Manquillo kominn (Staðfest!)

Ath.: Minni á nýjasta Podcastið okkar. Sjá færsluna hér fyrir neðan.

Javier Manquillo er genginn til liðs við Liverpool frá Atletico Madrid! Opinbera síðan staðfesti þetta nú í hádeginu.

BuWpZisIIAAz8IW

Þessi tvítugi bakvörður kemur á tveggja ára láni en það er umsamið kaupverð sem Liverpool getur virkt eftir ár eða tvö til að kaupa hann endanlega frá Atletico.

Við bjóðum Mankúíjó (framburður) velkominn til Liverpool. Vonandi eru þetta jafn góð kaup og síðast þegar við tókum lítt þekktan bakvörð frá Spáni.

Og við sjáum myndband…

https://www.youtube.com/watch?v=SjUPRMwuAsc

87 Comments

  1. Býð þennan efnilega pilt velkominn.

    Miðað við þetta vídeó að þá virðist hann hafa yfir að ráða gríðarlega miklum hraða, vera útsjónarsamur varnarmaður auk þess að vera góður í að taka vel tímastillt run á bak við varnir andstæðingsins. Að auki virðist hann kunna að beita líkamanum.

    Góð kaup (lán)

  2. Ekkert nema gott um þetta að segja, vonandi á hann eftir að standa sig vel hjá okkur.

    Hvernig er samt staðan á Moreno ? eru okkar menn ennþá að reyna að græja það mál ?

  3. Sóknarmaður, halló. Það er frábært að fá alla þessa menn inn, styrkja hóp gríðarlega EN hvar er kaupin, þessi alvöru. Það vantar beitt blað með Sturridge fram á við.

  4. Ætli kaup Bayern á Reina fyrir slikk sé liður í því að fá Shakiri til Liverpool? eða er það mál bara dautt?

  5. 2 ára lánssamningur? Ha?

    Jæja okey, vonandi stendur hann sig bara vel drengurinn. Ekki veitir af samkeppni um þessar bakvarðastöður.

  6. Þetta er flott, lán sem er með fyrirfram ákveðnu verði….svona ættu öll kaup að vera 🙂

    Sá slúður í morgun um Mauro Icardi, finnst hann nokkuð spennandi kostur í framlínuna.

  7. Varðandi sóknarmenn þá er allt að því staðfest að Marco Reus komi til Liverpool á sunnudaginn.

    Ég rata út.

  8. Af hverju ekki að fara á eftir Jovetic sem virðist ekki vera fyrsti eða annarkostur hjá City og er orðaður við Juventus í dag.
    Þetta er strákur sem gæti gert frábæra hluti undir stjórn þjálfara eins og Rodgers.

  9. Ef menn eru smeykir um meiðslatíðni Sturridge þá held ég að menn ættu að skoða hversu mörgum leikjum Jovetic nær á ári hverju… þar er á ferðinni alvöru meiðslapési…

  10. Þetta er skrifað í skýin…við klárum kaupin á Reus fyrir leikinn á sunnudaginn 🙂

  11. Agætis umræða inn a teamtalk.com hvort verður ofar Liverpool eða United. Einn gaur þar var ekki i vafa þar sem H. Webb væri hættur….

  12. Reus fær ólæknandi gæsahúð þegar hann heyrir YNWA á Anfield á sunnudag.
    Hann læðist af sjúkrabekknum og biður um pólitískt hæli á Melwood.

    Yfirmenn Dortmund nota tækifærið til að troða drullugum sokk uppí Rummenigge og skella díl á borðið í hálfleik sem er tekinn á staðnum.

    Okkar menn láta Dortmund líta rosalega vel út í seinni í þakklætisskyni og þar með lýkur undirbúningstímabilinu og alvaran hefst.

    YNWA

  13. Nýjasta nýtt í fréttum. Manchester Utd hefur misst einn af sínum allra sterkustu mönnum í gegnum árin. Vinur okkar Howard Webb hefur lagt flautuna á hilluna.

  14. Gemmér Err!!
    Gemmér E!!
    Gemmér U!!
    Æi fokk it, gemmér bara REUS!!

    Já og vertu velkominn Manquillo 🙂

  15. Sammála #9. Kannski samt ekki líklegt að City myndi selja rival efnilegan striker. Ég vonast þó enn eftir Reus. Þá eru 2 heimsklassa menn komnir (+ Lovren) og hinir hrikalega skemmtilega spennandi efnilegir sem BR kann að gera úr gæðaleikmenn. Hlakka til vetrarins.

  16. besti ungi varnarmaðurinn í heiminum i dag ? hann hefur ekki einu sinni fengið að spila hja atletico madrid

  17. Mig dreymir gjarnan Heidi Klum á nóttunni en tel álíka líklegt að hún vermi rekkju mína og að snillingurinn Marco Reus komi til LFC í þetta skiptið a.m.k.

    Þó að Reus komi ekki til LFC og Heidi komi ekki til mín (og ég komi ekki) þá er margt vitlausara en að líta til Þýskalands til að styrkja sóknina. Ég hefði t.d. vilja skoða Josip Drmic (fæddur 1992) sem er mjög vinnusamur og skæður sóknarmaður en var að semja við Leverkusen. Ég sá Freiburg spila í vor og heillaðist af Admir Mehmedi (fæddur 1991) sem er eldfljótur sóknarmaður. Báðir þessir leikmenn finnst mér betri en Bony t.d. auk þess að vera yngri. Þá er hef ég tröllatrú á Kevin Volland (fæddur 1992) sem gæti orðið stórt nafn undir stjórn BR. Annars eru sóknarmenn á hverju strái í Þýskalandi enda hvergi spilaður meiri sóknarbolti.

    En þessir spænsku bakverðir eru örugglega hinir mestu happatappar. Way to go!

  18. Brazilian midfielder Lucas Leiva could be on his way to Italy. !!! Eru jólin bara snemma í ár ???

  19. Velkominn efnilegi bakvörður, bless lélegi dómari webb. Nú er bara einn sóknarmann, og þá erum við góðir. 🙂

  20. Kommon, kaupum bara Stefan Jovetic, 25 ára gamall, 3 eða 4 kostur á eftir Aguero, Dzeko og Negredo og er viss um að Rodgers geti gert hann að stórstjörnu! Man hvernig hann gekk frá okkur árið 2009 í Meistaradeildinni :/

  21. Elvar D – bara smáatriði sem í raun kemur málinu ekkert við, en afhverju ætti City að selja hann, og það til okkar?

    Babu – ég er farinn að merkja mér treyju. ITK!

  22. #20 Friðfinnur

    Ég er ekki alveg að skilja þórðargleði þína og annara yfir þeim fréttum að Lucas gæti hugsanlega verið á leið frá félaginu. Mér finnst í umræðum á þessari síðu ekki allir alveg átta sig á því hvað við þurfum stóran hóp til að þola það álag sem mun vera á liðinu á leiktíðinni, það þýðir að í stöðu DMC verðum við að vera með allavega þrjá leikmenn tilbúna að leysa hana. Sérstaklega þegar að hinir tveir eru 34 ára gamall maður sem nýbyrjaður er að spila þá stöðu og ungur, nýkeyptur leikmaður sem á algjörlega á eftir að sanna sig.

    Ég vil alls ekki missa Lucas úr hópnum, að einum kosti vegna þess að ég tel að hann sé okkar besti leikmaður í þessari stöðu (eru allir búnir að gleyma frammistöðu hans fyrir jól í fyrra) og eins vegna þess að við þurfum mjög gott cover í allar stöður í vetur þar sem ein meiðsl geta þýtt það að sami maður (mögulega 34 ára gamall) þurfi að spila leik á miðvikudegi, laugardegi og svo aftur á þriðjudegi.

    Ég get því engan veginn tekið undir fögnuð þeirra frétta að Lucas yrði jafnvel seldur.

  23. Já afhverju geta FSG ekki bara keypt Falcao og Reus! ég myndi æla af gleði!! en ég sé það því miður ekki gerast 🙁
    Það myndi samt vera rosalegt.

  24. #27.
    Hann dæmdi allavega ekki með okkur.
    En eitt ber þò að hafa i huga að taflan er frá tímabilinu 2009 – 2014 og við erum ekkert búnir að vera að spila vel fyrr en á síðasta tímabili.

  25. Bara svona rétt að koma inn á þetta Falcao mál, aðeins eitt atriði (ætla ekki að fara að horfa í hugsanlegt kaupverð vs. aldur og slíkt). Hann var sem sagt keyptur á morðfé frá A.Madrid fyrir ári síðan, var á góðum launum á Spáni (minni skattar) og gerir svo risasamning við Monaco (btw. þar sem hann þarf EKKI að borga skatta). Hverjar halda menn í alvöru að séu líkurnar á að a) hann vilji taka á sig massíva launalækkun, eða b) að LFC sé tilbúið í að sprengja allan launastrúktúr í loft upp?

    En Twitter er skemmtilegt tól og fróðlegt að sjá mbl.is hoppa á vagninn.

  26. Ekki það að það þurfi að setja neitt spurningamerki við gæði leikmannsins, þau eru óumdeild og einn sá allra besti í sinni stöðu í veröldinni.

  27. veit einhver um áræðanleika hjá þessari ítölsku dömu??( Mina Rzouki )

  28. Við getum slökkt á þessum Falcao draumum strax. Þessi leikmaður er aldrei að koma til greina hjá eigendum Liverpool.

  29. Þetta eru allt góðar viðbætur. En eru menn ekkert að skoða Engil maríu, ég hef á tilfinningunni að hann mynda verða góður lærisveinn hjá BR.

    Kannski of dýr…..

  30. #35 ef hann er of dýr fyrir PSG er hann of dýr fyrir FSG það er á hreinu.

  31. Eins og SSteinn skrifar svo réttilega um.

    Radamel Falcao earns a reported €350k a week at AS Monaco. Here’s now that huge salary breaks-down.

    Per Year – €18,200,000
    Per Month – €1,516,667
    Per Week – €350,000

    Það er um það bil 278.000 pund á viku og ef hann er að fá þetta nánast skattfrjálst hjá þeim þá sjá menn hversu heimskulegt það er að svo lítið sem hugsa um að þessi leikmaður myndi spila á englandi fyrir minna en allavega 300-350.000 pund á viku.

    Ekki einu sinni City ætti auðvelt að borga það.
    Og svona á gamni þá meikar hann þetta á
    Klukkutími – €2,083.33 = ekki nema skitinn 320.000 kall 😀

  32. Mæli með að fólk lesi nýjustu TAW greinina. Lið eins og Liverpool, scouta helling, tala við helling af fólki og spyrjast fyrir um helling að leikmönnum. Sennilega vel undir 1% af því sem við endum á að kaupa.

    Kannski fékk þessi ítalska kona einhverjar upplýsingar um að Liverpool hafi spurst fyrir um Falcao, kannski er hún ein af þessum milljón sem segja bara eitthvað random á twitter sem er alltaf ágætis líkur á að liðið hafi kannað möguleikan á. Ekki ósvipað og hvernig miðlar virka. Er langaamma þín dáin? Hún biður að heilsa. Liverpool spyrst fyrir um Falcao.

    Annars virðist hann á leið til Real á láni. Þegar árs lánsamningar eru farnir að kosta 20-30m… Reyndar eitthvað sem treyjusala hjá svo stóru liði coverar ágætlega. Eru Liverpool ekki með nógu stóran fanbase til að hugsa svoleiðis?

    Ég held að ekki einu sinni bjartsýnustu menn sem halda enn að Hummels, Vidal, Reus og Pogba séu á leiðinni hafi trúað þessum.

  33. Ef einhver rekst á veðbanka sem gefur stuðul á að Falcao komi EKKI til Liverpool, vinsamlegast bendið á hann. Ég mun leggja allt mitt lausafé á það, grínlaust.

  34. Skv Tony Barrett Þá myndi þaðkosta 22 m punda að fá hann í eitt ár með launum og loan fee.

  35. Sælir vinir.

    Ég á í miklum vandræðum með að koma The Anfield Wrap Podcastinu inn á Android símann minn.

    Ég hef bæði prófað að niðurhala þættinum beint af síðunni og í gegnum iTunes, fært hann svo yfir á símann en allt kemur fyrir ekki, hann virkar ekki.

    Ég er vanur að gera þetta svona með marga aðra podcast-þætti, en þetta er eini þátturinn sem ekki virkar í símanum mínum.

    Þegar ég reyni að spila þáttinn þá kemur alltaf upp á skjáinn eins og að þátturinn sé yfir 400 mínútur að lengd, en ekkert spilast og síminn verður ansi furðulegur í notkun.

    Hefur einhver lent í þessu, eða er til önnur leið til að fá þetta til að virka?

    Bestu kveðjur

  36. settu bara rss feedið inn í podcast addict frítt podcast tól á play store og dl honum beint þannig inn á símann.

  37. Nú verð ég bara að segja það… Ég er orðin rosalega stressaður yfir þessari striker stöðu!!! Það þarf eitthvað að gerast þar og ekki seinna en í gær

  38. Það er verið að orða okkur við Edinson Cavani, Marco Reus og Radamel Falcao. Hvort sem að þeir orðrómar hafi eitthvað á bakvið þá eða ekki þá er gott að við séum orðaðir við stór nöfn, það einfaldlega þýðir að Rauði Herinn er aftur kominn á blað, og Mikið hrikalega vona ég að við náum að landa einum feitum bita áður en Silly Season er búið.

  39. Sællir Liverpool vinir minir hér á chatinu , hvort vilja men fá Reus eða Falcao frá monaco ?,

    persónulega vil ég fá þá báða og svo einn bakvörð í viðbót Moreno og væri gott að fá markman til að keppa við mingoleth í markinu hann er að gera of mikið af mistökum !, hljótum að geta keift góðan markman til að keppa við man númer 1 í dag , hver gæti það verið er ekki viss um það . kv.Áki

  40. #46

    Við erum ekki með olíufursta sem eiganda, þannig að það er ekki að fara að gerast, við erum heppnir ef einn “World-known” leikmaður kemur til okkar.

  41. Fá bara Viðar Örn Kjartansson frá valerenga, 18 mörk i 18 leikjum, sæll vinur.

  42. Exclusive: @LFC have contacted @MCFC regarding Stevan Joveti?. This has happen within last 2 hours. #LFC #MCFC

    Og nei, Viðar Örn er ekki í toppbaráttuklassa í ensku úrvalsdeildinni. Varla í úrvalsdeildarklassa.

  43. Ég er gríðarlega spenntur fyrir Jovetic, eiginlega mest spenntur fyrir honum af öllum strikerum sem eru í boði fyrir Liverpool í dag, en ég er ekki það barnalegur að halda að City séu að fara losa sig við hann til andstæðinga í sömu deild.

  44. Þráðarán en Aly Cissokho er leið í Aston Villa…….. Mikill missir eða..?

  45. Það er bókað mál að það eru þreifingar í gangi og það er verið að leita að heimsklassa framherja. Ég ætla að gerast svo kræfur að fullyrða að það er eitthvað af þessum nöfnum sem hafa verið nefnd. Falco – Reus eða Cavani. Allavega staðfestir umboðsmaður Cavani að Liverpool hefur spurt um hann.

    Mér finnst Falco líkastur Suarez af þessum leikmönnum og er alls ekkert svartsýnn á að hann myndi koma þó Real Madríd væri víst til að kaupa hann.

    það eru ýmisrök fyrir því.

    1- Þó Falco lækki eitthvað í launum – væri hann samt á topplaunum. Ekki ósvipuðum og Suarez var á og því held ég að peningar sé ekki fyrirstaðan.
    2- Hann á góða möguleika á að vera byrjunarliðsmaður og spila alla mikilvægustu leiki Liverpool á meðan – hann er miklu harðari samkeppni í Real Madrid. Við James og Bensema.
    3- Ef leikstíll Liverpool ætti að laða einhverja til sín þá væri það einmitt – heimsklassaframherji – því hver vill ekki vera hluti af liði sem skorar meira en 100 mörk á tímabili ?
    4- . Lambert var aldrei hugsaður sem arftaki Suarez – heldur sem arftaki – Aspas og Mosez og Fyrst Origi var settur í lán – er augljóst að leit stendur yfir á toppframherja.
    5- Ég held að Remi hafi verið setturí salt – út af því að það hafi frést af möguleika sem var miklu meira spennandi.

    Hver það er nákvæmlega… er ekki gott að segja.

  46. Falcao og Cavani á sama degi. Getum við þá ekki bókað einhvern b-framherja eins og Bony og tilbúna afsökun um tilraunir og metnað? Úff, þessir tveir orðrómar fóru ekki vel í mig.

  47. #53 afhverju i ósköpunum ætti falcao að vilja lækka i launum til að ganga til liðs við okkur ? svo er buið að staðfesta að hann er á leið til Real og eg efast um að við höfum efni á cavani (60m og sky high laun) og svo er buið að staðfesta að reus er ekki a leið frá dortmund

    hverjir eru þá eftir ? persónulega er eg ekki spenntur fyrir bony

  48. Clint Dempsey kemur öllum að óvörum i fyrsta leik….FSG að klára draumakaupin

  49. Afhverju ætti Bony að vera svona slæmur kostur. Hann skoraði 16 mörk í deild í fyrra á sínu fyrsta tímabili í liði sem skoraði 54 mörk í heildina. Það er tæplega 1/3 af mörkum liðsins. Með betri þjónustu ætti hann auðveldlega að komast yfir 20 mörkin sem við vitum allir að er meira en mjög gott. Suarez setti óraunhæfan standard á síðasta tímabili, þori ég að segja það, jafnvel fyrir sjálfan sig.

    Annað sem Bony hefur er eiginleikinn að geta spilað með bakið í markið. Þetta er eiginleiki sem vantar í Liverpool og hefur þjónað Man Utd í formi Nistelrooy og Chelsea í Drogba mjög vel. Ég í það minnsta held að framherji sem getur haldið boltanum frammi með bakið í markið gagnist mönnum eins og Sterling, Ibe og Markovic mjög mikið þar sem Bony er lunkinn við að koma með sendingar inn fyrir vörn andstæðingana.

  50. Annað fyrst að ég er byrjaður. Fyrir þá sem vildu Reina í markið fyrir Mingolet þá ættu þeir hinir sömu að horfa á hvers konar markvörslur Mingolet bauð upp á í fyrra. Vissulega var hann óöruggur í úthlaupum en viðbragðsmarkvörslurnar sem drengurinn var að taka eru heimsklassa.

    Það sem menn voru að kvarta hvað mest yfir fyrir einungis ári síðan var að Reina væri hættur að “nenna” að skutla sér. Viðbrögðin hjá Mingolet eru í heimsklassa en það eru úthlauðin svo sem ekki. Þannig að hvort vilja menn? Mann sem er fínn í úthaupum og fínn í viðbragðsmarkvörslum (Reina) eða mann sem er miðlungs í úthlaupum en að jaðra við heimsklassa ef ekki í heimsklassa í viðbragðsmarkvörslum (Mingolet).

    Það er kannski best að geta þess fram að allt er sett fram á tilfinningu og að ég myndi taka viðbrögð fram yfir úthlaup allan daginn þar sem ég tek þau bjarga mun fleiri stigum.

  51. #57
    Bony er fínn leikmaður. Hann hefur bara lítið að gera í okkar liði. Við erum að búa til hratt sóknarlið sem keyrir á varnarmenn og að kaupa einhvern target man væri bara vitleysa. Var svo Lambert ekki keyptur sem öðruvísi option, er það bara ekki meira en nóg af slíkri sóknartýpu? Senniega ekki mörg lið í deildina sem crossa jafn lítið svo ég myndi frekar álykta að markafjöldi hans myndi minnka við að fara til Liverpool. Johnson sennilega með flesta crossa og þeir vanalega frá miðju og enda vanalega í innkasti eða markspyrnu. Nistelrooy var nú seldur því AF vildi spila öðruvísi ef ég man rétt. Hann sennilega meiri potari en nokkuð annað. Drogba lék fyrir Chelsea sem er varnarlið og vill svona framherja, sérð hvurslags útrýmingabúðir það lið hefur verið fyrir framherja sem eru ekki nautsterkir.

    #58
    Eflaust má deila um hvort er betra að hafa góðan shot stopper eða góðan markmann í úthlaupum. Hvor þeirra sem er betri, þá var nokkuð augljóst að Rodgers vildi ekkert með Reina hafa svo það hefur lítið upp á sig að ræða það. Við viljum samt hafa markmann sem gerir bæði vel. Mignolet fær þetta tímabil til að laga dreifingu, sweeping og fyrirgjafir. Ef það lagast ekkert, mun hann sennilega fara næsta sumar – sama hversu góður shot stopper hann er.

  52. Nú er verið að tala um það að Ricky van Wolfswinkel sé að fara til Saint-Etienne Á LÁNI! Nú spyr ég, hvers vegna taka okkar menn ekki af skarið og fá þennan mann í okkar lið. Hann hefur sannað sig í hollensku deildinni (líkt og Suarez) og einnig í þeirri portúgölsku (líkt og Ronaldo, Hulk, Falcao, James Rodriguez og fleiri) en á enn eftir að sanna sig í þeirri ensku. Ég trúi því að Brendan geti gert hann að stjörnu, svo sakar það ekki að fá hann á láni í eitt ár.

  53. Jú jú vissulega skoraði hann mörk eftir krossa en hans mörk eru mun meira í anda Suarez og Sturridge, ,þ.e. eftir sendingar út í teig fremur en efir eiginlega krossa. Það er hins vegar rétt hjá þér að Lambert er sennilega eldri og ódýrari týpa af svipuðum leikmanni og þá er það bara gott mál. Sólin og bjórinn hérna í Alicante eru kannski að rugla með mig 😉 Búinn að segja það og segi það aftur að Marco Reus á diskinn minn en Bony væri svo langt frá því að vera heimslulegur kostur.

    Hvað varðar Mingolet þá er shot stopping eiginleikinn sá mikilvægasti hvað mig varðar. Það fer mest í taugarnar á mér hvað dreifinging hjá honum er slæm. Hins vegar er hægt að kenna dreigingu og að grípa bolta úr fyrirgjöfum á meðan shotstopping er mun meira meðfæddir reflexar en lærðir.

  54. Guð minn góður Ragnar, Ríkharður V. Úlfsvínkill ? Hann sem hitti ekki einu sinni vínkilinn á síðasta tímabili með Norwich ! Má ég þá frekar biðja um Bony, alla daga, eða þá Remy, þó hann félli á læknisskoðun.

    Falcao og Cavani eru bara einhverjir blautir draumar, og tilbúningur hjá lélegum breskum/Ítölskum blaða/tvittermönnum sem vilja selja sorpblöð, eða þá eru á prósentum hjá veðbönkum.

  55. Það eru mörg nöfn sem við gætum verið að leitast við, En við virðumst vera að taka upp Dortmund aðferðina og kaupa nokkuð óþekkta leikmenn sem verða síðar að heimsklassa leikmönnum.

    Það er vissulega jákvætt, en er ég sá eini sem væri til í að sjá Alfreð Finnbogason þreyfa fyrir sér í Liverpool búning? Ég veit að það hafa ekkert allir neina tröllatrú á honum, en hann er klárlega búinn að sanna sig sem Fanta-Striker og ég held að Hann yrði fínn í okkar treyju.

  56. @64:

    1. Alfreð Finnboga er ekki striker í PL top-four eða CL klassa.
    2. Alfreð Finnboga, eins og Gylfi $igurðsson, er grjótharður scum-aðdáandi .

    Svo að já, þú ert kannski sá eini.

  57. Þetta snýst ekki um hvort Mignolet sé betri en Reina enda eru þeir ansi ólikar týpur. Þetta snýst um að halda Mignolet á tánum öll lið sem ætla ser að vera í einhverri toppbaráttu þurfa að hafa 2 góða leikmenn í hverri stöðu keeperinn er þar enginn undartekning. Því miður er Brad jones bara drullu slappur keeper,og vitandi það að sama hversu mörg mistök hann gerir þá verður hann aldrei tekin út úr liðinu.Þar af leiðandi er samkeppnin enginn!! það er bara eitthvað sem getur ekki gengið upp til lengri tíma litið.

  58. #59
    Hvaða vit þykist þú hafa á fótbolta? Er target maður bara fyrir lið sem nota ekki skyndisóknir? Ég skil ekki neitt. Og í guðanna bænum Lambert og Bony eru mjög ólíkir.

    Í fyrsta lagi er Bony mjög flottur í hröðum upphlaupum (sjá t.d. mörk hans með Vitesse eða Swansea) enda er hann fljótur og góður á boltann. Í öðru lagi er frábært að hafa plan b, dæla boltanum í teiginn eins og t.d. gegn Chelsea á Anfield í vor. Bony tekur mikið til sín sem gæti skapað mikið pláss fyrir Sturridge og Sterling og hann er fínn í sendingum og ákaflega áræðinn og direct. Semsagt, fullkominn fyrir Liverpool.

  59. Er ekki vel hugsanlegt að Sterling verði làtinn spila sem framherji á komandi leiktíð ásamt Sturridge? Með tá Coutinho,Lallana og Markovic fyrir aftan sig.

  60. Þetta hljómar alls ekki svo illa, þegar maður heyrir þessu fleygt svona…
    :O)

  61. Ég vil ekkert frekar Reina í markið heldur en Simon,vil bara að þeir séu báðir til að veita hvor öðrum aðhald,er hræddur um að það geri Símoni ekki gott að geta gengið að byrjunarliðssætinu sem vísu,tel að það hafi verið ástæðan fyrir því að Pepe varð svo “slakur” sem raun bar vitni á þar síðasta sísoni.

    Gerir engum gott að vera of öruggur með sína stöðu,þarf að vera samkeppni.

  62. #68

    Veit ekki hvað það kemur málinu við hvort ég hafi vit á fótbolta, hvað nákvæmlega sem það er. Ég er ekki menntaður í einhverri fótboltagreiningu, ég kann reglurnar. Hvað sem þú átt við hlýt ég að mega hafa skoðun á leikmanni hvort ég sem ég veit eitthvað um fótbolta eða ekki.

    Bony er ekki hraður. Kannski hraður fyrir svona framherja. Höfum allavega mjög ólíka staðla fyrir hraða leikmenn ef þér finnst Bony hraður. Ég var heldur ekki að segja að Lambert væri eins framherji, ég sagði að hann væri öðruvísi týpa og mér langi ekki í aðra öðruvísi týpu.

    Ímyndaðu þér hópinn núna + Moreno, settu svo Suarez í það lið, 1.-3. sæti öruggt.
    Ímyndaðu þér hópinn núna + Moreno, settu svo Bony í það lið, 4. sæti mjög góður árangur.

    Fannst Doc orða þetta ágætlega:
    Is he frightening? Is he quick? Tricky? Does he create as much as he scores? Not for me, at all. He’s a battering ram.

    Ef þú vilt endilega Bony skulum við bara vera sammála um að vera ósammála. Ég er á þeirri skoðun að með þeim kaupum dettum við úr topp4. Finnst hann minna spennandi en Remy og ekki fannst mér það spennandi kostur.

  63. #66 Ég veit það, Þetta átti ekki að koma svona út.

    Ætlaði að reyna að koma því þannig út að við Hefðum átt að skoða hann, Enda Flottur leikmaður.

  64. Eru menn að tala um að cavani sé á leiðinni

    Ég er allavega til í hann ég meina það vita allir söguna um seinasta leikmann liverpool frá uruguay afh ekki!!!

  65. Ekki miklar líkur á því að Origi fái meistaradeildarreynslu, Lille dróst á móti Porto í umspilinu…

  66. Hvað með að fá bara Loic Remy? Sterkur, hraður, með gríðarlegt markanef og hefur mikla reynslu. Ég sé hann að minnsta kosti fyrir mér frammi með Sterling og Sturridge.

  67. Runni af hvaða fjalli kemur þú?

    Remy stóðst ekki læknisskoðun fyrir viku.

  68. Ég hef nu aldrei heillast neitt serstaklega af Cavani en ákvað þó að skoða hann betur í dag og nýtti mer þar hið frábæra Youtube og eftir að hafa skoðað hann þar allrækilega þá verð eg að viðurkenna að þetta er gæji sem eg væri til í að sja á Anfield. Hann er engin Suarez enda er engin leikmaður að fara stíga í hans spor en þetta er gæji sem er að eg held alltaf að fara skila 20 mörkum í deild auk þess sem þetta er nafn og alvöru marquee signing sem myndu senda öðrum liðum alvöru skilaboð um það að okkar menn ætli að vera með i baráttunni um titillinn.

  69. Topp 4 er klárlega option með þennan pakka…

    Mignolet; Johnson-Lovren-Sakho-Moreno; Henderson-Gerrard-Lallana; Coutinho; Sturridge-Sterling…
    Subs; Jones, Enrique, Flanagan, Skrtel, Markovic, Lambert, Allen, Ibe etc…

    Veikasti hlekkurinn er því miður Johnson, kallgreyjið í bullinu, en eigum Flanagan ferskan og svo auðvitað nýja gaurinn Manquillo til að bakka upp þá stöðu.

    Klára Moreno og ef það verður Reus eða Cavani í bónus þá er silfurdolla engan veginn úr myndinni í maí 2015!!

  70. Þetta með Reina er borðliggjandi því það er ekkert vit í því að vera með varamarkvörð sem er með hærri laun en aðalmarkvörðurinn! Takk fyrir mörg frábær ár Reina gangi þér vel.

  71. Veit ekkert með þennan Mankúíjó gæa. Hann getur verið flott deal og mögulega framtíðar bakvörður Liverpools ef hann sannar sig. Hann getur líka verið annar flopp eins og Aly Cissokho. Ég tel með tilkomu Mankúíjó þá er hægri bakvarða staðan dekkuð. Vandamálið er vinstri staðan. Við þurfum fá Moreno eða annan sama caliper eða betri. i

  72. kemur aldrei til með styrkja liðið annar L Alberto spilaði í B deildinni í fyrra skil ekki svona kaup

Kop.is Podcast #65

Pepe Reina kveður (aftur)