KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD!
SJÁ UPPLÝSINGAR HÉR!
Ég gerði þennan pistil fyrir helgi og ætlaði að setja hann upp í dag eftir Everton leikinn. Tímasetningin reyndist svona agalega góð og sem betur fer þurfti ég aðeins að uppfæra pistilinn þar sem Ibe kom nokkuð óvænt inn í byrjunarliðið gegn Everton.
Það kom mér töluvert á óvart að Liverpool skildi ákveða að kalla Jordon Ibe aftur til baka frá lánssamningi sínum hjá Derby í 1.deildinni í síðasta mánuði. Nær allan janúar og eitthvað lengur aftur í tíman benti allt til þess að Liverpool myndi kalla leikmann til baka úr láni en það var ekki Ibe.
Divock Origi sem Liverpool keypti síðasta sumar en lánaði aftur til Lille út leiktíðina hefur ekki átt sjö dagana sæla það sem af er liðið leiktíðar og virðist Lille ekki vera heilbrigt umhverfi fyrir neinn leikmann þessa dagana – hvað þá ungan sóknarmann með hátt þak en litla reynslu og á að bera uppi slakt lið. Reiknað var fastlega með að Liverpool myndi reyna að fá hann í sínar raðir fyrr en áætlað var enda gengur illa hjá honum í Lille og ekki hafa framherjar Liverpool verið sjóðandi heitir í vetur. Svo tveir plús tveir verða fjórir og Liverpool kallar hann bara til baka. Easy, eða hvað?
Það var ákveðinn maðkur í mysunni sem gerði Liverpool nær ókleift að fá Origi til baka. Lille voru tregir til að láta hann fara og Liverpool hefði þurft að greiða háa upphæð til að fá hann lausann fyrr. Afar óhagkvæmt það og félagið tók þá, að mínu mati nokkuð óvænta stefnu – svona í fyrstu allavega – og kallaði Ibe til baka frá sínum lánssamning.
Jordon Ibe er ein skærasta vonarstjarna Liverpool og hefur verið hjá Liverpool í gegnum unglingastarfið eftir að Liverpool eyddi slatta af pening í hann þegar hann var sextán ára gamall. Hann spilaði strax “uppfyrir” sig með u18 ára liðinu og færðist fljótlega yfir í varaliðið. Hann er stór og líkamlega sterkur sem gerði hann nær ósnertanlegan á þessu stigi – ekki skemmdu knattspyrnuhæfileikarnir og hraðinn fyrir!
Ibe var nokkuð fljótt farinn að geta af sér gott orðspor á meðal stuðningsmanna Liverpool og þjálfara þeirra. Hann hóf að æfa annað slagið með aðalliðinu leiktíðina 2012-2013, aðeins um einu og hálfu ári eftir að hann kom til félagsins frá Wycombe.
Í lokaleik 2012-2013 leiktíðarinnar var hann í fyrsta skiptið í byrjunarliði Liverpool þegar liðið mætti QPR á Anfield. Hann átti frábæran leik, sýndi lipra spretti og lagði meðal annars upp sigurmark leiksins. Stuðningsmenn Liverpool komnir með smjörþefinn af því hvað Ibe getur.
Leiktíðina eftir fór Ibe að umgangast aðalliðið meira og spilaði í tveimur leikjum áður en hann var lánaður til Birmingham í fyrstu deildinni í janúar 2014. Hann spilaði þokkalega hjá Birmingham en náði kannski ekki að springa almennilega út – þar til í lokaleiknum þegar hann skoraði opnunarmarkið og lagði upp sigurmarkið sem bjargaði Birmingham frá falli úr 1.deildinni. Það hefur væntanlega gefið honum hellings inneign í reynslubankann!
(Hann er átján ára gamall þarna by the way!)
Hann snéri aftur til Liverpool um sumarið og tók þátt í æfingaleik með öðrum leikmönnum liðsins strax eftir að síðasta tímabili lauk áður en þeir fóru í sumarfrí. Þar vakti hann mikla athygli með frábærum sprettum og tveimur stoðsendingum. Brendan Rodgers var hæst ánægður með kauða og hrósaði honum í hástert fyrir framlag sitt í leiknum þar sem hann gaf Ibe tækifæri til að sýna hvað hann gæti.
Rodgers: “It was interesting, I asked him to do something different here. I played him on the side in the first half, but we switched to a diamond in the second half. I wanted to see him.
“It was similar to what I have done with Raheem (Sterling). I wanted to improve his football intelligence, play him in a different position. He played at the top of the diamond and he was excellent.
“He’s got running power, pace, and he has a lovely touch on the ball. He just needs to work on his finishing!
“The most important thing for me, though, is that he gets into those positions. For a kid of that age, his composure, his touch, his speed, he has all the attributes to be a real outstanding player.
Orð Rodgers voru ekki innantómt blaður eftir leik. Ibe tók þátt í öllum æfingaleikjum Liverpool þetta sumarið og spilaði nokkuð stórt hlutverk í nær öllum leikjunum. Hann hélt áfram að heilla. Áræðnin, hraðinn, krafturinn og tæknin olli mótherjum Liverpool miklum ursla og líkt og Rodgers benti á eftir Shamrock leikinn þá kom hann sér oft í frábærar stöður en þyrfti að vinna í því að klára færi sín ögn betur. Hann skoraði ekki á undirbúningstímabilinu en átti einhverjar stoðsendingar og nokkrar afar hættulegar rispur.
Margir vildu sjá Ibe beint í leikmannahóp Liverpool fyrir leiktíðina, þar á meðal ég, og töldu hann hafa sýnt nóg í þau skipti sem hann fékk tækifæri til að verðskulda reglulegt sæti í hóp fyrir leiki. Kannski sem betur fer var ekki hlustað á okkur og Ibe var lánaður til Derby County í 1.deildinni. Liverpool hafði leiktíðina áður lánað bakvörðinn Andre Wisdom til Steve McClaren og félaga í Derby með góðum árangri. Ibe fékk þar tækifæri til að spila á hinum enda töflunar í 1.deildinni, í stað þess að berjast í botnbaráttu með Birmingham fékk hann tækifæri á að berjast um toppsætin með Derby.
Ibe stóð sig afar vel hjá Derby þar sem hann spilaði hvað mest úti á vinstri vængnum þar sem hann gat keyrt inn völlinn og á skotfót sinn. Hann virtist hafa lært helling af reynslu sinni hjá Birmingham leiktíðina áður og því að umgangast aðallið Liverpool svona mikið yfir sumarið. Leikur hans virtist hafa þroskast töluvert á skömmum tíma og sjálfstraust hans virkaði mikið.
https://www.youtube.com/watch?v=HC3qlJAbWMM
Hann opnaði markareikninginn hjá Derby í sínum þriðja leik fyrir félagið og hélt uppi nokkuð reglulegri markaskorun þar til hann var kallaður til baka. Hann tók þátt í 20 leikjum með Derby í fyrstu deildinni og skoraði fimm mörk, eitt mark í fjórða hverjum leik er nokkuð magnaður árangur fyrir svona ungan og óreyndan leikmann í sterkri deild.
Ég renndi aðeins í gegnum spjallborð hjá stuðningsmönnum Derby County af og til í vetur svona þegar maður hafði ekkert að gera og Ibe var nýbúinn að gera eitthvað gott. Stuðningsmenn Derby voru afar spenntir fyrir honum og töluðu mjög fallega um hann, eins og gefur að skilja þá þótti hann stundum svolítið hrár og gerði algeng mistök í leikjum t.d. sendir eða skýtur á vitlausum tíma og þess háttar. Heilt yfir virtust margir sjá á eftir honum þegar Liverpool kallaði hann til baka og vildu ekki sjá hann á bekknum hjá Liverpool þegar hann gat spilað fleiri mínútur með þeim. Þakklæti stuðningsmanna til Rodgers og Liverpool virtist nokkuð mikið þar sem Derby hafði fengið tvo mjög góða leikmenn að láni frá félaginu tvær leiktíðir í röð. Bæði lánin hafa gengið vel upp og sambandið virðist gott á milli stjórana og félagana, maður gæti þá alveg séð fram á að Liverpool kæmi til með að lána leikmenn til Derby hvort sem þeir fara upp í Úrvalsdeild eða ekki.
Unglingastarf Liverpool er á hraðri uppleið undanfarin ár og er liðið farið að geta lánað marga efnilega leikmenn í stórar deildir þar sem þeir eru að gera fínt mót. Andre Wisdom er nú á láni hjá WBA og Sebastian Coates hjá Sunderland í Úrvalsdeildinni, Tiago Ilori er á láni hjá Bordeaux og Divock Origi hjá Lille í frönsku úrvalsdeildinni, Joao Teixeira er á láni hjá Brighton og Sheyi Ojo hjá Wigan í 1.deildinni, Luis Alberto er hjá Malaga í spænsku úrvalsdeildinni og leikmenn eins og Kevin Stewart, Lloyd Jones og Jack Dunn eru á láni hjá Cheltenham í 2.deildinni. Þetta eru bara þeir sem eru á láni núna enn er hellingur af efnilegum leikmönnum spilandi í Liverpool. Félagið er að gera frábært mót þarna í unglingastarfinu og starfi í kringum efnilega leikmenn.
Allavega, aftur að Ibe. Það kom mér eins og áður sagði töluvert á óvart að félagið skildi kalla Ibe til baka úr láni enda liðið farið að spila vel aftur og leikmenn farnir að finna taktinn. Það var því nokkuð óljóst af hverju liðið þurfti á Ibe að halda, sérstaklega í ljósi þess að hann er hvorki framherji né markvörður sem voru einn helsti hausverkur liðsins á leiktíðinni.
Rodgers gaf klára skýringu á því af hverju félagið ákvað að kalla Ibe til baka og þá skilur maður þetta allt saman töluvert betur.
Rodgers: “I think he’s ready now. You saw what he can do in his cameo and it’s just unfortunate that he’s not available for the cups.
“But I brought him back because with the set-up of the team there are more opportunities for him to play now. He can play in maybe four positions.
“He’s diligent enough. He gets forward but he also gets back, recovers well, so there are going to be more opportunities for him.
“I think he’s going to be a big player for us because he’s a wonderful talent with his power and pace, and he will be huge for us in the coming years.”
Parturinn varðandi uppstillingu liðsins og möguleikanum á að spila honum í mörgum stöðum útskýrir að mínu mati helling. Í Ibe fær Liverpool líka aukinn kraft og hraða í liðið sem hefur ekki verið offramboð af stóran part leiktíðar, hugsanlega byrjar hann ekki marga leiki til að byrja með að minnsta kosti en hann gefur Liverpool möguleikann á að koma með fríska fætur þegar líður á leiki.
Ibe er að upplagi kantmaður og þá einna helst vinstra meginn þar sem hann getur keyrt inn á hægri fótinn líkt og hann gerði mikið hjá Derby. Eins og Rodgers benti á í undirbúningstímabilinu þá virðist hann líka geta hentað afar vel í holunni. Fari Liverpool aftur yfir í 4-3-3 þá getur hann leyst af stöðuna vinstra meginn (og hægra meginn), hann getur spilað í holunni í 3-4-2-1 útfærslunni með liðið leikur núna og sömuleiðis í sitthvorum bakverðinum þar sem hann býr yfir svipuðum eiginleikum og Markovic og Moreno sem hafa einna helst leist þær stöður. Hver veit nema hann geti eins og Sterling hefur gert, fært sig yfir í framlínuna. Möguleikarnir eru, líkt og Rodgers bendir á, orðnir margir og líkur á mínútum með Liverpool aukist.
Jordon Ibe kom nokkuð óvænt inn í byrjunarlið Liverpool í gær gegn Everton þar sem hann tók stöðu Lazar Markovic sem hægri vængbakvörður. Hann var mikið í boltanum og var ein mesta ógn Liverpool í leiknum. Hann var óheppinn að skora ekki eitt eða tvö mörk og var valinn maður leiksins. Hann er líklega kominn til að vera. Innkomur hans gegn West Ham, þar sem hann var nálægt því að leggja upp mark, og Everton hafa verið mjög heillandi og maður vill fara að sjá meira af honum.
Rodgers: “I have been just waiting to put him in. I called him back because I thought now he can really contribute,” he said.
“He had a great spell on loan, which is what you want from your young players, and he had a good time at a good club but it was time for him to come back and feature.
“I had no qualms about putting him in. It was a brilliant performance by him, he was unfortunate not to have scored with his run and strike.
“He has wonderful temperament and technique and is tactically very good for a kid coming into that system. I am very pleased for him.
Miklar vonir eru bundnar við Ibe hjá Liverpool og reiknar fólk með að þarna sé á ferðinni ‘næsti Sterling’ hjá félaginu. Það er ekki galið að reikna með því enda margt svipað með feril og eiginleikum þessara stráka (sem eru fæddir sama dag með árs millibili) en leikmennirnir alls ekki eins.
Báðir búa yfir gífurlegri tækni og hraða en mér hefur alltaf fundist Sterling líklegri til að vera ‘leikstjórnandi’ í sínu liði en Ibe. Maður reynir að forðast það eins og heitann eldinn að bera saman leikmenn og telja einhvern ‘næsti’ hinn og þessi en ég hef alltaf séð fyrir mér Sterling sem Messi-týpu en Ibe sem meira Ronaldo/Bale-týpu. Hæfileikaríkur leikmaður með mikla líkamlega eiginleika sem gera hann að algjörum skriðdreka þegar hann tekur á rás og verður nær ósnertanlegur, hann sker líka svipað inn á skotfótinn sinn líkt og þeir gera. (Er by the way ekki að gefa til kynna að þeir séu næstu Messi eða Ronaldo, bara einfaldlega að gera samanburð á mun á leikstíl þeirra)
Ég hlakka mikið til að fylgjast með framförum Ibe í vetur og á næstu árum, það er mikið hype í kringum þennan leikmann sem á fullkomlega rétt á sér. Þessi strákur er með urmull af hæfileikum og gæti með réttu hugarfari og undir góðri leiðsögn náð miklum hæðum á ferli sínum.
Bara að tékka inn sem farþegi í Ibe-lestinni. Hef alltaf haft mikið álit á þessum leikmanni, vona að hann fái sem flest tækifæri.
Ég held líka að þegar sagan verður gerð upp, þá verði þessarar leiktíðar einna helst minnst sem leiktíðarinnar þegar “ungi” kjarninn í liði Rodgers var að spila sig saman. Ég á þannig séð ekki von á neinni flugeldasýningu varðandi bikara eða meistaradeildarsæti, en liðið er að fá mikinn spilatíma saman, og það er bara akkúrat það sem þarf.
Mjög gaman að lesa um Ibe og hans þróun hjá félaginu.
Sama hvernig þetta tímabil endar þá held ég að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir félagið:
– Ungir leikmenn eru að fá gríðarlega mikilvæga reynslu.
– Margir þeirra eru einnig að spila sig inn í ensku deildina eins og Can og Moreno sem virðast nú þegar hafa tekið út nokkur mikilvæg mistök og eru að aðlagast óhemju vel.
– Rodgers hefur væntanlega lært af því að ætla að treysta um of á Sturridge og hann fær líklega meiri samkeppni næsta vetur.
– Liðið hefur fengið nokkra leiki án Gerrard og sýnt að það er til alls líklegt án hans – held að það telji drjúgt í sjálfstrausts áfyllingunni að þurfa ekki “allt í einu” að spila án hans næsta haust.
– Ungir leikmenn fengu að finna fyrir því hvernig er að vinna sig uppúr mikilli dýfu og það ætti að gagnast þeim og Rodgers einnig fyrir komandi leiktíðir.
… allt í allt er þetta tímabil(hingað til) þannig tímabil, þar sem ungir og ferskir leikmenn hafa sannað sig umfram eldri og reyndari pósta. Markovic(Ibe) > Johnson, Can > Toure, Sakho > Lovren, Moreno > Enrique, Sterling > Balo&Borini&Lambert og jafnvel Coutinho > Gerrard og Henderson > Allen ef maður á að ganga alla leið. Þeir einu af “eldri/reyndari kynslóðinni” sem virðast vera að halda mikilvægi sínu það sem af er tímabili eru Lucas og Skrtel, Mignolet einhversstaðar inn á milli þar sem hann hefur enga samkeppni og hefur líka verið upp og niður.
Ég held að þessi þróun sé góð og mjög mikilvæg fyrir Liverpool á komandi leiktíðum og því fagnaði ég sérstaklega innkomu Ibe í gær og frammistöðu hans. Rodgers hefur sýnt það að hann kann virkilega að velja stund og stað fyrir lán og innkomur ungra leikmanna. Meistaradeild og bikarsigur(FA eða Euro) væru mikill bónus þessa leiktíð en aðal sigurinn held ég að felist einmitt í þessari þróun til framtíðar!
Ég er því eins og staðan er í dag tvímælalaust á Rodgers vagninum þrátt fyrir brösugt gengi í vetur!
Ég held að þessi náungi býður upp á marga möguleika. T.d væri hægt að stilla honum upp í kantbakverðinum og færa marcovic framar á völlinn eða setja sterling í tíuna fyrir framan hann og sturridge fremstan þegar hann er kominn í topp form.
T.d virkar liðið suddalega sterkt á pappírnum ef það er einhvern veginn svona .
Mignolet
Can- Skrtel – Sakho
Ibe – Lukas Henderson – Moreno –
—-Marcovic – – Coutinho
– Sterling
Það sem mér þykir heillandi er hvað hraðinn er orðinn rosalegur á vængjunum. Svo er ekki verra að vera með menn eins og Lallana sem er miklu nær því að vera Coutinhno týpa af leikmanni er líka hægt að stilla upp og hann kemur með allt öðruvísi fídusa inn í liðið en t.d sterling eða Ibe.
virkilega spennandi leikmaður sem lofar mjög góðu sást i viðtölum eftir leik að hjartað hans er orðið eldrautt og vonandi verður hann sem lengst ef hann heldur áfram á þessu róli en mér langar að leiðrétta eina setningu “stór sterkur og hraður” ibe er 176 cm sem er korter i dvergamörk
“Hann er stór og líkamlega sterkur sem gerði hann nær ósnertanlegan á þessu stigi”
Er ekki verið að skírskota í það þegar hann var 16 ára að spila með u18 ára og var mjög líklega jafn stór og sterkari en þeir sem eldri voru? Ég tók þessu þannig.
Þetta var meira í átt að þvi að hann er massaður og þannig stór heldur en hár í lofti. Annars er ég ekki nema um 172-173 cm þannig að margir eru stórir í minum augum! 😉
BR hefur sýnt það að hann er óhræddur að gefa ungu strákunum séns og ég tel að við sjáum töluvert frá ibe næstu mánuði enda væri stjórinn ekki að kalla hann úr vel heppnuðu láni nema hafa alvöru not fyrir hann.
Þessi strákur er nottla kornungur og ef ekki væri fyrir þá staðreynd að síðustu tvö tímbil hefur farið mikil vinna í það að þróa og þroska sterling í liðinu þá gæti ibe hafa spilað meira en engu að síður þá hefur þróun á hæfleikum ibe gengið vel og sér maður að hann hefur fullt fram að færa í byrjunarliðið.
Það verður mjög gaman að fylgjast með næstu vikum og sjá piltinn.
Ég veit ekki alveg hvað þetta þýðir fyrir Markovic en hann hefur spilað ágætlega undanfarið án þess þó að vera með einhverja flugeldasýningu og vissulega langt í land fyrir hann ef hann ætlar að standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans. Líklegast takmarkar þetta aðeins leikina hans en það er kannski líka bara gott fyrir hann.
Aðeins utan efnis. Liðin fyrir ofan okkur voru og eru dugleg við að tryggja sér á lokamínútunum. Bara um helgina t.d. skoraði Tottenham á 86 mín, City á 92 mín, Sotom á 93 mín og Man Utd á 92 mín. Einhvern veginn finnst manni alltaf eins og þessi lið og Chelsea muni jafna eða vinna leiki á þessum tíma á meðan ef Liverpool er ekki búið að skora fyrir 70 mín þá verður ekki skorað. Vantar þessa killer instinct hjá okkur sem hin liðin hafa.
Takk fyrir þennan flotta pistil um Ibe.
Framtíðin er björt hjá Liverpool.
Dassinn #8: það er nú ekki lengra síðan en í síðustu viku að liðið skoraði 2 mörk eftir 85. mínútu. Ekki það að maður vildi alveg sjá það gerast oftar, t.d. í Everton leiknum…
Annars. Eftir að hafa séð West Ham – Man Und – þá held ég að Alexis Song væri snilldar kaup sem arftaka Gerrard. Frábær sendingarmaður og rosalega góður varnarlega líka. Fjarri því jafn góður sendingarmaður og Gerrard en það sem kemur á móti er að varnarlega er hann miklu betri. Finnst fitta hundraðprósent inn í spilamennsku Liverpool.
Raunar ótrúlegt að hann skuli vera að spila með West Ham.
#10 Daníel. Jú þeir gerðu það en það var í bikarleik gegn chapionship liði einum manni fleirri. Vissulega gerist það alveg að þeir skori eftir 70 mínútu, tók svona til orða en mér finnst alltaf mun meiri líkur að hin liðin skori þetta seint en Liverpool.
Sammála því að ég væri til í Alex Song sem rotation í dm, selja Allen í staðin. En djöfull verður nú spennandi að sjá hvernig liðið verður með menn eins og Emre Can, Moreno, Sakho, Ibe, Coutinho, Sterling, Origi og Ojo á næstu árum 🙂
https://www.youtube.com/watch?v=Dhrdch2hEUw
Það mætti líka nefna 3-2 leikinn við QPR.
Það er hellings karakter í þessu liði, ég hef ekki nokkrar áhyggjur af þessu
3 – 2 QPR: þar komu 2 mörk á síðustu mínútum
2 -2 Arsenal: 1 mark á 97. mínútu
1 – 0 Stoke: Mark á 85. mínútu
Dæmin eru því klárlega til staðar. En eins og ég sagði, þá væri ég algjörlega til í að sjá okkar menn gera þetta oftar.
Kolo Afríkumeistari sá mikli snillingur!
#2 Allen er yngri en Henderson
@turi #17 Nei, Allen er um 3 mánuðum eldri en Henderson
Ánægður merð BIg Sam. Hann sagði eftir leikinn í við ManU að þeir hefðu haft góða stjórn á leiknum þar til ManU breytti um taktik og fór að spila “kick and run” bolta. Þá hefðu þeir lent í smá erfiðleikum með þá ; )
Sá WH-ManU svona í köflum þar sem ég var annað að gera. Það sem ég sá var ekki til útflutnings ef frá er talinn enn ein stórbrotin frammistaða DeGea. Ástæðan fyrir því að ég minnist á þennan leik er að ég er að fabúlera um formkúrfuna á liðunum fyrir ofan okkur.
Chelsea er vél og í mínum huga er 98% öruggt að þeir verði Englandsmeistarar.
ManCity hefur ekki unnið í 5 leikjum í röð en gæðin eru of mikil til að ætla að þeir missi af öðru sætinu.
Southampton glímir við langan meiðslalista og ég tel útilokað að þetta rönn haldi áfram. Þeir grísuðust á sigur um helgina en þetta er að fjara út.
ManU er orðið eins manns lið þ.e. DeGea. Að vísu hefur Van Gaal tekist að rækta gamalkunna seiglu í liðið en að öðru leyti virðist sá gamli sækja hugmyndafræði sína til neðri deildanna, þ.e. þruma boltanum eitthvað fram völlinn. Veit ekki hvað skal halda um ManU annað en að svona spilamennska getur ekki gengið áfram.
Arsenal fer alltaf í gang á vorin og þetta vor verður engin undantekning því miður.
Tottenham er áhugaverðasta liðið í þessum hópi. Ég sá leikinn við Arsenal að mestu og krafturinn í liðinu kom á óvart. Liðið hljóp Arsenal hreinlega í kaf þannig að eitthvað er Pochettino að gera rétt á æfingasvæðinu.
Tottenham er því andstæðingurinn sem verður að sigra.
Mín punktstaða er því að þetta 4 sæti verði erfitt en ekki ómögulegt. Ég held að líkurnar séu í námunda við 35%. Þá tel ég líkurnar á að LFC vinni EL um 15%. Ef þetta er rétt mat eru um 50% líkur á CL á næsta ári.
Ef við vinnum Tottenham á morgun hallast ég að því að auka líkurnar á 4 sæti í 45% en ef við missum af stigum færi ég líkurnar niður í 20%.
Ég tók eftir því að það voru nokkrir sem drulluðu vel yfir það að Brendan skuli hafa tekið þá Sterling og Coutinho af velli á móti Everton þar sem við þurftum að fá mark í leikinn.
En eins og sást í þeim leik og svo staðfest í viðtali við Rodgers í morgun þá urðu þeir fyrir meiðslum í leiknum og urðu að fara af velli.
http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/179720-boss-latest-on-adam-philippe-and-raheem
Vonandi ná þessir 3 leiknum á móti Everton.
Flottur pistill. Nú höfum við verið að monta okkur yfir því að við séum með efnilegt lið og að framtíðin sé björt og allt það, sem hún er……en athyglisvert að lið Tottenham sem vann Arsenal um helgina er yngsta lið deildarinnar í ár.
http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2944610/Tottenham-Hotspur-s-winning-XI-against-Arsenal-average-age-24-years-37-days.html?ITO=1490&ns_mchannel=rss&ns_campaign=1490
Þetta er ótrúleg keyrsla á liðinu þessa dagana og þessir tveir bikarleikir við Chelsea voru nú ekki til að bæta ástandið. Nú reynir á að nýta hópinn og ná að gefa mönnum frí inn á milli. Helst verður svo að vera að engin er ómissandi þó að mér finnist Coutinho vera næst því að vera það.
Þetta verður svakalegur úrslitaleikur á morgun við Tottenham. Sigur og allt er opið en tap og við getum einbeytt okkur að FA Cup og Europaleague sem ég er nokkuð spenntur fyrir í ár.
#19 Guderian
Ef það eru 35% líkur á að við náum 4.sætinu, og 15% líkur á því að við vinnum Europa league, eru þá 50% líkur á því að við verðum í CL á næsta ári ????? 🙂
Er ekki líkindareikningurinn eitthvað aðeins að stríða þér hérna ??
Það eru minni en helmings líkur á að komast í CL eftir leið eitt, og miklu minni en helmingslíkur að komast eftir leið 2, en samt eru helmingslíkur á að við komumst ??
🙂
Insjallah..
Carl Berg
Ég sé miklu meira tækifæri á að komast í þessa blessuðu Meistaradeild í gegnum Evrópudeildina. Þar þurfum við einungis að treysta á okkur sjálfa og ekkert annað.
Í deildinni þurfum við hinsvegar að treysta á að liðið okkar komist á flug og að haugur af liðum fyrir ofan okkur missi flugið. Fengum ansi gott tækifæri á að nálgast liðin fyrir ofan okkur um helgina enda töpuðu Arsenal og Utd stigum. Veit ekki hversu mörg tækifæri við höfum fengið til að saxa á þessi lið en alltaf náð að klúðra því. Náum þessu sæti ekkert ef við nýtum ekki dauðafærin til að brúa bilið. Það er einfaldlega þannig.
Áhugavert Guderian, ég vildi að þú hefðir rétt fyrir þér.
En þó ég vilji vera bjartsýnn finnst mér þetta vel í lagt. Við erum í þeirri stöðu að ein mistök á slæmum stað (gegn Tottenham, Utd, Arsenal) geta sett okkur í mjög erfiða stöðu. Því finnst mér 35% vera bjartsýnt, hefði þó kannski skrifað undir það með sigri á Everton um helgina.
Staðreyndin er hins vegar sú, eins og þú bentir réttilega á í kommenti við leikskýrslu, að það er komin þreyta í liðið og næstu vikur verður áframhald á tveimur mikilvægum leikjum á viku. Lykilmenn eru farnir að meiðast (Lucas, Coutinho, Lallana), Sturridge er sannarlega kominn inn en ekki alveg í gang, sem er óvissuþáttur því markaskorun er óneitanlega flöskuháls, og áframhaldandi álag á þremur vígstöðvum getur haft veruleg áhrif á mannskapinn. Enn ein óvissan er hvort Rodgers hafi rótasjóns-elementið í nægilega ríkum mæli til að höndla þetta allt, nú eða sansinn fyrir Evrópu – taktík. Af þessu öllu saman hef ég mestar áhyggjur af markaþurrð. Við verðum að fara að skora meira ef þetta á að ganga.
PS. Varúð: Það sem kemur á eftir er bara fyrir Carl Berg og aðra líkindareikningsnörda. Hættu að lesa núna ef þú ert ekki einn af okkur!
Svo er smá skekkja í líkindareikningnum. EF 4. sæti í PL og sigur í EL eru óháðir atburðir (þ.e. annar atburðurinn hefur engin áhrif á líkurnar í hinum – sem stenst klárlega ekki því velgengni í EL eykur leikjaálag, meiðslahættu og dregur því úr líkum á velgengni í PL) þá er rétta leiðin til að leggja saman líkur þessi:
P(CL-sæti) = 1 – (0,65*0,85) = 0,45 eða 45%.
Margfeldið 0,65*0,85 endurspeglar líkurnar á að Liverpool komist EKKI í CL og 1 – margfeldið eru því samanlagðar líkur á að liverpool verði í 4. sæti, vinni EL eða hvort tveggja. En þessi niðurstaða gildir þá og því aðeins að atburðirnir séu óháðir (sem þeir eru ekki) og að forsendur um 35% og 15% standist. Raunlíkur eru því líklega eitthvað minni.
Auðveldasta leiðin til að sannfæra sig um að bein samlagning er röng, væri að gefa sér þær forsendur að það væri 50% líkur á 4. sætinu og 50% líkur á sigri í EL. Bein samlagning gæfi þá 100% líkur sem er auðvitað rangt því það er mögulegt að hvort tveggja klikki. Rétt er að líkurnar á CL sæti væru 75%, þ.e.: 1- (0,5*0,5)=0,75.
Hvaða áhrif hefur þetta á líkindareikninginn hjá þér ?
Liverpool fear Lucas Leiva could be out for a month with thigh injury
http://www.theguardian.com/football/2015/feb/09/lucas-leiva-liverpool-thigh-injury
Áhugaverðar og sanngjarnar athugasemdir við líkindareikninginn minn.
Í fljótfærni gerði ég ráð fyrir að árangur LFC í þessum tveim keppnum séu óháðir atburðir og notaði samlagningarreglu líkindareiknings beint.
Þetta er vitanlega ekki rétt þar sem draga þarf frá líkurnar á atburðinum þegar að þessir atburðir gerast báðir þ.e. að LFC nær fjórða sætinu og vinnur EL.
Þannig að svona fæ ég þetta út: P(LFC spilar í CL) = P(LFC nær 4 sæti) + P(LFC vinnur EL) – P(LFC nær 4 sæti og LFC vinnur EL) = 0,35 + 0,15 – (0,35*0,15) = 42,5%.
Ég biðst innilega velvirðingar á þessu.
1 – (1 – 0,35%) * (1 – 0,15%)
Mikið áfall að Lucas sé meiddur. Hann er sá leikmaður sem við þurftum endilega að hafa í komandi erfiða leiki. Ætli BR setji Gerrard aftur í stöðu varnarmiðjumanns eða kannski Allen ?
Helst vildi ég fá Can í þessa stöðu, og þá þyrfti Lovren að stíga upp og sanna fyrir okkur að hann eigi heima í þessu liði.
Líkurnar á því að spjallið hér inni á kop.is fari út í nördamálefni eins og tölfræði eru líklega 100%.