Helstu áhyggjur stuðningsmanna Liverpool um þessar mundir snúast um það hvort félagið hafi nú þegar gloprað niður tækifærinu til að ná meistaradeildarsæti í vor. Vonin er auðvitað aldrei úti fyrr en búið er að útiloka það tölfræðilega en hversu raunhæft er að vonast eftir Meistaradeildarsæti?
Besta leiðin til að skoða möguleika Liverpool núna er líklega að skoða hvernig þróunin hefur verið síðustu ár. Góðvinur síðunnar @ojohnson83 tók þetta saman fyrir okkur og á mest allann heiður af þessari færslu.
Byrjum á því að skoða hvaða stigafjölda þarf fyrir hvert sæti að meðaltali sl. 10 tímabil.
Til að ná 4. sæti hefur að lágmarki þurft 61 stig en að meðaltali 70,3 stig. Everton komst í Meistaradeildina árið 2005 með 61 stigi sem var þremur meira en Liverpool og Bolton náðu. Undanfarið er þetta þó alltaf nær 70 stiga múrnum. Arsenal náði 79 stigum í fyrra en hefði dugað 73.stig til að ná 4.sæti.
Til að vinna titilinn dugði United að ná 80 stigum 2011 en Chelsea vann með 95 stigum árið 2005 sem gera 2,5 stig í leik. Derby setja svo standardinn í botnsætinu en þeir Skallagrímsféllu árið 2008 með 11 stig og aðeins einn sigur.
Það er hinsvegar aðeins 21 umferð búin af núverandi tímabili, svona hefur þróunin verið á þessu stigi tímabilsins undanfarið 10 tímabil.
Þau lið sem hafa verið að ná 4. sætinu undanfarið hafa að meðaltali verið með um tæplega 40 stig eftir 21 umferð sl. tíu tímabil. Liverpool með 32 stig getur sannarlega grátið töpuð stig í mörgum leikjum það sem af er vetri núna.
Stigasöfnun þarf að vera að lágmarki 1,71 stig í leik og að meðaltali 1,87 stig. Liverpool er núna að ná í 1,52 stig í leik það sem af er þessu tímabili og því nokkuð undir lágmarkinu en alveg á pari við lið sem hafna jafnan í 5.- 6.sæti.
Sem vonarglætu er hægt að benda á tímabilið 2003/04 sem er fyrir utan þessa jöfnu, þá var Liverpool með 32 stig eftir 21 leik en endaði tímabilið í 4.sæti með 60 stig.
Liverpool er í dag í 8. sæti og sama stigasöfnun út tímabilið gæfi rétt tæplega 57,9 stig. Það er 4,1 stigum meira en lið eru að meðaltali með í 8.sæti og 8,9 stigum meira en lágmarkið. Everton náði 61 stigi árið 2010 en hafnaði þrátt fyrir það í 8.sæti.
Hverjir eru þá möguleikar okkar manna, það er undir hverjum og einum að meta það auðvitað en vonandi förum við að sjá fyrir endan á því svartnætti sem þetta tímabil hefur verið. Þetta lið á svo miklu meira inni og með endurkomu Sturridge í bland við það að nýjir leikmenn eru farnir að finna sig er kannski óhætt að sjá fram á aðeins betri tíma.
Til að jafna núverandi stigasöfnun Man.Utd., sem situr í 4. sætinu, þyrfti Liverpool að fá 30 stig úr síðustu 17 leikjum tímabilsins. Það gerir 4 stigum meira (16% bæting) en núverandi stigasöfnun gefur heit fyrir. Ef þetta væri svona einfalt væri maður vel bjartsýnn en hafa ber í huga að stigasöfnun United og Arsenal er líkleg til að batna. Southamton hefur komið öllum á óvart og stefnir á um 70 stig og öruggt CL sæti en líklega missa þeir eitthvað flugið þegar líður á veturinn. Tottenham og West Ham eru síðan ennþá fyrir ofan Liverpool og þarf því ansi margt að ganga upp til að 4.sætið sé ennþá mögulegt.
United er í 4.sæti núna og haldist gengi þeirra óbreytt áfram ná þeir í 66,95 stig sem er 3,35 stigum minna en dugar jafnan í Meistaradeildarsæti. M.ö.o. það þarf færri stig á þessu tímabili en að meðaltali sl 10 tímabil til að komast í Meistaradeildinna.
Til að ná 70+ stigum, sem er það sem hefur dugað að meðaltali síðustu 10 ár og mun mjög líklega duga í ár þyrfti Liverpool að ná 38 stigum úr síðustu 17 leikjunum eða 2.23 stigum að meðaltali í leik (það sem City hefur gert það sem af er tímabili). Liverpool náði 42 stigum á síðasta tímabili í þessum 17 lokaumferðum og raunar 48 í seinni hluta mótsins (síðustu 19 umferðunum).
Til að ná 66 stigum þyrfti Liverpool að fá 34 stig úr síðustu 17 eða 2 stig að meðaltali. Það er meiri stigasöfnun en Southampton hefur náð það sem af er leiktíð og þeir sitja í 3. sætinu í augnablikinu. Liverpool náði 30 stigum úr síðustu 17 umferðunum tímabilið 2012/13 og er í dag klárlega með nægjanlega sterkan hóp til að miða a.m.k. á 2 stig í leik, liðið hefur verið á því róli undanfarin tímabil. Hrökkvi liðið í gang líkt og það gerði 2013 og eins 2014 er allt opið ennþá en í augnablikinu er erfitt að sjá liðið taka slíkt stökk enda óstöðugleikinn það eina sem er stöðugt við liðið.
Samkeppnin
Arsenal og Tottenham eru að safna svipað mikið og lið í 5. og 6. sæti á meðaltímabili. Þetta eru bæði lið sem geta bætt sig mikið, þá sérstaklega Arsenal sem hefur ekki verið fyrir utan topp 4 í að verða tvo áratugi. Lykilmenn eru að snúa aftur úr meiðslum hjá þeim og hópurinn er mun sterkari en mörg undanfarin ár. Liverpool var með öll spilin á hendi í vor þegar kom að sölu á Luis Suarez, það að selja hann til Barcelona var slæmt en að þau kaup hafi verið að stórum hluta fjármögnuð með kaupum Arsenal á Sanchez mun líklega skilja á milli liðanna í vor. Þetta er stjöruleikmaður sem skilur á milli sætis í Meistaradeild eða ekki. Alvöru nagli í forsvari fyrir félagið hvaða svona sölu varðar hefði klárlega leyst þetta mikið betur.
Southampton og Man.Utd. eru að safna langt um minna en lið í 3. og 4. sæti eru að gera á meðaltímabili. Southampton jafna raunar lélegasta árangur liðs í 3. sæti eftir 21 leik á síðustu 10 tímabilum (sama stigasöfnun og Bolton 2007). Árangur Southamton er frábær fyrir þá á meðan United var með nákvæmlega sama stigafjölda í fyrra í 7.sæti.
Van Gaal fékk auða flugbraut í hálft ár út á það eitt að vera ekki David Moyes, hann er núna búinn að eyða óheyrilegum fjárhæðum í að bæta lið sem vann titilinn fyrir tveimur árum. Hann hefur auk þess haft mikin tíma til að móta leik liðsins að sinni hugmyndafræði verandi ekki í neinni Evrópukeppni sem er afar óvenjulegt þar á bæ. Hann er núna með sama stigafjölda og anti-kristur þeirra United manna (Moyes) var með og pressan aðeins farin að aukast. Van Gaal hefur alls ekki alltaf blómstrað þegar pressan á honum eykst og samband hans við fjölmiðla er stormasamt. Þetta getur því farið hvernig sem er hjá United en þeir eru með lið sem á að enda a.m.k. í þriðja sæti og hafa verið að endurheimta menn úr meiðslum. Tippa á að þeir taki þriðja sætið nokkuð örugglega.
Man.Utd. og Arsenal eru bæði með einu stigi meira en lélagsti árangur liða í 4. og 5. sæti eftir 21 umferð. Tottenham var í 4. sæti með 36 stig eftir 21 leik árið 2010; Chelsea 2011 og Middlesbrough 2005 voru með 35 stig hvort í 5. sætinu. Persónulega held ég að Southamton missi flugið og Arsenal taki þetta fjórða sæti að venju. Þeir verða mjög öflugir núna í janúar og langt inn í febrúar en hrynja svo að vanda í mars þegar leikjaálaið segir til sín.
Tottenham hefur verið á svipuðu róli og Liverpool stigalega síðan Rodgers tók við Liverpool og þessi lið verða líklega mjög jöfn í vor ásamt Southamton. Þeir hafa öfugt við Liverpool nothæfan sóknarmann og hafa verið að ná í stig í leikjum sem virtust tapaðir. Karakter í þessu liði sem og gæði sem gætu komið betur í ljós þegar leikmenn liðsins aðlagast leikaðferð nýs stjóra.
Aðal vandamálið hvað okkar menn varðar held ég að sé leikjaálagið í öðrum keppnum en deildinni. Það er óþolandi að vera ekki með í Meistaradeildinni lengur en Rodgers er ekki að fara nota neitt varalið í deildarbikarleiki gegn Chelsea sem blandast ofan í deildarprógramm og því síður verður neitt gefið eftir gegn Besiktas í Evrópudeildinni. Góður árangur þarna þýðir meira leikjaálag. Meira að segja gegn AFC Wimbledon var nánast stillt upp sterkasta liði.
Kenny Dalglish var með liðið í 35 stigum árið 2011 eftir 21 umferð og þetta tímabil minnir mig óþægilega mikið á það. Liverpool lagði allt í báða bikarana og spilaði til úrslita í báðum keppnum. Þarna voru engir leikir í Evrópudeildinni að þvælast fyrir. Þessar síðustu 17 umferðir skiluðu heilum 17 stigum og Dalglish var rekinn. Ég vænti nú betri afkomu núna en þetta held ég að gulltryggi að Liverpool nær ekki 4. sæti í vor enda ólíklegt (tölfræðilega) fyrir.
Annað
Toppbaráttan er búin og fín auglýsing fyrir hversu illa peningar eru að fara með þessa íþrótt. Olíufélögin eru svo gott sem stungin af og halda bara áfram að styrkja sig. Chelsea er að safna stigum í takt við meðaltopplið en City er aðeins betra en lið í 2. sæti á meðaltímabili. Enda var City á verulega góðu róli fyrir nýliðna helgi og þessi tvö lið eru ein í toppbaráttunni.
Botnbaráttan er hinsvegar mun jafnari nú en oft áður. Leicester og QPR eru með hærri stigafjölda en á meðaltímabili fyrir lið í 19. og 20. sæti. á meðan Burnley og Hull eru á svipuðu róli og lið í 17. og 18. sæti á meðaltímabili.
Everton sem komst með góðu jafntefli um helgina í 12. sæti en er samt í fallhættu á þessum punkti tímabilsins. Það er mjög sjaldgæft, og sýnir bersýnilega hversu jöfn deildin er (að undanskildum topp 2 sætunum). Everton stefnir einmitt að 5.3 stiga lakari stigasöfnun en meðallið í 12. sæti.
Að lokum
Hlutirnir gerast fljótt í fótbolta og þó Liverpool hefði ekki nema bara haldið út í stöðunni 2-0 á heimavelli gegn botnliðinu væri maður að horfa allt öðruvísi á stöðuna. Það sem gerst hefur sl. tímabiil hefur ekkert að segja á þessu tímabili en gefur klárlega aðeins vísbendingu.
Aðalmálið varðandi 4.sætið fyrir mér er þó að þetta er fyrst og fremst ekki í höndum okkar manna. Það er möguleiki á tveimur sætum en til að ná öðru þeirra þarf gjörsamlega allt að ganga upp og Liverpool að spila betur en nokkurt annað lið hefur gert í sömu stöðu. Líklega eru ekki til mörg dæmi um viðlíka hrun hjá liðinu í öðru sæti og hjá okkar mönnum núna og því alveg hægt að líta á það sem hálmstrá. Þetta lið á meira en helling inni, það vitum við enda með sóknartríó sem hefur afrekað heilt eitt mark í deildinni í vetur.
Southamton og West Ham þurfa að missa flugið sem er reyndar mjög raunhæft. Hópur United er það stór og sterkur í bland við lítið leikjaálag að þeir ættu að sigla yfir mörg lið á lokakaflanum. Arsenal er klárlega með söguna með sér þó fjögurra stiga forskot þeirra nú virki ekkert óyfirstíganlegt á mann. Tottenham er svo bara stigi á undan Liverpool og hafa ef eitthvað er verið að spila ennþá verr en okkar menn í vetur. Harry Kane skilur á milli liðanna sem jafnast út ef Sturridge helst heill.
Það er því ekkert víst að þetta klikki.
Kærar þakkir til Óla fyrir að taka þetta saman.
Keppnistímabilunum 2001-2002 (LFC í 2. sæti með 80 stig) og svo 2002-2003 (LFC í 5. sæti með 64 stig) svipar um margt til þess síðasta og núverandi tímabils.
Skallagrímsféllu!!??!! Mamamamamamaður er bara móðgaður hérna sko…
En niðurstaðan er rökrétt, þetta verður mjög snúið og liðið þarf aldeilis að keyra sig í gang seinni hlutann. Leikjaálag fer sennilega hvað verst með okkur af öllum þessum pakka. En á hitt ber að líta að líklega verða liðin í 3-4 sæti með ótrúlega fá stig.
Takk fyrir flotta úttekt.
Útlitid er eiginlega verra enn ég hélt, tölfrædilega. Anyway, 70 stig ættu ad duga í topp 4 í ár ad mínu mati midad vid hvernig tetta kortin líta út… Semsagt í sídustu 17 leikjunum mega sigrarnir ekki vera undir 11.
11 sigra, 4/5 jafntefli, 2/1 töp (69 stig/70 stig)
12 sigra, 2 jafntefli, 3 töp (70 stig)
Ad minu mati ætti tetta og allt tar yfir ad duga… Raunhæft?
eg neita að trúa því að west ham séu að fara að hanga þarna uppi er búinn að bíða í 10 umferðir eftir að þeir springi og eg held að það se komið að því svo hef eg litla trú á southampton. Arsenal virðast vera að finna formið sitt með sanchez sem er búinn að vera langbesti leikmaðurinn i deildinni og tottenham hafa verið sannfærandi í 1 leik á þessu tímabili og það var á móti chelsea og utd eru að prumpa uppá bak og búnir að vera virkilega slakir síðustu 2 mánuði en náð að rotta sér sigrum og um það snýst þetta ég ætla að henda í smá spá. 1 sæti chelsea 2. sætið city 3. sætið arsenal. 4. sætið liverpool/utd veltir á innbyrgðis viðureignini
Elsku statistíkin. Æðislegar pælingar. Ég er líka með smá pælingar.
Ef Liverpool hættir snarlega að vera 14/15-liðið og fer að vera 13/14-liðið, þ.e.a.s. halar inn sama stigafjölda og í sömu eða sambærilegum viðureignum síðasta tímabils endar það í 68 stigum. Með heppni gæti það landað 4. sætinu.
Verri fréttir eru þær (ekki það að þessi þarna á undan hafi verið verulega upplífgandi) að ef Tottenham gerir slíkt hið sama (en 14/15-liðið þar á bæ er nákvæmlega jafngott og 13/14-liðið miðað við þessa reikninga) endar það í 69 stigum.
Ef Arsenal hrekkur í gang síðasta árs endar það í 75 stigum.
Ég fékk kökk í hálsinn áðan þegar ég las fullyrðinguna um að Manchester United sigldi 3. sætinu í höfn fyrirhafnarlítið. Ég ætla ekki að gleyma því að Moyes náði í 38 stig í sömu eða sambærilegum viðureignum síðasta vetur en van Gaal hefur nú náð í 37 stig. Ég leyfi mér að halda í óskhyggjuna um að van Gaal finni aldrei fjölina almennilega og endi í svipuðum stigafjölda og Moyes í fyrra.
En, eins og einhver sagði þarf gersamlega allt að ganga upp hjá Liverpool og að minnsta kosti margt að ganga á afturfótunum hjá flestum mótherjum til að draumurinn rætist.
Nú er um tvennt að velja fyrir hinn almenna stuðningsmann Liverpool: (1) Að horfast í augu við raunveruleikann og gefa 4. sætið upp á bátinn. (2) Að trúa öllu hinu besta fram í fagurrauðan dauðann.
Ég vel seinni kostinn.
Vandamálið er auðvitað ekki hversu mörgum stigum við erum á eftir, heldur fjöldi liða sem þarf að sigla fram úr. Helsti möguleikinn liggur í að vinna sem flest þeirra í síðari umferðinni. Með sigri á þeim öllum er þetta komið niður í þrjú stig – einn leik!
Ég spái að 4. sætið verði tekið á ca 69-70 stigum. Líkurnar á að okkar menn verði í topp 4 eru ekkert frábærar, en með góðri spilamennsku það sem eftir lifir tímabilsins og hagstæðum úrslitum gegn liðunum sem nú eru í 3.-6. sæti er það alls ekkert svo ólíklegt heldur.
Ég datt í smá talningu.
Ef allir leikir sem eftir eru fara eins og þeir fóru í fyrra og gerum ráð fyrir að Leicester endurspegli Norwich, Burnley Fulham og QPR Cardiff þá endar þetta svona í vor.
1. -2. Chelsea 90 stig
1.-2. Man. City 90 stig
3. Arsenal 72 stig
4. LIVERPOOL 68 stig
5. Tottenham 66 stig
6. manutd 63 stig
7. Southampton 61 stig.
.
.
Fall
Hull 31 stig
WBA 30 stig
QPR 25
Allt ennþá í stöðunni 😉
YNWA
Ég lýt á þetta allt öðruvísi. Það eru FIMM stig í meistaradeildarsæti og það er það eina sem skiptir máli og fjarri því að vera mikið. Ef liðið heldur áfram að spila eins og þeir hafa gert eftir Man Und leikinn – þá er mikil stigaöflun framundan.
Liverpool 2 – 2 Arsenal
Burnley 0 – 1 Liverpool
Liverpool 4 – 1 Swansea
Liverpool 2 – 2 Leicester
Sunderland 0 – 1 Liverpool
Þetta gera 11 stig úr síðustu 15 leikjum og þar að auki tveir sigrar í sitthvorri bikarkeppninni. Eftir að Liverpool skipti í þriggja manna vörn tók spilamennska liðsins snörum framförum og fór að ná meiri völdum inni vellinum. Ef liðið fer hægt og bítandi að ná fram þeim gæðum í hverjum leik sem sást t.d gegn Svansea og Sunderland þá er Liverpool í raun á góðri leið að komast á þann stórliða stall sem búist var við af þeim fyrir leiktíðina. Öll leikmannakaupinn sem virtust vera peningaeyðsla útí bláinn eru öll hægt og bítandi að skila sér og það kæmi mér ekkert á óvart að menn eins og Lovren kæmur þríelfdir til baka eftir verðskuldaða bekkjasetu og svo má ekki gleyma því að aðalmaðurinn okkar er að koma til baka úr meiðslum.
T.d er Marcovic allur að koma til,Moreno hefur tekið stórstigum framförum og sama má segja um Manquillo, Emre Can er eins og klettur í vörninni en var hálfslappur í byrjun leiktíðar, Lallana sýndi snilldarleik gegn Swansea en tók svo upp á því að meiðast í næsta leik, Slík gæði búa til gríðarleg vandamál fyrir önnur lið – því núna eru ógnir allsstaðar. Ef ekki frá Marcovic, á frá sterling – eða Coutinho þá frá Henderson -eða Gerrard.
Það verður að taka mið að því að Liverpool var mjög lengi að finna út hvernig þeir ættu að spila á þessari leiktíð og núna þegar okkar menn eru búnir að finna réttu fjölina þá er allt annað lið inn á vellinum, en í byrjun leiktíðar. Nærtækasta dæmið er að við spiluðum ekki fyrir svo löngu síðar gegn Sunderland – í jafnteflisleik sem var steindauður í samanburði við síðasta leik. Samt máttum við prísa okkur sælan að ná jafntefli í þeim leik því Liverpool var þá nýbúið að tapa 4 leikjum í röð.
Ég held að við náum meistaradeildarsæti ef liðið heldur áfram á sömu braut og þeir hafa verið á. Vissulega geta komið bakslög en framfaramerkinn eru augljós eins og úrslitin sýna og sanna.
ellefu stig af fimmtán mögulegum ætlaði ég að segja 🙂
Góð og fróðleg samantekt. Ég er sammála því að við eigum eftir að sjá mun betri árangur hjá okkar mönnum í seinni part deildarinnar en ég held að það dugi ekki til.
Ég reikna fastlega með að Arsenal verði í þriðja sætinu í vor og í biturleika mínum þá hreinlega vona ég að Southampton taki 4 sætið í vor í staðinn fyrir Utd eða Tottenham. Það væri flott fyrir deildina. Annars er ég nú ekki alveg búinn að afskrifa þetta, því með smá heppni getur allt gerst í þessu og sérstaklega ef okkur tekst að vinn innbyrðis viðureignir okkar við Tott og Utd.
Því miður endar liðið í 6 sæti þetta árið.
Skemmtilegar pælingar. Það lítur ekki vel út fyrir okkar menn að framreikna núverandi stigasöfnun, en til huggunar sjá það allir að Liverpool síðustu 6 vikurnar er ekki sama Liverpool og spilaði í sep-okt.
Ef menn eru ekki komnir með nóg af tölum í bili þá er vert að geta þess að Swiss Ramble er búinn að vera iðinn á árinu, 3 pistlar nú þegar. Ég mæli með því að menn kíki á launatöflurnar hans til að setja hlutina í samhengi. Það sem er helst áhugavert við þær er að Liverpool ætti að vera nokkuð þægilega í 5. sæti deildarinnar m.v. launakostnað, en “Van Gal-acticos” hersingin ætti að vera að berjast um titilinn við City.
United og City borga hæsta launakostnað allra knatspyrnuliða í heiminum, pælum í því!
Skemmtileg og jafnframt fróðleg grein. Sjálfur er ég sökker fyrir tölfræði. Spurningin er s.s. hvaða líkur eru á að Liverpool nái 4 sætinu?
Líkindareikningur byggist annars vegar á því sem hefur gerst (hlutlæg nálgun) og því sem ekki hefur gerst (huglæg nálgun).
Munurinn á þessu er að vitum að líkurnar á að fá allar tölur réttar í lottóinu er u.þ.b. 1/680.000. Punktur og þetta þarf ekki að ræða nánar þar sem allar mögulegar niðurstöður eru þekktar.
Á hinn bóginn vitum við ekki nákvæmlega hvernig veðrið verður í næstu viku, eða hvert verðið verður á hlutabréfum í Össuri o.s.frv. Við getum vissulega freistað þess að spá en sú spá verður alltaf sett fram með fyrirvara um óvissu um það sem ekki hefur gerst (óþekktar niðurstöður).
Ég held að líkur Liverpool á að ná 4 sætinu séu ekkert sérstakar en samt töluvert betri en ætla mætti ef punkstaðan er tekin, þ.e. empirísku gögnin í grein Babu. Ástæðan er að óvenju mikil óvissa er í spilunum sem hugsanlega vinnur með Liverpool frekar en hitt.
Á meðal óvissuþátta má telja:
1) Van Gaal með ManU. Þetta er ekki að virka í dag og glöggir menn benda á að karlinn eigi erfitt með að höndla pressu. 2) Þetta árið eru tveir dark horses en ekki einn eins og oft áður, þ.e. West Ham og Southampton. Seinni hluti mótsins er slíkum liðum oft erfiður. 3) Tottenham er með nýjan framkvæmdastjóra. Ég hef mikið álit á Pochettino en hann er samt blautur á bak við eyrun. Vitanlega gæti þessi óvissuþáttur líka minnkað líkur Liverpool ef Pochettino finnur fjölina sína eins og t.d. Rodgers gerði í fyrra. 4) Arsenal er í verra formi en yfirleitt áður og er borið uppi af einum leikmanni, Sanchez, sem spilar alla leiki. Ef Sanchez meiðist hvað þá? 5) Sóknarlína Liverpool hefur verið ömurleg svo vægt sé til orða tekið. Það er raunar með fádæmum að lið með jafn lítið markaframlag frá sóknarmönnum sínum sé þó í færum við 4 sætið. Félagið tók þá þroskuðu ákvörðun að gefa Sturridge tíma til að ná sér að fullu af þeim meiðslum sem hafa hrjáð hann. Að fá Sturridge heilan inn eru bestu tíðindi tímabilsins til þessa.
Auðvitað er mitt vandamál að ég er bullandi biaseraður en ef ég væri að vinna á líkindafræðideild veðmálaskrifstofu myndi ég af þessum sökum vega þessa þætti inn í forspána mína. Ég held að líkurnar á að Liverpool nái 4. sætinu séu um 40% en ekki um 15-20% ef hlutföllin í töflunum eru notuð (við skjóta skoðun).
En vitanlega er vandi að spá og þá sérstaklega um framtíðina eins og Oscar Wilde orðaði það.
Tökum bara einn leik í einu, hver leikur getur gefið okkur 3 stig, reynum að fá sem flest þannig. Bring on Villa.
Ágætis pælingar, en skiptir engu þegar upp er staðið hversu mörg stig einhver fékk í 4. sæti áður.
Það eina sem skiptir máli er að fá sex stigum meira en manutd/fimm stigum meira en arsenal og svo framvegis í 17 leikjum.
Hættum að tala um að það þurfi ákveðin fjölda af stigum fyrirfram, það er einfaldlega sáralítil glóra í því.
Ef ég ætti að tippa á árangur United og Arsenal til vorsins þá væri það cirka 9-5-3
Árangurinn hingað til hjá þeim er 10-7-4 og 10-6-5.
Liverpool er með 9-5-7
Miðað við þessar forsendur þá þarf Liverpool að taka 11-5-1 til að brúa bilið.
Frekar hæpið en ekki ómögulegt, veltur ansi mikið á Sturridge. Liverpool mun vinna fleiri leiki með hann innanborðs en vörnin er ennþá sheiky.
Þetta er allavega farið að líta aðeins betur út síðustu vikurnar og Aston Villa um næstu helgi er ekki 50/50 leikur eins og flestir á tímabilinu hingað til heldur svona 70/30.
Algjörlega off topic (og ég biðst afsökunar á því), en eru fleiri þreytt(ir) á þessum blessuðu vefsíðum sem eru að fjalla um Liverpool? Þá er ég ekki að tala um efnisinnihaldið, heldur t.d. þegar það er autoplay á vídeói (Já EmpireOfTheKop ég er að horfa á þig, og nei ég þarf ekki að hlusta á Gus Poyet í enn eitt skiptið), þegar það er ekki hægt að drulla út úr sér einni lítilli grein án þess að skipta henni upp í 5 mismunandi síður sem þarf að fletta á milli (rólegir á að fiska smelli!), nú og svo þegar það er ekki hægt að kynna byrjunarliðið nema með slideshow-i.
Eða við skulum orða þetta öðruvísi: ég verð alltaf þakklátari og þakklátari fyrir kop.is og hversu mikið gæða efni er hér að finna, ár eftir ár.
Fæ að henda eftirfarandi tengli hér inn, greinarhöfundur er einmitt að velta sömu hlutum fyrir sér:
http://www.theanfieldwrap.com/2015/01/liverpool-realistic-top-four-finish/
Höfundur kemst að þessari niðurstöðu:
It would be unprecedented in Premier League history for a team in Liverpool’s current situation to finish inside the top four. At this stage, sixth place would be ‘success’. Finishing in fourth place is out of reach.
During the last 22 years there have been 378 Premier League teams that have found themselves outside the top four following the New Year’s Day fixtures. None of them have overcome a seven-point mathematical gap to finish inside the top four.
There have been teams with comparable point gaps to overcome, but they had one or two games in hand — a luxury that the current Liverpool team do not enjoy.
Þetta er enþá galopið það er 5 stig í 4 sæti og 7 stig í 3 sæti og nóg eftir. Síðan eigum við inni okkar besta leikmann(Sturridge) og Brendan Rodgers hefuru alltaf gengið betur eftir áramót þannig að það er alltof snemmt að gefast upp
#18 var ekki líka talað um í fyrra að ekkert lið hefði farið úr 7-8 sæti og barist um titil?
Liverpool gerði það nú samt. Einu sinni er allt fyrst.
Sæl og blessuð.
Ég spái taplausu vori 2015.
Það ber að taka mark á Lúðvík Sverriz í þessu. Eg ég man rétt þá spáði hann 11 leikja sigurhrinu og 15 leikja taplausri hrinu á svipuðum tíma í fyrra.
Jinx hætta í gangi hjá Ívari…
Mikið ofboðslega vona ég að við komumst í Champions League á næsta seasoni.
Ef við komumst inn í Champions League tel ég þó töluvert meiri líkur á því að við komumst þangað inn með því að landa fjórða sætinu í deildinni, frekar en að við förum bakdyramegin inn með því að vinna Europa League. Ég hef ekki farið sérstaklega ofan í saumana á þeirri leið, en held að þeir sem telji þá leið vænlegri séu alvarlega að vanmeta styrkleika EL.
Ég er sammála nokkrum hérna sem hafa bent á að það Liverpoollið sem við erum að horfa á núna er ekki það sama og við höfum horft á síðustu mánuðina. Ég myndi segja að síðan við náðum að stela 3 stigum á Britannia höfum við hægt og bítandi verið að komast í (óstöðugt) form. Við höfum spilað 9 leiki síðan í deild (Stoke leikurinn með talinn) og aðeins tapað einum. Gengið er 5-3-1 eða 18 stig af 27 mögulegum. Það form það sem eftir er af leiktíðinni myndi gefa okkur 66 stig í heildina….. sem gæti mögulega dugað okkur í CL sæti… en þó líklega ekki.
Eftir stendur að það eina sem liðið getur gert er að einbeita sér að næsta leik og reyna að skapa frekara mómentum.
Mikið ofboðslega vona ég samt að við komumst í Champions League á næsta seasoni……
Þetta er enn raunhæft að ná fjórða sætinu. Við erum fá nokkra úr meiðslum og hlakka ég sérstaklega sá hvernig Daniel Sturridge mun passa inni þetta nýja leikaðferð. Hér áhugavert link um það http://bleacherreport.com/articles/2328000-liverpools-new-system-should-be-a-perfect-fit-for-returning-daniel-sturridge
Svo vonar maður að FSG sá til að Rodgers fái pening til að styrkja liðið i janúar. Síðasta slúðrið er brasalíski markvörðurinn Neto fyrir 2m. Migno þarf betri keppinaut en Brad Jones. Svo má bæta við einum snöggum framherja. Annað hvort fáum við Origi sem hefur gengið illa með lánsfélagi sínu og sé hann ekki bæta mikið sóknarleik Liverpool.
Higuein er verðlagður á 30m sem er ofmikið.
Kannski má reyna við Ezequiel Lavezzi sem samkvæmt nýasta slúðrinu er hægt að fá sirka 8m http://www.empireofthekop.com/anfield/2015/01/13/liverpool-target-ezequiel-lavezzi-reportedly-available-little-8m-month/
Neto og Lavezzi færi flott janúarkaup i minum bókum. Over and out 🙂
Finnst hæpið að Lavezzi sé að koma, hann er ekki framherji og við erum með fullt af væng/sóknartengiliðum í liðinu. Ég held að það sé hægt að afskrifa allt slúður nema strækera og markmenn. Það eru allavega komnar 5 millur í hús fyrir Assaidi, ágætis kaup í þessum leikmanni, sem hægt er að nota í að versla. Spurning hvort tekst að losna við Borini í glugganum, mér finnst hann samt nothæfur þótt hann sé ekkert sérstaklega góður.
Annars var Everton að detta út úr bikarnum 🙂
Hvernig er það, ætli við getum ekki skipt við Southamton á sléttu á Shane Long og Lambert ?
Umfjöllun um wiziwig: https://torrentfreak.com/wiziwig-poor-legal-options-turn-people-into-pirates-150103/
alternatives:
As far as alternatives are concerned, here is a short list of services that you may want to try:
Live TV – A Russian service that supports several interface languages. One of the most comprehensive sites currently.
Rojadirecta – Offers a large index of streams.
Sport P2P – Sorted by countries and leagues, lots of matches.
Stream 2 Watch – Clean design, solid number of events and matches.