Newcastle 1 – Liverpool 0

Tímabilið verður ekkert léttara, vond frammistaða í Newcastle og tap setur okkur niður í miðja deild.

Byrjunarlið dagsins:

Mignolet

Johnson – Skrtel – Lovren – Moreno

Henderson – Gerrard – Allen

Sterling – Balotelli – Coutinho

Bekkur:Jones, Toure, Manquillo, Lallana, Can, Lambert, Borini.

Newcastle hafa horft á síðustu tvo leiki, ákváðu að leggjast aftar og láta okkur vera með boltann, treysta á hversu geldir við erum sóknarlega og treysta líka á það að við gerum kjánaleg varnarmistök.

Það gekk alveg upp, í dag kom að Moreno að gefa mark sem átti ekki að vera hætta í hálfa sekúndu í íslensku 3.deildinni. En nóg um það og leikinn eiginlega, ég held að Gerrard hafi verið skástur og langar aðeins að setja mín tvö sent á það sem mér finnst erfiðast að horfa á. Ég ætla ekki að úthúða Brendan fyrir það kjarkleysi að spila enn 4-2-3-1 því það verða aðrir til þess og mér fannst t.d. bæði Balotelli og Mignolet, óvinir margra eiga ágætan dag.

Á sama hátt er pressan okkar aðeins að skána og mér finnst uppleggið á 70% varnarhelmingnum fínn.

Ég ætla hins vegar að fókusa á það vandamál sem argaði á mig í dag og mér finnst þurfa að breyta. Þeir þrír menn sem eiga svo að taka boltann, úr þessum svæðum og skapa hættu eru leik eftir leik ekki með. Ég SKIL EKKI endalaust japl margra á mörgum svæðum um framherjana okkar þegar að þeir fá sennilega slökustu þjónustuna í deildinni.

Ég held eftir vandræðalega slaka varnarframmistöðu gegn QPR og í fyrri hálfleik gegn Real hafi Rodgers tekið þá ákvörðun að þétta miðjuna og fækka “skilful” leikmönnum miðað við t.d. þann leik sem ég horfði á gegn WBA á Anfield. Svosem hægt að segja það að allt annað er uppi á teningnum varnarlega en áður að mínu mati…en á kostnað sóknarleiksins.

Í stað “usual suspects” í umræðunni langar mig að segja þá skoðun mína að tilraunin með Joe Allen er misheppnuð. Hann er vissulega “snotur” á tíðum og vinnur boltann einstaka sinnum hátt á vellinum. Hins vegar er hann ekki góður varnarlega að öðru leyti og ég bara man ekki hvenær hann kom síðast að marki hjá okkur. Það vita allir að þetta hefur verið mín skoðun býsna lengi en ég bara skora á menn að horfa á þennan leik aftur (glætan reyndar) og reyna að finna eitthvað markverkt sem skipti sköpum hjá honum, sér í lagi sóknarlega. Þetta þýðir að með Gerrard djúpan og Hendo í millibilshlaupunum þá liggur sóknarleikurinn á herðum þriggja.

Balotelli er endalaust ræddur en það ætla ég ekki að gera, ítreka það. Vill byrja á honum Raheem okkar sem ég vissulega vildi bara sjá uppi á topp með Balotelli með tígulmiðju fyrir aftan sig. En burtséð frá því þá hefur hann átt mjög erfitt fótboltalega. Leikkerfi breyta því ekki hvort þú náir að spila vel og í dag voru ákvarðantökur hans oft á tíðum mjög hæpnar, hann hljóp trekk í trekk inn í varnarmenn og tapaði þar boltanum í stað þess að koma utanvert á bakvörðinn sinn til að nýta hraðan. Sendingarnar hans voru líka býsna daprar úr þeirri stöðu sem hann þá vann sér og stoppuðu flestar á fyrsta varnarmanni. Ég veit ekki hvort þetta er þreytan eða hvað, en það er ekki hægt að benda í aðrar áttir endalaust sem leikmaður, þú verður að stíga upp Raheem minn, við erum án Sturridge og Suarez og megum ekki við að tapa þér líka.

Svo er það hann Coutinho. Sá sem á að láta okkur tikka. Það langar öllum í Brazza númer 10 sem gleður og kætir. Brendan greinilega líka. Hann kom flotti inná gegn QPR og ágætlega gegn Hull. Fínn gegn Swansea. En staðreyndin er sú að hann hefur ekki átt góðan leik þegar hann byrjar inná í deildinni. Í dag var hárið mitt í hættu að fylgjast með honum á sama jogghraðanum allan daginn, vonlausar sendingar fram á við leiddu til þess að hann fór bara að senda til hliðar og til baka. Áður en hann fór útaf voru varnarmenn Newcastle beinlínis farnir að stíga frá honum og tvímenna Gerrard sem var að dreifa boltanum úr sinni djúpu stöðu. Coutinho skapaði einfaldlega ekki neitt í þessum leik og það bara verður að fara að gilda það sama um hann og aðra leikmenn. Ef þú ert ekki í standi til að byrja þá byrjarðu ekki. Punktur. Lallana hefur að mínu mati sýnt miklu meira þegar hann hefur spilað en Coutinho og nú er bara kominn tími á það að hvíla Brazzann töluvert.

Ég er ekki með þessu að fría neitt annað í leik dagsins sem var mjög dapur. Hins vegar held ég að lykilatriðið hjá félaginu núna sé að finna einhvern sóknarleik. Rodgers er í miðri brekku og er ekki að fá mikla hjálp frá þeim leikmönnum sem hann treystir. Nú þarf hann að stíga út úr þrjóskunni sinni í leikkerfi og liðsvali og jafnvel bara sætta sig við það að droppa þeim leikmönnum hann hefur treyst mest.

Miðjumenn framarlega á miðsvæðinu eiga að skapa sóknarfæri. Með því að skora kemur svo sjálfstraust í liðið þitt. Í dag er það ekkert og staðreyndin er að við erum sanngjarnt um miðja deild og verðum bara að vinna okkur út úr því.

Alvöru leikir framundan elskurnar….YNWA!!!

83 Comments

  1. úff hálf haltur Sturridge er beittari en allir okkar sóknarmenn okkar til samans get ekki beðið eftir endurkomu hanns takk fyrir.

  2. Þetta gerist allt of oft, lið liggja tilbaka beita skyndisóknum og Liverpool á ekkert svar. Mér finnst þetta búið að vera trendið síðan Móri mætti á Anfield í lok síðasta tímabils, í leiknum gegn Chelsea þar sem Liverpool nota bene spilaði illa.

  3. Þegar allt liðið er að spila ömurlega leik eftir leik… ekki tveir leikmenn eða þrír eða fjórir, heldur allt helvítis liðið… þá skrifast það á þjálfarann.

    Þetta er bara ekki boðlegt svona aftur og aftur og aftur!

    Við verðum að sjá batamerki annars fer að sjóða undir Rodgers. Hann er ekki heilagur.

    Áfram Liverpool!

  4. sanngjarn sigur verður maður að segja… Það stóð aldrei ógn af steingeldu liði liverpool í þessum leik…. sterling er greinilega meinilla við að vera plantað þarna úti á kanti… það er óhætt að segja að við erum að púlla tottenham big time í augnablikinu…
    þvílíka krísan sem er í gangi þarna hjá okkar liði í dag

  5. frábær leikur hjá okkar mönnum. Mikið ógnandi framá við og gott flæði í spilinu. Moreno átti leik lífs síns með hraða sínum upp kantinn og ákaflega öruggur og sannfærandi í sínum varnarleik.

    Frábært líka að sjá hvað sóknarleikur okkar er hraður og mikil ógn frá okkar framherjum og við vorum óheppnir að skora ekki a.m.k. 4 mörk úr þessum fjölmörgu marktækifærum sem við fengum í leiknum.

    Er sannfærður um að þetta sé allt að smella hjá okkur, já, já.

    Pollyanna.is

  6. Enginn kraftur, enginn hraði, engin pressa, engar lausnir.
    Liverpool þessa tímabils er allt sem Liverpool síðasta tímabils var ekki.

  7. Bestu leikir LFC eru spilaðir þegar Allen er meiddur – af hverju fær hann endalausa sénsa? Tapið í dag skrifast á taktík (heimsku). Leikurinn var alltaf og verður alltaf vitlaust upp settur með Balo einn frammi, hann þarf mann með sér upp á topp.

  8. Sælir félagar

    Það er sárt að þurfa að viðurkenna það en þetta Liverpool lið er bara ekki nógu gott. það er ekki flókið. Ein marktilraun í fyrri hálfleik og einhverjar 5 í þeim seinni. Spilið hægt og fyrirsjáanlegt og varnarleikurinn slakur.

    Þó var það hvorugur miðvarðanna sem gaf mark í dag heldur vinstri bak sem réð ekki við boltann og lagði hann á andstæðinginn sem skoraði auðveldlega. Ég verð að segja það enn og aftur að ég er að verða skelfilega þreyttur á þessum frammistöðum liðsins.

    BR virðist ekki eiga nein svör, hvorki í mannabreytingum né leikskipulagi. Það verður að segjast að hann er ekki aðskila því sem maður trúði eftir síðustu leiktíð. Nú er svo komið að ef hann ætlar að halda tiltrú stuðningsmanna þá verður eitthvað að fara að gerast í leik liðsins.

    Það er nú þannig

    YNWA

  9. Gjörsamlega steindauður leikur í 90 mín.
    Liverpool voru hægir og lélegir. Það sem er verst er að Newcastle voru líka skelfilegir og hefði 1 stig verið sangjart enda ömurlegur leikur.

    Ég held að núna þurfa leikmenn og þjálfari að fara í naflaskoðun. Jú okkur vantar Sturridge núna eða það er engin afsökun á að spila svona illa.

    Þetta virðist ætla að vera lélegt tímabil hjá okkur en það er enþá tími til þess að snúa þessu við en það þarf að fara að gerast fljót. Því ef við höldum áfram að spila svona þá held ég að Liverpool verður á síðu númer 2 á textavarpinu í lok leiktíðar.

    Maður styður sitt lið en það er virkilega erfitt þessa dagana miða við þessa veislu sem við fengum á síðasta tímabili.

    Um framistöðu leikmanna þá fannst mér Skrtel eiga góðan leik en aðrir voru einfaldlega lélegir.

  10. Það þarf eitthvað að fara að skoða Rodgers í þessu öllu saman.

    Eftir höfðinu dansa limirnir ekki satt? Er það ekki hann sem setur upp leikinn? Enn einu sinni setur hann Baló einan upp á topp sem var augljóst frá því í lok ágúst að hann getur ekki verið solo. Johnson hægur í öllum sínum ákvörðunum og kemur ekki markið eftir glórulausa tilraun hjá honum á markið sem þeir komast í skyndisókn.

    Síðan fær Rodgers 120 milljónjr punda, og í hvað fer sá peningur?

  11. Það er ekki hægt að benda lengur á leikmennina og segja að þeir séu ekki að standa sig þó enginn vafi leiki á því. Þetta skrifast algjörlega á stjórann.
    Finnst þetta bara vera spurning um hversu mikla þolinmæði hann á inni hjá eigendunum og þegar hún verður búinn verður hann rekinn. Spilamennska liðsins er einfaldlega það léleg.

  12. Það er ekki langt síðan menn voru að tala um að sætið hans Pardew væri orðið heitt. Liðið hans er aðeins einu stigi á eftir okkur núna. Hann fékk engar 100m punda til að kaupa í sumar eins og BR. Þetta sumar var algjört klúður að hálfu Liverpool FC. Öllu sem hægt var að klúðra var klúðra.

    Hlýtur að fara að hitna undir BR.

  13. Stjórinn virðist bara ráðalaus, hann hefur ekki svör við vandamálum okkar og getur hvorki giskað á þau né leyst úr þeim. Það er að hitna all verulega undir honum og hann þarf greinilega að breyta einhverju í leikskipulagi sínu. Nú er ekki Suarez til staðar til að hylja upp Taktísk mistök sem Rodgers virðist vera að gera og við þurfum bara að byrja aftur á reit 1.

  14. Maður klæðir sig í Liverpool-treyjuna með von um að þetta fari að lagast, en það mun aldrei gera það með svona spilamennsku.

    ÁFRAM LIVERPOOL með von í hjarta að þetta lagist einhverntíma.

  15. Tjái mig ekki oft hérna en þetta var langt frá því að vera nógu gott á öllum stöðum á vellinu. Er voða erfitt að taka eitthvað gott út þessu eigum 2 skot á ramman og 2 framhjá. Einu sinni í öllum leiknum var möguleiki að tuðran færi inn en þá var rangstaða. Ekkert flæði, menn með lámark með 2-4 snertingar áður en þeir senda, engin liðsheild. Ég veit að það er margt sem er að vinna á móti okkur núna meiðsl og annað en þetta hérna í dag var ekki boðlegt . Ef þetta verður staðall sem við munum spila eftir í vetur getum við þakkað fyrir að ná inn í evrópu. Eitthvað veður að gera hvað það verður er undir Rogers komið og það strax áður en það verður of seint

  16. Þetta var ansi dapurt að horfa á ,endalausar sendingar út á hlið eða til baka.Fyrigefiði mér að segja það, en þetta er” Hodgon style big time”.
    Það var samt eitt gott í dag og það var markmaðurinn sem ekki verður sakaður um markið og varði frábærlega maður á móti manni þarna í lokin.

  17. Ég hélt að tímabilið í fyrra væri aðeins byrjunin á frábærum tímum Liverpool FC. Þegar uppi er staðið reyndist það vera bæði byrjunin og endirinn. Við náðum að vera betri en Utd í eitt tímabil og síðan ekki sögunna meir. Erum í besta falli jafn lélegir og þeir í dag.

    Hlakka ekki til sumarsins 2015. Við missum aðra lykilmenn í Sterling og jafnvel Sturridge. Kaupum svo álíka rusl og við keyptum í sumar sem veikir liðið aftur.
    Þetta er sorglegt.

  18. Við blasir miðjumoð. Af hverju BR byrjar ekki með tvo framherja inná, bara til að prófa, því ekki er hitt að virka, það er fullreynt. Getum ekki einu sinni haldið hreinu í von um eitt stig á útivelli. Maggi , ég skora á þig að reyna að finna eitthvað jákvætt í leik okkar í leikskýrslu þinni ?????. Ef þú getur það þá tilnefni ég þig til fálkaorðu.

    Getum við ekki bara sent varaliðið til Spánar ??

  19. Veit ekki hvort ég hef nokkru við að bæta. Bara pirringur yfir bitleysinu í sóknarleiknum sem virðist vera algjör.

    Ekki sammála því að það sé að hitna undir Rodgers, en það er klárlega hægt að gagnrýna uppleggið. Ég hef samt enga hugmynd um hvernig ég hefði gert þetta öðruvísi.

    Getur verið að leikmenn hafi verið komnir með hugann við Madrid leikinn?

  20. Aðeins tveir sigrar í s.l. mánuði og þeir voru ósannfærandi. Það vorum ekki við sjálfir sem kláruðum QPR heldur herfilegir miðverðir þeirra. Dómarinn hjálpaði okkar svo með Swansea þegar hann rak F. Fernandez óverðskuldað útaf. Maðurinn sem átti að dekka Lovren í markinu hans.

    Einhver sagði að Róm væri ekki byggð á einum degi. Það er þó svo sannarlega hægt að rústa henni á einum degi. Það gerðist daginn sem Suarez yfirgaf klúbbinn.

  21. 1. Eingin barráttuvilji. Gerrard eini sem leit út fyrir að nenna þessu.

    2. Afhverju byrjum við ekki með demantin? Við erum búnir að sjá margoft á þessu tímabili að Rodgers skiftir í demantin eftir 60-70 mín. og í hvert einasta skifti verðum við að betra liði.

    3. Newcastle lokuðu glæsilega fyrir okkar mönnum að spila boltan. Þeir vóru með frábærar skyndisóknir, og spiluðu bara vel overall.

    4. Í fyrsta skifti síðan 11-12 tímabilið sá ég Henderson spila hræðilegan leik, og fannst að hann mætti fara útaf fyrir Borini ístaðin fyrir Allen, sem var einn sá besti í leiknum.

    5. Mignolet sýndi tvisvar í dag að hann á ekki heima í ensku topliði (ekki að segja að við erum topplið í vetur).

    Við verðum að bæta okkur, og ég er að verða nokkuð stressaður.

  22. Svakalega er maður pirraður eftir en eitt tapið, maður áttar sig hreinlega sig ekki á öðrum eins viðsnúningi á liðinu sem var annars svo nálægt því í fyrra. Ég var einhvern veginn að hugsa rétt áður enn markið kom hjá þeim að vörnin væri nú að lagast, fannst eitthvað meira öryggi í henni en áður, en það væri þá að bitna á sókninni í staðinn. Fáum við ekki þetta mark gefins eftir að Moreno klikkar á hreinsun ( óheppinn ). En eins og ég segi þá skilur maður ekki afhverju þetta er svona mikil viðsnúningur frá því í fyrra. Jú þeir voru frábærir í fyrra Luis og Daniel með frábær hlaup inn í teiginn þá eftir yfirleitt frábæran undirbúning frá Coutinio, Henderson, gamla og Sterling sem fylgdu á fullum krafti inní teiginn með þeim, þetta er einhvern veginn alveg LOST. Rodgers er greinilega í einhveri klípu og er ekki að finna leið útúr núverandi vandræðum og eftir kaup sumarsins ekki alveg að ná að nýta þau til fulls. Mér fannst t.d. ekki alveg að vera koma nóg útúr Sterling og því ekki skipta Lallana inná í síðustu 5 til 10 mínúturnar finnst mér alveg óskiljanlegt og keyra á Newcastle á fullum krafti eða í það minnsta að nota allar 3 skiptingarnar þvi klárlega ekki neitt að koma útúr okkur sóknarlega.
    Brendan back to the basic og fáðu ikea bæklinginn lánaðan hjá Pardew og komum á óvart í Madrid og Anfield í næstu viku.
    YNWA

  23. Getur sleppt þessari leikskýrslu Maggi. Hún er fullkomin eins og hún er og takti við metnað liðsins að setja bara “Leikskýrsla stutt undan”

  24. Leikskýrslan komin…elsku Höddi minn, ég veit ekki hvort að Fálkaorðan er á leiðinni….en þó kannski með því að segja Balo og Simon ágæta.

    Fæ ég póst frá útlöndum þá fljótlega???

  25. Það er bara eitt í stöðunni. Staða Rodgers hlýtur að vera mjög völt núna. Liðið hangir á barmi þess að detta úr úr CL. Liðið er með fleiri stig en það á skilið í deildinni en eru bara um miðja deild með 13 stig af 30 mögulegum. Liðið spilar hörmulegan fótbolta, alltof hægan, engar lausnir í sókninni, stjórinn punglaus með einn uppi á topp endalaust. Vörnin míglekur þrátt fyrir þrotlaus kaup á varnarmönnum. 120M punda í leikmannakaup hafa hvergi á vellinum styrkt liðið (kannski hópinn). Stjórinn hefur hvorki lausnir í vörn né sókn. Maður er farinn að halda það að tímabilið í fyrra hafi ekki verið stjóranum að þakka, heldur sóknarmönnum liðsins. Enda eru margir sem vilja meina það að taktísk mistök Rodgers hafi kostað Liverpool titilinn sem blasti við þeim á lokametrunum. Staðan því ekki góð, miðlungslið, miðlungsleikmenn alls staðar á vellinum og staðan er í takt við það… UM MIÐJA DEILD.

  26. Getum gleymt CL á næsta ári og tap gegn Real Madrid mun fara langt með að klára okkur í þeirri keppni þetta árið. Við getum einfaldlega gleymt því að vinna þennan enska meistaratitil nokkurntímann þegar við missum okkar bestu menn undantekningarlaust í miðri uppbyggingu.

    Vorum að byggja upp stórkostlegt lið 2009, misstum Alonso og fengum ekkert. Liðið sem endaði tímabilið í fyrra var frábært, misstum Suarezz og fengum ekkert.
    Sumarið 2015 munum við missa Sterling og klúðrum hlutunum aftur.

  27. Ég held að þetta sé allt mér að kenna. Er búinn að vera að þráast með liverpoolmenn í fantasyliðinu mínu.
    Nú skulu þeir seldir og þá kannski fer þetta að lagast.
    Erhaggi?

  28. Henderson datt í gamla farið í dag, svekkjandi og skrítið að sjá eftir að hafa fylgst með kraftinum í honum síðastliðið ár… nú var hann gersamlega óskapandi, lítið að biðja um boltann, og sendingarnar sem hann valdi voru flestar aftur á bak… hegðun sem var að gera mig brjálaðan framan af á ferli hans í Liverpooltreyjunni… vona innilega að þetta hafi verið one-off hjá honum…

  29. Raunveruleikinn er að læðast að smátt og smátt. Okkar menn virðasta vera miðlungslið í PL. Það er að koma á daginn að þeim vel á annað hundrað milljóna punda sem var eytt í leikmenn í sumar og haust var ekki vel varið. Nú er BR búinn að vera með liðið í talsverðan tíma og fá talsverðan pening til umráða. Hann þarf að fara að svara af hverju er þetta svona? Ekki skella skuldinni á Suarex liðið spilaði vel án hans í upphafi mótsins í fyrra. Staðreyndin er sú að það er engin framför í liðinu. Liðið er steingelt og sjálfstraustið er ljósár í burtu. Ég man ekki eftir nema útileiknum á móti Tottenham þar sem liðið var að sýna sömu brilliant spilamennskuna og var mest allt tímabilið í fyrra. Skemmtilegan sóknarleik með leikgleði og áræðni. Djö er maður orðinn pirraður á þessu.

  30. 433 virkar bara ekki með Balo fremstann, það er fullsannað, hefði viljað sjá tígul miðju með Hendo og Sterling á köntunum og tvo ítali fremsta

  31. Fer enn ekki ofan af því að það er ekki séns að dæma þetta lið fyrr en við fáum Sturridge aftur.

    Gæðin í sóknarleiknum í fyrra var kombó þeirra beggja, við söknum Sturridge ekki neitt síður en litla mannsins.

    Það er hins vegar finnst mér að koma í ljós hversu mikið af flottum hlutum ungu mannanna okkar kom til vegna þeirrar áherslu sem varnir andstæðinganna lögðu á að stoppa senteradúóið okkar.

    Aðeins varðandi umræðuna um Rodgers þá læra menn mest í brekku…ef þeir vilja hlusta. Ég get alveg tekið undir ummæli frá því í vikunni að hann hefði átt að sækja sér aðstoð til þjálfara með reynslu af því álagi, andlega ekki síður en því líkamlega, sem fylgir því að spila í mörgum keppnum í einu.

    Þrjóska er lykilþáttur í fari flestra stjóra sem gott er að eiga…..skynsamlega nóg af. Um það snýst málið svo oft, að sætta sig við að uppleggið virkar ekki, þar skilur oft á milli þeirra sem ná árangri og þeirra sem ríða bara út í sólarlagið. Það er ekki farið að söðla hestinn, en kannski er farið að spá í hvort sólin sé á sjóndeildarhringnum???

    Að því sögðu þá ítreka ég þá skoðun mína að þeir leikmenn sem voru inni á vellinum í dag þurfa líka að skoða í spegilinn og sjá hvort þeir lögðu sig nóg fram til að við ynnum…eða hvort þeir þurfa kannski að skila “extra hours” á æfingasvæðinu til að verða betri…

  32. Góð leikskýrsla Maggi og ég er sammála henni að öllu leyti.

    Það sorglega við þetta er að maður er eiginlega hættur að nenna að svekkja sig yfir þessu öllu saman. Þetta Liverpool-lið er bara engan veginn sama liðið og það var í fyrra. Þetta er eitthvað allt, allt, annað.

    Nú reynir svo sannarlega á unga stjórann okkar. Þessi leikmannakaup hans líta því miður út fyrir, allavega eins og ástandið er í dag, að vera flest gersamlega misheppnuð. Eins og ég hata það að þurfa að vitna í United-mann þá hefðum við kannski frekar átt að kaupa færri og betri leikmenn, líkt og Scholes nefndi.

    Balotelli og Mignolet voru sennilega skástu menn liðsins. Aumingja Balotelli, hann fær ekki mikið að moða úr og svo keppast menn að drulla yfir hann. Sóknarleikurinn sem byrjar oftast á 4 – 5 sendingum milli varnarmanna okkar er algerlega fucking bitlaus. Þetta er eiginlega bara fyndið hvað við erum bitlausir, hægir og fyrirsjáanlegir í sóknaruppbyggingu. Er sammála með Allen, það kemur ekkert úr honum sóknarlega. Coutinho?? Hvað er eiginlega í gangi með hann?? Er eina leiðin að trekkja hann í gang að setja hann á bekkinn og láta hann svo koma inn á síðasta hálftímann?

    Hin sorglega staðreynd er því miður sú að eins og staðan er í dag þá skortir bara töluvert upp á gæði í þessum leikmannahóp. Það má vel vera að það muni breyast með tímanum og liðið okkar muni slípast til, en vá hvað það þarf margt að fara að breytast til að svo verði.

  33. Hvað segir það um sumarkaup BR þegar Aspas er kominn með fleiri deildarmörk en þeir allir til samans?

  34. Það er sorglegt að þessir leikmenn sem komu í sumar séu ekki betri en þeir eru og þá setur maður spurningu við hvort það sé ekki betra að kaupa gæði frekar en magn.
    Þessi nefnd sem sér um leikmannakaupin fyrir klúbbinn hlýtur að vera búin að senda inn uppsagnarbréfið.
    Það er alveg ótrúlegt hversu top leikmenn eins og Suarez hafi mikil áhrif á aðra leikmenn í liðinu eins og hann gerði í fyrra, það er eins og hann hafi lyft þeim upp með sér á annað plan.
    Ég er ekkert svo viss um að endurkoma Sturridge hafi þessi áhrif á liðið eins og allir vona því að hann var að spila með Suarez í fyrr en hann er farinn.
    Ég vill bara biðja alla hér að undirbúa sig undir það að við náum ekki að komast upp úr riðlinum í CL og að top fjórir í deild eru bara ekki í spilunum hjá okkur eftir að hafa misst Suarez í sumar og að þessi leikmannagluggi hjá okkur nær ekki að skila neinu til liðsins þetta tímabilið, kannski seinna.

  35. Mér finnst að Mr BR sé ekki með neina einustu lausn við vandamálum liðsins. Nr1 það þýðir ekki að láta Balotelli spila einan frammi, gætum alveg eins haft Emilie Heskey einan frammi, reyndum það, gekki ekki upp eins og núna. Balotelli verður að hafa einhvern með sér.
    Eins og einhver nefndi hér að ofan er í lagi að breyta í tígul miðju eða breyta leik skipulagi eitthvað, en ekkert gerist. Langar sendingar eru ekki að virka, samt eru þær reyndar stanslaust allan leikinn, auðvelt að verjast þeim þegar varnarmenn eru 98% vissir að það kemur langur bolti. Annað og verra, hlaup, bjóða sig að fá boltann hlaupa í eyður, það var varla reynt í leiknum og enginn kandídat sem vildi virkilega fá tuðruna og reyna eitthvað, nei spila til baka á tæknitröllin í vörninni og láta þá sjá um þetta…. Fokk hvað ég er að verða pirraður á þessu and (getu)lausa hugsunargangi…

  36. Þvilíka endæmis hörmungar spilamennska á liðinu 🙁

    Það vissu allir að Brendan þyrfti að stækka hópinn eftir síðasta tímabil, enn hann hefði átt að kaupa færri leikmenn með meiri gæði enn að kaupa fleiri leikmenn með sæmileg gæði.

    Á þessu prófi féll BR og þeir sem stýra leikmannakaupum LFC.

  37. Sammála um að Rodgers þarf alvarlega að hugsa um hvernig hann kemur sjálfum sér og liðinu í gang. Það þýðir ekki að ég vilji stjórann í burtu, alls ekki raunar. Brendan er hæfileikaríkur stjóri en hefur ekki verið líkur sjálfum sér það sem af er móti.

    Svona er lífið og ekki í fyrsta skipti sem framkvæmdastjóri þarf að vinna í sjálfum sér rétt eins og leikmönnum. Það má t.d. minna á þann frábæra þjálfara Jurgen Klopp sem, rétt eins og okkar maður Brendan, hefur rekist á vegg semhann þarf að komast yfir.

    Það er s.s. verk að vinna. Ég hef haldið því fram hér áður, og held að það sé rétt hjá mér, að Rodgers hafi vanmetið hvað erfitt er að fylgja góðu tímabili eftir. Það er stór höfuðverkur rétt eins og menn þekkja í rokkinu hvað plata #2 eftir hittara er erfið. Fjárfestingastefnan var í annars vegar í ungum erlendum leikmönnum og hins vegar í leikmönnum sem höfðu blómstrað með hinu ágæta liði Southampton. Af hverju ekki var hent í a.m.k. einn gæðaleikmann t.d. Fabregas veit ég ekki? Líklega launastefna félagsins en þessir ungu leikmenn okkar hefðu þurft reyndan snilling með sér.

    Við fengum hins vegar Balotelli sem eftir á að hyggja eru mistök að mínum dómi. Þá er ég ekki að tala um leikinn í dag heldur pakkann sem fylgir honum. Mér finnst raunar Brendan kljást við þetta ágætlega en þessi endalausa Balotelli umræða hlýtur að vera íþyngjandi fyrir leikmenn og þjálfara ekki síður en okkur stuðningsmennina.

    Well anyway, svona er staðan viðkvæm og jafnvel bjartsýnustu menn eins og ég þurfa að tóna væntingarnar niður þetta leikárið. Eftir þennan leik er ekkert annað framundan en bjarga því sem bjargað verður.

  38. Það er erfitt að horfa á liðið sitt tapa enn einum leiknum í vetur. Enn einn leikurinn sem við erum vægast sagt ömurlegir. Breytinginn á liðinnu á einu sumri er svakaleg. í fyrra var þetta langflottasta liðið og það horfðu allir á Liverpool enn í vetur hefur þetta verið eitt leiðinlegsta liðið í ensku úrvalsdeildinni. Munurinn á 2013-14 og 2014-15 liðunum er stjarnfræðilegur. Við getum ekki falið okkur bakvið þá afsökun að Sturridge sé meiddur Rodgers eyddi yfir 100 mp í sumar til að dekka meiðsli. Held að sökinn liggi mest í Rodgers í hans hroka og þrjósku, Núna er 2 tapleikir í víðbót þangað til landsliðshlé kemur,,,, guð hjálpi getur það ekki komið fyrr ?

  39. Fín skýrsla Maggi, sammála því að eftir enn eina svona frammistöðuna eigi að byrja á því að skoða þá sem bera ábyrgð á sóknarleik Liverpool.

    Fyrir leik talaði ég um að vilja frekar Coutinho á miðjunni frekar en Allen/Can, sóknarlega hefur Allen ekki gert nokkurn skapaðan hlut fyrir okkar menn nánast síðan hann kom og þetta virðist alls ekki vera hans besta staða. Hjá Swansea spilaði hann í 4-2-3-1 leikkerfinu en sem playmaker. Hann var maðurinn sem varnartengiliðurinn (Britton) leitaði fyrst að til að taka við boltanum og stjórna spilinu. Fremstur í því liði var svo t.a.m Gylfi Sig eða sóknarsinnaðari leikmenn. Leikkerfi Liverpool er ekki alveg sambærilegt en hann er hvorki að stjórna spilinu hjá Liverpool eða opna varnir andstæðinganna og því er afar lítið gagn af honum. Gæti trúað að hann væri betri í sömu stöðu og Henderson spilar en bara ekki betri en Henderson. Coutinho, Sterling, Lallana eða Markovic hafa allir galla og þá sérstaklega varnarlega en sóknarlega vill ég mun frekar sjá einhvern af þeim spila þessa stöðu en Allen, sérstaklega gegn liði með eins óörugga vörn og Newcastle. Það að þétta frekar miðjuna og hafa Allen með Henderson og Gerrard er voðalega mikið David Moyes eitthvað, verja stigið frekar en að sækja til sigurs.

    Henderson fannst mér einnig slappur í dag og raunar var miðja Liverpool bara undir í þessum leik. Jú þeir leyfðu miðvarðaparinu að senda sín á milli þar til Lovren bar boltan upp og missti hann (alltaf). Aldrei náðu okkar menn að spila sig í gegn með hröðu uppspili. Hlutverk Gerrard hafa allir stjórar andstæðinganna kortlagt virðist vera og hann er bara sýnishorn af þeirri ógn sem hann var á síðasta tímabili. Varnarlega er hann áfram afskaplega lítið cover fyrir miðverðina okkar, sáum þetta í nokkrum hættulega staðsettum aukaspyrnum Newcastle í dag (sjáum þannig í hverjum leik reyndar).

    Það að hafa síðan Coutinho og Sterling á sitthvorum kantinum í 4-2-3-1 leikkerfinu er óþolandi sóun á þeirra hæfileikum. Þeir virðast alls ekki hafa sín hlutverk á hreinu og ná afar litlum takti við leikinn. Ég held að þetta snúist ekkert endilega um það hvort Coutinho byrji leiki eða ekki, þegar hann kemur inná síðasta hálftímann er vanalega einnig skipt um leikkerfi sem hentar sóknarleikmönnum okkar betur.

    Liverpool liðið 2009 sem spilaði 4-2-3-1 frábærlega var alltaf með annan bakvörðinn varnarsinnaðan, tæklara aftast á miðjunni og leikstjórnanda við hliðina á honum. Á vængjunum voru síðan leikmenn sem héldu sig þar (a.m.k. annar þeirra) og teygðu á vörn andstæðinganna, annar meira varnarsinnaður (Kuyt) og hinn meira sóknarsinnaður. Góð holning á liðinu bæði í vörn og sókn.

    Sterling og Coutinho eru alltaf báðir komnir inn á miðju þar sem spilið verður mjög þröngt og hættulítið, hvorugur er að hjálpa bakverðinum mikið sem skilar sér oft í því að þeir stranda framar á vellinum þegar liðið missir boltann, markið sem Newcastle skoraði í dag er nýjasta dæmið um þetta. Þetta hamlar því líka mikið að við sjáum bakverðina eins oft með í sóknarleiknum og við myndum vilja.

    Varðandi framherjann þá er ég alveg að gefast upp á Balotelli, hann virðist bara einfaldlega ekki vera nógu góður, simple as that. Hann hefur lofað góðu á sínum ferli en það er ekkert að frétta hjá honum í þessu liði okkar í dag. Ef að Sterling og Coutinho virkuðu eins og fiskar á þurru landi í sínum stöðum í dag þá veit ég ekki hvernig við skýrum staðsetningar Balotelli! Hann væri ekki byrjunarliðsmaður í neinu liði í topp tíu í þessari deild m.v. fyrstu 10 leiki hans fyrir Liverpool.

    Mögulega breytir það einhverju að hafa tvo leikmenn frammi og gefa honum þá meiri tíma en ég efa það og mér finnst við alltaf vera að tala um hvernig Liverpool getur aðlagast til að fá meira frá Balotelli. Hann er bara farþegi á meðan hann skorar ekki mörk og hvað þá þegar hann er ekki einu sinni líklegur til þess.

    Besti heili sóknarmaðurinn okkar er 19 ára og spilar sem lánsmaður í Frakklandi, því miður. Næstbesti(líklega) er líka 19 ára og er hafður á kantinum. Besti sóknarmaður félagsins er meiddur og sá langbesti var seldur í sumar. Eftir sitjum við með Balotelli, Lambert og Borini leik eftir leik og grátbiðjum nánast um að fá Borini inná. Væri hann ennþá hjá okkur værum við að velta því fyrir okkur afhverju Aspas fengi ekki sénsinn frammi, þetta er það slæmt.

    Þetta krefst þolinmæði og er svo sannarlega erfitt. Byrjunin á þessu tímabili er vægast sagt gríðarleg vonbrigði og sumarglugginn eins og staðan er núna líklega einn sá versti í sögu félagsins, verri en hjá Tottenham í fyrra. Flestir af þessum leikmönnum koma þó væntanlega til með að stórbæta sig á næstunni og við dæmum þetta ekki eftir 10 leiki. Það að dæma þá ekki alveg strax er ekki það sama og að mega ekki gagnrýna þá enda flesitr keyptir á þannig pening að við megum fara fram á meira og það strax, Lovren (20m), Markovic (20m), Lallana (16-25m), Balotelli (16m) og Moreno (12-16m)

    Brúðkaupsferðinni (síðasta tímabil) hjá Rodgers er svo sannarlega lokið og pressan eykst á honum með hverjum svona leik, eðlilega þó menn þurfi ekki að missa sig alveg.

    Þegar Liverpool tapar gegn Chelsea um næstu helgi verður liðið áfram með 14. stig eftir 11 leiki. Það er einu stigi minna en Roy Hodgson var með eftir 11 leiki árið 2010. Chelsea verður með 15 stiga forskot á toppnum.

    Þetta er það slæm byrjun hjá okkar mönnum.

    Uppfært: Maggi létti hjá mér lund og benti á að Liverpool hefur byrjað verr, fyrsta ár Rodgers með Liverpool!

  40. Ég verð bara að vera ósammála jákvæðu punktunum í skýrslu þinni, Maggi. Mér finnst þú vera allt of gjöfulur í garð ákveðinna leikmanna:

    Mignolet var ekkert mest yfir góður. Það reyndi lítið sem ekkert á hann í þessum leik en hann var samt í tvígang búinn að skapa óþarfa hættu með því að missa af fyrirgjöf. Í annarri þeirra átti hann aldrei að koma út og í hinni kýldi hann bolta beint niður á vítapunktinn. Hann er búinn að vera aðalmarkvörður Liverpool í 16 mánuði og ég hef enn ekki séð það sem ég vill sjá. Hann er bara ekki nógu góður.

    Eins með markið. Moreno átti að gera betur en þetta er svo langt því frá honum einum að kenna. Hvað var Gerrard að spá að loka ekki á Sissoko? Hvert var Lovren að fara þegar hann stökk út úr vörninni rétt áður en Sissoko sendi boltann inn á svæðið þar sem hann stóð? Og af hverju setti Moreno boltann ekki strax frá með hægri?

    Þessi vörn er bara vonlaus. Hún getur ekki fyrir sitt litla líf haldið hreinu nema lið liggi til baka í 90 mínútur eins og Hull gerðu, og jafnvel þá er það tæpt. Auðvitað þarf Rodgers að taka til á æfingasvæðinu og reyna að þjálfa varnarvinnu liðsins upp betur, en það skýlir mönnum ekki endalaust frá gagnrýni. Ég get t.d. ekki ímyndað mér nokkurn mann horfa á þetta miðvarðapar okkar og segja að Skrtel sé jafn lélegur og Lovren. Það er klassamunur á þeim, og hefur Skrtel þó oft brugðist og gert mistök. En Lovren er gjörsamlega úti að aka, greyið drengurinn.

    Ef Lovren á að snúa þessu við og verða skyndilega næsti Sami Hyypiä eða næsti Rio Ferdinand þá yrði það sennilega í fyrsta sinn í sögu fótboltans að leikmaður er svona ógeðslega lélegur og verður síðan allt í einu ógeðslega góður. Ég hef aldrei verið jafn nálægt því að afskrifa Liverpool-leikmann fyrir áramót á fyrsta tímabili. Þetta er bara gjörsamlega ekki að ganga hjá honum.

    Þá að sókninni. Jú, ég tek undir með þér að miðjan er alls ekki að virka. Henderson er að týna sér aðeins og er búinn að missa allt form með vandamálin í kringum sig. Allen og Coutinho hef ég meiri áhyggjur af. Tek undir þína gagnrýni á þá að Coutinho virðist ómögulega geta spilað góðan leik nema með innkomu af bekknum og Allen er gjörsamlega týndur, spilar kannski vel í svona 5. hverjum leik, ef þá það.

    Eins finnst mér Rodgers vera einfaldlega að taka rangar ákvarðanir að hafa Sterling úti á kanti og Balotelli einan frammi. Það er bara svo einfalt, hann er að horfa of mikið á vörnina með því að stilla upp þéttri miðju og drepa fyrir vikið allan sóknarleik. Og hann er ekki að auðvelda Balotelli vinnuna. Sá skoraði í miðri viku og átti skilið séns að fylgja því eftir en hefði eins getað sleppt því að spila þennan leik, svo litla hjálp fékk hann.

    Ég er enginn þjálfari á heimsvísu en ég hefði alltaf leyft Borini að spila þennan leik frammi með Balotelli, já eða Lambert frekar en engan. Hver sem lausnin er þá verður Rodgers að taka einhverja sénsa og prófa nýja hluti. Hann getur ekki barið höfðinu við steininn með 4-3-3, Balotelli einan frammi, Sterling úti á kanti, Coutinho og Allen í keppni um að gefa boltann frá sér á miðjunni og höfuðlausa leiðtogann Lovren í vörninni.

    Hann bara verður að breyta. Liðið er búið að tapa 4 af fyrstu 10 leikjunum í deildinni og tveimur í röð í Meistaradeild. Á einhvern ótrúlegan hátt er liðið ekki enn í vonlausri stöðu, í hvorugri keppni, og enn með í bikar, en Rodgers verður að fara að finna lausnir á þessu og það strax.

    Ég man árið sem Rafa var rekinn. Liðið blómstraði hjá honum vorið 2009 og náði 2. sæti en árið á eftir (vegna ýmissa ástæðna, vissulega) bara gat Rafa ekki fundið lausnirnar á gæðahruninu sem varð eftir titilbaráttu vorið áður. Að sama skapi flaug Dalglish af stað með þetta lið en eftir heila leiktíð þar sem liðið skoraði ómögulega lítið og hann bara fann ekki lausnirnar fékk hann líka að fjúka.

    Það er enginn (með viti) að heimta að Rodgers verði rekinn í dag en það er alveg á hreinu að ef þetta er ennþá spilamennskan á liðinu í maí 2015 þá getur hann alveg eins búist við því að finna bleikan reisupassa í skápnum sínum, að bandarískum sið.

    Klukkan tifar. Stóru keppnirnar fjara frá okkur, hægt og rólega, og Rodgers bara verður að finna lausnirnar. Ég meika þetta tímabil ekki annars. Og ég meika ekki að horfa á hann senda sama liðið áfram út á völlinn og vera áfram hissa á að ekkert gangi.

    Coutinho, Allen, Lovren á bekk í næsta leik. Kolo Touré inn þess vegna, Can á miðjuna, Borini/Lambert/bara einhvern frammi með Balotelli. Og ég vona að menn séu að leita undir teppi, í bílskúrnum, á haugunum, alls staðar sem þeir geta að betri markverði.

    Ég hef verið að reyna að halda glasinu hálffullu og horfa á stöðuna í deildinni en eftir 3 markalausa leiki í síðustu 4 er erfitt annað en að bölva þessu. Sorrý með mig, Maggi.

  41. Þvílík gæði sem Arsenal fékk í Alexis Sanchez. Þeir voru lengi vel að í ströggli með Burnley en svo klárar hann þá bara. Gæðaleikmenn vinna leiki. Við klikkuðum algjörlega á því að fá gæði fyrir Suarez og það er að kosta okkur.

  42. Held ég sé nú í fæstum tilvikum eitthvað að gleðjast Kristján minn yfir neinu. Mignolet fór í eitt dapurt úthlaup vissulega en á móti hirti hann flotta bolta og átti heimsklassa fótavörslu. Hann getur svo ekki að því gert að varnarmennirnir eru haldnir sömu áráttu og margir annarra leikmanna og finnst gott að senda bara til baka frekar en að taka ábyrgð.

    Hins vegar fengu Newcastle eina hættu upp úr opnu spili, þegar Hendo átti algera bullsendingu, annars var hættan ekki upp úr opnu spili og það gladdi mig varnarlega.

    Það er alltaf hægt að hugsa um hvort Johnson átti að klára öðruvísi. Eða eftir á hvers vegna Gerrard rauk ekki í leikmann til að loka á. EN…

    Inní teig var enginn sóknarmaður Newcastle á hættusvæði en fjórir okkar menn. Léleg sending Sissoko inná teiginn var lögð fyrir fætur Newcastle manns sem stóð 10 metra frá sendingarleiðinni þegar hún kom. Af Moreno. Þessi strákur hefur margt. En SHIT hvað hann hefur átt þátt í mörgum mörkum andstæðinganna og í dag er þetta 98% honum að kenna og 2% hinna. Það er allavega mín skoðun þegar léleg sending inní teig er bara lögð út fyrir sóknarmann til að klára. Allt annað er hjóm finnst mér…

  43. Sendingar á milli manna í leiknum

    Skrtel  to  Lovren  28
    Johnson to  Skrtel  23
    Lovren  to  Skrtel  21
    Lovren  to  Allen   20
    Skrtel  to  Johnson 19
    Lovren  to  Henderson   17
    Gerrard to  Lovren  14
    Johnson to  Gerrard 14
    Gerrard to  Johnson 11
    Moreno  to  Lovren  11
    Gerrard to  Skrtel  10
    Johnson to  Sterling    10
    Skrtel  to  Gerrard 10
    Mignolet    to  Lovren  10
    Allen   to  Lovren  9
    Henderson   to  Gerrard 9
    Sterling    to  Johnson 9
    Coloccini   to  Dummett 8

    Viðbjóður að lesa svona tölfræði, sýnir vel hvað við erum að gera í þessum leikjum á þessu tímabili.

  44. Sælir félagar

    Ég er sammála mönnum hér nema þeim (1 eða 2) sem vilja reka BR strax. Það er glórulaust en eðlilega krafan er sú að hann taki til í (1.) hausnum á sjálfum sér, (2.) finni á sér punginn svo hann þori að láta leikmenn spila sóknarbolta (3.) taki til í hausnum á leikmönnum svo þeir fari að spila eins og menn. Nei án gamans þetta er ekki ásættanlegt.

    Ég er sammála KAR me Loveren og er búin að hafa mjög lítið álit á honum fram að þessu og það batnaði ekki í þessum leik. En ég vill ekki slátra honum fyrir áramót. Samt vil ég Sakho inn fyrir hann þegar hann losnar af meiðslalistanum. Skrtel er besti varnarmaður okkar í dag. Hvað segir það um aðra í vörninni.

    Glen Johnson er á leiðinni í sitt gamla form sem var ömurlegt, Coutinho hraunaði yfir þær væntingar sem maður hafði eftir síðasta leik, Allen er bara ekki nógu góður og samt biðum við eftir honum í ofvæni, Hendo átti dapran leik í dag sem er ef til vill eðlilegt miðað við samherjana, Balo fékk nákvæmlega ekkert til að vinna með, Sterling út úr stöðu og átti ekki breik o.s.frv. o.s.frv.

    Þetta er dapurlegt og staðan er eiginlega orðin sú að þetta getur ekki versnað. Þetta getur hugsanlega verið svona áfram en eina breytingin sem getur orðið er til batnaðar. Vonum af öllu hjarta að það gerist.

    það er nú þannig

    YNWA

  45. FRÁBÆRT innlegg Davíð.

    Sjáið þrennt.
    A) Hvað fær Balotelli margar sendingar.

    B) Hvar eru Sterling og Coutinho á þessum lista.

    C) Það er EINN leikmaður sem maður sér að er að senda boltann framávið, sá heitir Glen Johnson….

    Frábært að fá svona innlegg, segi það aftur, þetta segir allt. Menn hafa sjálfstraust til að senda til hliðar og afturábak.

  46. Fullkomin leikskýrsla frá Magga! Ég er sammála hverjum einasta staf hjá honum þá sérstaklega í sambandi við Joe nokkurn allen, maðurinn hefur fengið tíma,sénsa og traust frá þjálfara sínum. Nú á hann langa hvíld framundan ef allt er rétt.
    Það er átakanlegt að lesa suma oósta hérna þar sem menn drulla yfir vörn og sókn, jafnvel markverði sem mér þykir heilt yfir hafa verið okkar besti leikmaður a tímabilinu! Strákar… Það liggur í augum uppi að miðjan hjá okkur er í molum og skilar akkúrat engu! Vörnin lítur illa út vegna þess að miðjan er hriplek, sóknin er svo að segja dauð þar sem að maturinn frá miðjunni er af skornum skammti. Veikasta ljónið í hjörðinni er ljónið sem fær ekki næringu!!!!
    Vonandi verður hrært uppí þessu asap! Það verður eitthvað að gerast til að byggja upp sjálfstraustið sem einkenndi liðið á síðustu leiktíð…

  47. Þessi klúbbur brennir sig á sömu hellunni ár, eftir ár, eftir ár, eftir ár. Kaupir magn frekar en gæði. Við hefðum ekki þurft nema 2-3 þungavigtarmenn til að halda velli. Menn á kaliberi við Di Maria, Sanchez, Fabregas. Afhverju getum við ekki keypt leikmenn í heimsklassa?

    Við erum í Meistaradeildinni, eigum pening (100m punda eyðsla) en náum samt ekki að styrkja okkur? Við eyddum meira en Arsenal, Chelsea t.d. en þeirra kaup hafa einfaldlega virkað. Afhverju? Jú þau fengu leikmenn sem hafa og geta spilað á hæsta kaliberi.

    .

  48. Menn hér að ofan beina spjótum sínum nokkuð að Brendan Rodgers………

    David nokkur James var sakaður hér um árið að fá á sig mörg klaufamörkin. Upp komst að hann var með hugann við tölvuleikjaspilun alla daga og það átti hug hans allan. Einbeitingin fokinn út í veður og vind.

    Rodgers ku vera kominn með nýja konu uppá arminn síðan fyrr í sumar, 10 árum yngri og því má spyrja, var og er kallinn með 100% fókus á það sem hann á að vera gera í vinnunni??

    Árangurinn undanfarið í boltanum gefur til kynna að svo sé ekki!

  49. Coutinho, Allen,Sterling út úr liðinu fyrir næsta leik og henda Hendo á bekkinn. Miðjan er að klikka, miðjan og markið geta ekki haldið núllinu alla leiki. Miðjan er alltof lin,,,ég vildi sjá menn t.d Sissoko og Diame sitthvoru megin við Gerrard. Menn með styrk, hraða og hæð. Tæknina hafa þeir líka. En okkar menn hafa hvað? tækni ekki meira en það. Brendan hefur sagt hingað til að við verðum að æfa meira en hvað er verið að æfa ? það er lítið sem breytist, getulausir fram á við.

  50. Fyrirsjáanlegt og einhæft spil sem einkennist af hugmyndaleysi. Mér fannst allir hroðalegir nema kannski Skrtel. Ég hélt að Lovren hafi verið keyptur því hann væri góður með bolta og að stjórna vörn. Ég held að hann hafi ekki hitt á einn leikmann þegar hann kýldi boltanum fram, ekki hjálpaði það að miðjan gerði lítið til að bjóða sig.

    Mér finnst miðjan hjá okkur alltof passive. Allen er steingeldur sóknarlega, Gerrard tekur einstaka sinnum þátt í sóknarleiknum þar sem hann tekur föst leikatriði, Henderson er ágætur en skortir oft úrslitasendinguna. Eftir að ég tel þessa miðjumenn upp að þá eigum við Coutinho eftir, en það virðist vera nóg að setja tvo menn til að dekka hann. Mér finnst okkur vanta miðjumann sem er virkilega góður varnarlega sem og sóknarlega, en Henderson kemst næst því.

    Í dag skorti liðinu hreyfingu með og án bolta. Sterling stóð bara út á kanti í stað þess að koma inn á miðjuna og sækja boltann. Það sem einkennir Sturridge og Suarez er að þeir komu oft upp á miðju og héldu boltanum á meðan liðið færði sig upp völlinn. Núna tekur það um 20 mínútur að búa til sókn. Það er mjög erfitt að kenna Balotelli um þetta, en hvað á hann að gera þegar hann fær enga aðstoð? Ég man ekki eftir einu færi okkar manna í þessum leik fyrir utan hálffæri Skrtel.

    Ef við verðum í svipaðri stöðu í maí að þá kæmi mér ekkert á óvart ef Rodgers fengi örlítið spark frá eigendunum. Við erum búnir að berjast í 4-5 ár að komast í CL og loksins þegar það gerist að þá detta menn á rassgatið.

    Rodgers fær algjöra falleinkunn fyrir þennan leik. Hann kaupir Lallana sem voru okkar stóru kaup í sumar á 25mp en notar hann ekki. Markovic komst ekki einu sinni á bekk. Fyrir mitt leyti var ekkert jákvætt við þennan leik, því þótt leikmenn nái að spila boltanum ágætlega á milli sín að þá er það ekki nóg ef þeir skapa ekkert.

  51. ég verð nu bara að segja að mer finnst menn vera voðalega mikið að fría Gerrard af allri ábyrgð, sem var líklega einn lélegasti leikmaður vallarins..eins og hann var i þessum leik, þá var hann hvorki að verjast né sækja..
    hvar er gamli Gerrard sem náði að berja menn áfram og sýndi þvílíka leiðtogahæfileika og reif menn með sér.
    það er eins og hann sé bara búinn á þvi miðað við spilamennskuna hja honum á þessu tímabili, enginn kraftur i honum !

  52. Skelfilegur leikur hjá okkar mönnum og hugsanlega sá verstu á tímbilinu. Skil samt ekki alveg af hverju meirihlutinn er að tala um Lovren eftiir leikinn gat ekki séð að hann væri stóra vandamálið átti nokkrar lélegar sendingar en annars gerði hann fátt af sér. Auðvita er stóra vandamálið sóknarleikurinn sköpuðum eitt færi í fyrri hálfleik og vorum lítið skárri í þeim seinni.

  53. Til hvers var BR að kaupa Adam Lallana? Átti hann ekki að vera stærstu kaupin? Við þurfum miðjumann sem getur skorað og Lallana er þannig leikmaður.

  54. Sammála Hauk J nr 48. Ég kom hingað sérstaklega til að tala um hugarfar framkvæmdarstjórans, en ákvað fyrst að skoða ummælin og sá að ég er ekkert einn um að velta því fyrir mér. Til að geta sýnt stöðugleika þurfa menn að vera með einkalífið í lagi. Rodgers missti sig í kjölfarið á hveitibrauðsdögum sínum hjá Liverpool. Hann komst að þeirri niðurstöðu að hann væri orðinn “maðurinn”. Fór að skokka og missti kíló. Sparkaði konunni og fann sér eina unga, sem hann keppist við að halda athygli hennar á sér.

    Ef hann lifir af tímabilið getur vel verið að hann nái sönsum aftur, en eins og staðan er í dag tel ég ekki miklar líkur á því. Við erum jú að fara í leikjatörn sem mun skila þrem töpuðum leikjum í röð!!! Ég hef einfaldlega það litla trú á liðinu í dag.

    Mistökin, ef mistök er hægt að kalla, liggja í því að styrkja ekki vængframherjastöðurnar. Þó að mörgum þyki til Kuyt koma, þá höfum við ekki átt góðan vængframherja síðan John Barnes var og hét. Það að kaupa framliggjandi miðjumenn í massavís er ekki vænlegt til árangurs, þó þeir eigi að teljast fjölhæfir.

    Á meðan vonbrigðin magnast upp og Rodgers þráast við breytingar í uppstillingu, mun engin breyting verða á gengi liðsins. Menn eiga að spila samkvæmt þeim hópi sem maður hefur í höndunum, ekki þeim hóp sem manni dreymir um að hafa.

  55. Þetta er ekki góður árangur eftir 10 leiki í deildinni.

    7 Liverpool 10 4 2 4 13:13 14

  56. Ég segi það aftur og aftur. Balotelli er ekki leikmaður fyrir Liverpool. Burt með hann strax í Janúar. Það þarf að kaupa alvöru sóknarmann i jan og Sturridge verður að fara að taka lýsi þvi hann er okkar langbesti sóknarmaður.

    Sterling þarf lika að fá að spila meira miðsvæðis. Þar er hann bestur, mun betri en Coutinho

  57. Ég vona að mönnum sé ekki alvara að slæmt gengi liverpool núna sé því að kenna að Brendan hafi skipt um konu í sumar

  58. Hvað er að gerast með liðið mitt?????Spila leik eftir leik sem er svo hundleiðinlegir að það er ekki hægt að horfa á þetta! Enginn pressa,hugmyndasnauðir,leikkerfi sem ganga engann veginn upp,mjög fyrirsjáanlegir í aðgerðum sýnum,léleg spilamennska.Hvað er að gerast?Liverpool spilaði skemmtilegasta boltann síðasta leiktíð en spilar núna leiðinlegasta boltann hvað gerðist???Þetta er ekki boðlegt.Ég er mjög svekktur bjóst við ennþá skemmtilegra lið þessa leiktíð en það er eiginlega þveröfugt farið.

  59. Jæja jæja. Við getum nú gleymt því að keppa um titillinn í þessari leiktíð.Kalla það gott ef við erum keppnishæfir að ná i meistaradeildasætið. Margt þarf að laga. Fyrst þá er þessi leikaðferð sem Brendan notar ekki virka. Ég þoli ekki þessa 4-2-3-1 leikaðferð þótt hún er árangusrík hjá sumum þjálfurum.
    Þá fínnst mér 4-3-3 eða tígul aðferðinn sem Brendan hefur verið notað sem góðum árangri sinn vankanta. Séstaklega á ég við varnarskipulagið. Bakverðirnir eiga vera sókndjarfir og taka þátt í sóknarleiknum. Þetta þýðir að miðverðirnir þurfa dekka stærra svæði i fjarveru þeirra. Gerrard á að hjálpa þeim með því detta til baka sem í mínu mati sóun á hæfileikum fyrirliðans. Það eru margar brotalamir í þessari leikaðferð. Það er stórt spurningamerki um hvort Mignolet er nógu góður o.s.f.
    Ég vil þétta vörnina miðsvæðis og gefa bakverðinum meira frelsi með því fara í 3-4-2-1. Þrjá miðverði, 4 miðjumenn(Moreno, Hendo, Gerrard, Johnson) og 2 sóknarmiðjumenn(Lallana, Sterling eða Coutinho). Meðan Sturrigde er meiddur hafa Balotelli einan frammi.

  60. Þetta fannst mér reyndar ágætt á leikþræðinum á Reddit:

    A: The reason were doing so poorly is clearly because Balotelli isn’t threading the balls through to Balotelli in the final third. Also Balotelli isn’t dealing with the Newcastle threats, and when he comes off the line from corners he looks very shaky.

    B: Been terrible in his goal keeping role too. Also his tactics as manager have been questionable. Why doesn’t he bring on Balotelli to partner up with Balotelli? In fact, why the fuck did Balotelli sign Balotelli in the first place? While on the subject I was late for work last week because Balotelli was driving the taxi. Turned up late and then got lost. When I got into work my boss, Balotelli, was furious.

    Það var sérstaklega ein sending sem stakk mig í leiknum í dag. Þetta var í seinni hálfleik, það kom sending aftarlega úr vörninni yfir á Sterling á hægri kantinum, ca. á miðjum vallarhelmingi Newcastle eða þar um bil. Það var bókstaflega enginn í rauðri skyrtu í 30 metra radíus í kringum Sterling. Í fyrra hefðu Suarez eða Sturridge alltaf verið komnir með hlaup inn í auð svæði. Bara eins og þau vanti alveg þetta tímabilið.

  61. Rosalega var erfitt að horfa uppá þetta. Það eina sem er að bjarga okkur er að liðin í kringum okkur eru eina liðið sem er á alvöru skriði er Chelsea (og reyndar Southampton). Öll önnur lið eru að missa stig.

    Áður en ég kem að leiknum sjálfum þá langar mig aðeins að eiga eitt orð um liðið og Brendan Rodgers. Ég hef verið mikil Brendan Rodgers sleikja og hef ávalt haft mikla trú á honum. Ég verð þó að segja að honum er ekki að takast vel til núna. Þó úrslitin séu ekki góð þá trufla mig mun meira að hann virðist ekki finna lausnir við hvernig skal loka glufum í vörninni og hvernig hann ætlar að nota þennan mannskap fram á við sem hann er búinn að sanka að sér. Það sem hræðir mig mest er að fyrir tveimur árum þá fann hann alltaf leið til þess að nýta mannskapinn sem hann hafði. Hann náði að kreista alla hæfileika útúr langflestum leikmönnum okkar og notaði kerfi sem fékk það besta út úr flestum.

    Í dag er hann hinsvegar ekki að ná því besta útúr þeim leikmönnum sem hann keypti fyrir tugi milljóna og kerfið sem hann notar er ekki að skila neinu. Hann verður að gjöra svo vel að laga þetta! Hann hefur ekki lengur þá afsökun að hann verði að nota Suso, Sterling, Wisdom eða aðra unga leikmenn. Þetta er hans lið!

    Hefur honum farið aftur sem þjálfara?
    Er eitthvað í einkalífinu að trufla? Ég ætla ekki að fullyrða það en ég vil heldur ekki útiloka það!
    Vantar honum meiri tíma til að slípa saman liði? Mögulega.

    Ég væri samt til í að koma með könnun hversu margir myndu vilja skipta á Klopp og Brendan Rodgers? Hversu margir telja Klopp vera heimsklassa þjálfara? Fyrir þá sem svöruðu þessu játandi þá er Dortmund í 16 sæti af 18 í þýsku Bundeslíguni. Að því ég ber ekki sterka tilfinningar til Dortmund þá myndi ég segja þeirra stuðningsmönnum að örvænta ekki og alls ekki reka Klopp því ég held að maður sem gat náð í úrslit CL með því að byggja upp svona öflugt lið geti það aftur sé honum gefinn tími. Ég held að flestir sem horfa ekki á þetta með sömu augum og við myndu ráðleggja okkur það sama.

    En að leiknum.

    Þessi leikur var þreytandi. Ég nenni varla að fara útí einstaka leikmenn. Mér fannst Gerrard vera með þeim betri. Hann reyndi oft að dreifa spilinu með þversendingum en svo gerðist fátt þegar boltinn datt til Sterling sem var oftast útkoman.
    Henderson hefur ALDREI verið lélegri en í dag og það kom mér virkilega á óvart að maður eins og Emre Can hafi ekki fengið sénsinn með Henderson algjörlega á hælunum. Þá hefði verið hægt að færa Gerrard ofar og nota Can sem DM. Ég hefði einnig vilja sjá Lallana koma inn í stað Coutinho og Borini hefði mátt koma inn fyrir Sterling. Og aftur að Brendan Rodgers. Fyrst liðið var að leika svona illa, af hverju nýtir maðurinn ekki skiptingarnar sínar? Af hverju fær 25 milljóna króna Lallana ekki að koma inn til þess að reyna fríska uppá þetta? Alveg gjörsamlega útí hött!!

    En eins og Maggi segir að þá er erfitt að saka framherjan eða framherjanna um e-ð þegar mesta spil okkar er á milli varnarinnar, Henderson, Gerrard og Allen. Boltinn fer aldrei lengra en miðjan og ef svo er þá er það langur bolti sem erfitt er að vinna með.

    Núna þarf Brendan Rodgers að finna út hvernig er best að nota miðjumennina. Ætti hann kannski að færa Gerrard aðeins framar og fara nýta Can og Lucas sem varnartengiliði. Ætti hann að Sterling og Lallana til skiptis í holunni og færa Coutinho kannski meira á vænginn og láta hann koma inn á miðjuna.
    Ég hef því miður ekki svarið en gallinn er að hann virðist það ekki heldur.

    Vonandi sjáum við bætta spilamennsku á næstu dögum. Ég á von á mjög erfiðum leikjum gegn Real og Chelsea og það kæmi mér ekki á óvart ef þessi nóvember verði einn sem erfiðast í minnum margra Liverpoolstuðningsmanna.

    Já hljóðið er þungt núna.

  62. Fannst við sakna Emre Can í leiknum, við höfðum yfirhöndinna í á miðjunni á móti hull á meðan við vorum algjörlega undir í dag á móti newcastle vona að hann fái að spila á móti Real og Chelsea næstu helgi

  63. Við hverju eru menn að búast? Takið út úr liðinu Sterling, Suarez og Sturridge og þà er sóknin farin. Hraði, endalaus vinnsla og útsjónarsemi à heimsmælikvarða er tekin úr liðinu. Þarna à útsjónarsemi Brendan Rodgers að koma til skjalanna og gerði hann það svo sannarlega!

    Èg sagði í sumar þegar öll kaupin voru gengin í gegn (fyrir utan Balotelli) að við værum með samansafn af spurningjarmerkjum sem við fengum à uppsprengdu verði en èg var sàttur með Lallana. Vel yfir £100m farnar í kaup à nànast heilu liði sem virtist vera rèttlætanlegt.

    Svo skoðar maður kaupin hjà Chelsea miðað við okkar og þà sèr maður hvað er að. Við kaupum pissudúkkur sem við borgum hàtt verð fyrir á meðan Chelsea kaupir leikmenn sem eru vel spilandi en naglar þess í senn. Minnir dàlítið à 80’s Liverpool með Souness à miðjunni, Hansen/Lawrenson í vörn og Rush frammi. Leikmenn sem voru vel spilandi en naglar sem unnu sína vinnu àn þess að flækja màlið.

    Manchester united à þessum tíma var í pissudúkkukaupunum à leikmönnum eins og Jesper Olsen og svona leikmönnum sem voru efnilegir en langt því frà ‘physical’. ÞARNA liggur hundurinn, hesturinn, rolla , kúin og allt helvítis draslið grafið! Ef Rodgers hefði vandað kaupin í sumar og keypt færri en betri leikmenn sem væru tilbúnir strax í vetur, þà værum við ekki að pirrast svona í dag.

    Ef farið er yfir kaupin þà sè èg þetta svona:

    Markovic: £20m mistök sem virtist vera með mikið sjâlfsàlit í byrjun sumars þar sem hann sagði að hann myndi verða fràbær osfrv. Hann hlýtur að eiga tvíburabróðir þvi hann hefur algjörlega sogið rassgöt hingað til. Hann er svo týndur að þegar hann og Balotelli eru inn à à sama tíma erum við 9 gegn 11.

    Balotelli eru mistök. Mèr fannst hann vera snilldar kaup þegar við keyptum hann þràtt fyrir að hafa ekkert àlit à honum. Hann bara passar ekki inn í þetta kerfi hans Rodgers og èg vona að hann Rodgers fari ekki að breyta kerfinu í kringum Balotelli. Afhverju að kaupa Origi og síðan halda honum í Frakklandi fyrsta àrið?! Rodgers hefur alltaf sagt að þegar maður er nægilega góður þà skiptir aldurinn engu màli.

    Moreno: Er hann virkilega varnarmaður? Höfum við virkilega verið að eltast við hann svona lengi??! Hreint út sagt arfa slakur að mínu mati. að hafa skoðað þennan mann svona lengi og eytt pening í hann þegar hægt er að leita heima fyrir að betri leikmönnum.

    Lövren tel èg vera góð kaup þràtt fyrir allt varnarruglið sem við erum að lenda í. Mín skoðun er sú að við þurfum nýja bakverði og afturliggjandi miðjumenn til að laga þetta vandamàl okkar. Það er auðvelt að skella allri skuldinni à Skrtel og Lovren þegar hjàlpin er akkúrat engin. Við gàtum fengið Alex Song að làni en hann var talinn of góður…….eða Lucas talinn betri DMC kostur.

    Lallana meiddist i pre season og er hægt og rólega að komast inn í hlutina.

    Rest skiptir engu màli.

    Þessi brjàlæðiskokteill er algjörlega í boði Brendan Rodgers og þarf hann að laga þetta sem fyrst. Við þurfum DMC, bakverði og framherja sem er hreyfanlegur og passar vel in í kerfi.

  64. Ég held að það sé kominn tími til þess að ráða alvöru DoF og svo styrkja þjálfarateymið töluvert.

  65. Já, það er réttilega þungt hljóð í okkur eftir að horfa upp á þetta. Liðið er andlaust og allir spila undir getu.
    Þó verður að nefna það Mignoletti kallinn sýndi heimsklassa viðbrögð í teignum í dag, hann þarf að horfa á Nauerinn og læra úthlaup….þá yrði hann magnaður !
    BR !
    Hvernig væri nú að gefa einhverjum af yngri kynslóðinni tækifæri ?

    Ég kalla því eftir skýrslu af KOP gæðum um það hverjir eru í boði til koma upp í aðal-liðið líkt og þegar Sterling kom upp…sællar minningar (lengst af) !

    Strákar, koma svo !!
    😉

  66. Egill dof ertu buinn gleyma því þegar Comolli var og við keyptum downing á 20 millur og Carrol á 35

  67. Í fyrstu var ég sammála mönnum hérna með að Rodgers beri sökina á gengi liðsins. Auðvitað gerir hann það að mörgu leiti en þegar ég fór að hugsa út í þetta tímabil og tímabilið í fyrra þá hlýtur að vera eitthvað annað sem spilar þarna inn í.

    Byrjum á leiknum í dag. Taktíkin í dag gekk engan veginn upp. Þjálfarateymið er greinilega að vinna í því að fækka mörkum sem liðið fær á sig og er alveg skiljanlegt að vinna í því. Lausn þjálfarateymisins var hins vegar að hafa Johnson alltaf með Skrtel og Lovren í miðverði þegar Liverpool var í sókn. Sú ákvörðun meikaði bara ekkert sens af mörgum ástæðum.

    Í fyrsta lagi þá reikna ég með því að Rodgers hafi hugsað Dummett sem veika hlekkinn í vörn Newcastle og þess vegna sett Sterling út á hægri vænginn. Hvernig á Liverpool að “exploita” þennan veika hlekk með því að hafa Sterling þarna einan gegn Dummett og hjálparvörn án þess að fá neinn bakvörð í overlappið til að rugla varnarmennina?

    Í öðru lagi lét þetta sóknarmöguleika Liverpool vera mjög takmarkaða. Liverpool reyndi að sækja upp vinstra megin ítrekað í leiknum en þegar að það er augljóst að liðið er að fara sækja upp vinstra megin þá er auðvelt fyrir Newcastle að bregðast við því og loka á það. Þess vegna voru hættulegustu tilraunir Liverpool aðeins skot fyrir utan teig.

    Í þriðja lagi þá skil ég ekki ástæðuna fyrir því að Johnson sé valinn fram yfir Manquillo ef að Johnson á ekkert að sækja. Það er augljóst fyrir alla sem hafa fylgst með Liverpool að Manquillo er öruggari varnarlega en Johnson. Johnson er hins vegar miklu betri sóknarlega og því er eðlilegt að hann sé í byrjunarliðinu ef það er til að styrkja sóknarmöguleika Liverpool. Það var þó ekki þannig í þessu tilfelli.

    Á síðasta tímabili spilaði Liverpool oft 4-3-3 og gekk mjög vel með það leikkerfi, þó að demanturinn hafi eflaust verið betri. Í þessu leikkerfi í fyrra voru menn samt ekki svona fastir í stöðunum sínum. Á blaði var þetta 4-3-3 en Suarez og Sterling voru báðir í alveg frjálsu hlutverki í kringum Sturridge.

    Í dag færðust Sterling og Coutinho ekki úr stöðunum sínum. Það var ekkert flæði á þeim né Henderson og Allen. Það var þetta flæði sem gerði sóknir Liverpool svona hættulegar í fyrra. Núna er ekkert flæði og þess vegna eru sóknirnar hægar og lélegar.

    Rodgers veit miklu meira um taktík en ég og veit því nákvæmlega þessa hluti sem ég er að skrifa hérna. Því spyr ég mig af hverju þetta var sett upp svona. Það getur í rauninni ekki verið að þetta hafi verið sett upp svona. Jú, varnarlínan í sókn var greinilega ný taktík en þetta flæði hefur sést í mjög fáum leikjum á þessu tímabili. Er það Rodgers að kenna? Er það Balotelli að kenna? Nei, það er leikmönnunum sjálfum að kenna. Í þessu tilfelli, Sterling, Coutinho, Henderson og Allen.

    Það er samt skiljanlegt að þeir geti ekki haldið sama dampi og á síðustu leiktíð. Þá fengu þeir alltaf sex daga hvíld á milli leikja en núna eru það bara þrír dagar. Auðvitað tekur það sinn toll. Ekki má heldur gleyma andlega þættinum við að missa af titlinum. Ég held að það sitji rosalega þungt á mörgum leikmönnunum og þá sérstaklega á Gerrard. Við stuðningsmennirnir þurfum bara að sýna smá þolinmæði og vona að hlutirnir fari að ganga betur. Ég er ekki bjartsýnn fyrir ferðinni til Spánar en ég er 100% viss um að Liverpool munu mæta dýrvitlausir í leikinn gegn Chelsea og vona að eftir þann leik muni leikmennirnir fá það closure sem þeir þurfa eftir síðasta Chelsea leik og halda áfram.

  68. Eitt annað, þá finnst mér nauðsynlegt að Rodgers fari að hvíla Gerrard meira. Það spilar enginn 34 ára miðjumaður alla leiki í deild og meistaradeild. Lampard gerði það ekki, Pirlo gerði það ekki, Scholes gerði það ekki. Hann virkar alltof þungur á sér og frekar vil ég sjá hann koma oftar inn í leiki af bekknum og vera þá ferskari. Ferskur Gerrard er alltaf betri en þungur Gerrard og einnig væri miklu betra að fá hann ferskan inn í leiki þegar andstæðingarnir eru farnir að þreytast.

    Það er leiðinlegt að horfa upp á Gerrard hrörna svona en það er eðlilegt að það gerist með aldrinum. Stuðningsmenn annarra liða hafa samt ekki þurft að horfa upp á sína miðjumenn eins og Scholes og Lampard hrörna eins, því að um leið og þeir urðu þungir var mínútunum þeirra fækkað til að það væri hægt að hafa þá oftar ferska.

    Mig langar ekki að sjá Oscar og Hazard leika sér að Gerrard næstu helgi vegna þess að Gerrard spilaði 90 mínútur í miðri viku í leik gegn Real Madrid sem skiptir engu máli. Enginn okkar langar að sjá það gerast.

  69. Það eru 2 mánuðir í að janúararglugginn opnist. Við skulum vona að við finnum eh leikmenn sem geta lagað liðið. Leikmenn sem geta haft strax áhrif. En ég held að það verði fáir keyptir þar sem við eyddum svo miklum peningum í sumar. Annars var leikurinn alveg arfaslakur.

  70. #72 Brendan Rodgers hefur keypt 25 leikmenn fyrir alls 212 milljónir punda og satt best að segja eykur sú tölfræði manni ekki vonir um að janúarglugginn styrki liðið. Í gær skilst mér að rúmlega 40 milljón pund frá sumarglugganum hafi setið á bekknum og rúmlega 20 milljón pund komust ekki einu sinni á bekkinn!

    Ég er ekki búinn að gefast upp á Rodgers en hann er að brenna kertið í báða enda og það helvíti hratt. Hvernig hann skýrir út fyrir FSG að kaupa leikmenn fyrir 120 milljónir punda í sumar sem hann spilar ekki eða sjaldan væri fróðlegt að heyra? Og enn fróðlegar verður að heyra hvernig hann sannfærir þá til að opna veskið í janúar í ljósi þess að hann virðist hafa frekar lítinn áhuga á að nota leikmenn sem hann kaupir!

    Eitthvað hefur klikkað all svakalega og nú standa öll spjót á Rodgers að mínum dómi. Ef Real fer illa með liðið okkar og Chelsea kemur svo og bætir um betur um næstu helgi verður staða hans valtari en sjóara á 3 daga fylleríi. Þetta er bara eins og á sjónum; ef þú dregur ekki bein úr sjó þarftu að finna þér eitthvað annað að gera. Amen.

  71. Þetta var dapurt í alla staði hjá okkar mönnum því miður, og erfitt að þurfa að horfa upp á úrræðaleysi BR og leikmanna leik eftir leik.
    Maður sest fyrir framan sjónvarpið með kvíðahnút í maganum sama hvort andstæðingurinn er botnlið deildarinnar eða ríkjandi Evrópumeistarar, og stendur upp eftir leikinn með hausinn fullan af neikvæðni og leiðindum eftir síendurtekna skitu okkar manna.

    Og það versta er að ég sé bara ekki í fljótu bragði að þetta sé neitt að fara að breytast.
    Mun allt bara smella þegar Sturridge kemur aftur? Held ekki.

    Vonandi er útskýringin sú að nýjir leikmenn eigi einfaldlega eftir að finna sig, og þá vonar maður að það fari nú að gerast sem fyrst, ég nenni ekki meiru af þessu andleysi.

  72. Sigur í næstu tveimur leikjum losar um snöruna sem er komin utan um hálsin á Brendan, liðið verður að fara að stíga upp ef ekki illa á að fara með þetta tímabil.

    Það er alveg ótrúlegt að ekkert að þessum sumarkaupum séu að smella.
    Það er ekkert óeðlilegt að einhver kaupin langi upp en að allir þessir sem komu í sumar séu ekki að sýna hvað þeir geta.

    Það er örugglega þægileg vinna hjá stjóra hjá hvaða liði sem er að stýra liði þegar allt gengur upp en það reynir heldur betur á stjóranna þegar það er komin brekka.

  73. það eru meiri gæði í litlu tá hjá Sturridge heldur en Balo,Lambert og Borini samanlagt þessa stundina þannig ég er ósammála að ekkert muni breytast.

    Reyndar er ég handviss um að hann muni aftur á móti virkja þessa hrakfallabálka sem eiga kallast sóknarmenn Liverpool í dag og mun taka því fagnandi.

    Eina sem maður hefur áhyggjur af er að strákurinn er búin að vera lengi frá og hann verður eflaust ekki í nógu góðu leikformi þegar hann jafnar sig og það mun bæta enn meira oná þessa SKITU sem Liverpool eru með þessa stundina.

  74. Brendan Rodgers hefur keypt 25 leikmenn frá árinu 2012 fyrir samtals 212.000.000 bresk pund. Allt liðið sem Scum Utd notaði áðan á móti Shitty kostaði 241 m GBP, það dýrasta í sögu EPL!

    Hverjir hafa virkilega sannað sig af þessum 25 gaurum. Sturridge og, og …, er einhver annar? Coutinho jú kannski. Borini.. nei, Allen.. nei, Sakho.. nei, Mignolet.. ónei, nenni ekki að telja upp hina því þeir komast ekki einu sinni í hóp í dag, eða eru farnir. T.d. kostuðu Assaidi, Alberto og Aspas samtals hátt í 20 m. pund, hvar eru þeir í dag??

    Það má gefa þeim nýju smá séns en enginn þeirra hefur komið með fljúgandi start.

    Fjárfestingar Rodgers hljóta því í flestum, nánast öllum, tilvikum að kallast mistök og fókusinn hlýtur að fara færast yfir á managerinn og af vini okkar Mario Balotelli, sem fær einfaldlega engan “service” frá liðsfélögum sínum.

  75. Svo ég átti mig aðeins á þeim röddum sem vilja horfa á stöðu Rodgers.

    Teljið þá að líka þurfi að reka þá u.þ.b. 20 starfsmenn sem hann hefur fengið í þjálfara- og njósnateymi félagsins með þeim tilkostnaði sem því fylgir…las einhvern tíma að 40 milljónir punda hafi farið á síðustu árum í að greiða upp brottrekstur starfsmanna frá félaginu…

    Og svo þeir leikmenn sem hann hefur keypt, viljiði losna við þá með þeim afföllum sem því fylgir…og myndi væntanlega hafa töluverð áhrif á FFP módelið okkar, við munum öll er það ekki að klúbburinn er til skoðunar varðandi keppnisleyfi UEFA vegna tapreksturs…

    Mér finnst nefnilega þetta pínulítið, nei reyndar mjög mikið, snúast um það að félög setji sér upp langtímastefnu sem að klúbburinn fer eftir. Það er nákvæmlega módelið sem er nú í gangi á Anfield. Allir þjálfarar frá U-16 liðunum allavega vinna hlutina útfrá þeirri stefnu sem BR vinnur með sínu teymi og njósnararnir finna leikmenn sem henta því. Að mínu mati er það eini sénsinn til að klúbburinn nái einhvern tíma í fremstu röð á ný er að halda sig við plan, alls ekki síður í ólgusjónum en stillunni.

    Ég persónulega er t.d. alls ekki heldur að horfa til þess að þrátt fyrir að CL sæti tækist ekki í ár yrði Rodgers rekinn. CL sigurinn verður 10 ára gamall í vor og þá eru 25 ár frá síðasta meistaratitli. Þrátt fyrir alla söguna þá er hún bara myllusteinn og baggi nútíðar, framtíðin er sú sem skiptir máli.

    Svo langar mig mikið svona í almennri fótboltaumræðu að reyna að átta mig á einu….

    Er það semsagt þá þannig að lið vinna leikina en þjálfararnir sem tapa þeim…svona af því að menn sem tala árangur BR í vetur niður eru ekki að tala árangur hans í fyrra neitt upp. Það var víst sjálfsagður árangur í sumra huga, en þar var ég ekki einn af hópi. Mér fannst hann vinna þjálffræðilegt og taktískt afrek með lítinn hóp í fyrra, þrátt fyrir að t.d. vera án Suarez fjórðung móts og Sturridge eitthvað svipað.

  76. #78 Ekki verð ég var við að margir hér vilji reka Rodgers, hvað þá 20 aðstoðarmenn, hvað þá selja menn með big time afföllum!

    En margir, þ.á.m. ég, klóra sér í hausnum þessa dagana og leita skýringa, ekki kannski genginu per se, heldur hollingunni á liðinu. Andleysinu, kraftleysinu og dugleysinu. Liverpool er með öllu óþekkjanlegt frá því í fyrra þrátt fyrir mikla fjárfestingar í leikmönnum sem eru síðan varla notaðir. Að sjálfsögðu er ekki við stjórann einan að sakast, eða Balo einan að sakast og að útnefna sérstaka sökudólga skilar sjaldan miklu.

    En for crying out loud að Brendan tali sýknt og heilagt um einhverja fótboltaheimspeki á meðan liðið hans getur ekki unnið Hull á heimavelli er hálf lame miðað við stöðuna. Hann ræðir um að menn þurfi tíma á meðan að hann byggir liðið sitt utanum 34 ára gamlan mann sem er samningslaus í janúar! Þetta er grammi of mikið fyrir hið ofurviðkvæma taugakerfi mitt.

    Brendan er ekkert öðruvísi en skipstjórinn á netapungnum Þorsteini gráa frá Grindavík að ef hann fiskar ekki verður hann að girða sig í brók annars er hann rekinn hvort sem mér líkar betur eða verr. Þetta eru einfaldlega reglurnar í þessum bransa sem er árangursmiðaðri en verðbréfadeild í vogunarsjóði like it or not. Brendan verður að ná að öskra menn í gang með gamla laginu, ef ekki annað dugar, þannig að þeir þó gefi sig allan í leikinn.

    Skítt með alla fótboltaheimspeki; ég vil að menn komi brjálaðir í leikinn á móti RM og algjörlega snælduvitlausir í leikinn á móti Chelsea til að deyja fyrir klúbbinn. Hraðinn á liðinu og vinna leikmanna án bolta á móti Newcastle minnti mig á Lunch United sællar minningar og það er einfaldlega ekki nógu gott.

  77. Mönnum má finnast ég vera að setja mig á háan stall og allt það, það verður þá bara að hafa það:

    Hérna tókst, í alvörunni, nokkrum aðilum að blanda einkalífi Rodgers inn í umfjöllun um gengi liðsins!

    Ég á bara engin orð yfir því að umræðan sé í alvörunni komin á þennan stað hjá sumum.

    Ég tek aftur sem ég sagði um daginn – að umræðan hér færi á hærra plan eftir að KAR sló á puttana á spjöllurum um daginn. Hún hefur sannanlega farið á lægra plan.

    Homer

  78. Athyglisverð tölfræði um liðið okkar: Martin Skrtel and Dejab Lovren touched the ball 232 times against Newcastle, John Terry and Gary Cahill managed 126 against QPR: That speaks volumes: too much possession is meaningless, getting them nowhere.

    Tony Cascarino

  79. Sælir félagar

    Maggi það er nánast enginn að tala um að reka BR. Hinsvegar eru menn að reyna að átta sig á hvað gengur á hjá liðinu og hverjir bera ábyrgðina á ástandinu. Það er auðvitað morgunljóst að sá sem ber stærsta ábyrgð er BR. Það má þá á sama hátt segja að hans er heiðurinn að stærstum hluta af sigrum nú(?!?). Hinsvegar ef það er möguleiki að liðið hafi beinlínis verið sjálfspilandi á síðustu leiktíð þá ber liðinu heiðurinn af þeim árangri.

    Ég tel að vísu að þarna sé samspil liðs og stjóra. Hann hefur hugmyndafræðina og formar liðið, leiskipulag og annað upplegg leikja. Það er svo liðsins að framkvæma hugmyndir stjórans samkvæmt því sem hann leggur upp. Að þessu athuguðu þá er annað hvort að bregðast. Þ. e. stjórinn hefur ekki skýrar hugmyndir um hveð, hvenær og hvernig eigi að spila einstaka leiki og liðið veit því ekki hvernig það á að haga sér á vellinum eða þá að liðið fer ekki eftir fyrirmælum.

    Mér er ómögulegt að trúa því að heilt lið skilji ekki og/eða vilji ekki fara eftir hugmyndum stjórans. Ef svoleiðis er er sjálfhætt hjá honum. Ef hinsvegar hugmyndir hans og skipuleg er svo á reiki að leikmenn eru meira og minna í lausu lofti eða þora ekki að ráðst til atlögu við andstæðinga vegna þess að það er bannað samkvæmt skipulagi þá er illt í efni. Það minnir svolítið á Houllier-tímann hjá liðinu þega ákveðnir leikmenn fóru aldrei fram fyrir miðju því þeir máttu það ekki. Þar með var liðið þá algjörlega sóknargelt.

    Menn geta svo auðvitað deilt um hvort þetta er rétt hjá mér eða hvort eitthvað er til í þessu og svo í framhaldi hvað sé til ráða. Það er auðvitað kristaltært að eitthvað er að. Það er morgunljóst að liðið er verulega sóknarheft. Það sjá líka allir að BR hangir í sama upplegginu leik eftir leik þó það gangi ekki upp. Það er líka auðséð að liðið hefur engan hraða(?!?) né áræði í sóknaraðgerðum sínum, amk. þegar leikið er 4-2-3-1. Það er á margra vitorði að þetta gengur ekki svona mikið lengur. Þolinmæði manna hlýtur að þrjóta amk. stuðningsmanna. Þegar sú þolinmæði er þrotin er lífæð liðsins og stjórans slitin. Vonandi gerist það ekki en hitt er víst að frammistaðan verður að batna.

    Það er nú þannig.

    YNWA

Byrjunarlið í norðaustrinu

Real á morgun, í Madrid