Byrjunarliðið gegn Blackburn – uppfært!

Þá er komið í ljós hvaða leikmönnum er treyst fyrir því verkefni að koma okkur í undanúrslit FA-bikarsins sem myndi þýða heimsókn á Wembley í aprílmánuði.

Liðið er svona:

Mignolet

Can – Skrtel – Lovren

Johnson – Lallana – Henderson – Markovic

Sterling – Sturridge – Coutinho

Bekkur:Ward, Toure, Lambert, Moreno, Sakho, Balotelli, Williams.

Held allavega að þetta sé svona. Kannski er Johnson í vörninni, Can á miðjunni þá, Sterling og Markovic á köntunum og Lallana með Coutinho undir Sturridge.

Sjáum til, hef fína trú á þessu.

KOMA SVOOOOOOO!!!!!!!!

Uppfært

Búinn að hlusta á viðtal við Rodgers þar sem hann upplýsti liðsuppstillinguna, ætla að leiðrétta hana í samræmi við það.

Mignolet

Johnson – Skrtel – Lovren

Sterling – Can – Henderson – Markovic

Lallana – Sturridge – Coutinho

78 Comments

  1. Já, hvort skyldi það nú vera….mér finnst þetta pínu skrýtið og eiginlega hvorugt ganga alveg upp…

    Er ekki líklegra að hann setji Johnson í vörnina heldur en í botnlaus hlaup upp og niður kantinn? Er heldur ekki viss með Lallana á miðri miðjunni og liði betur með Can þar. Á hinn bóginn er dáldið glannalegt að vera með Sterling og Markovic sitt hvorum megin á köntunum. Nema Rodgers ætli sér beinlínis að kæfa þá í klikkaðri 6-manna hápressu frá byrjun, sem gæti svo sem alveg gengið á móti neðri-deildarliði.

    Allen hlýtur svo að vera meiddur fyrst hann er ekki í hóp.

    Við sjáum til. Ekkert svigrúm fyrir rugl í dag. Verður að valta yfir þessa dúdda frá byrjun.

  2. Spái því að Johnson sé með Skrtel og Lovren aftast. Þó hann sé kominn á fertugsaldurinn, þá hlýtur for helvede að vera hægt að láta hann byrja í þeirri stöðu á móti liði einni deild neðar.

  3. Ég held að liðið meiki meira sens svona:

    Mignolet

    Johnson Skrtel Lovren

    Sterling Can Henderson Markovic

    Lallana Coutinho

    Sturridge

    Rodgers hefur notað Johnson í 3-manna vörninni áður, frekar en í vængbak, og það meikar ekki sens að láta Lallana spila með Hendo á miðjunni. Can verður þar.

    Sterkt lið hvort heldur sem er. Við eigum að vinna þennan leik í dag.

  4. Af hverju ekki ad byrja med Sakho inni ef GJ er í back-three? Hefdi viljad sjá Sakho vinstra meginn og Lovren hægra meginni… Og Can skriddrekann fyrir fram í Def -mid

  5. Þeirra hættulegasti maður er klárlega Rudy Gestede. Frábær skallamaður og var orðaður við nokkur Úrvalsdeildarfélög í janúarglugganum. Virkilega hættulegur í föstum leikatriðum eftir spyrnur frá Tom Cairney. Vinnum þetta 3-1. YNWA!

  6. Glen Johnson er eina nafnið þarna sem mér finnst ekki eiga skilið að spila en ég óska honum og liðinu góðs gengis og er einamarkmiðið að komast áfram.

  7. Fínt lið, er hinsvegar skíthræddur með Johnson þarna í RCB. Kom inn gegn Chelsea minnir mig og í þessa eða LCB og var eins og keila fyrir sóknarmenn Chelsea. Enn shit hvað ég er spenntur fyrir þessari miðju, Can – Henderson finnur ekki kraftmeiri miðju.

  8. Jæja þá fær maður að sjá Can í þeirri stöðu sem hann var keyptur til að spila. Bíst við góðum hlutum.

  9. Úff maður er nú orðin frekar áhyggjufullur skrölti er ekki vanur að liggja svona.

  10. hann hefur steinrotast þegar hann lenti þarna og það er verið að passa uppá ef eitthver bak eða hálsmeiðsli hafa átt sér stað.

  11. Nú er engin eftir í þessari flottu vörn Can, Skirtle, Sakho. Johnson.

    Lovern og Toure hljómar ekki alveg eins vel verð ég að segja og hrikalegt að missa Skirtle. Vona bara svo innilega að Skirtle verði ekki lengi frá.

    Hann virðist reyndar ekki sáttur með þetta, sennilega og vonandi lítð að honum og þetta bara fyrirbyggjandi ráðstafanir.

  12. Skrtel heldur um haus sér þegar hann er borinn af velli. Ekki út af meiðslunum heldur út af því að hann þarf að fara útaf og getur ekki spilað meira. Alvöru nagli, gefur tvo þumla upp þegar hann er borinn af velli til að láta vita að allt sé í góðu lagi.

  13. Johnson Toure og Lovren er ekki beint mest spennandi vörn sem ég hef séð, vonandi kemur það ekki að sök en klárlega ekki vörn sem ég vil sjá í fleiri leikjum.

  14. Þessi Gested búinn að meiða þá nokkra.. Vona að sem flestir okkar manna komist heilir frá þessum gaur…

  15. afhverju fekk gaurinn ekki gult spjald fyrir að negla í magan á sterling ????

  16. Djöfull spilar Blackburn groddalega, sáuð þið þegar það var neglt í löppina á Coutinho þegar hann var í skotinu áðan og núna negla þeir í Sterling

  17. Ég væri svo til í að fá Sakho inná til að færa ró í þá öftustu. Að hafa Johnson og Lovren þarna þýðir að menn eru ekki í stöðu og mistökin gætu orðið þónokkur. Finnst þetta ekki beint traustvekjandi vörn eins og staðan er núna.

  18. Mariner virðist ekki hafa hugmynd um hvað hann er að gera þarna. Sunnudagsþynnkan líklega að fara eitthvað illa í hann!

  19. Tryggvi #30

    80% possession hefur bara ekkert að segja eitt og sér. Það hefur sýnt sig hjá þeim liðum sem BR hefur stjórnað, Swansea og Liverpool. Það vantar gæði í sóknina til að nýta svona possession.

    Koma svo, setja meiri kraft í þetta í seinni!

  20. Ekki hálfleikurinn sem ég hafði séð fyrir mér. Possession já, en fá góð færi og Blackburn hættulegir þegar þeir komast upp. Hefðu getað fengið víti á Sterling, vinna flesta fyrstu bolta úr dauðum spyrnum og Can með gult.

    Mér finnst vanta svona 10% ákefð í þetta. Eins og menn haldi að þetta komi svona sæmilega af sjálfu sér. Að gæðin muni sjá um þetta. En það er hættulegt hugarfar.

    Svo er völlurinn skrýtinn. Grjótharður. Meira eins og í Afríkukeppninni. Hægir klárlega á leiknum þegar boltinn skoppar svona mikið.

    Sé svo sem ekkert annað fyrir mér en að þetta komi. Það hlýtur að hægjast á hinum þegar líður á leikinn og þá er að notfæra sér það.

  21. þetta blackburn lið spilar hrottalegan fantabolta… gestede er klárlega algjörlega í sérflokki hvað það varðar…

  22. Það er eins og dómarar sætti sig betur við gróf brot þegar neðri deildarliðin eru að spila. Eru reglurnar og mörkin sem dómararnir setja einfaldlega önnur þá? Alveg makalaust hvernig þetta virkar

  23. Ok ég þoli illa nöldur yfir dómaranum… en andskotinn hafi það… lengi má manninn reyna…

  24. Útaf með Lallana og inná með Balotelli. Vantar meiri sóknarþunga í þetta og Lallana er búinn að vera skelfilegur.

  25. Can kemur ekki eins sterkur út sem tengiliður og sem miðvörður. Vörnin veikist verulega við að hann ekki í hjarta varnarinnar og þar að auki hafa bæði Joe Allen og Lukas komið miklu betur út sem varnartengiliðir.
    Ég hefði líka viljað fá Sakho inn en ekki Toure því hann er hávaxnari og hefði dugað betur í baráttunni um skalla bolta. Þar fyrir utan er Sakho mannæta og það kemst enginn framhjá honum nema fuglinn fljúgandi.

  26. Tuddabolti litla liðsins gegn stóra liðinu, og dómarinn gerir ekkert. Er þetta ekki skilgreining bretans á “rómantík” bikarsins?

  27. Djöfull skil ég pirringinn í Sterling. Alveg magnað hvað dómarar eru með mikið fetish fyrir þessum grófu leikjum

  28. Ok ég bara get ekki setið á mér lengur… Ég er gjörsamlega hoppandi brjálaður yfir þessari dómgæslu!!!

  29. Ég skil aldrei þessi langskot hjá Balotelli. Hann er aldrei nálægt því að skora.

  30. Jesús almáttugur hvað Sturridge er búinn að vera lélegur síðan hann kom úr meiðslum

  31. ja skelfilegur alveg skoraði meira segja í síðasta leik og allt. Hann er mannlegur og hinir eru ekkert búnir að nýta færin sín betur

  32. Spurning um að reyna Long ball United taktík á þetta síðustu 10 mín…

  33. Ætlar þetta að vera enn einn leikurinn gegn neðri deildar liði, á heimavelli, sem við getum ekki drullast til að klára?!!?

    Gefa nú allt í þetta djöfullinn hafi það!

  34. Það má alveg kenna vellinum og dómaranum um, en sannleikurinn er nú bara sá að sendingarnar hafa ekki verið nógu nákvæmar, sérstaklega nálægt vítateignum. Eins og menn séu ekki að leggja sig 100% fram, haldandi að 80-90% dugi gegn neðrideildarliðum?

  35. Þetta var nú nokkuð fyrirséð, sérstaklega eftir að Srketlinn var farinn, að liggja aftarlega og pressa eins hátt og LFC leyfir. Tækla allt sem hreyfist og vonast eftir varnamistökum.
    Fyrir mörgum yngri leikmönnum Blackburn þá er þetta leikur lífs þeirra.
    Við þurfum bara að hafa fyrir þessum, líklega að klára þetta á Ewood park…
    Dómarinn er hinsvegar alveg á bandi Blackburn, það er klárt.

  36. Þetta er einn af þessum dögum, gengur ekkert upp fyrir framan þetta mark og stuðningsmenn Blackburn láta Kop líta út fyrir að vera andlaus stúka.

  37. Þetta er eins og að vera með kláða sem er ekki hægt að klóra í burtu.

  38. Væri til í að sjá Moreno koma inn til að sprengja upp vörn Blackburn með hraða sínum, Sturridge eða Sterling útaf, sárvantar eitthvað líf í okkar leik!

  39. Jájá bara létt gult fyrir sóla í læri. Fyrst gula spjaldið í leiknum ef mér skjátlast ekki

  40. Kórónar þetta síðan með einni mínútu í uppbótartíma okok jájá flottur

  41. hefði ekki skipt máli þó hann hefði bætt 10 við vorum aldrei að fara skora

  42. Kannski ekki hægt að kenna dómaranum einum um markalausan leik, en djö fór maðurinn í mínar taugar að minnsta kosti.

  43. Ömurlega lélegt að ná ekki að klára þetta heima, ekki hægt að taka af Blackburn þeir börðust fyrir jafntefli með gríðarlegri baráttu.

  44. Holy moly hvad tetta var leidinlegur leikur, afhverju er spilad Sturridge allan timann?

  45. Replayið verður svo sett á milli leik okkar við City og Arsenal. Akkúrat sem við þurftum.
    Þetta lið vanmetur andstæðinga og verður að laga þá þvælu strax.

Blackburn í bikarnum

Liverpool 0 – Blackburn 0