Liverpool menn mættu Basel í kvöld í Sviss og niðurstaðan var 1-0 tap.
Rodgers stillti þessu upp svona í byrjun:
Mignolet
Manquillo – Skrtel – Lovren – Enrique
Henderson – Gerrard – Coutinho
Sterling – Balotelli – Markovic
Á bekknum: Jones, Toure, Moreno, Lucas, Lallana, Lambert, Borini.
Það var nokkuð jafnræði með liðunum allan tímann, bæði í fyrri og seinni hálfleik. Það eina sem skildi að í lokin var enn eitt hálfvitamarkið sem að Liverpool menn fengu á sig úr föstu leikatriði. Einsog í einhverjum lélegum Benny Hill skets þá kom fyrirgjöf, sem að Skrtel skallaði í bakið á Lovren og á Mignolet, sem varði beint fyrir fæturnar á Marco Streller, sem að skoraði af sirka meters færi á 52.mínútu.
Eftir þetta voru Liverpool menn nokkrum sinnum nálægt því að jafna. Balotelli átti frábæra aukaspyrnu, sem var varin og Markovic var óheppinn að skora ekki. Sterling klúðraði fleiri en einu færi á alveg hreint ótrúlegan hátt og svo framvegis.
Þetta hefði átt að vera fínt baráttujafntefli á gríðarlega erfiðum útivelli, en enn einu sinni gefa varnarmenn okkar hinu liðinu forskot á silfurfati.
Ég nenni ekki að pirra mig mikið meira á þessu – þetta tímabil er farið að minna skuggalega mikið á síðasta tímabil Rafa Benitez og Rodgers verður að fara að snúa þessu við. Prógrammið framundan í deildinni er á pappírnum nokkuð létt og það er gott því þetta lið virðist ekki hafa neitt sjálfstraust.
Ef að þetta lið byrjar ekki að spila almennilega strax þá geta menn farið að kyssa Meistaradeildina bless, bæði í ár sem og á næsta ári. Svo alvarleg er staðan orðin. En ég hef enn trú á því að menn snúi þessu við. Það verður að byrja á Anfield á laugardaginn.
verðskuldaður ósigur verður að segjast…. því miður…
Bíddu vorum við 10 á vellinum? Og Real Madrid næst, Easy.
Jæja, hvað segja pollýönnurnar við enn einni ræpunni hjá okkar mönnum?
Það er ekki hægt að koma með afsakanir lengur. Það er eitthvað mikið að.
Spilamennskan er skelfileg – og það er ekkert að marka síðasta leik á móti Everton, spilum alltaf hörkuleiki á móti Everton og United, sama hvað við erum með lélegt lið.
Liðið er bara í virkilega slæmum málum.
Þetta er skelfilegt, maður nennir ekkert lengur að horfa á liðið spila svo hörmulegt er þetta, lenda undir og skapa enginn færi leik eftir leik. One season wonder staðfest held eg bara
Aston Villa, West Ham, Everton, BASEL!! og það er ekkert að breytast, það er áhyggjuefni…
Hörmung er orðið sem á hvað best við eins og er..
Hvað í ósköpunum?
Enn ein skitan á þessu tímabili. Ég er ekki vanur að efast og hef ávallt trú á liðinu en þeir eru ekki beint að vekja mikla von í brjósti hjá manni með frammistöðu sinni. Þetta tímabil fer í vaskinn áður en október er úti með þessu framhaldi.
Jæja, er glasið enn hálf fullt Einar Örn? Mér sýnist allt í molum og glasið ónýtt.
Ótrúlega lélegir – ég bara trúi þessu varla. Sterling langlélagsti maðurinn á vellinum og Brendan datt ekki í hug að taka hann útaf. Markovic ömurlegur, Coutinho slakur, Balotelli skelfilegur…. ….það er ekki hægt að vinna leiki þegar allir þessir gaurar eru að spila svona ömurlega – misstu boltann nánast alltaf þegar þeir fengu hann og allar ákvarðanir rangar. Afhverju í ósköpunum var Lallana ekki inná frá byrjun. Hvað átti Lambert að gera – hann getur ekki neitt. Leitt að segja það en það er bara afar erfitt að skilja ákvarðanir Rodgers þessa dagana. Afhverju var Moreno ekki inn á sem er búin að vera einna skástur undanafið? …liðið lítur virkilega illa út þessa dagana og það dugar bara ekki að vera sæmilegir í 1 af hverjum 5 leikjum….
Gott að hafa ekki horft á þessa hörmung , en CL er langt í frá búið. Taka bara heimaleikina 🙂
Eitt afgerandi færi á hvort lið í þessum leik, Basel nýttu sitt, Liverpool ekki.
Menn virkuðu hálf úttaugaðir á síðasta þriðjungnum, lítið um réttar ákvarðanir og góðar sendingar þar. Ensku liðin hafa nú samt ekki riðið feitum hesti frá þessum velli síðustu ár, Chelsea og Man Utd hafa a.m.k. tapað þarna síðustu ár.
Okkur bráðvantar Sturridge til baka og tvo upp á topp. Held að það sé eina sæmilega greiðfæra leiðin aftur að góðu formi.
Enþá er Liverpool í miklum vandamálum, erum ekki að ná að spila okkar leik miðað við síðasta tímabil, annað hvort voru allir leikmennirnir í fyrra að spila yfir getu og komnir til baka.
Leikmannakaupin í sumar eru ekki að skila miklu, flest allir þessir leikmenn sem komu eru bara ekki að sýna neitt finnst mér.
Rosalega virðist muna um að selja einn leikmann að nafni Suarez, erum að lenda í svipuðum málum og Tottenham lentu eftir að þeir seldu Bale.
Þegar það er borðað svona mikla peninga fyrir leikmenn þá er gerð krafa á betri árangur inná vellinum, ekki ná búast við að allir sem keyptir eru blómstri en þetta er hræðilegt.
Nú held ég að það verði að fara að skoða vinnubrögð Rogers. Hann var með skemmtilegt lið í fyrra og menn voru brosandi og í góðu skapi í liðinu og við að horfa. Enn núna ert þetta ömurlegt lið sem hann er búinn að búa til. Hvað er í gangi? Burt með Rogers hann veit ekkert hvað hann er að gera núna. Enda segja kaupin á Ballotelli allt, þetta er með leiðinlegri leikmönnum sem hafa komið til Liverpool. BURT MEÐ ROGERS ÁÐUR EN HANN FER MEÐ KLÚBBINN Í SVAÐIÐ!!!!!!!!!!!
Sælir félagar
Ég hefi ekki lagt það í vanaminn í haust að agnúast útí einstaka leikmenn. Enginn leikmaður var að standa sig vel í kvöld og það sem maður hélt sig sjá um síðustu helgi reyndist falsvonir einar. ‘i framhaldi af þessu vil ég spyrja: hvað réttlætir að menn eins og Lazar M. og Cautinho séu inná vellinum sem leikmenn. Mér er einfaldlega spurn.
Frammistaða liðsins var hreint út sagt ömurleg og er enginn undanskilinn þar. Þrátt fyrir að maður haldi afram að styðja liðið eins og maður hefur gert undanfarin 50 ár þá getur manni ofboðið frammistaða þess.
Það er nú þannig
YNWA
Afskrifum liðið ekkert strax. Stefnan hlýtur að vera að komast upp úr riðlinum. Það er auðvitað hægt með því að vinna þá tvo heimaleiki sem liðið á eftir, og mögulega krækja í eitt stig eða fleiri gegn Búlgörunum. Slow and steady wins the race.
Það eru samt ákveðin hættumerki yfir leik liðsins – ekki bara úr þessum leik, heldur yfir allt tímabilið. Nú er kominn október, og liðið hefur spilað 1 góðan leik á tímabilinu. Einn leikur þar sem liðið minnti á hvernig það spilaði á síðasta tímabili.
Það sem breyst hefur er að liðið seldi besta leikmann heims og keypti fullt af öðrum leikmönnum. Jú, við vefum þeim séns og dæmum þá ekki strax sem flopp. ÞAÐ MÁ SAMT EKKI TALA LENGUR UM LUIS SUAREZ LENGUR – menn eru eitthvað óttarlega viðkvæmir fyrir því, eins skrítið og það nú er.
En við hljótum að gera (réttmæta) kröfu á leikmenn sem kosta 15-25 milljónir punda – krafa um að þeir spili ekki eins og áhugamenn. Og þeir eru sannarlega að spila eins og áhugamenn.
Ég hef ekki tekið þátt í dýrlingaleiknum gagnvart Rodgers eins og margir hafa gert, sérstaklega eftir síðasta tímabil. Ef hann er jafnklár og menn vilja vera láta, þá verður hann að finna lausnir á þessu spili og gengi liðsins. Ekki seinna en strax.
Annars munum við – og aðrir – ávallt horfa á síðasta tímabil sem tímabilið, þar sem það var aðeins einn leikmaður sem lét hlutina gerast fyrir okkar menn.
Homer
Hélt að Liv hefði verið búið að spila sinn lélegasta leik, en nei allsekki, allt klikkaði og nýju mennirnir eru ekki að bæta sig, frekar vesna þeir, orðið ansi pirrandi að horfa á liðið sparka og skalla bara eitthvað.
Hugsa að ég fari bara með man utd vinum mínum í bio á þriðjudögum og miðvikudögum í vetur. Evrópudeildin here we come!
Leikur liðsins þarf ekki að batna, hann þarf gjörsamlega að umbreytast ef við ætlum svo mikið sem vera með í baráttunni um 4.sætið í deildinni.
Det var kraftedme noget lort! Ég er ekki vanur að kvarta yfir dómgæslu og ætla svo sannarlega ekki að kenna dómaranum um lélega spilamennsku minna manna en sá sænski var að mínu mati ekki starfi sínu vaxinn í kvöld púha!
Þetta var helvíti dapurt.
Margir slakir í kvöld.
Markó er bara skelfilega lélegur fótboltamaður, vil ekki sjá hann aftur í bráð.
Baló ekki að kveikja.
Jose skelfilegur líka.
Manquillo með lítið framlag.
Kúturinn afskaplega týndur.
Og svo mestu vonbrigðin, Sterling var alveg út úr töddsi. Hefði klárað þetta ef hann hefði verið klár strákurinn. Þarf líklega að hvíla.
Lallana mátti koma miklu fyrr inná og Lambert líka.
En þetta hlýtur að fara að smella bráðum, nenni ekki fleiri svona leikjum í bráð.
YNWA
Rosalegir klaufar fyrir framan markið. Merkilegt að menn geti bara alls ekki skapað sér nægilega hættu. Svo vantar alveg skot utan úr teig, það bara sést ekki á þessu tímabili.
Mótherjar okkar leggjast bara til baka og þannig ná þeir að drepa leikinn. Ég legg til að Liverpool hætti að senda boltan fyrir í hornspyrnum þar sem það er enginn að skalla hann hjá okkur, engin ógn þar.
Spilið er samt fínt hjá okkur það vantar ekki og við erum duglegir að senda hann til baka og halda boltanum. En það er eins og við getum ekki breikað og fyrirgjafir eru alltof máttlausar.
Jafntefli hefði verið sanngjörn úrslit en við bara getum ekki klarað okkar færi þessa dagana.
Hefðum átt að gera meira grín af hruni man utd
Já þetta er frekar lélegt í auknablikinu, en menn ættu kannski að róa sig í vonleysinu. Þetta er gal opinn riðill og nóg eftir. Ef við vinnum Basel heima og Rassana úti þá eru miklar líkur á að við förum áfram, tala nú ekki um jafntefli á móti Real heima.
Ég svekki mig allavegna mun minna á þessu tapi í dag en nokkurntíma þessu jafntefli um helgina. Von mín liggur svo aðeins í því að við eigum markahæsta mann deildarinnar í fyrra alveg inni, það munar um minna.
Það sem mér þykir einkenna leik okkar um þessar mundir er sú breyting sem hefur orðið á leikstíl fremmsta manns. Balotelli spilar meira með bakið í markið en Suarez gerði (og Sturridge), hann hleypur minna í eyður og er ekki jafn agressívur og hinir tveir. Þetta hefur leitt af sér versnandi spilamennsku Coutinho auk þess sem að minna pláss er fyrir aðra í sóknarleiknum. Í kvöld þótti mér þetta koma berlega í ljós. Það var ekki fyrr en Lambert kom inná í lokin sem mér fannst ég sjá breytingu hjá okkur, við vorum beinskeittari og vorum í mun betri aðstöðu til að skapa okkur færi.
Að þessu sögðu tel ég það vera okkur í hag að spila með tvo menn frammi þegar Balotelli er inná. Þannig tel ég hæfileikar hans nýtast betur auk þess sem við verðum mun skeinuhættari fram á við og getum pressað betur.
Rosalega leleg spilamennska hja liverpool það bara verður að segjast. Hápressan sem var alltaf hja liðinu i fyrra virðist hafa alveg horfið. Hreyfingin frammavið er næstum engin og vörnin er jafn léleg og í fyrra! Þeir verða gera betur en þetta
# 14 Rólegur.
Endum í 6.-8. sæti, Rodgers verður rekinn eftir 2-3 ár, nýr stjóri endar í öðru sæti eftir 5-8 ár, væntingar, repeat.
Fengum allavega eitt tímabil í að hlægja af manu, það er nú eitthvað fyrir fólk sem aldrei fær neitt.
Þetta er ekki heimsendir enn rosalega erfitt ad horfa uppá þetta. Veit ad þad er mikid af nýjum leikmönnum og þad tekur tima. Þad er meira en bara fjarvera sturridge. Þad er algjort andleysi og áhugaleysi i sumum tilfellum. Er pressan og hradinn lidin tí??
Það lækkaði helvítis helling í glasinu í kvöld. Virðumst vera að Spörsa.
og
Hvað viljiði heyra?
Viljiði fá leikskýrslu þar sem ég úthúða öllum leikmönnum og Rodgers og tala um hvað nákvæmlega allt við þetta Liverpool lið sé ömurlegt og að Basel séu að fara að taka annað sætið í riðlinum og að Man United séu greinilega orðnir miklu betri en Liverpool.
Er það það sem þið viljið heyra? Að við, sem sjáum ekki tómt svartnætti eftir nokkrar erfiðar vikur, gefumst upp og missum okkur í eymd og volæði? Viljiði að ég krefjist þess að Rodgers verði rekinn, eða nægir að ég segi að allir séu ömurlegir og að Balotelli, Lambert og Markovic séu augljóslega aumingjar?
Nægir það?
Í dag er 1.október. Þetta lið á í erfiðleikum með mkið af nýjum leikmönnum og meiðsli okkar besta markaskorara. Ykkur er velkomið að sjá bara svartnætti, en leyfið okkur hinum að horfa á þetta af aðeins meiri yfirvegun. Framundan er á pappírnum einfalt prógramm í deildinni. Vonandi getur það komið þessu liði af stað.
Vel mælt Einar ! Hvað eru menn eiginlega að biðja um hérna, maður spyr sig.
Næstu tveir leikir í CL eru á móti Real Madrid’,,,,,,,,,það verður eitthvað????
Sterling lappalaus og allir sjá það nema BR og hann sleppir því að nota síðustu skiptinguna og henda t.d. Borini inn á!
Arfalélegt. Það er eins og menn hafi ekki trú á þessu. Eitthvað mikið að.
Sælir félagar
Valdimar og þeir fáu sem eru að reyna að berja í brestina. Þetta snýst ekki orðið um hvort við komumst uppúr þessum riðli. Miða við spilamennskuna og liðin sem við höfum tapað fyrir snýst þetta um hvort liðið í 14., ég endur tek liðið í fjórtánda sæti heldur afram niður hlíðina og endar og stoppar í því 20.
Spilamennska liðsins og hugmyndir stjórans (því nú reynir á hann þegar svona hrikaleg gengur) eru með þeim hætti að skrunið niður brekkuna er aftur komið á fullt eftir að við hægðum nokkuð á ferðinni niður um síðustu helgi. Þetta er bara skelfilegt og liðið sem við hlógum sem mest að í upphafi tímabilsins sýnir okkur undir iljarnar með kuldaglotti á vör.
Áhyggjurnar eru sem sagt ekki af þessari meistardeild sem við verðum ekki í nema þessa riðlakeppni og það ef til vill næstu misseri eða ár. Áhyggjurnar eru fyrst og fremst vegna þess að liðið er að spila verr en Tottenham á sama tíma í fyrra. Hvað sem BR segir um að við séum ekki Tottenham þá er staðan einfaldlega sú að við erum verri. Og það er skelfilegt svo ekki sé meira sagt.
Það er nú þannig
Samkvæmt greiningu eins af fyrirsvarsmönnum þessarar síðu verðið þið að athuga það að þetta er m.a. vegna þess að við töpuðum leiknum gegn Chelski á síðasta tímabil, gleymið því ekki.
Það er eitthvað mikið að hjá okkar mönnum, eitthvað miklu meira en eitthvert tap á síðasta tímabili í leik þar sem rétt rúmlega helmingur liðsins í dag tók þátt.
Mignolet er alveg jafn taugaveiklaður í markinu núna og hann var í upphafi síðasta tímabils, það er eins og hann fái enga þjálfun.
Brendan er sóknarþjálfari og því hlýtur þetta að svíða þegar liðið getur ekki skorað og virðist ekkert sérstaklega líklegt heldur. Nýju gaurarnir eru engan veginn að gera nokkuð og Coutinho og Sterling virðast hálf ráðalausir í kringum þá. Það er örugglega allt brjálað í klefanum núna get ég ímyndað mér.
Kop síðu spjall fyrir 30 ára og eldri takk 5000 krónu ársgjald,,,,, það er ekki lesandi sumt bullið sem kemur úr lömbunum hér fyrir ofan og ekki svaravert,,,,,,,
Ég átta mig ekki að menn setji of mikið út á Couthino, hann var oft að setja menn í góðar stöður en mönnum var fyrirmunað að gera eitthvað úr því. Mér fannst aðrir mun lélegri en hann í þessum leik. T.d. var Sterling gjörsamlega hörmulegur, alveg með ólíkindum að hann skildi spila allan leikinn. Hann var greinilega bara búinn á því eftir þétta spilamennsku undanfarið, hann er betri en þetta og þreytan farin að segja til sín.
Markovic var líka að spila mjög illa, Balotelli mest í því að labba um völlinn og láta dæma sig rangstæðan. Svo mætti lengi telja áfram en mér fannst Coutinho ekki verstur í dag, langt í frá.
Merkilegt hvernig sumir verða að taka pirringinn út á Einari.
Vel mælt Einar Örn.
Það er merkilegt að þegar á móti blæs birtast hér fjöldinn allur af mönnum sem tjá sig lítið á þessari síðu alla jafna, en koma svo með þvílíkar dómsdagsspár um leið og illa gengur. Skil þetta ekki.
Eigum við ekki w.b.a í næsta leik, djöfull hlýtur þeim að hlakka til að spila við okkur.
Talandi um að það sé þægilegt program framundan þá var nú talað um að síðustu leikir hefðu átt að vera þægilegir en það var nú aldeilis ekki.
Ég hef skrifað hér:
og
Hvað er rangt við þetta? Auðvitað er ég ekki að meina að tapleikur á síðasta tímabili sé orsök alls hins illa í heiminum, en það er augljóst fyrir alla sem fylgjast með að eitthvað breyttist við þetta lið á þeim punkti og það er augljóst að sjálfstraustið í liðinu er bara brot af því sem það var á síðasta tímabili.
Og þér er alveg velkomið að nota nafnið mitt í stað þess að kalla mig “einn af fyrirsvarsmönnum þessarar síðu”.
ER liverpool ekki alltaf að fara að versla Sóknarmann í jan ,þessi Ballo tilraun er ekkert að virka.
Eða þarf að versla öflugari leikmann í gerrard stöðuna?
Ég er ekki hissa á að Milanómenn hafi verið ánægðir með að losna við Balotelli. Maðurinn hefur skelfileg áhrif á liðið. Vinnur ekkert til baka og ekki einu sinni þegar hann missir boltann. Hann er einfaldlega alltof köflóttur.
Fannst Markovic samt verstur á vellinum í kvöld. Ótrúlegt að þessi drengur hafi kostað 20m punda. Má vera að hann sé efnilegur en voru þetta réttu kaupin? Vantaði okkur ekki tilbúinn gæðaleikmann mun frekar? Held að drengurinn hafi ekki einu sinni skilað einni sendingu á samherja í kvöld.
Þessir leiknannagluggar hjá Rodgers undanfarin tímabil hrein skelfing og hans akkilesarhæll. Klárt að seinasti leikur riðilsins gegn Basel verði úrslitaleikur um hvort liðið fari áfram með Real.
Sjáið þennan litla gutta hægramegin í útúb myndbandinu. Svona er ég þegar Liverpool fær á sig mark, menn bara standa og horfa á boltann og dekka ekki menn eða fylgja eftir. Einnig skelli ég upp úr og hristi hausinn yfir því hvað sóknirnar eru vandræðalega vandræðalegar og bitlausar.
Mér finnst nýju mennirnir, fyrir utan Balo, virkilega leggja sig fram og eru miklu meira forward thinking heldur en þeir sem fyrir voru.
Úff hvað þetta stefnir í harðann vetur :/
O boy, eitthvað klikkaði í innsetningu á hlekknum. Geta síðuhaldarar lagað þetta?
Móralinn í hópnum er að ég held ekki góður mig grunar að það sé vandinn
Það vantar öll hlaup í Balotelli sem pirrar mig mest varðandi hann.
Hann stendur yfirleitt fyrir framan vörn andstæðingsins og vill fá boltann í lappirnar og reynir undantekningarlaust að skjóta úr vonlausri stöðu þó aðrir séu í mun betri stöðu.
Þurfum leikmann sem tekur þessi Sturridge hlaup þegar hann er meiddur. Þess vegna vill ég sjá meira af Borini því hann virðist nenna þessu.
Það bætir gengi liðs okkar litið þó við hnakkrífumst við hvorn annan, styðjum liðið áfram, leikmenn eiga eftir að ná saman. BR er með næstum þvi nýtt lið á vellinum i hverjum leik, eða helming af 11 sem byrja. Þetta kemur allt ! YNWA
Einar Örn kom mér þægilega niður á jörðina núna. Næstu sjö leikir koma samt til með að segja mikið um þetta tímabil og það er ekki endalaust hægt að skýla sér á bakvið nýja menn og meiðsli. Það er eitthvað sem öll góð lið þurfa að takast á við og við verðum að geta ráðið við það.
Ég hef alltaf stutt BR en ef ég myndi hitta hann í dag þá myndi ég spyrja hann tveggja spurninga:
1) Lallana virtist loksins vera að detta í gírinn í síðustu tveim leikjum. Af hverju er hann ekki látinn byrja? Við fengum okkar hættulegustu færi eftir að hann kom inn á núna og greinilegt að hann er klár í þennan vetur á meðan Coutinho þarf að fara að vinna í hausnum á sér.
2) Markovic er 20 ára strákur sem spilaði (ATH) ágætlega (!!) fyrir Benfica á síðasta tímabili. Jordan Ibe er árinu yngri en LM og hefur sýnt okkur ítrekað að hann er gríðarlegt efni með góðri frammistöðu í lánsliðum og æfingaleikjum. Suso er árinu eldri og hefur spilað við góðan orðstýr á Spáni og átti ágætt tímabil fyrir okkur fyrir 2 árum síðan. Af hverju fær LM ítrekað tækifæri á meðan Ibe og Suso sitja úti í kuldanum?
Þetta eru hlutir sem ég átta mig ekki á og finnst eðlilegt að spyrja út í. Hvað er það sem veldur því að leikmönnum er ekki verðlaunað góð frammistaða og hvað er það sem réttlætir það að Markovic er valinn framyfir þessa tvo stráka?
Ég bara spyr, erum við á réttri leið með liðið?
Erum við að batna með hverjum leik?
Eru nýju mennirnir að aðlagast þessum snögga og taktfasta bolta sem við spilum?
(smá kaldhæðni í þessu)
Ef svarið við þessu er allt NEI, þá verður einhver að gera eitthvað róttækt.
BR er alltof seinn með breytingar á liðinu, á hann ekki menn á bekknum sem geta breytt einhverju ?
Hverjum er það að kenna?
Hver ræður kaupunum hjá liðinu.
Það eru fullt af liðum með meidda menn, fullt af liðum með 3-5 nýja menn í liðinu.
Danny Welbeck virðist bara vera gera það gott í Arsenal, hann er nýr þar.
Er BR rétti maður þegar illa gengur?
Er hann með bein í nefninu þegar á móti blæs?
Kannski ef ég vissi svör við þessu væri ég ekki á Íslandi að ræða þessi mál.
Mér finnst bara nóg komið að því þegar verið sé að afsaka menn að þeir séu nýir og eiga eftir að venjast Liverpool. Þetta er bara fótbolti, ekki geimvísndi. Ég var að horfa á Markovic á netinu um daginn, þegar hann spilaði með Benfica. Þessi sem er að spila með Liverpool hlýtur að vera einhver allt annar, kannski bróðir hans.
Ég sé bara mjög lítið jákvætt í leik okkar mannaí dag. Maður er alltaf að vona að þetta komi í NÆSTA leik. En kannski kemur það, maður veit það ekki. Þess vegna heldur maður með Liverpool, ekki með Chelsea í dag MC á morgun og kannski Arsenal þar á eftir. Maður er fastur með Liverpool því hjartað í manni segir að svo sé.
Maður skiptir ekki um lið þó að móti blási. Það eru enn nokkrir Leeds aðdáðendur til í dag.
Balotelli er góður leikmaður, það sést langar leiðir en hann þarf náttúrulega að vera með gott lið fyrir aftan sig
Finnst Rodgers einfaldlega vera búinn að drulla upp á bak. Keypti kolvitlausa menn inn í liðið enda enginn búinn að stimpla sig inn nema Moreno.
Það að kaupa Balotelli var einfaldlega eins rangt og það gerist. Gjörsamlega hauslaus drengur, latur og kærulaus. Þó hann sé stútfullur af hæfileikum þá kemur það of sjaldan til gagns.
Þessi Markovic var svo ekki það sem við þurftum. Hann er vissulega efnilegur en gat varla gefið boltann á samherja í kvöld. Er ekki hægt að ætlast til að efnilegur drengur á 20m geti gert a.m.k. eitthvað gagn?
Þá þarf varla að ræða Lambert enda verið hræðilegur og hann veit það best sjálfur.
Það jákvæða er að Moreno hefur verið öflugur og Lallana að koma til. Annars er þessi gluggi ekki að koma vel út fyrir Rodgers, ekki frekar en hinir tveir á undan.
Er Liverpool dottið úr Meistaradeildinni? Við erum með 3 stig eftir 2 leiki. Af ummælum sumra hér að ofan mætti ætla það! Vissulega er spilamennskan ekki glæsileg en come on. Það eru 4 leikir eftir og þ.a. 2 heimaleikir. Eigum við ekki aðeins að anda með nefinu og gefa þessu liði aðeins lengri tíma en til 1.október.
Thja Það hlaut að koma að þessu, taplausir í meistaradeildinni í nokkur ár :p
En án gríns þá voru Liverpool að skapa fullt af hálffærum, virðist bara vanta þennann skilning hjá fremstu mönnum: Það komu flottar sendingar en vantaði hlaupin eins og voru algeing á seinasta tímabili. Balotelli sítuðandi ef hann fattaði ekki hvert hann ætti að fara.
Samt sem áður var ég ekki fyrir miklum vonbrigðum með leikinn í heild sinni (aðalega ein vonbrigði)
Tek heilshugar undir bæði skýrsluna og svo kommentið frá Einari Erni. Þetta er sjúklega pirrandi, lélegt og minnir óþægilega á lokatímabil Benitez sem var strax í kjölfar frábærs tímabils. En í alvöru, burt með Rodgers? Hvað er að ykkur sem eruð bara í alvöru á þessu eftir nokkrar slæmar vikur? Misstuð þið af síðasta tímabili alveg?
Það er ekkert nýtt að Liverpool eigi svona slæman kafla eins og við erum í núna og hægt að skilja þetta upp að vissu marki núna enda mjög mikið búið að hræra í liðinu.
Byrjunin er engu að síður auðvitað gríðarleg vonbrigði og langt undir væntingum. Varnarleikurinn hefur nákvæmlega ekkert batnað þrátt fyrir spennandi leikmannakaup og sóknarlega er liðið steingelt án bæði Suarez og Sturridge.
Balotelli var gríðarlega slæmur í þessum leik fannst mér og hefur alls ekki heillað mig núna í upphafi tímabilsins. Vinnslan í honum er ekki næg, hann klappar boltanum of mikið og þarf að nýta færin sín. Já og læra rangstöðuregluna. Sjáum til hvort hann springi út með Sturridge sér við hlið en hann er á leiðinni á bekkinn sem 2.-4. kostur með þessu áframhaldi.
Það að taka Lallana út og byrja með bæði Markovic og Coutinho rétt fyrir aftan Balotelli tók vinnslu síðasta leiks nánast alveg úr liðinu í kvöld. Coutinho sást varla og Markovic virðist eiga töluvert í land ennþá hjá Liverpool og springur líklega ekkert út fyrir áramót. Það vantaði ákefð og vilja hjá þeim í kvöld þó allir hafi af og til sýnt góða takta. Miklu hæfileikaminni menn í sömu hlutverkum hjá Basel voru mun öflugri í kvöld.
Sterling var að eiga sinn versta leik í a.m.k. eitt ár og var alvöru slakur í þessum leik. Virkar þreyttur og mætti hvíla aðeins í næsta landsleikjahléi. Hann spilaði samt 90.mínútur í dag og ég skil það ekki alveg. Hjálpar honum ekki að spila á kantinum eftir að hafa blómstrað í holunni í fyrra.
Steingelt sóknarlega og viljinn bara ekki til staðar eins og Gerrard sagði eftir leik. Fyrirliðinn var lítið af skafa af því eftir leik, ekki frekar en Rodgers reyndar.
Leikurinn tapast síðan á enn einu fjandans markinu eftir hornspyrnu, það virðast öll lið vera búin að kortleggja varnarleik Liverpool liðsins í föstum leikatriðum vörnin er jafnvel ennþá verri núna en hún var í fyrra.
Það er ansi þungskýjað yfir núna en þetta lið á miklu miklu meira inni og við vitum það vel. Þessi meiðsli Daniel Sturridge eru samt að fara alveg hroðalega með okkar menn.
Eftir sigurinn á Tottenham á lokadegi ágúst mánaðar hefur Liverpool unnið tvo leiki, báða eins ósannfærandi og hægt var að gera, gegn Ludogorets í uppbótartíma og neðri deildar lið Boro í lengstu vítaspyrnukeppni í sögu deildarbikarsins. Liðið tapaði niður forystu í báðum þessum leikjum rétt eins og gegn Everton.
Eitt stig af níu mögulegum í deildinni á þessum tíma. Þetta er afleitt með öllu og eðlilegt að vera pirraður og áhyggjufullur, óþarfi samt að fara strax í það að reka stjórann eða selja hálft liðið og/eða afskrifa annan hvern leikmann.
Þetta er langt frá þeirri upphitun sem maður var að vonast eftir fyrir helgina en við snúum gengi liðsins við um helgina. Ekkert annað í boði.
Hef aldrei verið á Balo-vagninum og ætla mér ekki að hoppa á hann. Hann er einfaldlega bara HRÆÐILEGUR liðsmaður og það er eitthvað sem einkennir ekki Liverpool.
Sterling og Balo eiga að hita bekkinn í næsta leik fyrir þessa andlausu og eina lélegestu framistöðu sem ég hef orðið vitni af. Sterling gaf tóninn á 2. mín þegar hann tók hræðilegt hlaup inn í teig (Langt fyrir innan). Eftir það var allt niður á við. Marko má fá smá pásu einnig.
Lallana – Sturridge – Suso, ættu allir með réttu að fá tækifærið í næsta leik. Þeir gætu ekki gert verr þó þeir reyndu.
Rodgers þarf svo að láta hreðjarnar síga aftur niður, vera reiður, sýna hver ræður og sýna leikmönnum á borð við Balo og Sterling að þeir eigi að vinna fyrir föstu sæti í liðinu.
Eftir fjórar umferðir gætum við verið í vondum málum.
Ósammála því að Markovic hafi verið óheppinn að skora ekki eftir aukaspyrnuna hjá Balotelli.
Hann basically setti boltann á eina staðinn þar sem maður var fyrir og þangað sem markmaðurinn var á leiðinni.
Svo verður Balotelli að fara að átta sig á því að þetta er liðsíþrótt, það spilar enginn svona fyrir LFC…
Mér sýnist að Brendan hafi eina ferðina enn keypt drasl fyrir alla þessa peninga sem hann hefur fengið. Ég get ekki séð að þessir menn sem keyptir voru í sumar styrki liðið neitt, nema kannski Alberto Moreno. Er Markovic betri en Jordon Ibe sem var lánaður til Birmingham!!!?? Er Lovren betri en Sakho? Er Lallana betri en Suso? ER Manquillo betri en Flanaghan?? Eini maðurinn sem hefur gefið liðinu eitthvað nýtt er Rickie Lambert sem hefyr hæð-sterkur í loftinu og heldur boltanum vel. Eins hef ég von í hjarta mínu að Emre Can geti leyst Gerrard af sem djúpur í framtíðinni. Minni á að Fabio Borini var forgangskaup hjá Rodgers og Joe Allen sem kostuðu okkur samtals einhverjar 27M punda. Fyrir utan eitt…ER MIGNOLET BETRI EN PEPE REINA????????
Eins og ég sé þetta er liðið algerlega rústað eftir síðasta season, ekki heil brú í leik liðsins og CL er svo fjarri mínum huga að það hálfa væri nóg. Ég skil eftir eina spurningu enn…AF HVERJU PRESSAR LIVERPOOL ALDREI ANDSTÆÐINGA SÍNA EINS OG ÞEIR GERÐU Í FYRRA?? ER ÞAÐ EKKI GRUNNURINN AF HEIMSPEKI RODGERS AÐ VINNA BOLTANN OFARLEGA OG HALDA SVO BOLTANUM INNAN LIÐSINS?? Lambert inn og Balotelli á bekkinn. Kv. Svarthöfði
Allt í lagi Einar minn, ég mundi bara ekki hver skrifaði þessa “frábæru” afsökun og nennti ekki að fletta því upp.
Brendan hlýtur að sjá vandann sem liðið er í og verður að finna lausn á honum.
Ég er sammála Huldumanninum að það sé ekki góður mórall í liðinu, mér fannst það reyndar strax í æfingaleikjunum fyrir tímabilið. Tel því vandann vera innanhúss og að menn verði að taka á málunum áður en það er of seint. Mig grunar að Gerrard sé þar stór kapítuli, en hef reyndar ekkert fyrir mér því til staðfestu.
Spurning hvort BR heyri ekki aðeins í Rafa Benitez og fái aðeins að kíkja í glósubókina um það hvernig á að láta lið sitt verjast.
Þetta er ekki eðlilegt maður fær bara kvíðakast í hvert skipti sem liðið fær á sig hornspyrnu.
Hálfvorkenni Balo kallinum að vera maðurinn sem þarf að bera upp sóknina í fjarveru okkar besta sóknarmanns því gaurarnir sem eiga að mata hann af góðum sendingum eru allir að spila undir pari.
Væri svo til í að sjá holninguna ef við hefðum keypt Danny Welbeck í stað Mario Balotelli.
Harðduglegur, fljótur og myndi smellpassa inn í hápressuna frá því í fyrra. Frábær kaup hjá Wenger. Þetta gengi skrifast alfarið á Brendan, því miður. Kaupi hans í sumar hafa ekki skilað neinu til liðsins.
Held að það sé alveg klárt að væntingar til þessa tímabils voru alltof miklar hjá manni, (bjóst við 3-4 sæti ) og þó svo tímabilið sé nýbyrjað þá er það aldrei að fara að gerast í mínum huga…. eins er alveg klárt að sumir leikmenn eru einfaldlega ekki nógu góðir t.d
Markovic sem byrjar á eihverjum yfirlýsinum hvað hann sé góður og fl í þeim dúr, einfaldlega lélegur leikmaður sem þorir ekki að skjóta á markið og þegar hann reynir það þá er það í mesta lagi vandræðalegt einsog í kvöld…. Balotelli var flottur í sýnum fyrsta leik einsog reyndar Markovic en svo ekki söguna meir, latur og alls ekki nógu góður kom sér sífellt í vandræði í kvöld, með að hanga alltof lengi á boltanum, svo skil ég ekki að brendan rogers láti okkar lang besta mann í undanförnum leikjum ekki byrja í kvöld, og hvar var suso??? en að heimta Brendan burt er náttúrulega bara vitleysa!!!!! þessi frammistaða var einfaldlega til skammar í kvöld og liðið og þjálfarinn á að biðjast afsökunar… finnst þetta reyndar stundum minna á Hodgeson tímabilið
Farið að minna á tímabilið eftir 08/09 leiktíðina. Misstum lykilmann og áttum skelfilegan glugga sem varð til þess að liðið splundraðist. Held við séum að horfa upp á það aftur.
Ansi hræddur um að Liverpool verði alltaf lið sem vinnur titilinn “næstum því”.
Er ég sá eini sem fanst Balotelli vera “fínn” í þessum leik ?
Hugsaði oft með mér hvað hann væri orðin duglegur að hlaupa í fyrri hálfleik! Allavega þeg ég sá þessa peyja fá boltann á vallarhelmingi andstæðingana, þá fannst mér aldrei vera nein ógn nema þegar Balo var að munda hann, jú eða Stevie G.
Myndi kenna þessu tapi helst um að Markovich er ekki tilbúin í þetta, Sterling klúðraði 2-3 deddurum og vörnin skeit á sig eins og vanalega!
Hugsið ykkur bara ef við hefðum ekki fengið þetta skítamark á okkur og Sterling hefðu nýtt 1 af þessum 3 færum eða Markovic hefði nýtt sitt færi, þá værum við að tala um iðnaðarsigur!
Ég skil ekki menn sem segja hvar er pressan og af hverju vinnum við ekki boltann ofarlega a vellinum, í þessum leik fengum við ótal tækifæri og vorum oft í mjög góðum færum að refsa basel en við vorum ótrúlegir klaufar að nýta okkar upphlaup vegna lélegra sendinga.
Á síðasta ári höfðum við suarez og sturridge til að klára þessar sóknir en nú vantar sjálfstraust í liðið og því endar þetta svona.
En nú verður Rodgers að finna lausn á þessu og koma einhverju sjálfstrausti í hópinn.
YNWA.
Hvað kom fyrir ýmsa leikmenn nú fyrr í sumar?
Invasion of the body snatchers eða eitthvað……. þetta eru ekki sömu leikmenn og voru að spila síðasta tímabil.
Sæll öll,
enn og aftur er sóknarleikurinn mjög hugmyndasnauður. Þessi breyting að spila með einn upp á topp er engan vegin að virka. Hugsanlega er Rodgers neyddur út í þessar breytingu vegna meiðsla leikmanna. Mín skoðun er samt þessu. Spila tígul miðju með tvo uppi á topp. Að mínu viti er það betra að spila sama kerfi og í fyrra heldur en að keyra á nýju kerfi og með nýja leikmenn. Í næstu leikjum vil ég sjá Manquillo, Skrtel, Lovren, Monero, (Gerrard, Henderson, Lallana og Sterling í tígul miðju og Sterling fremstur), Balotelli og Markovich fremstir. Sóknarhlutverk Marcovich væri að hanga uppi í varnarlínunni og bjóða “stunguhlaup” hægri vinstri því Balo kemur alltaf djúpt að sækja boltann. Ég hlakka mikið til að sjá Balotelli og Sturridge saman á toppnum.
Að lokum legg ég til að betri markmaður verður keyptur.
Ég skil ekki alveg þessa Balotelli hatur eftir þennann leik, þetta minnti mig á dagana þegar Peter Crouch var hjá okkur, þar sem hann var stærri en allir hinir leyfðu dómarar miklu meira gegn honum en öðrum leikmönnum, sama var upp á teningnum í dag með Baló. Menn máttu hjóla í hann eins og þeim listi og hann fékk ekkert sem heitir cheap aukaspyrnur, eða bara aukaspyrnur yfir höfuð.
Hann er ekki og mun líklegast aldrei verða leikmaður sem fær hlaupaverðlaun, en að láta hann spila einann frammi skil ég ekki þar sem hann verður mjög einangraður í þessu systemi okkar. Það sást mjög oft í þessum leik að hann var rosalega einn og einangraður frammi einn á móti allri vörn Basel og fékk ekki mikla hjálp sem leiðir til þess að hann reynir of mikið.
En ég er sammála einhverjum sem minntist á pressuna, hana hef ég ekki séð núna í langan tíma og er farinn að sakna hennar mikið.
Ég er með svolítið sem brennur á mér.
1.Frá því að liverpool spilaði við Norwich á síðasta tímabili (leikurinn á undan chelsea leiknum) hefur mér fundist liðið með lítið sjálfstraust. Sá leikur vannst vissulega en það var nokkuð tæpt og langt frá því að vera sannfærandi. Síðan þá hefur liðið spilað þrjá góða leiki en það var á móti shamrock rovers og dortmund (friendly) og síðan spurs núna fyrir nokkrum vikum. Semsagt þá hefur liðið spilið 3 sannfærandi leiki af yfir 20 leikjum. Er þetta einfaldlega staðan á liðinu, það er ekki betra??? Auðvitað finnst manni það fjarstæðukennt þar sem liðið hafði tekið stöðugum framförum undir stjórn BR. Spilamennskan þetta tímabil er hinsvegar á pari með því lakasta sem ég hef séð frá Liv.
2. Annað sem er mér ofarlega í huga eru leikmannakaup. Allir þjálfarar þurfa að þokkalega gott hlutfall heppnaðra leikmannakaupa til þess að ná árangri með sín lið. Þau þrjú ár sem BR hefur verið með liverpool þá hafa eftirfarandi leikmannakaup heppnast að mínu mat:
-Daniel Sturridge
Þetta var stuttur listi. Nokkur nöfn tel ég mögulega geta átt heima þarna þegar fram líða stundir en hafa hingað til ekki haft teljandi áhrif á gengi liðins eins og t.d. coutinho, allen, lovren, moreno, can og lallana. Eflaust vilja margir meina að þarna vanti Coutinho en mitt mat er að Coutinho hafi toppað með liv fyrstu leikina sína með klúbbnum en síðan þá hefur hann átt einstaka móment af snilli en þess á milli verið gjörsamlega týndur og lítið komið útúr honum. Öll umræða núna snýst um að fá Sturridge til baka og guð minn góður hvað það verður gott en ég óttast það að ef hans fjarvera hefur svona mikil áhrif þá séum við því miður ekki með lið í höndunum sem sé eitthvað merkilegra en við höfum svo oft áður séð.
Leikkerfi liðsins. Fyrst þegar BR tók við þá átti maður von á að sjá liðið spila mikinn sendingarbolta þar sem þeir ætluðu sér að dominera leiki (death by football). Mig minnir líka að Rodgers hafi sagt þetta þegar hann var að útskýra sína philosophiu. Það var fljótt horfið frá þessu enda ekki mannskapur til þess að supporta svona spilamennsku innan klúbbsins. Síðan hafa verið nokkur leikkerfi í gangi en svona algengast var síðasta vetur að hafa tvo framherja og tígulmiðu eða færa annan framherjan á katinn og vera með 433. Rodgers hefur reyndar verið óspar á að hreyfa við leikkerfum og er alls ekki fastheldinn á eitthvert eitt skipulag. Á þessu tímabili höfum við séð mestmegnis liðið spila með einn framherja (reyndar tvo á móti west ham með afar döprum árangri). Mín spurning er sú, vita mennirnir nkvl hvaða leikkerfi þeir eiga að vera að spila því þegar maður horfir á leiði komast fram yfir miðju þá virðast þeir vera gjörsamlega týndir og allt gerist nánast fyrir einhverja tilviljun. Ljósið í myrkrinu er helst kannski Lallana sem er ótrúlega duglegur og creatívur leikmaður sem ég trú á að geti skapað fullt í vetur. Rodgers sagði í upphafi tímabils að Henderson þyrfti að skora og skapa meira af mörkum, það gæti ekki verið meira fjarri lagi og m.v. staðsetningarnar hans í síðustu leikjum þá virðist hann meira bara vera að covera fyrir það svæði sem kapteinninn nær ekki að loka á aftast. Það er fullt af nýjum leikmönnum en það er líka fullt af reyndum leikmönnum og mér finnst eins og enginn viti nkvl hvernig leikskipulagið á að vera.
Ég geri mér grein fyrir að ég hef ekkert talað um leikinn en vonandi taka menn viljann fyrir verkið og meti þetta sem innlegg í umræðuna um gengið þessa dagana.
Djöfull er Suarez ógeðslega góður. Verst er að við fengum nánast ekkert út úr sölunni enda peningunum varið í rusl.
Það er ekki oft sem ég læt tap fara gífurlega í taugarnar á mér og ég mun örugglega vera flokkaður sem einn af pollyönum hérna.
Þessi leikur var samt ákveðið högg sem ég á mjög erfitt með að taka. Það má alveg tala um ákveðna óheppni í síðustu tveimur leikjum. Í leiknum gegn Everton skorar Jagielka mark sem hann mun aldrei skora aftur, hvorki í alvöru leik, á æfingu eða í FIFA með svindli! Í kvöld fáum við á okkur mark þar sem boltinn fer í Skrtel, svo bakið á Lovren þannig að Mignolet ver hann út en beint í fætur á Basel manni. Auðvitað ákveðin óheppni en þessi óheppni þyrfti ekki að kosta neitt ef við gætum bara skorað! Á síðustu leiktíð skoraði Kolo Toure snilldar sjálfsmark gegn Fulham úti en það kostaði ekki neitt því við sáum til þess að það gerði það ekki. Það er mjög skrítið að horfa á Liverpool lið sem skoraði 103 mörk á leiktíð sem lauk fyrir tæpum 5 mánuðum vs lið sem getur bara ekki skorað í dag.
En aðeins um liðið sjálft.
Mikið hefur verið rætt um mistök hjá Mignolet og öftustu fjórum en fyrir mér eru allir sem spila fyrir framan öftustu 4 að ströggla mun meira.
Miðjan okkar er mjög bitlaus og það kemur mér á óvart hversu mikið frípass Henderson hefur fengið þessa leiktíð. Ég er mikill Henderson aðdáandi en hann hefur verið skugginn af sjálfum sér þessa leiktíð rétt eins og aðrir leikmenn.
Aðeins um Sterling.
Það er morgunljóst að deildarbikarleikurinn situr mjög í hinum unga Sterling. Síðustu tveir leikir hjá Sterling hafa ekki verið góðir og augljóst að hann skortir sjálfstraust eftir að hafa verið kveikjan að jöfnunarmarki Boro sem og að hafa klúðrað víti. Við megum ekki gleyma því að Sterling er bara 20 ára! Við getum litið í eigin barm. Vorum við tilbúinn að taka mikla ábyrgð 20 ára gömul? Hvað þá að vera einn af þeim ber hvað mesta ábyrgð á sóknargengi Liverpool FC. Nú held ég að Dr. Peters þurfi að taka Sterling í nokkur session.
Í öllu umtali um Suarez og hans brotthvarfi þá er alltaf bara talað um mörk og stoðsendingar. Það gleymist svolítið að öll umræða pressunar var á þann veg að Liverpool væri One man team og ef það vantaði Suarez þá hefði það ekkert komið á óvart að Liverpool myndi misstíga sig. Með þessu þá var á sama tíma öll pressa sett á herðar Suarez og hann elskaði það. Það var lítið talað um það ef Sterling átti ekki góðan leik, þetta snérist oftar en ekki um Suarez. Nú þegar hann er farinn þá er ábyrgðin einna helst sett á tvo menn, Sturridge og Sterling. Sterling er held ég bara ekki tilbúinn í þessa pressu og því held ég að Brendan þurfi núna að hugsa sig vel og vandalega um hver sé besta lausnin. Ætti að bekkja hann í smá stund og gefa honum þannig aðeins frí frá umræðunni og smá hvíld? Eða er hann með því að brjóta Sterling meira niður?
Nýju leikmennirnir fram á við eru heldur ekki að standa sig. Ég bar og ber enn miklar vonir við Markovic en sjálfstraustið er greinilega ekki mikið þar! Það sést að um leið og hann nálgast vítateig andstæðinganna þá panicar hann og velur oftar en ekki vitlausa kostinn í stöðunni! Ég velti því fyrir mér hver sé ástæðan? Ég vil ekki mála skratann á vegginn en ég velti fyrir mér hvort hann sé að settla illa inn í liðið? Nú talar hann litla ensku og ekki eru margir frá austur evrópu í hópnum okkar. Skrtel frá Slóvakíu, Lovren frá Króatíu og svo hann frá Serbíu. Það skiptir svo gífurlega miklu máli að koma sér vel fyrir og líða vel heima fyrir! Við sjáum hvað það gerir og gerði mikið fyrir Suður-Ameríku mennina í hópnum. Þeir hanga oftar en ekki saman og Suarez viðurkenndi það í Being Liverpool þáttunum að það hjálpaði honum mjög að hafa Coates og Lucas hjá Liverpool. Það hefði gert allt auðveldara fyrir sig.
En mestar áhyggjur hef ég af Balotelli. Eins spennandi og mér fannst þessi kaup fyrst þá verð ég að viðurkenna að ég er farinn að efast mikið um þessi kaup. Ég hata að þurfa horfa uppá efasemdarmenn eins og Gunnleif markmann og fleiri spekinga hafa rétt fyrir sér! Maðurinn er bara ekki að fúnkara og mér finnst hann vera byrjaður að hafa slæm áhrif! Hann reifst sífellt við leikmenn innan liðsins í kvöld! Hann lét Sterling heyra og það og fékk að heyra það á móti! Hann fékk að heyra það frá Henderson og lét Henderson heyra það á móti og einnig gerðist þetta með Coutinho! Svona gerðist ekki með Suarez og svona gerist aldrei (eða svo gott sem aldrei) með Sturridge! En núna gerist þetta 3x í sama leiknum!!
Á sama tíma þá breikar liðið hratt upp völlinn, hann fær boltann en spilar honum ekki og tapar boltanum! Ég sá þetta 2-3 í kvöld og ca jafn oft á móti West Ham.
Ég sá líka nokkru sinnum Coutinho ætla fara í pressa en þá var Balotelli bara á röltinu frammi! Sorry en svona kemur bara ekki til greina hjá Liverpool! Það sem einkenndi Liverpool í fyrra og það sem hefur einkennt Liverpool er liðsheildin! Liðsheildin er 0 núna! Leikmenn eru svo æstir í að sanna sig að þeir spila meira fyrir sjálfan sig heldur en liðið mér finnst þetta í raun bara vera 11 leikmenn að hlaupa um að vona það besta. Ég sé lítið vera að vinna fyrir hvorn annna. Þeir sem sáu smá af Dortmund í kvöld og gegn Arsenal geta séð ákafann sem býr þar í liðinu. Þeir hlaupa miklu meira en við! Þeir pressa saman! Þeir keyra á liðin í sameiningu! Þeir eru heild! Við erum það ekki eins og staðan er í dag og það hræðir mig svakalega!
Ég er viss um að ef við vinnum nokkra leiki sannfærandi þá muni koma smá neisti sem mun hjálpa liðinu! En það nægir ekki! Það þarf meira. Liverpool þarf að vera lið aftur. Það vantar alla leikgleði.
Vonandi breytist fljótlega en ég verð að viðurkenna að ég hef miklar áhyggjur.
YNWA!
P.S. Þeir sem vilja Rodergs burt viljið þið vinsamlegast rifja uðð hvað gerðist síðast þegar við misstum frábæran þjálfara frá okkur. Woy Hodgson mætti á svæðið. Hlutirnir eru ekki alltaf betri með því að reka knattspyrnustjórann.
Ég er ansi hræddur um að Basel nái að tryggja sig upp úr riðlinum í næstu tveimur umferðum. Vinna báða leikina gegn Ludogorets sem er ekki mikil fyrirstaða. Er einfaldlega ekki að sjá okkur fá neitt út úr þessum tveimur leikjum gegn Real, því miður.
Við gætum því nánast verið úr leik þegar við mætum Basel úr lokaumferðinni. Því eini möguleikinn á að komast áfram væri að slátra þeim, sem er of mikil pressa á okkur.
Sælir félagar
Mér finnst tvennt ástæðulaust í því sem við höfum verið að skrifa hér, hundpirraðir á öllu og öllum.
Í fyrra tilvikinu er ástæðulaust að taka það út á Einari og leikskýrslunni þó illa gangi það er ekki honum né neinum okkar að kenna.
Í annan stað er ástæðulaust og reyndar glórulaust að kalla á brottrekstur stjórans. Hitt er annað að við getum gert þær kröfur til hans að hann standi sig betur og þar með liðið. Að tala um að reka BR á þessum tímapunkti er bull.
Það er nú þannig
YNWA
Mikið er leiðinlegt að þurfa að vera neikvæður en maður verður að vera raunsær . Mér gæti ekki verið meira sama þótt þið setjið út á mig sem stuðningsmann eins og tíðkast hér hjá sumum. Ég er ekki reiður eða brjálaður yfir gengi liðsins því þetta er eitthvað ég var búinn að búast við eftir sumarið.
Ég hef hinsvegar drullumiklar áhyggjur af okkar liði því það verður bara að segjast eins og er að Brendan Rodgers hefur ekki gert miklar gloríur á leikmannamarkaðnum og virðist vera útúrtaktíkaður í nærri hverjum leik. Hans langbestu kaup eru Sturridge, Coutinho á en eftir að sanna að hann sé eitthvað frábær kaup því það þýðir ekkert að vera góður í 5-6 hverjum leik. Rodgers er búinn að kaupa varnarmenn á háar fjárhæðir sem ættu að koma með bein gæði í liðið en enginn af þeim virðast fúnkera. Er þetta kannski bara leikkerfið? Ég er á þeirri skoðun að hann hafi gert mistök með að hafa ekki keypt heimsklassa sóknarmann í sumar og að hafa ekki keypt fleiri gæða leikmenn sem hefðu þetta “instant impact”. Að ætlast til að spila flottan pressubolta með þessi spurningarmerki og óreyndu leikmenn er eins og að biðja 4 kjarneðlisfræðinga á fyrsta ári í námi að smíða kjarnorkusprengju.
Ég geri mér fulla grein fyrir því að liðið þarf að spila sig saman, en eins og þetta er í dag að þá er þetta vandræðanlegt og Rodgers verður hreinlega að bera ábyrgð líkt og öllu því góða sem hann hefur gert. Ef menn kenndu Benitez, Hodgson og Kenny um sín gengi að þá það að eiga einnig við um Rodgers. Að selja Suarez og setja 19 ára efnilegan og pínu ofmetinn leikmann í hans stað finnst mér bara alltof mikil vænting. Ekki misskilja mig, hann á klárlega eftir að verða heimsklassa leikmaður en aðdáendur LFC og pressan er ekkert að hjálpa til með allar þessar væntingar og ofmat. Við Poolarar eigum það til að ofmeta leikmenn okkar, það verður bara að segjast eins og er.
Það versta við að horfa á liðið í dag er það að liðið getur ekki pressað sem heild, né sótt hratt upp eins og á seinustu leiktíð. Það er hinsvegar fráleitt að ætlast til að Rodgers verði rekinn, hann á svo miklu meira inni.
Ég held að endirinn á síðasta tímabili hafi meiri áhrif á liðið heldur en við gerum okkur grein fyrir, og þá sérstaklega á fyrirliðann okkar. Ekki bætti sumarið úr skák fyrir drenginn og þegar eldmóðurinn er farinn úr augum leiðtoga liðsins er ekki góðs að vænta. Í liðið vantar allt sem heitir barátta, vinnusemi, áræðni og sköpunargleði, sem segir manni að kannski liggi vandamálið í sálartetri leikmanna. Get vel ímyndað mér að stemmningin innan hópsins hafi aldrei náð nálægðum hæðum á þessu tímabili og í fyrra. Ekki bætir svo úr skák að bæta við fjöldann allan af nýjum leikmönnum sem hefur mikil áhrif á kemestríið í hópnum.
Að mínu mati er Balotelli ekki rétti leikmaðurinn fyrir liðið og þar held ég að klúbburinn hafi ekki unnið heimavinnuna nægjanlega vel. Hans leikstíll hentar okkar enganvegin og hægir of mikið á okkur. Ég hefði kosið mann sem hreyfir sig meira, stingur sér í svæðin og lætur boltann fljóta meira.
Svo má auðvitað deila um hvort Markovich sé tilbúinn í þá miklu ábyrgð sem hann hefur fengið og hvort ekki væri réttar að mjatla honum hægar inn. Coutinho er að mínu viti lykilmaður í viðsnúningi liðsins því fáir hafa jafn mikla burði til að stjórna miðjunni og hann, minnir mig mikið á Xavi þ.e. held að hann gæti orðið svipaður leikmaður.
Held enn að við höfum einn efnilegasta stjórann í deildinni en kannski eru ástæða gengi liðsins að finna í hlutum sem erfitt er fyrir hann að eiga við þ.e. hungur leikmanna. Ég held að við verðum að gleyma öllu í bili sem heitir titilbarátta og horfa lengra fram á veginn. Í klúbbnum eru allar aðstæður til að búa til frábært lið í framtíðinni en líklega þarf meiri tíma.
Sennilega væri réttast að taka eitt gott fyllerí með fullt af trúbba og sjá hvað það skilar liðinu 😉
Ég tek undir með Sigkarli #76 að það er til lítils að taka pirring út á Einari eða öðrum pistlahöfundum, guð veit að þeim verður ekki kennt um árangur liðsins 🙂
Ég tel þó alveg menn geta hent fram gagnrýni á stjórann eins og allt annað og hvort það sé krafa um nýjan stjóra eða viðbrögð frá núverandi þá hlítur það að vera í lagi svo lengi sem menn hafi þetta nú á málefnalegu nótunum…ath ég er nú þó alls ekki að segja að ég styðji svoleiðis umræðu þar sem ég núverandi þjálfari hefur hrifið mig upp úr skónum frá því hann kom. Hitt er svo annað mál að forveri hans í starfi var rekinn þrátt fyrir að hafa skilað titli í hús sem er eitthvað sem BR hefur ekki enn gert. Bottom-line BR er að stýra liðinu á sínu 3 tímabili og því ekkert að því að menn horfi á hans störf líkt og leikmannanna sem eru undir honum. Ágætt þó að hafa í huga orðin hans Eyþórs…næsti stjóri gæti orðið annar Hodgson þannig að be careful what you wish for 🙂
Þeir sem horfa á heildarmyndina en einblína ekki bara á einn og einn leik ættu að sjá það að liðið er mjög mikið endurnýjað og það er mjög ólíklegt að þetta smelli saman eins og í einhverri Disneymynd á nokkrum vikum. Það er ekkert óeðlilegt við það að liðið ströggli fyrst um sinn.
Í vörn eru við með nýja erlenda mjög unga drengi í báðum bakvarðarstöðunum ásamt Enrique sem er búin að vera meiddur ég veit ekki hvað lengi ásamt Johnson sem búin að vera meiddur ég veit ekki hversu oft en það er mjög oft. Það er aðeins einn maður í vörninni sem er ekki meiddur í tíma og ótíma og er sæmilega stöðugur í sínum leik og það er Skrtel. Þegar hann er í vörninni og er að spila með þremur nýjum leikm í kringum sig verður hann nánast eins og nýr leikm því hann þekkir meðspilara sína ekki nægjanlega vel. Vörn snýst fyrst og fremst um stöðuleika og lítið rót, þannig skapast traust og skilningur sem er ómetanlegur þegar staðsetning og metraspursmál er höfuðatriðið.
Það er augljóst að það á eftir að taka þó nokkurn tíma að líma þessa vörn saman og þá er ég ekki að tala um UHU heldur tonnatak. Menn meiga ekki fara á límingunum strax eftir 6 vikur af móti sem stendur yfir í ca 36 vikur.
Það bætir svo ekkert ástandið þegar Sturridge er meiddur því hann er ómissandi fyrir þetta lið og hvernig Rodgers vill að það spili. Balotelli er því miður ekki nærri því jafn kvikur og skynsamur hvað varðar hlaup eða að nýta sér eyður sem varnarmenn skila eftir sig eins og Sturridge. Hreyfanleiki er key og það er Balo ekki til í að sýna.
Lallana er svo að skríða saman eftir meiðslin sín og það að hann hafi misst af undirbúningstímabilinu er ekki að hjálpa liðinu neitt. Hann var lykilleikmaður fyrir Southampton í fyrra og þegar hann verður komin up to speed þá verður liðið mun beittara framá við.
Sterling er svo ennþá að læra og það er óhætt að segja að fyrsti CL leikur hans á útivelli hafi tuggið hann í kássu og hrækt honum svo útúr sér á skítuga stéttina. Strákurinn átti afleitan leik í kvöld, því miður.
Markovic er svo bara eitt stórt spurningarmerki. Ég væri frekar til í að sjá Borini í liðinu í þessum erfiðu leikjum. Hann er bæði eldri, þroskaðari og leikreyndari og ætti þar af leiðandi að gera færri mistök og vitleysur. Mér fannst ákörðunartaka hjá Markovic í sumum tilfellum alls ekki góð í kvöld.
Þessir þættir spila svo auðvitað inní það að restin af liðinu dettur niður á lægra plan.
Td. Coutinho þrífst best og í raun þarfnast þess að leikmenn séu á mikilli hreyfingu í kringum hann eða fyrir fram hann. Hann hefur gríðarlega góða sýn á leikinn en sá hæfileiki hverfur þegar menn standa bara eins og keilur og taka ekki hlaupin sín.
Allt tal um Brendan burt er í besta falli hlægilegt.
Það þarf ekki að þrasa um að það vantar baráttu vilja og sjálftraust, samt er ég enn þeirra skoðunar að leikmenn Liverpool eru að klappa boltanum of mikið, sem verður til þess að það dettur allt tempóið niður í okkar leik öfugt við tímabilið í fyrra, hef samt enn trú á því að hann BR okkar snúi þessu við. Hef trú á því að þetta hrökvi í gang í næsta leik 🙂
Skil bara ekki afhverju Lallana kom ekki inná fyrir Sterling. Sterling virkaði bara þreyttur í þessum leik. Hefði verið betra að hafa hann á bekknum og skipta inná.
Ótrúlega margar rangar ákvarðanir og misheppnaðar sendingar á síðasta þriðjungi vallarins.
Þið heyrðuð það fyrst hér. Brendan Rodgers verður rekinn í lok janúar/byrjun febrúar. Þá verður liðið dottið úr CL, League Cup og FA Cup sem verður síðasti naglinn í kistu Rodgers.
Ég er algjör efasemdarmaður akkúrat núna, alveg eins og Arsenalmenn voru það um 18:00 meðan þeir voru að borða kvöldmatinn. Það eru nokkur atriði sem ég sé við leik okkar manna sem er eru að fara í pirrurnar á mér.
Mér finnst Brendan Rodgers vera mun fyrinsjáanlegri í uppstyllingum sínum (4-3-3 eða 4-5-1) heldur en hann var í fyrra og hann er mun lengur að bregðast við ömurlegri spilamennsku liðsinns í heild. Ég tók reyndar eftir í fyrsta sinn í vetur að Sterling og Lazar skiptu mikið milli kannta í fyrri hálfleik og var ég ánægður að sjá smá roteringu þar á milli en það virtist síðan dala eftir sem leið lengur á leikinn. Rodgers var mun fljótari að bregðast við í fyrra, fór úr 3-5-1 jafnvel í 4-3-3 í hálfleik og endaði svo í 4-4-2 ef við þurftum að vinna leikinn.
Ég held að takmark Rodgers fyrir leiktíðina hafi verið að fá á sig minna af mörkum og hann sé dálítið fastur í þeirri fílósófíu og það bitnar á sóknarleiknum. Hendo sást ekki í þessum leik og hann hefur varla sést nema í grannaslagnum um helgina. Hann virðist hafa aðrar áherslur en á síðasta tímabili eins frábær og hann var þar. Án þess þó að draga ákveðna menn í dilka þá held ég að sökudólgurinn sé ekki leikmennirnir, heldur áherslubreytingar Rodgers og þjálfarateymisins í heild, og vona ég að þeir fari að spila boltann sem við spiluðum á síðustu leiktíð.
Ég er allavega einhvernveginn þannig að ég hef miklu meiri áhuga á að sjá Liverpool vinna 5-3 eða gera jafntefli 4-4, sjá hápressu frá fyrsta manni, menn nr 2 og 3 búa til gildru og bammmmmm .
Eins og þetta er að spilast núna þá sé ég ekkert líkt Benitez bolta í okkar mönnum, þetta er frekar farið að minna á Hodgson.
Nú bara eitt video sem ég langaði að horfa á eftir þessar skitur seinustu vikur http://www.youtube.com/watch?v=qhAdzvsDA0c , það sem þessi maður var ótrulega góður, liðið er ekki svipur hjá sjón.
en hey! við erum allavega með efnilega leikmenn 🙂
Jákvæða hliðin
Ansi margir búnir að drulla yfir allt og alla hérna þannig það veitir ekki af því að horfa aðeins á jákvæðu hliðarnar:
+Vorum að komasti í klúbbinn með ManU og Chelsea sem töpuðu bæði á þessum velli og það eru 4 leikir eftir í riðlinum og allt getur því gerst ennþá og ekkert tilefni til að örvænta.
+Liðið spilaði virkilega vel á móti Everton og klárlega mikil batamerki til staðar sérstaklega hjá sumum leikmönnum
+Sturridge kemur í næsta leik og þá geta menn séð hversu ótrúlega mikilvægur hann er fyrir þetta lið. Okkur gékk fínt í þeim leikjum sem Suarez var í banni í fyrra þökk sé honum og hann er greinilega lykilmaður sem við megum ekki við því að missa því það sama gerðist í fyrra, þegar hann meiddist eftir landsleikjahlé, þá spiluðum við illa og misstum mörg stig þrátt fyrir það að vera með Suarez.
+LFC er bara með 3 stigum minna en þeir fengu úr sömu leikjum á síðasta tímabili í deildinni.
+Þrátt fyrir þessa erfiðu byrjun er LFC með stigi meira en Everton, jafn mörg stig og Spurs, stigi á eftir ManU sem hafa átt miklu auðveldari program og ekki svo langt í Arsenal og City.
+Næstu leikir eru léttir á pappír og því frábært tækifæri til að snúa þessu við og koma liðinu á ról.
+Leikmannaglugginn var verulega góður þó það sé skiljanlegt að menn séu ekki að sjá það núna. En ef það er skoðað aðeins betur þá er náttúrulega gjörsamlega ómögulegt að allir leikmenn væru frábærir strax og alltaf einhver sem verður flopp þegar svona margir leikmenn eru keyptir. Eina floppið hingað til er Markovic en hann er bara 20 ára og gæti því vel sprungið út á næsta ári og þó það gerist ekki þá er allt í lagi ef einhver kaup ganga ekki vel það gerist hjá öllum liðum og er óhjákvæmilegt.
Önnur kaup:
+Moreno: Frábær kaup sem allir hljóta að geta verið sammála um.
+Lovren: Klárlega mjög góður leikmaður sem flest lið væru til í að hafa en vantar bara að ná upp góðu samstarfi við annan miðvörð, það kemur.
+Manquillo: Frábær kaup (lán) miðað við hversu lítið hann kostaði og ótrúlegt hvað hann getur miðað við nánast enga reynslu og á klárlega mikið inni ennþá
+Lallana: Frábær kaup, var ótrúlega traustur á síðasta ári og valinn í lið ársins fyrir vikið. Byrjaði að sína hvað hann getur í Everton og á eftir að vera fastamaður í liðinu og hef engar áhyggjur af honum. Þeir sem segja að hann hafi verið of dýr eru þeir sömu og myndu kvarta yfir að LFC hefði ekki borgað þetta aukalega sem þurfti til að fá hann ef þeir hefðu ekki gert það.
+Can: Þýska stálið hefur ekki fengið mörg tækifæri til að sanna sig en það sem að maður hefur séð af honum þá held ég gæti vel orðið ein af bestu kaupum gluggans, bíðið bara og sjáið. Frábært þegar hann verður aftur orðinn heill og hann getur þá leyst Gerrard af í einhverjum leikjum.
+Balotelli: einu kaupinn sem að maður hefur áhyggjur af því hann verður helst að sína meira. Virðist ekki virka vel einn uppá topp en gæti hæglega flogið í gang með Sturridge og eins og allir framherjar þá þarf hann nokkur mörk til að komast í gang. Kemur betur í ljós í næstu leikjum.
+Lambert: Keyptur á lítinn pening og sem 3.-4. framherji og þarf því ekki að skila miklu af sér á tímabilinu til að réttlæta þennan litla pening.
+Origi: Búinn að sýna virkilega góð merki í frönsku deilinni það sem af er og þvílíkur lúxus að eiga hann inni á næsta tímabili þegar hann verður búinn að bæta sig ennþá meira.
Jafnvel þó eitthvað af fleiri af þessum kaupum ná ekki árangri þá eru samt eftir mörg góð kaup sem þýðir að þetta er að fara í rétta átt.
Þið þurfið ekki að vera sammála öllu en örugglega einhverju þannig vonandi kætir það einhverja þó það væri ekki nema smávegis 😉
Jæja, ég ætla koma með mitt bulletin innlegg og þar skafa ég ekkert af því, frekar en fyrri daginn.
a) Kop.is er stórkostleg síða og sú besta sinnar tegundar á Íslandi. Þessi skýrsla hjá Einari er samt hörmung en hann mun pott þétt gera betur næst.
b) Hvað er að gerast fyrir Sterling? Gaurinn virkar bara áhugalaus og “touchið” alveg farið.
c) Balotelli getur ekki baun í bala, ég vil eiginlega sjá Lambert frammi með Sturridge (ef hann verður heill á móti WBA).
d) Coutinho til sálfræðings og það strax
e) Þessi Markovic…getur einhver sagt mér hvers vegna við borguðum þessa fjárhæð fyrir hann? Hann er average fótboltamaður og er að fá leiktíma á kostnað Ibe og Suso.
f) BR fær aftur falleinkunn – Að Lallana hafi ekki byrjað þennan leik er ráðgáta og minnir mig á ákvarðandir Hodgson hér um árið.
g) Þessi föstu leikatriði eru bara orðin eitthvað aðhlátursefni hjá okkur..nú hætti BR við svæðisvörnina og samt lak bolti inn.
YNWA
86
Rodgers: We defended very very poorly off a set piece again.
Rodgers: You’ve got to win your first contact on the ball (from a corner).
Rodgers says LFC have done a lot of analysis of the defensive problems, but “you have to deal with it on the field.”
Rodgers segir þetta nákvæmlega eins og þetta er!!!! Auðvitað er búið að æfa hornspyrnur og aukaspyrnur og HAMRA á því hver eigi hvaða menn. En þegar í leikina er komið skiptir engu máli hvað gerðist á æfingasvæðinu, menn eru að klikka í leikjum, æ ofaní æ. Þetta er mentality ekki æfingasvæðið.
Er Coutinho horfinn og við komnir með tvífara hans í liðið ?
Ég hlakka ennþá mjög mikið til að fara á Anfield með koppurum um helgina og sjá fyrstu skref Liverpool í viðsnúningnum.
Sjáumst í Leifsstöð á morgun.
ég veit að það nennir enginn að lesa þetta útaf fjölda commenta hérna, en þessi leikur var okkar og óhepnismark og skortur á mönnum sem geta klárað færin sín var orsök fyrir þessu tapi.
Bransinn í fótbolta í dag eg þannig að ef þú ætlar að vera meðal þeirra bestu þurfa lið að halda sínum bestu mönnum og kaupa 1-2 góða hvert sumar, þýðir ekki að selja sinn besta mann og kaupa 10 ágæta og vona að þeir verði góðir, ég sagði þegar Suarez var seldur bæbæ Suarez og bæbæ 4 sæti+ útaf því ég er búinn að horfa á þetta svo lengi og oft. Ef liverpool heldur áframm í þessari kaupstefnu þá verðum við bara alltaf að spóla í sama farinu, man utd skita á sig eitt season og þeir kaupa alvöru menn en við höldum alltaf áframm að kaupa þriggja stjörnu menn.
Það sér þetta aldrei neinn fyrr en þeir loksins fá að spila. Reina og agger eru báðir betri en mennirnir sem við höfum fengið í þeirra stöður og þeir voru seldir á samanlagðar 4 mil sem er það sama og okkar heimskulegustu kaup sem hafa verið gerð hjá Liverpool (Lambert.
Rodgers er frábær stjóri en ömurlegur á leikmanna markaðinum, það verður að kaupa tilbúna leikmenn og potential leikmenn með þeim.
Meira að segja Wenger er búinn að fatta þetta.
Þessi leikur í kvöld var særandi og bara uppskera þess sem skal koma á næstunni…….
ohh hvað ség sakna þín Luis Suarez 🙁
liðið er bara miðlungs og ekkert annað, við keyptum nokkra miðlungsleikmenn fyrir Suarez peninginn sem sem átti að bæta breiddina en við sitjum uppi núna með lið sem á aldrei eftir að ná 4 sætinu.
Anda inn anda út! Og ég minni á tad ad tótt ad Suarez hefdi ekki farid væri hann í banni! Vid förum ad fá inn Sturridge og svo tala ég nú ekki um Allen sem ég tel vera mun mikilvægari leikmann en margir vilja halda
Helsti munurinn sem ég sé fra þvi í fyrra er að Hendó spilara mun aftar til að hjálpa Gerrard og hápressan sem virkaði svo vel i fyrra er ekki til staðar. Þvi það var Hendó sem dreif hana áfram og Hendó hefur ekki kraft i að keyra eins mikið fram þvi hann þarf að covera mikið svæði aftast. Eg hefði viljað sjá Lúkas þarna fyrir Gerrard og þrýsta Hendó ofar.
Vegna þess hvað liðið er komið aftarlega er Balo mjög einmana frammi og hefur þurft að koma langt aftur til að sækja boltan og liðið er mjög lengi að koma sér fram. Af þessum sökum eru andstæðingarnir ávalt komnir með haug af mönnum bakvið boltan.
Skil ekki alveg þessa gagnrýni á Ballotelli, hann var langt í frá slakastur í leiknum í gær og í raun gerði það sem hann gerir best, fær boltann í lappir og heldur á meðan liðið færir sig framar. Sterkur framherji og (að mér fannst) duglegur í leiknum í gær. Var alltaf að reyna að pressa en það vantaði næsta mann, Sterling var vandræðalega lélegur í gær, algjört smjör, datt niður við minnstu snertingu allan leikinn og missti boltann alloft klaufalega frá sér. Bæði hann og Coutinho pressuðu ekki með Ballotelli frammi, heldur duttu alltaf langt niður í varnarpælingu. Markovich er sá leikmaður sem hefur valdið mér mestum vonbrigðum af sumarkaupunum en hann er ungur og á vonandi eftir að koma til. En dettum ekki alveg niður í volæðið, tímabilið er nýbyrjað og nægur tími til að snúa þessu við.
Þessi úrslit eru jafnvel ennþá verri daginn eftir
Ég bara trúi ekki öðru heldur en að Liverpool misbjóði þessu svissneska fyrirbæri þegar það kemur í heimsókn á Anfield í seinni leikinn.
Basel?? Við eigum þokkalega harma að hefna gegn þessu liði! Liðið okkar er hvorki fugl né fiskur í augnablikinu og menn geta nefnt meiðsli og nýjan mannskap sem ástæður fyrir aumingjaskapnum.
En hverju sem líður, þá vill ég sjá skósvertu í andlitinu í næsta leik, hnúajárn á hliðarlínunni, Balotelli með sítt að aftan og Brendan að mergsjúga þjálfara Basel með sogröri.
Öll tiltæk ráð í bókinni til að senda þetta lið út úr keppninni og í bakpokaferðalag til Malí takk fyrir.
Ég segi eins og Oscar Wilde “We are all in the gutter, but some of us are looking at the stars.” Allt tal um að reka Rodgers stappar geggjun næst og almennt eru menn allt of neikvæðir þrátt fyrir erfiða byrjun. OK – við töpuðum leik og erum í tímabundinni lægð . Get over it and move on!
Vandamálin eru hluti af þessum bransa like it or not. Þegar mótlætið ríður yfir ergir maður sig smávegis fyrst en fer síðan í að leysa þau.Ég er bjartsýnn og veit að í þessum töluðu orðum er verið að rýna í vandamálin og leita leiða við að ná markmiðum félagsins sama hvað það kostar.
Þó að ég sé heilt yfir bjartsýnn á framtíðina er ég farinn að hallast að því að félagið hafi gert ein alvarleg mistök í innkaupum sumarsins. Þetta er gamla góða staðreyndin að ef eitthvað er of gott til að vera satt er það líklega heldur ekki satt. Heimsklassa bráðungur sóknarmaður fyrir andvirði meðalmanns fellur líklega þar undir.
Vandamál LFC er skortur á sigurvilja. Ég velti fyrir mér hvort að stemmingsleysið og vöntun á ákefð og vinnslu megi rekja til komu meistara Balo? Það er vel þekkt hvaða áhrif erfiðir einstaklingar hafa innan hópa. Samheldnar og ástríkar fjölskyldur hafa oft sundrast í frumeindir út af svarta sauðnum. Sauðurinn verður miðdepill hópsins og öll orkan fer í að halda honum í skefjum á kostnað þeirra sem eru í góðu lagi og á kostnað fjölskyldugildanna.
Liðið sem Brendan byggði upp í fyrra var heiðarlegt og vinnusamt lið. Menn hlupu fyrir hvorn annan eins og um lífið væri að leysa. Þetta element er horfið og það er t.d. hrein skelfing að horfa á Balo emjandi í grasinu eins og grís við minnstu snertingu. Kannski er maður of harður við Balo en ekki er hægt að útiloka að hann sé að skemma illa út frá sér vinnu Brendans síðustu ár. Ekki er hægt að útiloka að orka Brendans fari fyrst og fremst í erfiða gaurinn með vonda attitúdið sem leiðir til tvöfaldrar óhamingju. Í fyrsta lagi missir stjórinn fókusinn á leikinn og í annan stað vanrækir hann aðra unga leikmenn sem eru sumir nýgengnir til liðs við félagið. Ekki bætir úr skák þessi endalausa neikvæða umræða um Balo í fjölmiðlum. Meira er fjallað um þennan leikmann á Englandi en alla aðra leikmenn LFC samanlagt og yfirleitt á neikvæðan hátt.
Þetta er vonandi tóm vitleysa hjá mér en eina leiðin til díla við rotna eplið er að fjarlægja það úr tunnunni.
Balo til vorkunnar verður að viðurkenna að hann fær sáralitla þjónustu. Hann er target striker en er ekki að búa mikið til sjálfur. Þetta vita allir og þú breytir ekki grunneiginleikum leikmanns heldur vinnur með þá. Hann fær sjaldan almennilega bolta að vinna úr og árangurinn er eftir því. Allt það sem gengur á fyrir utan völlinn og skortur á þjónustu til að vinna vinnuna sína er ávísun á örvæntingu leikmannsins. Kannski er Balo og félagið lentir í Catch 22 ástandi? Balotelli getur ekki látið ljós sitt skína vegna andleysis meðal meðspilaranna og meðspilararnir eru andlausir vegna Balo!
En ekkert helvítis raus um eitthvað sem maður veit ekkert um. Allt svona er hægt að leysa farsællega og ég hef staðfasta trú á að menn séu nægilega miklir fagmenn til að koma LFC á sigurbraut aftur.
#97 held að ég hefði ekki getað orðað þetta betur. Brendan á eftir að leiðrétta þessi mistök í janúar. Bara pirrandi að vera með einhverja tilraunastarfsemi á þessum tímapunkti þegar liðið er nógu gott til að vinna titilinn.
Er ekki hægt a? skila Balotelli aftur? Hann var sá eini sem þakka?i ekki fyrir stu?ninginn í gær. Þessi drengur er a? rústa móralnum. Þa? er náttúrulega ekki tilviljun a? hann hafi brennt allar brýr a? baki sér hjá þremur félögum, Inter, City, Milan og svo næst Liverpool. Klárlega stærstu mistök gluggans a? fá ekki a.m.k. alvöru li?smann fyrir Suarez sem lag?i sig alltaf 110% fram. Eitthva? sem Mario mun aldrei gera.
Ekki batnar það:
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/spanish-midfielder-suso-set-miss-7869438
Auðvitað hefur Suso sama og ekkert verið að spila, en samt vont að missa af honum sem möguleika til að koma inn af bekknum.
Á hverju tímabili byrjar LFC illa (mis illa auðvitað) og á hverju tímabili missa menn sig í tilfinningaþrungnum ummælum.
Þetta er vegna þess að við púlarar erum svo funheitir og dyggir stuðningsmenn LFC að það er auðvitað sárgrætilegt að sjá liðið okkar tapa og sjá að menn eru kannski ekki að leggja sig alla fram. Það vantar alla leikgleði…og menn eru ekki að pressa með sálinni eins og topp lið verða að gera til að taka leikinn í sínar hendur.
Liðið er lent í many-new-players-syndrome, það er augljóst.
BR og hinir Rauðu USA Sokkar hafa hins vegar sýnt það hingað til að þeir hafa vilja og getu til að hafa liðið í fremstu röð.
Ég ætla hins vegar ekkert að gefa þeim neinn slaka með tíma. Ég vil að þeir taki svipuna á liðið og að liðið hunskist til að koma sér í andlegt form og kveikja leikgleðina og ástríðuna að nýju !
Það er það sem ég vill sjá….sigrar koma nefnilega glettilega oft í kjölfarið…
:O)
Smá Pollíanna:
Simon var markmaður í þessum leik.
Flugferðin hefur reynt meira á liðið en leikurinn sjálfur. Liðið ætti því ekki að vera uppgefið á móti WBA
Andleysis var svo algert að næstu leikur mun segja okkur helling um framtíðina og þá getum við sett okkur í stellingar.
Þetta var fyrsti útileikurinn í CL í nokkur ár. Yfirspenna? Kannski.
Eigum von á allt öðrum leik á móti WBA, ekki annað hægt. Ef ekki þá þarf að ná í nokkur súr epli og venjast bragðinu. Við kunnum það Púllarar.
Áfram Liverpool um aldur og ævi.
Swaage
Já, ég var ekki beint í stuði til að leggja mig í skýrsluna. Ég viðurkenni vel að hún var slöpp. Eftir svona slappar frammistöður þá er maður stundum æstur í að skrifa langan pistil og í sum skiptin vill maður bara hætta að hugsa um fótbolta. Það seinna átti við í gærkvöldi.