Brendan Rodgers stillir þessu svona upp í dag:
Mignolet
Manquillo – Lovren – Sakho – Moreno
Henderson – Gerrard – Coutinho
Sterling – Balotelli – Lallana
Sem sagt Sterling kemur inn í stað Lazar sem er í banni.
Koma svo, byrjum þetta af krafti!
Mér lýst vel á þetta lið, eigum að rúlla létt í gegn um þetta.
Var samt að vonast eftir að Stevie myndi fá hvíld.
Veit einhver hér um straum með sæmilegum gæðum fyrir þennan leik? livefootballol bara með einhverja frekar slappa í dag 🙁
glimrandi gott koma svooo !!! 3-1
Hann stillir bara upp sinu besta liði sem er frábært, ekkert vanmat og skulum bara vona að okkar menn setji nokkur mörk 🙂
Nr2!
Það er til síða sem heitir frombar.com að mig minnir, þar eru fullt af linkum.
veit reyndar ekki hversu góð gæðin eru. 🙂
Fyrir þá sem eru með ITV stöðvarnar á gervihnattadiski, þá er þessi leikur þar.
Razzgatið verður engin fyrirstaða og því spái ég 6-0.
Wiziwig.tv er besta síðan, Svo er hægt að ná þessu í ótrúlegum gæðum með Acestream eða Sopcast
Fiðrildi í maganum……..KOMA SVOOOOOOOOOOOOOO
https://www.filmon.com/tv/itv1
mig vantar gott stream er út á sjó og get ekki séð leikinn
Ræðum aðeins þennan dómara-búning, is he bringing sexy back?
Þvílík gæsahúð að horfa á leikmenn liðsins undir hljóma CL lagsins! LOKSINS!!!
Þessi leikur byrjar allavega betur en leikurinn á móti Aston Villa – leikmenn voru tilbúnir og Gerrard þurfti ekki að sækja menn inn í klefann!
3-0 er mín spá – Balotelli (1) og Sterling (2)með mörkin – KOMA SVO!
nr 9 http://crichd.tv/sky-sports-f1-live-stream.php
Spilum, spilum og spilum….. en engin ógn.
Áhyggjuefni. Byrjum þar sem við enduðum Villa leikinn…
Jæja kannski er þetta að glæðast =)
Það er alveg yndislegt að sjá okkar menn aftur í CL þar sem að þeir eiga heima!
🙂
Viðurkenni pirring að sjá Sterling alltaf úti á kanti…
Vill sjá hann frammi í 4-4-2….
Manquillo mætti passa sig aðeins meira á að láta ekki toga sig svona endalaust út úr stöðunni sinni. Já og sá sem sagði að Balotelli nenni ekki að verjast skal éta hattinn sinn. 🙂
Sa ekki fyrstu 3 leikina i deild en sa villa leikinn og þennan og finnst við bara daprir og hugmyndasnauðir
Real að rústa Basel 3-0 eftir hálftíma leik
Coutino ? ekki sendingu á samherja.
Er Lallana þroskaheftur?!
Dude: Hvað finnst þér svona helst gefa það til kynna?
Látið mig vita þegar það er tími til að panikka… -_-
Ævintýrlega lélegt
Biðst afsökunar á að henda fram svona fáránlegu kommenti. Þetta var skrifað í bræði þegar Lallana klúðraði dauðafæri. Ég tek þetta til baka og biðst enn og aftur afsökunar.
Okkur sárvantar Suarez, hann er ástæða fyrir góðu gengi Liverpool í fyrra?
Dómarinn hálf-slakur en jafnt á báða kanta.
Þurfum þolinmæði og þá kemur árangurinn.
rosalega er maður er orðinn þreyttur á eftirtöldu commenti:
“rosalega söknum við Suarez”
Hann er farinn!! Get over it!!
Jæja, fyrsti fyrri hálfleikur okkar í meistaradeildinni í fimm ár. Finnst leikurinn bera þess talverð merki. Stress í okkar mönnum og greinilegt að þeir vilja alls ekki tapa þessum leik. Treysti á að við tökum þetta í seinni og smellum nokkrum boltum í netið fyrir framan Kop.
Koma svo!
Já takk….jæja…og….
Seinni eftir. Það er jákvætt.
Obboslega sem að Kúturinn hefur verið slappur bæði í dag og á móti Villa. Alltaf að reyna of mikið. Verst að þegar hann tekur “safe” sendingu þá misheppnast hún oftast líka. Magnað hvað hann er misjafn kallinn
Ævintýralega slappt eitthvað
Coutinho búin að vera mistækur en bjó reyndar líka til besta færið okkar. Við tökum þetta í seinni hálfleik. Þeir brotna eftir fyrsta mark.
Við erum ekki ánægðir með dómarann í þessu húsi.
Er filmon dottid ut hja ykkur?
Ahh gleymdi jákvæða púnktinum! Moreno er búinn að vera flottur!
Jæja, eitt virkilega gott færi og Lúdó aldrei líklegir
Hef ekki sérstakar áhyggjur af þessu, svo fremi sem við skorum.
Hins vegar, ekki mikið að gerast fremst á vellinum, lúkkar frekar óáhugavert.
Er þetta kanski af því að maður miðar alltaf við síðasta season?
Captain Fantastic er síðan bara að spila eins og Captain Mediocre, at best…ó hvernig tíminn líður, skipting takk
#35 datt einu sinni út, þá dugði að refresha. Er í lagi eins og er hjá mér.
Finnst Brendan vera að klikka aftur. Hann er greinilega búinn að leggja upp fyrir tímabilið að spila 4-3-3 sem hefur ekkert gengið eins og í þessi leikur en og aftur undirstrikar. Hann datt á lausnina á móti Spurs en er of þrjóskur að breyta frá upphaflegu áætlunum sýnum. Lallana er greinilega ekki tilbúinn, þannig útaf með hann og annan striker inná í 4-4-2 með tígulmiðju, það sjá þetta allir!!!
Við söknum D. Studge alveg klárlega um þessar mundir.
Hefur Liverpool farið svona hrikalega aftur? Suarez farinn ásamt allri getu! Grautfúlt
Eru menn bara alveg úti að skíta?
Rosalega eru Liverpool lélegir núna, þetta er sami pakkinn á móti Villa um helgina.
Mér er fyrirmunað að skilja Coutinho inni á þessum velli.
Því miður.
Er ekki í lagi með þjálfarann. Lucas, á hann að breyta einhverju.
Jæja komnir í 4-1-2-1-2 🙂
Nú fer þetta að koma!
Flott skipting, Lallana orðinn þreyttur og Coutinho úti að aka, Vill sjá Borini bíta í krumluna á sér!!!
kútur fyrir lúkas?
Veit að brassinn er ekki búinn að sýna sitt besta í kvöld…en whaaat? Við þurfum mark!
Láttu mig éta hattinn minn BR!
Hvað er málið er verið að pakka í vörn sóknarsinnaður út varnasinnaður inn????? Hvað er í gangi er Brendan bara sáttur við jafnteflið?
Usssss! Borini næstum með frábæra innkomu.
hólí mólí!
Stöngin besti aðilinn fyrir LFC í kvöld.
hvað er í gangi ??
Sjúses! Við erum á rúllandi rassgatinu.
Fokk hvað fallið er hátt frá því á síðasta tímabili.
Lélegt! HUNDlélegt.
Shit þetta var tæpt.
Jæja Brendan…Suarez farinn og ekkert að frétta bara.
Förum því miður ekki upp úr þessum riðli með svona spilamennsku.
Næsti sem minnist á Suarez verður tjargaður og fiðraður.
Liverpool hefur ekkert að gera í þessari keppni, erum að spila hræðilegan bolta, þetta er til skammar!!!????????????????????????????????
Þetta er svo átakanlega léleg frammistaða…
Þegar Lucas er farinn að skjóta á markið, þá er örvæntingin búin að ná hámarki.
Það er agalega pínlegt að horfa á liðið okkar þessa dagana.
Lucas með frábært skot ha ha ha…
Úfff….. Held að það sé tími núna til að … leggjast í gólfið af angist…. -_- Er það bara ég eða eru sóknaraðgerðir Liverpool á síðasta fjórðungi vallarins fyrirsjáanlegri en liturinn á búningum leikmanna…. ??
Suarez er ekki bara farinn, hann er líka í banni og hefði ekki verið í liðinu í kvöld.
Við söknum örugglega öll Suarez, öll lið myndu sakna leikmann í hans gæðaflokki eins og margoft hefur verið farið yfir á þessari síðu og víðar – en er ekki kominn tími til að sleppa takinu?
Ég sakna meira Sturridge, sem er enn leikmaður Liverpool.
Það er meiri skjálfti í liðinu en ég átti von á sem sýnir sig helst í spá minni fyrr í kvöld, þá var ég í meistaradeildarvímu eftir að hafa hlusta á CL lagið á repeat í dag.
Hvar er Balo?
BALO!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
BALOTELLI !!!!!!!!!!
BAAAAAALLLLLLLOOOOOOOTTTTEEEELLLLLLIIIII
moreno LANG besti maðurinn í kvöld
Balo fagnaði!
Super Mario! Sá velur tímann!
Ps. meira örlagavælið hérna fyrir ofan. Ákvað að líta ekki á síðuna fyrr en nú, þar sem ég bjóst við u.þ.b. þessum grátkórslevels.
Það var mikið Balo the Bull!!!!!
Jááááá – nú held ég að einhverjir í blokkinni hafa fengið vægt sjokk !!!
KING BALO!!!!
Baloooooo
Super Mario!!!!1
Koma svo… ekki gefa eftir… slátra þeim núna!!!
Loksins! Alltof tæpur leikur… er það bara ég eða fagnaði balo?
Phew…! Dudurudududurdu!
Takk Super Marío….. 🙂
Allir að æpa Balotelli en ég segi bara Alberto Moreno!!!!! bjargaði big time
Smjörþefinn af þessu var hægt að finna eftir frammistöðu leikmanna í 80 mínútur…
FOKK!
GRÚTLÉLEGT LIÐ Í DAG
ÖMURLEGIR Á ALLAN HÁTT
Guð minn eini…. eruð þið ekki að djóka í manni…..
Djöfulsins helvítis aumingjar”!!!!!12
jahérnafokkkinghér
þetta var glatað
Ludogorets á nú bara skilið stig í kvöld.
Hahah, svei! Klaufalegt, en gestirnir framkvæmdu þetta óaðfinnanlega frá A til Ö, mjög góður counter. Liverpool of graðir þarna.
Ertu að friggin grínast
V ÍTI!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Og þetta tek ég ekki til baka né biðst afsökunar. Þvílíkur aumingjaskapur!
Hvað er í gangi, hvernig getur eitt lið breyst svona mikið á milli tímabila, jú Tottenham lenti í þess þegar þeir seldu Bale.
Liverpool er í slæmum málum þó að þeir skori úr þessu víti
Þetta er ekki hægt með Mignolet, gerir aftur og aftur svo mikil grundvallarmistök að hálfa væri miklu meira en nóg!
Hörmungar markvarlsa
Meistaradeildin í hnetu-skurn!
Balo taka vítið plís
Stefán Geairharðs!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Hlaut að koma að því að það borgaði sig að hafa svona viljugan Borini í liðinu.
Jæja…
Rodgers hefði að mínu mati átt fyrir löngu að vera búinn að þétta þetta lið…
Ítölsku folanarnir að redda þessu?
úff
Áttum þetta ekki skilið…
ógeðslegur leikur í dag á allan hátt og púllarar mega skammast sín.
Ég geri það allavega.
KING GERRARD
Jæja nú má bara flauta þetta af flott barátta hjá Lugretz samt.
Vá, þvílíkur hasar! Bakverðirnir flottir. Moreno er eina klára bætingin á starting XI sem við fengum í glugganum – og engin smá bæting, m.v. sumt af því sem hann er búinn að sýna. Reyndar hef ég lítið við þetta að athuga, við vorum með NÆFURÞUNNT lið og þurfum nauðsynlega á breiddinni að halda.
En já, sigur er sigur. Ekki var þetta nú mjög sannfærandi samt. 🙂
Vonbrigði…
#100 viltu ekki bara vera á aðdáendasíðu þíns liðs??
Ég hálf vorkenni Ludo mönnum eftir þennan leik þeir áttu skilið að fá meira út úr þessum leik.
En ég er gríðarlega ánægður með þennan sigur maður!!
Stend við það sem ég sagði áðan Moreno var besti maðurinn á vellinum í dag . Frábært að Balo skoraði og Gerrard skorar ALLTAF úr víti það er bara þannig.
Maður vorkennir hreinlega hinu liðinu, áttu svo sannarlega skilið að lágmarki stig. Greyið markmaðurinn :/
3 stig, bað ekki um meira, fékk ekki meira.
Til hamingju kæru púllarar! Í lok tímabils munum við bara eftir stigunum en ekki spilamennskunni.
Liverpool fer ekki afram gatu ekki neitt
Sigur er sigur. Nú er að byggja á þessu
Vá…alvöru byrjun á þessari CL!!!
Fótbolti er 90 mín +…takk Gerrard að troða feitum ullarsokk uppí marga neikvæðnispésa…..:)
Vá hvað það eru margir hérna sem mættu bara allveg sleppa því að tjá sig, ótrúlegt hvað menn geta verið neikvæðir. Áfram Liverpool
Alveg greinilegt að það eru öfundsjúkir andstæðingar okkar sem eru ekki að spila í meistaradeild á þessu tímabili að commenta hér inni.
sjálfstraust og samspilun er ósköp lítil í okkar liði. Allir eru að læra hver á annan, allt tekur of mikla orku og er ekki fókuserað né nákvæmt. eins og að spila lag eftir nótum, en ekki eftir kunnáttu eða minni – það er ekkert í puttunum. ennþá.
aðeins tíminn mun laga það – og vonandi tekst mönnum að berja sig saman og kreista út stigin þar til að þetta fer að verða auðveldara.
breytingin á liðinu er svo rosaleg – það er bara þannig. leiktíðin verður okkur púllurum erfið.
5 leikir búnir hjá Liverpool á tímabilinu. Aðeins einn verið góður (gegn Spurs). Aðrir slakir.
Sæll öll,
A.Moreno með stórleik og lýtur mjög vel úr í augnablikinu.
Ég legg svo til að betri markmaður verður keyptur.
Verið úti og vælið þar. Hér er meiri neikvæðni og bölsýni en á öllum kommentakerfum landsins samanlagt. Styðjum okkar lið í gegnum þykkt og þunnt.The only way is up. YNWA
Það var Manquillo sem að nældi í vítið ekki Borini.
hahahaha þvílíkir kúkalabbar sumir herna inna hvort þetta séu gúmmípúllarar eða utd menn veit eg ekki
Bylgjan að gera upp á bak núna í morgunsárið með því að fá United manninn Þráinn til að fara með íþróttafréttir. Skv. Bylgjunni rétt marði Liverpool leikinn með óverðskulduðu víti. Hvað var að vítinu? Eitt að menn fari með svona vitleysu á kaffistofum landsins, en annað í útvarpi.
Hvað er það annað en að merja sigur þegar leikurinn vinnst með einu marki, vítaspyrnu á síðustu sekúndunum í uppbótartíma?
Hafi Þráinn sagt þetta þá held ég að það sé nokkuð rétt sagt frá burtséð með hvaða liði hann heldur í enska boltanum.
Liðið spilaði ekki nógu vel en þrjú verðmæt stig í hús og nú er að horfa fram á veginn, nýr leikur eftir nokkra daga og hann verður að vinnast.
Ludicrous rassgat þessi leikur, en sigurinn vannst. Nú þarf liðið bara að kreista fram ljóta sigra þar til spilamennskan batnar. Það mun gerast. Höldum í bjartsýnina. YNWA.