26 ár.

Í dag minnumst við þess að 26 ár eru liðin frá harmleiknum á Hillsborough. Við leyfum litla bróður í Everton að eiga tíst dagsins að þessu sinni:

Það hefur ansi margt gerst á síðustu 2-3 árum í baráttu fjölskyldna þeirra sem létust fyrir réttlæti. Maggi fór mjög vel yfir þau mál í færslunni fyrir ári síðan. Það er ekki úr vegi að rifja atburðarásina upp á þessum degi.

Það er allavega loksins hægt að segja að styttist í að hinir 96 fái réttlæti. Hvíli þeir í friði.

YNWA

13 Comments

  1. Tístið hér fyrir ofan lýsir því soldið vel hversvegna ég hef aldrei getað „hatað“ Everton liðið eða fylgjendur þess. Hafa staðið þétt við bakið á klúbbnum okkar í þessari baráttu sem vonandi fer að sjá fyrir endann á.

    Justice for the 96
    YNWA

  2. Eins rosalega vond og undanfarin 5 ára hafa verið hjá Liverpool innan vallar hafa þau svo sannarlega verið rosaleg hvað baráttuna fyrir réttlæti varðar. Aldrei meira en núna er þeir sem mesta ábyrgð báru þennan hræðilega dag eru farnir að svara til saka og játa glæpsamleg mistök sín og lygar. Minningarathöfnin í dag líkt og á síðasta ári verður líklega aðeins lituð af því að fjölskyldurnar mega ekki segja mikið enda dómsmál ennþá í gangi.

    Því meira sem maður kynnir sér baráttu aðstandenda þeirra 96 sem létust því meiri virðingu ber maður fyrir þeim. Ótrúlegt fólk.

    Stuðningur nánast alls staðar að úr fótboltasamfélaginu og langt út fyrir það hefur einnig verið gríðarlegur en þó líklega mestur frá Everton og Celtic. Slysið var eðlilega jafn nærri stuðningsmönnum Everton og Liverpool. Þingmaðurinn sem barðist fyrir endurupptöku málsins er það mikill Everton maður að hann var á hinum undanúrslitaleiknum á Villa Park 15.04.89. Fyrir minningarathöfnina 2010 höfðu

    Önnur lið hafa þó verið áberandi og þá sérstaklega þau félög í Evrópu sem hvað sterkust tengsl hafa við Liverpool.
    Nokkur dæmi:

    Þetta eru stuðningsmenn St Etienne

    Þetta er úr gula veggnum í Dortmund

    Stuðningsmen Napoli

    Young Boys Bern

    Olympiakos

    Stuðningsmenn Basel á Anfield

    Inter Milan

    Hér er hægt að kynna sér hvern og einn þeirra 96 nánar
    http://www.bbc.com/news/uk-26765007

  3. Lútum höfði smá og minnumst þessa fólks…sem loksins er að fá að njóta sannmælis.

    Held að enginn sem ekki fylgdist með því í kjölfar þessa dags ímyndi sér hvernig hvernig minning þessa fólks og ímynd klúbbsins var tætt í kjölfar þessara lögreglumistaka á liðsködduðum Hillsborough vellinum.

    Mikið vona ég að atburðir vetrarins í réttarsalnum verði til þess að mótivera okkar menn, FA-bikarinn er í mínum augum algerlega tengdur sögu klúbbsins og löngu tímabært að vinna hann aftur…til minningar um þá 96!

    YNWA…

  4. Vil benda fólki á mjög gott viðtal við Bjarna Fel í dag. Hjörtur Hjarta á X977 tók það, hefst rétt eftir 16:00.

  5. Það er reiði sem blandar sorgina hjá mér yfir þessu óréttlæti!

    Tek hatt ofan fyrir öllum ummælum hér að ofan…….

    YNWA

Liverpool 2 – Newcastle 0

Þrjár spurningar fyrir Wembley