Bournemouth 1 – Liverpool 3

Eftir býsna neikvæða síðustu nokkra daga þá tók sig upp gamalt bros hjá okkur í kvöld þegar okkar drengir fóru á suðurströndina til að spila við efsta lið Championship deildarinnar, Bournemouth FC.

Það lið kom inn í leikinn ósigrað í síðustu 12 leikjum og hafa skorað flest allra liða í ensku deildunum – enda birtist stjórinn þeirra í viðtölum algerlega óhræddur fyrir heimsókn okkar liðs.

Ég held að það sé óhætt að segja að stjórinn okkar hafi komið okkur býsna mikið á óvart með liðsuppstillingu kvöldsins, sem var á þessa leið

Jones

Toure – Skrtel – Lovren

Henderson – Gerrard – Lucas – Markovic

Lallana – Coutinho
Sterling

Bekkur:Mignolet, Lambert, Sakho, Moreno, Manquillo, Can, Borini.

Bournemouth fékk fyrsta færið í leiknum á 3.mínútu en eftir það tóku við 50 mínútur af einstefnu okkar utan eins dauðafæris í 0-2 stöðu.

Raheem Sterling setti tvö mörk, það fyrra á 20.mínútu eftir frábæran samleikskafla frá Liverpool þar sem 39 sendingar lágu að baki loka snertingunni og það síðara á 51.mínútu eftir sendingu Lallana. Þriðja markið okkar skoraði Lazar Markovic á yfirvegaðan hátt af D-boganum eftir að Coutinho hafði fíflað vörnina en markmaðurinn varið boltann til Serbans unga sem setti hann í markið.

Á 57.mínútu hleyptum við heimamönnum inn í leikinn með aumu marki sem Jones átti einfaldlega að verja frá Gosling. Í kjölfarið stjórnuðu Bournemouth leiknum í 20 mínútur, áttu stangarskot og ágæt færi en eftir 80 mínútur fjaraði þeirra leikur út og við tryggðum okkur sæti í undanúrslitum þar sem við leikum við Chelsea, fyrst heima og svo á Brúnni upp úr miðjum janúar.

Frammistaða

Liðið var frábært í klukkutíma en svo dró aðeins af, ekki það að örugglega áttu heimamenn þátt í því…enda fínt lið á ferð.

Jones virkar ekki vel á mig í hönskunum og átti að gera betur í þessu marki, þriggja manna vörnin var fín og jafnvel sterkari eftir að Sakho kom inná fyrir Lovren í hálfleik. Afskaplega jákvætt að fá hann til baka drenginn.

Hendo og Markovic góðir sem “wing-backs”, komu að mörkum og voru duglegir til baka. Lucas og Gerrard tikkuðu vel inni á miðju lengst af og Lallana og Coutinho sýndu okkur að þeir kunna margt í fótbolta!

LANGBESTUR í kvöld var hins vegar Raheem Sterling – hann fékk færin um helgina en núna kláraði hann og sýndi hvers vegna við höfum öskrað að hafa hann þarna uppi á topp. Mér er bara skítsama hvað FSG þarf til að hann skrifi undir, það þarf að klárast núna takk – annars missi ég það bara…ekki bara trúna á þeim…ég bara missi það endanlega!

Upplegg

Að lokum, velkominn Brendan minn til baka!

Að spila 3-4-3 kom mér á óvart og örugglega mörgum öðrum. Kannski átti það þátt í því að bakvarðavandræði okkar eru töluverð en það þurfti áræðni og grimmd til að stilla þessu liði svona upp miðað við gengið að undanförnu, það bæði sýndi okkar maður. Hann virkilega þurfti að sýna eitthvað og það gerði hann.

Long may it continue!

71 Comments

  1. þó ég hafi ekki unnið í víkingalotto í kvöld þá er þetta það næstbesta.

  2. Frábært. Aðeins einn leikur í úrslitaleik á Wembley!

    Bring on Arsenal!

  3. Flottur sigur, liðið spilaði með og voru miklu betri. Liverpool sýndu fínan sóknarleik og láku líka marki eins og vanalega 🙂
    Borini er á útleið í Janúar, það þarf að fá pening til leikmannakaupa og Borini verður væntanlega notaður til að skaffa þá.

  4. #3 það eru reyndar leikið heima og heiman í deildarabikarnum í undanúrslitum.

  5. Mjög skemmtilegur leikur!

    Orkan og hraðinn sem Sterling býr yfir gerir okkur mun beittari fram á við en við höfum séð í flestum leikjum tímabilsins. Djöfull getur hann verið flottur á góðum degi og hefur alla burði til að verða toppklassa leikmaður. Ætla rétt að vona að samningar takist við hann.

    Markovic er mikið efni. Margir hafa verið allt of harðir við hann. Kappinn er ungur, er að spila í nýrri deild og hefur ekki fengið mörg góð tækifæri í liði sem hefur ekki verið að smella.

    Lallana var líklega sá eini sem kom í glugganum sem var bæting á byrjunarliðinu og tilbúinn (fullþroskaður knattspyrnumaður með reynslu úr EPL). Held að hann muni algjörlega reynast peninganna virði. Hann lumar á hálfgerðri samba fótavinnu, hefur gott auga fyrir spili og getur sent, skorað og tekið menn á.

    Gaman að sjá Sakho koma inn. Ég vona innilega að hann verði kjölfestan í vörninni hjá okkur næstu árin, hefur að mínu mati alla burði til þess. Sjá bara hvernig hann hefur á köflum dregið vagninn fyrir franska landsliðið, skaut þeim á HM með tveimur mörkum í umspilsleik o.s.frv.

    Upplegg kvöldins gerði að verkum að sumir þurftu að vinna út fyrir þægindarammann sinn, enda ekki einn einasti bakvörður né striker (aðalstöður leikmanna) inni á vellinum. Flestir komust þokkalega frá verkefninu.

    Vissulega var þetta “bara” efsta liðið í Championship deildinni, en að mínu mati alls ekki lakara lið en 2-3 lélegustu í EPL. Ég er ekki bara að horfa á úrslitin, heldur spilamennskuna og hvernig einstaka leikmenn nýta tækifærið sem þeir fá.

  6. Haha adeins 5 comment kominn eftir leik, ef vid hefdum tapad væri liklega50 comment

  7. Fannst Lallana og Markovich ná vel saman. Sterling sprækur frammi þó hann þyrfti að nýta færin betur. Bara allt annað að sjá liðið spila. Flottur leikur!

  8. Markovic er buinn að líta rosalega vel út upp á síðkastið og ég vil fá að sjá hann spila mun meira, t.d. á kostnað coutinho og allen.
    Hann mun verða besti maður liðsins eftir 2 ár, ég fullyrði það!

  9. jæja mikið agalega var þetta gott fyrir sálina að fá 1 stk góðan leik sm endaði með sigri.
    Sterling að skora sín fyrstu mörk í 17 leikjum og vonandi er hann dottinn í gang, hann á allavega að vera fyrsti kostur í þessa framherjastöðu á meðan að Sturridge er frá.
    Það er stórkostlegur munur að sjá liðið þegar að við spilum með snöggan sóknarmann.

    Lallana spilaði í 90 í fyrsta sinn í Liverpool búning að ég held og hann var virkilega góður í þessum leik ásamt Markovis sem stóð sig gríðarlega vel og heldur vonandi sínu sæti í leiknum á móti Arsenal.

    Þó að þetta hafi bara verið 1 deildarlið þá kemur þetta örugglega strákunum í betri gír fyrir leikinn á móti Arsenal.

  10. Maður er bara gapandi hissa hvað þetta var í raun og veru ágætur leikur – frábært fyrsta mark – voru búnir að vera með boltann í nokkrar mínútur held ég…. ….en kannski leynist ljós í myrkrinu eftir allt saman því þetta átti fyrirfram að vera töff leikur…. ….Markovic flottur….

  11. Hvorki meira né minna en 51 snerting í aðdraganda fyrsta marksins 🙂

  12. skiptir svo sem engu að fá chelsea núna því þeir hefðu valtað yfir tottenham og þá hefðum við mætt þeim í úrslitum eftir 6-0 sigurinn á shef utd

  13. “I thought they were outstanding”

    ahhhhhhhh sef vel í nótt……..!

    :O)

  14. Sælir félagar

    Mjög sáttur við frammistöðu okkar manna gegn spræku liðið Bournemouth. Þótt nokkrum sinnum hafi munað litlu að þeir gerðu okkur skráveifu þá héldu okkar menn haus og skiluðu nokkuð öruggum sigri í hús. Jákvætt að sjá menn spila sem lítið hafa fengið að spila og aðra koma úr meiðslum (eða frystingu) og standa sig vel.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  15. Flottur leikur gegn spræku liði Bournemouth.
    Allt annað flæði í leik okkar manna og vonandi það sem koma skal????

  16. Flottur leikur í kvöld og góður sigur ! Sterling fór í klippingu lækkaði um 10 cm og sigldi undir radar í kvöld , 2 mörk , virkilega gott hjá honum eftir síðasta leik og er hann því búinn að koma honum úr kerfinu. Flott fyrir Lazar að skora í kvöld !

    cfc í 4 liða bara gaman !!

  17. Finnst Brendan hafa að einhverju leyti svara fyrir þær gagnrýnisraddir að hann sé búinn að missa það og geti ekki látið liðið spila þann sóknarleik sem liðið spilaði í fyrra. Það er búið að taka smá tíma en í síðustu 2 leikjum hefuru liðið verið að spila sóknarleik í líkingu við það sem við sáum í fyrra þótt færanýtingin sé verri. Síðan vill ég minna menn á að við erum enþá í 4 keppnum þannig að tímabilið er alls ekki búið

  18. Sóknarleikur liðsins er allt annar eftir að Sterling er notaður sem nokkurs konar fölsk 9. Miklu fleiri opnanir og fleiri færi í síðustu tveimur leikjum en framan af leiktíð og með fleiri færum koma mörk. Það munar óneitanlega miklu að hafa hraða fætur ofarlega á vellinum og í raun sorglegt að Rodgers hafi ekki reynt þetta fyrr en á móti United. Margir voru búnir að hrópa á þennan möguleika, a.m.k. síðan í október.

    Veikleikinn er sem fyrr vörnin og markvarslan og ég kvíði örlítið Arsenal leiknum enda þeirra helsti styrkleiki sóknarleikuinn. Vonandi berjum við í brestina þar, sigrum Arsenal og förum fullir sjálfstrauts inn í jólatörnina þar sem við þurfum að safna stigum.

  19. Sterling farin að skjóta út við stöng en ekki á markmanninn, góðs viti, ágætis leikur eða þannig.

  20. Skýrslan loksins komin.

    Hún er þriðja útgáfa, veit ekki hvað gekk á með forritið eða tölvuna mína í kvöld…afskaplega glaður fer ég að sofa í kvöld!

  21. Flottur og sannfærandi sigur. Vissulega ekki sterkasti andstæðingur vetrarins en toppliðið í Championship engu að síður. Fyrri hálfleikur einstefna og menn héldu haus í seinni þrátt fyrir smá pressu, frábært fyrir sjálfstraustið. Ég bjóst ekki við miklu í kvöld og því kom leikur liðsins þægilega á óvart. Brad Jones sá eini sem mér fannst undir pari, gat hugsanlega gert betur í markinu, ber þess merki að vera varamarkvörður, saup hveljur þegar hann rann til með boltann utan teigs. Annars bara prýðis leikur, Brendan vonandi að finna hugrekki og liðið að spyrna við fótum, segi eins og Maggi “Long may it continue”

  22. Varðandi framhaldið er ég ansi hræddur um að BR sé að senda skilaboð til FSG með að hafa Jones í markinu – þó frekar gegn Man Utd en í kvöld auðvitað, Jones hefði líklega fengið þennan leik hvort sem er. Vitaskuld er Mignolet samt mun betri markvörður en Jones. Þetta virkar svipað á mig og þegar hann skipti nafna og landa Jones, Brad Smith, inn á gegn Chelsea skömmu fyrir janúargluggann í fyrra. Skilaboðaskjóðan.

    Nú er hinn mexíkóski Ochoa orðaður við Liverpool. Hann var frábær á HM, en er samt ekki (afgerandi a.m.k.) uppfærsla á Mignolet. Eigum annaðhvort að nota Mignolet fram á vor eða kaupa reyndan heimsklassa markvörð í jan. Og plís ekki segja Reina. 🙂

  23. Flottur völlur. Ágætur dómari. Dagur þjálfarans.

    Fín spilamennska. Ágætis skemmtun.

    Long may it Coutinho.

  24. Flottur leikur hjá okkar mönnum. Hef eina athugasemd við skýrsluna því ég horfði á aðdragandann að fyrsta markinu aftur og taldi sendingarnar og ég gat ekki séð annað en að snertingarnar hafi verið 52 að markinu, ég segi það og skrifa snerting Raheem Sterling var sú 52. án þes að Bournemouth hafi snert boltann. Það gerir 50 sendingar. Toure var sá fyrsti sem snerti boltann á mínútu 16:50 svo eftir 19:13 lá boltinn í netinu. Þetta er sá bolti sem við viljum sjá klúbbinn spila. Áður en þessi sendingahrina hófst höfðum við sent eitthvað rúmlega 20 sendingar frá mínútu 15:30. Þetta gerir eitthvað yfir 70 sendingar þar sem Bournmouth snerti boltann bara einu sinni. Beautiful 🙂

  25. Flottur leikur loks sýndi BR smá kjark og grísast til að stilla upp góðuliði en gleymum ekki vörninni hun er nú meira djókið hvernig er hægt að hafa svona arfaslaka vörn og markmenn í liði sem spilaði í meistaradeildinni
    En þetta kemur um leið og BR er farinn ágætis efni þarna þarf bara að spila rétt með það
    Takk fyrir

  26. Markovic flottur í gær og búinn að vera sýna góða takta undanfarið. Þannig að Brendan Rodgers tekur hann út úr liðinu og frystir hann í nokkra leiki “a la Can”.

    ……………… og Joe Allen kemur ferskur inn á móti Arsenal…………

  27. Sá ekki leikinn og var yfir mig ánægður með úrslitin. Allt er batra en tap.

  28. Orð dagsins:
    #32:
    “Long may it Coutinho.”

    Það er merkilegt með þennan knáa Brazilíudreng að það eru bara tvær stillingar hjá honum:

    1. Alveg frábær og skapandi
    2. Arfaslakur

    Hann er mögulega einn mest spennandi leikmaður sem ég sé á sviðinu um þessar mundir.

    Ef hann nær að stilla sig inn á nr.1 þá verður það alveg magnað sjónarspil sem við munum upplifa í framtíðinni.

    :O)

  29. a) Það bara vill svo til að besta liðið í næstefstu deild er líklega betra heldur en lélegustu liðin í efstu deildinni

    b) Þá má minna á að tiltekið lið úr Manchester borg tapaði 5-3 fyrir Leicester, okkar menn náðu ekki að brjóta QPR á bak aftur á heimavelli, og Hull sóttu stig á Emirates. Bara svo nokkur af neðstu liðunum í efstu deildinni séu nefnd.

    Það er því ekkert gefið að vinna þessi lið, og þarf að vinna fyrir því. Okkar menn gerðu það í gær.

  30. Langa útgáfa skýrslunnar fór veg allrar veraldar og ég hafði ekki þolinmæði í að skrifa hana aftur.

    Vona innilega að þetta lið verði áfram “úr handbremsu” og þarna sást að við kunnum enn að sækja. Var mjög flott að sjá Sakho ef þið spyrjið mig, en pínu stressaðri með Kolo sem mér finnst oft tæpur. Lucas og Gerrard voru mjög góðir lengi vel en fóru svo dalandi þegar á leið.

    Sérstaklega pirraði mig það hversu oft hann Lucas minn ákvað að senda boltann inn á varnarþriðjunginn okkar svo að Bournemouth næðu að pressa, sem og ákvarðanir um stuttar sendingar í kringum okkar eigin vítateig sem endalaust voru étnar.

    Við gerum okkur seka um “overplay” finnst mér of oft, bæði þarna sem og í að einbeita okkur að því að taka bara stuttar markspyrnur þó við séum með hápressu á okkur, það er mér fyrirmunað að skilja bara.

    Á sama hátt beið ég spenntur eftir innkomu Emre Can, en varð fyrir miklum vonbrigðum. Strákanginn virðist vera 6 – 9 kílóum of þungur í þetta verkefni, fannst hann bara orðinn á eftir tempóinu strax, sem er ekki gott þegar maður kemur inná á síðasta kortérinu eða hvað það nú var. Klár í fótunum en alltof hægur sýnist manni.

    Að því sögðu þá er ég enn glaður eftir gærdaginn, miklu fleiri góðar frammistöður en vondar!

  31. Stóra málið fyrir mér er að setupið hefur verið að fúnkera bæði á móti utd og svo einnig í gær,

    Úrslitin á móti utd voru vond, en liðið spilaði ekki eins og hauslaus hæna líkt og hefur verið alveg síðan í Spurs leiknum í sumar.

    Nú vona ég að Brendan haldi sig nokkurn veginn við þetta system þar til janúar kemur.
    Þá kemur vonandi Sturridge til baka og kannskiverður þá keyptur annar striker úr svipuðu móti.

    Í lokin langar mig að biðja jólasveininn um að gefa okkur eins og einn almennilegann markvörð í jólagjöf (Janúar er bara of langt í burtu)

    Sjitt hvað Brad Jones er lélegur!

  32. Svo sem ekki mikið við þetta að bæta.

    Sjá leikinn í gær á plúsinu – þetta var svolítið í takt við Man Utd leikinn, eins slæm og þau úrslit voru. Við erum búnir að vera svo lélegir þetta tímabilið að það þarf ekki mikið til – en það er samt sem áður bæting á liðinu. Vonandi heldur það eitthvað áfram.

    Ég skil annars ekki þetta Brad Jones dæmi alveg. Slakur Mignolet er samt mun betri markmaður en Jones. Ég er algjörlega á þeirri skoðun að Mignolet er ekki nægilega góður fyrir LFC og fer næsta sumar, en hann er engu að síður mun betri kostur en Jones (að mínu mati).

    Arsenal leikurinn verður erfiður – hrikalega mikilvægt að taka þrjú stig þar.

  33. Flottur sigur. Alls ekkert fullkominn en menn gerðu það sem þurfti undir gríðarlegri pressu og fyrir það ber að hrósa.

    Sterling – erum við að horfa á framtíðar framherja hjá okkur? Á síðustu leiktíð fannst mér hann bestur eftir að Rodgers færði hann utan af kanti og inn í miðjuna, í holuna fyrir aftan Sturridge og Suarez. Í haust hefur hann mestmegnis verið á kantinum og verið að týnast æ meir þar en síðustu tvo leiki hefur hann verið gjörsamlega óstöðvandi í miðjunni, jafnvel þótt hann sé einn þar en ekki með SAS fyrir framan sig. Vonandi erum við að uppgötva okkar eigin Götze eða Aguero hérna, maður lætur sig dreyma.

    Sakho – Flott innkoma eftir þrjá mánuði í burtu. Maður sá ákveðið ryð á honum en leiklesturinn er allt annar en hjá Lovren. Boltinn sem hann las og vann sem skapaði hröðu sóknina sem þriðja mark okkar kom upp úr? Frábært, gott að hafa hafsent sem les leikinn svona.

    Markovic – Flottur leikur hjá stráksa, sem og Lallana. Þessi leikur sýndi okkur að það er alveg hægt að spila þeim tveimur plús Coutinho saman fyrir aftan striker, og í framherjahallærinu okkar er það jafnvel bara góð hugmynd að vera með sem flesta skapandi miðjumenn fyrir aftan.

    Allavega, flottur sigur og vonandi gefur þetta liðinu fótfestu til að spyrna sér hratt upp á við í deildinni frá og með sunnudeginum …

  34. Ég skil samt ekki alveg af hverju hann varð að spila Gerrard allan leikinn.
    Hefði ekki verið nær að setja Borini inn fyrir Coutinho og setja Hendo á miðjuna fyrir Gerrard.
    Það er mjög mikilægur leikur framundan og við vorum með 3-0 forystu.

    En það var fullt jákvætt við þennan leik og ég vona að við fáum að sjá Markovic í þessari stöðu í næsta leik og að Sterling verði frammi.

  35. Vill sjá Coutinho, Lallana, Markovic með Sterling upp á topp í næsta leik takk fyrir.

  36. Eitt sem ég hef bara ekki skilið með BR og sóknarpælingar hans á þessari leiktíð.

    Síðasta leiktíð sýndi LFC frábæran fótbolta með mikla pressu og hraða sem vakti athygli um allan heim.

    Hann missti Suarez og Sturridge hefur verið meiddur allt tímabilið. Í staðinn hafa Lallana og Markovic komið inn.

    Hinsvegar ákveður hann að nota ALLT annan leikstíl með Lambert / Balotelli fremsta. Allur hraði liðsins dettur niður og eðli málsins samkvæmt reynir þessi leikstíll á allt aðra styrkleika.

    Ég held að stryrkleiki liðsins sé nokkuð augljós á pappír:
    Sturridge, Sterling, Lallana, Markovic, Coutinho

    Þessi kjarni er með mikinn hraða, teknískur og góður að splundar vörninni. En styrkleikinn nýtist ekki nema með hápressu og miklum hraða.

    Ef liðið nær í einn Sturridge/Sterling framherja þá er breiddin alveg nóg og þessir leikmenn ættu auðveldlega að setja 80+ af mörkum á leiktíð.

    En ég er svosem ekki með þjálfara réttindi og er bara áhorfandi.

  37. Þessi leikur var nokkuð flottur hjá okkar mönnum. En hann hefði vel getað spilast öðruvísi, líkt og ManU leikurinn um daginn. Bournmouth fengu tvö dauðafæri í leiknum sem þeir klúðruðu meistaralega og svo skutu þeir líka glæsilega í stöngina. Ef eitthvað af þessum boltum hefðu farið inn þá værum við kannski að tala um hver ætti að taka við af BR.

    En sammála því að það er allt annar bragur á liðinu núna og þessi sigur hefur gert mönnum gott.

  38. Markovic var mjög flottur í leiknum og hann er með virkilega góða boltameðferð og ég hef tekið eftir því í síðustu leikjum að hann missir boltann nánast aldrei frá sér. Síðan virðist geta spilað flestar stöður á vellinum og hann skilar líka það góðri varnavinnu að hann ætti geta spilað fremstur á miðjunni eða ef við förum aftur tígullmiðju þá ætti hann líka að geta spilað á kantinum í því kerfi.

  39. Mikið vona ég samt að Rodgers byrji með Mignolet héðan í frá.. átakanlegt að hirfa á Jones stundum.

  40. #45 – Haddi

    Ég er alveg hjartanlega sammála þér og í raun var held ég mikið fjallað um hversu ólíkir bæði Lambert / Balotelli væru fyrir leikstíl liv liðsins allavegana eins og hann var í fyrra. Að einhverju leiti var það afsakað með lambert að hann væri hugsaður sem aukaleikari og svoleiðis og mynd sætta sig vel við það hlutverk ásamt því að hann gæfi þá möguleika á annarri vídd í sóknarleikinn. Eftir að Balo kom þá var hinsvegar ljóst að það væri lítil þörf fyrir lambert. Miðað við hvernig leiktíðinn hefur þróast þá virðast bæði þau kaup hafa verið gagnslaus enda sýnist manni liðið spila best með Sterling frammi af þessum þremur.

    En að leiknum, hann var að mörgu leiti keimlíkur og á móti man utd, menn duglegri að skapa sér færi og mun meiri ógn þegar settur er eldsnöggur framherji á topp sem síðan berst eins og ljón og pressar hátt. Í gær nýttu menn færin og það gerði útslagið. Við vorum alveg heppnir líka því nokkur færi andstæðinganna hefðu getað endað inni og gert leikinn mun jafnari.

    Mér líkar spilamennska okkar í þessum tveimur síðustu leikjum. Sóknarlega erum við hættulegir og sköpum færi og ef vængbakverðirnir eru duglegir varnarlega þá ætti vörnin að þéttast þó svo að það sé nú ekki alveg að sjá so far. Sterling frábær og Markovic með fína innkomu og vonandi fær hann fleirri leiki því hann þarf á því að halda, virðist líka vera með gríðarlega mikla orku og yfirferð og nær því líka að sinna varnarskyldum. Vængbakverðirnir í þessum leik skiluðu marki og stoðsendingu….það er virkilega jákvætt og þó svo ég vilji gjarnan sjá Hendo á miðjunni þá er ekki hægt að kvarta yfir leiknum í gær, hann var feikiöflugur. Markovich átti náttúrulega líka sendinguna á Hendo í fyrsta markinu þannig að hans þáttur í fyrstu tveimur mörkunum var risastór.

    Ég sá núna hvers vegna Emre Can hefur lítið spilað undanfarið, maðurinn virkar alltof þungur á mann og í raun mun þyngri en fyrr í haust. Ég er gríðarlega svekktur með það enda hafði ég miklar væntingar til hans og vona að hann þurfi bara aðeins meiri tíma til að aðlagast en þetta gæti útskýrt hvers vegna Allen og Gerrard hafa spilað svona mikið að undanförnu. Sömu sögu má segja um Sakho en hann er náttúrulega að stíga upp úr meiðslum en í mínum huga þurfa þessir menn smá tíma til þess að gera tilkall í byrjunarliðssæti.

    Jæja maður brosir allavegana á ný enda bara leikurinn í gær hin besta skemmtun og engin ástæða til annars en að fagna því að vera komnir í undanúrslit þar sem bíða okkar tvör HÖRKU leikir.

    YNWA

  41. Loksins flottur sóknarleikur og gott spil mestmegnis. En hvað fengu Bournemouth mörg dauðafæri í þessum leik? Margt sem þarf að lagast í varnarleiknum þó að margt jákvætt hafi verið í leik liðsins.

  42. Flottur sigur okkar manna og loksins er Liverpool farin spilla þessa 3-4-2-1 leikaðferð sem ég er búinn túða bæði hér i þessari síðu og hjá félögum minum.
    Ég var hrífinn af spilamennsku okkar manna gegn Bournemouth og langar sá Liverpool spilla með sömu leikaðferð gegn Arsenal.

  43. Ágætis leikur, en ég vill hinsvegar ekki sjá þessa 3-5-1 uppstillingu gegn Arsenal. Getur virkað gegn fyrstu deildar liði. Möguleg ástæða þess af hverju Can hefur spilað lítið er að hann hlítur eiginlega að hafa verið smávægilega meiddur. Virkaði í mjög slæmu leikformi í gær.

    Mér fannst Lovren oft út á þekju og gerði nákvæmlega sömu mistök og Carra nefnir hér: https://www.youtube.com/watch?v=cZiYeQcaQXY

    Kolo spilaði seinasta deildarleik gegn Arsenal með Skrtel, ég vill sjá það sama upp á teningnum um helgina.

  44. Þetta er ansi áhugavert video #54

    Gaman að fá innsæi frá Carragher um varnarleikinn. Mér fannst Carra yfirleitt frekar glataður leikmaður en maður spilar víst ekki í 15 ár og bæðir leikjamet nema maður hafi haft góðan skilning á stöðunni hehe. Er ekki hægt að ráða hann í þjálfarateymið?

  45. Auðvitað þegar þjálfarinn breytir um leikaðferð sem hann langar prufa þá tekur nokkra leiki að slípa hann. Liverpool voru spilla með þriggja manna varnarlínu og greinilega var greyið Lovren slakur og var tekinn út af fyrir Sakho. Sakho var betri og á skilið byrja móti Arsenal. Ég sé eftir Agger núna. Hann væri flottur miðju miðvörður því leikskilningur hans er betri enn t.d. Skrtel. Enn heildinni litið þá var þessi leikaðferð að virka Ég las eitthvernstaðar sem BR sagði að Liverpool skapaði meira sóknarlega móti djöflanum og Bournemouth enn síðustu fimm eða sex leiki á undan.
    Það þarf fínpússa þessa 3-4-2-1 leikaðferð sérstaklega varnar hluta hans. Annars er fín tactical review grein um leikinn hér http://www.chatsports.com/soccer/a/Bournemouth-vs-Liverpool-Tactical-Review-of-Capital-One-Cup-Game-1-10888348

  46. Jæja enn ein fréttinn um að Liverpool séu að undirbúa tilboð í Benzema og núna fyrir aðeins 50 kúlur , Ekki það að ég myndi segja nei við Benzema enda getur sá skorað mörk og hefur sannað sig en 50 mils væri fáranlegt verð.

  47. Ég bara veit ekki með þennan Benzema. Er hann ekki frekar hægur sóknarmaður og frekar ofmetinnn og alls ekki 50m virði.

  48. Þetta er ljós í myrkrinu!!!!!!!!!!!!

    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!

  49. Það væri algjör fáfræði að hafa sama lið gegn arsenal með 3 manna vörn gáfum svona 6 dauðafæri í gær og þeir hefðu lettilega getað skorað 4 mörk á okkur þá eru arsenal að fara að setja 8 ! gera tvær breytingar sakho fyrir lovren og svo manquillo eða moreno fyrir coutinho væri golden

  50. haha vitiði ekki með Benzema? Er þetta kaldhæðni kannski? 🙂 Við áttum ekki roð í hann í leikjunum gegn Real, hann var á allt öðru kaliberi.

  51. Frábær sigur eftir hræðilega svekkjandi úrslit á móti slöku manjúr-liði. Hef fulla trú á að liðið okkar sé að finna formið sitt. Fínt að fá chelskí og slá þá út í undanúrslitum. Styttist í fyrsta bikarinn í vetur!

  52. Flanno karlinn. Maður er nú farinn að sakna hans. Þar slær Liverpool hjartað á réttum stað.

  53. Liverpool á enn töluvert langt í land með að verða eins öflugt og á síðustu leiktíð en það er hrikalega jákvætt, svo maður setji upp smá pollýönnu gleraugu, að sjá breytinguna á liðinu í síðustu tveimur leikjum þó að úrslitin í öðrum hafi verið afleit.

    Það er kominn hraði, ákefð og pressa í liðið og leikmönnum er farið að takast að komast á bakvið varnarlínur mótherjana og taka þær úr jafnvægi eftir að Sterling fór upp á topp og aftur á miðjan völlinn. Lallana hefur þó líka komið sterkur inn, sem og Markovic og eru þessir þrír ásamt rispum frá Coutinho að búa til fullt af fínum hlaupum og færum fyrir hvern annan.

    Rodgers gerði þessa breytingu gegn Real Madrid og talaði um að það þyrfti að gera það til að fá meiri pressu og hraða í sóknina, mér finnst það því ótrúlegt að hann skuli hafa séð sig knúinn til að bíða með það svona rosalega lengi til að prófa þetta aftur en ég er ánægður með að hann hafi gert það og vonandi höldum við áfram svona.

    Flott að komast í undanúrslit í bikarnum og við eigum hörku rimmu framundan gegn Chelsea þar. Vonandi að góður sigur, þó hann hafi komið gegn 1.deildarliði, hafi létt smá pressu af okkar mönnum og gefa þeim smá boost fyrir jólatörnina.

  54. #66: HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA!!!

    Úff, Kann einhver annan?

  55. Brendan Rodgers’ press conference ahead of Liverpool’s Premier League clash with Arsenal lasted just four-and-a-half minutes.

    The Reds boss, who has been angered by some recent media coverage, was short and to the point on a range of issues raised by broadcasters.

    Here is the transcript of what was said……

    What’s your reaction to Mario Balotelli’s one-match ban?

    BR: We accept the ban so that’s fairly clear.

    With Balotelli missing, does Raheem Sterling now represent your best attacking option?

    BR: The kid has been fantastic wherever he’s played this season. He was outstanding the other night. We’ll see what’s in the best interests of the team.

    How close did you get to signing Alexis Sanchez and how much of a setback was it missing out on him?

    BR: All I know is that he’s a world class player. He was identified as someone who could come in and be perfect for us.

    He’s a brilliant player with outstanding quality and even bigger work rate.

    We know he will be a threat.

    How about in terms of the goalkeeping situation…..

    BR: There’s no change.

    Will you have money to spend in January?

    BR: It’s not something I’m thinking about at the moment.

    What would beating Arsenal do for your season?

    BR: Internally, it will continue our spirit and our focus.

    They are a top side with outstanding players.

    For us it will good for confidence. But it will be a difficult game.

    What’s the latest with Dejan Lovren’s groin injury?

    BR: We’re just waiting to hear on that. Hopefully he will be fine but we will assess that before the weekend.

    Is it a sign of Sterling’s growing maturity he was able to put what happened at Old Trafford behind him and perform so well at Bournemouth?

    BR: I said before he’s an outstanding talent who has been great for us.

    It’s been incredible the stick the kid has received with people trying to criticise him and put the focus on to him.

    He’s been outstanding for us and it was another great performance from him the other night in a difficult game.

    Arsenal’s form has fluctuated this season. But their pace on the break makes them well equipped to play away…..

    They did okay at home last week as well winning 4-1 against Newcastle and they played really well.

    They have outstanding players but we will look to focus on ourselves.

    What will that goal do for Lazar Markovic?

    BR: I thought it was a great finish. I thought he was excellent in a role where we asked different tactical elements from him.

    His energy and quality was good and he was a real threat for us.

    In terms of Mario, he said he’s learned his lesson but have you seen him mature during his time here?

    BR: That’s for you to write. He’s here as a football player and he’s trying to become a better player.

    Borini came on in the week, do you see him having a future here?

    BR: All the players get the opportunity here and when they’re asked (to play) we ask them to do their best.

  56. Ef túlka má myndir af æfingu virðist BR ætla stilla upp eins liði og í bikarnum nema að Sakho komi í starting fyrir Lovren.

  57. Svo má geta þess að red Cafu er byrjaður að æfa aftur eftir löng meiðsli.
    Gott að fá leikmann sem er með hjartað á réttum stað.

Byrjunarliðið gegn Bournemouth

Arsenal á sunnudag