Arsenal á sunnudag

Liverpool tekur á móti Arsenal í seinniparts leiknum á sunnudag og hefjast leikar kl. 16:00

logo

Það er alltaf stórleikur þegar Arsenal kemur í heimsókn. Ég skrifaði upphitun fyrir heimaleikinn 8. febrúar 2014, sem var fyrsti sigurleikurinn í ellefu leikja „rönni“ í deildinni, sem auðvitað skilaði okkur í titilbaráttu fram á síðasta dag. Það hefur talsvert vatn runnið til sjávar síðan þá, og landslagið breyst mikið á þessum 10 mánuðum. Ég sé þetta lið okkar í dag ekki alveg fara í að ná 33 stigum af 33 mögulegum eitthvað á næstunni.

Svona er heimavallarformið okkar gegn þeim í deildinni síðustu 6 ár: Jafntefli – Jafntefli – Tap – Jafntefli – Tap – Tap – Sigur. Þar til við rassskelltum þá 5-1 á síðustu leiktíð þá höfðum við ekki unnið Arsenal á Anfield í deildarleik í yfir fimm ár. Okkur hefur gengið alveg skelfilega gegn þessu liði í gegnum árin og þrátt fyrir sigurinn á síðustu leiktíð (var ég búinn að taka fram að hann fór 5-1?) þá unnu þeir okkur í tvígang á þeirri leiktíð, bæði skiptin á Emirates (deild og bikar).

En þrátt fyrir okkar verstu byrjun síðan einhvertímann rétt eftir síðari heimstyrjöldina þá er Arsenal samt sem áður ekki nema 5 stigum fyrir ofan okkur í deild. Það er í sjálfu sér alveg ótrúlegt, því við höfum í raun bara átt einn góðan leik á tímabilinu og það er rúm vika eftir af árinu!

Form

Þegar þessi lið mættust í febrúar þá voru þetta tvö af heitustu liðunum á þeim tíma, Arsenal sat á toppnum með 16 stig af 18 mögulegum og Liverpool ekki langt undan í fjórða sæti nýbúnir að jarða Everton á Anfield, 4-0.

Á sunnudag mætast liðin í sjötta og ellefta sæti deildarinnar – bæði lið verið skelfileg síðustu vikurnar, en Arsenal hefur náð í níu stig í síðustu sex leikjum (9/18) á meðan Liverpool hefur halað inn sjö stigum í síðustu sex leikjum (7/18).

Staða í deild með home and away

Eins og sést á töflunni hér að ofan þá hafa Arsenal menn verið slakir á útivelli, ekki náð í nema 11 stig af 24. Þetta ætti að vekja hjá manni smá bjartsýni, en þá skoðar maður stigasöfnun okkar manna á Anfield, hún er lítið skárri eða 12 stig af 24 mögulegum. Í þessum 8 heimaleikjum erum við búnir að skora 7 mörk, sem er ekki nema 3 mörkum meira en við skoruðum á fyrstu 25 mínútunum gegn Arsenal í febrúar. Sjö!?

Arsenal

Arsenal menn eru í talsverðum meiðslavandræðum, þá sérstaklega á miðjunni. Ramsey, Özil, , Arteta, Walcott, Wilshere og Rosicky og Diaby (!) eru allir frá vegna meiðsla og Ox er tæpur. Spáið í því að vera með þessa leikmenn á sjúkralistanum en geta samt stillt upp miðju sem samanstendur af Sanchez, Cazorla og Flamini!

Giroud er svo auðvitað kominn til baka, minnti rækilega á sig um síðustu helgi þegar hann var frábær gegn Newcastle.

Í vörninni eru þeir Koscielny og Monreal frá vegna meiðsla en Chambers ætti að koma aftur inn í liðið eftir leikbann.

Þeirra hættumenn eru auðvitað Sanchez, Cazorla, Giroud og Welbeck. Í síðasta leik stilltu þeir upp tveimur mönnum á toppnum og ég sé ekki að Wenger falli frá því, sérstaklega vegna þess að hann er að verða uppiskorpa með miðjumenn.

Ég ætla að tippa á svipað lið og sigraði Newcastle 4-1:

Szczesny

Debucy – Chambers – Mertesacker – Gibbs

Flamini

Ox – Sanchez – Cazorla

Welbeck – Giroud

Spái því að Ox verði tjaslað saman (annars kemur Podolski inn) og að Chambers komi inn í stað Bellerin, sem þó var sprækur gegn Newcastle. Vilja væntanlega ekki nota Debuchy áfram í miðverðinum.

Liverpool

Þá að okkar mönnum! Sturridge er enn fjarverandi vegna meiðsla, spilar að öllum líkindum ekki aftur fyrir liðið fyrr en á næsta ári. Glen Johnson er einnig frá, hann tognaði gegn United og verður frá í einhverjar vikur.

Balotelli spilaði ekki í vikunni þar sem að hann var eitthvað tæpur. Nú er búið að endanlega útiloka hann frá þessum leik, kallinn náði sér auðvitað í eins leiks bann. Held að Babu og Tryggvi Páll hafi orðað þetta nokkuð vel:

Vandræðagangur á sóknarmönnum Livepool? Finnst eins og ég hafi upplifað þetta áður.

Heldur Rodgers áfram með þetta 3-4-3 kerfi eða mun hann fara aftur í 4-3-2-1? Það er auðvitað hægt að útfæra þetta á ýmsan máta. Gegn Bournemouth leysti Lazar hálfgerðan Wing-back vinstra megin og Henderson hægra megin. Á sama tíma vorum við með Moreno og Manquillo á bekknum. Ég hallast að því að hann haldi sig við sama kerfi.

Það er alls alls ekki óskastaða að láta Gerrard byrja sinn þriðja leik á einni viku. Persónulega myndi ég ekki gera það, en það er ekki fræðilegur að Rodgers láti Gerrard ekki byrja svona leiki og það sama má segja um Henderson.

Ég held að Rodgers stilli upp sama liði, nema þá að Sakho komi inn í stað Lovren, Moreno fái sæti sitt til baka þrátt fyrir allt og ég bara neita að trúa því að Rodgers haldi þessu snemmbúna apríl gríni áfram með Jones í markinu (jafnvel þó svo að hann segi annað á blaðamannafundinum).

Það er ekkert svo vitlaust að hafa tvo frekar djúpa á miðjunni til að mæta þeim Sanchez og Cazorla. Ég heimta líka að Sterling haldi áfram á toppnum, við fengum að sjá á síðustu leiktíð hvað smá hraði getur gert Arsenal liðinu.

Ég spá því að liðið verði svona:

Líklegt lið

Spá og pælingar

Ég er búinn að segja það í síðustu ~10 leikjum eða svo að næsti leikur sé must win leikur. Þessi leikur er bara nákvæmlega þannig. Ef Liverpool hafi ætlað að ná í topp fjóra á þessu tímabili þá urðu þeir ávalt að enda fyrir ofan eitt af Chelsea, Man City, Man Utd eða Arsenal. Það eru 18 stig í Chelsea, 15 stig í City, 10 stig í United og 5 stig í Arsenal.

Þetta er því síðasta ferð. Ætlum við að hoppa um borð og gefa okkur séns eða ætlum við að spila okkur út úr þessu fyrir jól? Þetta er bara þannig leikur.

Þegar við mættum Arsenal í febrúar þá var varnarlínan okkar Flanagan, Toure, Skrtel og Aly Cissokho! Fram á við vorum við með Gerrard, Henderson og Coutinho á miðjunni og SAS+S á toppnum. Við vorum ekkert að velta þessu Arsenal liði allt of mikið fyrir okkur. Þeir hafa verið sterkastir fyrir á miðjunni, sérstaklega með sóknarsinnuðu miðjumenn sína. Einhverjir stjórar hefðu fyllt miðjuna af Lucas, Allen, Henderson o.s.frv. til þess að freista þess að stjóra leiknum. Ekki Rodgers. Látlaus pressa og gríðarlegur hraði. Arsenal áttu ekki séns. Ég hef aldrei séð þetta Arsenal lið jafn illa yfirspilað síðan ég fór að horfa á knattspyrnu. Að vinna 5-1 en rétt úrslit hefðu átt að vera 8-1, slíkir voru yfirburðirnir.

Við erum aldrei að fara ná slíkri frammistöðu upp á sunnudaginn. Þarna vantar auðvitað inn Suarez og Sturridge en við eigum engu að síður að pressa stíft og sækja hratt á þá þegar við vinnum boltann. Sjö mörk í átta heimaleikjum er ekki boðlegt og hefur stemmningin á vellinum verið í samræmi við það. Mikið vona ég að við sjáum þennan hugrakka Rodgers aftur, sem fari óttalaus inn í þennan leik og sæki til sigurs. Ekki Rodgers sem stillir upp þremur miðvörðum eins og við gerðum á Emirates í fyrra. Í leik þar sem við áttum aldrei breik.

Tímabilið er búið að vera svona. Alltaf trúi ég að við séum að fara snú við blaðinu, aldrei gerist það. Því spái ég okkur tapi í þessum leik, það væri alveg eftir því. Held að Rodgers stilli upp 3-4-3 (5-3-2) sem ég held að henti Arsenal mjög vel. Fer 1-2, Lallana með okkar mark.

Brettið upp ermar, við bara verðum, engar afsakanir! Látið mig éta sokk!

YNWA

27 Comments

  1. Fín pæling hér, eitt sem mér finnst samt dálítið mikið undanskilið, leiðréttið mig bara ef ég fer með fleipur en þá minnir mig að þessi leikur hafi verið í miðju mjög miklu leikjaalagi hjá Arsenal ásamt miklum meiðslum sem ullu því að ma Arteta spilaði veikur, á sama tíma var Liverpool ferskt í mjög þægilegum 6-7 daga leikja rythma, á þessum tíma hrundi Arsenal eins og vanaleg því hópurinn hefur aldrei verið nógu stór í 3-4 keppna barráttu (eins og Chelsea, ManU og City td) og því hefur álag (og meðfylgjandi meiðsli) alltaf skilað þessu árlega hruni hjá okkur. Athyglivert er að núna var Liverpool að spila í miðri viku en ekki Arsenal og Wenger gaf meiraða segja óheyrt 2-3 daga jólafrí í byrjun vikunnar, mun þetta hafa áhrif, td eftir 60 mín ? Spennandi að sjá, bæði lið í bullinu, versta byrjun Arsenal td í 32 ár.

  2. Sælir félagar

    Það væri nú alveg eftir því ef BR skriði í skotgrafirnar og græfi þar sína eigin gröf. Ég ætla samt að vona að hann haldi sig við eitthvað svipað og síðast en er sammála Eyþóri um Jones og Minjó. Alltaf Minjó á minn disk eins og Maggi mundi orða það.

    1. Ef BR stendur í lappirnar þá getur allt gerst.
    2. Ef hann skríður ofan í skotgrafirnar gerist bara eitt. Þessi leikur tapast.
    Spái 3-1 í fyrra tilvikinu og 1-2 í því seinna.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  3. ég ætla að vera algjörlega ósamála ogsegja 3-0 fyrir LFC sterling með 2 og lallana 1.. eftir leikinn á miðvikudaguinn er sterling í stuði og á eftir að slátra þessari Arsenal vörn.. hann á eftir að fiska einhvern í rautt spjald.. 😉

    YNWA

  4. Smá þráðrán frá annars mjög góðri upphitun. Það var opinberað rétt í þessu að Sterling var valinn ‘gulldrengur Evrópu’ þar sem ‘besti’ ungi leikmaðurinn er útnefndur. Þetta er nokkuð stór titill fyrir ungan leikmann en gæjar eins og Messi, Aguero og Pogba svo einhverjir séu nefndir hafa unnið þetta.

    Frábært fyrir Sterling sem á þetta svo sannarlega skilið. Það er snilld að hafa hann í okkar röðum og vonandi heldur hann upp á þetta með því að hrella Arsenal-liða … já og klári samningamál sín við okkur, áhuginn á honum er bara að fara að aukast og aukast.

  5. Takk fyrir þessa flottu upphitun, spurning um að breyta þessu samt “Ég skrifaði upphitun fyrir heimaleikinn 8. febrúar 2104” 🙂

    Eins og fyrir alla leiki á þessu tímabili er ég skíthræddur, en spili Liverpool eins og í leikjunum á móti Man Utd og Bournemouth þá eigum við ágætan séns.

    • Takk fyrir þessa ábendingu, Hafliði. Ég er frekar ólíklegur í upphitun 2104, verð að láta e-h annan sjá um hana 🙂

  6. Var uppstillingin ekki svona gegn þeim á Emirates í fyrra? Þrír miðverðir og vængbakverðir?
    Hentaði Arsenal algjörlega í þeim leik og við áttum aldrei möguleika.

    Þetta er algjör skyldusigur. Gengur einfaldlega ekki að tapa enn einu sinni og sér í lagi á Anfield. Þá er jafntefli langt því frá að vera ásættanlegt. Spái 2-1 sigri og Sterling skorar bæði.

  7. Nú er kjörið tækifæri að fá 3 stig á Arsenal og Everton, og 2 á United.

    Ég segji að við klúðrum því. 1-2 Sterling – Giroud Sanchez

  8. Hef trú á því að við tökum þá ef Allen verður á bekknum.

    Annars var ég að horfa á viðtal við LVG og er að spá hvort það sé starfsskilyrði hjá stjóra Utd að vera með rautt nef – og líta almennt út fyrir að hafa verið að elta kyrrstæðan bíl…

  9. Einhver talaði um 0-0 steindautt jafntefli en mín spá er 5-2 og Steve G með fyrsta markið og
    2-0 í hálfleik, möguleiki á 5-3 ef Toure Setur einn skalla î okkar mark .
    GO Liverpool.

  10. Ég læt mig dreyma um sigur 2-1 . Fyrst kemur draumurinn, síðan kemur veruleikinn.

  11. Hvað svo sem gerist þá höldum við stuðningsmenn kúlinu.

    YNWA

  12. Ég var að renna í gegnum byrjunarliðsfærsluna og leikskýrsluna eftir heimaleikinn í fyrra og vitaskuld allar athugasemdirnar. Mjög skemmtilegt! Líka frábær skrif um leikinn á mbl.is.

    Byrjunarliðsfærslan: http://www.kop.is/2014/02/08/lidid-gegn-arsenal-3/
    Leikskýrslan: http://www.kop.is/2014/02/08/liverpool-arsenal-5-1/
    MBL: http://www.mbl.is/sport/enski/2014/02/08/yfirburdir_liverpool_algjorir/

    Dásamlegt.

    En nú að þessum leik. Það er aldeilis skarð höggvið í líklegt byrjunarlið á morgun í samanburði við liðið að ofan. Strákur sem er nýorðinn tvítugur er að verulegu leyti með sóknarleikinn á herðum sér. Raheem verður án efa lykillinn að þessu á morgun, auk þess sem vörnin má ekki leka inn ódýrum mörkum (a.m.k. ekki í fleirtölu).

    Arsenal liðið er töluvert laskað af meiðslum, svo tímasetningin á viðureiginni er alls ekki slæm. Væri mjög bjartsýnn ef Sturridge væri með, en eins og staðan er skýt ég á jafntefli eða erfiðan vinnusigur.

  13. Ég ætla að vera bjartsýnn líka og leggja upp með það að Arsenal komi alltof afslappaðir í þennan leik…..

    +Ég ætla líka að gefa mér það að liðið verði örlítið sterkara en á móti Bourne Identity….

    +Svo ætla ég að lokum að gefa mér að Golden Boy sé upprifinn með verðlaunin……

    =Útkoman er hörkusigur þannig að Chelsky fái hroll…..
    :O)

    ?? YNWA ??

  14. Ég tuðaði um það eftir Bournemouth leikinn að BR myndi taka sprækan Markovich úr byrjunarliðinu fyrir leikinn á móti Arsenal. Ég verð fyrir miklum vonbrigðum með BR ef hann gerir það!

    Heyrir þú í mér Brendan!

  15. Jæja, smá off topic en þá eru sögusagnir farnar af stað um að endurkoma Sturridge seinki um mánuð og búast megi við honum í fyrsta lagí í febrúar. Guð hjálpi okkur.

  16. Lélegt gengi liðsins þetta tímabil hefur komið mér jafn mikið á óvart og gott gengi síðasta tímabils. Ég hef samt verið að bíða eftir því að liðið finni taktinn og fari að spila sama bolta og síðasta tímabil. Reyndar má segja að varnarlínan sé núþegar búin að ná því marki en sóknarlinan er ekki komin þangað.

    Bournemouth leikurinn var aftur á móti gríðarlega góður og loksins sá maður eitthvað sem líktist því liði sem maður sá síðasta tímabil. Skiptir engu þó þetta hafi verið B deildar lið, spilamennskan var bara drullugóð.

    Að því sögðu þá held ég að leikurinn a morgun verði enn ein heyskitan og við töpum sannfærandi á varnarklúðri og markmannsóöryggi. Ætla að spá 1-2 þar sem við potum inn einu í uppbótartíma. Giroud og Sanchez skora fyrir nallara. Rodgers hvílir Markovic og Lucas og verður síðan hæstánægður með karakterinn í liðinu.

  17. Ég segi eins og amma mín segir alltaf … “þetta fer alltaf hvort sem er einhvern veginn þannig að það er alveg tilgangslaust að hafa áhyggjur”

  18. Skrítin tilfinning fyrir þennan leik. Ég hef verið hrifinn af sóknarleiknum undanfarið og fundist liðið skapa fleirri færi en á móti kemur að vörnin hefur orðið hriplek á ný eftir að BR þétti hana með því að taka lucas aftur inn í liðið hér um daginn. Það ætlar að reynast þjálfaranum erfitt að finna gott jafnvægi milli varnar og sóknar og ljóst að við höfum ekki efni á jafn slælegum varnleik eftir brotthvarf suarez og meðan sturridge er meiddur.

    Bæði liðin hafa átt brösótt tímabil so far en þó virðist aðeins hafa hægst á pressunni á ars. Tap liv í þessum leik gerir alla von um topp 4 afar veika og yrði staða stjórans alveg svakalega þung. Ég hef enga trú á því að við séum að snúa fyrir alvöru við blaðinu….það eru alltof mörg veikleikamerki á liðinu til þess. Hinsvegar á góðum degi getum við spilað vel og það þarf að reyna að fjölga þeim dögum þangað til menn ná að fá aftur balance í þennan leikmannahóp en það fauk út í veður og vind í sumar.

    Í dag er að mínu mati eitt áhersluatriði hjá klúbbnum og það er að ná samningum við Sterling, þessi strákur er okkar besta von á að klúbburinn ná að rísa aftur og ég held að ef menn geti sýnt honum fram á að að það búi meira í klúbbnum þá sé hægt að halda honum í nokkur ár í viðbót. Ég get ekki sagt annað en að ég væri mjög spenntur að sjá hann og Origi spila aðeins saman og ég tala nú ekki um ef heill og hraustur Sturridge myndi leiða línuna.

    Mér finnst ómögulegt að spá fyrir þessum leik á eftir. Held því miður að okkar maður Gerrard henti hálf illa á móti þessu ars liði þar sem ég væri til í að sjá hraðari miðjumenn en það gerist ekki að þjálfarinn kippi honum út. Ef Gerrard og lucas verða afturliggjandi miðjumenn þá óttast ég töluvert varnarvinnu okkar manna á móti eldsnöggu arsenal liði. Veit svosem ekki alveg hvaða uppstilling væri betri en eigum við ekki bara að segja að betri sóknin sigri í dag.

    YNWA

  19. Það er óhætt að segja að það séu blendnar tilfinningar fyrir þessum leik. Eins og greinahöfundur bendi á fyrir 10 mánuðum mættum við Arsenal. Fyrstu 25 minutur eru einhverjar þær bestu sem við höfum séð hjá Liverpool bara frá upphafi fótboltans. Skrýtið að hugsa til þess hvað það hefur margt breyst á stuttum tíma. Á margan hátt er það skrifað á missir á SOS!

    Ég get ómögulega tekið pollyönnu á þetta, þrátt fyrir að liðið hafi sýnt mikil batamerki á leiknum gegn United og unnið í miðri vikunni. Þá fynnst mér samt við séum 2 ef ekki 3 skrefum á eftir toppliðinn. Þótt maður hafi dæmt Mignoelt harkalega síðasta árið Þá er hann engin Jones í markinu. ER Jones virkilega að fara halda markinnu hreinu Með Alexis sjóðandi heitan og Giroud dottinn í gang? Það má líka til gamans geta við höfum tapað öllum toppleikjunum, Á móti Man city – Man utd – Chelsea þessir 3 leikir 8 mörk fengin á okkur enn höfum náð að finna netið 2 hjá þessum toppliðum. Við erum einfaldlega skrefum á eftir þessum liðum í dag.

    Ég er því miður svartsýn á að Arsenal nái að taka flugeldasýningu í dag. Þeir voru niðurlægðir fyrir 10 mánuðum, Þeir munu koma brjálaðir til leiks og hefna fyrir það. Ég hef spáð því að Arnseal muni skora 3-4 mörk hjá þessum Jones og pappakassavörn okkar. 4-1 er lokasvar mitt og Henderson læðir inn einu marki.

    Ps… Halda menn virkilega að við séum að fara ná 4 sætið ennþá? eini fræðilegi sénsin okkar er að vinna þessa B Evrópukeppni eftir áramót!

  20. Sigur í dag myndi gera jólaskinkuna…ég meina jólaþynnkuna nokkuð bærilega bara. Koma svo Brendan ekki senda mann í jólafríiið með varaskeifu.

  21. Ég vill minna þá á sem eru sáttir við liðsvalið í dag að það er bannað að koma eftir leik og drulla yfir hvernig Rodgers valdi liðið.

    Jones
    Toure, Skrterl, Sakho

    Henderson Markovitch
    Lucas Gerrard

    Coutinho Lallana

    Sterling

  22. Þessi vörn er rannsóknarefni, algerlega yfirgengilega lélegur varnarleikur hjá okkur.

Bournemouth 1 – Liverpool 3

Liðið gegn Arsenal