Það má með sanni segja að það sannist hið fornkveðna að það er enn mikilvægara þegar manni gengur ekki vel á vellinum að það er gott að hafa stutt á milli leikja og svoleiðis er það hjá okkar mönnum þessar vikurnar.
Eftir markalaust jafntefli gegn Hull um helgina þá er komið að annarri keppni, 16 liða úrslit Kapítalskeppninnar og mótherjarnir eru Walesverjarnir alhvítu, Swansea City sem slógu okkur út úr keppninni á þessu þrepi fyrir tveimur árum…sem voru þá nefndir fyrrum lærisveinar Rodgers…en eru það nú varla lengur.
Stjórinn Garry Monk er þó trúr þeirri hugmyndafræði sem Rodgers innleiddi hjá Swansea á sínum tíma. Þegar hann tók við Laudrup í fyrravetur þá voru nú margir á því að hann ætti ekki breik og yrði bara hafður í brúnni í stuttan tíma. En svo er nú heldur betur ekki því gengið á liðinu hefur verið býsna gott.
Swansea sigruðu þessa keppni 2013 og fengu þannig þátttökurétt í Evrópudeildinni og leggja því alveg heilmikið upp úr því að ná langt í henni. Svo ég held að við munum sjá flesta þeirra bestu menn inná vellinum á morgun þó reyndar mér skiljist að minn maður, Gylfi Sig, hafi meiðst í sigri þeirra um helgina og verði ekki með. En þeir munu stilla upp hörkuliði.
Okkar menn eru stærra spurningamerki. Ég held að við munum pottþétt sjá einhverja hvílda fyrir hádegisleik á laugardegi sem er undanfari Madrid-ferðar. Á sama hátt þá gengur ekki neitt ofboðslega vel, tveir heimaleikir í röð án þess að mark hafi verið skorað og ákveðinn pirringsstuðull á meðal áhangenda.
Bæði í borginni og á meðal okkar sófa/net-aðdáenda. Ég held að Brendan sé alveg meðvitaður um að það myndi gleðja fólk að sjá liðið stíga nær Wembleyferð í vor. Hann hefur talað um að eitt af næstu skrefum klúbbsins sé að komast í úrslit og hann hefur séð stimpilinn Brendan “No Trophy” Rodgers á netinu, eða alla vega frétt af honum.
Ég held því að hann noti morgundaginn til að hvíla lykilleikmenn en muni einnig stilla upp liði sem hann vill að sigri leikinn. Eins og vanalega er það hálfgert lottó-gisk að skjóta á liðsskipan í deildarbikarnum, en here goes:
Jones
Manquillo – Skrtel – Kolo Toure – Smith
Markovic – Henderson – Can – Coutinho
Lambert – Borini
Svo gæti líka vel verið að hann haldi sig við 4-2-3-1 (þó ég voni það alls ekki) og þá kannski svona:
Jones
Manquillo – Skrtel – Kolo Toure – Smith
Henderson – Can
Markovic – Lallana – Coutinho
Lambert
Annað þessara liða myndi ég tippa á. Síðast spilaði hann Mignolet í deildarbikarnum til að koma honum í meiri spiltakt, hvurnig sem okkur fannst það nú ganga, en nú held ég að Jones fái mínútur. Á sama hátt getur vel verið að hann Enrique fái mínútur en ég held að eftir QPR-leikinn þá sé nú eiginlega fullreynt með þann ágæta dreng í okkar treyju og mun gáfulegra að sjá bara hvort þess ungi drengur sem fékk mínútur á Stamford Bridge í fyrra ráði við þær.
Á bekknum verður Balotelli held ég geymdur en mun koma inná, Rossiter líka og það kæmi mér ekki á óvart að við fengjum að sjá nýjan ungling allavega hita upp.
Spá:
Ég held að við sjáum enn um sinn svipuð þyngsli í spilamennskunni, þó vissulega hafi mér fundist mikil framför úti á vellinum og í pressunni um helgina. Þetta Swansea lið er býsna sprækt og kemur á Anfield til að fara áfram.
Ég held þó að eftir framlengingu verði það okkar menn sem vinni leikinn, 2-1. Ég er algerlega mát um það hver skorar fyrir okkur en þó held ég að Emre Can verði nálægt marki hið minnsta.
KOMA SVO!!!!!!!!!
Já ég verð að viðurkenna að þessi leikur leggst illa í mig, enda ekki skrítið eftir anti-frammistöður okkar manna undanfarið.
Gylfi ku verða með og það mun bara gera illt verra fyrir okkar menn.
En ég vona að þeir sem fá sjaldséð tækifæri í liðinu annaðkvöld noti það til hinns ýtrasta og komi Liverpool í næstu umferð.
Koooma svooo!
Ég held að Brendan ætti að spila Balotelli í þessum leik, þessi leikur hefur minna vægi en aðrir þar sem þetta er “bara deildabikarinn” og því gæti verið minni pressa og minna stress fyrir hann að spila leikinn, setja eins og tvö til þrjú mörk og fá sjálfstraustið.
ég er sammála liðinu með lambert og borini saman frammi ég held að það væri gamanað sjá þá saman þarna á toppnum.. eða lambert og balotelli saman frá byrjun mér fannst þeir virka fínir saman frammi í síðasta leik..
Er ekki bara fínt að hafa Ítalskt framherja-par (borini-balo) það verður þá engin misskilningur þar bara mamma-mia. En annars leggst þessi leikur illa í mig ,maður er brenndur eftir síðustu leiki.
En auðvitað vonast maður eftir sigri… 2-1 fyrir okkur !! fuck it
Ég veðja á Balotelli & Borini, Balo-rini…..
Borini er búinn að vera að væla í BR um að prófa þá saman og ég held að Rodgers láti undan, ekki fyrir Borini heldur fyrir Balo greyið sem gæti orðið hressari ef samlandi hans verður með honum og getur hvatt hann áfram á móðurmálinu.
;:O)
Já ég er sammála nú erum við ekki lengur með SAS þannig ég vill sjá BAB í þessum leik ;p
En ég græt það nú ekki mikið þótt við töpum þessum leik, óþarfa auka leikir fyrir verðlausann bikar en flott ef varaliðið nær að komast áframm
Fjandi líkt Babb eða Abba, hvað með Balotelli – Borini og Coutinho fyrir aftan? (BBC)
Afsakið 🙂
Flott upphitun annars og áhugavert að sjá hvernig liðið nálgast hann. Þetta er algjörlega leikur til að treysta á hópinn enda gríðarlegt leikjaálag núna og þetta keppni með miklu minna vægi en hinar sem Liverpool er að taka þátt. Bæði fyrir stuðningsmenn og leikmenn, það er ekki langt síðan Liverpool vann þennan bikar og fór í úrslit í hinum bikarnum án þess að það hjálpaði þáverandi stjóra mikið 1-3 mánuðum seinna.
Eftir landsleiki, deildarleiki og meistaradeild er ljóst að þessi leikur er ekki vettvangur fyrir aðrar 120 mínútur frá Raheem Sterling, þarna á að vera tækifæri fyrir Markovic, Lambert, Borini og aðra aukaleikara að sanna sig. Ég vonast auðvitað eftir sigri en þá með því að nota hópinn í það. Hópurinn var stækkaður í sumar t.d. til að ráða við svona álag.
Tippa á liðið ca. svona
Mignolet
Johnson – Toure – Lovren – Enrique
Can – Henderson
Borini – Lallana – Markovic
Lambert
Brad Jones virðist ekkert vera í plönum Liverpool lengur og það kæmi mér ekki á óvart að sjá Mignolet áfram í markinu. Vonandi er Manquillo hugsaður í byrjunarliðið um helgina og þetta því leikur fyrir Johnson, sama hugsun varðandi Moreno og Smith/Enrique. Ef það var kallað Brad Smith heim úr láni þá er deildarbikarinn keppnin til að gefa honum séns en ég tippa samt á Jose þarna.
Kolo Toure kemur svo líklega inn í þennan leik þar sem Sakho er meiddur. Lovren þarf líklega meira á mínútunum að halda en Skrtel meðan hann er að venjast leikstíl Rodgers.
Rossiter nýtti sénsinn mjög vel um daginn og ætti að fá þennan leik líka, Gerrard á ekki að vera í hóp einu sinni, hann er látinn spila 90 mínútur tvisvar í viku og ég trúi ekki að það eigi við um deildarbikarinn líka. Can og Henderson/Allen eru þó auðvitað líklegri blanda í byrjunarliðið enda Rodgers aldrei að fara skipta öllum út.
Því fyrr sem Lallana, stærstu leikmannakaup sumarsins fer að spila í samræmi við kaupverð því betra. Coutinho og Sterling mega sitja hjá í þessum leik og undirbúa helgina. Deildarbikarinn á svo að vera keppni þeirra leikmanna sem telja sig nógu góða fyrir byrjunarliðið en fá ekki tækifæri þar. Hjá Liverpool í dag eru það nákvæmlega Markovic, Borini og Lambert.
Þó ég stilli þessu upp sem 4-2-3-1 þá væri auðvitað mikið flæði á mönnum og jafn auðvelt að breyta þessu í 4-1-2-1-2.
Vá hvað ég sakna Flanagan akkúrat núna! Annars vona ég að Balotelli og Lambert fái báðir að byrja ef við spilum með demanta miðju. Hafa Lallana, Lucas neðst og hvíla Gerrard
Balotelli Lambert
Lallana
Hendo Allen
Lucas
Smith Kolo Skrtel Manquillo
Mignolet
Þá fer þetta 2-1 fyrir okkur þar sem strikerarnir setja sitthvort markið.
Nr. 8
Kannski ágætt dæmi um hversu mikið stærri hópurinn er núna að ég hreinlega steingleymdi Lucas í gær. Hann er auðvitað mjög líklegur fyrir þennan leik.
Skil ekki þessa miklu trú þína Babú á honum Manquillo.
Var að reyna að leita að “stat-sheet” sem ég las á laugardagseftirmiðdag en þar lenti einn kross frá honum á samherja af níu. Hann er að mínu mati alls ekki tilbúinn til að spila alvöru sóknarbakvörð, allavega ekki í tígulmiðjunni þar sem bakverðir leggja upp svo mikið af hættunni.
Þessi strákur er að mínu mati hrár talent sem er hent núna út í djúpu laugina eftir mjög litla leikreynslu frá Spáni. Ég veit að margir hafa fengið nóg af Johnson en ég er ekki einn þeirra – sérstakleg sóknarlega – og vona því að Manquillo fái að spila sig í meira stand gegn Swansea en verði hvíldur um helgina.
Ég held líka að tími Lucasar sé að mestu liðinn hjá okkur og Rodgers noti leikinn frekar fyrir menn sem eiga framtíð hjá honum…en sjáum til.
Elska þennan bikar, langskemmtilegasta keppnin. Sigur og ekkert annað kemur til greina.
Manquillo var mun virkari þáttakandi í sóknarleik Liverpool í síðasta leik heldur en Moreno og fór ítrekað upp vænginn og gaf sóknarleikmönnum okkar möguleika þannig. Fannst hann gera það betur en Johnson í leiknum gegn QPR.
Trú mín á honum helgast annars töluvert af því hversu litla trú ég hef á Johnson, hann hefur bara alls ekki heillað mig undanfarið og ég efa að hann hafi gert mikið merkilegri hluti sóknarlega en Spánverjinn. Manquillo held ég að eigi framtíð hjá liði eins og Liverpool meðan Johnson virðist vea kominn af léttasta skeiði og það fyrir nokkru síðan, ákaflega misjafn leikmaður svo vægt sé til orða tekið. Mögulega er ég að lesa kolvitlaust í þetta en þá það.
Tek samt undir að fyrirgjafir Manquillo sé partur af hans leik sem þarf verulega að bæta. Sama má reyndar segja um alla okkar bakverði.
Johnson lagði upp mark gegn QPR í leiknum á undan þegar góð fyrirgjöf hans inn í teiginn var afgreidd í markið af varnarmanni. Kominn með 1 stoðsendingu í 3 leikjum, Manquillo enga í 10 leikjum.
Svo átti hann tvö skot að markinu í þeim leik sem reyndar hvorugt hitti á rammann, búinn að eiga 4 skot að marki í 3 leikjum, sem er jafn mörg og Manquillo í 10 leikjum.
Þess vegna finnst mér hann betri sóknarlega en Manquillo og þessa stundina hef ég meiri áhyggjur af sóknarleiksupplegginu….en það þýðir ekki óbilandi trú mína á Johnson frekar en að mér lítist ekki vel á Manquillo. Javier er í dag búinn að spila fleiri deildarleiki fyrir Liverpool (7) en hann gerði fyrir Atletico Madrid á þremur árum (6). Of mikið finnst mér að gera hann að bakverði númer eitt strax.
Ég er hins vegar alltaf að verða meira ákveðinn í því að við semjum ekki við Johnson en munum fullnýta krafta André Wisdom á næsta ári…
Þetta verður erfiður leikur enda Swansea lið sem gefur gífurlegan metnað fyrir þessari keppni. Varnarmennirnir okkar munu eflaust eiga í einhverjum vandræðum með Wifried sem gríðarlega hraustur og sterkur. Það er einmitt e-ð sem vörnin okkar hefur átt í gríðarlegu basli með undanfarin misseri. (Hefur reyndar átt í basli með flestar sóknarlínur í deildinni en svona lurkar hafa oftar en ekki farið ansi illa með okkur)
Það verður svo fróðlegt að sjá hvort Gylfi verði klár í slaginn eða ekki. Klárlega þeirra hættulegasti maður ásamt Wilfried en þeir hafa verið að fúnkera virkilega vel saman. Okkar maður virðist alltaf ná að finna hann í hættulegum stöðum enda lagt upp meginþorrann af mörkunum hans hingað til.
Einfaldlega leikur sem verður að vinnast. Gengur ekki að spila þrjá leiki í röð á Anfield án þess að sigra.
Ég er að hugsa um að stökkva inn í umræðu milli Magga og Babú og minna Magga á ,,stoðsendingu” Manquillo þegar hann náði í víti gegn Ludo sem gerði það að verkum að við eigum enn möguleikann á 16-liða úrslitum í CL.
Annars er það mitt mat að hvorugur þessarra bakvarða sé í LFC klassa, fannst Flanagan betri í fyrra en þessir tveir. Held samt að BR muni spila G. Johnson í stóru leikjunum.
Takk fyrir mig 🙂
Ég vona fyrst og fremst að við munum spila á sterku liði. Kannski hvílum menn eins og Sterling og Gerrard en reynum að notast við sterkt lið. Coutinho var á bekknum síðast, sem og Henderson, og ég reikna með þeim báðum inn í byrjunarliðið í dag.
Lambert mun líklega byrja í kvöld og stærsta spurningin hvort að hann verði einn eða hvort að Borini eða Balotelli byrji með honum á toppnum. Það væri nú kannski ekki alvitlaust að byrja með Balotelli og Lambert saman frammi.
Lovren eða Skrtel fær hvíld í dag. Líklega Lovren og Toure kemur þá inn. Vonandi notum við spænsku bakverðina eða gefum Smith tækifæri í vinstri bakverðinum. Eitthvað var talað um að Rossiter og Williams væru líklega í eða við leikmannahópinn í kvöld, þeir stóðu sig mjög vel báðir í síðasta bikarleik og vonandi fá þeir mínútur í kvöld.
Swansea eru sterkir og þetta verður ekkert walk in the park. Þeir mæta með sterkt lið og við ættum að gera það líka og tryggja okkur áfram í þessari keppni!
Það er reyndar vel til fundið að nýta bara miðverði andstæðingana meðan sóknarmenn okkar eru ekki að slútta þessum færum 🙂
Þetta er annars ekkert hitamál fyrir mér og ég skil alveg hvað þú ert að fara, Manquillo á eftir að sanna sig þó hann lofi nokkuð góðu að mínu mati. Johnson er afskaplega misjafn leikmaður og hefur verið það í mörg ár. Meiðsli virðast hafa tekið úr honum það sem þarf til að spila á hæsta leveli mikið lengur og öfugt við Manquillo (eða Flanagan) sé ég Johnson ekkert bæta sig úr þessu. Hann á leiki þar sem hann er mjög öflugur sóknarlega en þeim fer fækkandi. Hann er að renna út á samningi og það segir sína sögu að það er engin pressa á klúbbnum að bæta úr því.
Sammála varðandi Wisdom og mögulega á þetta við um Flanagan líka. Það virðist vanta varnarsinnaðari mann öðrumegin til að veita vörninni meiri stuðning og ná stöðugleika á varnarleikinn. Moreno og Enrique / Johnson og Manquillo virðast allir vera sóknarbakverðir á meðan Wisdom og Flanagan eru mikið frekar þekktir fyrir hæfni varnarlega.
Persónulega var ég hrifinn af því að hafa sóknarbakverði beggja vegna en meðan liðið er ekki með eiginlega varnartengilið sem getur sópað upp fyrir þá eða kantmenn sem detta niður er þetta erfitt varnarlega eins og við sjáum oft í hverjum leik.
Það er önnur umræða.
Sé ekki framherjana sem við höfum skora mörg mörk í vetur nema Sturridge. Við erum eins og staðan er núna með lélegustu sókn deildarinnar. Þetta verður basl á móti Swansea. Mörkin munu koma annars staðar frá en frá sókninni.
Er í alvörunni að spá í að henda 5þ kalli á Swansea sigur , það gefur 17500 kall .
#18 Við erum í 8-11 sæti yfir margaskorun svo það er þá í meðallagi og svo erum við 7-8 í mörkum fengnum á okkur sem er þá líka í meðallagi. Ekki nóg til að vera berjast á toppnum er fullmikið að tala um að vera lélegastir.
#19 Miðað við að þetta er algjör 50/50 leikur þá myndi ég segja að það væri mjög gott veðmál.
Gaman að heyra að Pascoe segir Balotelli síðastan heim af æfingum….þótt að það virðist skjaldbökuhraði á lærdómsferil Balotelli þá mun þetta vonandi skila sér að lokum.
Tippa á 5-1 sigur þar sem allt lekur inn….kominn tími á svoleiðis leik.
Hvar sér maður leikinn á Egilsstöðum
#20 Ég er að tala um sóknarmenn okkar það er að segja balotelli, lambert og borini. Hvað hafa þeir skorað mörg mörk fyrir liðið í deildinni? sturridge er ekki tekinn með þar sem hann er meiddur
Takk fyrir upphitun og pistla síðustu viku. Eitthvað rak ég augun í að ekki eigi að sjónvarpa leiknum. Veit einhver meira en ég um það?
Þessi leikur verður alls ekki ,,Walk In The Park”.
Swansea er lið sem getur (og hefur) strítt okkur undanfarin ár með Bony fremstan í flokki. Já, sóknarmanninn sem var orðaður í gríð og erg við okkur í sumar, stór, nautsterkur og fljótur!
Dyer og Routledge eru svo litlir og fljótir kanntmenn sem erfitt er að ráða við.
Eins og ég segi, þetta mun taka á!
Ég hef hinsvegar trú á okkar mönnum (andstætt mörgum skilst mér) og held að það komi annar leikurinn í röð sem að vörnin og Mignolet haldi hreinu. Skrtel verður valinn maður leiksins eftir að hafa skallað eina hornspyrnu inn og lagt upp annað eftir að hafa sópað öllum sóknum Swansea upp (tæpt, en það gengur eftir).
Sóknarmennirnir okkar setja sitt hvort, þ.e.a.s Balotelli og Lambert og þar við situr. Balotelli fer niður á hnén þegar að hann skorar og rís upp eins og Anfield hafi verið tekið af herðum hans.
YNWA – In Rodgers we trust!
Heyriði, óþarfi að leita langt yfir skamt. Hann er vissulega sýndur.
sigurður. Allt í lagi, þú ert þá bara að tala um þessa 3 leikmenn. Það væri fróðlegt að bera saman tölfræði þeirra við leikmenn annarra liða.
Fyrir mér er sóknin meira enn bara þessir 3 leikmenn og liðið verst og sækir sem ein heild. Það væri líka fróðlegt að sjá hversu mörg færi við erum að skapa á þessari leiktíð miðað við síðustu.
Varðandi tal um verstu sóknarmenn deildarinnar. Þá má geta þess að sóknarmenn Liverpool og sóknarmenn Burnley hafa skorað jafnmörg mörk (í deild), eitt stk. Menn geta svo túlkað það eins og þeir vilja 🙂
Að leiknum. Þetta verður erfitt. Swansea stillir væntanlega upp sínu sterkasta liði á meðan við munum spila á leikmönnum sem hafa fengið fáar mínútur hingað til. Maður myndi ætla að þeir myndu nýta tækifærið, en þeir gerðu nú engar rósir gegn Boro.
Ætla að skjóta á 1-2 tap okkar manna þar sem að við lendum 0-2 undir tiltölulega snemma.
Ég myndi vilja sjá liðið svona:
Mignolet
Johnson-Lovren-Skrtel-Moreno
Lucas
Allen-Can
Markovic
Lambert-Borini
Hvíla Gerrard, Hendo og Sterling. Aðrir hafa fengið hvíld undanfarið (Moreno) eða þurfa á leikæfingu að halda (Allen, Can).
Sæl,
Smá þráðrán, ég ætla að koma kallinum á óvart og gefa honum ferð á Leikinn við man udt 21.mars 2015. Getur einhver bent mér á hvar ég get keypt miða?
Algjört lykilatriði að ná að hvíla Gerrard og Sterling. Alls ekkert ólíklegt að þessi leikur fari í 120 mínútur og mér fannst Sterling koma illa út úr viðureigninni við Boro. Virkaði mjög þreyttur vikurnar á eftir enda mikið lagt á herðar þessa drengs sem er aðeins 19 ára gamall.
Ættum að hafa Henderson ferskan í þennan leik, þar sem hann lék aðeins stundarfjórðung um helgina.
Væri til í að sjá liðið á þessa leið, tígulmiðja:
Mignolet, Johnson, Lovren, Toure, Smith, Lucas, Can, Henderson(C), Markovic, Borini, Balotelli.
Sælir félagar
Einhverra hluta vegna leggst þessi leikur vel í mig. Ég hefi ekki hugmynd um hvernig stillt verður upp en tel að allir eigi að geta spilað með leik um helgina í huga. Að spila á þriðjudagi og eiga svo leik á laugardegi ætti ekki að vera atvinnumönnum ofraun. Ég spái þessu 2 -1 fyrir okkur og reikna með að maður fái hjartaslag 3 hverja mínútu leiksins eða svo. Stuðtækið á sófa-arminum og allt til reiðu.
Það er nú þannig
YNWA
Enga trú á sóknarmennina okkar eins og staðan er í dag , algjörlega ömurlegt að sjá hversu lélegir þeir eru. Sterling er flottur en mætti ná að skora sama gildir með Hendo og Couthino, hef enga trú á Balo ,Lambert eða Borini þetta eru miðlungsmenn veit ég hljóma neikvæður en þetta er staðreyndin í dag
Æðislegt komment nr. 31 í kjölfar síðasta þráðar. (Innskot EG: Henti út þessum brandarakalli. Fyrir þá sem lesa þetta núna þá er tilvísunin í comment sem er horfið. Númerin hliðrast).
Annars er ég mest sammála Eyþóri Guðjóns með byrjunarlið. Vil samt sjá Balotelli spila þennan leik fyrst Rodgers ætlar á annað borð að hafa trú á honum og spila honum næstu vikurnar. Hann þarf bara að komast í gang.
Blanda mér ekki í umræðu Magga og Babu um hægri bakvarðarstöðuna að öðru leyti en því að Manquillo er ekki sú bæting sem við höfum séð vinstra megin með Moreno, enda kannski kominn aðeins styttra en hann á ferli sínum. Það er ekki eðlismunur á Johnson og Manquillo en statistíkin sem Maggi kemur með segir samt sitt.
Ég held líka að nr. 19 ætti endilega að prófa þetta, þessi leikur er týpískur tapleikur hjá okkar mönnum og ég spá 2-1 tapi í kvöld.
Flott upphitun.
Ef að Liverpool ætlar að ná í bikar á þessari leiktíð þá þurfa þeir annaðhvort að vinna þessa keppni eða FA cup (mögulega EC ef við lendum í 3. sæti í riðlinum) – svo ég vill sjá almennilegt byrjunarlið með kannski einum til tveimur ungum leikmönnum til að leifa þeim að prófa.
Menn sem ég vill ekki sjá í byrjunarliðinu: Skrtel, Johnson, Enrique, Gerrard, Jones og Toure. Vona að Brendan stilli upp skemmtilegu og léttleikandi liði úr afgangnum.
KOMA SVOOO!
Í ljósi fyrstu póstanna með skammstafanir á sóknardúett okkar gleymdist alveg möguleikanum á BoBa!! Ef þið segið þetta með röddinni hans Bubba hljóta þeir að slá í gegn!!
Spái annars ströggli í kvöld, markaleik og sigurmarki frá King Kolo á 93. mín!!
Bara fyrir forvitnissakir þá langar mig að spurja Doremí#35: Hvernig viltu hafa vörnina ef að hvorki Skrtel né Toure eiga ekki að vera þar?
Coates, Llori og Wisdom eru ekki til taks, Sakho er meiddur ennþá og Agger var seldur….Hafa þ.a.l bara einn miðvörð eða ertu með einhverja töfralausn?
Þetta er ekkert diss, er bara að spá hvort mér er að yfirsjást eitthvað 🙂
YNWA – In Rodgers we trust!
Ahh, ég var búinn að gleyma að Sakho er meiddur. Annars vildi ég sjá Sakho og Lovren saman, en fyrst Sakho er meiddur þá mega Skrtel og Lovren alveg halda áfram að pússa sig saman. Hefði verið gaman að hafa Wisdom og Flanagan í bakvörðunum, eða Flanagan og Moreno en auðvitað er Flanno meiddur. Ætli vörnin verði þá ekki Manquillo – Skrtel – Lovren – Moreno, svona fyrir mig 🙂
Vill sjá Can, Allen og Coutinho fyrir aftan Sterling sem verður í holunni fyrir aftam Lambert og Balo. Fokkar enginn í því!
Góður Ívar Örn
afsakið var ekki búinn að lesa seinasta pistilinn. Ég biðst afsökunar á að nefna það að við séum með lélegustu sóknina í deildinni.
Sælir félagar
Ég mun sætta mig við að síðasta komment mitt um Ívar Örn verði ritskoðað. Þetta komment er bæði ómálefnalegt og bætir engu við umræðuna nema síður sé. Ég biðst afsökunar.
Það er nú þannig.
YNWA
Byrjunarliðið komið!
Liverpool XI: Jones, Manquillo, Lovren, Toure, Johnson, Lucas, Henderson, Coutinho, Markovic, Lambert, Borini.