Sjöunda umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram um helgina, okkar menn taka á móti West Bromwich Albion á laugardag og hefjast leikar klukkan 14:00.
Það sem fer upp, kemur niður
Það á að minnsta kosti við um okkar ástkæra klúbb. Hve oft eigum við að vera komnir upp fjallið, oftast eftir að hafa farið upp erfiðu leiðina, fyrirheitna landið í seilingarfjarlægð. Bara til þess að renna á rassgatið og sjá drauminn fjarlægjast á ný.
Gengi liðsins í deildinni það sem af er hausti er skelfilegt.
Tveir sigrar, annar þeirra mjög óverðskuldaður.
Eitt jafntefli, sem var kjaftshögg eins og þau gerast verst.
Þrír ósigrar, allir þeirra mjög sannfærandi.
Þessi stigasöfnun er ekki boðleg fyrir lið sem ætlar sér að vera í baráttunni um CL hvað þá titilinn. Maður er farinn að halda að það sé bölvun á klúbbnum. Þegar mest liggur við virðast hlutirnir einhvernvegin ekki ganga upp, mikilvægir menn hverfa á brott og, að manni sýnist, rangar ákvarðanir teknar í kjölfarið.
En eigi skal gráta Björn bónda heldur skal safna liði og leita hefnda. Og andskotinn hafi það ef að liðið hefur ekki náð sér í besta liðsstyrk sem fyrirfinnst. Ferðalangar hópferðar Kop.is eru mættir á Anfield og þeir fara ekki nema með öll stigin!
.
Staðan og form
Þegar flautað verður til leiks á laugardag þá situr Liverpool í fjórtánda sæti deildarinnar, fjórum sætum neðar en andstæðingar okkar í WBA.
WBA hefur náð í 4 stig á útivelli í þremur leikjum, sem er rétt eins og við höfum tekið í kassann á Anfield í jafn mörgum leikjum. En þó að einungis eitt stig skilji liðin að í deildinni þá er form þeirra mjög ólíkt, á meðan flest okkar stig komu í fyrstu leikjum tímabilsins þá fóru WBA öfuga leið, byrjuðu hræðilega en hafa nú unnið tvo leiki í röð í deild mjög sannfærandi. Fyrst mjög góðan og síst of stóran 0-1 sigur á Tottenham á WHL. Í kjölfarið kjöldrógu þeir svo leikmenn Burnley 4-0 á heimavelli eftir að hafa sigrað Hull City þarna á milli í Carling Cup, 3-2. Þeir eru s.s. á þriggja leikja sigurhrinu.
Liverpool, munið þið eftir síðasta sigurleik í deildinni? Ekki ég heldur, þurfti að fletta því upp. Var gegn Spurs í ágúst. Við unnum ekki deildarleik í heilan mánuð. Úff.
Við þekkjum það sem Liverpool menn að það er auðvelt að spila sig út úr öllum keppnum nokkuð snemma móts. Þess vegna verða menn að fara að spýta í lófa og fara að hala inn stigum. Andskotinn hafi það þó við verðum yfirspilaði í 93 mínútur á laugardaginn, með eitt skot á rammann á meðan WBA á þrjátíu og sjö, svo framarlega sem að við tökum bara öll stigin.
Liverpool verður að komast á smá „rönn“ í október mánuði. Fullt hús stiga myndi breyta þessu svartnætti sem er í gangi þessa daganna aftur í bjartsýni og tilhlökkun. Við eigum WBA, QPR, Hull City og Swansea áður en nóvember mánuður gengur í garð. Í augnablikinu á ég erfitt með að sjá okkur vinna alla þessa leiki, sérstaklega eftir það hvernig stórlið Aston Villa og West Ham yfirspiluðu okkur. En við bara verðum. Við verðum að taka amk 10 stig af 12 mögulegum, það er algjört lágmark.
.
Sagan
Ókey, ég er búinn að mótivera sjálfan mig. Koma svo, þrjú stig, 4-0. Hvernig er okkur annars búið að ganga gegn WBA síðustu misseri?
Liverpool hefur tekið 7 stig af WBA í síðustu 6 deildarleikjum. Sem eru 7 af 18. Formið er: Sigur-Tap-Tap-Tap-Sigur-Jafntefli.
Á síðustu þremur árum höfum við eingöngu sigrað þetta WBA lið einu sinni á Anfield, tapað tvisvar sinnum.
Kommon! Eru WBA og Aston Villa virkilega okkar kryptonít? Á ég að vera meira stressaður fyrir heimsókn Aston Villa og WBA á Anfield en milljarðalið City eða Man Utd? Það er alveg eðlilegt.
Góðu fréttirnar eru engu að síður að sagan ætti samt ekki að telja mikið, WBA er, að mínu mati, með mun lakari hóp en þeir hafa verið síðustu ár. Þeir eru einnig með stjóra í Alan Irvine sem hefur aldrei stjórnað liði í úrvalsdeildinni áður. Var rekinn frá Sheffield Wednesday í febrúar 2011, var í kjölfarið ráðinn yfir akademíu Everton og loks stjóri WBA í sumar. En skoðum andstæðinginn aðeins betur.
.
West Bromwich Albion
Eins og áður sagði þá eru WBA að koma inn í þennan leik með þrjú frábær úrslit á bakinu og eru klárlega með meira sjálfstraust en okkar menn.
Það urðu miklar breytingar hjá þeim í sumar. Það byrjaði strax í maí þegar þeir létu Pepe Mel fara, sem var reyndar mjög skrítin ráðning til að byrja með, en það er annar handleggur. Þeir fengu nokkuð reynslumikla menn inn eins og Gardner (frá Sunderland),Lescott (frá City) og Samaras (Celtic). Önnur kaup þeirra í sumar hafa verið á tiltölulega óþekktum leikmönnum ásamt því auðvitað að fá Andre Wisdom að láni, hann getur því ekki spilað gegn Liverpool um helgina (hefur spilað allar mínútur í deildinni hingað til og staðið sig nokkuð vel). Á sama tíma létu þeir leikmenn eins og Steven Reid, Ridgewell, Amalfitano og Zoltan Gera fara frá félaginu. Þessar breytingar á leikmannahópnum kostuðu liðið 1,5 milljónir punda takk fyrir (nettó), þessir peningar maður. Eru að eyðileggja boltann.
Þeir eru í vandræðum með framherjana sína, rétt eins og við. En Ideye og vinur okkar, Anichebe, eru frá vegna meiðsla. Þeir hafa þó ekki saknað þeirra neitt rosalega, Berahino hefur verið heitur. Eins og það var nú mikið talað um hann hérna fyrir um 18 mánuðum síðan þá hefur lítið farið fyrir honum þar til nú. Hann er kominn með fjögur mörk í þessum sex leikjum og er leikmaður sem við verðum að vara okkur á, ásamt Sessegnon.
Hvað varðar kerfið eða uppstillingu þeirra á morgun þá tel ég nokkuð ljóst að þeir leikmenn sem sigruðu Burnley 4-0 fái að halda sæti sínu og þeir haldi sig við 4-2-3-1. Ætla að skjóta á þetta lið:
Foster
Gamboa – Dawson- Lescott – Pocognoli
Morrison – Gardner
Dorrans – Sessegnon – Brunt
Berahino
.
Liverpool
Þá að okkar mönnum. Það er enginn að koma til baka úr meiðslum, í mesta lagi gætum við séð Sturridge á bekknum þó ég efist um það (en Sturridge skrifaði undir nýjan samning í dag). Allen og Sturridge ættu þá báðir að vera orðnir heilir eftir landsleikjahlé og stutt í Can. Suso bættist á meiðslalistann í vikunni, drengurinn tognaði og fór í kjölfarið í uppskurð sem heldur honum frá í a.m.k. tvo mánuði. Sakho tognaði einnig (ekki á heila í þetta skipti samt) í vikunni og verður frá í 2-3 vikur. Aðrir eru heilir.
Þegar ég velti fyrir mér liðsuppstillingu Brendan Rodgers fyrir þennan leik þá held ég að hann fari annað hvort í tígul miðju með Borini frammi með Balotelli eða hann haldi áfram með einn framherja en spili þá á Lambert í stað Balotelli.
Persónulega myndi ég vilja sjá okkur fara aftur í tígulmiðju með Sterling á toppnum, Lallana á miðjunni með þeim Gerrard og Henderson og svo Balotelli og Borini frammi. Einhvern veginn svona:
Þetta segir sig eiginlega sjálft.
Vörnin, þar kemur Moreno aftur inn í vinstri bak eftir að hafa hvílt í vikunni.Lovren og Skrtel verða saman í miðri vörninni, held að það sé orðið nokkuð ljóst að þetta er miðvarðarpar nr 1 hjá Rodgers og við þurfum að halda einhverju partnershipi þarna lengur en í 2-3 leiki.Manquillo er svo okkar eini leikfæri hægri bak.
Á miðjunni erum við í hvað mestum vandræðum. Við höfum saknað Can og þá sérstaklega Allen síðustu vikurnar. Ég er ekki frá því að Allen sé orðinn maður nr 3 á blað hjá manni á eftir Sturridge og Henderson. En í þessum meiðslum er það eiginlega “nó breiner” að Henderson og Gerrard séu að fara spila þarna saman. Helsta spurningarmerkið að mínu mati er hvort að það verði Coutinho eða Lallana með þeim. Coutinho spilaði (og var slakur) í vikunni á meðan Lallana fékk hvíld, við fáum því pottþétt að sjá Lallana byrja þennan leik.
Sterling er bestur efst í tíglinum. Hann hefur reyndar verið mjög slakur síðustu 2-3 leiki, spurning hvort það fari ekki að koma tíma á smá hvíld á hann. Reyndar hafa allir okkar leikmenn verið slakir, þarf því e.t.v. ekkert á neinni hvíld að halda. Ég ætla samt að skjóta á að Sterling spili fyrir aftan sóknarmennina, sem verða þá Balotelli og Borini.
Þetta er allavega eins og ég myndi vilja sjá liðið. Sé samt alveg fyrir mér að Balotelli og Borini verði báðir á bekknum á kostnað Lambert og Coutinho.
.
Spá og pælingar
Það er ekki alveg sami spenningurinn í kringum liðið eins og á síðustu leiktíð. Þegar ég velti fyrir mér tímabilinu í sumar/haust þá sá maður alveg fyrir sér að liðið myndi veikjast sóknarlega en styrkjast varnarlega. Liðið mátti alveg við því að skora 10 stk færri mörk ef það gæti fækkað þeim á hinum endanum á móti um 15+. Það má því í raun segja að þetta sem við séum að sjá núna þessar vikurnar sé worst case scenario, þ.e. sóknin okkar fór úr því að vera eins og Ferrari bíll yfir í að vera eins og 1990 árgerð af Trabant og vörnin, þessi sem kostaði okkur titilinn, varð jafnvel enn lélegri. Eitthvað sem maður taldi ekki vera mögulegt, jafnvel þó við hefðum bætt við okkur þeim Senderos og Titus Bramble.
En við fórum samt ekki úr því að vera frábært lið í að vera hörmulegt lið á einu sumri. Við erum vissulega betri en september mánuður hefur gefið til kynna en augljóslega ekki jafn góðir og í fyrra. Liðið í fyrra var liðsheild, liðið í ár eru 11 einstaklingar.
Þessi rosalega neikvæðni sem er í gangi núna er samt of mikið. Það er mikið að hjá liðinu okkar þessar vikurnar, það eru allir sammála um. En það er ekki allt tengt klúbbnum ömurlegt. Rodgers varð ekki lélegur stjóri á þessu eina sumri frekar en að FSG urðu slæmir eigendur. Ég neita að trúa því að einhver Liverpool maður tali í alvöru þegar hann heimtar að Rodgers víki. Þessi comment í þráðum undanfarna daga/vikur hljóta að vera skrifuð af trollum. Þrátt fyrir þessa hræðilegu byrjun þá eru samt bara þrjú stig í Arsenal í fjórða sætinu. Það eftir að hafa nú þegar farið á WHL og Ethiad.
Ég ætla a.m.k. að taka hálf-fulla glasið á þetta núna. Kop.is er á leiknum, við erum særðir og á vissan hátt niðurlægðir. Við mætum dýrvitlausir í þennan leik og vinnum þetta WBA lið með þremur mörkum og ekki nóg með það, heldur höldum við hreinu!
Koma svo! 3 stig í hús!
YNWA
Ég er nokkuð sammála með liðsuppstillingu hjá þér Eyþór. Mér finnst líka öll þessi mikla neikvæðni gagnvart liðinu jaðra við móðursýki. Menn eru algjörlega að tapa sér í gagnrýninni. Vissulega hefur líðið verið að spila illa, en ég persónulega hef trú á BR og eins og þú sagðir, þá varð hann ekki lélegur stjóri yfir nótt. Þetta mun taka smá tíma en ég er viss um að við eigum eftir að sjá flott BR lið í vetur.
Fjölmargir hafa talað um það undanfarna daga að við eigum ekki nokkurn séns lengur í Meistarardeildarsæti á næsta ári !
Ef við vinnum nú þennan leik okkar á sannfærandi hátt um helgina, og aðrir leikir í þessari umferð verða okkur svolítið hagstæðir gætum við verið jafnir Arsenal og fyrir ofan Spurs, Everton og ManU eftir helgi. Það hljóta að vera þau lið sem við berum okkur saman við um þessar mundir og því ekki allt vita vonlaust, eða hvað.
Góð upphitun! Við tökum þetta, hrökkvum í gang. Smá pæling varðandi vörnina. Ég gæti trúað að hafa alla bakverðina okkar meidda og 2 nýja kjúlla þar sé taugastrekkjandi fyrir liðið. Sérstaklega þessi Manquillo sem var varla búinn að spila í úrvalsdeild áður en hann kom til okkar er að starta hvern einasta leik. G.Johnson er kannski á niðurleið en hann er ennþá í enska landsliðinu og Flanagan var einn af spútnik leikmönnum liðsins í fyrra og alveg grjótharður.
Balotelli skorar sigurmarkið…koma svo YNWA.
Held að málið sé að byrja alltaf Lallana eða Allen á miðjunni með Gerrard og Henderson sem virðast vera sjálfvaldir í liðið. Henderson getur ómögulega staðið einn í þessari baráttu á miðjunni og þarf að einhverja vinnuhunda með sér á meðan gamli dúllar sér í rólegheitunum fyrir framan miðverðina.
Tökum þetta óvænt 3-1.
YNWA
Hvernig er það á morgun, ætli 14 umferðin verði sýnd á stöð2sport í beinni? Er ég ekki að muna það rétt að undanfarin ár hafi þeir ekki sýnt enska á meðan lokaumferðin í Pepsi fór fram? (þrátt fyrir að hafa auglýst það inn á síðunn sinni dagana fyrir leikdag, rétt eins og nú)
Verðum bara að vinna a morgun svo einfalt er það, mer er skitsama hvernig við gerum það bara ef 3 stig koma i hus. Væri gott að fara inni landsleikjahlé með sigur ur þessum leik.
Er skíthræddur um að Rodgers noti Sturridge ekki i minutu a morgun þótt hann væri orðin klar af þvi að hann passaði uppa að hann færi ekki i landsleikja ruglið. Við virkilega þurfum að fa Sturridge inn ekki seinna en strax.
Er skithræddur um að leikurinn a morgun gæti orðið vesen þvi við höfum att erfitt með wba en eg neita að trua öðru en að 3 stig komi i hus.
Spai 3 -1 og Balotelli með 2 .
Pétur f
Hjörvar haflipa sagði i messunni síðast að þeir ætluðu að leyfa þeim að syna leikina i beinni svo vonandi stemmir það bara 🙂
Hef bara enga trú á Borini, vil frekar sjá Lambert. Myndi helst vilja sjá Mario og Sterling tvo frammi og Coutinho í tíglinum.
Bara rólegir, Brendan er með þetta.
Nýju töfratröllin þurfa nokkra leiki til að slípa sig saman. Seinni parturinn af tímabilinu verður “EPIC” og CL sæti niðurstaðan.
Held að Gerrard verði hvíldur og Lucas verði inná í staðinn.
Þetta verður mjög erfiður leikur. Niðurstaðan ræðst af óheppni/heppni. Ef við skorum fljótt gæti þetta endað með rúst á WBA.
En reynum að vera raunsæir, jafntefli 0-0 eða 1-1.
Gerrard hvíldur? Til hvers? Maðurinn er að fara í tveggja vikna frí eftir þennan leik, um að gera að nota hann.
Must win leikur fyrir okkar menn og ég hef trú á því að þeir taki þetta og vonandi verður það sannfærandi. Þrjú stig eru það eina sem skiptir máli sama hversu ljótt það verður.
Sælir félagar!
Það er ekkert sem heitir þessi leikur verður að vinnast. Ef það gerist ekki má búast við að okkar menn haldi áfram að trítla niður töfluna og það má bara ekki gerast. Ég er sammála Eyþóri í uppstillingu liðsins. Eins og einn ágætur stuðningmaður benti mér á í vikunni þá er betra að hafa Borini með Balo fremst. Lambert er of líkur Balo í teignum, snýr baki í markið eins og hann og það er bara of einfalt að verjast þeim með svona líkan leikstíl.
Þess vegna á Borini að vera frammi með Balo og annað er í rauninni sjálfgefið. Það er ekki um aðra að ræða í tíglinum og vörninni. eftir leikinn við Basel. Lazar Marcovits og Cautinho eig bekkjarsetu skilda eftir þann leik. Sterling á innistæðu fyrir lélegum leik en þeir ekki. Ef BR ætlar samt að hvíla Sterling þá vil ég Lazar frekar í holuna en brassann litla. Hann hefur enga vigt eins og er til að leika knattspyrnu.
Eins og ég sagði í uppahafi þessa nöldurs þá verðum við að vinna þennan leik. Það gerist ekki nema menn byrji leikinn af fullum krafti og láti ekki taka sig í bælinu eina ferðina enn og gefi eitt til tvö mörk í forgjöf. Okkar menn verða að mæta dýrvitlausir frá fyrstu sekúntu til hinnar síðustu og sýna WBA og öðrum að hér eftir verður ekkert gefið né selt ódýrt. 3 -1 er mín spá ef okkar menn hefja leikinn af alvöru og þeim styrk sem býr í þessu liði.
Það er nú þannig.
YNWA
Það er ástæða fyrir því að ég þoli ekki lið frá Birminghamborg, Liverpool virðist alltaf ganga illa með þessi lið. Vonandi falli þau bæði sem allra allra fyrst og komi aldrei upp aftur. Spái 3-1 tapi, Liverpool er í ströggli og WBA vinnur okkur sannfærandi. Grátkórinn fer í gang og heimtar höfuð Rodgers á fati.
Ætli sé möguleiki að setja Sterling í framlínuna með Balotelli í fjarveru Sturridge? Hefur hann einhvern tímann spilað sem striker? Hann hefur amk hraðann og vinnsluna sem til þarf.
Hef ekki mikla trú á Borini og Lambert og Balotelli einn frammi hefur verið álíka ógnvekjandi og ungverskur munkur á sprellanum.
Mig dreymdi að leikurinn færi 3-5 fyrir WBA. Um tíma skiptu liðin yfir í handbolta og þá kom bersýnilega í ljós að Sakho kann alls ekki að kasta bolta. Ok það er kannski ólíklegt að þetta hafi verið berdreymi hjá mér, Sakho á jú ekki að vera leikfær.
Jæja drengir,
Nú er kominn leikur þar sem LFC þarf að byrja að vinna leiki og næstu 3-4 leikir eru MJÖG mikilvægir uppá framhaldið.
Ég held að koma D. Sturridge sé mun mikilvægari en menn gera sér grein fyrir. Því eins og ég hef séð þetta í undanförnum leikjum er enginn framherji í liðinu, Balotelli snerti ekki bolta innan teigs á móti Basel. Það sem hefur verið að gerast að það eru 6 leikmenn fyrir framan vítateig andstæðingana og EKKERT gerist því það eru allir að leita eftir úrslitasendingunni en vandamálið er að það vill enginn fá hana því framherjinn Balo ætti að fá hana en hann hefur ekki hraðann til að stinga sér í rétt svæði eins og S&S gerðu í fyrra trekk í trekk en þetta gefur andstæðing möguleika að lyfta vörninni ofar á völlinn og þétta svæði milli varnar og miðju vegna þess þeir vita að Balo er ekki að fara að gera neitt nema koma út fyrir og taka boltann.
Með komu Sturridge þá hættir þetta og svæðið verður stærra milli varnar og miðju sem hentar Liverpool og menn þurfa meira að hugsa um Sturridge og hans hlaup og þá opnast fyrir Balo og hann byrjar að skora meira og við fáum að sjá Liverpool liðið líkara sjálfu sér.
Með von um sigur í dag.
Flottur pistill !
Takk fyrir það. Það er alltaf fiðringur fyrir leik sem magnast við góða pistla.
Það var það líka fiðringur fyrir alla leiki á síðustu leiktíð og mig grunar að það verði líka fyrir alla leiki þetta tímabil. Það er bara þannig sem við Púlarar rúllum.
:O)
Ég er ekki viss um að Borini byrji inn á en það væri ekki vitlaust því hann er mjög graður í að sanna sig og við vitum að Metnaður nagar neglurnar á Árangri.
Það kæmi mér ekki á óvart þó BR geri einhverja smá breytingu á uppstillingu fremst og prófi að færa Super Mario aðeins til, í hvaða átt hann færir hann er ég ekki alveg viss, en það er varla hægt að færa hann mikið framar….
Sigur er lífnauðsynlegur í dag….svo einfalt er það.
Koma svo !! ??? > Y N W A < ?? bring on the goosbumps
13. Já Sakho dæmið er það sem gerir þennan draum óraunverulegan 😀
Sæl og blessuð.
Nú sem aldrei fyrr vantar okkur smá Dönkörkspirit. Nú þurfum einhvern sem finnur neistann í útkulnuðu liði, og segist munu berjast á ströndinni, húsþökum og á ökrunum, eða hvar það nú var sem Winston ætlaði að mæta þeim þýsku. Sumsé, fórnir verða færðar, hungur mun sverfa að, eyðileggingin verður mikil en aldrei, aldrei, aldrei gefast upp.
Jamm, kæru leikmenn, ef þið lesið þetta. Árin ykkar eru fljót að líða og áður en varir eruð þið komnir í Fulham, QPR eða í önnur útibú Góða hirðisins í enska boltanum. Nú er stundin sem þið hafið til þess að skína og leiftra. Nú er stundin þegar mest reynir á karlmennsku ykkar og kvenlegt innsæi (svo öllu sé nú vel til haga haldið). Og svo eftir 1000 ár ef liðið okkar þá enn við lýði, munu menn segja um leiki þessa í októbermánuði 2014: Þetta var okkar besta stund.
Hver býður sig fram? Einhver..? Henderson? Gerrard? Sturridge? Balotelli? Rogers?
Koma svo!
Athyglisvert, predicted line-up skv. sumum netmiðlum er að Balotelli sé ekki í byrjunarliðinu heldur Adam nokkur Lambert.
Æji eg vil frekar lambert a bekknum og balotelli inna. Vona að við sjaum uppstillinguna sem eyþor setur upp i upphituninni
Liðið komið og i like it
Liverpool: Mignolet, Manquillo, Skrtel, Lovren, Moreno, Gerrard, Henderson, Lallana, Coutinho, Sterling, Lambert.
Subs: Jones, Toure, Johnson, Lucas, Markovic, Borini, Balotelli
Það er ekki eins og Balotelli hafi verið að spila frábærlega og því allt í lagi að láta Lambert fá tækifæri.
Frábært að henda Balo á bekkinn. Prik á Brendan fyrir það. Hefði viljað sjá Borini fremstan en Lambert verður bara að duga í dag ;).
4-0. Sterling, Coutinho, Coutinho, Lallana.
KOMA SVO
Liverpool: Mignolet, Manquillo, Lovren, Skrtel, Moreno, Gerrard, Henderson, Lallana, Coutinho, Sterling, Lambert.
Varamenn: Jones, Toure, Johnson, Lucas, Markovic, Borini, Balotelli.
Þetta lýtur nú ekki út fyrir að vera voðalega sterkt lið sóknarlega með Lambert frammi. Vona samt innilega að Lambert rífi af sér slyðuroðið og skori gnótt af mörkum í þessum leik. Hann á það skilið eftir allt sem hann hefur gengið í gegnum. Farið erfiðustu leið fyr eða síðar til að upplifa sinn stærsta draum sem var að spila fyrir aðallið Liverpool.
Er Brendan alveg öskufúll út í Sakho? Veit einhver hver staðan er á því?
Persónulega finnst mér Sakho hafa verið besti varnarmaður þessarar leiktíðar og finnst mjög miður ef hann er kominn aftast í röðina vegna persónulegra erja.
Auðvitað heimskulegt af houm að strunsa í burtu, en samt skiljanlegt finnst mér í ljósi frammistöðu hans miðað við aðra varnarmenn það sem af er leiktíðar.