Uppfært (KAR): BBC, Liverpool Echo og allir hinir stóru miðlarnir staðfesta að liðin hafi náð samkomulagi um kaupverð upp á 16m punda. Nú á Balotelli bara eftir að semja við Liverpool sem þykir formsatriði. Þetta er að gerast!
Upphaflega færslan er hér fyrir neðan.
Echo staðfesta að Liverpool sé í viðræðum við AC Milan um kaup á Mario Balotelli.
Negotiations are at an early stage with the Serie A outfit demanding £20million for the controversial Italy international.
The interest in Balotelli, 24, represents a remarkable U-turn for the Reds after the club dismissed any interest in signing the former Manchester City frontman earlier this month.
Talið er að AC Milan vilji fá um 20 milljónir punda, sem er auðvitað ótrúlega lágt verð fyrir svo hæfileikaríkan framherja. En einsog menn vita, þá fylgja Balotelli alls kyns möguleg vandræði.
Ég ætla þó að ganga svo langt og segja að mér líst vel á þetta. Liverpool getur ekki leyft sér að taka dýrustu leikmennina, heldur verðum við að vera skynsamir. Og hluti af þeirri skynsemi getur falist í því að taka smá sjensa með leikmenn sem eru augljóslega hæfileikaríkir en hafa komið sér í vandræði. Luis Suarez er augljóst dæmi en hann var í banni þegar við keyptum hann og svipað er að segja um Daniel Sturridge, sem gríðarlega margir efuðust um.
Sjáum hvað gerist, en það er allavegana ljóst að það verður ekki minna spennandi (og erfitt fyrir hjartað) að horfa á Liverpool í vetur ef að Balotelli verður á meðal leikmanna okkar.
Ég hef trú á honum svo er líka talað um 20 mill punda sem er ekki mikið fyrir góðan leikmann.
Hann hefur örugglega þroskast síðan frá ManCity tímanum, Balotelli þarf bara smá knús ásamt stuðning frá þjálfara og stuðningsmönnum síðan er ég viss um að Brendan gæti höndlað hann.
Balotelli á Anfield 🙂
Og nú er Balotelli sjálfur búinn að segja við Sky Italia að þetta sé síðasti dagur hans sem Milan-maður.
Þetta er í alvöru að gerast. Ja hérna.
Og við eigum að spila við Manchester City á mánudag. Hann gæti verið orðinn Liverpool-leikmaður þá.
Ég hef mínar efasemdir en fjandinn ef ég er ekki brosandi núna.
Það yrði frábært að fá Balotelli. Ekki síður bara vegna þess að það sýnir öðrum félögum að Liverpool er mætt til að taka þátt í baráttunni um Titilinn en ekki bara að keppa um 4 sætið.
Það eina sem maður yrði hræddur um er að hann myndi hafa leiðinda áhrif á andann innan félagsins, en maður verður að treysta á BR í þeim málum.
Ég á enn eftir að sjá þetta raungerast…held að þetta sé enn bara silly season í topformi. Fyrir utan það að ég finn eiginlega hálf til með Sturridge ef þetta verður raunin. Hann fær aldrei að njóta þess að vera the main man, alltaf einhverjir vitleysingar fyrir framan hann í röðinni sem taka sviðsljósið. hmm….kannski er það ekki svo slæmt, engin pressa á drengnum þá og á meðan raðar hann inn mörkum.
Hey þetta er líklega plottið hjá Brendan 🙂
Það er alveg klárt að það verður ekki skortur á umræðuefni í vetur 🙂
Ég er á báðum áttum. En eitt held ég að sé þó ljóst, í hvert skipti sem Balotelli fengi boltann frammi, þá færi um mann einhver spennuhrollur, svipað og með Suarez. Eru það ekki akkúrat leikmennirnir sem við viljum?
Ætla koma með mína punkta um Mario Balotelli.
Ég fór á þónokkra leiki MIlan á San Siro síðasta vetur og horfði á flesta aðra leiki þeirra í sjónvarpinu.
Þeir sem halda að hann hafi þroskast frá veru sinni í Manchester eru á villigötum. Jú minna hefur verið um fréttir af ótrúlegu uppátækjum hans utan vallar en innan vallar er hann sá sami – ef ekki verri.
Það verður ekki tekið af honum að hann er ótrúlega hæfileikaríkur og þegar hann lagði sig svo mikið sem 5% fram þá var hann yfirburðarmaður á vellinum – og skipti þá engu hvort andstæðingurinn var Cagliari eða Juventus. En á móti kemur að hann leggur sig ekki fram nema í stöku sinnum – hann er fyrsti maðurinn til að hengja haus þegar illa gengur og eyðir oft hálfu og heilu leikjunum labbandi um völlinn.
Ég er ekkert frábrugðinn öðrum, ég er hrikalega spenntur þegar stór nöfn eru orðuð við Liverpool. Balotelli er á góðum degi einn af 10 bestu í heiminum – en eins og ég segi, þessir dagar eru svo alltof fáir. Ítalir vilja margir hverjir kenna honum um gengi sitt á HM í sumar og gekk Prandelli þjálfari svo langt að segja að mistökin hafi verið að velja Balotelli í hópinn – kannski bara yfirklór en samt.
Eins sé ég ekki Balotelli passa inní þennan pressubolta sem BR er að reyna láta liðið spila. En eins og margir segja ef einhver nær að hemja Mario þá er það BR, við verðum að treysta því að hann geri það og að Baló skemmi ekki út frá sér.
“%$#&/”!%%#/$#&/$ Neita að trúa að þessi trúður sé að koma &%”#$”#$ 🙁
vá ég er pínu í sjokki en samt mjög spenntur enda eðlilegt þar sem þetta er risanafn og ekki á hverjum degi sem liverpool er orðað við slíka kappa.
Eina sem virðist ekki vera risk í þessum díl er verðmiðinn. Ef af verður þá vona ég líka að hann sprengi ekki launastrúktúrinn. Ég hef áhyggjur af því hvort hann fitti vel inní hópinn svona móralskt séð en þegar ég hugsa til baka þá hafa hans helstu vandræði snúið að honum sjálfum meira og minna og hans fíflagangi en hann virðist ekki endilega hafa haft neitt hræðileg áhrif á andlega líðan leikmanna í kringum sig.
Ég vona að BR sé alveg “on board” með það að elta þetta target því það mun eflaust mæða mikið á stjóranum að ná því besta fram í svona leikmanni.
Það er alveg hægt að telja til fullt jákvætt og fullt neikvætt í þessu samhengi, staðreyndin er hinsvegar sú að glugginn er að lokast og það er ekkert gasalega mikið af möguleikum í stöðunni. Ég er alveg á því að það væri enginn heimsendir þó við gerðum ekki neitt en það væri mikil styrkur (á pappír) að hafa þetta nafn með á liðsskýrslunni.
Stefnir allt í F5 dag.
Þetta er að gerast !!!
Það er nauðsynlegt að hafa einn leikmann sem fær aðdáendur annarra liða til að sjá rautt. Hann á eftir að gera allt vitlaust og skora mörk með því.
Balotelli – Sturridge – Sterling – Coutinho = 40 milljónir
Fellaini – Mata – Herrera = 94 milljónir
Ian Ayre er fyrirgefið flest hér með. Upp á mótorhjólið með þig drengur !
https://www.youtube.com/watch?v=PlUXxL2SMgg
Hérna afneitar hann draslmiðlinum… =)
Ef Brendan vill hann þá vil ég hann. Ef Brendan er að neyðast til að sætta sig við hann, þá neyðist ég til að sætta mig við hann.
😉
Sem United manni lýst mér ekkert á þetta. Gjörsamlega frábær leikmaður þegar hausinn er í lagi. Menn gleyma því oft að hann er enn mjög ungur, varð 24 ára fyrir nokkrum dögum. Búinn að vinna titla í tveimur löndum, spila á stórmótum með landsliði Ítalíu o.fl.
Að fá þennan mann fyrir þessa fjárhæð gætu verið kaup sumarsins.
Svo ætti þetta að gleðja ykkur púlara sérstaklega : https://www.youtube.com/watch?v=QzQDtE3zheU
Við höfum áður þurft að hemja vandræðagemlinga. Vertu velkominn.
https://twitter.com/FabrizioRomano/status/502388297550028800
Nær og nær
Ég held að Balotelli þurfi að líða einsog hann sé elskaður skilyrðislaust af aðdáendum síns liðs. Svo hefur aldrei verið. Hann var AC milan maður sem spilaði fyrir Inter og svo kom hann til MIlan þegar það lið var á niðurleið + að hann þarf að glíma við það að vera svartur leikmaður á Ítalíu.
Og svo á Englandi spilaði hann fyrir City undir hálf klikkuðum stjóra. Ég held að hann gæti alveg þroskast og blómstrað sem leikmaður hjá Liverpool þar sem hann sér hvernig Liverpool stuðningsmenn hafa stutt leikmenn einsog Suarez.
Það er búið að vera að tala um að það þurfi að kaupa backup striker fyrir Sturridge, eru þetta slík kaup? Mun Balotelli sætta sig við að hafa þann miða á sér? Mun BR spila þeim báðum saman, eða hefur hann Balotelli á bekknum og skiptir honum inn þegar Sturridge er orðinn þreyttur? Kaupir maður leikmann á 20m pund til að hafa hann á bekknum? Voru Sturridge og Balotelli saman hjá City á sínum tíma? Hver drap James? Fylgist með í næsta þætti.
Brendan þarf amk að hætta að aðgreina menn á æfingum með því að henda þeim í vesti, það er ljóst.
Ég sé nú alveg fyrir mér að Balotelli og Sturridge passi ansi vel móralskt séð. Miðaðvið hvað maður hefur séð af sturridge er hann alltaf eitthvað að fíflast og stríða mönnum í kringum sig, svipað og Balotelli sem hefur nú gjarna sést ræna vettlingum og fleiru af liðsfélögunum á æfingum og allir hlæja voða mikið. Held þeir gætu hlegið talsvert saman í vetur. Og haldiði í alvuru að Sturridge vilji frekar að Lambert sé eini aukavalkosturinn í striker hjá Liverpool í vetur svo að hann verði aðal númerið? Ég held að hann sem og aðrir í liðinu vilji svona eðal striker í liðið.
Sjarminn við liverpool er stemninginn og samstaðan í liðinu. Menn eru að leggja sig 100% fram og berjast fyrir hvorn anna. Það þarf mikla vinnslu til þess að spila fyrir Rodgers því að hann spilar stundum háapressu í langan tíma og þurfa þá allir að vera tilbúnir til þess að hlaupa fyrir liðið.
Ballotelli er týpan til þess að skemma þetta. Það efast engin um hæfileikana og þegar hann er með hausinn í lagi þá er þetta top 10 leikmaður í heiminum en því miður þá gerist það ekki oft.
Hann er ótrúlega fýlugjarn og er ekki þekktur fyrir að vinna fyrir liðið. Ég nenni ekki að horfa á í fýlu inná vellinum af því að hann fékk ekki sendingu eða skemma pressu af því að hann nennti ekki að hlaupa. Hann er líka týpan í að skemma klefan og þá getum við gleymt þessu tímabili ef það gerist.
Balotelli hefur marga kosti en gallarnir fyrir mér eru því miður meiri.
p.s menn tala um að skipta klikkaðan leikmann eins og Suarez og fá annan klikkaðan eins og Balotelli en maður þurfti aldrei að efast um vinnuframlag eða dugnað Suarez inná vellinum og maður vissi að ef hann spilaði þá var hann að fara að leggja sig 100% fram ég er ekki viss um að ég gæti sagt þetta um Balotelli.
Ég held að menn verði að átta sig á einu strax. BR er á höttunum eftir X-Factor í liðinu. Sturridge er þessi týpiski framherji – hann skorar mörk og er yfirleitt á réttum stað.
Liðinu vantar aftur á móti Suarezlega týpu. Manni sem skýtur upp kollinum, sólar þrjá og neglir honum í netið. Sem sprengir upp varnir eins og þruma úr heiðskíru lofti.
Og þeir eru ekkert margir þannig til í heiminum – menn sem geta búið til veisluhlaðborð úr engu. Balotelli er þó klárlega “kandítat” í slíkan leikmann.
Hausinn á honum verður þó klárlega stærsta verkefni BR og það sýnir kannski svart á hvítu hvað Rodgers hefur mikla trú á sjálfum sér – hann virðist treysta sér til að taka við Balotelli og móta hann eftir sínu höfði.
Rodgers þarf að mótívera leikmanninn hárrétt og koma fram við hann af virðingu (Balotelli hefur sko unnið meistaratitla og er ítalskur landsliðsmaður – þótt trúðslætin hafi kannski þvælst eilítið fyrir honum – en sýna honum um leið hver ræður án þess að niðurlægja hann. Sem maður hafði á tilfinningunni að Mancini gerði.
Ef Balotelli kemur….tja, þá staðfesta þau kaup, að L’pool sé byrjað að leika við stóru strákana….
Daníel nr 17
Nei nú hringi ég í Jens.
Vó, veit ekki hvað mér finnst. Fannst ótrúlega gaman að atast í City félögum mínum þegar Balotelli var hjá þeim. Fyrirfram hefði hann ekki verið á óskalistanum hjá mér. Er þetta ekki bara plott til að nýta í “viðræðunum” við Falcao?
Iss piss, æi bara veit ekki.
Really people!!
Sh.. á maður að brosa eða gráta? Er þetta í alvörunni díllinn, Mario fu….. Balotelli :p
Ég veit ekki hvað ég var búinn að hlæja mikið af videóinu þar sem sauðurinn var að reyna að komast í æfingarvestið, flugeldarnir á klósettinu, eða rautt eftir korter á móti okkur 🙂
Síðan nennir kvikindið aldrei að hreifa sig á vellinum, en samt segja menn að hann sé góður?? Það gerist greinilaga svo sjaldan að ég hef bara aldrei náð að sjá neina snilli frá honum :p
Þetta er svona leikmaður sem fær aðdáendur til að standa á tánum, verst að það er ekkert minna af stressi yfir því hvort hann sé að farað gera einhverja vitleysu, frekar en hvort hann sé að farað búa til Monu Lisu :p
Djö…. væri nú óskandi, ef hann kemur, að Rodgers nái að temja kvikindið og fá hann til að spila í 90 mínotur (jafnvel bara 60) í leik, shit hvað við værum þá í góðum málum 🙂
Balo Balo Balo Balo …
Látum það verða … ef einhver kann að knúsa svona stráka og taka þá á sálfræðinni þá er það BR.
BR mun horfa stíft í augun á Balo og ná upp brjáluðum fókus hjá stráknum. Hann mun verða sálufélagi hans, mentor, faðir og stjórnandi.
Balotelli þarf ekki að pressa um allan völl en hann mun vera á ferðinni og liggja á öftustu varnarmönnum. Hann mun gera ótrúlega hluti og honum mun líða eins og hann sé kominn heim.
Mér finnst þetta frábær díll og skemmtilegur.
Hið samstillta, fallega og prúða Liverpool samfélag með smá nasty tasty 🙂
YNWA
Einar Örn ertu ekki að grínast ?
Heldur þú að Liverpool aðdáendur séu eitthvað betri við sína leikmenn heldur enn aðrir aðdáendur.
Heldur þú að Balotelli hafi ekki verið dýrkaður af City aðdáendum ?
Hann stútaði United í 6-1 leiknum , ég hef sjaldan séð aðra eins frammistöðu af framherja.
Síðan þá hefur hann verið dýrkaður. Þú veist aldrei hvað þú færð frá Balotelli og mun hann verða algjört wildcard hjá ykkur.
En ekki halda því fram að hann hafi ekki liðið vel hjá City.
http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2271186/Mario-Balotelli-says-Manchester-City-fans-best-England.html
Ef hann mun slá í gegn hjá ykkur þá er það Balotelli að þakka og engum öðrum Balotelli fer sínar eigin leiðir alveg eins og kötturinn en shit hvað ég öfunda ykkur ef hann kemur til Liverpool. Þetta er algjör snillingur og það mun ALLTAF vera eitthvað að frétta af honum 🙂
Rosalega eru sumir stundum einfaldir. Í fullkomnum heimi spila allir leikmenn alla leiki en staðreyndin er að svo er ekki. Sturridge er örugglega fyrsti kostur eins og er en hann mun meiðast, mun þurfa hvíld o.s.frv. og þá verður einhver að spila. Það er ekki verið að kaupa Balotelli til að vera á bekknum eða algjörlega “nr. 2”. Það er verið að kaupa annan gæða framherja. Kaupa gæði, samkeppni líka.
Brendan hefur meira að segja oft notað 2 framherja, gæti það kannski orðið raunin af og til? Þetta tal um að Sturridge eigi skilið að vera nr. 1 og þetta tal um að sé verið að kaupa 20 milljóna mann til að vera númer 2 er bull og blaður. Í nútímabolta þarf fleira en 11 lykilmenn. Þó leikmaður byrji ekki fyrsta leik þá getur hann vel verið lykilmaður. Það munu fleiri en einn heimsklassamaður þurfa að spila á toppnum hjá okkur í vetur ef LFC ætlar einhvern tímann að vinna bikarinn sem við öll viljum svo heitt. Þá þarf að kaupa svona mann. Ef Sturridge höndlar það ekki er hann ekki nógu professional en staðreyndin er að þó annar sé keyptur með honum eru alls ekki verið að ýta honum til hliðar eða hvað þá ekki verið að gefa honum það tækifæri / hlutverk sem hann á skilið og hefur unnið fyrir. Það er einfaldlega verið að kaupa gæði og breidd og möguleika því enginn leikmaður spilar alla leiki – síður en svo.
Vonandi gengur þetta upp og virkar.
Áfram Liverpool
Mesta vesenið á Balotelli var fyrir 2-3 árum þegar hann var nýskriðinn yfir tvítugt. Ég skal hér með viðurkenna að ég var líka vitlaus í hausnum á þeim aldri. Er ég þó ekki sonur innflytjenda frá Ghana sem var komið í fóstur og síðan ættleiddur. Ef vitleysingur eins og ég gat þroskast og komist til manns þá getur Balo það líka.
Ef af verður er kominn ógnvænlegur striker fyrir verðið á meðalmanni. Gargandi snilld! Balotelli er náungi sem er gallagripur en hann kann gott að meta og ég held að í grunninn sé hann drengur góður. Hann hefur t.d. sýnt fósturforeldrum sínum mikla tryggð og þakklæti. Er ekki LFC fjölskyldan nákvæmlega það sem Balo þarf til að sýna sitt besta?
Balotelli er maður þeirrar gerðar að auðvelt er að gera hann að blóraböggli. Framkoma Prandelli’s í garð Balo eftir að Ítalir gerðu í buxurnar á HM var aumingjaskapur og dæmir sig sjálf.
Ef af verður eru þetta mögulega kaup ársins. Respect FSG og co.
Balotelli, ….. 20 M fyrir varamann á bekkinn… nei takk.
Jæja þetta er þá kannski að gerast.
Tek undir með þeirri skoðun að ef Brendan telur sig hafa not fyrir kappann skal ég glaður taka honum fagnandi og chanta nafnið hans eins og enginn sé morgundagurinn.
Fyfir ykkur efasemdapúkanna, minni ég á að Suarez kom til okkar, “skemmdur” eftir bit hjá Ajax á c.a. 23 milljónir punda. Hvernig gekk það? Var hann ekki bara tussufínn í liðinu og allir stigu upp á næsta level?
Baló, þú kemur og massar þetta með okkur. Komdu fagnandi.
Það eitt að hann vilji ekki tala við ruslið gerir það að verkum að manni þykir vænt um hann 🙂 Finnst þetta bara virkilega spennandi. Hann skoraði 30 mörk í 54 leikjum fyrir AC og það hlýtur nú bara að teljast þó nokkuð gott. Finnst þetta alla vega mun meira spennandi en Lavezzi.
Já …því hann verður aldrei keyptur til að hafa á bekknum.
Það þarf að rótera + þegar báðir strikerarnir eru fitt og lítið álag spilar hann þeim báðum eins og í fyrra með S&S. Það verður ekki flókið að halda þeim báðum ánægðum með spilatíma.
Hins vegar er hann tæpur í hausnum en ég hef trú á að Rodgers nái að leysa það.
Mér finnst fyndið að menn vilji ekki 20m mann á bekkinn (sem ætti auðvitað að vera háð hans frammistöðu og leikplani hvort hann sé á bekknum eða í byrjunarliðinu. Það er hinsvegar staðreynd að þú ert ekkert að fara að vinna ensku í dag nema vera með 20m menn á bekknum.
Eða á bekkurinn kannski bara að vera Jones, Flanagan, Toure, Enrique, Lucas, Suso og Lambert ?
26 mörk í 43 leikjum fyrir Milan.
Balotelli til Liverpool : Já takk
Þetta verður allavega skemmtilegt, nauðsynlegt að hafa einn vitleysing í liðinu og kannski ekkert að honum sem venjuleg heila-ígræðsla getur ekki lagað…
Ekk lýgur Daily Mail:)
http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2730685/Liverpool-agree-16m-fee-Mario-Balotelli-AC-Milan-striker-prepares-Premier-League-return.html
Við þá sem halda að Balotelli yrði keyptur til að vera varamaður, hef ég eitt að segja: get a grip.
Nútímafótbolti er ekki 11 manna lið og svo varamenn. Við erum að horfa upp á LFC vera komnir með þrælöflugt 20 manna hóp.
Balotelli yrði aldrei varamaður – til þess er hann of hæfileikaríkur og við erum “mögulega” að fara að spila 50 leiki + í vetur.
Ég ætla að ganga svo langt að segja að ef Balotelli gengur til liðs við okkur þá erum við komnir með hóp til að berjast af fullri alvöru við City og Chelsea í vetur.
Og annað – 16 m punda er hlægilegt verð. Ekkert annað.
YNWA
Veit að margir eru búnir að minnast á þetta en ég verð að stökkva á vagninn. Kaup á Balotelli er nákvæmlega FSG stefnan through and through- og hann er með x-factorinn sem liverpool þarf.
Guðni #37 hittir naglann á höfuðið. Fótbolti er ekki lengur 11 manna leikur. Kaupa á bekkinn hvað? Við þurfum gæði í hópinn okkar. Balo kemur með þau. Einfalt. Ef hann hegðar sér innan vallar hef ég engar áhyggjur af hinu. Það er amk ljóst að tímabilið verður enn skemmtilegra núna!
James Pearce ?@JamesPearceEcho
£16m fee agreed. Just a case of agreeing personal terms now in terms of Balotelli’s move to Anfield #LFC
Það þarf ekki að ræða þetta, Balotelli fyrir þenna pening er bara grín, kemur úthvíldur frá Milan og mu springa út eins og flugeldur hjá okkur. Hæfileika hefur hann ómælda og ég treysti BR fullkomlega til að koma hausnum í lag og kenna honum að klæða sig í vestið.
YNWA
Ég held að þetta gætu reynst rosalega klók kaup, vissulega hefur hann verið til vandræða og mun trúlegast verða ansi oft í fjölmiðlum en ég hef bullandi trú á kauða og það væri ekki verra ef hann væri orðinn gjaldgengur fyrir City leikinn.
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/breaking-liverpool-fc-agree-16m-7650058
Ég er a.m.k. mjög ánægður með að fá Balotelli til okkar, miðað við stöðuna eins og hún er í dag.
Að leigja Falcao á 12-20 milljónir í ár, er bara rugl. Fyrir utan það að hann virðist vilja fara til Madrid um leið og hann getur. Tala nú ekki um að hann er örugglega á súper launum.
Cavani finnst mér ekki henta Liverpool alveg, gæti verið jú enn hann er mjög dýr, á háum launum og í eldri kantinum 28 ára.
Balotelli er vandræðapési jú, enn hann er ódýr miðað við hina, ungur 24 ára (ættum að fá mest allt til baka ef hann klikkar), frábær vítaskytta, aukaspyrnu sérfræðingur (eitthvað sem okkur vantar) og góður finisher.
Finnst ekki skipta öllu máli hvað hann gerir utan vallar (bara gaman að því), enn helsta vandamálið er hans vinnuframlag, hugsa að þetta gæti verið sama dæmi og með Sturridge þegar allir höfðu áhyggjur af eigingirni hans, Rodgers lagaði það á no-time.
Ef það er einhver sem nær að hemja hann þá er það Rodgers?
Það er vitleysa. Hann er Balotelli og verður alltaf Balotelli. Stjórinn okkar er ekkert að fara að breyta honum. Þetta eru krakterar sem lita leikinn, menn eins og Balotelli, Zlatan, Cantona, Suarez …
Þetta verður eitthvað, ekki öfunda ég Brendan af verkefninu sem verður ærið, en þetta er prófsteinn fyrir þá báða.
Staðan hjá mér er svona: Falcao > Balotelli > Remy > Eto´o. Sáttur.
Er fullur efasemda um að Balotelli passi inn í leikstíl Liverpool. Þetta gætu orðið mjög góð kaup ef hægt er að nota hann í leikkerfinu og þeirri hugmyndafræði sem unnið er eftir núna. En skelfileg ef á að fara raða upp liðinu í kringum Balotelli.
ef einhver nær að hemja balo er það þá rodgers ? ekki náði hann að hemja suarez…síðan hvenær varð BR einhver tamningamaður ?
þeir sem hafa eitthvað fylgst með ítalska boltanum vita að balo er sami vitleysingurinn og þegar hann var hja city
Held að menn megi heldur ekki vanmeta fyrirliða Liverpool í málum sem þessum þ.e. týpum eins og Suarez, Balotelli o.s.frv. Hef ekki betur heyrt en að SG hafi haft gríðarleg áhrif á leikmenn sem eru að brillera núna sbr. Henderson og Sterling. SG hefur hausinn til rífa Balotelli áfram innan og utan vallar ásamt BR.
Hinsvegar er eitthvað við þessi hugsanlegu kaup sem hræðir mig en jú spenntur um leið…
Balotelli + Origi + Sturridge + Sterling = B.O.S.S
Í gær vonaði ég að þetta væri uppspuni, en í dag grátbið ég til þess að Balo gangi til liðs við okkar menn. Hann verður að sjálfsögðu ekki Suarez, maðurinn sem liðið byggist upp í kringum, hann verður bara hluti af heildinni.
16 milljónir fyrir mann sem á góðum degi er svipað góður og Suarez, á slæmum degi svipað lélegur og Shola Ameobi, er algjört grín. BR er að fara að fjölga þessum góðu dögum um nokkurhundruð prósent.
Verð líka að koma inná hvað ég er hissa á mönnum sem vilja fá Remy (og jafnvel TORRES) til félagsins.
Ég er skíthræddur með Balotelli, ekki sannfærður með hann. Er hræddur um að þetta kalli líka á “unrest” í hópnum.
Sá ég grein um lélega skotnýtingu hérna: http://liverpooloffside.sbnation.com/liverpool-transfer-news/2014/8/20/6048409/mario-balotelli-linked-liverpool-need-striker-17m-milan-rumour
Kannski getur BR gert alvöru leikmann úr honum.
Vona að hann fari til PSG frekar enn utd: http://www.bbc.com/sport/0/football/28883329
Hehe, hugsaði í þessum leik um daginn gegn AC Milan. “Mikið þarf nú að bjarga Balotelli úr þessu ömurlega AC liði” Ánægður að það stefni í að verða Liverpool!
Eitt hefur hann allavega sannað að hann er fjölhæfur og getur gert ótrúlega margt í einu…
https://www.youtube.com/watch?v=Css37nsYqj8
BBC segir að þetta sé klappað og klárt:
http://www.bbc.com/sport/0/football/28878088
Gæti vel verið að þetta séu frábær kaup. Mögulega kaup ársins. Svo er víst íþróttasálfræðingur hjá Liverpool sem hefur víst gott orð á sér. Bæði Gerrard og Sterling bera sálfræðingnum vel söguna. Kannski að hann getur hjálpað Baotelli ?
Mín tilfinning er sú að það er oft mikið “karlmennskuandrúmsloft” í kringum fótboltann og þessvegna eiga skrautfuglar eins og Mario oft erfitt að plumma sig í því. Ég er sannfærður um að það er vel hægt að ná til þessa náunga með réttri nálgun. Aðalmálið er að honum lýði vel í kringum liðsfélaga sinna og hann viti hvað af honum er ætlast.
Ekki gleyma því að Sturridge hafði líka orð á sér fyrir að vera vandræðagemsi áður en hann kom til Liverpool og Sterling var einnig með “bad boy” stimpilinn.
Þegar allt kemur til alls þá er Baotelli bara fermingardrengur í samanburði við körfuboltahetjuna Dennis Rodman og fyrst Phill jackson náði mjög góðum tökum á Rodman – afhverju á ætti ekki Brenndan að ná tökum á Baotelli ?
Það er vel hægt.
Hann er Ítali, þarf ekki bara að fá mömmu hans til að flytja með honum til Liverpool ?
En án gríns spennandi kaup ef af verður 🙂
Hef ekki verið jafn spenntur fyrir leikmannakaupum síðan Suarez.
Ballotelli gengur svo frá Man. City á Mánudaginn… og allir elska hann! 🙂
Sælir.
Er á báðurm áttum með Balotelli.
Langar að fá einhvern að meisturnum hér til að svara mér:
1. Ef hann er svona góður líkt og margir segja, afhverju er AC Milan að selja hann?
2. Og afhverju á einungis 16 milljónir punda ?
3. Afhverju er ekki slegist um hann af öðrum liðum ?
https://www.youtube.com/watch?v=uqSZ9rcvfAY
Ef þið hafið ekki horft á þetta viðtal, þessi maður er snillingur, hann er á besta aldri og ef að LFC kaupir hann á 20mp gætu það easily orðið kaup tímabilsins, djöfull er ég pumped!!!!
Það er ekki hægt að setja annað en að Balotelli kæmi með umtalsverðan x-faktor með sér, nokkuð sem var einn mikilvægasti eiginleiki Luis Suárez.
Liðið þarf einn striker í viðbót, það er svo einfalt. Ég er algjörlega til í þennan merkismann. 99% af ruglinu sem tengist honum hefur verið sárameinlaust, meira fyndið en slæmt per se. Hann hefur magnaða knattspyrnuhæfileika og væri ekki alltaf að spila alla leiki hjá okkur, en býður upp á að hafa tvo frammi þegar það hentar, mjög sterkan super sub eða cover fyrir Sturridge vegna meiðsla, bikarkeppna o.s.frv.
Það verður líka að vera a.m.k. einn svona litríkur headline grabber karakter í enska boltanum. Er alveg til í hafa hann hjá okkur! Dr Steve Peters fer þá ekki af speed dial hjá Brendan Rodgers, en það er bara skemmtilegra. 🙂
Ekki er ég nú neinn meistari, en ég myndi svara þessum spurningum svona Hamlet:
1. AC Milan eru gjörsamlega á kúpunni, eins og svo mörg önnur lið á Ítalíu og þá meina ég á kúpunni.
2. Sama svar og hér að ofan og að auki vegna þess að hann er með frekar bad rep og þau lið sem eiga einhverja peninga (sem eru ekki mörg) þora ekki að taka sénsinn.
3. Sjá seinni hlutann af svari 2
Það er ekki hægt að verða meira nær en þetta nema að sjá “Velkominn” á Liverpool síðunni.
http://www.acmilan.com/en/news/breaking_news_show/63060
Skil engan veginn afhverju menn eru að grenja yfir þessum kaupum.
– Hann er ungur (90 módel)
– Hann skorar helling af mörkum:leikir= 104 (54), mörk= 67, stoðsendingar= 16 og maður leiksins= 18x
– Hann er karakter sem er skemmtilegt að fylgjast með (risa x-factor)
– Hann hefur reynslu af ensku úrvalsdeildinni og gerði mjög gott mót með City.
– Hann er sigurvegari ( 4x unnið Seriu A og 1x PRL) meira en flestir leikmenn Liverpool geta státað sig af.
– Hverjum er ekki drullu sama þó hann fá sér eina sígrettu á dag eða heilan helvítis pakka og hendi peningum út um gluggan á bílnum sínum ef hann heldur áfram að skora mörk og vera skemmtilegur karakter þá má hann klæðast Liverpool búningnum alla daga ársins.
– Ef við berum saman Falcao og Balotelli er ekki svo mikill munur á þeim og athugið það að Falcao er fjórum árum eldri en Balotelli samt sem áður er Balo með meiri reynslu og hugsanlegt að Falcao sé búinn að peaka.
Falcao: Leikir= 91 (5), mörk= 66, stoðsendingar= 5 og maður leiksins= 10x
VELKOMINN SUPER MARIO!
Hamlet.
1- Eigandi Ac-milan er steiktasti maður norðan alpafjalla. Sækopathi og með vissa andúð á mönnum eins og Baotelli sem skera sig úr fjöldanum. Hann hefur ítrekað lýst andúð sinni á honum í fjölmiðlum. Svo er hitt staðreynd að hann er ekki að finna sig almennilega hjá Ac-milan og er nátturulega vandræðagemsi.
2- Það er vegna þess að Arsenal keypti Sanches og er því ekki lengur í samkeppni um hann. Aðeins stórlið geta reitt fram svona miklum fjárhæðum og Liverpool er eina liðið um kappan þessa stundina. Einnig er þetta slæma orðspor á hnoum sem fælir stóra klúbba frá því að kaupa hann.
3- Svaraði því í liði nr 2. Hann er með slæmt orð á sér. Þetta er áhætta – því Baotelli er algjörlega ótútreiknanlegur og það er greinilegt að þeir eru að taka áhættu – einfaldlega vegna þess að hann er mjög góður í fótbolta.
Annars – kostaði Sturridge minna en Baotelli ef út í það er farið.
Reyndar eigandinn sunnan Alpafjalla 🙂 … hann er alveg jafn mikil steik samt sem áður.
Hamlet #62…. Nákvæmlega.
En annars held ég að samband Balotelli og Liverpool verði eins og sambúð með Toppmódeli.
Kynlífið verður alveg hrikalega magnað!
En afgangin af sólarhringnum eru geðsveiflurnar svo svakalegar, að engin þolir það til lengdar. 😉
Either way, strap in, boys and girls: the ride is gonna be bumpy, but it should be fun.
Tomkins er algjörlega með þetta eins og venjulega, ég mæli með http://tomkinstimes.com/2014/08/balotelli-a-bold-move-or-virtual-insanity/
Mér líður eins og ég sé á fyllerí og er u.b.þ að fara upp í rúm með flottri gellu. Ég veit það ekki fyrr enn á morgun hvort þetta verður awesome nótt eða ég vakna upp með geðveikt samviskubit við hliðini á einhverri skessu sem meikið hefur skolast af.
Tony Barrett ?@TonyBarrettTime 4m…
Mario Balotelli will fly to Liverpool tonight to complete a medical. Liverpool also hopeful of completing a deal to sign Falcao by weekend.
Er þetta að fara að gerast???
Jói #73,
Þetta er ekki accountinn hans Tony Barrett… 🙂
Jæja! Folk er buid ad bidja um storkaup og nuna eru thau ad koma. Varla hægt ad fa stærra nafn fyrir svona litinn pening, tel eg. Gaurinn getur verid svakalegur stræker ef hann ,,nennir” thvi og eg er viss um ad BR nær mikid ut ur hans hæfileikum.
YNWA!
Eru menn að átta sig á því að Balotelli mun kosta liverpool 2 millur ef Borini er að fara til Sunderland á 14. ef þetta er raunin þá mega Ian Ayr og félaga opna eina kapavín um helgina.
Mario Balotelli er einn af tíu bestu framherjum heims.
Ekki nokkur spurning, hann hefur allt. Sparkar vel með báðum fótum, fljótur, sterkur og grimmur.
En hann er klárlega ekki með einbeitinguna í lagi og á örugglega erfitt í sálinni og sinninu. Eins og flestir snillingar. Eða mjög margir allavega.
Sjáið bara liðsskipanina fyrir ykkur gegn City á mánudaginn. 4-4-2 demantur.
Sturridge og Lambert?
Sturridge og Bony?
Sturridge og Eto’o?
Sturridge og Cavani?
Sturridge og Balotelli?
Ég veit hvað ég myndi velja allan daginn út frá fótboltahæfileikum. Og nóttina líka.
Auðvitað er þessi maður gamble, auðvitað getur þetta allt farið upp í loft. Og þá treysti ég Brendan og FSG til að taka réttar ákvarðanir fyrir klúbbinn.
Ég slefa af spenningi að þetta verði – þó ég auðvitað viti að þetta gæti farið illa þá bara væri svo frábært ef þetta tækist, hvað þá á þennan pening.
Ef við sjáum t.d þessa liðsuppstillingu hérna – þá sýnist mér vera kominn stórliðabragur á liðið. Stilltum oft svona upp í fyrra nema Suarez var fremstur.
Balotelli –
Sturridge – Coutinho -Sterling
Gerrard – Henderson
Moreno – Lovren – skrtel – Manquillo
Mignolet
Þetta er ekki allt – því varamannabekkurinn er rosalegur.
Lallana -Flanagan -Agger – Can – Marcovic- Johnson- Einriqe- Lambert – Lucas -Allen
Mín tilfinning fyrir liðinu miklu betri núna. Það er kominn stórliðabragur á þetta og heildarmyndinn að skýrast. það virðast vera komin upp svipuð luxusvandamál og – Chelsea og Man City eru að glíma við sem hafa neyðst til að vera með toppmenn á bekknum því það er ekki pláss fyrir þá í byrjunarliðinu.
Eitt er ljóst að Balotelli er miklu stærra nafn en Bony og t.d menn eins og Mangini sem þjálfaði hann hjá Man city segir að Suber Mario er það góður að hann eigi samkvæmt öllu eðlilegu að skora mark í hverjum einasta leik. það þarf bara skrúfa hausinn rétt á strákinn og þá endar hann sem goðsögn á Anfield.
Verður hann þá ekki nr 7 ?
Sæl öll.
Verðum við ekki bara að treysta á að Brendan viti hvað hann sé að gera? Ég mun fagna komu þess leikmann sem vill koma og leika með okkar liði og leggur sig allan fram.
Hann er kannski ekki bjartasta peran í seríunni ( Balotelli) en hæfileikana hefur hann og vonandi sér hann not fyrir þá á Anfield.
Nú ætla ég að kvarta smá….ég veit þetta er karlasíða og ég veit að sumir hugsa meira með ákveðnum líkamshluta neðan beltis heldur en þeim sem flestir nota og er langt fyrir ofan belti ein ummæli hér nr 72 frá “Fói” finnast mér nú samt heldur léleg og ég skil bara ekki hvað hann þarf að koma með þessa samlíkingu. Einhvers staðar gæti þessi skessa með meikið sem datt af setið ( t.d undirrituð) og virkilega orðið sár og hugsað ” meira að segja á spjallsíðum þarf maður að vera hár,grannur og ljóshærður” kannski er þessi skessa afskaplega mikill fótboltaáhugakona og gæti haldið upp skemmtilegum samræðum sem “Fói” hefði jafn mikla eða meiri ánægu af heldur en bólferðin með flottu gellunni. Við verðum að hugsa um það að allir lesa þessa síðu ( þá meina ég allir) bæði strákar og stelpur og við viljum ekki að svona sé tekið og birt á síðum og talað um kvenfyrirlitningu og einelti sem þessi ummæli eru…
Elsku vinir nú skulum við tala og skrifa um fótbolta og Liverpool án þess að tala um kynlíf og skessur með misheppnað meik og flottar gellur. Fótbolti höfðar til allra og allir hafa gaman af honum líka skessurnar og flottu gellurnar.
Afsakið nöldrið en þetta stakk bara alveg hrikalega í augun að lesa þetta komment. Ef þetta er hins vegar það sem meirihlutinn vill þá ræður hann að sjálfsögðu og við hin finnum okkur þá annan vetfang til að tjá okkur.
Þangað til næst
YNWA
Balotelli á 24 milljónir punda… plús mjög há laun… = skíta díll…
@Geir 80
Verið að tala um 16m punda og sky að tala um að hann fái 5 ára samning með 90 þ pund á viku
til samanburðar eru United að borga Nani um 120þ pund á viku fyrir að vera hjá Sporting
Hann hefur alltaf verið nr. 45 og ég myndi halda að hann verði það hjá LFC.
Veit ekki hvort það eru raunhæfari möguleikar að fá Balotelli til okkar ástkæra félags og það gangi upp eða maður vinni þann sjöfalda á laugardaginn.
Það að fá þennan ágæta sóknarmann á Melwood er mikið happdrætti. BR hlýtur að setja nokkra fyrirvara í samning við svona tveggja odda sverð. Sálfræðingur, valíum, fjölmiðlabann, ekki gefa peninga á götum úti og ekki leika sér með eld ??? Hver veit.
Hugsa sér möguleikan sem er fyrir hendi þá á næsta seasoni,
Liverpool FC með framherjana Sturridge, Balotelli, Origi og Lambert…
Súrrealískt að hugsa sér að eitt sinn stóð valið milli Torres og N´gog!
Þetta er nottla bara að verða snilld!
Rakst á þetta á Reddit. BR um Balotelli 2012:
https://pbs.twimg.com/media/BvjyJp3IAAAREN-.png:large
http://www.statsbomb.com/2014/08/gifolution-welcome-to-anfield-mario-balotelli/ .. Mjög athyglisvert
Það er ekkert neikvætt við þessar fréttir. Skemmtilegur og litríkur karakter svo lengi sem hann sé með hausinn rétt skrúfaðan á inn á vellinum. Hef reyndar ekkert séð hann spila hjá milan en 30 mörk í 52 leikjum fyrir lið sem var rétt fyrir ofan miðja deild á ítalíu gerir hann alveg nægilega spennadi kost fyrir á besta aldri og fyrir 16 kúlur. Ef menn telja sig geta fengið betri leikmann fyrir þennann pening þá endilega mega stíga fram. Fyrir utan það að hann hefur greinilega áhuga á að spila fyrir liverpool og kemur vafalaust til með að boosta treyju söluna töluvert.
Það er einhvern veginn eins og Geir #80 sé engan veginn að fylgjast með.
#79 Sigríður.
Það er nú frekar leiðinleg veröld ef það má ekki gera smá grín. Þetta er orðið frekar óþolandi þegar fólk sem er með beittan húmor getur ekki sagt smá brandara án þess að siðapostúlar internetsins gera allt vitlaust. Þú getur alveg snúið þessu við og haft stelpu í hlutverki stráksins. Ég get alveg ímyndað mér að sem Liverpool aðdáandi hefur þú örugglega heyrt mun grófari hluti um okkar klúbb eða leikmenn. Það hef ég margoft gert og hluti sem ég heyrt um okkar lið eru sumir hverjir ógeðslegir og þótt ég sem með beittan húmor myndi ég aldrei láta út mér með annað lið.
Það er nú bara þannig að fólk er misjafnt og maður þarf stundum að hafa harða skel sérstaklega ef maður er Liverpool aðdándi og ég tala ekki ef maður er að lesa skoðanir annara á internetinu eins commentakerfi DV, guð minn góður.
Annars vona ég hafi ekki sært þig mikið Sigríður. Það var engin nafngreindur í þessu gríni mínu og biðst afsökunnar ef ég hef sært þig og fleiri.
Sammála Fóa, mikið voðalega getur fólk verið biturt.
Ef það er eitthvað sem eyðileggur spjall og umræður hjá fólki þá er það fólkið sem röflar yfir öllu. Fólk verður að taka gríni…
Hérna er nokkuð skemmtileg frásögn Móra úr CNN viðtali þar sem hann kemur inn á tiltekið atvik með Balotelli. Þetta er ekki alveg nákvæmt hjá honum (rauða kom eftir ca 60. mín, held ég), en samt ansi fyndið:
“I could write a book of 200 pages of my two years at Inter with Mario, but the book would not be a drama – it would be a comedy,” the tactician noted.
“I remember one time when we went to play Kazan in the Champions League. In that match I had all my strikers injured. No Diego Milito, no Samuel Eto’o, I was really in trouble and Mario was the only one.
“Mario got a yellow card in the 42nd minute, so when I got to the dressing room at half-time I spend about 14 minutes of the 15 available speaking only to Mario.
“I said to him: ‘Mario, I cannot change you, I have no strikers on the bench, so don’t touch anybody and play only with the ball. If we lose the ball no reaction. If someone provokes you, no reaction, if the referee makes a mistake, no reaction.’
“The 46th minute – red card!”
Vitaskuld er skylda að lesa #91 með rödd og framburð Móra í hausnum… 🙂
https://m.youtube.com/watch?v=GYwTKQX1VnI
Gaman að skoða þetta. Drengurinn kann þetta alveg. Duglegur að leggja upp og fífla mótherjann.
Þetta verður allavega ekki leiðinlegt.
#89 Fói.
Nei þú hefur nú ekki sært mig persónulega því ég er orðin það gömul að svona hefur ekki áhrif á mig. Ef þú þekktir mig þá myndir nú vita að ég hef mikin húmor og kalla nú ekki allt ömmu mína í þeim efnum…..EN
það kemur alltaf en, þarna ert þú að tala niður til kvenna sérstaklega ef konan er svokölluð skessa sem í þínum augum er greinilega frekar slæmt . Beittur húmor byggist ekki á því að hlæja að öðrum heldur að hlæja með öðrum. Ef þú hefðir skipt um hlutverk og sett strák í stað skessu þá hefði “brandarinn” verið alveg jafn óviðeigandi. Þú segir að maður þurfi að hafa þykkan skráp sem Liverpoolstuðningmaður en að líkja því við það að gera grín að manneskjum sem eru skessur og gera lítið úr þeim fyrir þeirra útlit jaaa ég ber það ekki saman. Margt það fólk sem tjáir sig á kommenta kerfi DV ætti betur heima með sín ummæli ofan í kjallara svo dónaleg og fordómafull eru þau.
Við höfum hér frábæra síðu þar sem talað er um fótbolta og okkar ástkæra lið af mikilli kunnáttu og þekkingu við þurfum ekki að gera lítið úr einhverjum þjóðfélagshópi til að sýnast eitthvað meiri…við erum best og flottust.
Ég hef haldið með Liverpool síðan 1978 og man ekki eftir því að hafa heyrt neinn gera lítið úr einhverjum ákveðnum hópi …ég hef aldrei heyrt talað illa um neinn perónulega eða sett út á útlít einhvers vegna þess að hann heldur með Liverpool. Nú mun ég seint teljast siðapostuli internetsins en mér finnst að fólk ég, þú og allir eigi að bera virðingu fyrir öðrum hvort sem það eru andstæðingar okkar á vellinum eða skessur,heitar gellur,flottir strákar, feitir strákar það þarf ekki að hlæja að þeim….heldur bara með þeim.
Kannski er ég bara orðin svona gömul og skil ekki hvernig þetta er í dag en ég hef horft á ansi mörg fórnalömb eineltis internetsins. Það þarf ekki að nafngreina neinn þegar maður dregur fólk í hópa og gerir grín af þeim fólk veit flest hvaða hópi það tilheyrir og tekur þá “grínið “til sín.
En eins og ég sagði þá móðgaðir þú mig ekki þó svo að ég teljist líklega til skessuhópsins og rann blóðið til skyldunnar og koma okkur til varnar. Ég vona bara að það verði það versta sem þú færð samviskbubit yfir að vakna upp hjá illa málaðri skessu vertu bara viss um að hún hafi beittan húmor og hlæji að þér ekki með þér þegar þú uppgötvar mistökin sem þú gerðir.
Þetta eru mín lokaorð um þetta því ég nenni ekki að rífast um svona mál þar sem það fæst aldrei endir á svona.
En mundu við erum samherjar og styðjum okkar lið með eða án Balotelli.
YNVW
Með þvi að kaupa Balo ( ef svo er ) þá erum við að fara úr því að vera klúbbur sem keppir við smákúbba eins og Tottenham, Everton og Utd yfir í að keppa af alvöru við stóru kúbbana, City og Chelsea.
Hey Fói og Steven Geir, bara tala eins og menn um fótbolta, ekki apar. Það er enginn húmor í að niðurlægja fólk.
Annars er ég búinn að panta mér “Super Mario” treyju númer 45 🙂 Elska þennan knattspyrnumann þótt heilabúið sé stundum ryðgað. Hef trú á að Rodgers komi til með að kenna honum vel og hafa fulla stjórn á honum sem og öllum hinum mannskapnum. Hann er algerlega “no bullshit” maður.
Jæja við höfum mismundir skoðanir öll Sigríður. Ég stend með okkur sem hafa smá bilaðan húmor 🙂
Annars eigum ég, Balotelli og Páll Óskar þessa laglínu sameiginlega en hver á sinn hátt.
ég er eins og ég ,
hvernig á ég að vera eitthvað annað.
Hvað verður um mig,
ef það sem ég er, er bölvað og bannað.
YNWA with love
Liverpool að kaupa enn einn gosann i framlinuna hja ser. Þetta eru skritin kaup svo ekki se meira sagt. Ef Brendan lætur þetta ganga upp þá á eg ekki til orð….
Getum við ekki haft balo og zlatan saman frammi? Það væri eitthvað!
#97: Það var enginn að banna þér neitt.
Djöfull gengur þetta hratt fyrir sig
Það getur vel verið að þetta sé búið að vera vel falið leyndarmál í einhvern tíma Egill, mér þykir mjög ótrúlegt að Balo sé kominn til Liverpool á leið í læknisskoðun aðeins 24 klst eftir að Liverpool bauð í hann.
Sigríður, stend algerlega með þér. Ósmekkleg líking hjá Fóa, talar niður til kvenna og á ekkert skylt við góðan eða beittan húmor. Karlremba sem betra væri að losna við af síðunni.
Varðandi Balotelli er ég fyrst og fremst steinhissa, en líka spenntur. Algjört wild card. Vona bara að þetta grafi ekki undan þeirri liðsheildarvinnu sem Rodgers hefur lagt svo mikið á sig til að byggja upp.
Sælir félagar
Mikið er ég ánægður með gang mála og held að Balo drengurinn verði okkur giftudrjúgur á komandi tímum.
Hvað Fóa og Sigríði varðar þá er það nú svo að menn geta misst út úr sér eitthvað sem ekki er meint sem niðurlæging í garð eins né neins. Ég sé ekki ástæðu til að fetta fingur út í það þó það gerist eins og einu sinni. En sýni menn af sér ítrekaðan dólgshátt og niðurlægi einhverja vegna kyns, litarháttar eða kynhneigðar o.s.frv. þá er full ástæða til að taka hlutaðeigandi á beinið. Mér finnst Fói ekki sýna af sér þannig dólgshátt almennt þó þessi athugasemd hans hefði mátt missa sig. Því skil ég ekki þessa umræðu
Það er nú þannig.
YNWA
Einn skemmtilegur punktur. Með tilkomu Balotelli þá er Liverpool komið með þrjár bestu vítaskytturnar í deildinni. Gerrard – Lambert og Balotelli eru allir nokkuð öruggar vítaskyttur.
Ekki amalegt að láta þessa þrjá byrja t.d í vítaspyrnukeppni 🙂
Ayre kallinn má fara að henda sér af hjólinu
[img]http://i.imgur.com/0fIl2eL.png[/img]
Og fá sér einn kaldann eftir þessi kaup.
[img]http://i.imgur.com/3E9FcpQ.jpg[/img]
Biðst enn og aftur afsökunar ef þetta grín mitt hafi hitt einhverja illa.
En burt frá öllu gríni grófu eða fínu þá ætlast klúbburinn til að Balotelli hreinsi aðeins til í hausnum og hagi sér eins og maður ef hann kemur. http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/liverpool-fc-demand-promises-balotelli-7654697#.U_Zs5EzsoSg.facebook
Þetta er reyndar kjörið tækifæri fyrir Balo að sanna að hann sé meiri knattspyrnumaður heldur en trúður. Ef hann berst eins og ljón og vinnur fyrir sínu á vellinum og heldur sig á mottunni utan vallar getur hann fengið stóran hluta aðdáenda sem standa með honum en hlæja ekki af honum.
Boltinn er hjá þér Balotelli
Þar fór allur möguleiki á háttsemisverðlaunum fifa út um gluggann. 🙂
Ætla minna menn á það að við erum að kaupa besta framherja Ítala á 16m punda og selja Borini sem kemst ekki í 24 manna hóp Ítala á 14m punda.
Það er díll sem ég myndi taka alla daga vikunnar þrátt fyrir vandræðaganginn á Balotelli…
Fróðleg frásögn James Pearce af framherjaleit LFC í sumar
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/how-liverpool-fcs-striker-search-7654691
Eitthvad segir mer ad Gerrard verdi med hlutverk i a temja dyrid, svipad og Jordan tamdi Rodman her fordum daga!
#103 “Karlremba sem betra væri að losna við af síðunni.” Ef þetta er grín þá vil ég biljast afsökunar á því sem ég er að fara að skrifa.
Ef það má ekki grínast með hluti eins og þetta þá er ég ansi hræddur um að ég eigi ekki heldur neitt erindi á þessa síðu. Fólk grínast með bæði kynin en það er eins og maður sé að taka meiri áhættu þegar maður grínast með annað þeirra. Hann narfngreindi engann, og það að hún taki þetta inn á sig, og tekur það fram þýðir ekkert að hann er orðinn karlremba sem betra væri að losa við af síðunni. Samfélagið í dag er orðið svo brenglað að það er bara fáranlegt, konur geta ráðist á karla á bar með glerbroti og komist upp með það en karlar mega varla djóka án þess að fá eitthvað svona tuð (eins og er í kommenti 103).
Afsakið að ég er ekki að tala um fótbolta, það er svosem engu við að bæta hér, er sammála lang flestum hér.
Er Balotelli búinn að læra að klæða sig í vesti ? 🙂
Er staddur uti a sjó i fyrsta sinn a ævinni og er rett að komast a net nuna i fyrsta sinn siðan eg for i siðustu viku, að fa þessar frettir um Balotelli i dag er bara snilld. Eg vildi ekki sja hann um daginn en það er gjorbreytt i dag, er strax farin að elska hann, þessi maður er meistari og eg held að hann verði banvænn hja okkur. Hann mun líka pottþett rokselja treyjur og eg held að stuðningsmenn okkar muni elska hann.
Elsku vinir…
Ég sé það núna að líklega hefði ég betur látið ósagt að minnast á þessa færslu…ég kallaði engan karlrembu og því síður að hann ætti að fara af þessari síðu. Það sem ég vildi koma á framfæri væri að við sýndum öllum virðingu í skrifum okkar og skrifuðum ekki niður til neinna.
Við Fói skiptumst á skoðunum á kurteislegan hátt og kláruðum þetta og ég ætla bara að vona að hann haldi áfram að kommenta því hann skrifar oftast mjög skemmtileg komment.Það að kalla hann karlrembu finnst mér alveg jafn ljótt og að tala um skessuna.
Auðvita má grínast og hafa gaman en eins og ég sagði áður þá á að grínast og hlæja með fólki ekki að fólki. Það að konur geti grýtt karlmenn með glösum kemur þessu máli bara alls ekkert við en er alveg jafn rangt . Við erum öll jöfn og hér á Kop. is erum við öll samherjar sem elskum Liverpool og nú skulum við einbeita okkur að því að halda áfram að tala/skrifa um liðið okkar og sýna því þá virðingu sem það á skilið.
YNWA
Mig langar að bæta aðeins við:
1. Fyrst til #112, til Sigríðar og Fóa. Vil að það sé á kristaltæru að orðið “karlremba” vísaði til ummælanna, þessara og annarra svipaðra, sem ég vildi gjarnan vera laus við á þessari síðu. Alls ekki til Fóa persónulega, sem mér finnst hafa brugðist vel við athugasemdum Sigríðar.
2. Þú gerðir hárrétt í að bregðast svona við Sigríður og átt heiður skilið fyrir. Þetta samfélag okkar verður betra á eftir, þökk sé þér.
3. Aftur til #112. Við sem lesum og tjáum okkur hér á kop.is myndum samfélag í kringum aðdáun okkar eða áhuga á Liverpool. Við erum í þeim skilningi félagar. Sigríður er félagi okkar. Okkur ber öllum skylda til að vanda okkur í okkar skrifum þannig að öðrum félögum okkar sé ekki misboðið. Sigríði fannst ummæli Fóa óviðeigandi og óþægileg og gerði frábæra grein fyrir því í sínum athugasemdum hvers vegna svo væri. Fyrst henni fannst það, og ég og margir fleiri eru sammála henni í því, þá ber okkur sem myndum þetta samfélag skylda til að koma henni til varnar. Það gengur ekki að afgreiða slíkt sem einfalt grín, ekki frekar en grín sem talar niður til homma, annarra kynþátta eða annarra þjóðfélagshóopa sem tilheyra þessu samfélagi okka á kop.is. Svoleiðis grín sem á einfaldlega ekki heima hér. Það er líka ágætt að átta sig á því að mælikvarðinn á það hvort einhver tiltekin ummæli séu viðeigandi eða ekki liggur ekki hjá þeim sem skrifar ummælin, heldur þeim sem verða fyrir þeim og tekur þau nærri sér. Í þessu tilfelli gengu ummæli Fóa of langt, en honum til mikils hróss velti hann málinu fyrir sér, baðst afsökunar og er meiri maður í mínum augum og vonandi fleiri. Ég er viss um að þetta frumkvæði Sigríðar verður til þess að sú stórskemmtilega umræða sem hér á sér stað og samfélagið í kringum hana, verður enn betri á eftir.
Jæja, þetta er orðið gott!
Nú er verið að tala um að fá Eto’o jafnvel líka… ég þoli hann ekki. Ég vona innilega að Balotelli komi enda toppmaður á toppaldri og engan veginn einhver skítakarakter, bara svona fullflippaður. Aftur á móti vona ég jafninnilega að Eto’o komi ekki enda skítakarakter sem er orðinn of gamall og maður sér langar leiðir að hann er slæmur upp á móralinn.
Balotelli – Já takk
Eto’o – Nei takk
Balotelli á leið í læknisskoðun! Þetta lýst mér á!
Það er nú ekki langt síðan menn vildu Ian Ayre í burtu og það með látum. Sá hefur gert hrikalega góða díla undanfarin ár og látið marga sérfræðingana hér líta illa út. PLÚS það þá lætur hann ekki bully-a sig út í vitleysu á of mikinn pening.
Liverpool er að uppskera nú að hafa verið samkvæmir sjálfum sér í samningum síðustu ár. Ayre hefur byggt upp trúverðuleika með því að sýna að Liverpool mun ekki borga hvað sem er, það er eitthvað sem mótaðilinn veit nú. Moreno er að koma á 12m en ekki 20m eins og var talað um í upphafi, Balotelli er að koma á 16m en ekki 25m. Þessir tveir eru því að koma á 28m í en ekki 45m. Það er yfirvegun í kaupum Liverpool. Menn vita hvað þeir vilja og eru að fjárfesta til lengri tíma og því kaupa ekki í fljótheitum menn fyrir mjög háar fjárhæðir með þá vona að það lagi allt. Algjörlega frábært hvernig haldið er um taumana á okkar ágæta félagi.
Fyrst þegar ég heyrði af áhuga LFC á Balotelli leist mér ekkert á, nú er ég spenntur og ég er viss um að rautt fer honum vel.
Ég hef miklu meiri áhyggjur af leti hans og áhugaleysi á vellinum heldur en flugeldasýningum og/eða öðru sprelli, en treysti á að kapteinninn og stjórinn taki á því.
Það hefði verið flott að geta klárað þetta svo hann væri klár í City leikinn en kannski væri sá leikur ekki sá besti fyrir hann til þess að byrja á enda engin leið að vita í hvernig ástandi hausinn á honum væri á móti sínu gamla félagi.
En flott mál að þetta sé á góðri leið og ég mun klárlega fá mér treyju með #45 King Balo
Eru menn ekki á þeirri skoðun að sennilega væru þetta seinustu kaup sumarins og eru menn þá orðnir nokkuð sáttir með þennan leikmanna glugga ?
Þetta eru líklega síðustu kaup sumarsins myndi ég halda en ég væri samt til í einn markmann og þá væri þetta allt að því fullkominn gluggi. Eins og ég sagði hér að ofan þá vona ég amk að Eto’o komi ekki.
Liverpool liðið er orðið firnasterkt með mikla breidd í öllum stöðum nema markmannsstöðunni. Balotelli á eftir að skora fullt af mörkum og Liverpool verður að ég held í 3. sæti í deildinni en ekki langt á eftir Chelsea og MC.
Trúi því ekki að menn séu að spá í Eto. Hann var einu sinni góður , en ekki lengur. Væri frekar til í Bony. Sé að menn eru smeykir við þessi kaup enda skiljanlegt, maðurinn er eins og flugeldur án leiðbeininga og með engu priki.
En að bera saman stjórn mad Mancini og hvernig BR stjórnar , er eins og að bera saman epli og appelsínur.
Spái því að Brendan leiði Balo á veg dyggðanna rétt eins og hún Sigríður okkar leiðbeinir honum Fóa okkar um guðs ótta og góða siði.
Þegar Balotelli er á leið til Liverpool og femínismi er til umræðu á kop.is er greinilegt að heimur batnandi fer. Hvorugt hefði maður getað leyft sér að dreyma um fyrir nokkrum árum síðan.
SNILLD! 😀 Ég er þvílíkt sáttur með Balotelli. Hann er heimsklassa striker og kemur til með að styrkja liðið vel. Oh það er frekar skondið að horfa upp á okkar menn gera hver glæsikaupin á fætur annari á meðan rauðu grannar okkar frá manchester eru með ALLT niðrum sig í þessum glugga og slúðurblöðin síendurtekið að vekja draumóra þeirra um fjarstæðukennd kaup á leikmönnum einsog Di Maria, Vidal og Khedira. Þessi föstudagur er góður 🙂
Ekkert helvítis SAS lengur í framlínunni – núna verður það SÍBS!
Sturridge
Ibe
Balotelli
Sterling
Þetta er no brainer þar sem við höfum allt til alls til að hjálpa Baló að meta og læra á sína hæfileika og verða betri.
Borini fer til Sunderland a £14m og við fáum Baló á £16m sem getur varla verið mikil áhætta. Ef einhver getur ráðið við Baló þá er BR maðurinn og þetta er í raun besta tækifæri sem Mario getur fengið til að snúa við blaðinu. Gaman að sjá framhaldið.
Fói: muna svo að sitja með krosslagða fætur, og passa rýmið (#32)!
http://knuz.is/2014/08/22/35-hagnyt-atridi-fyrir-karlmenn-til-ad-styrkja-feminiska-byltingu/
Markovic og Moreno verða í hópnum á mánudaginn:
http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/169365-markovic-and-moreno-available-on-monday?
Toure og Ibe út líklegast.
Þetta er draumur og verður veisla ef Balotelli kemur.
Ég man samt fyrir ca 2 árum +/- 1 ár kannski þegar einhver húmoristi kom fyrst með samlíkingu á leikmannakaupum og konu/hjásvæfu/bólferð/djammi … og uppskar mikið lof fyrir í kommentum. Síðan þá hefur einhver sniðugur komið með þetta á 2-3ggja mánaða fresti og þetta orðið þreyttara og þreyttara með hverju skiptinu sem einhver heldur að þetta sé sniðugt og “beittur húmor”. Var alltaf nær og nær því að úthúða mönnum fyrir gríðarlegan “frumleika” og ósmekklegheit en þarf þess greinilega ekki úr þessu 🙂 Vona innilega að það sé bara komið gott af þessum samlíkingingum.
Sælir piltar og stúlkur hvar er best að fara að láta merkja treyju og hvað kostar slíkt ? over and out
Held að Jói Útherji sé sá eini sem gerir þetta.
http://www.joiutherji.is/pages/merkingar
Ég virðist hafa eitthvað til míns máls að segja um að þeir ætluðu að reyna að hjálpa Balotelli andlega og gera hann þannig að betri leikmanni. T:d með því að fara til íþróttasálfræðings sem er hjá félaginu.
Í viðtali við Brendan Rodgers stendur… í lauslegri þýðingu.
“Við höfum strangar siðareglur fyrir alla starfsmenn Liverpool sem engin í félaginu getur sniðgengið. ”
“Ekki einn einasti leikmaður kæmist upp með að valda usla í frábæru umhverfi okkar . Við höfum t.d námsumhverfi fyrir leikmenn, sem hellingur af leikmönnum notar til að bæta sig sem manneskjur”.
“Enginn leikmaður kæmist inn í þetta umhverfi ef ég finn ekki að það er hægt að hjálpa honum. Ef ég get hjálpað manneskju, þá tel ég það ekki síður mikilvægara, en að gera hann að góðum fótboltamanni”
“Fólk sem þekkir mig vel myndi segja þér að ég reyni að þróa leikmenn með því að gera þá að andlega sterkari. Sem betur fer höfum við menningu hér sem hjálpar leikmönnum við slíkt.
“Ég hef áður sýnt að svo lengi sem leikmenn umönnun og vilja til að læra, gefum við þeim tækifæri til að þróa sig áfram.
“Stundum þarftu að taka áhættu á fólki, en ef áhættan uppsker árangur færðu ríkuleg verðlaun fyrir það”
#134 – Rindill Rindilsson mig minnir að hjá Jóa útherja kosti talan 1000kr og stafurinn 300kr
Ég er rosalega ánægður með þennann glugga í sumar, enn þegar maður frétti af því að Di Maria
er að leita sér af félagi þá kittlar það svolitið mikið. Þetta er leikmaður sem er á algjörum heimsklassa. En hann er á leiðinnni til united…. Fullkominn gluggi ef við myndum ná honum
Ef að upphæðin sem þeir eru að kaupa hann á er eitthvað nálægt því sem maður er að heyra þá myndi ég persónulega segja pass. En hvað lesa menn í þessa instragram sem balo var að splæsa í inn á fótbolta.net er það bara ég eða er hann að gera lítið úr liverpool? vona að þetta sé bara ég og ég hafi rangt fyrir mér en væri til í að einhver myndi útskýra þetta comment fyrir mér “Big dreams have small beginnings”
https://twitter.com/LiverpoolData/status/502861935914663936/photo/1
“Stórir draumar byrja sem litlir ” …. gæti ekki verið að Balotelli hafi einhvern tíman gert sér litla von um að fara til Liverpool sem er hægt og bítandi að verða stærri og stærri ? Draumurinn er núna við það að rætast. Hann þarf aðeins að standast læknisskoðun.
etoo líka ? .. rólex. Gamli að safna fyrir elliheimilinu.. stutt í það.
#129 þú mátt ekki gleyma Lambert í framlínunni
Balo-Lambert-Ibe-Sterling-Sturrigde…. so it will be a BLISS (a.k.a. Perfect joy)
Með Origi verður þetta BLOSSI!
#144 þá er eins gott að þeir selji ekki Lambert
Við erum að gera stór mistök. Þessi drengur átti erfiða tíma hjá City og var sífellt til vandræða. Sömu sögu er að segja hjá Milan og Ítalska landsliðinu – rotið epli í hópnum. Afhverju getum við ekki fengið heimsklassaleikmenn sem eru heilir í toppstykkinu samanber Arsenal sem fengu Sanchez og eru að landa Reus?
Þeir sem halda að Rodgers eigi eftir að temja guttann eru á villigötum. Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja og Balotelli verður alltaf hann sjálfur. Verður í mesta lagi í þrjú ár hjá sama liðinu einsog t.d. Zlatan sem er ekki ólíkur honum.
#146
Hefur Balotelli verið rotið epli í hóp AC Milan? Mér hefur fundist fara lítið fyrir uppátækum hans að undanförnu og þegar maður skoðar tölfræði hans hjá Milan þá virðist hann hafa staðið sig vel. Finnst eins og vandamál AC Milan sé allt annað en Balotelli.
Mér finnst þetta frábær kaup, ef hann er til vandræða þá spilar hann einflaldlega ekki. Ef hann leggur sig ekki fram þá fer hann á bekkinn eða verður seldur, það mun alltaf eitthvað lið vera til í að kaupa hann og borga honum kaup. Þetta gildir um alla. Öll kaup eru áhætta, líka Sanchez.
#145: Ekki hafa neinar áhyggjur. Bossi er góður. https://www.youtube.com/watch?v=8jhKD9JqOzw
jú það gæti verið Brynjar og mikið vona ég að það sé rétt hjá þér. En hann var nú hjá city það er ekki eins og hann hafi komið frá oldham. Táknar city þá litla drauminn. En hver veit hann er nú ekki skarpasta verkfærið í skúffunni svo segjum það bara:)
Jón fógeti #146,
Við erum að tala um leikmann sem er nýorðinn 24 ára en hefur unnið Serie A þrisvar, EPL, Samfélagsskjöldinn, ítölsku bikarkeppnina og lent í öðru sæti á EM sem aðalstriker ítalska landsliðsins þar sem hann hefur skorað 13 mörk í 33 appearances.
Það stefnir í að við séum að fá þennan leikmann á aðeins meiri pening en Fulham greiddu Leeds fyrir Ross McCormack (11M) og Southampton greiddu Hull fyrir Shane Long (12M). Aukinheldur munu Sturridge og Balotelli samanlagt hafa kostað álíkamikið og Fellaini. Skv. góðum heimildum er Mario að taka á sig verulega launalækkun frá AC samningnum, með myndarlegum viðbótum fyrir góðan árangur og hegðun.
Það er visslega svolítil áhætta í þessu, en þetta eru algjörlega ekta FSG/Henry style kaup. Worst case scenario er hvað? Hann kemur lítið við sögu og verður seldur með smávegis tapi. Best case scenario er við himinhvelfinguna, svo góður knattspyrnumaður er Mario Balotelli. Hann virðist virkilega hafa langað að koma til Liverpool, sem hlýtur að þýða að honum sé fúlasta alvara með þessu.
Ég hef ekki verið jafnspenntur fyrir leikmannakaupum Liverpool í mörg ár.
Hér eru glæsileg kveðjuskrif AC Milan aðdáanda: http://www.milanobsession.com/2014/08/my-love-affair-with-mario-balotelli.html?m=1
Ég held að ruglið í kringum Balotello hafi alltaf verið orðum ofaukið. Svona eru fjölmiðlarnir í dag og hann var 19-21 árs þegar það versta var í gangi. Kappinn er 24 ára í dag, virðist ráðfastur (var að trúlofa sig í sumar) o.s.frv. Mesta ruglið hlýtur að vera að baki.
Það er tvennt mjög athyglisvert við Liverpool lið FSG og BR:
#1 félagið yfirborgar ekki, grípur frekar í tómt. Á endanum skilar þetta sér í samningaviðræðum, seljendur vita að FSG/Henry/Ayre eru ekki örvæntingarfull ginningarfífl.
#2 fjölmargir “tæpir” og/eða jaðarsettir leikmenn annarra liða hafa blómstrað hjá félaginu undir stjórn BR. Þetta gæti verið faktor í ákvörðun Balotelli. Er maður of bjartsýnn að lesa “Jæja, nú ætla ég að einbeita mér að ferlinum og hætta þessu rugli!” í þetta hjá Mario? Kannski. En maður vonar!
Annað í þessu að fá svona heimsþekktan headline grabber (fyrir utan hina sívinsælu treyjusölu). Hann mun t.d. losa Sturridge, Sterling og fleiri undan á að giska 17239 fréttum um hvernig þeim gangi að fylla í fótspor Luis Suárez. Hann verður eins og svampur á athygli fjölmiðla og er vanur því.
Inni á vellinum verður ekki mikið auðveldara að eiga við framlínuna okkar en í fyrra. Gegn AC Milan gátu varnarmenn andstæðinganna verið 2-3 eins og blóðsugur á Balotelli, enda ógnin þeirra ekki sérlega fjölþætt. Gengur það gegn liði sem er jafnframt með Daniel Sturridge, Raheem Sterling og fleiri slíka? Ónei! Balotelli er frábær í að hlaupa á blindu hliðina í fremur low energy pressu. Sóknarmennirnir þurfa ekki endilega að hlaupa eins og Gary Martin á spítti til að pressan skili sínu; bara að gera miðjunni kleift að komast í rétta stöðu og gera vörninni erfiðara fyrir að gefa sendingar sem taka miðjuna úr leik.
Nú er ég e.t.v. heldur bjartsýnn, en best case scenarioið með þennan unga og frábæra hóp að viðbættum Mario Balotelli er algjörlega frábært. Í samanburði við örvæntinguna hjá nágrönnum okkar í Manchester, er allt á uppleið.
Haukur.
það hefði t.d verið allt annað mál ef hann hefði sagt. “stórir draumar enda sem litlir”… þá væri hann að gera lítið úr Liverpool. Ég geri ráð fyrir því að honum hafi ekki liðið vel hjá Ac-Milan og var farinn að vonast til að lið eins og Arsenal -eða Liverpool myndi pikka hann upp. Nú er það orðið veruleiki.
Jafnvel Baotelli myndi ekki fara að skíta út lið sem hann er á leiðinni til.
Svo er ég ekki sammála því að hann er vitlaus. Reynsla mín af vandræðagemsum er sú að þeir eru einmitt þveröfugt. Eldklárir en misskilnir.
Allavega geri ég mig vonir um það að Balotelli upplifi sig virkilega sem hluta af heild – og það held ég að sé verið að reyna að gera. Mín upplifun er sú að Balo hefur aldrei upplifað sig sem hluta af fótboltaliði – en gæti trúað því að gaurar eins og Sturridge, Sterling,ibe geti myndað svona “brotherhood”tengsl við hann. Ef það gerist – og hann upplifir sig sem raunverulegan Liverpool mann og þá erum við að tala mann sem er á við jarðskjálfta upp á 90 rikter – fyrir hvaða varnamann í heiminum.