Okkar menn bundu enda á tveggja leikja taphrinu í deildinni í kvöld með fínum sigri á Newcastle.
Rodgers stillti þessu upp svona í byrjun – Ibe kom inní liðið en Sturridge og Balotelli voru hvougur í hóp og því var Coutinho uppá toppi.
Mignolet
Johnson – Can – Lovren – Moreno
Henderson – Allen – Lucas
Ibe – Coutinho – Sterling
Semsagt, aftur komin 4 manna varnarlína.
Það var eitthvað smá jafnræði með liðunum fyrstu fimm mínúturnar, en svo tók Liverpool öll völd á vellinum og hélt út allan fyrri hálfleikinn. Það var Raheem Sterling sem skoraði fyrsta markið – hann fékk frábæran bolta frá Henderson, sólaði tvo leikmenn og setti hann í netið með frábæru skoti.
Það sem eftir var af fyrri hálfleik var Liverpool mun betra liðið og hefði átt að fara inní hálfleik með 2-3 marka forystu, en því miður var staðan bara 1-0 í hálfleik.
Seinni hálfleikurinn byrjaði svo alveg hræðilega og okkar menn voru heppnir að halda forystunni. Það var svo Joa Allen sem náði að tryggja sigurinn með marki eftir sendingu frá Emre Can. Allen var mjög framarlega og ég átti alveg von á því að hann myndi skora því hann virtist alltaf vera nálægt fjörinu. Sissoko fékk svo rautt spjald og Newcastle ógnuðu ekkert eftir markið. Sterling hefði klárlega geta skorað þrennu, en hann lét eitt mark duga og fékk heiðursskiptingu rétt fyrir leikslok.
Maður leiksins: Mignolegt var pottþéttur í dag, en vörnin var oft á tíðum hálf klaufaleg og Johnson var bara farþegi í leiknum. Miðjan okkar með Henderson, Allen og Lucas var fín og hélt Newcastle miðjunni í skefjum. Frammi voru Coutinho og Sterling sprækir en Ibe var greinilega að spila sinn fyrsta leik í langan tíma. Borini, sem kom inná fyrir hann og Lambert gerðu svo lítið se ekkert.
En ég vel Coutinho sem okkar mann leiksins – hann var mest ógnandi og átti nokkur tilþrif í leiknum, sem voru stórkostleg.
Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur. Ég er ekki enn að fara að velta fyrir mér fjórða sætinu – til þesss þarf City að tapa allavegana helmingnum af þeim stigum sem þeir eiga möguleika á og það tel ég til of mikils ætlast. En við náðum að binda endi á þessa leiðinlegu taphrinu og okkar menn mæta vonandi fullir af sjálfstrausti á Wembley um næstu helgi.
ÞAÐ er enn von fyrir 4dja sætið
Sæl og blessuð.
Góð vörn, en mistæk.
Frábær miðja, en andstæðingurinn höfuðlaus her.
Undarleg sókn, en tvö mörk.
Fleira var það ekki.
Ekkert sérstakt en 3 stig
Allen á skilið motd bara fyrir að koma tuðrunni loksins í markið.
En flottur og öruggur sigur og við höldum smá pressu á City.
Sterling með frábært mark en hefði léttilega getað sett þrennu. Vörnin flott og Skrtel kemur loksins inn í næsta leik.
MIkið var þetta gott fyrir sálartetrið. Sterling þarf að fara að nýta færin betur og við verðum að fara að fá alvöru framherja.
Það hlýtur að vera aðalmarkmiðið í næsta glugga að versla senter til að nýta öll þau færi sem liðið er að skapa í leikjum eins og þessum.
3 stig og men bara sáttir.
Hefðum átt að skora fleiri í dag en við hefðum líka getað fengið á okkur mörk. Mignolet varði einu sinni frábærlega og Lovren átti að fá víti á sig.
Flott mark hjá Sterling en hann átti að skora tvö í viðbót en gaman að sjá Allen skora fínt mark.
Þetta fannst mér vera samt nokkuð öruggt hjá okkur í dag. Liðið á enþá séns á 4 sætinu og höldum við áfram að reyna að ná því á meðan að það er möguleiki en stærsti leikur tímabilsins er um næstu helgi þar sem ég vona að mínir menn fara með okkur í úrslitaleikinn.
Þetta kallast að gera leikinn óþarfalega spennandi.
Fínn sigur, ekkert meir ekkert minna, gott að vera komin aftur á sigurbraut.
Markið hjá Sterling minnti mig á Suarez, sem er nokkuð jákvætt finnst mér 😀 Annars hefði hann átt að skora í það minnsta eitt í viðbót, annars bara nokkuð góður leikur og er ég ánægður með úrslitin!
Skýrslan komin inn. Svo sem ekki mikið um þetta að skrifa. Fínn sigur.
Édúddamía hvað þetta var slappt en samt 2-0 sigur???
Það eru engin mörk í þessu liði því miður og þá er alltaf hættan að drulla uppá bak eins og leit út fyrir á tímabili í byrjun seinni hálfleiks. Newcastle eru mjög slakir og aðeins betra lið hefði refsað fyrir svona kæruleysi.
Sterling þarf svo að fara skrifa undir, þetta er alltaf að verða pínlegra með hverju dauðafærinu sem hann klúðrar.
Ef Sterling hefði nýtt færin og sett í þrennu gæfi ég honum…… mögulega…… sjéns á launahækkun.
En mikill klaufi í dauðafærum og þarf greinilega að taka auka skotæfingar “a la Coutinho”.
En Newcastle annars lítil fyrirstaða, reynir á fyrir alvöru á Wembley næsta sunnudag.
eruði í alvörunni að væla útaf sterling klúðraði þessu færi ? jesús minn almáttugur hvað þið hljótið að lifa óspennandi lífi ég er allavegna drullu sáttur við að hafa eytt mínum tíma í að horfa á þennan frábæra leik. mér fannst þetta vera top5 besta frammistaða okkar á tímabilinu.. stay classy
Goodbye, Glen.
Ormurinn hefur verið eitthvað sofandi á meðan hann horfði á leikinn ef hann sá bara dauðafærin í eintölu 😀
Liverpool þarf ekkert að hugsa út í þetta meistaradeildarsæti. Fyrir mér er mjög ásættanlegt að enda í fimmta sæti og allt annað er bónus. Ef liðið klárar deildina með sæmd þá er ég allavega sáttur.
Frábær leikur í alla staði. Liverpool domineiraði hann frá byrjun og Newcastle átti aldrei séns. Lovren má þó teljast heppinn að hafa ekki fengið á sig víti. Það spiluðu allir vel og það virðist ekki skipta hvert þú setur Can, hann mun eiga góðan leik.
Rodgers fær sérstaklega mikið hrós fyrir upplegg sitt að leiknum, gaman að sjá Coutinho í þessari stöðu.
Fara klára samningsmál við Sterling og Henderson og já Sktrel. Byggja ofaná það sem við höfum. Fá inn þungarvigtar striker, einhvern alvöru alvöru og við erum að tala um allt annað. Við erum með svo feiki öflugt lið þegar við nennum því. Fá 2-3 worldclass leikmenn inn.
Jónsson var ekki alslæmur. Átt góða spretti.
Lucas og Coutinho flottir. Lucas var ótrúlegur á köflum, hann hefur örugglega náð svona 13-15 tæklingum í kvöld og átti líka 2-3 mjög góðar sendingar fram á við.
Coutinho og Sterling geta sprengt varnir upp svo fyrirvaralaust að það er unun að horfa á. Vantar samt stundum upp á ákvarðanatökuna og slúttið allra fremst á vellinum. Staðan hefði verið svona 5-0 í hálfleik ef einhver af Suárez kaliberi hefði verið í teignum að komast í allt sem liðið var að skapa.
Þrjú stig í kvöld, bið ekki um meira!
Þrjú stig, job done.
Næsti leikur takk.
3 punktar er það eina sem skipti máli og það hafðist. Fyrir mér er Jordan Henderson MOTM. Fannst hann ótrúlega þéttur, átti sendinguna í markinu hjá Sterling, vann hrikalega vel og stóð fyrir sínu. Að öðrum ólöstuðum þá er hann að mínu mati einn allra mikilvægasti hlekkurinn í liði LFC í dag.
Ekkert glans á þessari spilamennsku og margt sem pirraði mig og þá einkum og sér í lagi hann Sterling vinur okkar. Án nokkurs vafa er það að angra mann að strákurinn sé að draga klúbbinn á asnaeyrunum og bíða með því að skrifa undir þangað til eftir tímabilið svo hann geti séð hvaða stóru klúbbar bjóða í hann. Finnst það rúmlega hallærislegt og strákurinn ætti nú að vera feginn hversu mikið traust hann hefur fengið. Það sem pirraði mig í DAG varðandi Sterling er að maðurinn er hrikalega slakur í að klára færin sín. Gott og vel hann “sett’ann” í fyrri hálfleik en svo virðist vera sem hann þurfi a.m.k. 10 færi til að skora eitt mark og það eitt og sér réttlætir ekki að hann sé uppi á topp. Svo finnst mér hann missa boltann alltof oft of langt frá sér sem gefur varnarmönnum tækifæri á að pikka í boltann eða hirða hann af honum. Það þriðja og síðasta sem pirraði mig við hann í kvöld var að hann var oft of lengi á boltanum og ég taldi að minnsta kosti 2 ef ekki 3 skipti sem hann hefði átt að gefa á mann í betri stöðu en oft virðist kauði aðeins of eigingjarn.
En eins og ég sagði þá eru 3 punktar það eina sem skiptir máli. Veit ekki með Sterling greyjið og hvort ég vilji hafa hann hjá klúbbnum lengur. Finnst eitthvað mjög svo rangt við það sem er í gangi.
Sorrý “Svefnormur” 🙂
Highlights?
Brilliant 3 stig og ekkert meira um það að segja.
Highlights:
Highlights
Ágætur leikur, Henderson/Mignolet MOTM, þeir tveir og Coutinho eru klárlega þrír aðalmennirnir okkar í vetur.
við skulum hafa það á hreinu ap Sterling er ekki að fara neitt hann er bara að reyna að gera það sama og Suarez gerði kom fram í viðtali og sagðist vera ánægður með að Arsenal vilji fá sig og vilji vinna tittla næstum orðrétt sem suarez og sterling sögðu í viðtali til að fá eins há laun og í boði er nema annað viðtalið var á spænsku 😉 en Enska pressan slátraði Sterling þess vegna er hann eitthvað núna að reyna redda sér með að segja að hann vilji lag frá THE KOP END (hann mun vera áfram og ætlaði sér það alltaf)…..
En hann er EKKI að gera sér neinn einasta greiða með hverju DAUÐAFÆRINU sem hann klúðrar.. en annrs góður leikur og er mjög ánægður með 3 punkta en hey við hefðum alveg getað klárað þetta fyrr… Lovren var mjög góður í leiknum þrátt fyrir nokkrar lélegar sendingar en Johnson fannst mér mjög góður og æeg æa eftir að sakna hans mikið eftir að hann fer.. hef ALLTAF verið á Johnsonvagninum……YNWA….
Jonas að þakka fyrir sig
Vissulega mikilvæg 3 stig gegn einu verst skipulagða liði sem ég hef séð spila lengi á Anfield.
Alvöru striker hefði sett easy þrennu gegn þessu Newcastle liði, þvílík veisla sem þetta hefði verið fyrir Suarez og Sturridge fyrir akkúrat ári síðan.
Finnst ykkur ekki skrítið að 21 árs gutti sem er miðjumaður skuli vera mun betri miðvörður en Lovren sem kostaði 20 m ?
Þessi Johnson Vagn sem Bragi nefnir eru nú ekki að fara i gegnum skoðun án allavega 10 athugasemda 🙂 enda fer hann i sumar blessaður kallinn en hann getur alveg verið stoltur af sinu, allavega fyrstu tímabilin.
Can, Henderson, Ibe, Coutinho og Sterling eru menn sem þarf að festa i okkar liði og auðvitað Sturridge. Það verður svo gott að fá Gerrard og Skrtel til baka fyrir helgina, bekkurinn i kvöld var ekki mjög spennandi.
Þessi sigur er auðvitað fyrir þá 96 sem allir sakna og enn og aftur sýna stuðningsmenn okkar hversu frábærir þeir eru, magnað að Jónas skuli vera farinn að spila fótbolta aftur.
Eitt að lokum sem ég hreinlega get alls ekki skilið, hvernig geta menn eins og Lee Mason og K. friend fengið að dæma fótboltaleiki á þessum standard ? Þeir eru með skitu uppá bak um hverja einustu helgi og það virðist öllum vera sama. Td hvernig hann Mason gat sleppt þvi að dæma á Lovren er rannsóknar efni.
https://www.youtube.com/watch?v=SmExyF-ym-I raheem sterling fékk sitt langþráða lag í dag 🙂
Leikurinn í heild sinni: http://www.reddit.com/r/footballhighlights/comments/32hg73/liverpool_vs_newcastle_untied_premier_league/
Highlights: http://www.reddit.com/r/footballdownload/comments/32hjhj/request_liverpool_vs_newcastle_april_2015/
Stórglæsilega markið sem Raheem Sterling skoraði: http://streamable.com/fdco
Fáránlega hælsendingin hjá Coutinho: https://www.youtube.com/watch?v=UfG9aDmXhWE
Besta varslan hjá Simon Mignolet: http://streamable.com/41y9
Þetta comment endar vafalítið í saxbautasóttkvínni, en ætti að birtast þegar síðuhaldarar taka eftir því… 🙂
Urðum að vinna til að eiga von, eða þannig.
Þetta ætti að hjálpa Sterling í samningaviðræðunum.
http://www.mbl.is/sport/enski/2015/04/13/sterling_andar_ad_ser_hlaturgasi_myndskeid/
Sjáiði kallinn.
http://www.statbunker.com/competitions/Top10KeepersCleanSheets?comp_id=481
Coutinho í gær: http://youtu.be/Fgi5FnvVweM – magnað!
Það bíður svo ein athugasemd frá mér í sóttkvínni…
Innskot – Komið inn
Enn og aftur sýnir Coutinho sýna snilli, ég hreyfst mikið af honum í þessum leik. Taktarnir, sendingarnar, útsjónarsemin og viljinn ! Hann er fyrir mér að géra mun betri hluti en Ronaldo gerði forðum daga, eina sem vantar.. Eru bara aðeins fleiri mörk (sem United fær reyndar oft géfins).
Annað í þessu, boltinn fær að rúlla vel hjá okkar mönnum, við erum skapandi frammá við og erum duglegir í að loka svæðum á andstæðingana, þó einna helst framarlega á vellinum.
Fyrir mér erum við að spila besta boltann í deildinni og ég segi það og skrifa, þetta tímabil er einungis millibilsástand. Við verðum við toppinn á næsta ári með besta stjóra deildarinnar í fararbroddi !
Margt mjög jákvætt en við verðum líka að muna að mótherjinn var ekki sá sprækasti í deildinni.
Er ekki bara einn Jónsson ? ….sá sem ég sá í gær var ekki boðlegur….
Fyrir mér erum við ekki að spila besta boltann í deildinni –> Ennþá …en við erum klárlega með einn efnilegasta stjóra deildarinnar !
Tek undir með Matta #34 næsta tímabil verður spennandi !
:O)
Fínn sigur átti klárlega að vera stærri.
Sterling var flottur með mikla vinnslu og glæsilegt mark, menn verða að vera slakir á því að gagnrýna hann fyrri slaka færanýtingu enda er hann að upplagi kantmaður en það mun lagast með auknum þroska þá kemur meiri ró yfir hann inní teig andstæðinga.
Það þarf að hætta þessu rugli og klára samning við hann ef Balotelli er með £110,000 þá á Sterling skilið £150,000 og hann er einn af fáu leikmönnum liðsins sem á skilið góð laun.
Var virkilega hrifin af Coutinho í miðri center stöðunni getur maður ekki kallað þetta falska níu, hann leysti þetta hlutverk af stakri bríði, og bauð hann uppá Brasilíska takta af bestu gerð þvilík boltatækni sem hann hefur yfir að ráða algjör ununn að horfa á hann og maður heyrði kliðinn inná vellinum þegar hann tók á rás með boltann. Þar að auki var Coutinho með helmingi fleiri sendingar á samherja á síðasta þriðjung vallarins en næsti leikmaður.
Það sem veldur áhyggjum að það vantar drápseðlið að skora og loka leikjum, erum bara komnir með 47 mörk vs 84 á sama tíma í fyrra.
það hlýtur að koma alvöru center í sumar hef ekki trú að Origi sé ennþá kominn á það caliber, Danny Ings kemur ansi oft upp í miðlum en ég væri til í sjá okkur reyna við hin Argentíska Mauro Icardi þetta er alvöru klárari og kominn með 16 mörk í 25 leikjum og hann er eingöngu 22 ára eitthvað sem ætti að heilla FSG.
Hér er einn af þessum skemmtilegu boltum fram hjá Lucasi í gær: http://www.gfycat.com/MeekMetallicEskimodog
Hann átti alveg nokkra svona. Vil alls ekki missa hann í sumar. Það verður að skilja eitthvað eftir af Liverpool reynslunni (meira en bara Skrtel).
Rosalega sé ég eftir þessum £110.000/viku í Balotelli.
Skelfilegur díll að borga þessum strák £5,3 m punda/ári eða næstum 1,1 milljarð ISK fyrir sitt snautlega framlag til liðsins.
Rosalegur munur þegar Rodgers áttaði sig á því að vörnin ætti ekki að tala Belgísku við Mignolet. Bregst ekki að þegar menn hætta að tala Belgísku við Mignolet þá heldur hann hreinu.
#38 já massíft fjárhagstjón hjá mér og minni fjölskyldu líka 😉
Guderian ég held að þeir hafi samið við hann til 4 ára. Hver veit nema hann taki bara Winston Bogarde á þetta og láti bara samningstímann fjara út í góðum fíling í varaliðinu? Þetta var svo lélegur díll að Carroll, Diouf, Cissé, Collymore og hvað allir þessir kjánar sem við höfum ákveðið að gambla á, líta út eins og góð kaup við hliðina á Balotelli.
Sem víkur að næstu spurningu? Afhverju er Liverpool alltaf að taka gamblið? Ef leikmaður er álitinn góður en með nokkrar lausar skrúfur þá er Liverpool langlíklegasti áfangastaðurinn. Maður skilur að liðið hafi ekki bolmagn í bestu bitana en fyrr en má nú vera.
Annars er Cantona að mæla með Javier Pastore. Kostaði að vísu 40 milljónir þegar hann fór til PSG og Liverpool er ábyggilega ekki ofarlega sem næsti áfangastaður en þarna er leikmaður sem mætti kýla á.
Mér fannst þetta ágætis leikur hjá okkar mönnum. Greinilega var planið að koma til baka eftir 2 frekar erfiða tapleiki. Þar sem við nánast stimpluðuð okkur út úr meistaradeildinni. Það sem mér fannst jákvætt við þennan leik hvað Emre Can er sífellt að koma betur út sem langbestu kaup síðasta sumar. af þessum leikmönnum sem komu í fyrra var þessi sem ég gerði minnstu vonir um að væri eitthvað…Enn mikið er nú ljúft að sjá aftur töluna 23 og þvílíkur leikmaður sem ber þá tölu 😀 Couthino er orðinn upphálds leikmaðurinn minn með þessari spilamennsku undanfarið. tækninn og boltameðferðinn sem hann hefur og þessi dribbles em hann tekur er vandfundinn í dag í boltanum. Hef trú að hann muni taka deildinna með stormi á næsta ári og sýna okkur að það er svo sannarlega líf eftir Suarez.
Sterling Sterlingpund Ég var ánægður með þetta mark hjá honum Enn mér fynnst vanta allt þetta Gráðuga markaskoranef sem Nistelroy hafði Sturridge í fyrra. Oft sem mér fynnst Sterling svona stopa og vilja fá boltan í lappirnar, Eins og til dæmis í fyrri hálfleik þegar Couthino tók Newcastle vörninna á asnareyrynum og kom svo með fastan bolta fyrir enn Sterlingpundið var bara fastur fyrir á sínum stað og tók run alltof seint. Svo er nátturlega skelfilegt þegar þessi fyrirgjöf kemur utan af kantinum og newcastle varnarmaðurinn flækist í boltann þannig að boltinn dettur niður nánasst dauður fyrir Sterling, Einn á móti markmanni Með allt markið fyrir framan sig enn þá skýtur hann framhjá!!! Ég bara trúði ekki að hann hefði ekki einu sinni hitt á rammann nær kemst hann varla markinnu. Öllu verra er að ofan í þessu samningsviðræður þá er hausinn greinilega ekki rétt skrúfaður á honum! Böstaður í reykingum og Hlátursgas það nýjasta…. Er ekki í lagi að menn séu nú gera hlutina bæði innan vallar jafnframt utan vallar til að réttlæta þennan samning sem hann vil fá?
Annarrs ánægður með leik flestra manna að undanskildum Johnson enda hausinn á honum löngu farin í burtu. Lovren er einn taugahrúga og seinheppninn og heppninn með honum í liði Annarrs vonandi bara góður forleikur fyrir helginna 😀
Sælir félagar
Sá bara fyrri hálfleik. Sáttur.
Það er nú þannig.
YNWA
Sæl öll,
þó svo að þessi leikur bæti aðeins sjálfstraustið að þá sýndi hann svo að ekki verði um vilst hvar vandræði Liverpool hafa legið í vetur. Sterling þarf tíma til að öðlast reynslu og ró til að klára færin sín. Newcastle hefði ef dómarar á Englandi væru ekki þeir slökustu í toppdeildunum átt að fá víti og þá er aldrei að vita hvað hefði gerst. Liverpool verður að kaupa framherja í sumar sem hefur sýnt stöðuleika í markaskorun í fleiri en 1 eða 2 tímabil!