma inn fyrir Suarez og það sé þá ekkert svo spennandi.

    held að svo sé ekki, Remy er góður kostur fyrir Liverpool og mun örugglega standa sig.
    enda voru allir mjög spenntir fyrir 2árum síðan þegar hann spilaði í frakklandi að þarna væri flottur framherji á ferð sem mætti reyna á. núna hefur hann sannað sig á Englandi og þá ekki jafn spennandi?

    Við erum alltaf að vinna með setupið á liðinu ef það er í lagi er liðið í lagi.
    E.Can sem ég er spenntur fyrir Lallana sem ég er mjög spenntur fyrir eru virkilega góð kaup.
    Remy ekki síður ef af verður.
    Lambert verður alltaf styrkur.
    allir þessir menn eiga að styrkja liðið. við áttum ekki varamenn í fyrra að neinu viti.
    og ef Ibe og Suso verða áfram ásamt þessum og þeim mönnum sem eru komnir erum við aðeins búnir að vinna í hópnum sem er gott.

    Suarez mun alltaf skilja spor eftir sig, annað væri óeðlilegt.

    það á að vera til nægur peningur í kassanum til þess að versla leikmenn.

    Ég vill að menn noti þann pening til þess að vinna í varnarleiknum fá inn virkilega sterka menn þarna aftast, við erum með menn frammi sem geta gert hluti og það fullt af þeim.

    en trú er mikilvægur partur af árangri.
    það að missa Suarez gæti haft áhrif á þar.
    þess verða menn að fjárfesta í nafni sem fær menn til þess að styrkja hana hjá öðrum.
    nafn sem fær myndi fá önnur lið (stuðningsmenn) vá ekki þessi leikmaður til Liverpool!
    núna eru þessir sömu menn nokkuð vissir um að liverpool muni gefa eftir, eftir að Suarez fór!.
    ég er mjög sáttur við öll þessi kaup í sumar og væri mjög glaður með gluggan hefði liðið ekki selt sinn besta leikmann. þess verður Liverpool að fjárfesta í nafni ofan á það sem þeir ætluðu að kaupa í sumar.

    Annars þurfa menn alls ekki að fara í ruglið og halda að liðið sé að fara berjast um 6-7 sætið að nýju setupið er komið það langt á veg.
    kaup á stóru nafni myndi bara minna aðeins á Liverpool að nýju og fá menn til að sjá að liðið hefur styrk til þess að taka þátt í alvöru í öllum mótum.

  35. Eruð þið á lyfjum strákar, í hvaða heimi eru Pogba, Vidal eða Raus að koma til okkar?
    Eitt gott season og þessir kallar að berjast um að koma til okkar, ekki séns í mínum bókum, þurfum nú að halda okkur í CL og standa okkur mjög VEL þar til þess að það sé séns að þeir komi…Af hverju ætti Raus að fara frá liði sem að er alltaf í CL og stendur sig þokkalega vel þar að fara í lið sem að var að komast þangað í fyrsta skipti í nokkur ár 😛
    Ef að hann fer þá er það til stærri klúbbs en Liverpool.

  36. Djöfull er ég hrifinn af Can, hrútmassaður, teknískur, snöggur og tæklari. Hægt að planta honum í hvaða job sem er á miðjuna, held við megum búast við miklu frá honum í vetur! YNWA

  37. Heilagur göndull hvað Emre Can á eftir að standa sig í enska boltanum

  38. ég segi ad vid kaupum isco sjaid nafnid hans francisco román alarcón suarez. ef þad er einhver sem getur komid I stad suarez þa er þad bara annar suarez

  39. Ekki er talad um neitt annad en utileikmenn thessa dagana. Eg velti fyrir mer, er Mignolet nogu godur, aetli LFC ad halda ser I top 4 og komast eitthvad afram i CL? Markvardarstadan er i minum huga ein su allra, allra mikilvaegast a vellinum. (afsakid skort a islenskum stofum).

  40. isco var rétt i þessum töluðu orðum að staðfesta að hann ætlaði sér að vera kyrr hja Real madrid og berjast fyrir sæti sínu

  41. sá viðtal við hann á einhverri spænskri stöð…hendi þvi herna inn þegar eg finn þetta

Undirbúningstímabil

Lovren sagður nálgast