Byrjunarliðið á Wembley – UPPFÆRT

Undanúrslit í FA bikar…mótherjinn ólseigir Aston Villa menn.

Byrjunarliðið er komið:

Mignolet

Can – Skrtel – Lovren

Markovic – Henderson – Allen – Moreno

Gerrard – Sterling – Coutinho

Bekkur: Jones, Johnson, Toure, Lambert, Manquillo, Borini, Balotelli.

Gerrard kemur inn…Lucas ekki í hóp, veit ekki hvers vegna…varð alveg að margtékka mig á því hvað væri í gangi!

Viðurkenni að ég nötra af spenningi, þetta er að sjálfsögðu í reynslubankann hjá mönnum að spila á Anfield South en við viljum fara í úrslitaleikinn og kvitta fyrir síðasta leik gegn Wenger.

KOMA SVOOOOOOOO!!!!!!!!!!

UPPFÆRT:

Lucas Leiva meiddur, ótrúleg saga hans af Wembley heldur áfram, hefur aldrei leikið þar…

Samkvæmt Liverpool-sjónvarpinu er liðið svona uppsett:

Mignolet

Can – Skrtel – Lovren – Moreno

Henderson – Allen
Markovic – Gerrard – Coutinho

Sterling

Sjáum til þegar leikurinn byrjar….

138 Comments

  1. flott að fá can inn fyrir slakan og saddann glen johnson, gerrard inn í liðið aftur þetta lítur vel út hjá okkur… nú er bara að mæta með hausinn rétt skrúfaðann á og slátra þessum leik

  2. Lucas meiddist víst í vikunni og verður frá í 1-2 vikur.

    Hann spilar þá bara sinn eina leik á Anfield South í lok maí og vinnur að sjálfsögðu dolluna þá.

  3. Lucas er meiddur.

    Þetta snýst bara um að komast í úrslitaleikinn og er framistaðan ekki aðalatriðið í dag heldur að komast í stöðu til þess að endurtaka 2001 úrslitaleikinn gegn Arsenal.

    Þetta er flott lið í dag hjá okkur og hef ég trú á að strákarnir komast áfram.

    YNWA

  4. Hrikalega ætlar Moreno að vera duglegur í þessum leik, bæði í vörn og miðju 🙂

    Tek það ekki í mál að Tim Sherwood komi í veg fyrir að við förum í úrslita leikinn. KOMA SVO

  5. Maður sér titringinn í þér Maggi á þessum pósti – vonandi heldurðu heilsunni út daginn 🙂

  6. Ég er næstum viss um að þetta er 3-4-3:

    Mignolet

    Can – Skrtel – Lovren

    Henderson – Gerrard – Allen – Moreno

    Markovic – Coutinho – Sterling

    Ég vona að Hendo sé ekki í RWB, frekar hafa hann framar og Markovic á vængnum. En ég myndi veðja á þetta m.v. leikmennina í byrjunarliðinu.

    Sendi svo sérstakar samúðarkveðjur á Lucas Leiva. Þetta er fjórði eða fimmti Wembley-leikur Liverpool í hans tíð og hann hefur misst af þeim öllum vegna meiðsla. Greyið kallinn.

    Koma svo!

    YNWA

  7. …ok my bad, átti eftir að fá mér bjór enda klukkan bara 9 hér í nyc.

  8. Hvað með Sturridge ? Hef ekki heyrt neitt nýtt um meiðsli, en hann hlýtur samt að vera eitthvað meiddur því hann er ekki í hóp.

    Er meira fréttaefni þegar Studge er heill en þegar hann er meiddur !

  9. Sést vel hversu illa þessar Lucasarfréttir fóru með mig!

    Moreno bæði í bakverði og miðju í upphaflegu færslunni, það gengur víst ekki þó hann sé duglegur strákurinn.

    Lagaði það til eftir athugasemdir, takk fyrir það elskurnar, eyddi þá um leið athugasemdunum…

  10. Vonandi er þetta 4-3-3 með Can í hægri bak.

    Annars er bekkurinn frekar óspennandi, þrír ískaldir framherjar, tveir hægri bakverðir, miðvörður og markmaður…

  11. Borini er alls ekki kaldur, fær bara aldrei tækifæri , hann skorar ekki af bekknum

  12. 16# borini prumpaði uppá bak í sínum fyrrsta leik og hefur ekki átt góðan 10 minutna kafla síðan hann kom

  13. Strákar, það eru aaaalltaf sömu síðurnar sem bjóða uppá stream, setjiði þær í favorites eða eitthvað svo að þið þurfið ekki að spurja um hverja helgi um stream.

    vipleague.se

  14. þeir meiga samt allveg fara að hætta með þessa krossa alltaf haha sterling og coutinho eru samanlegt 2 metrar max á hæð og eru ekki að fara að vinna einn einasta skallabolta

  15. er enginn til að sejta upp á topp í staðinn fyrir Sterling, hálf aumingjalegt að horfa upp á þetta. Hann hefur ekkert í miðverðina að gera….

  16. já villa er drasl og hefur verið sl 25 ár eða svo. það sem er merkilegast af öllu að þeir skuli ekki hafa fallið á þessum tíma. það er afrek útaf fyrir sig.

  17. Stay classy Dunkur!

    Flott mark hjá Villa þarna, verðum að gefa þeim það.

    Vonandi að það sparki aðeins í okkar leikmenn

  18. Gerrard líka ósýnilegur og alltaf langt út úr stöðu, allir aðrir útileikmenn liðsins þurfa að pressa tvöfalt meira til þess að cover-a fyrir hann, hann á ekkert erindi í byrjunarliðið ef miðað er við spilamennsku hans á tímabilinu.

  19. markið var vel afgreitt en….það má ekki gleyma ser yfir augnabliks mistaka og augnabliks
    snilli Benteke. LFC verður að sýna þennan klassamun sem er á mannskap og vinna leikinn
    með 1-2 mörkum. það eru eðlileg úrslit. Villa sigur væri upset eins og sagt er.

  20. @Dunkur: Benteke hefur verið að raða inn mörkum núna í fleiri fleiri vikur og ekki hefur hann verið að spila við lfc í hverri viku

  21. enginn miðjumaður á bekknum til að koma inn fyrir gerrard í halfleik. áhuglausari mann hef ég ekki séð lengi :/

  22. Skelfing að sjá Gerrard í þessum leik. Grey kallinn er alveg búinn.

  23. Hvað leikaðferð erum við að spilla? Við erum slakir og seinir i alla bolta. Afram nú berjast i miðjunni strákar.

  24. það er flott fyrir hann og hans lið. það var á tími til komin. ég vona bara að þau verði ekki
    fleiri í þessum leik. ég vona bara að við verðum ekki svo vitlausir að kaupa hann í sumar.
    við eigum svona leikmann. hann er sjaldan i hóp,sá italski.

  25. Ofboðslega er Gerðardómur slakur. Hleypur nánast ekki neitt og er endalaust að fara út úr stöðu. Balo inn fyrir Gerrard og Sterling út til hægri.

  26. Jákvæða er það að Lovren hefur verið frábær. Vonandi að hann sé farin að aðlagast lliðinu.

  27. Villa betri.

    Verður erfitt en við klárum þetta í framlengingu, Balo með sigurmarkið.

  28. Balotelli inn þurfum styrk hans til að halda boltanum, því miður Gerrard virkar þungur bæði verið frá vegna meiðsla og leikmanns.

  29. Gerrard tapar skallaeinvígi, og er allt, allt, alltof latur og hægur tilbaka og skilar Villa marki, útaf með hann Brendan! Sýndu hreðjar!

  30. Djöfull erum við lélegir. Algjörlega til skammar. Við erum að spila semi final á Wembley andskotinn hafi það!

  31. Fara í 3-4-2-1 aðferðina. Hætta spilla með þessa 4 manna varnarlínu. Sáið hvernig bakverðirnir sækja fram og skilja eftir risastórt svæði fyrir tvö miðverðina sem þeir geta með engu dekkað þótt Allen eða Gerard hjálpi til. Þetta virkar ekki Rodgers.

  32. BR í ruglinu. Af hverju er Gerrard þarna enn þá inni? Kominn aftur með sama leikkerfi og virkaði alls ekki á fyrri hluta tímabilsins. Og Lovren í þessu seinna marki. Shit.

  33. mjög dapurt að tapa alltaf þeim leikjum þar sem eitthvað er undir. Brodgers hefur þann
    djöful að draga.

  34. Rodgers hefur ekki kjark til þess að taka versta mann undanúrslitanna útaf og það verður Liverpool að falli í dag.

  35. Betur má ef duga skal….eins og leikurinn hefur spilast hingað til þá hefur villa verið betra liðið. Ef Liverpool ætlar sér í úrslitaleikinn þá þarf liðið að koma tvíeflt tilbaka. Þeir hafa gert það áður í þessari keppni og verða að gera það á ný.

  36. Þurfum að fá Gerrard í gang ekki seinna en núna. Hvað er í gangi. Það er ekkert að gerast hjá honum. Ætlar Gerrard að vera lykilmaður í því að liðið missi af titli annað tímabilið í röð?? Eða er það kjarkleysi Brendans, að hafa leikmenn í liðinu þrátt fyrir augljóst sé að þeir ráði ekki við það?

  37. Finnst við ekki hafa komið mentally réttir inn í þennan leik. Sáum í byrjun hvað menn voru gríðarlega vakárir í spilinu og síðan hvað það er auðvelt að hræða okkur með því að pressa bara aðeins á okkur.

    Það þarf killer instinct í liðið. Er liðið það ungt og reynslulaust eða er þetta eitthvað í undibúning fyrir leiki? Finnst við vera svo neikvætt spilandi í þessum stóru leikjum í vetur.

  38. BR hefur þetta greinilega ekki, menn ekki moteveraðir,taktíst geldur, gerir sömu vitleysurnar aftur og aftur,ég bið um einhvern annan takk fyrir.

  39. Fabian Delph..ef við hefðum nú svona miðjumann sem gæti skapað eitthvað með hraða og fl.. shit hvað þetta er lélegt…

  40. Miðjan gjörsamlega dauð, þeir koma bara ekki Balotelli inní leikinn hvað er í gangi þeir verða að fara að finna hann í fæturnar.

  41. Meðalmenn í fótbolta virðast alltaf verða mjög góðir þegar þeir spila á móti Liverpool!!!

  42. Er ekki alveg viss um hvaða íþrótt Liverpool er að spila í dag, er allavega ekki fótbolti

  43. Það er bara eitt lið sem er að reyna að komast í úrslitaleikinn sýnist mér og það er ekki lið Liverpool. Alveg máttlaus frammistaða sem á engan veginn skilið sæti í úrslitum. BR er að drulla algjörlega uppá herðablað núna

  44. Svo mun Liverpool kaupa Delph og Benteke á næsta ári. Djöfull gæti ég trúað því upp á Liverpool í sumar

  45. Aston Villa eru bara miklu, miklu betrí þessum fokking leik.

  46. Ég get ekki séð afhverju Brendan Rodgers ætti ekki að taka slakasta mann leiktíðarinnar útaf, Gerrard væri vissulega ekkert sáttur með það en hann hlýtur að sjá hversu ömurlegur hann hefur verið á tímabilinu? Rodgers þarf að sýna hreðjar og taka manninn útaf, með hverri mínútu sem Gerrard er þarna inná þá minnkar álit mitt á BR.

  47. þeir eru svo áhugalausir að maður er farinn að verða það sjálfur helviti

  48. Maður er næstum því farinn að hlakka til þegar Gerrard hættir. 🙂

  49. Finnst engum það skrýtið hvað Rogers þarf oft að skipta um taktík í miðjum leik?..Er þetta kannski normal?

  50. Mér finnst það segja helling um Brendan ef hann getur ekki mótiverað lið í undanúrslitaleik á wembley. Eru bara slappur og nenna ekki að dekka menn og villa menn hlaupa í hringi í kringum okkar menn.

    Helvítis fuckings fuck bara !

  51. #94 Þú verður spyrja þessa frægu leikmannanefnd um það. Við fáum örugglega Aspas úr láni eða eitthvað svoleiðis.

  52. Gerrard á greinilega að klára leikinn þó hann geti ekki blautan!!!

  53. Þetta er í fyrsta skipti sem ég efast um Rodgers sem stjóra Liverpool, hvað er verið að reyna hérna? En þetta er ekki búið, áfram Liverpool !

  54. Hvort er verra; ákvörðun Brendan Rodgers að hafa Steven Gerrard inná vellinum eða frammistaða Gerrards?

  55. Gylfi B., mér finnst það einmitt vera mergurinn málsins. Eftir að Monk fattaði 3-4-3 dæmið veit Rodgers ekki hvernig við eigum að spila best. Þess vegna endalausar tilraunir.

    Annars einkennir þennan leik fyrst og fremst deyfð. Lítil orka, pressa og snerpa. Lítill liðsbragur.

    Svo vantar okkur snarpan senter. Það gengur ekki til lengdar að vera án svoleiðis.

  56. Rodgers ætti að skammast sín. Svona kjarkleysi er að mínu mati ásamt því sem hann hefur gert í vetur jaðri við brottrekstrarsök. Hann er einn í því að sjá um það að við séum ekki að fara gera rassgat á þessari leiktíð.

  57. Það er engin pressa í gangi. Þessi breyting í hálfleik var skita.

  58. Á ekkert að fara að jafna þetta? Ég eiginlega trúi ekki mínum eigin augum. Er Liverpool ekki betra en þetta?

  59. ……ef vandamálið væri bara Gerrard, það er bara svo ótal margt annað.

  60. Af hverju ekki að henda Borini inná, gáfulegra að fá framherja heldur en Glen Johnson þegar 10 mín eru eftir í undanúrslitum.

  61. Balo skorar fullkomlega löglegt mark.. Dæmt af, þetta er bara ekki okkar dagur!

  62. Hvað varð um liðið í fyrra sem pressaði mótherjana upp undir vítateig?
    Það virðist enginn hafa áhuga á því í ár.
    Á bekknum? Lambert er eini sem ég myndi treysta til að hlaupa og pressa eins og hann ætti lífið að leysa.

  63. Hey! Sterling er inná… var að sjá það núna eftir 90 mínútna leik

  64. Við vorum einfaldlega lélegir í dag. Tvennt sem ég vil segja, Henderson er bara ekki með þegar Gerrard er inná og BR á að taka sjéns með því að fækka ínvörninni löngu fyrr!

  65. Algjör skita þessi leikur menn ættu að skammast sín , Villa á þetta bara skilið,vonandi skipt um stjóra eftir þetta tímabil.

  66. var lovren kallinn að horfa a markið hans gerrard a moti west ham i urslitun 2006 akvað bara að henda i eitt af 40metrum

  67. Hvaða jólasveinar eru þetta sem voru keyptir í fyrra. Brendan up your game!!

  68. Djöfulsins lowpoint var þetta. Nú er staða BR mjög veik. Það er bara þannig.

    YNWA

  69. Blessaður staða FSG er veik i minu máti og ekki bara BR. Getum við ádáðendur Liverpool keypt félagið af þessum moneyball Amerikanum.

  70. Er það bara tilviljun að Liverpool tapar öllum leikjum þegar eitthvað er undir og hafa gert það undir stjórn BR

  71. hafði Brendan aldrei trú á þessu, breytti 4sinnum um kerfi í leiknum?

    Hann er kominn á endastöð með þetta lið, það er ekki hægt að kenna leikmönnum endalaust um. Hann er búinn að losa sig nánast við liðið sem vann síðast bikar nú er röðin komin að honum. Hann einfaldlega er ekki með þetta. Nú er ráð að ná í feitasta bitan á markaðinum #kloppinbrendanout

  72. Nú vil ég stórar breytingar…BR er bara ekki með þetta…Það er apríl og hann er ekki með á hreinu hvernig liðið á að spila….Leik eftir leik þarf hann að breyta um taktím í miðjum leik vegna þess að hinn þjálfarinn hefur öll svörin….Nú er hann búinn að vera í 3 tímabil…Þetta er fullreynt…#KloppInnTakk

Anfield South og Aston Villa

Aston Villa 2 – Liverpool 1