Við erum “underdogs” – Takk

Það gleður mig fátt meira þessa dagana en að lesa “spár” ýmissa “sérfræðinga” um enska boltann og næsta tímabil. Maður er búinn að brosa út í annað í sumar þegar maður hefur lesið um að næstu 12 mánuðir séu einmitt bara fyrst og fremst langt undirbúningstímabil fyrir tímabilið 2015-2016. Það fékk maður á tilfinninguna eftir stórbrotinn sigur Galna mannsins á stórliði LSD Galaxy. Ekki minnkaði allt rúnkið eftir að nágrannar okkar kláruðu undirbúningstímabilið með einn bikar og heila 6 sigurleiki (nei, jafntefli eru ekki jafntefli, bara sannfærandi sigrar). Þessi hátíð hefur verið stórbrotin á Twitter og ef einhver er að bíða eftir nýju Dumb and Dumber, þá eru komnir endalaust margir “treilerar” á Twitter í gegnum þjóðþekkta Man.Utd menn. Endilega kíkið og njótið. Monthy Python eru hættir, en þessir ekki, langur vegur frá því.

Reyndar kom smá babb í bátinn á sunnudaginn. Arsenal unnu titilinn líka þetta tímabilið, þeir hljóta bara að deila titlinum með hinum. Man.City féll á sama tíma, sem er bara fínt fyrir alla nema Gulla landsliðsmarkvörð, en allavega einum keppinautnum færra fyrir þarnæsta tímabil. Reyndar lítur allt út fyrir fall okkar manna líka, þannig að það þýðir víst lítið að vera með einhverja Doddagleði. Ja eitt er víst, ég hef aldrei orðið vitni að jafn öflugri byrjun á tímabili hjá nokkrum liðum eins og þessum tveim, sér í lagi þar sem lið hafa aldrei náð að byrja áður en tímabilið byrjar. Ég þykist vita að einhverjir séu byrjaðir að skynja smá kaldhæðni hjá mér, en ég get fullvissað alla um það að ég er ekki að nota neina kaldhæðni þegar ég segi að ég gjörsamlega dýrka það að okkar drengir séu “underdogs” hjá flestum í dag og að nágrannar okkar séu hafnir upp til skýja og jafnvel hærra af ansi litlu tilefni, allavega eins og staðan er í dag. Skoðum málin aðeins og berum nú saman hvað þessi lið hafa verið að gera, hvar hafa þau verið að styrkja sig og hversu mikið betri eru þau núna miðað við hvernig þau enduðu í maí á þessu ári. Tökum fyrir þessi 7 efstu lið og byrjum neðst. Ég ætla ekkert að velta fyrir mér kaupverðum eða muni á láni eða kaupum, fyrst og fremst að sjá hvernig hóparnir hafa breyst.

Man.Utd:
Inn: Luke Shaw, Ander Herrera, Vanja Milinkovic, Anderson (úr láni), Wilfried Saha (úr láni), Nick Powell (úr láni), Jesse Lingard (úr láni)
Út: Alexander Buttner, Rio Ferdinand, Nemanja Vidic, Ryan Giggs, Patrice Evra

Sem sagt, út fara 4 varnarmenn, þar af 3 sem hafa verið lykilmenn síðustu árin og svo Ryan Giggs. Einn átján ára (nítján núna) vinstri bakvörður kemur inn og svo flottur miðjumaður, sem þó hefur ekki enn komist í Spænska landsliðshópinn. Gríðarleg styrking á þessum tímapunkti, tímapunktinum sem allir eru að spá upprisu þeirra? Uhh, NEI. Það getur vel verið að þeir eigi eftir að styrkja sig meira, en þá verður bara að meta það þegar að því kemur. Það er líka mikið talað um það að þeir eigi eftir að losa sig við 5-6 úr leikmannahópnum eins og hann er skipaður í dag. Luis Van Gaal er fínn stjóri og hefur gert marga góða hluti með sín lið í gegnum tíðina, en eru menn í alvöru að tala um að hann geti gert Smalling, Jones og Evans að frábærum varnarmönnum og í þokkabót gerst töfralæknir og haldið þeim frá meiðslum líka? Hvar er breiddin í vörninni hjá þeim? Carrick er meiddur eitthvað fram á haustið, ekki að hann hafi verið neitt frábær í fyrra, en samt. Eru menn að búast við því að Ashley Young verði tipp topp vinstri bakvörður? En eitt er víst og það mun hjálpa grönnum okkar all verulega. Þeir fá alveg hrikalega þægilegt prógram í byrjun deildarinnar, eiginlega hlægilega létta byrjun í fyrstu 6 leikjunum. Í rauninni myndi mér finnast það eitthvað skrítið ef þeir eru ekki efstir eftir fyrstu 6 umferðirnar.

Ég er alls ekki að útiloka það að þetta stóra lið rísi upp á ný eftir matraðar tímabil, það sem ég er að segja er að ég er ekki að sjá á þessum tímapunkti, af hverju menn eru að spá svona mikilli upprisu hjá þeim. Er það vegna þess að þeir litu vel út í 2-3 leikjum á undirbúningstímabilinu? Er það vegna þess að Holland leit vel út í 1-2 leikjum á HM? Er það vegna þess að þeir misstu út nokkur hundruð ára reynslu úr liðinu sínu? Eða er þetta bara ferleg óskhyggja þessara sérfræðinga? Ja, maður spyr sig. Ég vil þó nota tækifærið og þakka Juventus kærlega fyrir að losa okkur við fransk ættaða gjaldmiðilinn. Svona lítur besta byrjunarlið þeirra út (Myndir byrjunarliðanna stolnar frá Babú):

Man Utd

Tottenham:

Inn: Ben Davies, Michel Vorm, Eric Dier, DeAndre Yedlin, Benoit Assou-Ekotto (úr láni), Lewis Holtby (úr láni)
Út: Gylfi Sigurðsson, Heurelho Gomes

Já, hvað skal segja um þetta Spurs lið? Þrátt fyrir talsverða stigasöfnun á síðasta tímabili, þá fannst mér þeir afar daprir í flestum leikjum sem ég sá með þeim. Það er bara eitthvað ójafnvægi í liðinu og þeir hafa lítið gert í því þetta sumarið að laga það. Líklegast munu einhverjir þeirra sem keyptir voru á síðasta tímabili, stíga upp, menn eins og Soldado og Lamela, en það er samt ekkert víst að þeir aðlagist þessari deild neitt af viti. Ég er reyndar á því að sumir þeirra sem keyptir voru síðasta sumar, séu einfaldlega ekki nógu góðir fótboltamenn, en það er allt önnur Elín. Mér sýnist sérfræðingarnir spá þeim á svipuðum slóðum og síðast, þeir eru mikið betra lið en pakkinn fyrir neðan þessi 7 bestu og það verður líklegast bara þannig áfram. Held að það séu bara fáir sem reikni með þeim eitthvað ofar og þeir eru með mjög svipað lið og á síðasta tímbili.

Tottenham

Everton:

Inn: Muhamed Besic, Brendan Galloway, Christian Atsu
Út: Apostolos Vellios, Magaye Gueye, Gerard Deulofeu

Everton áttu virkilega gott tímabil síðast og meira að segja reyndu að spila sæmilegan fótbolta líka. Það hefur nú ekki sést lengi. Það er nú ekki hægt að segja að þeir hafi eitthvað styrkt sig í sumar, þrátt fyrir að hafa pungað út háum fjárhæðum í Lukaku. Hann var hjá þeim á síðasta tímabili, þannig að styrkingin á milli ára er ekki í takti við fjárútlátin. En þeir eru engu að síður búnir að tryggja sér þjónustu hans næstu árin eða mánuðina. Barcelona drengurinn er farinn til síns heima og í staðinn hafa þeir fengið einn af þessum 3.456 leikmönnum sem Chelsea festir á samning svo aðrir geti ekki keypt þá. Verður fróðlegt að sjá hvort Atsu (guð hjálpi þér) nái að fylla skarð Gerard. Sem sagt ekki styrkt sig og verður fróðlegt að sjá hvað Martinez gerir með liðið á sínu öðru tímabili.

Everton

Arsenal:

Inn: Alexis Sanchez, Calum Chambers, Mathieu Debuchy, David Ospinna, Joel Campbell
Út: Thomas Vermaelen, Bacary Sagna, Lukasz Fabianski, Nicklas Bendtner, Carl Jenkinson

Þetta virðist vera á pari hjá þeim, tveir hægri bakverðir út og tveir inn. Góður framsækinn miðjumaður kominn inn í formi Sanchez, sem styrkir þá án nokkurs vafa, en líklegast voru Arsenal mest berskjaldaðir í miðvarðarstöðunum á síðasta tímabili og voru hundheppnir með meiðsli þar, núna er breiddin ennþá minni eftir brottför Vermaelen og það er nokkuð sama hversu mörgum miðjumönnum þeir hrúga í liðið, það breytir ekki breiddinni í vörninni. Eins hafa þeir ekki ennþá fengið sér einhvern klassa mann til að skýla vörninni af miðjunni, eitthvað sem maður myndi halda að þeim bráðvantaði. En Arsenal verða sterkir í ár, engin spurning. Þeir voru í miklum meiðslavandræðum á síðasta tímabili, en þó var það mest hjá miðjumönnum og þeir eiga þá í stöflum hreinlega. Sem sagt, eins og staðan er, styrking fram á við og veiking tilbaka.

Arsenal

Chelsea:

Inn: Cesc Fabregas, Diego Costa, Filipe Luis, Didier Drogba, Thibaut Courtois, Kurt Zouma, Victor Moses
Út: David Luiz, Samuel Eto’o, Frank Lampard, Henrique Hilario, Ashley Cole, Demba Ba

Það hefur mikið verið látið með þetta Chelsea lið og styrkinguna á því. Jú jú, gott og vel, þeir eru komnir með Diego Costa í sitt lið og klárlega er þar kominn framherji sem fittar inn í það sem véltranturinn vill gera, stór og sterkur framherji. En af mörgum að dæma þá mætti halda að sjálfur Messías væri kominn á miðjuna hjá þeim með þessum kaupum á Cesc. Sorry, ég hef fylgst mikið með Barcelona í gegnum tíðina og undanfarin ár, en Cesc er að mínu mati ekki þessi World Beater sem menn láta í veðri vaka. Fínn fótboltamaður og allt það, en Frank Lampard hefur verið það líka fyrir Chelsea og þarna er stórt skarð sem Cesc myndi gera vel í að fylla. Stóra spurningin í mínum huga er hvort þessu Chelsea liði verði leyft að spila fótbolta, því um hæfileika leikmannanna verður ekki efast. Þeir fengu bara oft á tíðum ekki að sýna það á síðasta tímabili, það má jú ekki skyggja neitt á þann Portúgalska. En gríðarlega sterkt lið, en málið var bara það, þeir voru það líka á síðasta tímabili.

Chelsea

Liverpool:

Inn: Adam Lallana, Lazar Markovic, Emre Can, Rickie Lambert, Dejan Lovren, Javier Manquillo, Alberto Moreno, Sebastian Coates (úr láni), Tiago Ilori (úr láni), Suso (úr láni), Jack Robinson (úr láni), Jordon Ibe (úr láni), Fabio Borini (úr láni)
Út: Luis Suárez, Luis Alberto, Iago Aspas, Martin Kelly, Aly Cissokho, Victor Moses

Einfalt, Suárez er farinn (deal with it) og búið að styrkja nánast allar aðrar stöður á vellinum umtalsvert. Búið að bæta 3 af 4 stöðum í vörninni (eitthvað sem þurfti mest af öllu að bæta) og komnir með aukna vídd fram á við á miðju og á köntum. Jú jú, Luis skoraði 31 mark á síðasta tímabili og hinir skoruðu 70 mörk (já ég er bara að tala um deildina). Segjum sem svo að við náum að toga út 20 mörk í heildina frá leikmönnum sem koma inn eða extra mörk frá þeim sem fyrir voru, værum við í svo vondum málum? Þá værum við að tala um 90 skoruð mörk, það er hreint ekki svo lítið. Stóra málið verður að stoppa þennan leka í hina áttina. En eins og áður hefur komið fram, þá er ég bara sáttur við það að menn búist ekki við neinu frá okkar mönnum. Minni pressa á liðinu og auðveldara og skemmtilegra að koma á óvart eins og á síðasta tímabili. We Go Again.

Liverpool

Manchester City:

Inn: Eliaquim Mangala, Fernando, Willy Caballero, Bruno Zuculini, Bacary Sagna, Frank Lampard, Scott Sinclair (úr láni)
Út: Costel Pantilimon, Joleon Lescott, Jack Rodwell

Leikmannahópurinn hjá þessu liði er svo rosalegur að það hálfa væri hellingur. Ekki veiktist hann í sumar, svo mikið er víst. Jovetic kominn tilbaka úr meiðslum og svo juku þeir breiddina á eina staðnum sem hægt var að gera það, í vörninni. Það eru í alvöru talað 2 og stundum 3 topp klassa landsliðsmenn um hverja einustu stöðu á vellinum. Þeir eru núverandi meistarar og þrátt fyrir að það sé búið að krýna bæði Man.Utd og Arsenal sem meistara þessa tímabils, þá er þetta liðið sem þarf að velta úr sessi til þess að staðfesta þennan sameiginlega titil hinna tveggja. “Varalið” Man.City myndi berjast hart um Meistaradeildarsæti í vetur ef þeim væri stillt upp einum og sér, svo gott er þetta lið þeirra. Í mínum huga engin spurning, besti og stærsti leikmannahópurinn í deildinni og ekki veiktist hann í sumar, síður en svo, styrktist talsvert.

Man City

Þetta er að verða ansi hreint langur pistill, tilgangurinn með honum var að bera aðeins saman, stöðu hópanna eins og þeir eru í dag og miðað við hvernig þeir voru í vor. Kannski hef ég gleymt einhverjum gaurum sem komu eða fóru á láni, en ég tel mig hafa náð utan um mest af þessu. Út frá þessu hefur maður verið að velta fyrir sér stöðu liðanna. Tvo af þessum 7 liðum breyttu um stjóra í sumar og verður fróðlegt að sjá hversu fljótt nýr maður í brúnni getur breytt hlutunum og fengið menn til að spila eftir sínu höfði. En í mínum huga er það algjörlega ljóst að framundan er ROSALEGT tímabil, maður getur hreinlega ekki beðið.

63 Comments

  1. Eins og talað út úr mínum munni og þá sér í lagi þessa svakalega ofurbjartsýni scummarana. Ég ætla að vera raunsær og spái City titlinum aftur en ég er sannfærður um að við tökum annað sætið einnig aftur.

  2. Man Utd menn eru alveg stórkostlegir. Það er án gríns skilti í Manchester með mynd af chosenone part 2 sem segir “Vanchester”.

    Nú er bara að halla sér aftur og njóta

  3. Hvers vegna eru menn svona vissir um að Sakho eigi sæti
    i byrjunarliðinu á kostnað Skritl? Ég sé persónulega ekket sem bendir til þess

  4. Ég held að skýringin á þessari svakalegu upprisu spá hjá Man Utd megi að hluta til tengja við gengi Liverpool á síðustu leiktíð.
    Þ.e. að sú staðreynd að þeir eru ekki í neinni Evrópukeppni muni hjálpa þeim í deildinni.
    Persónulega finnst mér þó alltaf skrítið að yfirfæra gengi eins liðs á annað bara ef aðstæður eru svipaðar.

    En mér leiðist ekki að sjá að væntingarnar hjá þeim eru í hæðstu hæðum, og að aðdáendur Man Utd eru óðum að koma úr felum eftir síðasta síson og taka upp fyrri hegðun hins ofdekraða barns sem þekkir ekkert nema gott gengi 🙂

  5. Nú er verið að orða Giuseppe Rossi við Liverpool.. Ég persónulega væri mjög spenntur fyrir því að fá hann ef hann væri ekki með ónýtt hné. Ef hins vegar honum tækist á einhvern undraverðan hátt að vera meira heill heilsu þá væri hann held ég sterkur kostur til að auka breiddina og möguleikana í framherjastöðuna.

    Almennt finnst mér óþolandi tilhugsun að fá gamla United menn til liðs við Liverpool en það truflar mig einhverra hluta vegna ekkert með þennan, líklega vegna þess að það er svo langt síðan hann fór frá þeim og ég man bara ekkert eftir honum þar.

  6. Sælir félagar

    Takk fyrir frábærlega skemmtilegan og fróðlegan pistil SSteinn. Hann segir allt sem segja þarf um stöðu liðanna í dag og MU má þakka fyrir ef það nær 5. sæti miðað við þá stöðu.

    Þar af leiðir eru líkur á að ef liðin verða eins og þau eru í dag þann 1. sept. þá verður röðin þessi:

    1. MCFC
    2. LFC
    3. Arsenal
    4. CFC
    5. T.Hotspur
    6. MUFC
    7. Everton

    Það er nú þannig

    YNWA

  7. Hann er sem sagt þrisvar búinn að meiðast illa á hægra hné, tvisvar slíta krossbönd á því og einu sinni skadda medial collateral ligament sem ég veit ekki hvað er á íslensku.. liðbönd?

    Hvernig lýst mönnum á hann, verið að tala um 20 millur fyrir hann, finnst það svoldið gamble en ég er svona smám saman að verða spenntur fyrir honum, hann kann amk að skora.

  8. Hugsa að Naismith eða McGeady gæti komið inn þarna í staðinn fyrir Osman. Svo hafa Tottenham víst verið að nota Lamela í holunni og Eriksen á kantinum í preseason. Chelsea uppstillingin fannst mér hinsvegar fullkominn, fékk mig til að hlægja upphátt á vinnustað þar sem það er ekkert mjög vel séð

  9. Ég er á því að Man utd eiga eftir að eiga mjög gott tímabil(því miður). Það er kominn smá stemning í liðið þeirra. Ég horfi á leikmanna hóp liðsins og verð að segja að mér finnst hann ekkert rosalega sterkur en eins og við vitum er hægt að fara langt með smá trú og hvíld eins og við gerðum á síðustu leiktíð.
    Það eru klárlega veikleikar í þessu liði. Miðverðinir virka ekki mjög sterkir og samt vill hann nota þrjá svoleiðis. Það vantar skapandi miðjumann en þeir keyptu spænskan leikmann(ath ekki landsliðsmann) sem er baráttujaxl og er meira að brjóta á andstæðingunum en að skapa færi. Þeir gerðu Rooney að fyrirliða sem mér persónulega finnst fáranlegt enda hann oft fyrsti maðurinn til þess að missa stjórn á skapinu, láta dómara heyra það og fara í smá fýlu(en hann er enþá frábær fótboltamaður).

    Mér finnst virkilega gaman að sjá menn spá okkur 5.sæti. Því að það segjir mér að menn líta ekki á okkur sem alvöru cotender í vetur. Ég held að deildinn verði mjög jöfn og Liverpool verða í top 5. Við verðum með hörkulið og mikla breydd og þegar maður skoðar leikina frá síðasta tímabili þá lentum við í smá meiðslum og voru þá stundum farðþegar í liðinu til þess að fylla uppí stöður.

    Man City eru með lang sterkasta liðið á pappírnum(næstum því tvö bestu liðinn) en manni finnst stundum stjörnur liðsins ekki leggja sig nógu mikið fram og kæmi mér ekkert á óvart ef þeir ná ekki að verja titilinn. Því að pappírslið vinna ekki titla, heldur alvöru lið. Spá 3 sæti

    Chelsea mér finnst Mourinho snillingur að losna við pressu. Já Liverpool voru nálagt því en það gleymist stundum að Chelsea hefði svo auðveldlega geta klárað mótið ef þeir hefðu ekki klúðrað leikjum gegn slökum andstæðingum en hann var búinn að hamra á því svo lengi að þeir væru ekki að fara að vinna deildinni að ég held að leikmennirnir og fjölmiðlar fóru að trúa því. Þeir eru komnir með alvöru framherja núna og verða mjög sterkir og salan á David Luiz styrkir þá. Spá meistarar

    Arsenal ég held að þetta verður tímabilið þar sem allt verður í lagi hjá þeim. Breyddinn er góð og ef meirihlutinn af lykilmönum helds heill þá verður þetta frábært tímabil hjá þeim. Þeir spila flottan sóknarbolta og sá sem vill ekki búa í Liverpool á eftir að styrkja þá mikið. Það hefur samt vantað smá hörku í þetta lið en ég held að Wilsher og Ramsey séu að herðast. Spá 2.sæti

    Man utd. Eiga eftir að eiga flott tímabil. Þeir eru komnir með alvöru stjóra og menn tala um að hann sé gamal og helstu afrek voru fyrir 15 -20 árum en Man utd þurfa bara stjóra sem krefst virðingar og stjórna þeim og snarGalinn gerir það. 3-5-2 verður nýja kerfið og gæti það hjálpað þeim að önnur lið eru ekki vön að spila á móti því kerfi en á móti þá eru þeira leikmenn ekki heldur vanir að spila í þessu kerfi. Þeir verða að berjast á toppnum í vetur en slakir miðverðir og vöntun á skapandi miðjumanni gerir það að verkum að þeir lenta í 5.sæti.

    Liverpool. Rodgers er með skemmtileg vandamál í vetur. Á síðata tímabili þá valdi liðið sig nánast sjálft og var ekki mikið af höfuðverkjar vali hjá honum en í vetur þá reynir á kappan því að margir gera tilkall að byrja inná og sumir verða ekki sáttir við að vera á bekknum eða jafnvel ekki í hóp. Rodgers þarf að ná að púsla þessu öllu saman, búa til sterka liðsheild sem er með sameiginlegt verkefni og ná samt að dreyfa álagi því að Hr Meistaradeild er mættur aftur og þar viljum við standa okkur. Liðið er að fara í rétta átt, fullt af ungum leikmönum og liðið spilar flottan fótbolta. Ég held að Rodgers sé góður í að púsla og við náum 4.sæti og náum að komast í úrslitaleik í einhverjum bikar.

    Spurs. Ég held að þeir verði betri en menn þorðu að vona og verða að berjast við Man utd og Liverpool um þetta 4.sæti í vetur. Góður knattspyrpustjóri breyttir miklu og þeir hafa nælt sér í einn slíkan. Leikmenn sem voru keyptir fyrir 100 milljónir punda á síðustu leiktíð eiga eftir að standa sig betur í vetur og ég held að við munum sjá sterkari útgáfu af Southampton(s.s frá síðasta ári ) og munu þeir stjórnaleikjum miklu betur í vetur.
    Spá 6. sæti

    Everton. Úrvaldsdeildinn er eiginlega orðinn 7.liða deild af því að Everton er líka með hörku lið. Það vantar ekki baráttuna og dugnaðinn hjá nágrönum okkar og ef við bætum við góðum stjóra og nokkrum frábærum einstaklingum þá geta þeir unnið öll lið á góðum degi. Þeir munu ekki vera langt á eftir top 4 liðinum en þeir ráða illa við meiðsli og það mun koma í veg fyrir að þeir ná lengra.
    Spá 7 sæti.

  10. Flottur pistill og ég get ekki verið meira sammála um runkið í kring um United það er með ólíkindum.
    Samt er eitthvað sem segir mér að þeim muni ganga vel því miður vona að ég hafi vitlaust fyrir mér í því.

    Vildi bara benda á City , að held að þó maður sé mjög ánægður með hópinn þá er ákveðin ofmat í gangi finnst mér um breiddina. Leikmenn eins og Milner,Nastastic,Navas,Fernando(spurningamerki),Lampard(of gamall), Negredo(fótbrotinn) eru ekki leikmenn sem gætu haldið liði í toppbaráttu. Þeir eru fínir en ekki í sama gæðaflokki og Yaya,Kompany,silva og Aquero.
    Því miður held ég að Chelsea taki þetta en ég vona að þið haldið United fyrir utan topp 4.

  11. #10 City er ekki pappírs lið félagi. Við erum búnir að lenda í rosalegri baráttu um titilinn 2012 við United , vorum afskrifaðir , en sýndum rosalegan karekter að koma til baka og vinna síðustu 6 leikina.
    árið 2014 lenntum í rosalegri baráttu vorum afskrifaðir en sýndum hrikalegan karekter að koma til baka og vinna síðustu 5 leikina.

    Menn blindast oft á umræðunni og halda að það eina sem skipti máli til að ná árangri eru peningar. Peningar skipta vissulega máli , en þú vinnur ekkert nema hafa stóra karektera í liðinu menn sem gefast ekki upp , menn sem kunna að vinna , menn sem hætta aldrei. Þú getur kallað City ýmislegt en það er ekki pappirslið , heldur alvöru lið með risa karektera innanborðs. Annars hefðu þeir einfaldlega ekki unnið þessa titla svo einfald er það.
    Leikmenn eins og Hart,Kompany,Zabaletta komu áður en peningarnir komu inn. kjarninn í liðinu þessir 3 ásamt Yaya,Silva,Kolarov,Dzeko og Aquero eru búnir að vera þarna í 4 ár eða meira og það er aðal styrkur liðsins. Ótrúlegt að fólk haldi að það sé hægt að vinna Ensku deildina án þess að vera með öflugan liðsanda og karektera í liðinu.

  12. Top 4 og flott rönn í meistaradeildini, þá er ég sáttur. Tökum deildina 15-16. Mark my words.

  13. Frábær pistill, eini gallinn (ef galla má kalla) er að mér finnst Diego Costa aðeins of framarlega á myndinni af chelsea liðinu. Ætti í raun að vera einhverstaðar fyrir miðju 🙂

  14. Nokkuð sammála Sigueina. Ég spái City, Chelsea og Arsenal í topp 3, svo verður þetta svakaleg barátta um fjórða sætið milli Everton, Tottenham, Liverpool og ManU. Það væri hrikalega sweet að ná þessu fjórða sæti á kostnað ofangreindra liða. Sérstaklega Utd.

    En það er ótrúlega margt sem spilar inní, meðsli, stemning, smá heppni osfr.
    Meiðsli hjá Rooney, VP geta breytt öllu, sama með okkur. Ef Sturridge eða Sterling verða mikið frá þá verðum við í vandræðum.

    En mikið svakalega er nú gaman að þetta skuli vera að byrja, ég hreinlega get ekki beðið.

  15. Góður pistill að vanda Steini!
    Elska að við séum ekki einu sinni bendlaðir við að vera nálægt því að vera í baráttu um titilinn!
    Komum öllum að óvart!

    Skrifaði pistil á síðuna mína ”Brendan’s tricky REDS are back” http://www.kopice86.wordpress.com endilega kíkjið á..

    Er Kop-Ice á twitter @kopice86

    YNWA

  16. Ef þeir kaupa 2 miðverði, 1 miðjumann (að því gefnu að þessi Herrera muni geta eitthvað) og allavega 1 wingback, allt í hágæðaklassa má alveg fara að tala um þetta lið að alvöru. Þeir eru sterkir í marki og frammi, annað ekki. Misstu gríðarlega reynslu og fyrirliðin er scouser sem vildi fara til Chelsea þar til hann fékk 300k á viku?

    Ég á enn von á að manu blandi sér í toppbaráttu í spænsku, þýsku, frönsku og ítölsku deildinni þegar þær spár koma. Vitleysan rétt að byrja.

    Van Gaal allt í einu kominn í þá stöðu að stuðningsmenn vilja hann burt ef hann nær ekki topp 4 og keppist hann við að drepa væntingar. Þetta var þeirra tækifæri að styrkja sig, vera underdogs, koma öllum á óvart og fara hljóðlátt upp töfluna en þeir klúðruðu því. Maðurinn sem tekur við af manninum sem tók við af Ferguson hefði allt eins getað tekið beint við af Ferguson.

    Þeim til varnar þá bara kunna þeir ekkert að vera í þessari stöðu. Hugsa að langsamlega flestir á Twitter og slíku eru um eða undir þrítugt og sá hópur manu manna þekkir ekkert nema stanslausa titilbaráttu.

    Þetta lið var lélegra en Everton og Spurs í fyrra. Hafa misst meira en þeir hafa fengið. Hlustuðu víst ekkert á Moyes og geta því sjálfir fengið að taka credit fyrir þetta.

    #9
    Brendan hefur actually gert það sem þið hafið ákveðið að Van Gaal muni gera, sérðu muninn? Hef reyndar ekki enn séð talað um Brendan-factorinn. Liverpool stuðningsmenn eru alltaf skeptískir á stjóra (eftir síðustu 25 ár) og þegar hann fær okkar hrós er það verðskuldað og það er aldrei fyrir fyrsta leik.

  17. Frábær pistill takk fyrir mig og ég verð að vera samála mönnum finnst Chelsí uppstillinginn spot on haha hló líka upphátt

  18. og já 9 Brenda er búin að gera gera stórkostlega hluti fyrir okkur við höfum efni á því að grobba okkur af honum Van gal hefur ekkert gert en

  19. Vinur minn sem heldur með ManU hélt kannski að aðdáendur þess klúbbs væru kannski komnir með syndrómið sem hefur hrjáð Liverpool s.l. 20 ár: Rosalega bjartsýnir á haustin.

  20. Ég held að þetta fari allt eftir því hvað gerist í glugganum.
    Man utd menn eiga eftir að styrkja sig meira held að það sé bara pottþétt.
    Ef Liverpool fær ekki til sín frammherja þá náum við ekki top 4 þar sem liðin í kringum okkur eru ekkert að fara að gefa eftir, við mistum mannin sem gaf okkur 2 sætið í fyrra og höfum ekki enþá fengið mann í hans stað, Sturridge er ekki svona góður að hann geti tekið við af Suares og þótt hann myndi gera það þá vantar mannin til að taka við af honum sem striker 2 og það getur Lambert ekki.
    Eins og hópurinn okkar er í dag og ef man utd styrkja sig um 2 góða leikmenn þá spái ég þessu svona:
    1.chelsea
    2.Man-city
    3.Arsenal
    4.Man utd
    5.Liverpool
    6.Tottenham
    7.Everton

    Einn góður frammherji til okkar

    1.chelsea
    2.Man-city
    3.Liverpool
    4.Arsenal
    5.Man utd
    6.Tottenham
    7.Everton

    En djöfull vona ég að ég hafi rangt fyrir mér, spáði okkur reyndar 5.sæti í fyrra eins og allir aðrir og enduðum í 2.sæti
    Ef við hefðum haldið Suares og fengið þessa nýju menn þá værum við líklegastir til að taka titilinn.

  21. Frabær pistill og thad er virkilega gott ad vera underdog. Megi thad haldast sem lengst afram.

    Annars skilst manni ad spurs vilji selja Soldado. Myndi ekkert segja nei vid honum!

  22. Jòn nr 17, eg held reyndar ekki med UTD svo tad er ekkert vid i tvi samhengi. dabbster nr 20, tessi ummaeli tin benda til ad tu hafir fylgst med fotbolta i ca 1 ar, googladu Van Gaal og ta serdu ad Van Gaal hefur unnid ymislegt sem Rodgers hefur ekki gert, reyndar hefur Rodgers aldrei unnid neitt. P.s. eg hef haft akaflega gaman af umraedum a tessari sidu og tad er min skodun ad eftir ad pool nadi 2 saeti ta finnst mer ummaeli og komment fra teim sem halda med liverpool, minna mig mikid a sertruarsofnud.

  23. Sælir aftur félagar

    Ég spáði LFC 3. sæti í fyrra og Arsenal í 5. En MU í 4. Þessi spá mín var því að mörgu leyti góð en bara ekki nógu góð. Miðað við stöðuna í dag er LFC klárt í 2. sæti en auðvitað getur eitthvað breyst fram að 1. sept. Skil hinsvegar ekki af hverju menn eru að spá MU einu af efstu fjórum. Það er bókstaflega ekkert í dag sem bendir til þess að þeir nái því nema glórulaus bjartsýni þeirra sjálfra.

    Það er nú þannig

    YNWA

  24. Af hverju eru Man Utd menn að comenta á Liverpool spjallsíðu það er furðulegt og af hverju halda þeir að með því að fá louis van gaaaaaaaaaal þá séu þeir bara búnir að vinna deildina og séu bara rosalega góðir aftur. Bara því miður fyrir ykkur scumara(Man utd menn) sem lesið þessa síðu að þetta lið er ekki að fara geta rassgat í vetur og þið verðið heppnir ef að þið náið í topp 10 eftir veturinn.

  25. Ég er hjartanlega sammála því að það er bara gott að við séum underdogs að mati sérfræðinga. Vonandi smitar það bara út frá sér í hin stórliðin og verður til þess að menn muni vanmeta Liverpool. Sjálfur fer ég með hæfilegar væntingar inn í þetta mót þótt ég hafi bullandi trú á því sem Rodgers er að gera og liðinu öllu. Það er bara mín eigin mantra að gera sér ekki of miklar vonir eftir alltof mörg bjartsýnisár með vonbrigðum. Hef það á tilfinningunni að við púllarar eigum eftir að brosa breitt í lok maí hver sem niðurstaðan verður. Ég hefði haft sömu skoðun með Suarez í liðinu. Þessi greining er mjög raunsæ hjá þér Steini og erfitt að sjá að United séu eitthvað mikið sterkari þrátt fyrir að Van Gaal sé kominn. Ég er svo laginn við að jinxa hlutina að ég spáði United meistaratitil í ár fyrir United vini mína. Þeir voru ekki hrifnir 🙂

  26. Ég hló þegar ég sá hvernig Steini stillti upp Chelsea. Costa frammi og allir hinir fyrir aftan miðju 🙂

    Annars spá flestir Man U menn okkur 6-7 sæti og síðan spá þeir sjálfum sér í 1-4. Það var frekar óvenjulegt í fyrra að lið sem lenti í 7 sæti skuli hafa verið í titilbaráttu og hafnað í 2 sæti. En Man U menn spá því að annað árið í röð fari lið úr 7 sæti í það 2 eða 1 og liðið sem var í öðru sæti og búið að bæta breiddina allverulega hrynji niður í það 7. Þetta er smá skondið og fínt bara að losna undan þessari titilpressu og vera bara underdogs. 🙂

  27. Bergur Thor það sem ég meinti með þessum ummælum er að Brendan hefur lyft Liverpool á nýtt plan en van gal hefur ekki stjórnað united í deild en þá 🙂

  28. Hafa United menn virka síðu ? Sorglegir menn sem hanga inna síðum annara stuðnigsmanna. Svo var einn sem skráði sig City fan. Hann getur ekki verið meira en 10 ára.

  29. Sælir strákar getið þið aðstoðað mig aðeins ég ætla að fara að sjá okkar menn rúlla upp Sunderland laugardaginn 6. Desember á Anfield . Hvar er best að kaupa miða á leikinn ?

  30. tessi pistill ber nû tess merki ad hann er skrifadur af Liverpoolmanni , missum besta mann deildarinnar og tad er bara blàsid af eins sé ekkert màl ? og ad vid séum bûnir ad styrkja okkur mikid , tad á einfaldlega eftir ad koma i ljós mörg spurningarmerki tar
    og teir sem skrifa hér hafa ekki efni à ad vera med tessi leidindakoment um einhverja rünklest , van gaal er mjög gòdur stjòri sem hefur sannad sig à mörgum vigstödum annad enn okkar stjòri sem enn hefur ekki afrekad neitt .
    hættid tessum hroka tad er enginn innistæda fyrir honum .

  31. Dabbster nr 30: ok tu meintir i tessari deild, ekkert mal 🙂 en fyrir ykkur hina ta er eg ekki að fara neitt, enda hef eg ekki verið donalegur eða með læti, einungis sagt mina skoðun. Eg skil hreinlega ekki tessa arattu hja sumum her að rakka niður Van Gaal, gæja sem hefur unnið allt a meðan Brendan er með 0 tittla i husi.

  32. Ég þakka fyrir fína grein. Ef ég mætti samt setja hálft gramm út á framsetninguna finnst mér vanta mikilvægastu breytuna varðandi meik eða breik í vetur sem aðra vetur, þ.e. sjálfan fótboltastjórann.

    Öll þessi lið eru með frábæra leikmenn en það er karlinn í brúnni sem skiptir mestu máli. Okkar maður, BR (fæddur 1973), er að mínum dómi í hópi efnilegustu stjóra samtímans. Ég myndi gjarnan vilja fá álit Kop.is snillingana á þeim sem skipa málum hjá þessum liðum.

  33. Mér finnst ein staða í liðinu frekar illa mönnuð og varð okkur hreinlega að falli í fyrra það er Belginn í markinu, það kom líka í ljós á móti mu í Usa þar átti hann að koma í veg fyrir 2 mörk. Er samt bjartsýnn á tímabilið og spái 1-2 sæti city verða vonbrigði tímabilsins.
    gbs ertu viss um að þú sért poolari?

  34. Fyrsti stjórinn í ensku deildinni hættur og deildin ekki einu sinni byrjuð, en Tony Pulis var að segja upp starfi sínu nokkrum klukkutímumeftir að Martin Kelly skrifar undir hjá honum.

  35. Sammála hverju orði í þessari grein. Og annað: menn eru ekkert að horfa framhjá því að Luis Suarez sé farinn. Auðvitað er það bakslag fyrir Liverpool en miðað við hvernig sumarið hefur annars farið er hægt að fyrirgefa okkur fyrir að sjá þetta sem eitt skref afturábak og svo tvö skref áfram í sumar.

    Á móti kemur að spámenn landsins virðast líta á brotthvarf Suarez sem eina faktorinn í sumar. Það skiptir engu hvað Liverpool gerir á markaðnum, það skiptir heldur engu máli hvað United gerir, það eina sem horft er á er að Liverpool misstu Suarez og United eru lausir við Moyes. Og þá á þetta bara að gerast sjálfkrafa, alheimurinn réttir sig af og United eru aftur orðnir betra knattspyrnulið en Liverpool.

    Þrátt fyrir að nær öll rök mæli á móti því:

    Sagan: United vann deildina fyrir 15 mánuðum síðan. Það má ekki líta framhjá því EN það verður líka að horfa á að nú eru Scholes, Giggs, Vidic, Ferdinand og Evra farnir úr því liði og framkvæmdarstjórinn goðsagnarkenndi er hættur. Einnig stefnir allt í að allt að fjórir aðrir sem hafa reynslu af því að vinna deildina með United fari (Nani, Anderson, Chicharito og Rafael). Þannig að það er ekki eins og það sé hægt að horfa á United-liðið í dag og segja að þeir kunni sjálfkrafa að vinna deildina. Það eru margir úr síðasta titilliði þeirra farnir.

    Síðasta tímabil: Liverpool endaði tuttugu stigum ofar en Manchester United á síðustu leiktíð. Bara ef menn skyldu hafa gleymt því. #20stig!

    Sumarglugginn: United hafa fengið Herrera og Shaw og borguðu fyrir þá £56-£65 millur eftir því hvaða miðla þú lest. Þetta eru tveir ungir og kraftmiklir menn í vinstri bakvörð og á miðju og þeir munu styrkja United-liðið, vafalaust. Liverpool hafa hins vegar líka fengið hátt skrifaða unga menn í vinstri bakvörð (Moreno) og miðju (Can) og borguðu fyrir þá £22-30 millur eftir því hvaða miðla þú lest. Það á eftir að koma í ljós hvor er betri Shaw/Moreno eða Herrera/Can en það verður að segjast að Liverpool er þarna að minnsta kosti að eiga svipuð kaup á helmingi minni pening.

    Bætið svo við það Lallana, Lambert, Markovic, Lovren, Manquillo og langtímakaupin í Origi og þá er algjör no-brainer að liðið sem var tuttugu stigum ofar í vor hefur styrkt sig miklu meira en liðið sem missti af Meistaradeildarsæti.

    Já, Liverpool missti Suarez en United misstu Vidic, Evra, Giggs, Ferdinand, Büttner og eflaust fleiri. Það munar um þá og á meðan United hafa ekki keypt inn nema tvo í þeirra stað hafa þeir ekki efni á að láta eins og Liverpool sé eina liðið sem hafi misst mikilvægan hlekk í sína keðju í sumar. United hafa veikst ef eitthvað er frá því í vor.

    Nema hvað, United réði knattspyrnustjóra…

    Stjórarnir: Ferill Louis Van Gaal er glæstur. Ég hef verið hrifinn af honum lengi og hef trú á honum sem þjálfara. Hann hefur unnið titla með Barcelona, Bayern Munchen, Ajax og AZ Alkmaar og það tekur enginn af honum. Þetta er eitt af fremstu nöfnum boltans.

    Hins vegar hefur hann líka skollið á hliðina með Hollandi, þar sem hann hætti eftir að mistakast að koma þeim á HM í fyrsta skipti í áratugi árið 2001. Svo var hann rekinn frá Barcelona þegar hann þjálfaði þá í annað sinn eftir að vera í neðri hluta deildarinnar á miðju tímabili með þá (það sem við köllum að Hodgsona á þessari síðu). Þá tók hann við Ajax á ný en hætti þar fljótlega eftir rifrildi við yfirstjórnina, svo var hann rekinn frá Bayern Munchen árið 2011 eftir að hafa endað í fjórða sæti.

    Þannig að þótt þessi frábæri stjóri hafi unnið mörg afrek (megnið af þeim fyrir aldamót og ekkert síðustu fjögur árin) hefur hann líka farið oft á hliðina og það er einfaldlega alls ekki öruggt að hann verði eitthvað skotheldur snillingur hjá United. Það er allt eins líklegt að þetta endi illa, miðað við sögu mannsins og feril.

    Við þetta bætist svo að Van Gaal er að stjórna liði í Englandi í fyrsta sinn og við vitum einfaldlega ekkert hvernig hann bregst við þeirri áskorun. Slær hann strax í gegn eins og Wenger eða Pellegrini gerðu, sem dæmi um tvo farsæla stjóra annars staðar sem gátu aðlagast Englandi strax? Eða nær hann þessu aldrei eins og t.d. Jacques Santini, Andre Villas Boas og Fabio Capello lentu í? Það er ákveðin kúnst að stjórna á Englandi – eitt aðalatriðið er að fá pressuna ekki upp á móti þér, sem hefur gerst í nær öll skipti sem Van Gaal stýrir félagsliði – og það er nákvæmlega ekkert víst að hann valdi þeirri áskorun.

    Á móti höfum við Brendan Rodgers sem er með 2 stig af 3 mögulegum með Liverpool-liðið síðustu 18 mánuði, hefur skilað því liði í 2. sæti í deildinni og sett met í Úrvalsdeildinni með 11-leikja sigurhrinu. Stjóra sem hefur sannað að hann getur staðist pressuna og rétt risaklúbb upp úr lægð.

    Jú, Rodgers mæta nýjar áskoranir í vetur: kann hann að rótera stórum hópi? Ræður hann við aukið álag Meistaradeildar? Og svo framvegis. En að láta eins og hann sé einhver nýliði við hlið snillingsins Van Gaal, að láta eins og Van Gaal hafi minna að sanna í vetur en Rodgers? Plís.

    Niðurstaða: Það eru allar líkur á að United verði sterkari í vetur en þeir voru á síðasta tímabili. En það er afar fátt sem bendir til að Liverpool verði lélegri en þeir voru og það er nákvæmlega ekkert ennþá sem hægt er að nota sem rök fyrir því að United séu að fara að brúa tuttugu stiga gæðabil liðanna frá síðustu leiktíð.

    Samt spá allir United fyrir ofan Liverpool. Dásamlegt, alveg. Eru menn að drekka brennivín í morgunmat eða?

  36. Þó að ég sé lávaxinn ætla ég ekki að spila litla manninn,
    VIÐ VINNUM DEILDINA og Chel$$kí verður í 2 og um restina er mér slétt sama um.
    Kaupum bara einn stræker í viðbót og þá segjum við bara komiði ef þið þorið og grjót haldiði svo kj…. 🙂

  37. Siggi Hlö spáir að minnsta kosti utd titlinum með 13 stiga forskoti á .net og ekki lýgur hann.

  38. Ég er nú orðinn gamall maður og hef fylgst með þessu liði í áratugi.
    Það lang langbesta við þetta lið er að það er aftur orðið gaman að horfa á það spila fótbolta.
    Ég ber þá von í brjósti að þð bæti sig um eins og eitt sæti frá því á síðustu leiktíð.

  39. United verða sterkir aftur engin spurning. Moyes var Hodgson þeirra Unitedmanna….þeirra vandamál er fyrst og fremst að Liverpool eru sterkari heldur en þeir…

  40. Það verður að varast hjá ykkur strákar að þið eruð að blása upp vonir og draga okkur úr þessari góðu “underdog” stöðu sem við eurm í fyrir okkur stuðningsmenn á íslandi, Hvert einasta lið sem þið takið fyrir virðist að ykkar áliti vera að gera mikið vitlaust og ekki að styrkja sig jafn mikið og talið vera og allt er tipp topp hjá LFC?

    Ég væri til í að sjá meiri raunsæi í þessu þó svo það sé ekki alltaf gaman að leita eftir göllum, en það er það sem ég kem hingað inná fyrir, til þess að sjá álit en ekki að láta peppa mig upp í falskar vonir um að Liverpool vinni þetta tímabil, Ef það gerist verð ég ánægður og hissa.

  41. Bergur Thor, þú ert flottur og mér finnst gaman að fá innslög annara stuðningsmanna sem eru málefnalegir og ekki með leiðindi.

  42. Jæja, nú koma bestu fréttir sem nýju liðin í efstu deild gátu mögulega fengið. Pulis hættir hjá Palace sem setur það lið í ákaflega vonda stöðu. Sé ekki að þeir haldi sér uppi án hans.

  43. Ég er sammála Bergi að þetta sé oft á tíðum sértrúarsöfnuður. Liverpool er mín trú

  44. Mikið sem ég er sammála Steina og Kristjáni hér.

    Vel má vera að United muni á næstu vikum breyta ímyndinni töluvert, ef t.d. Vidal, Hummels, Konoplyanka, Cavani, Rojo, Blind eða einhverjir aðrir bætast í þeirra hóp. En að spá United toppgengi núna á þessum tímapunkti er mikil bjartsýni.

    Van Gaal er mikill egóisti, hann toppar Móra karlinn í raun og er fullkomlega “my way or out” gaur. Vel má vera að honum takist að ná árangri strax með United…en það er alls ekki víst, eins og sést hefur í síðustu störfum hans með félagsliðum, sem öll hafa endað með brottrekstri.

    Enginn hroki í því að meta það núna að við séum með betri líkur á góðum árangri miðað við lið í miklu ójafnvægi þessa stundina með mann með enga reynslu af enskum bolta…

  45. Við skötuhjúin erum dyggir hlustendur hins frábæra kop.is-podcasts og ég ætla að taka undir orð Magga þar. Mér finnst eins og flestir hérna þjáist af einhverri hrikalegri minnimáttarkennd í garð United. Finnst ykkur óeðlilegt að við séum spennt fyrir tímabilinu og með miklar væntingar? Við þekkjum ekkert annað en toppbaráttu og þó sumir vilji ekki segja það þá er ekkert leyndarmál að allir stuðningsmenn United vilja meistaradeildina aftur á næstu leiktíð.

    Þið ættuð kannski að íhuga hvernig það hefur verið fyrir stuðningsmenn annarra liða að horfa upp á Poolara tala um að “núna sé komið að okkur” undanfarin 20 ár án þess að vinna deildina svo mikið sem einu sinni…. 🙂

  46. Mér finnst menn oft gleyma sér í vangaveltum um leikmenn og stöður. Jú auðvitað skiptir það pússluspil allt saman máli, en tvennt annað finnst mér mikilvægara. A) loksins, já loksins virðist sem Liverpool FC sé að uppgötva þá staðreynd að okkur er skítsama um 4 sætið góða, þessi klúbbur er til einfaldlega til þess gerður að keppa alltaf um 1 sætið. B) Einhver sagði að það er aftur gaman að horfa á liðið spila, það er einfaldlega vegna þess að undir BR hefur leikskipulagið aftur merkingu fyrir okkur, þ.e. við erum að spila eins og nútímavædda taktík frá gullaldarárum okkar, þetta er að verða til þess að leikmenn skilja hvers til er ætlast af þeim og hvert makmiðið er til lengri tíma.

  47. Við Steini vorum eiginlega byrjaðir á sama pistlinum og sameinuðum þá því í einn með því að Steini notaði myndirnar af liðsuppstillinum liðanna sem ég var búinn að gera. Því er kannski rétt að ég svari fyrir það og ég tek strax fram að þetta var bara mitt persónulega gisk á nokkurnvegin sterkasta lið m.v. núverandi hóp af þeim leikmönnum sem verða heilir fyrstu vikur tímabilsins. Ég held að þetta sé nokkuð nærri lagi í flestum tilvikum en ég fór ekkert yfir uppstillingar í öllum æfingaleikjum liðanna neitt. Hugsunin hjá mér var að bera saman byrjunarlið Liverpool vs hin toppliðin.

    Liverpool
    Brendan Rodgers var X-factorinn hjá Liverpool i fyrra og verður það aftur í vetur. Hann þarf ekki að kippa buxunum niður um sig til að sanna fyrir sínum lærisveinum að það sé stórt undir honum. Reyndar er hópur Liverpool í sumum tilvikum svo ungur að slíkt væri bara bókstaflega ólöglegt.

    Rodgers róteraði liðinu oft á tíðum minna en maður vildi, sérstaklega í bikarkeppnum og slíku en honum til varnar var það nánast á mörkunum að hann hefði menn til skiptanna, það var samt ekki algilt og ég hef áhyggjur af leikjaálagi vegna Meistaradeildarinnar og að það gæti tekið Rodgers tíma að finna jafnvægi milli þess að spila í deild og öðrum keppnum.

    Luis Suarez er eðlilega það sem andstæðingar Liverpool og hlutlausir spekingar horfa til fyrir þetta tímabil. Þeir eru guðs lifandi fegnir að hann er farinn frá okkur enda búinn að gera lítið úr flestum liðum sem hann hefur spilað gegn a.m.k. einu sinni. Bale sala Tottenham er ennþá í mjög fersku minni einnig þó menn horfi aldrei til þess að stigasöfnun Tottenham breyttist lítið sem ekkert.

    Liverpool getur ekki fyllt skarð Surarz beint og við þurfum klárlega einn alvöru sóknarmann til viðbótar í hópinn. Engu að síður hefur sumarglugginn verið flottur (á pappír) og nánast allar stöður sem virkilega þurfti að styrkja eða bólstra hafa verið styrktar. Fræðingarnir segja að það sé mikilvægara að styrkja þína veikustu hlekki heldur en þá sterkustu. Vonandi hefur Liverpool gert rétt rúmlega það í sumar.

    Varðandi val á Sahko fram yfir Skrtel þá byggi ég það á því að Sakho er betri leikmaður og Skrtel hefur mér þótt vera á útleið síðan fyrir síðasta tímabil. Hann byrjar líklega þetta mót en ég tippa á að Sakho verði kominn við hlið Lovren fljótlega. Áhugavert annars að enginn minnist á fjarveru Johnson í þessu liði hjá mér.

    Eins set ég stærstu leikmannakaup sumarsins (Lallana) þarna inn á kostnað t.d. Markovic á meðan Coutinho er á miðjunni fyrir menn eins og Allen, Can og Lucas. M.ö.o. Liverpool er komið með smá breidd.

    Luis Suarez stórbætti sinn leik undir stjórn Rodgers og liðið er núna vel mannað af mönnum sem eru á barmi þess að springa út og geta ennþá stórbætt sinn leik. Það er óskhyggja andstæðinga Liverpool að afskrifa liðið í vetur þrátt fyrir brotthvarf Suarez, eins getum við ekki alveg afskrifað hversu mikið áfall það er að missa hann. Brendan Rodgers veit vonandi hvað hann er að gera og gerir vonandi eins og Kristján Atli talar um, tekur tvö skref áfram eftir þetta skref aftur á bak sem salan á Suarez var.

    Chelsea
    Líklega er þetta óskhyggja en það eina sem ég sé fyrir mér að komi í veg fyrir sigur Chelsea í vetur er að fótboltinn í dag er farinn að finna lausn á varnartaktík Mourinho. Gallinn við Chelsea er að þeir geta vel spilað alvöru fótbolta líka og hafa rétt rúmlega mannskap til að spila skemmtilegasta fótboltann í deildinni. Uppstillingin sem ég gerði hjá þeim var nú létt spaug en samt sorglega nálægt því sem þeir lögðu upp með oftar en ekki í fyrra. Upphaflega hafði ég reyndar Terry fyrir aftan markið, kom bara illa út upp á myndina að gera.

    Frá því fyrir ári síðan hafa þeir keypt frábæran varnartengilið í Matic sem þurfti ekki eina mínútu í aðlögunartíma. Þeir hafa fengið Felipe Luis vinstri bakvörð A. Madríd sem var frábær í fyrra og að spila svipaða tegund fótbolta og Chelsea gerir.

    Fyrir Frank Lampard sem var á lokametrunum fengu þeir Cesc Fabregas sem líklega fær stórt hlutverk á miðjunni þar sem hann er bestur. Ofan á það hafa þeir fengið Diego Costa í stað Demba Ba og Eto´o sem Motormouth bar lítið traust til í fyrra.

    Þetta kemur ofan á hóp sem átti að vinna til verðlauna í fyrra. Það er óskandi að Merkel og félagar skrúfi alveg á peningaflæði frá Rússlandi til Chelsea, þar til það gerist eru þeir að spila á öðru leveli en flestir aðrir á markaðnum og virðast vera að gera það mjög vel á þessu tímabili. Til að gæta smá sanngirnis þá á Chelsea svo stóran hóp á launaskrá að þeir hafa náð að selja leikmenn á þessu ári fyrir svipaðan pening ef ekki meira en keypt hefur verið inn fyrir. Juan Mata, David Luiz, Frank Lampard, Ashely Cole og Romelu Lukaku skila hellings pening í kassann sem og mjög vænu plássi á launaskrá.

    Það er varla hægt að bera saman byrjunarlið Chelsea og Liverpool því liðin spila svo ólíkan bolta. Þeir eru miklu sterkari en við í markinu. Miðvarðaparið okkar ætti vel að standast þeirra snúning og líklega höfum við vinningin í þeirri stöðu núna. Luis og Moreno gætu ekki verið mikið ólíkari leikmenn en Chelsea er mjög líklega mun betur sett hvað bakverði varðar, a.m.k. á pappír fyrir mótið.

    Miðjan hjá Liverpool stenst alveg samanburð við miðju Chelsea þó Hazard sé reyndar líklegur til að verða besti leikmaður deildarinnar. Á vængjunum hefur leikurinn jafnast töluvert líka þó ég telji að Schurrle sé mun sterkari en Lallana/Markovic eins og staðan er í dag.

    Matic vs Gerrard, Henderson vs Fabregas, Hazard vs Coutinho. Þetta eru flott nöfn í þeirra liði en ég myndi alls ekki afkrifa okkar menn þarna heldur. Þeir eru heilt yfir sterkari en þó aðallega út á það að Hazard er með bestu leikmönnum deildarinnar. Ég þarf að sjá Fabregas spila Mourinho bolta til að meta hann.

    Willian vs Sterling er enn á ný samanburður ólíkra leikmanna en orðum þetta þannig að ég myndi ekki vilja skipta við þá. Þeir eru hinsvegar sterkari vinstra megin.

    Costa vs Sturridge er síðan aftur samanburður á mjög ólíkum leikmönnum, ég myndi aftur ekki vilja skipta, orðum þetta þannig.

    Man City
    Þeir þorðu að spila sókndjarfari fótbolta í fyrra heldur en stjóri Chelsea treysti sér til að gera og uppskáru fyrir það. Liverpool gerði það reyndar líka og komu sér óvænt upp á milli þessara olíufélaga.

    Pellegrini er bara að hefja sitt annað tímabil og ætti m.v. það að ná að fínpússa leik City ennþá betur og til marks um það þá hafa þeir nánast haldið öllum sínum bestu leikmönnum og bara skipt út leikmönnum sem voru komnir á tíma fyrir menn sem styrkja þegar sterkan hóp mikið.

    Joe Hart fær alvöru samkeppni í ár frá Caballero, það er alls ekki öruggt að hann vinni þá baráttu. Franski landsliðsmaðurinn Mangala kemur á 32m fyrir Lescott og fer líklega beint í hjarta varnarinnar við hlið Kompany, þar með lokast hugsanlega eini veikleiki City frá síðasta tímabili.

    Fernando kemur líklega inn fyrir Javi Garcia eða Jack Rodwell og ætti að vera bæting á þeim báðum. Backary Sagna er síðan frábær viðbót í stað Micah Richards sem varamaður fyrir Zabaleta. Ofan á það fá þeir Jovetic til baka sem er svo miklu miklu betri en hann náði að sína á síðasta tímabili.

    Veturinn veltur mikið á heilsufari Kompany, Toure og Aguero en ef allt er eðlilegt þá er City ekki að fara neitt. Aftur finnst mér Liverpool samt standast þeim bestu vel snúning þegar kemur að byrjunarliðum þó þetta City lið sé erfitt viðureignar.

    Mignolet er að ég held ekki mikið síðri en markmenn City, það kemur í ljós í vetur hvort Mignolet sé veikleiki eða ekki en markmenn City hafa ekkert verið sannfærandi heldur.

    Kompany er á topp fimm yfir bestu miðverði í heimi og trompar okkar Lovren held ég. Sakho er hinsvegar fyrir framan Mangala í landsliði Frakka þó ég viti sama og ekkert um þann ágæta og rándýra leikmann. Þeir eru með betri miðverði.

    Moreno vona ég að sé sterkari en Clichy en tíminn leiðir það í ljós, Zabaleta er hinsvegar betra en allt sem við eigum hægra megin og reyndar er Sagna það líklega líka. Þeir eru með betri bakverði en munurinn er vonandi töluvert minni en á síðasta tímabili.

    Man City er með svindlkall á miðjunni í Yaya Toure og Silva er ekki langt frá því að vera það líka. Vonandi eru Henderson og Coutinho að fara verða ennþá betri í ár en þeir voru í fyrra en í þessari stöðu er ekki annað hægt en að telja City sterkara.

    Liverpool gæti haft yfirhöndinga á vængjunum gegn City á meðan þeir toppa okkur aftur í sókninni.

    Þetta City lið er ennþá ógnarsterkt.

    Arsenal
    Bara með minni meiðslavandræðum held ég að Arsenal verði mikið sterkari í ár. Þeir ná núna annan gluggann í röð að styrkja sig verulega án þess að missa neinn í burtu sem þeir mega ekki við að missa.

    Vermaalen selja þeir á fáránlega góðu verði og kaupa pottþétt góðan varnarmann í hans stað áður en glugganum lokar. Sá er líklega ekki að fara slá miðvarðapar síðasta tímabils út. Sagna og Jenkinson út fyrir Debuchy og Chambers held ég að sé töluverð styrking á þessari stöðu, sérstaklega hvað breidd varðar.

    Flamini og Arteta eru báðir vel nothæfir varnartengiliðir en Wenger virðist alltaf vanta góðan varnartengilið. Kaupi hann mann sem slær þessa tvo úr liðinu er Arsenal til alls líklegt.

    Sóknarlega eru Arsenal menn frábærir á miðjunni og með komu Sanchez fer gríðarleg pressa af Giroud sem bar sóknarleikinn uppi einn á síðasta tímabili. Yaya Sanogo virðist síðan vera nýjasta verkefni Wenger og hann hefur sýnt það áður að hann getur gert alvöru leikmenn úr svona hráum efnivið. Hvort það takist í vetur er hinsvegar spurning.

    Hér er nokkuð áhugavert að bera liðin saman og útilokað að allir séu sammála.
    Mignolet stenst markmönnum Arsenal klárlega snúning, set jafntefli á þá stöðu. Miðvarðapar þeirra hefur sannað sig öfugt við okkar menn en við höfum klárlega menn í þessari stöðu sem ættu ekki að vera síðri en það sem Arsenal hefur upp á að bjóða. Ég myndi a.m.k. ekki vilja skipta á Lovren og þeirra Big Fucking German, ekki heldur á Sakho og Koscielny.

    Alberto Moreno vona ég að trompi Kireon Gibbs þó hann sé ágætur leikmaður. Hægra megin veit ég frekar lítið um bæði lið. Manquillo er a.m.k. ekki á sama leveli og Debuchy ef við berum saman þau lið sem ég lagði upp með í færslunni.

    Enginn hér myndi skipta á Gerrard og Arteta og líklega myndu hvorugir vilja skipta á Ramsey og Henderson. Okkar maður þarf að gera það sem Ramsey byrjaði á í fyrra og bæta mörkum við sinn leik, hann er að gera allt annað mjög vel. Coutinho er síðan betri en Jack Wilshere.

    Özil tippa ég á að verði mliklu betri á öðru tímabili undir stjórn Wenger, hann var alveg sigraður í lok síðasta tímabils og var reyndar ekkert svo sannfærandi í annars frábæru liði Þjóðverja á HM en þetta er suddalega góður leikmaður sem á mun meira inni. Hinumegin setti ég Sanchez til að koma honum að en þeir eiga einnig Chamberlain, Walcott og Carzorla. Sanchez og Sterling er annars áhuaverð barátta, ég myndi a.m.k. ekki vilja skipta við þá.

    Frammi er Liverpool mun sterkara í Sturridge vs Giroud.

    Man Utd
    Umræðan við þennan pistil finnst mér snúast full mikið um United, þeir eru í mjög svipaðri stöðu og við vorum í fyrir ári síðan og árangur Liverpool á síðasta tímabili var betri en áður hefur þekkst frá liði í 7. sæti í rúmlega áratug. Áður en þeir blanda sér að fullum þunga í baráttuna við City, Liverpool, Chelsea og Arsenal þurfta þeir að gera það sem tók okkur nokkkur ár að gera, ná Tottenham og Everton. Það er bara ekkert sem menn ættu að líta á sem sjálfsagðan hlut.

    United mun þó gera það í vetur, þeir eru með miklu betri stjóra og það má ekki gleyma því að liðið var að spila gríðarlega langt undir væntingum á síðasta tímabili, meistararnir enduðu í 7. sæti með hóp sem var búið að “styrkja” með töluverðum tilkostnaði. United á að enda hærra og það mun vinna mjög mikið með þeim í baráttu við Everton og Tottenham að þeir eru ekki í neinni óþarfa Evrópukeppni öfugt við þessi lið.

    Ég skil vel að þeir horfi til Liverpool og vonist til þess að við misstígum okkur í vetur, bæði væri það þeirra leið inn í topp 4 og eins auðvitað þar sem Liverpool eru helstu erkifjendur United (og öfugt). Það að flestir virðist actually vera að spá því að þetta verði raunin finnst mér koma á óvart og fagna því líkt og Steini gerir í þessum pistli. Vonandi spá allir helsut miðlar á Englandi því að Liverpool verði ekki í topp 4 aftur á þessu tímabili, um að gera að vanmeta þetta Liverpool lið Rodgers sem menn sáu spila á síðasta tímabili. Sama lið fór ansi vel í gegnum lok tímabilsins á undan og upphaf þess síðasta án Luis Suarez. (Liðið var þá einnig án allra þeirra sem komið hafa inn núna).

    Varnarlína United er skipuð þremur mönnum sem allir eru með mikla reynslu af því að spila fyrir United og eru allir á mjög góðum aldri fyrir miðverði, sviðið er þeirra núna og þeim er ætlað að stíga upp. Ég myndi fara varlega í að afskrifa þessa leikmenn (Jones, Smalling og Evans) alveg strax, sértaklega undir stjórn stjóra sem spilar frekar varnarsinnað leikkerfi. Þess utan er United ennþá að leita að varnarmanni.

    Fjarvera Carrick er vond fyrir United en og ég setti Fletcher inn á miðju eftir samtöl við United vini mína. Sleppi þar Fellaini og Cleverley sem kannski eru þó líklegri. Allir búast þeir við nýju stóru nafni í þessa stöðu áður en glugganum lokar.

    United hafa “loksins” keypt miðjumann í Herrera og það er talað um aurinn sem fór í hann og Shaw. Gleymist alveg að Fellaini og Mata sem báðir komu á stórfé á síðsta tímabili eru líka miðjumenn.

    Frammlína United stenst svo (á pappír) öllum liðum deildarinnar snúning.

    Fyrir mér stenst Mignolet ekki De Gea snúning, ég er á því að DDG (eða Siggi Sól eins og hann er stundum kallaður á Selfossi) sé eitt mesta efnið í boltanum í sinni stöðu þó um hann séu afar skiptar skoðanir. Ég myndi a.m.k. skipta á honum og Mignolet eins og skot.

    Miðverði United ætla ég ekki að vanmeta strax og tel þá alla geta stigið upp hjá góðum stjóra, Johnny Evans hefur t.a.m. spilað í hjarta varnarinnar undanfarin ár og allan tíman hefur varnarlínan verið mjög brothætt og mikið í meiðslum og róteringum. Liverpool er engu að síður betur mannað í þessari stöðu núna.

    Það verður spennandi að sjá hvort meira verður úr Moreno eða Shaw með tímanum en líklega semjum við um jafntefli til að byrja með. Hægra megin virðist eini bakvörðurinn þeirra ekki vera inni í myndinni en United er vel sett í Valencia. Á pappír eru þeir Valencia/Rafael sterkari en Johnson/Manquillo.

    Varnir liðanna í heild ættu að vera nokkuð svipaðar.

    Gerrard hlær að öllu sem United menn eiga í hans stöðu en ég held að margir Liverpool menn séu að vanmeta þennan miðjumann sem United var að kaupa. Það að hann hafi ekki verið í Spænska landsliðinu segir ekki neitt (skoðið hópinn þeirra) og hann var fastamaður í öllum yngri landsliðum Spánverja. Herrera gæti orðið afskaplega góð viðbót við lið United og ég held að þessi verðmiði hans verði svipað oft nefndur með tímanum og peningurinn sem fór í Henderson. Henderson er engu að síður stærra nafn á Englandi í dag og er líka á góðri leið með að verða skuggalega góður.

    Samanburður á Mata og Coutinho er síðan áhuaverður, okkar maður er með yfirhöndina eftir síðasta tímabil en það var bara tæplega helmingurinn af því sem Juan Mata getur. Liverpool ætti að hafa yfirhöndina á miðjunni í þessum samanburði.

    Rooney og RVP standast okkar sóknarmönnum vel snúning þegar þeir eru heilir og breidd United í þessari stöðu er töluvert betri en okkar. Leikkerfi United bíður ekki upp á samanburð við Sterling en í þeirri stöðu eiga þeir Januzaj sem gæti spurngið út líkt og Sterling gerði, þar er strákur sem er efni í heimsklassa leikmann.

    Persónulega finnst mér full margir miða lið United við veisluna sem Moyes bauð uppá í fyrra, þeir eru betri en síðasta tímabil gaf til kynna.


    Ég er að verða kominn með færsluna sem ég ætlaði upphaflega að skrifa og læt því Tottenham og Everton liggja milli hluta. Everton held ég þó að verði svipaðir og í fyrra á meðan Tottenham ætti að bæta sig töluvert. Europa League verður þessum liðum erfið í baráttunni við United.

    p.s.

    Djöfull er ég helsáttur við þessar fréttir úr herbúðum Crystal Palace, Tony Pulis mun ég svo sannarlega ekki sakna.

  48. Bóbó #44, er ekki lágmark þá að lesa það sem stendur í pistlinum? Hvernig færðu það út að þetta sé bara pepp up pistill. Sé nú ekki betur en að þarna sé talað um mikla styrkingu á City liðinu, talað um ógnarsterkt Chelsea lið þar sem aðal spurningin sé hvort þeim verði leyft að spila fótbolta, og svo að Arsenal hafi styrkt sig fram á völlinn en veikst tilbaka? Þetta er fyrst og fremst samantekt á því hvernig hóparnir hafa breyst frá því í vor og verið að reyna að finna innistæðuna fyrir öllum þessum spádómum um að Man.Utd séu að fara að blanda sér í baráttuna um titilinn aftur, þrátt fyrir að hafa ekki styrkt liðið sitt.

    Ég er nú á því að þetta sé ekkert tengt því að hafa Man.Utd á heilanum eins og Rakel kemur inná, eða einhverri minnimáttarkennd. Auðvitað eru allir spenntir fyrir tímabilinu, en málið er að ef menn eru t.d. eitthvað á Twitter og fylgjast þar með umræðunum, þá Wankfestið þar orðið svo öfgakennt að það er hreinlega bara fyndið. Í þessum pistli var eins og áður hefur verið komið inná, verið að skoða hvaða innistæða sé fyrir slíku festivali. Vel getur verið að þetta verði allt í blóma og Man.Utd verði bara meistarar og menn haldi áfram að syngja um stórar hreðjar út áratuginn. En miðað við hvað hefur verið að gerast undanfarna mánuði, þá er bara hálf fyndið hvernig menn láta.

    En gott að Babú sé búinn að koma því á hreint að það var hann sem átti heiðurinn af byrjunarliðsmyndunum (ég setti það reyndar inn í sjálfan pistilinn).

  49. Er einhver að heyra fréttir að það gangi lítið að semja við Moreno ? Mér finnst óeðlilegt langt liðið síðan bakvörðurinn sást á Melwood á leið í læknisskoðun. Svo finnst mér fyrir mína parta ummælin sem voru höfð eftir honum eftir leikinn hjá Sevilla og RM hljóma þannig að hér væri maður að skipta um lið með hálfum hug, hann vildi lítið fara frá sínum uppeldisliði.
    Hvað segið þið ?

  50. Moreno er kominn, æfði með liðinu í morgun og allt frágengið. Bara verið að bíða eftir stafestingu á pappír og svo tilkynnt formlega. Búið að mynda hann með treyjuna, trefil og alles.

  51. Sæl,

    Ég kíki reglulega hingað enda frábær síða með skemmtilegum umræðum. Það er best að ég taki það fram strax að ég er harður stuðningsmaður Man. Utd.

    Ég get ekki sagt að ég upplifi þessa bjartsýni og stemmingu (hroka) sem mörg ykkar lýsið í kringum mig og aðra United-stuðningsmen. Yfirleitt eru menn (og konur) á því að 4. sætið væri takmarkið og eina raunsæja “markmið” United burtséð hvort við komum til með að berjast um það við Arsenal, Liverpool eða Spurs. Það er töluvert önnur veröld en sú sem við höfum svo heppilega vanist undanfarin 20 ár þar sem við höfum nánast verið í áskrift að toppbaráttunni. Hópurinn okkar er þunnur, sérstaklega í vörninni og miðjan ansi brothætt.

    Liverpool hefur misst einn besta leikmann í heimi en á móti verið miklu duglegra við að styrkja hópinn heldur en United, en burt séð frá því held ég að topp 3 tilheyri Chelsea, Man City og Arsenal í ár, því miður fyrir okkar lið.

  52. Þetta eru frábærir pistlar hér hjá mörgum sérstaklega SSteina og Babú. Ég hef nú aðeins verið að fylgjast með umræðinu á þessum helstu íslensku miðlum hef einmitt verið að undra mig á því að sumir United menn halda að þeir séu bara öryggir með titilinn þetta árið. Síðan fór ég á síðu sem ég hef nú ekki farið á oft áður eða rauðudjöflarnir og skoðað spá helstu pennana þeirra og mér sýndist að þeir væru nú öllu raunsærri en það sem maður hefur verið að sjá flestir þar að spá liðinu 5-3 sæti sem ég tel að sé nú ekkert út í hött. Það að Siggi Hlö segi að United vinni með 13 stigum segir bara meira um þann mann er margt annað.

    Ef maður skoðar liðin miðað við mannskap þá er ljóst að Chelsea og City mun berjast um titilinn. United, Liverpool og Arsenal munu síðan berjast um hin 3 sætin. Þetta finnst manni svona líklegast miðað við stöðuna í dag. Síðan er alltaf eitthvað lið sem spilar framar vonum líkt og Liverpool gerði í fyrra og einhverjir munu spila undir getu.

  53. Umræðurnar hérna eru að verða meira “tense” eins og vera ber þegar að leikar eru að hefjast. En smá komment hér um mína menn Arsenal (og aðra), ég gæti trúað að mikilvægustu kaup Arsenal hafi veri Shad Forsythe:
    http://www.independent.co.uk/sport/football/transfers/arsenal-transfer-news-arsenal-make-first-signing-of-the-summer-9532100.html
    Það er að segja að honum takist að halda mönnum meira heilum, hann var mjög eftirsóttur hjá stærstu liðum í heimi, nú berast fréttir af því að hann hafi látið breyta mikið bæði æfingar- aðferðum, upphitunum og allri æfingaraðstöðu hjá Arsenal. Ef meiðslin minnka og með styrkingunni í Alexis þá geta Arsenal menn klárlega keppt um þetta held ég og gott að vera spáð meira og minna 4-5 sætinu, Þess má geta að Wenger hefur alltaf sagt að hann muni kaupa í stað Vermalen ef hann færi, en með frekari viðbætur held ég hann bíði í það minnsta eftir fyrri umspilsleiknum við Besiktas, þetta umspil er lágmark 35-40 milljón punda virði, og segir líka til um þörf á breidd, Wenger er varkár þannig að hann bíður og sér hvernig sú rimma þróast.
    Enn þá má líka benda á að allur vindur fór úr Arsenal í fyrra þegar að hraðinn hvarf með Walcott og Chamberlin meiddum auk þess að áður meiddist besti maðurinn á leiktíðinni Ramsey hann var langmesti vinnslu gikkurinn í liðinu auk þess að skora mest, sóknin varð algerlega bitlaus eftir þessi þrjú meiðsl, því Giroud er fyrst og fremst “holding”-cf eins og Lambert er hugsaður held ég hjá Liverpool (ég tel Liverpool vilja hafa aukna útfærslumöguleika með honum í plan B). Giroud getur bara alls ekki farið framhjá mönnum ef hann hefur ekki 2-3 skref á þá eða er öxl í öxl við hægan mann, Alexis verður klárlega aukinn breidd frammi og plan B til staðar.
    Annars tel ég Liverpool fyrst og fremst hafa aukið breiddina og þess þurftu þeir vegna stór aukins leikjaálags framundan, þeir verða því svipaðir og í fyrra og eiga góðan sjens eins og ManU ef Van Gal heldur góðum stemmara áfram og bætir við sig mönnum fyrir lok gluggans (sem hann gerir pottþétt) þannig að ég tel poolara vera með dálitla óskhyggju um gengi Manu og kannski ofmeta aðeins Liverpool (eðlilega), þeas gleyma því að seasonið í fyrra var óvenju slæmt hjá ManU og kannski ekki rétt að taka of mikið mark á því.
    Chelsea og City eru klárlega favorits, maður vonar að Móra boltinn sé að deyja en ekkert bendir þó til þess, og eins vonar maður að City menn verði saddir og fari í fílu við mótlætið, ef svo þá eiga hinir sjens.
    þakka annars gott fótbolta spjall á síðunni 🙂

  54. ég er á því að Spurs muni hrynja vel þetta tímabil, enda ekki ofar en 8 sæti

  55. Vá þessi pistill hljómar einsog vel bitur Liverpool maður. Hverjum er ekki drullusama hvaða lið eru spáð í hvaða sæti.. Ég man nú ekki eftir að margir hafi spáð United í 7 sæti og Liverpool 2 sætið..

    Fyndið líka að pistlahöfundur segir að United menn séu ánægðir með sinn “fyrsta” titil.. Veit ekki betur en að Liverpool menn hafa í gegnum árin talið nánast alla sína titla upp. Hver man ekki eftir öllum “stóru” titlunum árið 2001 eða 2002..

    En Liverpool menn virðast alltaf koma manni á óvart með biturleikann og vælið. Hélt kannski að það væri loks að fara hætta eftir gott tímabil í fyrra.

  56. Og ekki gleyma því að þetta “lélega” United lið vann deildina með yfir 10 stiga forskoti árið 2013. Tímabilið í fyrra hjá þeim er að mörgu leyti Moyes og hans aðstoðarmönnum að kenna. Það var aldrei neitt plan, allt bara óheppni og svo framvegis.

    Núna hinsvegar eru þeir með þjálfara sem er með plan og veit alveg hvað hann ætlar að gera hjá félaginu. Þessi sami maður gerði góða hluti með Bayern og Barcelona og án hans veit maður ekki hvort að t.d. leikmenn einsog Schwainstager og Alba og fleiri væri eins góðir og þeir eru í dag því hann gerði þá að allt öðrum leikmönnum. Annar var að meðal kantmanni að frábærum miðjumanni og hinn að miðjumanni í einn af bestu vinstri bakvörðum í heimi þessa stundina.

    Svo finnst mér styrkingin hjá Liverpool ekkert að hrópa húrra fyrir, finnst þetta vera meira svona magn heldur en gæði, rétt einsog Tottenham gerði í fyrra. Moreno og Lovren mögulega þeir einu sem styrkja byrjunarliðið eitthvað. Ef að Sturridge og Sterling lenda í meiðslum verður liðið í vandræðum það er ljóst.

  57. #37 JÀ ég er 100% viss
    og vona svo innilega ad stjòrinn okkar vinni allt sem hægt er ad vinna med okkur
    enn ég veit lika ad tad var Rodgers sem klüdradi sidasta timbili fyrir okkur .
    tad var hann sem hafdi engar lausnir á varnaleiknum og tad var hann sem setti leikinn vid chelsh vitlaust upp og tad var hann sem fraus á hlidarlinunni i palace .

    og sem Liverpoolmadur tá má ég gagnrÿna minn klûbb ef ég er ekki ànægdur !

    Tad er i raun rannsòknarefni fyrir félags og sálfrædinga hvernig mûgsefjun er hér , og ef einnhver er ekki samàla tà getur hann ekki verid alvöru studningsmadur .

One Ping

  1. Pingback:

Alberto Moreno sagan að klárast?

Góða skemmtun!