Kop.is Podcast #77

Hér er þáttur númer sjötíu og sjö af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 77. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum. Með mér að þessu sinni voru Babú, Einar Örn, SSteinn, Maggi og Eyþór.

Í þessum þætti ræddum við bikarsigrana á Bolton og Crystal Palace, dráttinn í 8-liða úrslit, deildarleikina gegn Everton og Spurs og hituðum upp fyrir Evrópudeildina.

19 Comments

  1. Takk fyrir podcastið meistarar. það versta við þennan besiktas leik á anfield er að southampton leikurinn er um helgina, ef hann hefði verið í dag og við hefðum tapað honum myndi ég stilla upp sterkasta liðinu í þennan leik. en ef að við hefðum unnið hann gætum við stillt upp aðeins slakara liði. þessvegna held ég persónulega að það verði gerðar 2-3 breytingar myndi tippa á liðið svona

    Mignolet
    Lovren—-Skrtel—-Sakho
    Ibe—–Henderson—-Allen—-Moreno
    Lallana—-Coutinho
    Balotelli
    Annars erfitt að segja til um það hvað rogers gerir hann hefur verið að leggja allt í sölurnar í öllum keppnum og verður að fara að nota hópinn aðeins betur

  2. Snilld! Ég er alltaf í fótbolta kl 22:30 á mánudagskvöldum og það er ekki auðvelt að gíra sig niður til að fara að sofa eftir það. Rjómabolla og kop.is podcast eru hins vegar góð uppskrift að slíku. 🙂

    Áhugaverðar umræður, sérstaklega um hvort og hvernig þarf að rótera.

    FA cup er orðin alveg svakaleg núna, þetta er einfaldlega bullandi séns. Verst hvað það er svakalegt leikjaprógramm í nánd og fjölmargir komandi leikir í deildinni eru nánast eins og bikarúrslitaleikir upp á atlöguna að fjórða sætinu. Tap gegn topp fjögur keppinautum yrði ansi dýrkeypt að því leyti.

    Sammála því að ef ég gæti valið núna, myndi ég frekar vilja sigur í Evrópudeildinni en fjórða sæti í deildinni – bikar, ekkert umspil um sæti í CL o.s.frv.

    Skemmtilegir tímar framundan, mikið af rosalega áhugaverðum leikjum!

  3. Takk fyrir enn eitt podcastið strákar. Ég verð að segja að ég er alveg sammála Magga með það að BR verður að fara að sýna okkur að hann sé maður í að koma liðinu eitthvað áfram í Evrópu. Við erum kannski of góðu vanir eftir að hafa haft Rafa sem stjóra og algjöran meistara í að stúdera lið sem við vorum að mæta í CL. á sínum tíma.
    Vonandi fer BR að sýna okkur það sama og við höfum verið að sjá í deild og bikar, en ég er ekkert að springa úr bjartsýni. Fæ vonandi að éta þetta ofan í mig eftir þessa tvo leiki við Tyrkina. Vill síðan alla daga frekar vinna þessa keppni og enda í 5 sæti í deild heldur en að detta út og ná 4 sæti í deild. Bikar er bikar.

  4. Ef við mundum vinna Evrópudeildina og enda utan topp4 í deildinni, færu þá fimm ensk lið í CL?

  5. Maður er nú svo illa innrættur að mér hlínaði um hjartarætur við síðasta komment ????

  6. Svolítið off-topic, en er þetta örugglega rétt haft eftir Agger?

    http://www.visir.is/agger-treysti-ekki-lengur-ordum-rodgers/article/2015150219118

    Manni finnst líka að ef hann vildi spila þrátt fyrir að læknateymið væri búið að segja að hann ætti alls ekki að gera það, að þá finnst mér það mjög vafasamt viðhorf. Ef ég væri stjórinn myndi ég vilja hafa leikmenn í topp líkamlegu standi, og ég myndi bara alls ekki vilja spila leikmönnum sem væru tæpir, hvað þá leikmönnum sem læknateymið væri búið að segja að eigi ekki að spila undir neinum kringumstæðum.

  7. Off topic:

    Markovic fær _4_ leikja bann fyrir brot sem er varla brot?!

    Costa fær 3 leikja bann fyrir að vísvitandi reyna að slasa leikmann.

    comical.

  8. en ef lið sem endar í 1-4 sæti vinnur evrópudeildina fær þá 5 sætið þáttökurétt ?

  9. ef bæði Arsenal og Liverpool enda utan topp4 í deildinni, Arsenal vinnur CL og Liverpool EL. Hvað þá?

  10. Liverpool fer þá í CL (sem er aðalatriðið) og Arsenal líka, hvað með lið 3 og 4 í deildinni, færu 5 ensk lið, jafnvel 6 í CL?

  11. Fjögurra leikja bann!?! Þvílíka bullið sem þetta er. Sem betur fer erum við með breiðan og góðan hóp.

  12. Veit einhver hvort það sé kominn tími og dagsetning á leik Liverpool- Blackburn í bikarnum?

  13. Mér finnst þið ansi kokhraustir núna, hlustaði á byrjun þáttarins og heyrist að það þurfi ekkert að spila meira í FA cup þar sem Liverpool er bara búin að vinna bikarinn. Ég skrifaði comment hérna hjá ykkur í lok síðasta árs um það að þið ættuð að slaka á vegna þess að flestir hér vildu ekki sjá liverpool taka Basel því þeir myndu hvort sem er tapa í 16-liða. Ég benti á sá staðreynd að það geti margt breyst á skömmum tíma og ég væri ekki maður til að drulla eða gleðjast yfir óförum annarra liða. Þið talið allflestir um að man utd sé bara drullu lélegt lið, það á sér enga stoð í raunveruleikanum,það er ennþá í 3 sæti og komið í 8-liða úrslit í FA cup. Ég veit að þið talið um heppni en lið skapa sína eigin heppni. Þarna eru einstaklingar stútfullir af hæfileikum þó þeir séu ekki að spiæa nægilega vel saman á þessum tímapunkti. Ykkur finnst Liverpool liðið betra en þið eruð líka ekki hlutlausir, mér sem united manni finnst okkar hópur betri en það þýðir ekki að það sé hann. Ég afsaka ræðuna og ég veit að þetta er liverpool spjall en ég hlusta oft á hvað stuðningsmenn annarra liða segja, þið stjórnendur eru oftast málefnalegir en eins og þið töluðum um United fannst mér hrokafullt.

Blackburn í FA Cup

Be?ikta? á Anfield