Eftir að hafa stöðvað taphrinu með jafntefli í Búlgaríu á miðvikudagskvöldið er komið að deildarkeppninni aftur þegar Mark Hughes kemur með Stoke drengina sína í heimsókn á Anfield á morgun kl. 15:00.
Það er alveg ljóst að eftir fimm viðureignir án sigurs þá er ekkert ásættanlegt annað en að komast á sigurbraut á heimavelli, sem hefur skilað býsna rýrum árangri í vetur. Síðasti sigurleikur í deildinni þar var þegar við Babú týndum hvor öðrum í Kop stúkunni í byrjun október, en nú VERÐUR sigurinn að koma!
Stoke
Röndóttir “Potteries” gaurarnir í Stoke sitja einu sæti ofan við okkur þegar leikurinn hefst, með einu stigi meira eftir ágætis gengi að undanförnu þar sem þeir m.a. unnu á Etihad og White Hart Lane.
Hins vegar töpuðu þeir illa í síðustu umferð fyrir nýliðum Burnley á heimavelli og vila örugglega á sigurbrautina aftur. Það er alveg víst að þeir ætla sér alveg örugglega ekki að verða einhver lömb leidd inn á sláturvöllinn á morgun og verða án vafa verðugur andstæðingur.
Mark Hughes gekk inn í vandasamt verk sumarið 2013 þegar hann tók við af Tony Pulis og fékk það hlutverk að búa til betur spilandi lið hjá Stoke sem yrði samkeppnishæft í Úrvalsdeildinni en hann hefur náð býsna fínum árangri í starfinu.
Vissulega er helsti styrkleikur þeirra öflugur varnarleikur með Ryan Shawcross og Begovic í lykilhlutverkum en framar á vellinum eru þeir með lipra leikmenn eins og Bojan Krkic, Diouf og Arnautovic. Victor Moses blessaður hefur gengið í endurnýjun lífdaga í vetur en er meiddur og sá sem hefur vanalega leyst hann af hólmi er hann Assaidi okkar sem má ekki spila gegn okkur vegna reglna deildarinnar.
Þeir liggja þétt til baka í flestum leikjum en nýta hraða sinn í öflugum skyndisóknum og eru býsna sprækir í föstum leikatriðum. Já, ég veit. HAUSVERKUR!
Okkar lið
Ekki veit ég hreinlega alveg hvað ég á að skrifa hérna í raun. Ég hef ennþá tröllatrú á stjóranum okkar og í liðinu er mikið af hæfileikamönnum.
Brendan spilaði út öflugu spili í viðtali í dag fannst mér þegar hann virkaði afslappaður en leyfði okkur öllum að átta okkur á því að hann veit hvaða pressu hann er undir. Kolo Toure kom honum líka til varnar og talaði um að hann myndi leiða liðið út úr krísunni.
Svo ég held að ég hendi mér á þann vagn að trúa á það að fyrsta skrefið í því að sparka sér af botninum sé að finna fótfestuna, hún hafi fundist í Sofiu á miðvikudaginn og nú fylki menn sér undir merkinu fyrir okkur aðdáendurna og stjórann sinn sem þeir virðast hafa mikla trú á, komi albrjálaðir í leikinn og sýni þann vilja sem þarf til að standa undir þeim heiðri að spila fyrir Liverpool FC!
Þegar kemur að því að velta upp liðinu er ég á því að við sjáum ekki miklar breytingar frá því á miðvikudaginn. Manquillo spilaði fínt og Moreno átti hræðilega innkomu svo að ég tippa á sömu bakverði. Hins vegar er kjaftasaga um það að Lovren fái sénsinn umfram Skrtel til að spila með Toure sem ég trúi alveg, menn séu að prófa sig aðeins áfram.
Á miðjunni held ég að Hendo verði færður inn í þríhyrninginn, ég myndi vona fyrir Lucas en miðað við tröllatrú stjórans á Allen þá held ég að svo verði ekki, Gerrard verður framarlega í þríhyrningnum til að linka við Lambert.
Lallana kemur inn á kantinn og Sterling hinum megin.
Semsagt svona:
Mignolet
Manquillo – Touré – Lovren – Johnson
Henderson – Gerrard – Allen
Lallana – Lambert – Sterling
Tek skýrt fram að þetta væri ekki liðið sem ég myndi velja, það væri svona:
Mignolet
Johnson – Touré – Lovren – Moreno
Henderson – Lucas – Gerrard – Lallana
Borini – Lambert
Með tígulmiðju með Lucas aftastan, Hendo og Gerrard og síðan Lallana fremstan.
En ég vel ekki liðið og ég hallast að því að Brendan ætli sér að fara í gegnum skaflinn með sinni leikaðferð og uppleggi.
Samantekt
Eins og ég sagði í textanum þá ætla ég að taka bjartsýnina á þetta, treysta á að Sofia hafi hjálpað liðinu og að sú aukna pressa sem er á stjóranum og klúbbnum kveiki duglega í okkar liði.
Þetta verður hunderfitt, sérstaklega í fyrri hálfleik og staðan verður 1-1 að honum loknum. Í þeim síðari náum við meiri tökum og setjum tvö mörk. Semsagt, 3-1 sigur og Lambert heldur áfram að skora. Veit ekki með aðra, nógu erfitt er að spá um lokatölurnar því ekki eru skorararnir um allt þessa dagana.
KOMA SVO!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Held að þetta verði sama “góða” uppleggið og taktík hjá Rodgers og seinustu leikir í deild.
Johnson, lovren og skrtel aftastir með Gerrard aftastan á miðjunni með hendó og allen(að sjálfssögðu) fyrir framan og lambert einan frammi með sterling á kanntinum(grátlegt).
Þessi leikur fer 0-2 Stoke.
Ætla að spá því að Brendan sýni smá pung og taki Gerrard úr byrjunalðinu. Of stutt milli fyrir gamla. Hinsvegar gæti vel verið að Gerrard komi inn á í seinni hálfleik og klári þennan leik 1-0.
Lucas eða Can verða að verja vörnina, það er númer eitt. Ég vil síðan Toure fyrir Lovren og gefum Allen frí. Lallana inná þá er veik von á sigri.
Hvað segir það okkur ef BR ennþá að finna rétta taktinn í vörninni eins og Maggi kemur inná??!
Stress, pressa og lélegt sjálfstraust á móti ferskum Stoke-urum, verður bras sem endar með jafntefli.
Ætla að vera ofurbjartsýnn því ég er að detta í jólaskapið….
Spái þessu 3-0 Lallana með 2 og Johnson 1
KOMA SVOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO……!!!
Myndi spá vonbrigðum en væntingarnar eru engar.
Sælir félagar
Mikið vildi ég liðið hans Magga og uppleggið hans. En því miður verður það ekki svo. Til þess hefur BR ekki þrek en hitt er svo annað að spurningin er hver tekur stöðu Gerrard í upplegginu hans BR. Því hann verður á bekknum í þessum leik en uppleggið að öðru leyti eins. Niðurstaðan verður því 1 – 3 ef sú verður niðurstaðan.
Hinsvegar ef BR hefur þrek til að breyta upplegginu þannig að það verði tveir uppi á toppi og liðið berjist af krafti náum við enn einum 2 – 1 sigrinum.
Það er nú þannig.
YNWA
Veit eiginlega ekki við hverju ég á búast við í þessum leik. Þrátt fyrir að Stoke sé að glíma við nokkur meiðsli og nokkrir veikir hjá þeim í dag. Þá fynnst mér samt þeir líklegri til að taka þennan leik. Sjálfstraustið okkar er í molum, Markmaður og vörn Virðast ekki á sömu bylgjulengt eins og er, Ef maður tekur styrkleika Stoke og ber Saman Veikleika okkar liðs. Þá virðist þetta vera borðleggjandi Sigur þeirra Stoke manna.
1 stig af 12 mögulegum ég myndi segja Liðið er komið upp á vegg núna. Crucial tími framundan. frá 29 nov til 1 jan eru heilir 8 leikir. Það hefur sýnd sig í gegnum tíðinna að eftir jólatörninna þá eru toppliðinn farin að aðskilja sig frá meðalmennskunni. í Dag erum við með 14 stig. Það eru 18 stig í toppliðið enn aðeins 4 stig í 18 sætið. Krafan í dag hlýtur að vera að þessir 8 leikir gefi lágmark 18 stig af mögulegum 24 stigum, Ef þeir ná ekki koma sér á stað á móti Stoke Þá er eitthvað stórkostleg vandamál í gangi hjá Liverpool.
5 stig í 4 sætið….. Ef Liverpool tekur ekki næstu 3 leiki þá verða komin 12 stig og 4 sætið farið. Eins og ég nefni áðan það er virkilega Cruical time framundan. Þeir verða bara byrja á morgun mér er sama þótt þetta verði Leiðinlegasti 1-0 sigur í manna minnum þessi 3 stig verða með þeim mikilvægstu ef þetta gefur þeim Start!
hah…bjartsýni…komdu með annað betri Maggi. Liðið er að drulla upp á bak og rétt marði jafntefli á móti liði sem flestur lesendur kop.is vissu ekki hvað var fyrir 6 mánuðum síðan. Nota bene við stilltum upp ömurlega varnarsinnuðu liði sem minnti á Hodgson tímann.
Stoke MUN skora úr föstu leikatriði ef Simon okkar verður í búrinu…ég meina come on, pælið í sjálfstraustinu sem tröllin í Stoke munu fá er þeir fá horn, aukaspyrnu eða jafnvel innkast…þeir hafa mikla trú á því að þeir munu skora.
Sorry félagar en ég held bara að við erum stálheppnir að sleppa með 1-1 jafntefli, eins og gegn liðinu frá Razgat.
Ekki allir hressir annars? 🙂
Hvernig hafa lið hjá Brendan verið að standa sig varnarlega þegar hann hefur stýrt þeim.
Er þetta eitthvað sem hefur fyllt honum að fá mikið af mörkum á sig eða er þetta eitthvað einangrað tilfelli hjá honum með Liverpool.
Þetta vandamál var klárlega til staðar í fyrra en þá vorum við með tvo góða framherja sem skoruðu mikið af mörkum.
Mín spá fyrir næsta leik er 1-3
Sæl öll,
Þetta verður rosalegur leikur fyrir leikmenn Liverpool og ekki sýst BR. Ég mundi vilja sjá uppstillinguna hans Magga nema Sterling fyrir Borini og Moreno litli hefur ekkert að gera í þennan leik þannig að ég vil sjá Can spila sem djúpur vinstri bakvörður. Núna þarf að berjast og “back to the basic”. Áfram Liverpool!!! Mikið svakalega hlakka ég til!!!!!
Að Allen sé fastur maður í byrjunarliðið er eitthvað grimmt samsæri, á hann ríkan pabba?
Ég er svo drullustressaður fyrir þennan leik á morgun að ég verð að fá mér annan bjór snöggvast 🙂
Nenni valla að skoða málin, liðið er andlaust og enginn með kraftinn þarna. Enda voru kaupinn fyrir neðan allar Hellur og Hvolsvöll, svipað og rútufyrirtæki seldi flottu Rútuna sína og fengi sér gamlan traktor með gömlum heivagni og byðu farþegum uppá ferðalag um landið. Já er drullu svektur.
3-2 fyrir Stoke og í framhaldinu býður Brendan í Higuain en endar með Berbatov
Þetta verður nákvæmlega sama drullan og síðustu 20 leiki. Fáum á okkur 1-2 mörk úr föstu leikkerfi, verðum steingeldir frammávið og hann skiptir Lallana útaf fyrir varnarmann á 83 mínútu til að halda út jafntefli.
Staðan er einföld, krafan er fjórir sigrar núna í röð ( Stoke, Leicester, Sunderland, Basel ). Jafntefli eða tap í einhverjum af þessum leikjum þýðir að Rodgers þarf að víkja! 200m punda fjárfesting á tveimur árum í miðlungs leikmenn og segist sáttur við jafntefli í Búlgaríu, þetta er ekki í lagi.
Fáum þennan aftur.
https://youtube.com/watch?v=WRllRTMU51s
Ætla frekar að taka jákvæðapólinn á þetta því þetta hefst aldrei á neikvæðnisrausi. Það styttist í sigurleik hjá okkar mönnum og hann kemur í dag.
Takk fyrir og eigið góðan dag.
YNWA
Ég verð í viðtali hjá útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu 97.7 kl. 12:30 í dag, fyrir áhugasama. Endilega kíkið á það.
Flott upphitun annars. Ég er sammála því að það er erfitt að giska á hvað Rodgers gerir í leikmannavali fyrir þennan leik. Síðast þegar hann gerði breytingar fyrir Evrópuleik skipti hann þeim öllum til baka fyrir tapleik í deildinni þannig að hann gæti alveg átt það til að setja Lovren, Coutinho & co. inn aftur fyrir menn sem hafa að mínu mati frekar unnið sér inn að spila.
Sjáum til. Slúðrið segir að Gerrard verði hvíldur í dag eftir 90 mínútur gegn Ludogorets og af því að það er útileikur gegn Leicester strax á þriðjudag. Ég fagna því ef satt er.
Þetta leggst ágætlega í mig. Ég spái jafntefli en vonast í leyni eftir sigri, það er nú öll bjartsýnin.
Flott upphitun!
Úfff hvað það er mikil neikvæðni hérna, hvað segiði um að hressa okkur við fyrir leikinn?
Nokkrar ástæður fyrir því:
1. Það er laugardagur
2. Það er Liverpool leikur
3. Það er gaman að sjá Liverpool spila(oftast)
4. Leikurinn er kl 15(seinnipart). Sem þýðir 1-2 skítkaldir
5. Þetta verður leikurinn sem við sjáum Liverpool aftur eins og það á að vera
6. Eftir sigurinn verða allir glaðir
7. Spái þessi 3-1 fyrir Liverpool þar sem einhver setur þrennu.
8. https://www.youtube.com/watch?v=ty6lAJ3UTkc
ÁFRAM LIVERPOOL
Við erum ekki að fara vinna deildina, það er morgunljóst.. En það er smá möguleiki á Meistaradeildarsæti og við verðum að sækja að því með sigri á Stoke. Mér er nokk sama hverjum hann stillir upp, hinsvegar ef hann stillir upp sama gamla liðinu upp og býst við öðruvísi úrslitum þá getur hann alveg eins sleppt þessu.
Styðjum við Mignolet, Allen, Lovren, Rodgers og alla okkar menn, í gegnum extra súrt því þeir þurfa á því að halda! Áfram Liverpool!
þetta lið myndi ég spila
Jones
Manquillo – skirtle – Touré – Moreno
Lugas
Henderson – Lalana
Sterling
Lambert – Borini
en málið er að Rodgers er farinn að minna á hershöfðinga í fyrra heimsstríði, stöðugt að reyna og reyna aftur sömu hlutina og mistókust síðast.
Trúi ekki öðru en að þessi leikur vinnist. Ég meina hvað gerist ef hann tapast? Mér er spurn.
Það er rúmur mánuður síðan við unnum leik og þrír mánuðir síðan við unnum andsæðinginn okkar sannfærandi. Klárlega eitthvað sem er langt frá því að vera ásættanlegt fyrir klúbb eins og Liverpool.
Koma svo – drullum þessari leiktíð í gang! YNWA!
Ég held að ef Liverpool vinnur ekki í dag séu daga Rogers taldir, því miður.
En áfram Liverpool!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
ég sá Blaðamannafundinn í gær og held reyndar að Rogers sé búinn að fá vissu um það að hann verði ekki rekinn (miðað við hvernig hann actaði þar)
Af hverju myndiru ekki vilja hafa Sterling í liðinu?
Fyrsti Liverpool leikurinn sem ég sé siðan liðið vann Swansea í framlengingu í deildarbikarnum.
Allt of langt síðan síðast og ég búin að bíða lengi eftir þessum leik. Ætla að spá 2-1. Lambert og Sterling skora mörkin.
Gerrard á bekknum (staðfest)
Mignolet, Johnson, Enrique, Skrtel, Toure, Lucas, Allen, Henderson, Coutinho, Sterling og Lambert byrja
Finnst vörnin vera of varnarsinnuð. Í heildina eru Joe Allen og Lucas Leiva samanlagt með 240 leiki fyrir Liverpool en einungis með eitt mark hvor. Átta mig ekki alveg á þessari frystingu á Lallana. Hefur verið langbestur af þeim sem komu í sumar að mínu mati. Þrátt fyrir fá tækifæri.
* Miðjan átti þetta að vera. 🙂
Er að horfa a Arsenal og wba. Ég hreinlega man ekki eftir því þegar LFC mætti síðast svona andlausu liði…
Mér hefur alltaf fundist þessi “minni” lið mæta af fullum krafti gegn LFC.
Hver ætli skýringin sé? Ætli “minni” liðin séu almennt spenntari fyrir leiki gegn LFC?
Þetta er alls ekki vísindalegt hjá mér og algjörlega huglægt mat. En það gæti verið eh til í þessu.
Ein kenning gæti verið sú að vegna sigurgöngu LFC á níunda áratugnum hafi mörg lið eitthvað að sanna gegn LFC.