Stórleikur eitt – City á Etihad

KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD!
SJÁ UPPLÝSINGAR HÉR!

Það verður ekki sagt að við eða aðrir aðdáendur enskrar knattspyrnu þurfum að bíða lengi eftir fyrsta risaslag vetrarins, en á morgun munu okkar drengir taka þann veg út úr borginni sem gárungarnir kalla stundum “Highway to Hell” með það að markmiði að keyra brautin í hina áttina, “Road to Heaven” með þrjú stig með sér í íþróttatöskunum.

Haldið ykkur, liðin sem börðust um titilinn fram í síðustu umferð á liðinni leiktíð eru að fara að stangast á ný, leikvangurinn er Etihad völlur þeirra Manchester City manna og baráttan verður held ég rosaleg.

City_livVið munum ÖLL eftir síðustu viðureign þessara liða sem var sennilega magnaðasti leikur þeirra allra á leiktíðinni. Eftir hann vorum við komin í ökumannssætið sem við misstum þó að lokum í þeirra hendur.

Í umræðunni þessa vikuna hafa margir keppst við að tala um “nýtt tímabil” og “allt annar leikur” en ég er bara ekki sammála því. Ég er alveg handviss að okkar drengir eru með extra blóð á tönnunum og City vita líka af umræðunni í Englandi varðandi “loftbóluna sem springur” hjá LFC og vita að sigur eykur pínu pressuna á okkar lið.

Svo ég held að leikurinn sé allavega sex stiga leikur.

Einhver tölfræði hefur verið rifjuð upp um hversu illa okkur gengur á mánudagskvöldum að spila fótbolta en ég einfaldlega legg bara engan trúnað í það að dagsetningar og tími leikja skipti einhverju máli. Þarna mætast tvö frábær lið í kvöldleik og ekkert skiptir máli nema frammistaða fótboltamannanna…óháð öllu!

Okkar lið

Það er töluverð breyting að vera með upphitun nú þetta tímabil miðað við það síðasta. Skýringin er einföld….það er MIKLU MEIRI BREIDD í leikmannahópnum okkar en áður. Í fyrra var maður með 8 – 9 leikstöður klárar en ég viðurkenni það bara að ég er töluvert óviss um hvernig Brendan stillir upp.

Ekki síst þar sem að enn hefur maður ekki getað áttað sig á hvort hann er “íhaldssamur” eða “rótari” í uppstillingum á sínum liðum, aftur vegna þess að breiddin hefur verið lítil. Í síðasta leik ræddum við möguleikann á því að Emre Can yrði í liðinu en frá síðasta leik er klárt að Markovic og Moreno hafa æft á fullu alla vikuna og Adam Lallana er kominn til æfinga, þó líklegt sé að hann verði ekki látinn byrja. En hann á góðan möguleika á að vera í hóp.

Í ofanálag held ég að Brendan, Pascoe og Marsh hafi áttað sig á því að Lucas/Gerrard comboið virkar illa…og svo fannst mér allt annað að sjá liðið í 442 demantinum sem við spiluðum við City síðast og þar fékk Raheem það svæði sem hann þurfti til að leika þá City menn illa. Auk þess er lausara um Coutinho sem átti mjög erfitt í 4231 kerfinu sem við spiluðum gegn Southampton.

Svo það er um heilmargt hér að velja. Ég held þó enn að Rodgers sé ekki mjög ævintýragjarn í liðsvali, heldur eigi þá áræðni til góða inni á vellinum. Hann er rosalega nákvæmur í uppsetningu leikjanna og því held ég að hann muni verða frekar varnarsinnaður í byrjunarliðinu og stilli upp 4231 eins og á móti Southampton en við munum sjá möguleikann á því held ég að liðið færi sig til í taktík með því að Joe Allen (þó ég myndi frekar velja Emre Can) færi sig framar í demantinum, það einfaldlega ræður Lucas Leiva ekki við.

Ég er svo heldur ekkert vissari með varnarlínuna. Ég tel þó að hafsentaparið sé það sama og held að Sakho vinur minn þurfi að sætta sig við bekkjarsetu áfram þrátt fyrir frábæran leik hans gegn City í fyrra. Manquillo átti virkilega öflugan leik í hægri bakverði fannst mér, en þó var hann í vanda í lok leiksins. Ég hallast því að því að Johnson verði settur í hægri bakvörðinn og við sjáum Moreno í fyrsta sinn í treyjunni.

Að því sögðu semsagt þá tippa ég á þetta byrjunarlið:

Mignolet

Johnson – Skrtel – Lovren – Moreno

Gerrard – Allen
Sterling – Henderson – Coutinho

Sturridge

Þegar við sækjum þá er þetta pottþétt 433 – en 4231 þegar við erum að verjast. Samkeppnin um að komast á bekkinn er hörð, þar verða Jones, Manquillo, Sakho, Lucas, Can, Markovic og Lambert. Adam fær ekki að komast í paradís strax. Utan hóps auk hans því Kolo, José Enrique, Ibe, Borini og Coates auk meiðsla Agger og Flanno. Svona til að skoða breiddina enn um sinn.

Mótherjinn

Þetta er einfalt. Þetta á allan daginn að vera erfiðasti leikur vetrarins. Manchester City er best skipaða liðið í ensku deildinni með minnst tvo frábæra leikmenn í hverja stöðu. Þeir virkuðu gríðarlega sannfærarndi á mig þegar þeir unnu Newcastle á útivelli um síðustu helgi og það er ekki nokkur vafi að þeir ætla sér að sýna úr hverju þeir eru gerðir.

Mangala er enn ekki talinn í fullu leikformi og Negredo er meiddur, en í staðinn er Kun Aguero orðinn heill eins og Sagna og Frank Lampard…það er afar skrýtið að skrifa nafn hans með City ennþá…svo að þeir geta stillt upp feykisterku liði. Svona ca…

Hart

Sagna – Demichelis – Kompany – Kolarov

Fernando – Yaya Toure
Nasri – Silva – Navas

Aguero

Kannski spila þeir 442 og setja þá Dzeko inn með Aguero…eða Lampard inn í þetta kerfi, þeir eiga líka fína möguleika!

Niðurstaða – spá

Maður lifandi. Þetta verður keppnis.

Dzeko_GerrardRodgers hefur farið yfir það í vikunni hversu gott það er að fyrsti leikur er að baki og að sigur hafi unnist þar. Hann er á því að við fáum að sjá betra lið núna um helgina en við fengum að sjá síðast og ég er bara nokkurn veginn á því. Það er í raun litlu að tapa fyrir okkur í þessum leik, við erum klárlega “underdogs” þegar horft er til þriggja stiga, en við vitum líka af því að við höfum átt góða leiki gegn City undanfarin ár á Etihad og það styttist í sigurinn þar.

Ég er þó á því að við verðum aðeins að stilla væntingum okkar niður, það eru gríðarmargir nýliðar í liðinu okkar og þetta þarf enn að slípast aðeins til. Ég held því að við munum sjá gríðarlega magnaðan fótboltaleik tveggja skemmtilegra sóknarliða enda með 2-2 jafntefli þar sem við komumst yfir a.m.k. einu sinni, ef ekki bara tvisvar.

Við sjáum sennilega ekki aftur svona huddle í lokin svo að við skulum bara rifja þessa ódauðlegu snilld upp aftur og fullvissa okkur um það að Captain Fantastic hefur síðustu 9 daga verið að undirbúa sína menn undir þessa baráttu.

Bring on City, frábært að fá risaleik strax í byrjun!!!

41 Comments

  1. Sælir félagar

    Þakka fína upphitun og hlakka til leiksins. Ekki síst þegar maður er búinn að horfa á LvG.r…lestina fara aftur verulega útaf sporinu og voru þeir jafnvel að leika ver en í dag en í síðaasta leik.

    En hvað um það. Eins og Maggi segir er erfitt að spá fyrir um byrjunarliðið og hans hugmynd er ekki verri en einhver önnur. Þó held ég að Can komi inn fyrir Allen enda ekki seinna vænna að láta hann takast á við alvöru leik. Eins vil ég hafa spánverjann unga Manquillo í hægri baka alla daga frekar en GJ.

    Það skiptir þó ekki öllu máli hvað við pælum hér uppi undir heimskautsbaug, BR stillir liðinum upp og gerir vonandi ekki sömu villu og síðast á miðjunni. En ég treysti BR fyllilega fyrir þessu og spái sigri 1 – 3. Það reku ef til vill einhvern minni til að hafa séð þessar spátölu áður hjá undirrituðum en svona fer þetta nú samt.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  2. Er ekkert sérstaklega bjartsýnn á þennan leik. Á móti Southampton fannst mér Gerrard eiga ca mánuð í að komast í fullt stand, auk þess sem sóknarlínan okkar var varla almennilega inni í leiknum. Að hluta til má kenna Lucas um það, en ef það var þannig á móti Southampton heima er ekki von á góðu á móti City úti, jafnvel þótt Allen komi sprækur inn.

    Held því að City verði talsvert sterkari í leiknum, en vona að við stelum jafntefli með því að lauma inn marki eða tveimur, svipað og gerðist í USA um daginn og Maggi spáir hér að ofan. En til þess þarf Gerrard að vera góður og mun sterkari heildarsvipur á liðinu en síðast.

  3. Sæl og blessuð.

    Ekki get ég sagt að bjartsýnin sé að fara með mig. Liðið á margan hátt brothætt, að fóta sig í nýju landslagi, án nafna og með nýja hausa. Margt getur farið úrskeiðis. Miðbæjarmenn verða þar að auki með fölbláa keppinauta á varamannbekk og uppi í stúku. Hver og einn þeirra mun halda áfram að berjast fram í rauðan dauðan hvernig svo sem leikurinn þróast. Engin von á kæruleysi eða vanmati þar. Þetta gæti orðið súrt.

    Vona að eitthvað hafi lærst af síðasta leik. Vil gjarnan sjá Jónsson utan vallar og fá hinn unga Manquillo í eldskírnarkjólinn. Lúkas verður vonandi víðsfjarri. Ætti að skapast svigrúm fyrir Kútinjó og Sterling, en þetta lið er af allt öðrum klassa en þeir Suðurhafnarmenn. Sturridge má nú alveg sprikla meira en síðast, þótt honum fyrirgefist allt eftir að hafa potað’onum inn í lokin.

    Púffpúffpúff þetta verður ekki auðveld sýning.

  4. Komið þið sælir,

    Glæsileg upphitun!

    Varðandi liðið þá er þetta mikil ráðgáta og margir hafa talað um að Emre Can eigi að spila þennan leik en persónulega tel ég að þetta sé ekki leikur sem hann ættia að taka. Betra að nota hann með Gerrard heima gegn slöku liði til að sjá hvernig það combo gengur áður en hann er settur með honum í svona stórum leik.
    Tel einnig að GJ verði alltaf í hægri bak í þessum leik en Manquillo mun slá hann alfarið útúr liðinu eftir 4-5 leiki og þá sjáum við einungis einn mann í vörninni sem var í fyrra.
    Einnig vonast ég eftir að sjá Markovic koma inn fyrir Coutinho.

    Koma svo…… LFC

    p.s. Byrjun United gleður, sannar bara að það er ekki stjórinn sem spilar leikina, leikmenn þeirra eru einfaldlega ekki nógu góðir.

  5. algjörlega ótengt þessu, en djöfull er ég að elska þetta Van Gaal rúnklestarslys

  6. Lestin er við það að fara út af sporinu, nei ókei ég bara varð heheh

    Við getum ekki afskrifað þá strax, þeir eiga eftir að kaupa mannskap og þetta er ekki versti þjálfarinn. Yfir og út.

  7. Mér er alveg sama um aðrar rúnklestir, þetta er rétt að byrja og vonar maður að við endum ekki sem rúnklestarslys . Eina sem skiptir máli erum við á morgun og 3 stig.
    YNWA.

  8. Frábært upphittun

    Það er erfitt að giska á liverpool liðið fyrir þennan leik og held ég að það sýni hversu langt við erum komnir.
    Allt í einu er kominn samkeppnu um hægri bakvarðastöðuna og verður það á milli Glen og hinn unga spánverja.
    Einnig verður fróðlegt að sjá hvort að hann byrjar inná með Joe Allen sem kom sterkur inn í síðasta leik eða E.Can .

    Ekki ætla ég að spá um liðið því að ég ætla einfaldlega að leyfa meistara Rodgers að glíma við þetta skemmtilega vandamál.

    Eitt er samt víst að það verða nokkur mörk skoruð í þessum bráðskemmtilega leik og þótt að heilinn segjir mér að Man City vinni þá ætla ég að halda mig við hjartað að þessum sinni og spá flottum liverpool sigri fyrir framan nýjasta meðlim Liverpool Super mario sem situr brosandi uppí stúku

    Áfram Liverpool

  9. sælir félagar………

    góð upphitun,, ég persónulega held að við sjáum EmreCan í staðin fyrir Allen en held því miður að nýji hæri bakvörðurinn okkar verði á bekknum í stað glenn johnson, Tippa annars á 0-1 sigur með marki frá markó 🙂
    PS.. Er sveittur á efri vörinni af spenningi 🙂 bara gleði

  10. og eg er uti a sjo og er 99 prosent ekki að fara sja þennan leik frekar en leikinn gegn southampton og liklega ekki leikinn gegn Tottenham heldur, djofuls rugl sem maður let hafa sig í en eg treysti a að minir menn komi með allavega 1 stig heim…

  11. Flott upphitun, held Maggi þú sért með byrjunarliðið rétt. Ég hef trú á mínum mönnum, ættla að tippa á Liverpool sigur 0-2. Sterling og Allen með mörkin. Liverpool betri aðilinn og sigurinn verðskuldaður. Allir glaðir.

  12. Hræddur. Ég hef það sterklega á tilfinningunni að við séum að fara að tapa á morgun, 2-0.
    Vona innilega að annað komi í ljós.

  13. Sælir piltar. Þetta verður svaaaaakalegt. Segið mér eitt, ætla einhverjir kop.is-arar að horfa á leikinn miðsvæðis í Köben á morgun. Hvar er besti pöbbinn þar? Helst ekki fyrir utan Kobenhavn K.

  14. Þetta verður erfiður leikur en kannski ekki , maður veit aldrei og ekki átti neinn von á því er Liv, valtaði yfir Ars á síðustu leiktíð, þannig að ég vona það besta.

  15. Takk fyrir upphitunina. Við erum að fara á þennan sterkasta útivöll Englands og jafntefli yrði fínustu úrslit, svona fyrirfram. Eg hins vegar hef fjallatrú a okkar mönnum og spilar hungrið þar mestu sem og góð liðsheild og snjallur þjálfari. Vinnum 1-2 og veislan heldur áfram! YNWA!

  16. Af hverju ættum við að tapa eða gera jafntefli í kvöld?
    City varð meistari í vor og Liverpool varð í öðru sæti – þeir eru hugsanlega enn með hugann við titilinn og við eru enn með hugann við að hafa misst af titlinum. Þessi leikur getur ekki endað öðruvísi en með okkar sigri – 1-3 (Toure / Sturridge, Gerrard (víti), Skrtel).

  17. Það virðist vera einhver lenska hér á síðunni að afskrifa leikmenn ef þeir eiga ekki stjörnuleik í hvert sinn sem þeir stíga inn á völlinn.

    Í mínum huga er engin spurning að bæði Leiva og Johnson byrji þennan leik. Hafa verið gríðarlega traustir undanfarin ár og þú villt alltaf eiga slíka menn í svona leiki.

    Og sanniði til Gerrard/Leiva combóið getur virkað allt öðruvísi í kvöld en á móti slöku liði Southampton sem hafði nákvæmlega engu að tapa í síðasta leik.

    Áfram Liverpool!

  18. Maggi , hverja sérðu detta af bekknum þegar Mario og Lallana koma inn ???

  19. Fyrir ekki svo all löngu hefði maður verið með kvíða fyrir svona leik en nú er maður bara spenntur og tíminn líður hægt þar til flautað verður til leiks.
    Breytingin á þessu liði frá því að BR tók við er þannig að nú hefur kvíðahnúturinn breyst í fiðrildi og spennu. Það er ekkert sem segir að við eigum að tapa þessum leik eða stigum þessvegna.
    Ég ætla bara spá því að við vinnum þennan leik 0-2 og hananú.

  20. Fyrir mér þá snýst þetta eins og hjá mörgum öðrum um það hvort að Lucas og Manquillo/Johnson fái frí.

    Held að liðið verði svona:

    Mignolet, Johnson, Skrtel, Lovren, Moreno, Gerrard, Allen, , Henderson, Coutinho, Sterling og Sturridge.

  21. Já ég tek undir með Styrmi, maður er yfir sig spenntur í dag yfir þessum leik. En ég er samt aldrei slíku vant frekar svartsýnn á þennan leik og á eiginlega frekar von á tapi. Mér finnst liðið ekki vera orðið nógu fluent í sóknarleiknum og varnarleikurinn er enn áhyggjuefni miðað við síðasta leik. Tek líka undir með Hossa að ég geri fastlega ráð fyrir því að Lucas og Johnson verði í byrjunarliðinu. Ég geri ráð fyrir einni breytingu, að Moreno komi inn fyrir Manquillo og Johnson færi sig á sinn stað.

    En þetta er allt komið í gang aftur, heldur betur. Takk fyrir klassa upphitun Maggi, ég verð mjög ánægður með 2-2 jafntefli en á frekar von á 2-1 tapi. 🙁

  22. Er Sagna eitthvað að fara að challeng-a Zabaleta í þessu City liði?
    Zabaleta búinn að vera einn besti hægri bakvörður í heimi undanfarin tímabil að mínu mati..

    En ég vil fá að sjá Can inn í stað Lucas.. Þvílíkt dýr sem sá maður getur orðið, og því fyrr sem hann fær eldskírn sína, því fyrr mun hann aðlagast..

  23. Kristján í #20….svei mér þá ég veit það ekki…sennilega Lucas og Lambert/einn varnarmaður.

  24. Vonandi verðum við betri í þessum leik en í leiknum á móti southampton. BR hlýtur að leggja þennan leik upp allt öðruvísi en þann leik, með annað leikkerfi í huga. Vona það besta 🙂

  25. Sammála þér Ari með Can. Fór létt með Toure og lét hann líta illa út. Einungis spurnig hvort þetta sé rétti leikurinn, en því ekki?

  26. Minni á það að Sterling fékk fyrsta séns í byrjunarliði á móti City, það virðist ekki hafa háð honum.

  27. [img]https://scontent-a-lhr.xx.fbcdn.net/hphotos-xaf1/v/t1.0-9/10606217_832792670086077_5831190959692389804_n.png?oh=20768c4495174d8d389154edad5b35a6&oe=547F4EB9[/img]

    [img]https://fbcdn-sphotos-h-a.akamaihd.net/hphotos-ak-xpa1/v/t1.0-9/7040_10204766860316475_2382384829754417554_n.jpg?oh=88f38db755df008cce802644ba0886ca&oe=54760FFB&__gda__=1417221241_c96ccd3b7aa92c9e9fa760ed6361e6ec[/img]

    No homo samt

  28. Ætla að spá því að Rodgers stilli upp í 3-5-2 leikkerfi.
    Mignolet
    Lovren / Skrtel/ Sakho
    Johnson Moreno
    Gerrard / Allen
    Henderson

    Lambert / Sturridge

  29. Ég skil ekki afhverju menn eru svona sannfærðir um Coutinho spili þennan leik þvi hann var arfa slakur í síðasta leik. Eg hef trú á að liðið sem byrji verði svona Mignolet, Johnson, Skrtel, Lovren, Moreno, Gerrard, Allen, Henderson, Can, Sterling og Sturridge.

  30. Djö…. vona ég að Liverpool menn gefi bróður mínum fína afmælisgjöf með sigri, spái 2-3 í stórskemmtilegum leik, Sturridge 2 mörk og Gerrard 1 úr víti á 89. mín 🙂

  31. Get ekki beðið eftir þessum leik, er staddur á Akureyri í námslotu í HA.
    Hvar er best að horfa á leikinn á Akureyri?

    Gunnar
    @kopice86

  32. Eru einhverjir Íslendingar að hittast á bar í Oslo og horfa á leiki saman ?

  33. Siggi, Couthino var mjög öflugur í pre season og lofaði góðu… Enn það vil stundum loða við hann þetta jójó! Ég tel aftur á móti að hann verði frábær í kvöld og ég eiginlega geri kröfu að hann byrji í kvöld… Hver var það sem skoraði markið sem gaf okkur stóra von í fyrra? Sjálfur Couthino og fyrir það á hann að byrja í klvöld!!!

    BABU = þér er fyrirgefið fyrir að Jinxa Remy í sumar. Balotelli mættur á svæðið og mér lýst aðeins betur á hann enn Remy. Svo Babu Velkomin aftur í Elítunna 🙂

  34. jæja… ef leikurinn fer illa a eftir tha er alltaf hægt ad henda inn nyjum stadus herna a kop med…. vertu velkominn Super Mario STADFEST.

    en thetta fer 1 – 2 fyrir okkur…. liverpool heldur ekki hreinu fyrr en eg sel Lovren i fantasy….

  35. Ég væri til í að sjá Can í stað Allen, og Reyndar var Couthino slakur í síðasta leik, en það hefur verið pattern hjá honum að einga góða leiki gégn stóru liðunum en detta oft niður á milli, auk þess að hann var frábær á undirbúningstímabilinu.

Super Mario!

Balotelli mættur (staðfest!)